Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2017

Magnús Carlsen heimsmeistari í hrađskák eftir frábćran gćrdag

420684.60c49032.630x354o.34a7cd85c43c

Heimsmeistarinn Magnús Carlsen sýndi sínar bestu hliđar á lokadegi Heimsmeistaramótsins í hrađskák í gćr. Eftir fyrri dag mótsins (11 umferđir af 21) var hann međ 7 vinninga og tveimur vinningum á etir Sergei Karjakin og í 9.-20. sćti.  Hann vann nćstu fjórar skákir og ţar á međal Karjakin í 15. umferđ. Ţá var hann orđinn einn efstur og ţá forystu lét hann aldrei af hendi og hafđi ţegar ţegar tryggt sér sigur fyrir lokaumferđina. Alls fékk 9 vinninga í 10 skákum í gćr. 

phpe239Km

 

Karjakin og Anand urđu í 2.-3 sćti međ 14,5 vinning. Frábćrt frammistađa hjá ţeim síđarnefnda og ljóst ađ enn lifir í gömlum glćđum. Hann greinilega einnig fór á kostum  ađ móti loknu en hér má sjá hann međ löndum sínum Sethuraman og Adhiban.

Nana Dzagnidze, Georgíu, vann sigur í kvennaflokki. Rússneska landsliđskonan, Valentina Gunina varđ önnur og Ju Wenjun ţriđja.

Mótshaldiđ tókst afar vel. Frábćrar ađstćđur, ađ sögn keppenda og starfsmanna, og verđlaun á mótinu hafa aldri veriđ hćrri. Ţađ ađ Ísraelmenn gátu ekki tekiđ ţátt setti hins vegar svartan blett á mótshaldiđ og nauđsynlegt fyrir FIDE ađ sjá til ţess ađ ţađ gerist ekki aftur ađ einstakar ţjóđir geti ekki tekiđ ţátt í heimsmeistaramóti.

php4ym0GS

Íslendingar áttu sinn fulltrúa á mótinu en Omar Salama var einn dómara mótsins. Hann stóđ ţar í ströngu og var fastagestur á viđtölum á norska ríkissjónvarpinu (NRK) auk ţess ađ bera ábyrgđ á mikilvćgustu viđureignum mótsins ţađ er toppborđunum. 

phpqL6peV 

Sjá nánar á Chess.com. 

Myndir Maria Emelianova (Chess.com)

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Jólaskákţrautir

Eins og stundum áđur um jólin leggur skákpistlahöfundur blađsins nokkrar skákţrautir fyrir lesendur sína en lausnir munu birtast í blađinu eftir viku. Dćmin eru úr ýmsum áttum en vakin er athygli á ţví ađ fjórđa dćmiđ er fengiđ frá heimsmeistaramóti í skákdćmalausnum sem fram fór í Dresden í Ţýskalandi sl. sumar. Međal ţátttakenda var margfaldur heimsmeistari í greininni, enski stórmeistarinn og stćrđfrćđingurinn John Nunn. Ţessi keppni er geysilega krefjandi og dćmin sem lögđ voru fyrir keppendur mörg hver níđţung.

D. J. Shire 1997 

Hvítur leikur og mátar í 2. leik.

GNM127FTL

 

G. Heathcote 1911 

Hvítur leikur og mátar í 2. leik.

GNM127FT4

 

Thomas Taverner 1889 

Hvítur leikur og mátar í 2. leik.

GNM127FTH

 

Frá HM í Dresden 2017 

Hvítur leikur og mátar í 3. leik .

GNM127FT8

 

A. Selezniev 1921 

Hvítur leikur og vinnur.

GNM127FTD

 

V. Korolkov 1935 

Hvítur leikur og vinnur.

GNM127FTP

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 23. desember 2017.

Skákţćttir Morgunblađsins


Karjakin efstur á HM í hrađskák - Carlsen tveimur vinningum á eftir

420550.7f5a0a5b.630x354o.31d0c02d946e

Sergey Karjakin (2854) er efstur eftir fyrri hluta Heimsmeistaramótsins í hrađskák sem hófst í gćr. Rússinn hefur 9 vinninga eftir 11 umferđir. Annar er MVL (2853) međ 8,5 vinninga. Magnus Carlsen (2986) er ađeins í 14.-20. sćti međ 7 vinninga og ţarf eiga afar góđan dag ćtli hann blanda sér í toppbaráttuna en í dag eru tefldar 10 umferđir. 

Ţađ var atvik í fyrstu umferđ sem stal athyglinni í dag. Í skák Carlsen og Inarkiev kom upp ţessi stađa:

sdynboard (2)


Carlsen hafđi í síđasta leik drepiđ á b7 međ hrók og ţar međ var skák á Inarkiev. Eftir umhugsun skákiađi Rússinn međ riddara á e3! Carlsen lék Kd3 en hefđi ađ sjálfögđu geta krađist vinnings vegna ólöglegs leiks. Ţá krafđist Inarkiev vinnings ţar sem Carlsen hafđi leiki ólöglegan leik! Dómarinn samţykkti kröfu hans. 

 

phpjm9a5P

Carlsen talađi viđ yfirdómara mótsins sem sneri viđ viđurstöđunni. Kd3 vćri í sjálfu sér ekki ólöglegur leikur og bauđ Inarkiev ađ skákinni vćri framhaldiđ. Rússinn afţakkađi ţađ. Áfrýjađi málinu fyrir áfýrjunarnefnd en tapađi ţeirri áfrýjun. Atvikiđ á myndrćnan hátt má sjá hér:


Skákstjóri í framhaldinu skipti um ađaldómara á sviđinu og setti ţar Omar Salama sem hefur veriđ á efstu borđunum síđan ţá.

Carlsen náđi sér ekki strik í framhaldinu og átti frekar dapran dag á sinn mćlikvarđa. 

php6KnMPt

Pia Cramling, sem er 54 ára, er efst í kvennaflokki og haldi hún dampi slćr hún viđ mörgum stigahćgri og yngri skákmönnum. 

Taflmennska dagsins hófst kl. 11. 

Sjá nánar á Chess.com.

 

Myndir Maria Emelianova (Chess.com)

 


Nýársmót Vinaskákfélagsins fer fram 8. janúar

Nýársskákmót Vinaskákfélagsins verđur haldiđ mánudaginn 8 janúar kl: 13, í Vin ađ Hverfisgötu 47. Tefldar verđa 6 umferđir međ 7 mínútur á skák. Skákstjóri verđur Hörđur Jónasson. Mótiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga. 

Í hléi verđur bođiđ upp á kaffi og vöfflur. Góđ verđlaun verđa í bođi. Ţiđ getiđ skráđ ykkur á mótiđ á gula kassanum efst á síđunni á skak.is Einnig getiđ ţiđ skráđ ykkur á stađnum.

Allir velkomnir!!

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

 


Anand heimsmeistari í atskák

phpjpJMYw

Viswanathan Anand varđ í dag heimsmeistari í atskák eftir ćsispennandi baráttu á mótinu sem fram fer í Sádi Arabíu. Hann vann Vladimir Fedoseev 2-0 í umspili um titilinn. Á myndinni ađ ofan má sjá Fedoseev gefast upp. Fyrir aftan ţá situr Omar Salama, einn skákdómara mótsins. Ju Wenjun varđ heimsmeistari kvenna í atskák. 

Fedoseev var efstur fyrir lokadaginn. Hann tapađi hins vegar fyrir heimsmeistaranum Magnusi Carlsen í 12. umferđ og ţar međ náđi Norđmađurinn forystunni. Magnús gerđi hins vegar jafntefli í 13. og 14. umferđ og hafđi Anand náđ honum ađ vinningum. 

phpayQwpr

Indverjinn Anand gerđi stutt jafntefli viđ Bu lokaumferđinni. Norđmađurinn mátti hins vegar lúta í dúk gegn hinum rússneska Alexander Grischuk. Landar hans, Fedoseev og Nepomniachchi, unnu í lokaumferđinni og náđu Indverjanum ađ vinningum. Reglur mótsins hljóđa upp ađ séu fleiri en tveir efstir og jafnir skuli tveir efstu menn samkvćmt stigaútreikningi til úrslita. Ţar međ féll Nepo úr leik. Anand lagđi svo Fedoseev örugglega ađ velli í hrađskákeinvígi 2-0.

Magnađur árangur Anands, sem er 48 ára, og hefur ţrátt fyrir "háan" aldur ávallt haldiđ sér međal bestu skákmanna heims. Carlsen endađi í 4.-10. sćti. 

Í dag kl. 11 hefst svo heimsmeistaramótiđ í hrađskák. 

php0SdeFi

Nánar á Chess.com.

Myndir Maria Emelianova (Chess.com)

 


Jólamót Víkingaklúbbsins fer fram í kvöld

jolamot20161

Jólamót Víkingaklúbbsins verđur haldiđ föstudaginn 29. des í húsnćđi Skáksambands Íslands og hefst ţađ kl 19.30. Teflt verđur bćđi skák og Víkingaskák. Fyrst 6. umferđa skákmót međ 5 mínútna umhugsunartíma, en eftir ţađ verđa 6. umferđir í Víkingaskák, ţs 6 umferđir 7. mínútur. Verđlaun í bođi fyrir ţrjú efstu sćti og ókeypis veitingar, m.a Víkingamjöđur. Ekki er nauđsynlegt ađ taka ţátt í báđum mótunum og ţeir sem ćtla ađ tefla einungis Vîkingaskák mćta ekki seinna en kl 21.30.  Víkingaskákmótiđ er jafnframt Ěslandsmótiđ í Víkingahrađskák. Einnig eru veitt sérstök verđlaun fyrir besta árangur í báđum mótunum, en sá sem er međ besta árangurinn úr báđum mótunum er jafnframt Íslandsmeistari í tvískák.  Í Víkingaskákinni er jafnframt veitt verđlaun fyrir besta liđiđ. Ţrjú bestu skor gilda.

Sérstök aukaverđlaun fyrir Víkingaskák:  1. sćti:  8000, 2. sćti 6000, 3. sćti 4000, 1. sćti kvenna:  5000 (2. sćtiđ 3000 og 3. sćti 2000)  1. sćti unglinga 5000 (2. sćtiđ 3000 og 3. sćti 2000).

Skráning á mótiđ fer m.a fram á netfangiđ: vikingaklubburinn(hjá)gmail.com.

Mótiđ á sér orđiđ nokkra ára sögu eins og sjá má:

Mótiđ 2016 hér:
Mótiđ 2015 hér:
Mótiđ 2014 hér:
Mótiđ 2013 hér:
Mótiđ 2012 hér:
Mótiđ 2011 hér: 
Mótiđ 2010 hér:
Mótiđ 2009 hér:

Vignir Vatnar unglingameistari Íslands

image2

Vignir Vatnar Stefánsson sigrađi á fámennu en góđmennu Unglingameistaramóti Íslands sem fram fór 27. og 28. desember í húsnćđi Skáksambandsins. Vignir hlaut 5 vinninga í 6 skákum. Úrslitin réđust ekki fyrr en í lokaumferđinni ţegar Vignir vann forystusauđinn Gauta Pál Jónsson, sem hafđi fariđ framförum fram ađ ţví. Gauti varđ annar međ 4˝ vinning. Ţriđji varđ Oliver Aron Jóhannesson međ 1˝ vinning. 

Vignir fćr ađ launum keppnisrétt í nćsta landsliđsflokki Íslandsmótsins í skák og 50.000 ferđastyrk á skákmót erlendis. 

Lokastöđuna má nálgast á Chess-Results


Jólamót Riddarans: Björgvin og Jón Ţorvaldsson efstir

Riddarinn1

Jólamót skákklúbbs eldri borgara á Stór-Hafnarfjarđarsvćđinu fór vel fram og í hátíđlegum anda. Margir valinkunnir skákseggir voru mćttir til tafls albúnir ţess ađ selja sig dýrt eftir ađ hafa haft hćgt um sig um Jólin, tilbúnir ađ sýna klćrnar ţrátt fyrir friđaranda Jólanna sem lá  í loftinu.  

Ekki gekk ţađ ţó allt eftir hjá öllum eins og ađ var stefnt. Tveir snillingar skáru sig úr og sýndu afbragđs góđa takta. Ţađ voru ţeir Björgvin Víglundsson og Jón Ţorvaldsson, báđir vopn- og vígfimir mjög tafls í stöđum flóknum. Svo fór ađ ţeir urđu efstir og jafnir ađ vinningum, hlutu 10 af 11 mögulegum en stigin voru ţeim fyrrnefnda í hag sem fór taplaus í gegnum mótiđ, en Jón međ einn niđur. Báđir voru ţeir leystir út međ Risa Jóla kćrleikstré frá Sćlgćtisgerđinni Kólus, skv. Horts reglu.  

Norđlendingarnir Ţór Valtýsson og Haraldur Haraldsson komu síđan nćstir skör neđar međ 7.5 v., en Haraldur gerđi sér lítiđ fyrir í fyrra og vann mótiđ ţá. Ađrir keppendur máttu sumir hverjir muna sinn fífil fegri  en tóku samt gleđi sína á ný ţegar ţeir duttu óvćnt í lukkupott og voru leystir út međ nammi í mótslok, sem og elsti og neđsti keppandinn.

Önnur úrslit má sjá á međf. mótstöflu og nokkrar svipmyndir af vettvangi ef vel er gáđ sé tvíklikkađ á myndina.    

Riddarinn2


Jólahrađskákmót TR fer fram í kvöld

ólahrađskákmót Taflfélags Reykjavíkur verđur haldiđ fimmtudaginn 28. desember og hefst tafliđ klukkan 19:30. Tefldar verđa 9 umferđir og verđur umhugsunartíminn 4 mínútur á skák auk ţess sem 2 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik (4+2). Teflt verđur í húsnćđi TR ađ Faxafeni 12. Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga.

Ţátttökugjald er 1.000kr (greiđist međ reiđufé á stađnum). Frítt er fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ára eđa yngri. Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin.

Skráningarform

Skráđir keppendur

Jólahrađskákmeistarar síđustu ára:

2016: Páll Agnar Ţórarinsson 2015: Vignir Vatnar Stefánsson 2014: Oliver Aron Jóhannesson 2013: Jóhann Ingvason 2012: Oliver Aron Jóhannesson 2011: Dađi Ómarsson 2010: Jóhann Ingvason 2009: Sigurđur Dađi Sigfússon 2008:Gunnar Freyr Rúnarsson 2007: Davíđ Kjartansson 2006: Stefán Kristjánsson 2005: Hrannar Baldursson 2004: Björn Ţorfinnsson 2003: Arnar E. Gunnarsson 2002: Jón Viktor Gunnarsson 2001: Helgi Áss Grétarsson.


Fedoseev og Ju efst á HM í atskák

Anand og Fedosev

 

Ţegar 10 umferđum af 15 er lokiđ á Heimsmeistaramótinu í atskák er Rússinn Vladmir Fedoseev efstur í opnum flokki en hin kínverska Ju Venjun efst í kvennaflokki.

Ju Wenjun

Carlsen er nú 5.-9. sćti, vinningi á eftir Fedoseev. Allt getur ţví gerst fyrir lokaátökin á morgun ţegar fimm síđustu umferđirnar eru tefldar. Í 2.-4. sćti eru Anand, Svidler og Wang Hao. 

Carlsen og Wang Hao

Á ýmsu gekk í dag. Anand vann t.d. Carlsen laglega međ svörtu. Anand vann einnig Luke McShane međ glćsilegri drottningafórn eftir 53. Df4-f3.

dynboard

 

53...Dh3+!! 60. Kxh3 Hh1#.

Leik dagsins átti hins vegar hinn 15 ára Esipenko gegn Sergey Karjakin.

 

dynboard (1)


Esipenko lék 22...Db3!! 23. axb3 er svarađ međ 23...Rxb3 mát! 
Karjakin reyndi 23. bxc3 Qxc3+ 24. Bb2 Bxb2+ 25. Rxb2 Dc1+ 26. Hb1 Rc2+ 27. Dxc2 Dxc2 en gafst upp skömmu síđar. 

Taflmennskan á morgun hefst kl. 11. Ţá verđa tefldar lokaumferđirnir fimm (11-15). 

Nánar á Chess.com.

Myndir Maria Emelianova (Chess.com)

 


Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (30.5.): 15
 • Sl. sólarhring: 24
 • Sl. viku: 154
 • Frá upphafi: 8765823

Annađ

 • Innlit í dag: 11
 • Innlit sl. viku: 125
 • Gestir í dag: 9
 • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband