Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Reykjavíkurlundar stefna hátt

G4D12G3COIngvar Ţór Jóhannesson er mađurinn á bak viđ ţátttöku Reykjavik Puffins, sem stefnir ađ einu af fjórum efstu sćtunum í sínum riđli í atskákkeppni á netinu, Pro chessleague. Ingvar er skráđur í liđ Reykjavíkurlundanna en ţar sem hann heldur úti vefsíđu og beinum útsendingum á međan á keppni stendur hefur hann látiđ sér nćgja ađ bera fyrirliđabandiđ. Ţeir sem teflt hafa fyrir sveitina auk greinarhöfundar eru Jóhann Hjartarson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Ţröstur Ţórhallsson, Jón Viktor Gunnarsson og brćđurnir Björn og Bragi Ţorfinnssynir. Fjögur efstu sćtin í riđlinum gefa rétt á ţátttöku í 16 liđa útsláttarkeppni en ţeim liđum sem síđan komast í undanúrslit verđur bođiđ til New York í sérstaka úrslitakeppni og útsendingu kostađa af Chess.com vefnum.

Forsvarsmenn keppninnar hafa fengiđ til keppni kappa á borđ viđ Magnús Carlsen heimsmeistara, Maxime Vachier-Lagrave, Viswanathan Anand og Hikaru Nakamura,Fambiano Carugna svo nokkrir séu nefndir. Ţađ kom í hlut greinarhöfundar ađ tefla viđ Magnús á dögunum og tapađist sú skák eftir snarpa baráttu en á ýmsu hefur gengiđ hjá okkar sveit. Tveir sigrar, tvö töp og eitt jafntefli og 5. sćti í riđlinum en betur má ef duga skal. Tímafyrirkomulagiđ er oftast 15 2 en stundum 10 2.

Ţó ađ skemmtigildiđ sé vissulega í fyrirrúmi fylgir keppninni alvara og ákveđnar reglur sem krefja ţátttakendur um ađ undirrita loforđ um ađ hegđa sér íţróttamannslega, hafa ekki samráđ á međan keppni á stendur, nota ekki hugbúnađ o.s.frv. Keppendur sjást raunar í vefmyndavél á međan teflt er, sem er ákveđin trygging, en einbeittur brotavilji gćti hćglega eyđilagt svona keppni nema sendur vćri sérstakur eftirlitsmađur/dómari á vettvang.

Eftir fyrstu viđureign Reykjavik Puffins viđ franska liđiđ Marseille Migraines var sigurskák Braga Ţorfinnssonar kosin skák umferđarinnar. Bragi vann međ tilţrifum. Fögnuđu ţeir brćđur Björn og Bragi vel og lengi eftir á. Bragi hikađi ekki viđ ađ tefla fjögurra peđa árásina í kóngsindverskri vörn, afbrigđi sem hann lćrđi fyrir Ólympíumót 16 ára og yngri á Kanaríeyjum áriđ 1995:

Bragi Ţorfinnsson – Etienne Bacrot

Kóngsindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f4 0-0 6. Rf3 c5 7. d5 e6 8. Be2 exd5 9. cxd5 Bg4 10. 0-0 Rbd7 11. He1 He8 12. h3 Bxf3 13. Bxf3 a6 14. g4 h6 15. h4!

Hér duga engin vettlingatök.

15.... b5 16. g5 Rh7 17. e5!

Snarplega leikiđ, peđsleikurinn rýmir fyrir d-peđinu, riddaranum og biskupnum á f3.

17.... dxe5 18. d6 Hb8 19. Rd5 hxg5 20. hxg5 Rhf8 21. Rc7?!

„Houdini“ telur 21. Bg4! betra ţar sem svartur getur nú leikiđ 21.... exf4 međ góđri stöđu. En Bragi var greinilega búinn ađ slá Bacrot út af laginu.

21.... Re6 22. Rxe8 Dxe8 23. a4 Dd8 24. axb5 axb5 25. Bd5! Rdf8 26. fxe5 Rxg5 27. Dg4 Rge6 28. Ha7 Db6

G4D12G3CK(– Sjá stöđumynd)

29. Hxf7!

Glćsilega leikiđ. Eftirleikurinn ćtti ađ vera auđveldur en Bacrot er harđur í vörninni.

29.... Kxf7 30. Hf1+ Ke8 31. Bxe6 c4+ 32. Hf2 Hb7

 

 

33. G3D12G3CGBf7+!

Hvítur vinnur nú mikiđ liđ og úrslitin eru ráđin.

33.... Hxf7 34. Dc8+ Dd8 35. Dxd8+ Kxd8 36. Hxf7 Bxe5 37. Bg5+ Kc8 38. Hxf8+ Kd7 39. Hd8+ Ke6 40. d7 Bxb2 41. Hb8 Kxd7 42. Hxb5 c3 43. Kf1 Kc6 44. Hb8 Kd5 45. Ke2 Ke4 46. Hb4 Kf5 47. Hb5 Kg4 48. Bf6 g5 49. Hxg5 Kf4 50. Hc5 Ke4 51. Bxc3

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 24. febrúar 2018

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 236
  • Frá upphafi: 8764693

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 140
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband