Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Skákţćttir Morgunblađsins

Skákţáttur Morgunblađsins: Bragi náđi lokaáfanganum ađ stórmeistaratitli

GFN12H8N1Međ ţví ađ vinna síđustu skák sína á opna alţjóđlega mótinu í Kragareyju í Noregi náđi Bragi Ţorfinnsson ţriđja og síđasta áfanga sínum ađ stórmeistaratitli. Ţá liggur fyrir ađ önnur skilyrđi eru uppfyllt, t.d. ţađ ađ hafa á einhverjum tímapunkti náđ yfir 2500 alţjóđleg elo-stigum. Hann hlaut 7 vinninga af níu mögulegum, varđ einn í 2. sćti á eftir norska stórmeistaranum John Ludwig Hammer sem kom í mark međ 7 ˝ vinning. Lykilsigrar Braga komu í fjórđu og fimmtu umferđ ţegar hann vann sćnska stórmeistarann Tiger Hillarp Persson og ţann norska, Espen Lie. Bragi lenti í krappri vörn gegn Tiger Hillarp og var međ tapađ tafl um tíma en ţađ reyndist Svíanum erfitt ađ finna lokahnykkinn og Braga tókst međ mikilli útsjónarsemi ađ sleppa međ kónginn inn fyrir víglínu Svíans:

Kragareyja 2018, 4. umferđ:

Tiger Hillarp Persson – Bragi Ţorfinnsson

GFN12H8MTŢegar hér er komiđ sögu er leiđ kóngsins til d5 alls ekki greiđ og eftir 56. d5! er svartur í mikilli máthćttu en getur samt varist međ 56... cxd5 57. c6! De8! Tiger sá mest af ţessu en valdi samt ađra útfćrslu:

56. Dh7+? Ke6 57. d5+ cxd5 58. Dxh5

Nú á hann ekki kost á ađ leika c-peđinu og Bragi opnar leiđ fyrir kónginn:

58. ... d4!

Gott var einnig 58. .. Hg8.

59. Dg6 De8 60. Dg7 Kd5!

Kóngurinn tekur á rás inn fyrir varnargirđinguna.

61. Db7 Kc4 62. Df3 Kxb4 63. h5 Dg8! 64. h6

Svíinn er búinn ađ missa ţráđinn. Eina vonin lá í ađ leika 64. e6!

64. ... Dc4+ 65. De2 Dc1+ 66. De1 Dxe1 67. Kxe1 Kc3 68. h7 Kc2 69. c6 d3 70. Bg5 b4!

GFN12H8MPFrípeđ hvíts mega sín lítils gegn peđum svarts, gegn hótuninni 71. ... b3 er engin vörn. Hvítur gafst upp.

 

Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga hófst á fimmtudaginn

Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga hófst í Rimaskóla sl. fimmtudagskvöld međ keppni í efstu deild. Eftir fyrri hlutann náđi Víkingaklúbburinn sex vinninga á Íslandsmeistara Hugins og er fátt sem bendir til ţess sigri sveitarinnar verđi ógnađ ţar sem Víkingasveitin jók forskot sitt međ 6:2 sigri yfir Fjölni en á sama tíma gerđi Huginn jafntefli viđ TR, 4:4. Stađan ţegar ţrjár umferđir eru eftir: 1. Víkingaklúbburinn 43 v. (af 48) 2. Huginn 35 v. 3. Fjölnir 26 v. 4. SA 25 ˝ v. 5. TR 25 v. 6. TG 20 ˝ v. 7. Huginn (b-sveit) 20 v. 8. SA (b-sveit) 17 ˝ v. 9. KR 15 v. 10. Skákdeild Breiđabliks og Bolungarvíkur 12 ˝ v.

 

 

Fjórir efstir á skákhátíđ MótX

Fjórir skákmenn urđu jafnir og efstir á Skákhátíđ MótX sem lauk í Stúkunni á Kópavogsvelli sl. ţriđjudagskvöld. Jóhann Hjartarson, Helgi Áss Grétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Jón Viktor Gunnarsson hlutu allir 5 vinninga af sjö mögulegum. Alls hófu 27 skákmeistarar keppni í A-flokknum og var teflt einu sinni í viku, alls sjö umferđir. Leyfđar voru ţrjár ˝ vinnings yfirsetur en ţess má geta ađ elstu keppendur mótsins Jóhann, Jón L. og Benedikt Jónasson nýttu sér aldrei ţann rétt.

 

Í B-flokki urđu jafnir og efstir ţeir Siguringi Sigurjónsson og Hilmir Freyr Heimisson međ 5 ˝ vinning af sjö mögulegum. Ţeir tryggja sér ţátttökurétt í A-flokki á nćsta ári. Í 3. sćti varđ Aron Thor Mai međ 5 vinninga.

Í flokki hvítra hrafna ţar sem keppendur voru sex talsins sigrađi Júlíus Friđjónsson, hlaut 3 ˝ vinning úr fimm skákum.

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 3. mars 2018

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Reykjavíkurlundar stefna hátt

G4D12G3COIngvar Ţór Jóhannesson er mađurinn á bak viđ ţátttöku Reykjavik Puffins, sem stefnir ađ einu af fjórum efstu sćtunum í sínum riđli í atskákkeppni á netinu, Pro chessleague. Ingvar er skráđur í liđ Reykjavíkurlundanna en ţar sem hann heldur úti vefsíđu og beinum útsendingum á međan á keppni stendur hefur hann látiđ sér nćgja ađ bera fyrirliđabandiđ. Ţeir sem teflt hafa fyrir sveitina auk greinarhöfundar eru Jóhann Hjartarson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Ţröstur Ţórhallsson, Jón Viktor Gunnarsson og brćđurnir Björn og Bragi Ţorfinnssynir. Fjögur efstu sćtin í riđlinum gefa rétt á ţátttöku í 16 liđa útsláttarkeppni en ţeim liđum sem síđan komast í undanúrslit verđur bođiđ til New York í sérstaka úrslitakeppni og útsendingu kostađa af Chess.com vefnum.

Forsvarsmenn keppninnar hafa fengiđ til keppni kappa á borđ viđ Magnús Carlsen heimsmeistara, Maxime Vachier-Lagrave, Viswanathan Anand og Hikaru Nakamura,Fambiano Carugna svo nokkrir séu nefndir. Ţađ kom í hlut greinarhöfundar ađ tefla viđ Magnús á dögunum og tapađist sú skák eftir snarpa baráttu en á ýmsu hefur gengiđ hjá okkar sveit. Tveir sigrar, tvö töp og eitt jafntefli og 5. sćti í riđlinum en betur má ef duga skal. Tímafyrirkomulagiđ er oftast 15 2 en stundum 10 2.

Ţó ađ skemmtigildiđ sé vissulega í fyrirrúmi fylgir keppninni alvara og ákveđnar reglur sem krefja ţátttakendur um ađ undirrita loforđ um ađ hegđa sér íţróttamannslega, hafa ekki samráđ á međan keppni á stendur, nota ekki hugbúnađ o.s.frv. Keppendur sjást raunar í vefmyndavél á međan teflt er, sem er ákveđin trygging, en einbeittur brotavilji gćti hćglega eyđilagt svona keppni nema sendur vćri sérstakur eftirlitsmađur/dómari á vettvang.

Eftir fyrstu viđureign Reykjavik Puffins viđ franska liđiđ Marseille Migraines var sigurskák Braga Ţorfinnssonar kosin skák umferđarinnar. Bragi vann međ tilţrifum. Fögnuđu ţeir brćđur Björn og Bragi vel og lengi eftir á. Bragi hikađi ekki viđ ađ tefla fjögurra peđa árásina í kóngsindverskri vörn, afbrigđi sem hann lćrđi fyrir Ólympíumót 16 ára og yngri á Kanaríeyjum áriđ 1995:

Bragi Ţorfinnsson – Etienne Bacrot

Kóngsindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f4 0-0 6. Rf3 c5 7. d5 e6 8. Be2 exd5 9. cxd5 Bg4 10. 0-0 Rbd7 11. He1 He8 12. h3 Bxf3 13. Bxf3 a6 14. g4 h6 15. h4!

Hér duga engin vettlingatök.

15.... b5 16. g5 Rh7 17. e5!

Snarplega leikiđ, peđsleikurinn rýmir fyrir d-peđinu, riddaranum og biskupnum á f3.

17.... dxe5 18. d6 Hb8 19. Rd5 hxg5 20. hxg5 Rhf8 21. Rc7?!

„Houdini“ telur 21. Bg4! betra ţar sem svartur getur nú leikiđ 21.... exf4 međ góđri stöđu. En Bragi var greinilega búinn ađ slá Bacrot út af laginu.

21.... Re6 22. Rxe8 Dxe8 23. a4 Dd8 24. axb5 axb5 25. Bd5! Rdf8 26. fxe5 Rxg5 27. Dg4 Rge6 28. Ha7 Db6

G4D12G3CK(– Sjá stöđumynd)

29. Hxf7!

Glćsilega leikiđ. Eftirleikurinn ćtti ađ vera auđveldur en Bacrot er harđur í vörninni.

29.... Kxf7 30. Hf1+ Ke8 31. Bxe6 c4+ 32. Hf2 Hb7

 

 

33. G3D12G3CGBf7+!

Hvítur vinnur nú mikiđ liđ og úrslitin eru ráđin.

33.... Hxf7 34. Dc8+ Dd8 35. Dxd8+ Kxd8 36. Hxf7 Bxe5 37. Bg5+ Kc8 38. Hxf8+ Kd7 39. Hd8+ Ke6 40. d7 Bxb2 41. Hb8 Kxd7 42. Hxb5 c3 43. Kf1 Kc6 44. Hb8 Kd5 45. Ke2 Ke4 46. Hb4 Kf5 47. Hb5 Kg4 48. Bf6 g5 49. Hxg5 Kf4 50. Hc5 Ke4 51. Bxc3

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 24. febrúar 2018

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Tvenn gullverđlaun Íslendinga á Norđurlandamótinu

GUD12F7FMAđ vinna tvö gull í keppni fimm aldursflokka á Norđurlandamóti einstaklinga 20 ára og yngri er alltaf góđ niđurstađa. Í Vierumaki í Finnlandi um síđustu helgi tókst Oliver Aron Jóhannessyni og Hilmi Frey Heimissyni ađ ná sigri í sínum aldursflokkum og Jón Kristinn Ţorgeirsson nćldi sér í bronsverđlaun.

Ţessi frammistađa er einkar ánćgjuleg og má geta ţess ađ Alexander Oliver Mai var einnig í fćrum ađ vinna miđflokkinn en lenti ţar í 5. sćti. Hann vanmat möguleika sína í nćstsíđustu umferđ mótsins er hann samdi jafntefli međ hartnćr unniđ tafl.

Oliver Aron, sem er rólyndismađur, tefldi af mikilli keppnishörku og skákir Hilmis Freys Heimissonar voru afar viđburđaríkar. Hann missti af tćkifćri á bráđsnjöllum biskupsleik til c7 í skák sinni viđ Einar Hjalta Jensson á Skákţingi Reykjavíkur og birtist hér í blađinu á dögunum en tćkifćriđ kom aftur til hans í Finnlandi! Ţar var hiđ vinsćla Lundúna-afbrigđi tekiđ til međferđar:

NM 2018; 2. umferđ:

Hilmir Freyr Heimisson – Milton Pantzar

Drottningarpeđsbyrjun

1. d4 Rf6 2. Bf4 d5 3. e3 c5 4. dxc5 Da5+ 5. Rc3 e6 6. a3 Dxc5 7. Rb5 Ra6 8. Rf3 Bd7 9. a4 Be7 10. Be2 0-0 11. 0-0 Hfc8 12. c3 Db6 13. Rfd4 Rc5?

Hann hefđi betur valdađ c7-reitinn međ 13.... Re8.

GUD12F5NT14. Bc7!

Fangar drottninguna, 14.... Hxc7 er svarađ međ 15. a5 o.s.frv.

14.... Da6 15. a5!

Hann gat unniđ drottninguna fyrir tvo létta međ 15. Rd6 en ţetta er enn betra.

15.... b6 16. axb6 Db7 17. Hxa7 Hxa7 18. bxa7 Re8 19. Bb8 Ra6 20. Da1 Hd8 21. Da5 Hxb8

 

GUD12F5O122. axb8=D?

Mun sterkara var 22. Dxa6! sem vinnur strax.

22.... Rxb8 23. f4 f6 24. Ha1 Bc5 25. b4 Bb6 26. Da8 Dc8 27. Ha3 Kh8 28. f5 e5 29. Dxd5 exd4 30. Bc4? Rc7 31. Rxc7 Bxc7

Í tímahrakinu sást báđum keppendum yfir snjallan millileik, 31.... dxe3! sem heldur jafnvćgi.

32. cxd4 Bxf5 33. b5 Bg6 34. Ha7 Bb6 35. Hb7 Ba5 36. Dd6!

– og svartur gafst upp.

Óopinber keppni milli Norđurlandaríkjanna fer einnig fram en ţar er samanlagđur vinningafjöldi keppenda frá hverju landi lagđur til grundvallar. Skákbylgjan í Noregi talar ţar sínu máli:

1. Noregur 38˝ v. 2. Ísland 33˝ v. 3.-4. Svíţjóđ og Finnland 32˝ v. Finnland 5. Danmörk 27 v. 6. Fćreyjar 16 v. 

Jóhann og Helgi Áss efstir í A-flokki skákhátíđar MótX

Jóhann Hjartarson og Helgi Áss Grétarsson voru efstir í A-flokki skákhátíđar MótX fyrir lokaumferđina sem er á dagskrá nćstkomandi ţriđjudag. Ţeir höfđu báđir hlotiđ 4˝ vinning af sex mögulegum og ákváđu raunar ađ flýta viđureign sinni vegna utanferđar Jóhanns á skákmót í Austurríki sem hefst í dag. Úrslitaviđureignin fór fram sl. miđvikudag en úrslitunum er haldiđ leyndum fram á ţriđjudag. Fyrir lokaumferđina eru Jón L. Árnason, Hannes Hlífar Stefánsson, Björgvin Jónsson, Ţröstur Ţórhallsson og Jón Viktor Gunnarson í 3.-7. sćti međ 4 vinninga. 

Í b-flokki er Siguringi Sigurjónsson efstur međ 5 vinninga af sex mögulegum. Í 2.-3. Sćti eru Gauti Páll Jónsson og Hilmir Freyr Heimsson međ 4˝ v. Međal „hvítra hrafna“ dró til tíđinda í 4. umferđ ţegar forsprakki ţessa móts, Jón Ţorvaldsson, lagđi Braga Halldórsson ađ velli og komst í efsta sćtiđ ásamt Braga og Júlíusi Friđjónssyni. Ţeir eru allir međ 2˝ vinning af fjórum mögulegum.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 17. febrúar 2018

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Stefán Bergsson er skákmeistari Reykjavíkur 2018

G9T12E64E

Stefán Bergsson er skákmeistari Reykjavíkur 2018 eftir sigur í lokaumferđ mótsins sem fram fór sl. miđvikudagskvöld ţegar hann tefldi viđ Dag Ragnarsson. Stefán hlaut átta vinninga af níu mögulegum, náđi snemma forystunni međ hverjum sigrinum á fćtur öđrum, og ţađ var ekki fyrr en í áttundu umferđ ađ stigahćsti keppandi mótsins, Bragi Ţorfinnsson, stöđvađi sigurgönguna en í lokaumferđinni var Stefán aftur kominn á ferđ og vann örugglega.

Stefán er frá Akureyri og fékk sitt skákuppeldi nyrđra í góđum félagsskap Skákfélags Akureyrar ásamt jafnaldra sínum Halldóri Brynjari Halldórssyni. Hann á lögheimili í Reykjavík og ţarf ţví ekki ađ sćkja handhafa hinnar virđulega nafnbótar neđar í töfluna eins og stundum áđur ţegar „utanbćjarmenn“ hafa sigrađ á ţinginu. Stefán er ötull stjórnarmađur hjá Skáksambandi Íslands og veitti Skákakademíu Reykjavíkur forstöđu um margra ára skeiđ. Frammistađa hans undanfarin ár hefur veriđ nokkuđ sveiflukennd en ţetta er langbesti árangur hans á ferlinum.

Í 2. sćti varđ Bragi Ţorfinnsson međ sjö vinninga eftir sigur á Hilmi Frey í lokaumferđinni. Í 3.-4. sćti urđu Sigurbjörn Björnsson og Einar Hjalti Jensson međ 6˝ vinning og ţar á eftir í 5.-10. sćti Bragi Halldórsson, Dagur Ragnarsson, Hilmir Freyr Heimisson, Hrafn Loftsson, Lenka Ptacnikova og Júlíus Friđjónsson, öll međ sex vinninga.

Í lokaumferđinni var mikiđ undir ţegar Stefán settist viđ tafliđ andspćnis Degi Ragnarssyni, sem međ sigri gat náđ honum ađ vinningum. Dagur varđ í 3. sćti í keppni landsliđsflokks í fyrra og var til alls vís en brást ţó bogalistin eftir lélega byrjunartaflmennsku:

Skákţing Reykjavíkur 2018; 9. umferđ:

Stefán Bergsson – Dagur Ragnarsson

Frönsk vörn

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 h6?!

Sjaldséđur leikur. Dagur var greinilega stađráđinn í ađ sneiđa hjá trođnum slóđum.

4. Rgf3 Rf6 5. e5 Rfd7 6. Bd3 c5 7. c3 Rc6 8. a3 a5 9. Rf1 a4 10. h4 Da5 11. Bd2 Da7 12. Be3 Rb6 13. Rg3 Rc4?

Afleitur leikur sem leiđir til óteflandi stöđu. Betra var 13.... cxd4 ţótt hvíta stađan sé alltaf vćnleg eftir mislukkađa byrjun Dags.

14. Bxc4 dxc4 15. dxc5! Db8

Vandinn er sá ađ eftir 15.... bxc5 kemur 16. Bxc5 dxc5 17,. Re4 og síđan – Rd6+ međ vinningsstöđu.

16. Bd4 Be7 17. Re4 0-0 18. Dd2 Ra5 19. Hd1 Bd7

Stefán var ađ bíđa eftir ţessum leik...

G9T12E64A20. Rf6+!

Og nú er svartur algerlega varnarlaus.

20.... Bxf6 21. exf6 Rb3 22. De3 Rxd4 23. Hxd4 Bc6 24. Hg4

– og svartur gafst upp.

 

Jóhann og Björgvin efstir á skákhátíđ MótX

Jóhann Hjartarson vann stigahćsta keppanda í fimmtu umferđ skákhátíđar MótX, Hjörvar Stein Grétarsson, og komst viđ ţađ í efsta sćtiđ ţegar tefldar hafa veriđ fimm umferđir af sjö. Hann deilir ţví međ Björgvini Jónssyni sem tók sér ˝ vinnings yfirsetu í fimmtu umferđ.

 

Í nćstu sćtum koma svo Hannes Hlífar Stefánsson, Jón Viktor Gunnarsson og Helgi Áss Grétarsson, allir međ 3˝ vinning. Í nćstu umferđ tefla saman Hannes Hlífar og Jóhann Hjartarson og Björgvin mćtir Helga Ás. Í B-flokki eru fjórir skákmenn efstir, Gauti Pall Jónsson, Birkir Ísak Jóhannsson, Agnar T. Möller og Siguringi Sigurjónsson. Bragi Halldórsson er efstur međal Hvítra hrafna, međ 2˝ vinning af ţremur mögulegu 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 10. febrúar 2018

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Stefán Bergsson getur unniđ skákţingiđ međ fullu húsi

Sú stađa er komin upp ţegar tvćr umferđir eru eftir af Skákţingi Reykjavíkur 2018 ađ Akureyringurinn Stefán Bergsson hefur tveggja vinninga forskot á nćstu menn og ţarf ađeins jafntefli til ađ tryggja sigurinn. Hann mćtir raunar stigahćsta keppandanum, Braga Ţorfinnssyni, í áttundu umferđ sem fram fer á morgun. Ţá fćst svar viđ ţeirri spurningu hvort skákţingiđ vinnist međ fullu húsi, sem gerđist síđast fyrir 25 árum og var ţar ađ verki Vestfirđingurinn Guđmundur Gíslason. Stađa efstu manna fyrir lokasprettinn:

1. Stefán Bergsson 7 v (af 7), 2.-10. Hilmir Freyr Heimisson, Björn Hólm Birkisson, Ţorvarđur Ólafsson, Bragi Halldórsson, Lenka Ptacnikova, Einar Hjalti Jensson, Bragi Ţorfinnsson, Júlíus Friđjónsson og Dagur Ragnarsson 5 v.

Í 6. umferđ vann Stefán snaggaralegan sigur á Hrafni Loftssyni:

Hrafn Loftsson – Stefán Bergsson

Kóngsindversk vörn

1 d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. c4 Bg7 4. Rc3 O-O 5. e4 d6 6. Be2 e5 7. Be3 Rg4 8. Bg5 f6 9. Bc1 Rc6 10. d5 Rd4!?

Ţessi peđsfórn virđist gefa góđ fćri ţó ađ algengara sé ađ víkja riddaranum undan til e7.

11. Rxd4 exd4 12. Dxd4 f5 13. Dd1 fxe4!

Međ hugmyndinni 14. Bxg4 Dh4! sem hótar biskupinum og máti á f2.

14. Rxe4 De7 15. f3 Bf5 16. O-O

GGN12D74E16. ... Rxh2!?

Freistandi, en gott var einnig 16. ... Bxe4, t.d. 17. fxg4 Be5! og hvíta kóngsstađan stenst ekki álagiđ.

17. Kxh2 Dh4+ 18. Kg1 Bxe4 19. fxe4 Hxf1+ 20. Kxf1 Hf8+ 21. Bf3 Dxe4 22. De2 Dh4 23. Df2?

Hann gat varist međ 23. De1!

23. ... Dxc4+ 24. Kg1 He8!

Međ vinningsstöđu!

25. Kh2 Bd4 26. Dd2 Be5+ 27. Kh3 Df1 28. Kg4 h5+ 29. Kh4 Dh1+ 30. Kg5 Kg7!

GGN12D74AKóngurinn rekur smiđshöggiđ á vel útfćrđa sókn.

31. Dd3 Bf6+ 32. Kf4 Dh4+ 33. g4 Dh2 mát.

 

 

Björgvin efstur í Stúkunni

Björgvin Jónsson vann Halldór Grétar Einarsson í fjórđu umferđ skákhátíđar MótX sem fram fer í Stúkunni á Kópavogsvelli og ţar er tefld ein skák í viku. Skákhátíđin dregur til sín flesta af sterkustu skákmönnum Íslands en í efsta flokki eru línur ađeins teknar ađ skýrast ţó ađ stór hluti keppenda hafi nýtt sér möguleika á ˝ vinnings yfirsetu, sumir oftar en einu sinni. Stađa efstu mann í A-flokki er ţessi: 1. Björgvin Jónsson 3˝ v. ( af 4 ) 2.–4. Jóhann Hjartarson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Ţröstur Ţórhallsson 3 v. 

Sjötti sigur Magnúsar Carlsen í Wijk aan Zee

Fremsti skákmađur Hollendinga, Anish Giri, hefur um nokkurt skeiđ átt viđ sérkennilegan ímyndarvanda ađ stríđa. Mót eftir mót rigndi niđur jafnteflum í skákum hans. Svo dćmi sé tekiđ má nefna áskorendamótiđ í Moskvu sem fram fór fyrri part árs 2016 en ţar tefldi hann 14 skákir og ţeim lauk öllum međ jafntefli. Fyrir Tata Steel-mótiđ í Wijk aan Zee var honum ljóst ađ hann yrđi ađ reka af sér slyđruorđiđ. Niđurstađan varđ ţessi: 

1.-2. Giri og Magnús Carlsen 9 v. (af 13 ) 3.–4. Kramnik og Mamedyarov 8˝ v. 5.–6. Anand og So 8 v. 7. Karjakin 7˝ v. 8. Svidler 6 v. 9. Wei 5 ˝ v. 10.–11. Jones, Caruana og Matlakov 5 v. 13. Adhiban 3˝ v. 14. Hou Yifan 2˝ v.

Nú hefur veriđ er tekinn upp sá siđur í Wijk ađ tefla til úrslita verđi tveir eđa fleiri efstir og í tveim hrađskákum sem Magnús og Giri tefldu um sigurvegaratitilinn hafđi Norđmađurinn betur, 1˝:˝ , og vann ţar međ sinn sjötta sigur á ţessu merka móti.

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 3. febrúar 2018

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Heimsmeistarinn lék af sér manni en vann samt!

G4C12C7B1Hjörvar Steinn Grétarsson, Björgvin Jónsson og Halldór Grétar Einarsson eru efstir eftir ţrjár umferđir í A-flokki skákhátíđar MótX en í 3. umferđ bar helst til tíđinda ađ Jóhann Hjartarson tapađi fyrir Björgvini Jónssyni en í vinningsstöđu var hann sleginn heiftarlegri skákblindu. Hjörvar Steinn tók ˝ vinnings yfirsetu.

Í B-flokki er einn efstur Gauti Páll Jónsson međ 3 vinninga en hjá „Hvítum hröfnum“ hefur Bragi Halldórsson tekiđ forystu međ ţví ađ vinna tvćr fyrstu skákir sínar.

Á Skákţingi Reykjavíkur eru tefldar tvćr skákir í viku og hefur Stefán Bergsson tekiđ forystu og unniđ allar fimm fyrstu skákir sínar. Í 2.-5. sćti međ 4 vinninga koma svo Hilmir Freyr Heimisson, Björn Hólm Birkisson, Hrafn Loftsson og Gauti Páll Jónsson.

Stefán mćtti Hilmi Frey í fjórđu umferđ og hafđi sigur međ skemmtilegri fléttu. En áđur hafđi Hilmir Freyr misst af góđum fćrum:

Skákţing Reykjavíkur 2018:

Hilmir Freyr Heimisson – Stefán Bergsson

Reti-byrjun

1. Rf3 d5 2. g3 Rf6 3. Bg2 Bg4 4. O-O Rbd7 5. d4 e6 6. Rbd2 Bd6 7. He1 c5 8. c4 cxd4 9. cxd5 exd5 10. Rxd4 O-O 11. h3 Bh5 12. Rf5 Bc5 13. Rb3 Bb6 14. Bxd5 R5 15. Bf4

Flćkir tafliđ ađ óţörfu. Eftir 15. Bxb7 hefur hvítur yfirburđastöđu.

15. ... Dd7! 16. Rxg7! Kxg7 17. Bxe5 Df5!

Skemmtilegar vendingar en hvíta stađan er ađeins betri.

18. Bxf6 Dxf6 19. Hf1?

Öruggara var 19. Bf3.

19. ... Hfd8 20. Dd3 De5 21. e4 Hac8 22. Hab1??

Tapleikurinn. Hann varđ ađ leika 22. g4 og stađan er í jafnvćgi eftir 22. ... f5! 23. gxh5 fxe4 24. Dxe5 Hxd5 o.s.frv.

G4C12C7B722. ... Be2!

Vinningsleikurinn. Hvíta drottningin verđur ađ sleppa taki sínu á g3-peđinu.

23. Dxe2 Dxg3+ 24. Kh1 Dxh3+ 25. Kg1 Kh8 26. Bxf7 Hg8+

– og hvítur gafst upp. Hilmir lét ekki deigan síga ţví ađ í nćstu umferđ lagđi sigrađi hann nćst stigahćsta keppandann, Einar Hjalta Jensson. 

„Magnús leikur af sér manni á nokkurra ára fresti“

Ţetta var haft eftir öflugasta skákmanni Hollendinga, Anish Giri, ţegar einni umtöluđustu skák síđari ára lauk í 8. umferđ Tata Steel mótsins í Wijk aan Zee milli heimsmeistarans og Gawain Jones. Giri vísađi til ţess ađ ţegar hann tefldi viđ Magnús á ţessum sama stađ fyrir nokkrum árum lék Norđmađurinn af sér manni snemma tafls og mátti leggja niđur vopnin eftir ađeins 23 leiki. Í báđum tilvikum var riddari hvíts ađ vandrćđast á g5. En sagan er ekki öll sögđ ţó ađ g5-riddarinn fyki út af borđinu:

 

G4C12C7ATTata Steel 2018:

Magnús Carlsen – Gawain Jones

Stađan kom upp úr hinu ţekkta „Dreka-afbrigđi“ sikileyjarvarnar. Um ţá byrjun hefur Gawain Jones skrifađ tvćr bćkur. Nú lék hvítur:

17. g4??

Og svariđ kom um hćl...

17. ... f4!

Og hvítur tapar manni.

Ţađ sem á eftir kom var furđulegt, Magnús tefldi áfram eins og ekkert hefđi í skorist og Gawain Jones lét hjá líđa ađ loka línum á kóngsvćng. Viđ ţađ vćnkađist hagur hvíts og ađ lokum hafđi Magnús sigur sem ćtti ađ gagnast vel í baráttunni um efsta sćtiđ. Í gćr hófst lokaspretturinn og ţá var stađa efstu manna ţessi:

1. – 3. Magnús Carlsen, Mamedyarov, og Giri 7 v ( af 10 ) 4. Kramnik 6 ˝ v. 5. Anand 6 v. 6. – 7. So og Karjakin 5 ˝ v. 8. Svidler 4 ˝ v. 9. – 12. Jones, Caruana, Matlakov og Wei Yi 4 v. 13. Adhiban 3 v.14. Hou Yifan 2 v.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 27. janúar 2018.

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Hjörvar og Jóhann efstir á skákhátíđ MótX

Öflug innanlandsmót: Skákţing Reykjavíkur 2018, Skákhátíđ MótX Kópavogi og Skákţing Akureyrar 2018, eru komin á dágóđan rekspöl. Á Skákţingi Reykjavíkur hafa ţrjár umferđir veriđ tefldar og eru í efsta sćti međ fullt hús Hilmir Freyr Heimisson, Björn Hólm Birkisson og Stefán Bergsson.

Á MótX-skákhátíđinni eru ţeir stigahćstu efstir; Hjörvar Steinn Grétarsson og Jóhann Hjartarson hafa unniđ báđar skákir sínar. Stađan í ţessu móti er alltaf dálítiđ óljós ţví ţátttakendur eiga kost á hálfs vinnings yfirsetu ţrisvar í sjö umferđum og mun t.d. Hjörvar Steinn ekki tefla í nćstu umferđ.

Í B-riđli eru Gauti Páll Jónsson og Siguringi Sigurjónsson efstir međ tvo vinninga en hjá Hvítum hröfnum er dálítiđ um frestanir en Júlíus Friđjónsson er efstur eins og stađan er međ 1˝ vinning úr tveimur skákum.

Skákţing Akureyrar er nú haldiđ í 80. skipti, en Skákfélag Akureyrar fagnar brátt 100 ára afmćli sínu. Rúnar Sigurpálsson tekur ţátt í ţinginu aftur en sigurstranglegastan verđur ađ telja Jón Kristin Ţorgeirsson. 

Magnađur Anand í Wijk aan Zee

Skákhátíđin í Wijk aan Zee, sem tekur nafn sitt eftir ađalkostanda ţess, stáliđjuverinu Tata Steel, dregur ađ venju til sín nćr alla bestu skákmenn heims međ heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar. Hann hefur unniđ mótiđ oftar en nokkur annar eđa fimm sinnum. Eftir fimm umferđir hefur hann skipađ sér í hóp efstu manna en ţó ađeins unniđ eina skák og taflmennska hans veriđ fremur tilţrifalítil. Stađa efstu manna:

 

1.-3. Anand, Giri og Mamedyarov 3˝ v. (af 5) 4.-6. Magnús Carlsen, Kramnik og So 3 v. Keppendur eru 14 talsins.

Frískleg taflmennska gamla heimsmeistarans Wisvanathans Anands hefur vakiđ mikla athygli, en á dögunum varđ hann heimsmeistari í atskák. Hiđ létta handbragđ hans naut sín í viđureigninni viđ Fabiano Caruana, sem hefur átt erfitt uppdráttar í Hollandi:

Wijk aan Zee 2018; 4. umferđ:

Wisvanathan Anand – Fabiano Caruana

Petroffs-vörn

1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Bd6 7. 0-0 0-0 8. c4 c6 9. Dc2 Ra6 10. a3 Bg4 11. Re5

Ţessi stađa er er ekki ný af nálinni og útheimtir gríđarlega undirbúningsvinnu. Hér hefur áđur veriđ leikiđ 11. ... Bxe5 12. dxe5 Rac5 13. f3 Rxd3 14. Dxd3 Rc5 15. Dd4 Rb3 16. Dxg4 Rxa1 17. Bh6 g6 18. Rc3 međ afar óljósri stöđu. Ţađ kom á óvart ađ Caruana skyldi velja leik sem ekki hefur gefist vel.

11.... Bf5!? 12. b4 Rc7 13. f3 Bg6 14. c5 Bxe5 15. dxe5 Rg5 16. Bb2 d4?!

Hyggst hasla sér völl á e3 en hvítur er fyrri til. „Houdini“ telur 16.... a5 betra.

17. f4! Rd5 18. fxg5 Re3 19. Dd2 Bxd3 20. Dxd3 Rxf1 21. Kxf1 Dxg5 22. Rd2 Dxe5 23. Rf3 Dh5 24. Dxd4 f6 25. Dc4 Kh8 26. Bc1!

Vel leikiđ. Anand veit auđvitađ ađ biskup og riddari eiga erfitt uppdráttar gegn hrók og peđi, einkum ef línur eru opnar. Biskupinn stefnir skónum á d6 ţar sem hróknum er haldiđ niđri.

26.... Hfe8 27. Bf4 a5 28. Bd6 axb4 29. Dxb4 Dd5 30. Dxb7 h6 31. Kg1 Ha4 32. h3 Hc4 33. Db2 Dd3 34. Ha2 Dd1 35. Kh2 Hc1 36. a4!

Kóngsstađan er alveg örugg og frípeđiđ skundar af stađ.

36.... f5 37. Db7 f4 38. Bxf4 Hxc5 39. Hd2 Dxa4 40. Df7 Hg8 41. Be5!

Hótar t.d. 42. Hd8.

41.... Dc4

GBP12B74J42. Hd6!

Glćsilega leikiđ, 42.... Dxf7 er svarađ međ 43. Hxh6 mát. Caruana gafst ţví upp. 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 20. janúar 2018.

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: "Já, ég lét ţig sleppa," sagđi Friđrik

GP412A47UÓhćtt er ađ fullyrđa ađ skákvertíđin 2018 byrji međ látum. Tveim dögum eftir ađ alţjóđlegu unglingamóti SÍ og Skákskólans sem haldiđ var til minningar um Steinţór Baldursson lauk í Stúkunni á Kópavogsvelli međ sigri Hollendingsins Thomas Beerdsen hófst í sömu salarkynnum Skákhátíđ Kópavogs kostuđ af MótX, en mótshaldiđ er ađ samvinnuverkefni Hugins og Skákdeildar Breiđabliks. Jón Ţorvaldsson á mestan heiđurinn af ţessari framkvćmd og hefur međ fortölulist mikilli fengiđ til leiks flesta af sterkustu skákmönnum landsins, t.d. stórmeistarana Hjörvar Stein Grétarsson, Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stefánsson, Jón L. Árnason, Helga Áss Grétarsson og Ţröst Ţórhallsson.

Í B-flokki hófu 33 skákmenn keppni og ţriđji flokkur Skákhátíđarinnar sem fengiđ hefur nafniđ Hvítir hrafnar skartar sex skákmönnum 60 ára og eldri og ţar fer fremstur Friđrik Ólafsson. Jón Ţorvaldsson fékk gamlan vopnabróđur Friđriks, stórmeistarann Guđmund Sigurjónsson, til ađ leika fyrsta leikinn á borđi Friđriks. Baksviđs rifjađist upp ađ í vor verđa 50 ár liđin síđan ţessir tveir tefldu frćga maraţonskák á Fiske-mótinu í Oddfellow-húsinu viđ Vonarstrćti í Reykjavík. Viđureigninni lauk međ jafntefli eftir 109 leiki: „Já, ég lét ţig sleppa,“ sagđi Friđrik ţegar skákina bar á góma.

„Góđ vörn,“ áréttađi Guđmundur og brosti.

Áđur en keppni á öđrum borđum hófst sagđi bćjarstjórinn í Kópavogi nokkur orđ og fagnađi sérstaklega ţví blómlega skáklífi sem ţrifist í Kópavogi.

Skákţing Reykjavíkur hófst á miđvikudagskvöldiđ í húsakynnum TR og ţar eru 57 skákmenn skráđir til leiks í efsta flokki. Stigahćstir eru Bragi Ţorfinnsson, Einar Hjalti Jensson, Dagur Ragnarsson og Vignir Vatnar Stefánsson.

 

Vignir komst í efsta sćtiđ

Međ ţví ađ vinna rússneska stórmeistarann Kunin í sjöundu umferđ alţjóđlega mótsins í Stuttgart í síđustu viku komst hinn 14 ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson í efsta sćtiđ ţegar tvćr umferđir voru eftir og hafđi ţá hlotiđ 6 vinninga af 7 mögulegum. Hann ţurfti ađeins eitt jafntefli til ađ tryggja sér áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli en tapađi báđum skákunum í lokaumferđunum. Guđmundur Kjartansson hlaut 6˝ vinning og hafnađi í 10. sćti.

 

Lítum á sigur Vignis yfir Kunin, en ţar gekk á ýmsu í flóknu miđtafli:

Vignir Vatnar Stefánsson – Vitalí Kunin

Philidors-vörn

1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 Rbd7 4. Rf3 e5 5. Bc4 Be7 6. O-O O-O 7. He1 c6 8. a4 exd4 9. Rxd4 Re5 10. Be2 He8 11. f4 Rg6 12. g3 Dc7 13. Bf3 Bd7 14. Be3 Had8 15. b3 Db8 16. Kg2 d5 17. exd5 cxd5 18. Dd4 b6 19. a5 Bc5 20. Rxc5 bxc5 21. Dxc5 Dxb2 22. Ha2?

Mun sterkara var 22. Rxd5.

22. ... Db8 23. Hb1 Da8 24. a6 Hc8 25. Dd4 Re7?

Og hér var 25. ... Bg4 firnasterkur leikur.

26. Bf2 Bg4 27. Hb7 Bxf3+ 28. Kxf3 Hc4 29. Dd3 Dc8 30. Rb5 Dg4+ 31. Kg2 Rg6 32. Kh1 Re4 33. Bg1 h5 34. Ha3 Rf6 35. Rd6 He1

GP412A48236. Rxc4 dxc4?

Hann gat leikiđ 36. ... Re4 međ hótuninni 37. ... Rf2+ og 37. Df3 er svarađ međ 37. ... Rh4! međ vinningsstöđu . Nú snýst tafliđ viđ.

37. Df3 Df5 38. He3 Hxe3 39. Bxe3 Re5 40. Dg2 Reg4 41. Bg1 Re4 42. He7 Rgf6 43. He5 Dg6 44. Bxa7 h4 45. Bg1 Rxg3+ 46. hxg3 hxg3 47. a7 Dh6+ 48. Bh2 Rg4 49. a8D+ Kh7 50. Dxg3 Rf2+ 51. Dxf2 Dc6+ 52. Dxc6

- og svartur gafst upp.

 

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 13. janúar 2018.

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Skákin fangar athygli Jóns og Gunnu

GPK1295FAStór hluti norsku ţjóđarinnar sat límdur viđ skjáinn síđustu daga ársins 2017 ţegar heimsmeistaramótin í at-skák og hrađskák fóru fram í Riyadh í Sádi-Arabíu, en auk vefmiđlanna var norska sjónvarpiđ, NRK, međ beinar útsendingar frá viđureignum Magnúsar Carlsen. Niđurstađan: hinn 48 ára gamli Indverji Wisvanathan Anand varđ heimsmeistari í atskák og Magnús Carlsen heimsmeistari í hrađskák.

Skákin er á mikilli uppleiđ í sjónvarpi og á netinu. Vandinn hefur veriđ sá ađ keppnisgreinin sem slík hefur ţótt gera of miklar kröfur til ţekkingar áhorfandans og ekki náđ ađ fanga athygli Jóns og Gunnu. Eins og mótin eru matreidd nú til dags međ skákskýringum, nćrmyndum af keppendum, tímahraki og tölvugreiningu er ađ verđa breyting á. Ţegar viđ bćtist hátt verđlaunafé eykst athygli stćrstu fjölmiđlanna; 250 ţúsund dalir voru í 1. verđlaun í hvoru móti og má geta ţess ađ CNN sýndi langan ţátt um mótiđ. En heimsmeistaramótiđ beindi einnig athygli ađ bjánalegum skákreglum og atvik úr viđureign Magnúsar Carlsen í 1. umferđ hrađskákarinnar kallađi á sterk viđbrögđ:

Magnus Carlsen – Inarkiev

GQK1295FRSíđasti leikur heimsmeistarans var 27. Ha7xb7+. Rússinn Inarkiev sá fram á ađ stađa hans vćri töpuđ eftir 27. ... Hxb7 28. Bxe8+ og eftir uppskipti á hrókum á hvítur ađ vinna á umframpeđinu en lék ţess í stađ ólöglegum leik, 27. ... Re3+. Af mörgu vitlausu regluverki sem komiđ hefur frá FIDE síđustu árin opnar ein sú vitlausasta á ţann möguleika ađ sá sem leikur ólöglegum leik getur unniđ skákina; Magnús lék nefnilega 28. Kd3 og Inarkiev krafđist vinnings á ţeirri forsendu ađ Magnús hefđi leikiđ ólöglegum leik! Ţótti mörgum býsna lágt lotiđ en viti menn: dómarinn féllst á ađ ţađ vćri réttmćt krafa! Stuttu síđar var svo fariđ ađ rýna í reglurnar og niđurstađan varđ sú ađ skákinni skyldi haldiđ áfram eftir 27. leik hvíts. Inarkiev neitađi ađ tefla frekar en dómarinn var settur af og okkar mađur í Sádi-Arabíu, alţjóđlegi dómarinn Omar Salama, var settur yfir viđureignir heimsmeistarans.

Atvikiđ virtist slá Magnús Carlsen út af laginu fyrri keppnisdaginn en ţann síđari náđi hann vopnum sínum og ađ lokum hlaut hann 16 vinninga af 21 mögulegum. Karjakin og Anand komu nćstir međ 14˝ vinning hvor.

 

Minningarmót um Steinţór Baldursson

Skáksamband Íslands og Skákskóli Íslands hafa samvinnu um alţjóđlegt mót skipađ skákmönnum 20 ára og yngri til ađ minnast Steinţórs Baldurssonar, stjórnarmanns í SÍ, sem féll frá langt um aldur fram haustiđ 2016. 24 skákmenn hófu keppni á fimmtudaginn og tefldar verđa sjö umferđir međ tímamörkunum 90 30. Eftir fyrstu tvćr umferđirnar voru fjórir međ tvo vinninga, ţ.ám. Birkir Örn Bárđarson. 

Hinn 16 ára gamli Aron Thor Mai fékk á sig sjaldséđa leiđ í Najdorf-afbrigđi Sikileyjarvarnar en var öllum hnútum kunnugur:

Aron Thor Mai – Ljuten Apol (Fćreyjar)

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Rc6 8. Rxc6 bxc6 9. e5 h6 10. Bh4 g5 11. fxg5 Rd5 12. Re4 Db6 13. c3 hxg5 14. Bxg5 dxe5?

GQK1295FN15. Dxd5! Be7

15. ... exd5 er svarađ međ 17. Rf6+ og 18. Rxd5+ sem vinnur drottninguna.

16. Dd2 Bxg5 17. Rx

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 6. janúar 2018.

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Lausnir á jólaskákţrautum

D. J. Shire 1997 

Hvítur leikur og mátar í 2. leik.

GNM127FTL

 

1. Kh2

a) 1. ... Hxf3 2. De4 mát; b) 1. ... He3 2. Rd2 mát; c) 1. ... Hd2 2. Rxd2 mát d) 1. ... Hd4 2. Re5 mát; e) 1. ... Hd3-d1, d5, d6, d7, d8 2. Dxc3 mát. f) 1. ... Bb1 2. Db3 mát; 1. ... Bb3 2. Dxb3 mát; g) 1. ... Rxa4 2. Dxa4 mát; h) 1. ... Rd1 2. Dxa2 mát.

 

G. Heathcote 1911 

Hvítur leikur og mátar í 2. leik.

GNM127FT4

Hvítur leikur og mátar í 2. leik.

1. Rd4

a) 1. ... Dxd4 2. Dxh7 mát; b) 1. ... Bxd4 2. Db1 mát; c) 1. ... Kxd4 2. Db4 mát; d) 1. ...exd4 2. Dxd5 mát, e) 1. ... ađrir leikir 2. Hg4 mát. 

 

Thomas Taverner 1889 

Hvítur leikur og mátar í 2. leik.

GNM127FTH

 

1. Hh1

a) 1. ... c3 2. Rd3 mát b) 1. ... Be7 2. e3 mát; c) 1. .. Bf6 2. Df5 mát; d) 1. ... Bg5 2. Dh2 mát e) 1. .. Bh4 2. Hxh4 mát; f) 1. ... Bxh7 2. Rd5 mát; g) 1. ... Bf7 2. Df5 mát; h) 1. ...Be6 2. e3 mát; i) 1. ... Bd5 2. Rxd5 mát; j) 1. .. He7 2. Hh4 mát; k) 1. .. He6 2. Rd5 mát; l) 1. .. He5 2. Dg4 mát; m) 1. ... He4 2. fxe4 mát; n) 1. ... He3 2. Bh2 mát; o) 1. ... Hxe2+ 2. Rxe2 mát; p) 1. ... Hf7 2. Rd5 mát; q) 1. ... Hf6 2. Hh4 mát; r) 1. ... Hf5 2. Dxf5 mát.

 

Frá HM í Dresden 2017 

Hvítur leikur og mátar í 3. leik .

GNM127FT8


1. Ha7
 - hótar 2. Hxd7 ásamt 3. De6 mát eđa 3. Dh8 mát.

a) 1. ... Kd6 2. De6+ dxe6 3. Rf7 mát; b) 1. ... d5 2. Rec6+ og 3. De6 mát eđa 3. Dxh7 mát; c) 1. ... d6 2. Rec6+ og 3. Df7 mát eđa 3. Dxh7 mát; d) 1. ... Kd4 2. Hxd7+ Kc3 (2. ... Ke5 3. De6 mát) 3. Db3 mát.

 

A. Selezniev 1921 

Hvítur leikur og vinnur.

GNM127FTD

Hvítur leikur og vinnur.

1. d7 Kc7 2. d8(D)+ Kxd8 3. O-O-O+ og 4. Kxb2.

 

V. Korolkov 1935 

Hvítur leikur og vinnur.

GNM127FTP

 

1. d7 Ke7 2. Hb8 Bxg3 3. Ha8

Ekki 3. Kxg3 f1(D) 4. d8(D)+ Kxd8 5. Ba6+ Kc7 6. Hb7+ Kc8 7. Hb6+ Kc7 8. Hb7+ Kc8 9. Hxa7+ Kb8 10. Hb7+ Ka8 og svartur heldur velli.

3. ... f1(D) 4. d8(D)+ Kxd8 5. Ba6 Bb8 6. Bxf1 Kc7 7. Ba6 e2 8. Bxe2 Kb7 9. Bf3 Kxa8 10. Bxc6 mát.

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 30. desember 2017.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (5.7.): 12
 • Sl. sólarhring: 42
 • Sl. viku: 236
 • Frá upphafi: 8705026

Annađ

 • Innlit í dag: 11
 • Innlit sl. viku: 158
 • Gestir í dag: 11
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband