Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Jóhann tapađi í fyrstu umferđ

Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson (2536) byrjađi ekki vel á alţjóđlega mótinu Graz í Ausurríki í gćr. Hann tapađi fyrir Pólverjanum Stanislaw Praczukowski (2109). Önnur umferđ fer fram í dag og ţá teflir Jóhann viđ austurríska skákmanninn Johannes Pernerstorfer (2067). 

Ţátt taka 135 skákmenn frá 22 löndum og ţar af eru níu stórmeistarar. Jóhann er nr. 7 í stigaröđ keppenda. 

 

 


Kapptefliđ um Friđrikskónginn - Gunnar Freyr enn í forystu

Ţriđja mótiđ af fjórum í mótaröđinni um Taflkóng Friđriks fór fram sl. mánudagskvöld í skáksal KR í Frostaskjóli.

Stađan er nú sú ađ Gunnar Fr. Rúnarsson leiđir međ 26 stig eftir ţrjú mót, en Örn Leó Jóhannsson kemur nćstur međ 18 stig eftir 2 mót og síđan Björgvin Víglundsson međ 14 stig einnig eftir 2 mót.

Hinir tveir síđarnefndu geta bćtt viđ sig 10 stigum međ ţví ađ vinna lokamótiđ. Gunnar Freyr getur bćtt stöđu sina um 4 stig, ţví ađeins ţrjú bestu mót telja. Baráttan um fyrsta sćtiđ stendur ţví á milli hans og Arnars Leós á mánudagskvöldiđ kemur. Reyndar er Guđfinnur R. Kjartansson međ 17 stig eftir ţrjú mót, gćti náđ 23 stigum međ ţví ađ vinna lokamótiđ og komist á pall.

Spennandi úrslitakeppni framundan ef Örn Leó mćtir til slags. Öllum heimil ţátttaka óháđ ţátttöku í mótaröđinni og ţví um gera ađ mćta,  velgja fastagestum undir uggum og hita upp fyrir Deildakeppnina um ţar nćstu helgi. 9 umferđir – 10 mínútna skákir. 

Friđrikskóngurinn

Skákmót KR eru öll mánudagskvöld áriđ um kring og hefjast kl. 19.30. Svo eru haldin Árdegismót alla laugardaga  jafnt sumar sem vetur kl. 10.30 -13.  Mótin eru öllum opin áháđ aldri og félagsađild.


Skákţáttur Morgunblađsins: Stefán Bergsson er skákmeistari Reykjavíkur 2018

G9T12E64E

Stefán Bergsson er skákmeistari Reykjavíkur 2018 eftir sigur í lokaumferđ mótsins sem fram fór sl. miđvikudagskvöld ţegar hann tefldi viđ Dag Ragnarsson. Stefán hlaut átta vinninga af níu mögulegum, náđi snemma forystunni međ hverjum sigrinum á fćtur öđrum, og ţađ var ekki fyrr en í áttundu umferđ ađ stigahćsti keppandi mótsins, Bragi Ţorfinnsson, stöđvađi sigurgönguna en í lokaumferđinni var Stefán aftur kominn á ferđ og vann örugglega.

Stefán er frá Akureyri og fékk sitt skákuppeldi nyrđra í góđum félagsskap Skákfélags Akureyrar ásamt jafnaldra sínum Halldóri Brynjari Halldórssyni. Hann á lögheimili í Reykjavík og ţarf ţví ekki ađ sćkja handhafa hinnar virđulega nafnbótar neđar í töfluna eins og stundum áđur ţegar „utanbćjarmenn“ hafa sigrađ á ţinginu. Stefán er ötull stjórnarmađur hjá Skáksambandi Íslands og veitti Skákakademíu Reykjavíkur forstöđu um margra ára skeiđ. Frammistađa hans undanfarin ár hefur veriđ nokkuđ sveiflukennd en ţetta er langbesti árangur hans á ferlinum.

Í 2. sćti varđ Bragi Ţorfinnsson međ sjö vinninga eftir sigur á Hilmi Frey í lokaumferđinni. Í 3.-4. sćti urđu Sigurbjörn Björnsson og Einar Hjalti Jensson međ 6˝ vinning og ţar á eftir í 5.-10. sćti Bragi Halldórsson, Dagur Ragnarsson, Hilmir Freyr Heimisson, Hrafn Loftsson, Lenka Ptacnikova og Júlíus Friđjónsson, öll međ sex vinninga.

Í lokaumferđinni var mikiđ undir ţegar Stefán settist viđ tafliđ andspćnis Degi Ragnarssyni, sem međ sigri gat náđ honum ađ vinningum. Dagur varđ í 3. sćti í keppni landsliđsflokks í fyrra og var til alls vís en brást ţó bogalistin eftir lélega byrjunartaflmennsku:

Skákţing Reykjavíkur 2018; 9. umferđ:

Stefán Bergsson – Dagur Ragnarsson

Frönsk vörn

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 h6?!

Sjaldséđur leikur. Dagur var greinilega stađráđinn í ađ sneiđa hjá trođnum slóđum.

4. Rgf3 Rf6 5. e5 Rfd7 6. Bd3 c5 7. c3 Rc6 8. a3 a5 9. Rf1 a4 10. h4 Da5 11. Bd2 Da7 12. Be3 Rb6 13. Rg3 Rc4?

Afleitur leikur sem leiđir til óteflandi stöđu. Betra var 13.... cxd4 ţótt hvíta stađan sé alltaf vćnleg eftir mislukkađa byrjun Dags.

14. Bxc4 dxc4 15. dxc5! Db8

Vandinn er sá ađ eftir 15.... bxc5 kemur 16. Bxc5 dxc5 17,. Re4 og síđan – Rd6+ međ vinningsstöđu.

16. Bd4 Be7 17. Re4 0-0 18. Dd2 Ra5 19. Hd1 Bd7

Stefán var ađ bíđa eftir ţessum leik...

G9T12E64A20. Rf6+!

Og nú er svartur algerlega varnarlaus.

20.... Bxf6 21. exf6 Rb3 22. De3 Rxd4 23. Hxd4 Bc6 24. Hg4

– og svartur gafst upp.

 

Jóhann og Björgvin efstir á skákhátíđ MótX

Jóhann Hjartarson vann stigahćsta keppanda í fimmtu umferđ skákhátíđar MótX, Hjörvar Stein Grétarsson, og komst viđ ţađ í efsta sćtiđ ţegar tefldar hafa veriđ fimm umferđir af sjö. Hann deilir ţví međ Björgvini Jónssyni sem tók sér ˝ vinnings yfirsetu í fimmtu umferđ.

 

Í nćstu sćtum koma svo Hannes Hlífar Stefánsson, Jón Viktor Gunnarsson og Helgi Áss Grétarsson, allir međ 3˝ vinning. Í nćstu umferđ tefla saman Hannes Hlífar og Jóhann Hjartarson og Björgvin mćtir Helga Ás. Í B-flokki eru fjórir skákmenn efstir, Gauti Pall Jónsson, Birkir Ísak Jóhannsson, Agnar T. Möller og Siguringi Sigurjónsson. Bragi Halldórsson er efstur međal Hvítra hrafna, međ 2˝ vinning af ţremur mögulegu 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 10. febrúar 2018

Skákţćttir Morgunblađsins


Almar Máni og Martin kjördćmismeistarar Suđurlands

20180216_162448

Kjördćmismót suđurlands í skólaskák fór fram í gćr í Fischersetri á Selfossi. Í yngri flokk sigrađi Martin Srichakham en Almar Máni Ţorsteinsson í eldri.

20180216_161136

Ţeir verđa ţví fulltrúar kjördćmisins á vćntanlegu landsmóti. Myndir og nánar um úrslit má sjá á hlekknum hér fyrir neđan.

2018-02-16 20_44_49-Sevilla 16.3.2 - Registered to Agust

2018-02-16 20_45_24-Sevilla 16.3.2 - Registered to Agust


Myndaalbúm má finna hér.


Skákharpan 2018 - Gunni Gunn sigrađi

GunniGunn2Mótaröđinni um Skákhörpuna sem nú fór fram í 11. sinn á vegum Riddarans lauk í gćr. Svo fór ađ elsti keppandinn Gunnar Kr. Gunnarsson, nćstum hálfnýrćđur ađ aldri,  tryggđi sér sigurinn  í kappteflinu glćsilega međ ţví ađ vinna lokamótiđ međ yfirburđum, 10.5 vinningi af 11 mögulegum - líkt og í fyrsta mótinu sem hann vann reyndar međ fullu húsi. Ţrjú bestu mót hvers keppanda af fjórum töldu til stiga og hann tefldi ađeins í ţremur mótum. 

Gunnar hlaut alls 26 stig, Ingólfur Hjaltalín 24; Guđfinnur 20; Össur 17. Gunnar vann keppnina líka fyrir 2 árum og ţeir Guđfinnur og Össur hafa báđir hrósađ sigri í ţessari keppni, Guđfinnur i fyrra og Össur 2015. Góđ ţátttaka var og alveg sérstaklega í lokamótinu ţar sem 2 kunnir kappar af norđan ţeir Haraldur Haraldsson og Karl Steingrímsson velgdu fastagestum og sunnanmönnum undir uggum. 

Skákharpan er nú helguđ meisturum framtíđarinnar og keppni um hana hefst jafnan sem nćst skákdeginum, sem haldin er hátíđlegur 26. janúar ár hvert, tileinkađur afreksferli Friđriks Ólafssonar.  

Skákharpanúrslit

Teflt er í Riddaranum alla miđvikudaga áriđ um kring kl. 13-17. Allir velkomnir sem hafa aldur til. (60+).


Bikarsyrpa TR hefst í dag

BikarsyrpanBanner_generic

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stađ fjórđa áriđ í röđ. Líkt og síđastliđinn vetur verđa mót syrpunnar fimm talsins og verđa tefldar sjö umferđir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR ađ Faxafeni 12.

Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák ţá er gott ađ byrja sem fyrst ađ tefla í kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim börnum sem vilja tefla á “alvöru mótum” einkum stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunur oft mikill og mótin taka langan tíma, auk ţess sem mörgum börnum óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví. Ţessi mótaröđ TR er ekki síđur sniđin ađ ţörfum ţeirra barna sem dreymir um ađ nćla sér í sín fyrstu skákstig.

Einungis börn á grunnskólaaldri (fćdd áriđ 2002 eđa síđar) sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og börnin njóta ţess betur ađ tefla. Tímamörkin eru jafnframt styttri, og henta börnum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á hefđbundnum kappskákmótum fullorđinna. Mótin uppfylla öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og eru reiknuđ til alţjóđlegra skákstiga.

Fjórđa mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 16. febrúar og stendur til sunnudagsins 18. febrúar. Tefldar eru 7 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo mikilvćgt sé ađ börnin vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.

Dagskrá:

1. umferđ: 16. febrúar kl. 17.30 (fös)
2. umferđ: 17. febrúar  kl. 10.00 (lau)
3. umferđ: 17. febrúar  kl. 13.00 (lau)
4. umferđ: 17. febrúar  kl. 16.00 (lau)
5. umferđ: 18. febrúar  kl. 10.00 (sun)
6. umferđ: 18. febrúar  kl. 13.00 (sun)
7. umferđ: 18. febrúar  kl. 16.00 (sun)

Verđlaunaafhending fer fram strax ađ lokinni 7. umferđ.

Tvćr yfirsetur (bye) eru leyfđar í umferđum 1-5 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.

Sjálfkrafa tap dćmist á keppanda sem mćtir á skákstađ meira en 15 mínútum eftir ađ viđkomandi umferđ hefst.

Ţátttökugjald í mótiđ er 1.500kr. Börn sem eru félagar í TR greiđa ekki ţátttökugjald.

Sigurvegari mótsins hlýtur ađ launum bikar og ţá hlýtur einnig efsta stúlkan í hverju móti bikar. Verđlaunapeningur eru veittur fyrir 2. sćti og 3. sćti. Sérstök verđlaun verđa veitt nćsta vor fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda; taflsett, skákklukka, 5.000kr bókainneign ásamt veglegum farandbikar. Ţá verđa veitt sérstök verđlaun fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda, fyrir börn sem eru félagar í TR, en ţađ eru einkatímar hjá einhverjum af sterkustu skákmönnum félagsins; 1. sćti gefur 5 einkatíma, 2. sćti gefur 3 einkatíma og 3. sćti gefur 2 einkatíma.

Skráning fer fram í gegnum skráningarform hér ađ neđan. Hlökkum til ađ sjá ykkur!

Skráningarform

Skráđir keppendur

Mót Bikarsyrpunnar í vetur: 25.-27. ágúst, 29. sep-1. okt, 27.-29. okt, 16.-18. feb, 6.-8. apr

Skákstjórn: Ţórir Benediktsson, s. 867 3109, thorirbe76@gmail.com


Hlynur Ţór Magnússon allur

Hlynur

Enn er höggviđ skarđ í hóp skákunnenda, sérstaklega eldri skákmanna eins og vćnta má. Segja má međ sanni ađ líf mannlegt endar stundum skjótt og afskoriđ verđur fljótt, eins og segir í sálminum. Nú er Hlynur Ţór Magnússon, sagnfrćđingur, blađamađur og kennari skyndilega fallinn frá um aldur fram. Starfađi á Morgunblađinu, síđar viđ hérađsfréttablöđ á Ísafirđi og loks á Reykhólum. Var um tíma fangavörđur í Síđumúlafangelsi á dögum Geirfinnsmálsins og mjög ósáttur viđ margt sem ţar gekk á ţá.

Hlynur vissi vel ađ dagar hans vćru senn taldir en tók ţeim fréttum af miklu ćđruleysi. Síđustu mánuđina tók hann upp skákţráđinn ađ nýju ţegar hann var rólfćr og ţađ var mér mikil ánćgja í ađ gefa honum far ţegar svo bar til. Fyrst tók hann ţátt í Íslandsmóti öldunga í nóvember og síđar mćtti hann til tafls međal Ása í Stangarhyl og eins á árdegismót í KR, síđast 2. desember, og hafđi í fullu tré viđ marga keppninauta sína. Hann lést svo á Jóladag. Hlynur átti frumkvćđi ađ Minningarmóti Birnu Norđdahl, sem fram fór ađ Reykhólum haustiđ 2016.

Blessuđ sé hans góđa minning.

  / ESE


Jóhann Hjartarson og Helgi Grétarsson efstir fyrir lokaumferđ Skákhátíđar MótX

IMG_0090

Sjötta og nćstsíđasta umferđ Skákhátíđar MótX var tefld ţriđjudagskvöldiđ 13. febrúar. Keppendur seildust djúpt í nýjustu frćđi skáklistarinnar og snjöll tilţrif í bland viđ dýrkeyptar yfirsjónir héldu áhorfendum vel viđ efniđ.  

A flokkur

Jóhann Hjartarson og Björgvin Jónsson voru efstir og jafnir fyrir umferđina međ fjóra vinninga hvor. Í humáttina komu Hannes Hlífar, Helgi Áss og Jón Viktor međ 3˝ vinning hver en sá síđastnefndi sat yfir í 6. umferđ.

Á efsta borđi skildu stórmeistararnir Hannes Hlífar og Jóhann Hjartarson jafnir eftir ađ Hannes hafđi átt ögn vćnlegri fćri framan af ađ mati Jóhanns. Á öđru borđi fórnađi Helgi Áss skiptamun fyrir peđ og góđ tök á miđborđinu nćgđu til ađ leggja starfsbróđur hans úr stétt lögfróđra, Björgvin Jónsson, ađ velli í afar vandtefldri skák. Á ţriđja borđi skellti Jón L. Ingvar Ţór međ skarpri taflmennsku og var sigurinn verđskuldađur ađ sögn veflýsandans vinsćla, Ingvars Ţórs.

Reynsla og útsjónarsemi Ţrastar Ţórhallssonar var efnispiltinum Vigni Vatnari ofviđa og Leó Örn kom nokkuđ á óvart međ ţví ađ leggja hinn eitilharđa sigurvegara síđasta árs, Dađa Ómarsson, međ svörtu. Kristján Eđvarđsson sneri á Benedikt Jónasson og Lenka tapađi naumlega í endatafli fyrir Guđmundi Halldórssyni eftir ađ hafa komiđ sér upp vćnlegri stöđu.

Ţorsteinn Ţorsteinsson og Halldór Grétar skildu jafnir í vel tefldri skák af beggja hálfu og Baldur Kristinsson undirstrikađi enn frekar vaxandi styrk sinn međ góđu jafntefli viđ nýbakađan Norđurlandameistara, Oliver Jóhannesson.

Ćsispennandi viđureignir í lokaumferđinni

Jóhann Hjartarson og Helgi Grétarsson eru efstir ađ sex umferđum loknum međ fjóra og hálfan vinninga hvor. Fast á á hćla ţeirra međ fjóra vinninga koma Hannes Hlífar, Björgvin Jónsson, Ţröstur Ţórhallsson, Jón Viktor og Jón L. Ţrjá og hálfan vinning hafa Hjörvar Steinn, Örn Leó og Einar Hjalti. 

Ţriđjudaginn 20. febrúar kl. 19.30 nćr baráttan hámarki á ţessu gríđarsterka móti. Ţá stýrir Jóhann hvítu fylkingunni gegn svartstökkum Helga í skák sem rćđur úrslitum í mótinu ef öđrum hvorum veitir betur. Björgvin hefur hvítt gegn Hannesi Hlífari, Ţröstur hvítt gegn Jóni Viktori, Hjörvar Steinn hvítt gegn Jóni L. og Örn Leó leggur til Kristjáns undir merkjum hvítliđa. Sjá ađrar viđureignir hér: 

A-flokkurinn á Chess-Results

Hvítir hrafnar

IMG_0096

Tvćr frestađar skákir úr 4. umferđ voru tefldar ţriđjudaginn 13. febrúar. Björn Halldórsson og Júlíus Friđjónsson skildu jafnir eftir ađ Björn hafđi stađiđ ögn betur. Jón Ţorvaldson lagđi Braga Halldórsson í hörkuskák ţar sem allt var lagt undir. Bragi fékk ágćt fćri framan af en varnir hans brustu í lokin undan sóknarţunga svarts  

Jón, Bragi og Júlíus eru efstir og jafnir fyrir síđustu umferđ međ tvo og hálfan vinning hver ađ lokum fjórum umferđum.

Fimmta og síđasta umferđ Hvítra hrafna verđur tefld ţriđjudaginn 20. febrúar. Ţá teflir Friđrik viđ Björn, Jón mćtir Jónasi og Júlíus etur kappi viđ Braga.

Hvítir hrafnar á Chess-Results.

B-flokkurinn

IMG_0095

Ţeir Siguringi, Gauti Páll og Birkri Ísak voru jafnir og efstir fyrir umferđina. Ţrjár efstu viđureignir flokksins voru á efri hćđinni. Á efsta borđi náđi Siguringi ađ knésetja Birki Ísak međ svörtu. Og ţar sem hinn efnilegi Alexander Oliver Mai náđi örugglega jafntefli gegn Gauta Páli á öđru borđi, ţá er Siguringi efstur fyrir lokaumferđina. Á ţriđja borđi var Hilimir Freyr nýkominn frá Finnlandi sem Norđurlandameistari og vann sigur á Agnari Tómasi eftir ađ hafa stađiđ höllum fćti alla skákina. Aron Ţór Mai blandar sér svo í toppbaráttuna međ ţví ađ vinna Ólaf Evert. 

Í síđustu umferđ eiga fjórir skákmenn möguleika á ađ standa uppi sem sigurvegarar. Spennandi ţriđjudagskvöld er framundan.

B-flokkurinn á Chess-Results

 

 


Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur verđur haldiđ sunnudaginn 25. febrúar

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem jafnframt er Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 25. febrúar í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Tafliđ hefst kl.13 og stendur til ca. kl. 17. Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissnesku kerfi međ umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk ţess sem 5 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik (10+5).

Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra atskákstiga.

Mótiđ er opiđ öllum börnum og unglingum, óháđ taflfélagi eđa búsetu, sem eru fćdd áriđ 2002 eđa síđar. Teflt verđur í tveimur flokkum: opnum flokki og stúlknaflokki.

Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu. Nafnbótina Unglingameistari Reykjavíkur 2018 hlýtur sá keppandi sem verđur hlutskarpastur ţeirra sem hafa lögheimili í Reykjavík eđa eru međlimir í reykvísku taflfélagi. Einnig verđa veitt verđlaun fyrir ţrjár efstu stúlkurnar. Nafnbótina Stúlknameistari Reykjavíkur 2018 hlýtur sú stúlka sem verđur hlutskörpust ţeirra stúlkna sem hafa lögheimili í Reykjavík eđa eru međlimir í reykvísku taflfélagi.

Til viđbótar verđa veitt verđlaun fyrir efsta sćtiđ í árgöngum 2002-2003, 2004-2005, 2006-2007, 2008-2009 sem og 2010 og yngri í báđum flokkum (opna flokknum og stúlknaflokknum).

Núverandi Reykjavíkurmeistarar eru Vignir Vatnar Stefánsson og Batel Goitom.

Skákmótiđ hefst kl. 13 og er ađgangur ókeypis. Skráning í mótiđ fer fram rafrćnt og má nálgast skráningarformiđ hér. Einnig má finna skráningarformiđ í gula kassanum á skak.is. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér


Hrađskákmót Reykjavíkur verđur haldiđ miđvikudagskvöldiđ 21. febrúar

20170205_155311

Hrađskákmót Reykjavíkur, sem fresta ţurfti síđastliđinn sunnudag vegna veđurs, verđur haldiđ í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12 miđvikudaginn 21.febrúar og hefst tafliđ kl.19:30.

Tefldar verđa 9 umferđir međ tímamörkunum 4+2 (4 mínútur auk 2 sekúndna viđbótartíma eftir hvern leik). Mótiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga og er opiđ öllum.

Ţátttökugjald er 1.000kr. Frítt er í mótiđ fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ára eđa yngri. Skráning fer fram á skákstađ og lýkur henni kl.19:20. Skákstjórar verđa Ríkharđur Sveinsson og Ólafur Ásgrímsson.

Eftir Hrađskákmótiđ fer fram verđlaunaafhending fyrir Skákţing Reykjavíkur.

Veitt verđa verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin auk ţess sem krýndur verđur Hrađskákmeistari Reykjavíkur. Verđi keppendur jafnir ađ vinningum verđur skoriđ úr um sćtaröđ međ stigaútreikningi (tie-break). Röđ stigaútreiknings: 1.Innbyrđis úrslit 2.Bucholz (-1) 3.Bucholz (median) 4.Sonneborn-Berger.

Ríkjandi hrađskákmeistari Reykjavíkur er Dagur Ragnarsson. Sigurvegari mótsins í fyrra varđ hins vegar Vestfjarđarvíkingurinn Guđmundur Gíslason sem vann ţađ ţrekvirki ađ vinna međ fullu húsi! Undanfarin 11 ár hafa sex skákmeistarar boriđ titilinn Hrađskákmeistari Reykjavíkur, ţar af einn stórmeistari og fjórir FIDE-meistarar:

2017: Dagur Ragnarsson 2016: Róbert Lagerman 2015: Dagur Ragnarsson 2014: Róbert Lagerman 2013: Oliver Aron Jóhannesson 2012: Davíđ Kjartansson 2011: Hjörvar Steinn Grétarsson 2010: Torfi Leósson 2009: Hjörvar Steinn Grétarsson 2008: Davíđ Kjartansson 2007: Davíđ Kjartansson.


Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (18.2.): 815
 • Sl. sólarhring: 1014
 • Sl. viku: 7735
 • Frá upphafi: 8496389

Annađ

 • Innlit í dag: 450
 • Innlit sl. viku: 4355
 • Gestir í dag: 301
 • IP-tölur í dag: 281

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband