Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2011

Hlíđar gengur í Gođann

Róbert og HlíđarHlíđar Ţór Hreinsson (2180) Ísl (2253 FIDE) hefur tilkynnt félagaskipti úr Haukum í Gođann.   Međ komu Hlíđars Ţórs Hreinssonar til félagsins, styrkist Gođinn mikiđ, enda er Hlíđar Ţór öflugur skákmađur.

Hlíđar Ţór hóf ferilinn í Taflfélagi Reykjavíkur 7 ára gamall og tefldi međ unglingasveitum TR en fór í Taflfélag Kópavogs eftir nokkur ár og var ţar allt til ađ félagiđ lagđist í dvala. Hlíđar hefur síđustu ár teflt međ Skákdeild Hauka í fyrstu og annarri deild. Hann á ađ baki talsverđan félagsmálaferil, var skákkennari í 8 ár međfram námi og var stjórnarmađur í Skáksambandi Íslands og Taflfélagi Kópavogs um árabil. Hlíđar er formađur Skákstyrktarsjóđs Kópavogs sem styrkir barna og unglingastarf í Kópavogi.

Hlíđar tefli frekar lítiđ fyrir utan deildakeppnina, en síđasta mót sem hann tók ţátt í var Bođsmót Hauka 2009 og varđ hann ţar í 1-3. sćti ásamt Hjörvari Steini Grétarssyni og Lenku Ptacnikovu. Besti árangur Hlíđars í deildakeppninni var 6,5 af 7 vinningum 2008-2009 ţegar b liđ Hauka vann sig upp í fyrstu deild.


Héđinn međ jafntefli viđ stórmeistara í ţriđju umferđ

Héđinn SteingrímssonStórmeistarinn Héđinn Steingrímsson (2569) gerđi jafntefli viđ hollenska stórmeistarann Yge Visser (2455) í 3. umferđ opins móts sem fram fer í Boxtel í Hollandi, samhliđa hollenska meistaramótinu í skák.  Héđinn hefur 2,5 vinning og er í 2.-6. sćti.  Í 4. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Héđinn viđ Hollendinginn Albert De Wit (2064).  Stórmeistarinn Wouter Spoelman (2564) er efstur á hollenska meistaramótinu međ 3,5 vinning, hefur vinnings forskot á nćstu menn.

31 skákmađur tekur ţátt í móti Héđins og ţar á međal 2 stórmeistarar og 2 alţjóđlegir meistarar.  Héđinn er stigahćstur keppenda.   Á hollenska meistaramótinu eru Anish Giri (2687) og Ivan Sokolov (2645) međal keppenda.

KR-rimma og Jónsmessumót

IMG 3004Ađ venju var efnt til skákmóts í KR-heimilinu í Frostaskjóli á mánudagskvöldiđ, ţar sem skákkempur á öllum aldri hittast til tafls allan ársins hring.  Ţó nótt vćri hvađ björtust virtist ţađ ekki há ađsókninni. Á ţriđja tug valinkunnra skákmanna voru mćtir til leiks albúnir ađ tefla ţrettán 7 mín. hrađskákir í  striklotu, rétt eins og ađ drekka vatn.  Meiri háttar rimma á reitađa borđinu í uppsiglingu eins og fyrri daginn. Kappiđ hófst kl. 1KR JÓNSMESSA 149.30 og lauk ekki fyrr en kl. 23, um ţađ leyti sem miđnćtursólin litađi hafflötin rauđan og  Akrafjall og Skarđheiđi sem fjólubláir draumar.  

Skákmótiđ var ađ ţessu sinni helgađ Jónssmessunni og svo Sigurđi A. Herlufsen alveg sérstaklega í heiđurskyni, en hann varđ 75 ára vikunni áđur. Mótsbjöllunni var ţá klingt 7 löngum og 5 stuttum tónum honum til dýrđar í virđingarskyni, en SigHer er međal sigursćlustu félaga  klúbbsins, yfirleitt međal efstu manna, hefur unniđ 3 mót á ţessu ári veriđ 8 sinnum í 2.-3. sćti, vann 9 mót í fyrra.

Ţrátt fyrir harđa keppni sveif léttur andi formannsins yfir vötnunum, enda var hann lengst af á sigurbraut og stíđsgćfan honum ótrúlega hliđholl oft á tíđum, einkum í blálokin. KR JÓNSMESSA 23Menn töldu ţađ ekki eftir sér ađ gera ađ gamni sínu honum til hćfis, milli skáka, ţrátt fyrir óvćnt töp og margvíslegt mótlćti, drottningarmissi, riddarpissur, hornskítsmát eđa annađ sem af almennri skákblindu leiđir.

Ađ öllu samanlögđu verđur ađ teljast ađ sjaldan eđa aldrei hafi keppni í KR veriđ jafn jöfn og tvísýn og ađ ţessu sinni, ađeins 2 vinningar skyldu ađ annan (KriST) og ţrettánda mann (E.Ess). 

Ótvírćđur yfirburđasigurvegari ţegar upp var stađiđ reyndist hins vegar vera leynigesturinn Björgvin S. Guđmundsson, sem segja má ađ hafi komiđ, séđ og sigrađ, ţví hann hlaut hvorki meira né minna en 11.5 vinning af 13 mögulegum. Segja má ađ önnur úrslit hafi veriđ frekar óvćnt og ţó ekki.

Sjá međf. mótstöflu:

KR JÓNSMESSA

 

Meira á www.kr.is (skák) og á nettorginu www.galleryskak.net

Myndaalbúm (ESE)


Héđinn vann í 2. umferđ í Boxtel

Héđinn SteingrímssonStórmeistarinn Héđinn Steingrímsson (2569) vann Hollendinginn Jan Toorman (2022) í 2. umferđ opins móts sem fram fer í Boxtel í Hollandi.  Héđinn er í efstur ásamt tveimur öđrum.  Í 3. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Héđinn viđ hollenska stórmeistarann Yge Visser (2455).   Stórmeistarinn Wouter Spoelman (2564) er efstur međ fullt hús á hollenska meistaramótinu í skák sem fram fer samhliđa.

31 skákmađur tekur ţátt í móti Héđins og ţar á međal 2 stórmeistarar og 2 alţjóđlegir meistarar.  Héđinn er stigahćstur keppenda.   Á Hollenska meistaramótinu eru Anish Giri (2687) og Ivan Sokolov (2645) međal keppenda.


Héđinn vann í fyrstu umferđ á móti í Hollandi

Héđinn SteingrímssonStórmeistarinn og Íslandsmeistarinn í skák Héđinn Steingrímsson (2569) hóf í gćr ţátttöku í alţjóđlegu móti í Boxtel í Hollandi.  Mótiđ er hliđarviđburđur viđ Hollenska meistaramótiđ.  Í fyrstu umferđ sem fram fór í gćr vann Héđinn heimamanninn Gerard Kastelein (1932) og í 2. umferđ sem fram fer í kvöld teflir Héđinn viđ Hollendinginn Jan Toorman (2022).

31 skákmađur tekur ţátt í móti Héđins og ţar á međal 2 stórmeistarar og 2 alţjóđlegir meistarar.  Héđinn er stigahćstur keppenda.

Á Hollenska meistaramótinu sem fram fer samhliđa, eins og áđur sagđi, eru Anish Giri (2687) og Ivan Sokolov (2645) međal keppenda.

 

 

 


Hellir tvítugur í dag

Andri Áss, Davíđ og GunnarTalfélagiđ Hellir er tuttugu ára í dag en félagiđ var stofnađ 27. júní á Hótel Loftleiđum.   Í 3. tbl. ársins 2000  Tímaritsins Skákar birtist saga Hellis í örfáum orđum.  Ţessi upphafskafli er skrifađur af Andra Áss Grétarssyni:

Taflfélagiđ Hellir var stofnađ hinn 27. júní 1991. Ástćđan fyrir stofnun félagsins var fyrst og fremst tilraun til ađ auka fjölbreytni í skáklífi höfuđborgarsvćđisins. Eina starfandi félagiđ í Reykjavík sem var í Skáksambandi Íslands á ţeim tíma var Taflfélag Reykjavíkur. Ţeim sem stóđu ađ stofnun Hellis fannst alveg ótćkt ađ ađeins eitt taflfélag vćri starfrćkt í Reykjavík. Hvađ myndu menn segja ef ađeins eitt fótboltafélag vćri starfrćkt í Reykjavík? Ţađ yrđi lítil spenna og samkeppni í boltanum! Sú var reyndar raunin í skákinni. Ţađ var lítil spenna og samkeppni í Deildakeppni Skáksambands Íslands, ţar sem taflfélögin og skákfélögin heyja sína baráttu. Taflfélag Reykjavíkur hafđi ţar algjöra yfirburđi.

Reyndar má segja ađ Hellir hafi ađ nokkru sprottiđ af ónćgju međ stöđu mála, svipađ og t.d. Skákfélagiđ Mjölnir á sínum tíma. Máliđ var ađ Gunnar Björnsson var í stjórn Taflfélags Reykjavíkur og Andri Grétarsson í varastjórn. Ekki fannst ţeim félögum alltaf málin vera eins og ţau ćttu ađ vera (enda voru ţeir kallađir harđlínumenn hjá Jóni L. í skákdálki DV!). Ţađ kom ţví til tals hjá Gunnari, Andra, Georgi Páli Skúlasyni og Ríkharđi Sveinssyni taka völdin í TR. Ríkharđur átti ađ verđa formađur. En úr ţví varđ ekki og Ríkharđur fór ekki í formannsslag (Ríkharđur er reyndar formađur TR í dag!). Í kjölfariđ gáfu Andri og Gunnar ţví ekki kost á sér í stjórnina, hugđust láta nćgja ađ tefla endrum og eins! Sinnuleysiđ átti hins vegar ekki viđ Gunnar og honum datt ţví í hug ađ stofna nýtt taflfélag, "Taflfélagiđ Hellir"! Tókst honum ađ plata ţessari hugmynd inná Andra. Höfđu ţeir félagar samband viđ nokkra félagsmenn í Taflfélagi Seltjarnarness, m.a. Guđna Karl Harđarson ţáverandi formann félagsins, en félagiđ hafđi ekki haldiđ úti starfsemi um nokkurt skeiđ. Var síđan arkađ af stađ og auglýst í Morgunblađinu, ađ fyrirhugađ vćri ađ stofna nýtt taflfélag. Var vonast eftir töluverđum fjölda og ţví leigđur salur á Hótel Loftleiđum. Satt best ađ segja ţá lét fjölmenniđ eitthvađ á sér standa. Níu manns mćttu á fundinn, ţar af tveir áhorfendur! Stofnfélagar voru ţví eingöngu sjö: Gunnar, Andri, Guđni, Snorri G. Bergsson, Sigurđur Ingason, Björn Stefánsson og Davíđ Ólafsson. Fimm ţeirra urđu stjórnarmenn og hinir tveir endurskođendur! Vegna lítillar ţátttöku kom ţađ til tals á fundinum hvort ekki ćtti bara ađ slútta ţessu og fara ađ fá sér nokkra sterka á barnum!

Greinin í heild sinni


Brúđarkjólaleiga Katrínar - Dađi Ómarsson sigrađi á Mjóddarmóti Hellis

Dađi og Hjörvar Dađi Ómarsson sem tefldi fyrir Brúđarkjólaleigu Katrínar, sigrađi međ 6 vinningaí sjö skákum á fjölmennu og vel skipuđu Mjóddarmóti Hellis sem fram fór í gćr.   Í 2.-3. sćti, međ 5,5 vinning, urđu Sverrir Ţorgeirsson (Nettó) og Hjörvar Steinn Grétarsson (Sorpa). 

Um var rćđa metţátttöku en 43 skákmenn tóku ţátt en 22 fyrirtćki voru međ og styrktu mótiđ og sendu Taflfélaginu Helli afmćlikveđjur í tilefni af  20 ára afmćli félagsins sem verđur á morgun ţann 27. júní.Sólartaflmennska

Margir af yngstu og efnilegustu skákmönnum ţjóđarinnar settu svip sinn á mót og voru mjög sigursćlir á mótinu.  Ágćtar ađstćđur voru á skákstađ en ţađ gekk á međ skúrum og sól ţess á milli sem gerđi skákmönnum ađ vísu stundum erfitt ađ finna andstćđing nćstu umferđar.

Skákstjóri var Vigfús Ó. Vigfússon

Lokastađan:


Röđ   Nafn                                                Vinn.
   
  1     Brúđarkjólaleiga Katrínar Dađi Ómarsson           6
 2-3  Nettó Sverrir Ţorgeirsson                          5,5
          Sorpa Hjörvar Steinn Grétarsson                 5,5
 4-7  Verslunin Prinsessan Tómas Björnsson               5
         Aríon Banki Guđmundur Kristinn Lee              5
         Landsbanki Íslands Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir5
         Gámaţjónustan Dagur Ragnarsson                  5
8-11  Olís Sigurbjörn Björnsson                          4,5
         Valitor Ţorvarđur F Olafsson                    4,5
         Íslandsbanki Mjódd Halldór Pálsson              4,5
         G,M,Einarsson múrarameist Elsa María Kistínard, 4,5
12-19HS Orka Sigurđur Kristjánsson                       4
          Stađarskáli Birkir Karl Sigurđsson             4
          Suzuki bílar Jóhann Björg Jóhannsdótti         4
          Slökkviliđ höfuđborgarsvćđisins Oliver Aron Jóh.4
          Verkís Karl Steingrímsson                      4
          Kaupfélag Skagfirđinga Jón Trausti Harđarsson  4
          Óskar Long Einarsson                           4
          Gunnar Nikulásson                              4
20-27Fröken Júlía verslun Andri Grétarsson               3,5
          ÍTR Dagur Kjartansson                          3,5
          Íslensk erfđagreining Ingi Tandri Traustason  3,5
          Leifur Ţorsteinsson                            3,5
          Subway Mjódd Kjartan Már Másson                3,5
          Kristófer Jóel Jóhannesson                     3,5
          Gunnar Ingibergsson                            3,5
           Árni Thoroddsen                                3,5
           Gunnar Ingibergsson                            3,5
28-35Nansy Davíđsdóttir                                  3
          Dawid Kolka                                    3
          MP Banki Magnús Matthíasson                    3
          Finnur Kr, Finnsson                            3
          Karl Axel Kristjánsson                         3
          Ingvar Egll Vignisson                          3
          Csaba Daday                                    3
          Hjálmar Sigurvaldason                          3
35-36 Jakob Alexander Petersen                           2,5
37-41 Donika Kolica                                      2
           Björgvin Kristbergsson                        2
           Mikael Kravchuk                               2
           Pétur Jóhannesson                             2
           Hans Hólm Ađalsteinsson                       2
 42      Gauti Páll Jónsson                              1,5
 43       Alisa Helga Svansdóttir                         1

 

Myndaalbúm mótsins (VÓV)


Skákţáttur Morgunblađsins: Hjörvar Steinn tók áfanga í Búdapest

Hjörvar Steinn GrétarssonUndanfarin ár hefur sigursćlasti skákmađur Íslendinga undir tvítugu veriđ Hjörvar Steinn Grétarsson. Furđu treglega hefur gengiđ hjá piltinum ađ krćkja sér í áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli ţar sem legiđ hefur í augum uppi ađ styrkleikinn hefur veriđ til stađar um alllangt skeiđ. Hjörvar réđ bót á ţessu á dögunum ţegar hann tók ţátt í stórmeistaraflokki innan mótasyrpu sem gengur undir nafninu „Fyrsti laugardagur" og er haldin í Búdapest allt áriđ um kring. Međ honum í för voru ţeir Dađi Ómarsson, sem tefldi í flokki alţjóđlegra meistara, og Eyjamađurinn Nökkvi Sverrisson sem tefldi í flokki FIDE-meistara.

Hjörvar var búinn ađ ná áfanganum eftir sjö umferđir og međ ţví ađ vinna tvćr síđustu skákirnar gegn sterkum stórmeisturum gat hann náđ áfanga ađ stórmeistaratitli. Hann var nálćgt ţví ađ leggja Levente Vajda ađ velli međ svörtu í nćstsíđustu umferđ og gerđi svoNagy-fjölskyldan jafntefli í lokaumferđinni. Lokaniđurstađan varđ 2. sćti í keppni tíu skákmanna ţar sem međalstigin voru 2.412 stig en Hjörvar hćkkađi um elo-20 stig fyrirframmistöđuna. Sigurvegari í ţessum flokki var heimamađurinn Oliver Mikhof međ 6˝ vinning. Hjörvar byrjađi illa, tapađi í fyrstu umferđ en fékk 4˝ vinning úr nćstu fimm skákum. Hann var ekki alltaf ađ ţrćđa trođnar slóđir eins og eftirfarandi skák ber međ sér en greip tćkifćriđ ţegar ţađ gafst. Í fjórđu umferđ lagđi hann ţýskan skákmann ađ velli eftir ađ hafa sloppiđ úr smá klandri í byrjuninni.

Daniel Sidentorpf - Hjörvar Steinn Grétarsson

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 g6 3. c3 Bg7 4. d4 cxd4 5. cxd4 d5 6. exd5 Rf6 7. Bb5+ Bd7

Algengara er 7.... Rbd7 8. d6!? exd6 9. De2+ De7 10. Bf4 og hvítur fćr ađeins betra endatafl.

8. Bc4 b5 9. Bb3 0-0 10. 0-0 Bf5 11. De2 a6 12. Re5

Gott er einnig 12. Rc3 ţví eftir 12.... b4 13. Ra4 gengur 13. .... Rxd5 ekki vegna 14. Bxd5 Dxd5 15. Rb6 og vinnur skiptamun.

12.... Rxd5 13. Rc3 Be6 14. Df3 Rc7 15. d5

Gott var einnig 15. Bxe6 fxe6 16. Dg4 og svarta stađan er erfiđ.

15.... Bxe5 16. dxe6 fxe6 17. De4?

Hér var sjálfsagt ađ eika 17. Bxe6+! Kh8 18. Hd1! o.s.frv.

17.... Dd4 18. De2?

Enn var best ađ leika 18. Bxe6+. Nú er svartur sloppinn.

18.... Rc6 19. Re4 Bg7 20. Hd1 De5 21. f4

Hvítur vill greinilega ađ „spila" kringum e6-peđiđ en fćr á sig sendingu úr óvćntri átt.

g3pnkcr1.jpg21.... Rd4! 22. De3 Hxf4!

Hvítur á ekki yfir ţessu, 23. Dxf4 strandar vitaskuld á 23.... Re2+.

23. Rc3 Hff8 24. Dxe5 Bxe5 25. Bg5 Rxb3 26. axb3 Bd6 27. Hd3 Had8 28. Re4? Bxh2+!

Gerir út um tafliđ.

29. Kxh2 Hxd3 30. Bxe7 Hf7 31. Bg5 Hd4 32. Rc3 Hf5 33. Be3 Hb4 34. Rd1 Rd5

- og hvítur gafst upp.

Dađi Ómarsson lenti í 10. sćti af 12 keppendum í sínum fokki međ 4 v. af 11 mögulegum en Nökkvi Sverrisson bćtti sig verulega, hafnađi í 5. sćti međ 6 vinninga og hćkkađi um 30 elo-stig.

Magnús Carlsen efstur í Rúmeníu

Norđmađurinn Magnús Carlsen hefur ekki teflt síđan á Wijk aan Zee-mótinu í janúar en er nú sestur ađ tafli á sterku 6-manna móti í Medias Rúmeníu. Eftir fyrri helming ţess er hann efstur međ 3˝ vinning á undan Karjakin sem er međ 3 vinninga og Nakamura sem er í 3. sćti međ 2˝ vinning. Ivantsjúk er í 4.-6. sćti međ 2 vinninga.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 19. júní 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


Áskell sigrađi á Landsmóti 50 ára og eldri

Áskell Örn KárasonÁskell Örn Kárason sigrađi í skákmóti Landsmóti 50 ára og eldri sem fram fór í Hvammstanga í dag.  Akureyringar röđuđu sér í efstu sćtin ţví Gylfi Ţórhallsson varđ annar og Ólafur Kristjánsson ţriđji.

Fimm keppendur tóku ţátt og tefldar voru 20 mínútna skákir, allir viđ alla.

 


Rúnar Sigurpálsson efstur á útiskákmóti Gođans í Vaglaskógi

Meistarinn RúnarRúnar  Sigurpálsson (Mátar) varđ efstur á útiskákmóti Gođans sem fram fór í Vaglaskógi í gćrkvöld. Rúnar fékk 7 vinninga af 8 mögulegum og tapađi ađeins einni skák, fyrir Jóni Kr ţorgeirssyni, sem varđ í öđru sćti međ 6,5 vinninga. Jakob Sćvar Sigurđsson, Smári Sigurđsson og Hlynur Snćr Viđarsson urđu jafnir í 3.-5. sćti međ 5 vinninga hver.

 
Alvarlegt tölvuvandamál kom upp eftir ţrjá umferđir sem tafđi mótiđ mikiđ og var ţví mótiđ stytt niđur í 8 umferđir, en til stóđ ađ tefla 11 umferđir.

Veđriđ var ţurrt og gott í Vaglaskógi, en ansi kalt var orđiđ í síđustu ţremur umferđunum.
Ţó fraus ekki.

Úrslit:

1.       Rúnar Sigurpálsson          Mátar     7 vinn af 8 mögulegum.
2.       Jón Kristinn Ţorgeirsson     SA        6,5
3-5     Jakob Sćvar Sigurđsson  Gođinn   5
3-5     Smári Sigurđsson             Gođinn   5
3-5     Hlynur Snćr Viđarsson     Gođinn   5
6-7     Rúnar ísleifsson               Gođinn    4,5
6-7     Bragi Pálmaon                     SA       4,5
8-11   Ármann Olgeirsson          Gođinn    4
8-11   Sveinbjörn Sigurđsson        SA       4
8-11   Wylie                                USA       4
8-11   Jón Magnússon                  SA        4
12-13 Hermann Ađalsteinsson   Gođinn   3
12-13 ţorgeir Jónsson               SA          3
14-15 Sigurbjörn Ásmundsson   Gođinn   2
14-15 Ketill Tryggvason             Gođinn    2
16      Hjörtur Snćr Jónsson       SA          0,5

Myndir verđa birtar á morgun á vef Gođans.

Verslunin í Vaglaskógi gaf ís í brauđi fyrir sigurvegarann, en Rúnar ánafnađi Jóni Kr ísinn. Jón Kr og fjölskylda fá ís í brauđi nćst ţegar ţau eiga leiđ um Vaglaskóg.

Heimasíđa Gođans



Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 14
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 328
  • Frá upphafi: 8763718

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 162
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband