Fćrsluflokkur: Ól 2010
7.3.2011 | 16:52
Teflir blindandi viđ 10 manns - Blindskákarfjöltefli í tilefni MP Reykjavíkurskákmótsins
MP Reykjavíkurskákmótiđ mun fara fram dagana 9.-16. Mars. Teflt verđur í Ráđhúsi Reykjavíkur og munu um 170 keppendur frá 30 löndum tefla í mótinu. Međfram sjálfu mótinu munu verđa haldnir nokkrir skemmtilegir skákviđburđir.
Fyrsti viđburđurinn og ef til vill sá merkilegasti verđur ţegar Úkraínumađurinn Evgenij Miroshnichenko mun reyna ađ tefla viđ 10 skákmenn í einu og ţađ blindandi! Ţađ verđur fjölbreyttur hópur skákmanna og kvenna sem mun tefla viđ Úkraínumanninn. Fyrst skal nefna hinu ungu skákkrakka Vigni Vatnar Stefánsson, Nansý Davíđsdóttir og Mykael Krawchuk. Vignir og Nansý hafa vakiđ mikla athygli ađ undanförnu fyrir sigra sína viđ skákborđiđ og Mykael stendur ţeim ekki langt ađ baki og er jafnframt ćttađur frá Úkraínu.
Íslendingar eiga margar glćsilegar skákdrottningar og fulltrúar kvennalandsliđsins munu reyna ađ máta ofurstórmeistarann. Margt er líkt međ skák og stjórnmálum; Guđfríđur Lilja, Halldór Blöndal og Óttarr Proppé verđa fulltrúar pólitíkusa en í ţeirra röđum hafa margoft leynst sterkir skákmenn.
Síđastan en langt frá ţví ađ vera sístan skal nefna hinn ţekkta skákskýranda og gleđipinna Hermann nokkurn Gunnarsson en Hemmi er býsn sterkur skákmađur og fróđlegt ađ fylgjast međ hvort honum takist ađ leggja stórmeistarann ađ velli.
Fjöltefliđ fer fram í MP-banka Ármúla 13a - ţriđjudaginn 8. mars kl. 16:30 til ca. 19:00, degi áđur en Reykjavík-Open hefst.
Allir eru velkomnir til ađ horfa á fjöltefliđ og er ađgangur ókeypis.
Ól 2010 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2010 | 22:26
Ţröstur međ 1,5 vinning í dag
Stórmeistarinn Ţröstur Ţórhallsson (2367) hlaut 1,5 vinning í 2 skákum dagsins í opnum flokki London Chess Classic. Í fyrri skák dagsins vann hann stigalágan andstćđing og í ţeirri síđari gerđi hann jafntefli viđ enska alţjóđlega meistarann Craig Hanley (2428). Ţröstur hefur 5 vinninga og er í 10.-27. sćti. Í áttundu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Ţröstur viđ enska stórmeistarann Keith Arkell (2431). Frí var í ađalmótinu í dag.
Efstir međ 6 vinninga eru stórmeistararnir Boris Avrukh (2625), Ísrael, og Gawain Jones (2575), Simon Williams (2493) og Daniel Gormally (2470).
Almennt um mótin:Ţátt taka 8 skákmenn og eru međalstig keppenda 2725 stig. Stigahćstur keppenda er Anand (2804) en ađrir ţátttakendur eru Carlsen (2802), Kramnik (2791), Nakamura (2741) og svo Englendingarnir Adams (2723), Short (2680), McShane (2645) og Howell (2611). Ţröstur Ţórhallsson (2367) tekur ţátt í FIDE Open, sem er viđburđur sem fram fer samhliđa. Ţar tefla 175 skákmenn og ţar af 11 stórmeistarar. Međal keppenda eru Boris Avrukh (2675), Ísrael, Abhijeet Gupta (2600), Indlandi, sem var međal sigurvegara á MP Reykjavíkurskákmótinu síđasta og Gawain Jones (2575). Englandi. Ţröstur er nr. 29 í stigaröđ keppenda.
- Heimasíđa mótsins
- Skákirnar í beinni (hefjast kl. 14).
- Skákskýringar í beinni
- FIDE Open (flokkur Ţrastar)
Ól 2010 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2010 | 15:16
Unglingameistaramót Íslands (20 ára og yngri) fer fram nćstu helgi
Sigurvegari á mótinu hlýtur titilinn Unglingameistari Íslands 2010 og í verđlaun farseđil (á leiđum Icelandair) á skákmót erlendis.
Umferđatafla:
- Laugardagur 6. nóv. kl. 13.00 1. umferđ
- kl. 14.00 2. umferđ
- kl. 15.00 3. umferđ
- kl. 16.00 4. umferđ
- Sunnudagur 7. nóv. kl. 11.00 5. umferđ
- kl. 12.00 6. umferđ
- kl. 13.00 7. umferđ
Tímamörk: 25 mín á keppanda
Ţátttökugjöld: kr. 1.000.- (hámark kr. 1.500 á fjölskyldu)
Skráning: http://www.skak.is og skaksamband@skaksamband.is
Ól 2010 | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2010 | 20:46
Hannes međ jafntefli í fjórđu umferđ
Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2585) gerđi jafntefli viđ rússneska alţjóđlega meistarann Roman Lovkov (2414) í 4. umferđ minningarmótsins um Chigorin sem fram fór í St. Pétursborg í dag. Hannes hefur 3 vinninga og er í 21.-55. sćti. Í fimmtu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hannes viđ Rússa eins í öllum umferđunum hingađ til. Ađ ţessu sinni viđ alţjóđlega meistarann Aleksey Goganov (2478).
Efstir međ fullt hús eru stórmeistararnir Ivan Sokolov (2641), Bosníu, og Boris Savchenko (2627), Rússlandi.
Sigurskákir Hannesar úr 1. og 2. umferđ fylgja međ fréttinni en skákir 3. og 4. umferđar eru ekki ekki enn ađgengilegar.
Mótiđ í St. Pétursborg er sautjánda minningarmótiđ um Chigorin. Mótiđ er ćgisterkt en 61 stórmeistari tekur ţátt og styrkleika mótsins má sjá á ţví ađ Hannes er ađeins númer 31 í stigaröđ keppenda. 23 skákmenn hafa meira en 2600 skákstig. Opinn skákmót gerast vart sterkari en ţetta en alls eru 274 skákmenn skráđir til leiks. Stigahćstur keppenda er úkraínski stórmeistarinn Anton Korobov (2670). Međal annarra keppenda má nefna Íslandsvinina Alexey Dreev (2649), Ivan Sokolov (2641) og Yuriy Kuzubov (2628).Ól 2010 | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2010 | 19:50
Skákţáttur Morgunblađsins: Kvennaliđiđ stóđ sig vel á Ólympíumótinu

Niđurstađan gefur tilefni til ađ stefna enn hćrra á nćstu mótum. Hallgerđur sem tefldi allar skákirnar ellefu stóđ sig vel og á heilmikiđ inni. Tinna og Jóhanna voru nýliđar í hópnum og áttu slćman kafla um miđbik mótsins ţar sem einbeitnin var ekki nógu góđ.
Hin nýja kynslóđ tekur ţarna viđ keflinu af skákkonum á borđ viđ Guđlaugu Ţorsteinsdóttur, Guđfríđi Lilju Grétarsdóttur og Hörpu Ingólfsdóttur. Ţó er alls ekki útilokađ og raunar óskandi ađ ţessar ţrjár snúi aftur og fleiri til sem myndi ţýđa ađ í dag ćttum viđ mjög frambćrilegan hóp kvenna á alţjóđlegum vettvangi.
Á síđustu Ólympíumótum hafa sveitir frá Georgíu og Kína veriđ atkvćđamiklar í keppninni um efsta sćtiđ en nú var rússneska sveitin var gjörsamlega óstöđvandi og vann allar viđureignir sínar og var ţví međ fullt hús stiga og 34 vinninga. Lokaniđurstađa efstu ţjóđa varđ ţessi:
1. Rússland 22 stig 2. Kína 18 stig 3. Georgía 16 stig 4. Kúba 16 stig 5. Bandaríkin 16 stig.
Athygli vekur góđ frammistađa Kúbverja en ţeir áttu einnig öfluga sveit í karlaflokki. Lengi geta ţeir sótt í arf ţriđja heimsmeistarans, Jose Raoul Capablanca.
Íslenska kvennaliđiđ var í raun án liđsstjóra ţví Davíđ Ólafsson sem hafđi tekiđ hlutverkiđ ađ sér forfallađist á síđustu stundu. Gunnar Björnsson, forseti SÍ, sem sat ţing FIDE hljóp í skarđiđ ađ einhverju leyti en segja má ađ ţarna hafi Lenka Ptacnikova tekiđ ađ sér forystuhlutverkiđ. Hún tefldi af miklum ţrótti og hikađi ekki viđ ađ taka djarfar ákvarđanir yfir skákborđinu eins og eftirfarandi skák ber vott um:
Lenka Ptacnikova Eva Repkova (Slóvakía )
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 c5 4. exd5 Dxd5 5. Rgf3 cxd4 6. Bc4 Dd6 7. 0-0 Rf6 8. Rb3 Rc6 9. Rbxd4 Rxd4 10. Rxd4 a6 11. He1 Dc7 12. De2 Bd7 13. Bg5 0-0-0 14. a4 Bc5 15. c3 h5
Hér var betra ađ leika 15.... h6.
16. b4 Bd6 17. h3 e5
18. Rb5!
Mannsfórn ber vott um sókndirfsku og sjálfstraust. Hvítur gat einnig leikiđ 18. Rf3 og hefur ţá góđa stöđu.
18.... axb5 19. axb5 Bf5 20. b6 Dxb6 21. Be3 Dc7 22. Bb5! Rd7
22.... Kb8 má svara međ 23. Ha7 međ sterkri sókn eftir a-línunni.
23. Ha8 Rb8 24. Ba7 Dxc3 25. Be3!
Og nú á svartur enga vörn viđ hótuninni 26. Hc1.
25.... Bc7 26. Hc1 Dxc1 27. Bxc1 Hd6 28. Be3 Hhd8 29. Ba4 Hg6 30. Dxh5 Be4 31. f3 Bd3 32. Bb3 Hd7 33. Dh8+ Hd8 34. Dh4 f5 35. Bg5 Bb6 36. Kh1 Hf8 37. Be7 Bf1 38. Ha2 Bd8 39. Dh7 Hh6 40. Dxg7 Hfh8 41. Bxd8 Kxd8 42. Hd2+
- og svartur gafst upp.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 17. október 2010.
Ól 2010 | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2010 | 22:44
Skákţáttur Morgunblađsins: Allgott gengi íslensku liđanna á Ólympíumótinu í Khanty Manyisk
Eitthvađ vantar upp á stöđugleikann hjá körlunum. Ţó hefur sveitin teflt fimm viđureignir án taps og Hannes Hlífar er ađ ná góđum árangri. Gremjulegt var tapiđ fyrir Chile í 9. umferđ eftir stórsigur Íslands yfir Perú 3 ˝ : ˝ í umferđinni á undan. Ţar tókst Hannesi ađ ná fram hefndum gegn fremsta skákmanni Perú, Granda Zuniga. Á Ólympíumótinu í Bled 2002 tapađi hann eftir langa og eftirminnilega baráttu sem stóđ í um 90 leiki. Gunnar Eyjólfsson var hrifinn af ţeirri einstöku rósemi sem kom yfir ţennan geđuga bónda ţar sem hann sat og lék undir mikilli tímapressu. Hvorki datt né draup af Granda hvađ sem á gekk, og var stórleikarinn Gunnar sannfćrđur ađ hann hlyti ađ hafa tileinkađ sér chi-gong eđa orđiđ fyrir trúarlegri reynslu nema hvort tveggja vćri. Hiđ síđarnefnda mun vera stađreynd.
Í baráttunni um efsta sćtiđ í opna flokkun stendur sveit Úkraínu fremst og er ţađ ekki síst ţakka hinum frábćra 1. borđs manni ţeirra Vasilí Ivantsjúk sem gerđi sér lítiđ fyrir og vann sex fyrstu skákir sínar. Hrein unun er ađ fylgjast međ taflmennsku hans. Minna ber á norsku stórstjörnunni Magnúsi Carlsen sem ekki hefur náđ sér á strik og hefur tapađ tveimur skákum.
Stađa efstu ţjóđa er ţessi:
1. Úkraína 16 stig. 2. - 3. Rússland og Frakkland 15 stig. 4. - 6. Ísrael, Kína og Bandaríkin 14 stig.
Íslenska sveitin féll viđ tapiđ fyrir Chile niđur í 50. sćti. Fyrir liggur ađ ţó íslenska sveitin hafi unniđ marga góđa sigra stendur allt og fellur međ genginu í lokaumferđunum tveimur. Í viđureigninni viđ Sviss, sem vannst 3:1, hleypti Bragi Ţorfinnsson öllu í bál og brand međ tveim peđsleikjum, 15. ... g5 og 17. .... g4.
Roland Ekström - Bragi Ţorfinnsson
Slavnesk vörn
1. c4 Rf6 2. Rf3 c6 3. d4 d5 4. e3 Bf5 5. Rc3 e6 6. Rh4 Bg6 7. Bd2 Rbd7 8. Be2 dxc4 9. Rxg6 hxg6 10. Bxc4 Be7 11. Dc2 Hc8 12. h3 a6 13. O-O c5 14. dxc5 Bxc5 15. Bb3 g5 16. f3 Dc7 17. Hf2 g4 18. fxg4 Re5 19. Re4 Hér var best ađ leika 19. g5! Rfg4 20. Bxe6 fxe6 21. hxg4 og 21. ... Rxg4 strandar á 22. Da4+ og vinnur. En svartur 22... Hh4 međ góđum fćrum.
19. ... Rfxg4! 20. He2
Sjá stöđumynd
20. .. Rd3! Jafnvel enn magnađri leikur var 20. ... Rc4!
21. g3 Rge5 22. Rxc5 Rxc5 23. h4 Dc6 24. e4 Rf3+ 25. Kg2 Rd4 26. Bd5 Dd7
Einfaldara var 26. ... Rxc2 27. Bxc6+ Hxc6 og vinnur létt.
27. Dc3 Rxe2 28. Dxg7 Hf8 29. Bh6 De7 30. He1 exd5 31. exd5 De4+ 32. Kh2 Kd7 33. Bf4 Df3 34. De5 Df2+ 35. Kh3 Rxf4+ 36. gxf4 Df3 37. Kh2 Df2 38. Kh3 Hce8 39. Df5 Kd8 40. Df6 Kc8
- og hvítur gafst upp.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 3. október 2010.
Ól 2010 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2010 | 01:08
Eyjamenn efstir eftir fyrstu umferđ
Taflfélag Vestmannaeyja leiđir eftir fyrstu umferđ Íslandsmót skákfélaga eftir 8-0 stórsigur á Skákdeild KR. Taflfélag Bolungarvíkur er í 2. sćti eftir 6˝-1˝ sigur á Fjölni og Hellismenn eru í ţriđja sćti eftir 6-2 sigur á Taflfélagi Reykjavíkur. Önnur umferđ fer fram í fyrramáliđ í Rimaskóla og hefst kl. 11. B-sveit Bolvíkinga leiđir í 2. deild, Víkingaklúbburinn í ţriđju deild og Kórdrengirnir og B-sveit Selfyssinga í fjórđu deild.
Í upphafi keppninnar var Lenka Ptácníková heiđruđ fyrir frábćran árangur sinn á Ólympíuskákmótinu í Síberíu og Gunnar Björnsson, forseti SÍ, upplýsti ađ stjórn SÍ hafi ákveđiđ í tilefni ţess árangurs ađ senda Lenku á EM einstaklinga í kvennaflokki sem fram fer í Istanbul á nćsta ári.
Úrslit 1. umferđar í 1. deild:
Fjolnir A | TB A | 1˝ | : | 6˝ |
Hellir A | TR A | 6 | : | 2 |
Haukar A | SA A | 3˝ | : | 4˝ |
TV A | KR A | 8 | : | 0 |
Stađan í 1. deild:
Rk. | Team | TB1 |
1 | TV A | 8 |
2 | TB A | 6,5 |
3 | Hellir A | 6 |
4 | SA A | 4,5 |
5 | Haukar A | 3,5 |
6 | TR A | 2 |
7 | Fjolnir A | 1,5 |
8 | KR A | 0 |
Stađan í 2. deild:
Rk. | Team | TB1 |
1 | TB B | 6 |
2 | Matar | 5 |
3 | TR B | 4 |
4 | Hellir B | 3,5 |
5 | TA | 2,5 |
6 | SSON | 2 |
7 | SR A | 1 |
8 | Haukar B | 0 |
Stađan í 3. deild:
Rk. | Team | TB1 | TB2 |
1 | Vikingaklubburinn A | 2 | 6 |
2 | TV B | 2 | 5 |
3 | Godinn A | 2 | 5 |
4 | TR C | 2 | 4,5 |
5 | SR B | 2 | 4,5 |
6 | KR B | 2 | 3,5 |
7 | TG A | 2 | 3,5 |
8 | TG B | 1 | 3 |
9 | Hellir D | 1 | 3 |
10 | Hellir C | 0 | 2,5 |
11 | SA B | 0 | 2,5 |
12 | SA C | 0 | 1,5 |
13 | TB C | 0 | 1,5 |
14 | Sf. Vinjar A | 0 | 1 |
15 | Haukar C | 0 | 1 |
16 | TV C | 0 | 0 |
Stađan í 4. deild:
Rk. | Team | TB1 | TB2 |
1 | Kordrengirnir | 2 | 6 |
2 | SSON B | 2 | 6 |
3 | Godinn B | 2 | 5,5 |
4 | SFÍ | 2 | 5,5 |
5 | TV D | 2 | 5 |
6 | Sf. Sauđarkroks | 2 | 4 |
7 | SA D | 2 | 4 |
8 | Fjolnir C | 2 | 4 |
9 | Fjolnir B | 2 | 3,5 |
10 | Vikingaklubburinn B | 2 | 3,5 |
11 | S.Austurlands | 2 | 3,5 |
12 | Godinn C | 1 | 3 |
13 | TR E | 1 | 3 |
14 | UMSB | 0 | 2,5 |
15 | UMFL | 0 | 2,5 |
16 | TR D | 0 | 2,5 |
17 | Hellir E | 0 | 2 |
18 | Sf. Vinjar B | 0 | 2 |
19 | TG C | 0 | 1 |
20 | Fjolnir D | 0 | 0,5 |
21 | Aesir feb | 0 | 0,5 |
22 | TV E | 0 | 0 |
23 | Osk | 0 | 0 |
Upplýsingar um pörun í 3. og 4. deild á morgun má nálgast á Chess-Results.
Ól 2010 | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2010 | 20:28
Ól í skák: Lokapistill
Ólympíuskákmótiđ endađi mjög vel en íslensku sveitirnar unnu báđar 3-1 í lokaumferđinni. Sveitin í opnum flokki vann Rússland 5 en stelpurnar unnu Jamaíka í spennuţrunginni viđureign ţar sem heyra mćtti ćsta stuđningsmenn Jamaíka stynja og dćsa ţegar Lenka bjargađi sér fyrir horn í lokin.
Hjörvar hvíldi hjá strákunum. Brćđurnir Bragi og Björn unnu góđa sigra á 3. og 4. borđi en stórmeistararnir Hannes og Héđinn gerđu jafntefli. Hannes međ svörtu á fyrsta borđi. Héđinn mun líklega haft vinningsstöđu um tíma. Góđ úrslit og fertugasta sćtiđ stađreynd. Til samanburđar endađi liđiđ í Dresden 2008 í 64. sćti, ţá međ 4 stórmeistara innanborđs en nú tefldu tveir međ sveitinni. Besti árangur síđan í Bled 2002. Ţađ urđu Ţjóđverjar sem erfđu hiđ beiska 64. sćti!
Miklar umrćđur urđu í ađdraganda mótsins um val á liđinu en Helgi Ólafsson, landsliđsţjálfari, hafđi lagt til ađ Henrik yrđi ekki valinn og stjórn SÍ ákvađ ađ gefa Helga býsna frjálsar hendur um val á liđinu. Helgi getur veriđ stoltur af sínum árangri og ljóst ađ strákarnir voru mjög ánćgđir međ liđsstjórn Helga. Liđinu var rađađ nr. 54 fyrir mót, endar 14 sćtum fyrir ofan ţađ og 24 sćtum ofar en í Dresden. Allir međlimir sveitarinnar hćkka á stigum en til samanburđar lćkkuđu allir á stigum í Dresden.
Sú stefna sem stjórn SÍ valdi, ađ ráđa landsliđsţjálfara, leggja mun meiri áherslu á undirbúning, skilađi sér ţví međ góđum árangri beggja liđa og miklum framförum frá síđustu mótum.
Skođum árangur sveitarmiđlima:
1. Hannes Hlífar Stefánsson, 6,5 v. af 11 - hćkkar um 2 skákstig
2. Héđinn Steingrímsson, 6 v. af 10 - hćkkar um 4 stig
3. Bragi Ţorfinnsson, 5,5 v. af 9 - hćkkar um 12 stig
4. Björn Ţorfinnsson, 4,5 v. af 7 - hćkkar um 4 stig
5. Hjörvar Steinn Grétarsson, 4 v. af 7 - hćkkar um 2 stig
Samtals hćkka sveitarmeđlimir um 24 stig sem samsvarar ţví ađ íslenska sveitin fékk um 2,5 vinningi meira en gera hefđi mátt fyrir mót.
Viđureign kvennasveitarinnar í lokaumferđinni varđ ekki síđur ćsileg. Til ađ byrja međ leit viđureignin vel út. Bćđi Hallgerđur og Jóhanna unnu örugga sigra, Sigurlaug hafđi góđa stöđu og lék af sér og tapađi. Lenka tefldi ćsilegustu skák umferđarinnar. Hún fékk betra en tefldi ónákvćmt og skyndilega var stađan á borđinu orđin hrikalega spennandi og Lenka gat hćglega tapađ. Ég var eini Íslendingurinn sem eftir var en ţarna voru örugglega um 8-10 Jamaíkabúar sem voru á nálum enda vćntanlega hafđi ţetta veriđ einn ţeirra besti árangur ef ţeir hefđu náđ 2-2 jafntefli. Lenka lék einu sinni ţegar hún átti 1 sekúndu eftir og heyrđi ég ţá vonbrigđastunurnar fyrir aftan mig. Ekki urđu ţćr minni ţegar Lenka snéri á Jamaísku. Ţegar Lenka hafđi unniđ ákvađ ég ađ sýna mikla hógvćrđ í virđingaskini viđ ţessu stuđningsmenn.
Allir međlimir kvennasveitarinnar hćkka á stigum - sem er auđvitađ frábćrt. Ekki síst vegna ţess ađ Davíđ Ólafsson, sem átti ađ verđa liđsstjóri ţeirra, forfallađist ađeins međ sólarhringsfyrirfara. Ég hljóp í skarđiđ međ skömmum fyrirvara en get auđvitađ ekki sinnt starfinu af sama mćtti og Davíđ hefđi gert, m.a. annars vegna FIDE-ţingsins, auk ţess sem skáklegi grunnur minn er miklu lélegri. Davíđ reyndist okkur stelpunum ţó mikill hjálparkokkur. Hann talađi viđ stelpurnar á Skype og gaf ţeim góđ ráđ. Helgi ađstođađi einnig stelpur eftir mćtti. Stelpurnar ţurftu svo eđli málsins ađ taka meira af skariđ sjálfar en ella. Virkilega vel af sér vikiđ hjá ţeim. T.d. var ég upptekinn í tvo daga vegna FIDE-ţings og ţá áttu ţćr góđ úrslit. Ákveđiđ var ađ sú sem myndi klárast nćstsíđast myndi ekki fara heldur veita síđustu skákkonunni stuđning međ ţví ađ vera áfram.
Skođum árangur sveitarmiđlima:
1. Lenka Ptácníková, 8,5 v. af 11 - hćkkar um 36 stig
2. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir, 5,5 v. af 11 - hćkkar um 13 stig
3. Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir, 2,5 v. af 8 - hćkkar um 16 stig
4. Tinna Kristín Finnbogadóttir , 3 v. af 7 - hćkkar um 1 stig
5. Jóhanna Björg Jóhansdóttir, 2,5 v. af 7 - hćkkar um 21 stig
Sveitarmeđlimir hćkka um 87 stig! Ţađ ţýđir ađ sveitin hafi fengiđ u.ţ.b. 6 vinningum meira en hún hefđi átt ađ fá samkvćmt stigum. Ég ćtla ađ nefna sérstaklega hana Lenku sem var sannkallađur leiđtogi í góđum hópi. Hún tapađi í fyrstu umferđ en eftir ţađ tapađi hún ekki skák og vann sex skákir í röđ. Mađur er virkilega stoltur af stelpunum og Davíđ landsliđsţjálfara sem undirbjó liđiđ greinilega mjög vel fyrir átökin!
Í norđurlandakeppninni hafnađi sveitin í opnum flokki í ţriđja sćti. Danir unnu ţá keppni en ţađ var međ fáranlegum endaspretti og í raun og veru án ţess ađ vera mjög sannfćrandi. Sune Berg varđ líka hálfvandrćđalegur ţegar viđ óskuđum honum til hamingju og sagđi ađ sem betur fer vćri mótiđ ekki lengra! Svíar urđu ađrir, Norđmenn sem voru međ stigahćsta liđiđ urđu ađeins fjórđu, Magnus Carlsen, náđi sér aldri á strik og tapađi ţremur skákum. Finnar urđu fimmtu og Fćreyingar sjöttu.
Danir og Íslendingar urđu mun ofar en stigin gerđu ráđ fyrir, Svíar, Finnar og Fćreyingar u.ţ.b. á pari en Norđmenn lćgri.
Lokastađan í opnum flokki:
- 19 (44) Danmörk, 15 stig (257,5)
- 34 (34) Svíţjóđ, 13 stig (277)
- 40 (54) Ísland, 13 stig (257,5)
- 51 (23) Noregur, 12 stig (274,5)
- 59 (60) Finnland, 12 stig (218)
- 80 (83) Fćreyjar, 11 stig (185,5)
Ţrátt fyrir góđa lokaniđurstöđu kvennaliđsins dugđi ţađ ekki ţriđja sćti. Svíar unnu ţá keppni, Danir urđu ađrir, Norđmenn ţriđju, ţrátt fyrir ađ vera ţar einnig stigahćstir. Íslendingar voru skammt á eftir og getum vel viđ unađ. Liđiđ lenti í efri helmingi mótsins. Ţrjár af stúlkunum eru undir tvítugu ţannig ađ liđ Íslands ćtti bara ađ styrkjast nćstu ár.
Lokastađan í kvennaflokki:
- 41 (55) Svíţjóđ, 12 stig (244,5)br
- 45 (57) Danmörk, 12 stig (200,5)
- 53 (45) Noregur, 11 stig (204)
- 57 (69) Ísland, 11 stig (201)
Á ýmsu gekk á FIDE-ţinginu. Eftir .ţennan eina FIDE-ţing sem ég hef setiđ er ég sannfćrđur um ađ Kirsan sé afar gáfađur einstaklingur međ mjög sterka nćrveru. Menn geta svo deilt um siđferđiđ á bakviđ ýmislegt sem hann hefur gert. Kosningarnar og framkoma Kasparov er ţađ sem stendur upp úr í minningunni. Ađ sumra mati tapađi Karpov allt ađ 10 atkvćđum viđ ţennan hamagang. Ţađ er ljóst ađ ţađ réđi ţó aldrei úrslitum.
Silvio Danilov kom sá og sigrađi í Evrópu-kosningunum, eitthvađ sem fáir áttu von á fyrir nokkrum mánuđum síđan. Vonbrigđi Ali voru mikil og virtist ađ einhver leiti kenna Norđmönnum um ófarir sínar og taldi ađ Norđmenn hafi haft áhrif á hinar Norđurlandaţjóđirnar.
Sjálfur náđi ég góđu sambandi viđ ýmsa ţarna sem vonandi skilar sér í auknum tengslum í framtíđinni. Til dćmis gćti veriđ ađ okkur yrđi bođiđ ađ taka ţátt í Smáţjóđarleikunum. Ef viđ ţiggjum ţađ bođ er ţó ljóst ađ viđ munum aldrei senda okkar a-liđ. Ég nefndi ţann kost viđ menn úti ađ Ísland myndi senda u-20 liđ og var tekiđ vel í ţađ. Nefnt var mig hvort Ísland hefđi áhuga ađ taka ţátt í Commonwelth-móti. Ég bíđ eftir frekari upplýsingum. Ég rćddi viđ hina Norđurlandaţjóđirnar um útfćrslur á ţví ađ ţjóđirnar myndi bjóđa t.d. fulltrúum hinna Norđurlandanna á sín helstu opnu mót (Reykjavíkurmótiđ, Rilton Cup, Artic Open og Politiken Cup) og var vel tekiđ í ţađ skođa ţađ og viđ ćtlum ađ rćđa ţađ betur síđar. Ýmsir eins og t.d. Írar, Pólverjar og Tyrkir sýndu Reykjavíkurskákmótinu mikinn áhuga.
Ađstćđur allar í Khanty Mansiysk voru allar til fyrirmyndar og mun betri en menn áttu von á. Helgi talađi um ađ ţetta vćru bestu ađstćđur síđan í Manila 1992. Skipulagning heimamanna ađ öllu leyti til fyrirmyndar. Lögreglumenn voru á öllum gatnamótum og höfđu t.d. rúturnar sem fluttu okkur á milli ávallt forgang. Aldrei ţurfti ađ bíđa eftir rútu nema um stutta stund. Fluttir voru inn starfsmenn frá St. Pétursborg til ađ vinna á hótelum, fólk sem talađi góđa ensku. Öll liđin höfđu svokallađan tudor" eđa ađstođarmann. Okkar ađstođarmađur var hún Natalyia, tvítug stúlka í tungumálanámi frá nágrannaborg Khanty, stóđ sig međ miklum sóma sem okkar ađstođarmađur. Liđin voru misheppin einn mikill Íslandsvinur sagđi viđ mig í miklum öfundartón ađ ţeirra ađstođarmađur vćri some stupid boy".
Góđur andi var í hópunum og mikiđ hlegiđ og haft gaman. Skákmennirnir voru hraustir ţrátt fyrir smá magapestir og einstaka hálsbólgur.
Ţegar mótinu lauk mót bauđ fararstjórinn liđsmönnum út ađ borđa Sumir kusu reyndar fremur ađ fara á verđlaunaafhendinguna sem ađrir höfđu engan áhuga á ađ fara á.
Mín reynsla eftir ţetta er ađ SÍ ţarf helst ađ senda 3 menn út međ liđunum í framtíđinni, eins og til stóđ. Ađ hafa tvo menn er mjög knappt.
Ferđalagiđ heim var erfitt og strangt og ţegar ég er ađ klára ţennan pistil hef ég veriđ á fótum í nćrri 40 tíma samfellt. Sumir sváfu reyndar eins og englar í fluginu og mátti t.d. sjá tvo stórmeistara nánast í fađmlögum í vélinni heim.
Ég vil ađ lokum ţakka fyrir allar baráttukveđjurnar sem viđ fengum!
Kveđja,
Gunnar Björnsson
Ól 2010 | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2010 | 17:14
Skákţáttur Morgunblađsins: Ólympíumót á slóđum lođfílanna
Greinarhöfundur er í fyrsta sinn í hlutverki liđsstjóra íslenska liđsins og er ţađ í sjálfu sér ágćtis tilbreyting. Samanburđur viđ framkvćmd annarra Ólympíumóta er stađarhöldurum hagstćđur.
Íbúar Khanty Manyisk munu vera um 70 ţúsund og er ţetta uppgangspláss sakir mikils olíuauđs. Mikiđ um stórframkvćmdir og flest nýtt af nálinni, hótelinu var komiđ upp síđustu dagana og skipuleggjendur hafa greinilega kostađ miklu til ađ allt fari vel fram. Öldum fyrr rigsuđu um steppurnar í grennd viđ ţennan bć hinir forsögulegu lođfílar, löngu útdauđ tegund sem er höfđ í miklum metum hér og mega heita einkennisdýr Khanty Manyisk.
Ţó keppnin sé komin of stutt á veg til ţess ađ hćgt sé ađ draga víđtćkar ályktanir ţá hafa hér orđiđ ýmis óvćnt úrslit. Kínverjar eru nćsta stórveldi skákarinnar stóđ einhvers stađar og ţađ er örugglega rétt, en hvađ getur mađur sagt um granna ţeirra í Víetnam sem hafa unniđ allar viđureignir sínar, ţar af eina sterkustu sveitina frá Azerbadsjan? Hollendingar eru međ ţétta sveit og ţar vekur mesta athygli undrabarniđ Giri sem er líklegur til mikilla afreka í framtíđinni. Hann er einn ţeirra sem virđast ekkert hafa fyrir ţví ađ tefla. En í fyrstu umferđ tapađi Hollendingur, sem mikiđ hefur veriđ látiđ međ, fyrir einum af minni spámönnunum sem er frá Dóminíska lýđveldinu.
Ol Khanty Manyisk 2010 1. umferđ:
Jan Smeets Lisandro Munoz
Sikileyjarvörn
1.e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. g3 a6 7. Bg2 d6 8. O-O Bd7 9. Rb3 b5 10. a4 b4 11. Re2 Rf6 12. a5 e5 13. c3 Be6 14. Bg5 Hb8 15. Hc1Be7 16. Rbd4?!
Snotur leikur á yfirborđinu en svartur á einfalda vörn.
16. .. . Rxd4 17. cxd4 Dxa5 18. Dd3 Bd7!
Riddarinn á e2 er vandrćđagripur.
19. Hfe1 Bb5 20. Db3 O-O 21. Ha1 Dc7 22. Da2 h6 23. Bd2 Dc2 24. b3 Hfc8 25. Rc1 exd4 26. Bxb4 Rg4 27. Bh3
27. ... Re5!
Bráđsnjall leikur sem gerir út um tafliđ.
28. Bxc8 Rf3+ 29. Kh1 Rxe1 30. Bf5 Dd1 31. Re2 Dxe2 32. Bxe1
32. Dxe2 Bxe2 33. Bxe1 var skárra en gjörtapađ engu ađ síđur.
32. ... Df1 mát!
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 26. september 2010.
Ól 2010 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2010 | 12:14
Góđir sigrar í lokaumferđinni - góđ lokaniđurstađa íslensku liđanna
Bćđi íslensku liđanna unnu góđa 3-1 sigra í lokaumferđ Ólympíuskákmótsins sem fram fór í dag. Strákarnir unnu Rússland 5 ţar sem brćđurnir Bragi og Björn Ţorfinnssynir unnu báđir góđa sigra. Hannes Hlífar Stefánsson og Héđinn Steingrímsson gerđu jafntefli. Lenka Ptácníková,
Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir og Tinna Kristín Finnbogadóttir unnu. Liđiđ í opnum flokki endađi í 40. sćti sem er besti árangur síđan í Bled 2002. Íslenska kvennaliđiđ endađi í 57. sćti sem er besti árangur síđan 2006. Allir íslensku skákmennirnir, tíu talsins, hćkka á stigum fyrir frammistöđu sína!
Úkraínumenn urđu Ólympíumeistarar í opnum flokki en Rússar í kvennaflokki.
Nánar verđur fjallađ um árangur íslenska liđsins á síđar.
Ól 2010 | Breytt 4.10.2010 kl. 22:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.5.): 25
- Sl. sólarhring: 43
- Sl. viku: 241
- Frá upphafi: 8753250
Annađ
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 176
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar