Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2007

EM landsliđa: Ísland - Sviss 2-2

Fjórđa umferđ á Evrópumóti landsliđa var tefld í dag og mćtti íslenska liđiđ ţví svissneska. Fyrstu skákinni lauk međ sigri Svisslendinga, en ţađ var Yannick Pelletier (2.609) sem lagđi Hannes Hlífar. Henrik Danielsen var snöggur ađ svara fyrir íslenska liđiđ. Hann leyfđi Svisslendingum ađ njóta forystunnar í eitt augnablik áđur en hann lagđi Claude Landenbergue (2.352) ađ velli. Ţriđju skákinni, milli ţeirra Stefáns Kristjánssonar og Roland Ekström lauk međ jafntefli og stađan ţví enn jöfn. Ţegar hér var komiđ sögu var öllum skákum umferđarinnar lokiđ, nema skák Héđins Steingrímssonar gegn Florian Jenni (2.511) sem sátu einir ađ tafli í keppnissalnum. Héđinn reyndi ađ vinna hróksendatafl ţar sem hann hafđi ţrjú peđ gegn tveimur peđum andstćđingsins. Stađan var jafnteflisleg ađ mati ţeirra Hannesar og Ţrastar og ađ lokum varđ raunin sú ađ samiđ var um jafntefli. Úrslitin urđu ţví 2-2

 SM Hannes H. Stefánsson2574-SM Yannick Pelletier26090-1
 AM Héđinn Steingrímsson2533-SM Florian Jenni25111/2 
 SM Henrik Danielsen2491-AM Claude Landenbergue24521-0
 AM Stefán Kristjánsson2458-AM Roland Ekström24781/2 

 


EM taflfélaga: Liđsstjórapistill nr. 4

Frá EM 2007Ţađ var heldur súrt ađ tapa fyrir Norsurum í 3. umferđ í gćr. Lengi vel leit ţetta illa út en heldur hjarnađi yfir skákunum en á síđustu stundu ţegar stefndi í 2-2 rétt misstum viđ af jafntefli og tap međ minnsta mun stađreynd. Í dag mćtum viđ Sviss sem er heldur sterkari en viđ á pappírnum. Henrik kemur inn fyrir Ţröst sem hvílir.

Skák Hannesar og Carlsens var fyrst til ađ klárst. Fyrst hélt ég og fleiri ađ Hannes hefđi platađ undradrenginn en ţegar betur var skođađ var ţađ ekki svo heldur hafđi sá norski séđ lengra og Bxd4 vinnur á mjög fallegan hátt eins og örugglega einhver á eftir á sýna á horninu.

Eftir tap Hannesar leist mér ekkert á blikuna. Héđinn hafđi teflt rúlluskautavaríant ţar sem hann vann mann fyrir ţrjú peđ og stađan ţar mjög óljós. Stefán tefldi nánast á viđbótartíma strax eftir 20 leiki og Ţröstur virtist í beyglu.

Fyrst ađ skák Héđins. Hún var alltaf flókin en á ákveđnum punkti missti hann af vćnlegu framhaldi og skákin fór í ţráskák. Héđinn hefđi getađ forđast hana en mat stöđuna ţannig ađ ţađ vćri of „shaky" og mögulega taphćtta á ferđinni. Skynsamleg ákvörđun.

Stefán telfdi vel og ýtti andstćđing sínum smásaman út af borđinu. Góđ skák hjá Stefáni sem hefur teflt feiknavel.

Mesta fjöriđ var hjá Ţresti. Hann lenti í beyglu en náđi ađ trikka andstćđing sinn og varđ peđi yfir. Ţrátt fyrir ţađ voru sénsarnir sennilega betri hjá hinum unga Jon Ludwig Hammer. Ţröstur lék af sér og eftir ţađ ţurfti hann ađ tefla nákvćmt til ađ halda á jafntefli en á mikilvćgu augnabliki eftir rúmlega 100 leiki lék hann illa af sér og Norđmennirnir unnu sigur á borđinu og viđureigninni. Súrt í broti en ţetta var síđasta skákin til ađ klárast í umferđinni og greinilegt ađ ţađ hlakkar í ţeim miđađ viđ fréttaskrif Ketils. Menn verđa bćđi ađ kunna ađ vinna og tapa en Norđmennirnir virđast eiga erfitt međ fyrrnefnda.

Í dag mćtum viđ Svisslendingum en ţeir eru 27. stigahćsta sveitin eđa fjórum sćtum fyrir ofan okkur. Rétt eins og viđureignin gegn Norđmönnunum er ţetta 50-50 viđureign. Enginn Korchnoi er međ núna.

Bo.

31

ICELAND (ISL)

Rtg

-

28

SWITZERLAND (SUI)

Rtg

15.1

GM

Stefansson Hannes

2574

-

GM

Pelletier Yannick

2609

15.2

IM

Steingrimsson Hedinn

2533

-

GM

Jenni Florian

2511

15.3

GM

Danielsen Henrik

2491

-

IM

Landenbergue Claude

2452

15.4

IM

Kristjansson Stefan

2458

-

IM

Ekstroem Roland

2478

Ţegar ţetta er ritađ er viđureignin rétt hafin og allt í járnum. Hannes er međ hvítt og tefld er drottningarindversk vörn. Héđinn teflir Najdorf-varíantinn, Henrik tefldi 1. e4 enn og ný og skákađi á b5 í ţriđja leik gegn Sikileyjarvörn. Stefán fékk á Björnowski, ţ.e. Bg5 í öđrum leik. Lítiđ er enn ađ segja um stöđurnar.

Slóvenar eru efstir og verđur ţađ teljast óvćnt. Ţeir mćta Rússum í dag og líklegt ađ ţeir fćrist niđur. Danirnir eru seigir og töpuđu međ minnsta mun fyrir Aserum.

Í gćr ţegar nánast allar skákirnar voru búnar heyrđist símhringing í salnum. Sá sem hafđi símann er einn af varaforsetum FIDE, Makrapolis og hirti ekki um ađ vera kominn úr salnum ţegar hann svarađi og talađi svo hátt og skýrt í símann svo ţađ fór ekki fram hjá neinum sem hlustađi. Spurning hvort ćtti ađ kenna FIDE-gaurnum FIDE-reglurnar?

Af liđinu er annars allt gott ađ frétta. Menn sprćkir og hressir og ákafir ađ snúa viđ viđ blađinu Viđ erum töluvert spurđir um Reykjavíkurmótiđ og t.d. hefur Georgíumađurinn (Gogginn) Baadur Jobava lýst áhuga sínum ađ koma hingađ.

Topalov og hinn frćgi umbođsmađur hans Danilov eru hérna. Topalov mćtir alltaf til leiks eins og „bankamađur", í óađfinnanlegum jakkafötum og međ bindi en flestir eru frjálslega klćddir viđ skákborđiđ.

Í gćr setti ég inn fullt af myndum loksins og má skođa ţćr undir „myndaalbúm" ofarlega til vinstri.

Í gćr talađi ég um hlutverk liđsstjóra. Ţar gleymdi ég ađ tala um lykilhlutverkiđ en ţađ er ađ fćra skákmönnum kaffi sem ţađ vilja. Enginn getur taliđ sem sig alvöru liđsstjóra fyrr en hann hefur lćrt hvađa kaffi á ađ fćra hverjum og á hvađa tíma Smile

Frá EM 2007 Í dag var hálfgert haustveđur hérna. Hávađarok og laufblauđ ađ fjúka. Helsti munurinn gagnvart Íslandi var ţó ađ hitinn er í kringum 25 gráđur. Ég tók hinn daglega göngutúr eftir hádegiđ. Greinilegt ađ ţađ er komiđ „off season". Margar búđir búnar ađ loka. Eftirtektarverđ ađ engir svona alţjóđlegir veitingarstađir eins og McDonalds eru sjáanlegir. Grikkirnir eru mikiđ á mótorhjólum og stundum hrekkur mađur í kút ţegar ţeir bruna fram hjá manni en gangstéttirnar eru stundum ekki stađar hér.

Í kringum borđin eru bönd eins og gengur og gerist. Ţau eru hins vegar í mjórra lagi og hef ég labbađ á ţau og datt nánast um kol. Bíđ eftir ţví ađ einhver detti međ látum. Á örugglega eftir ađ gerast.

Best ađ fara upp ađ kíkja á strákana. Ég er ekki mikiđ nettengdur á međan teflt er en mun reglulega koma SMS-um til Björns Ţorfinnssonar sem mun koma fersku efni á horniđ. Menn verđa ađ virđa ţađ viđ liđsstjóra ađ e.t.v. er ekki stöđumatiđ alltaf fullkomiđ ţrátt fyrir 2852 stiga frammistöđu í fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga!

Nóg í bili, meira á morgun.

Krítarkveđja,
Gunnar

 


Skákţing Íslands 2007 – 15 ára og yngri

Keppni á Skákţingi Íslands 2007 – 15 ára og yngri (fćdd 1992 og síđar) verđur dagana 3. og 4. nóvember nk. Tefldar verđa 9 umferđir eftir monrad kerfi og er umhugsunartími 25 mín. á skák fyrir keppanda.

Umferđataflan er ţannig:

  • Laugardagur 3. nóvember kl. 13.00 – 18.00 1., 2., 3., 4. og 5. umferđ
  • Sunnudagur 4. nóvember kl. 12.00 – 16.00 6., 7., 8. og 9. umferđ.

Ţátttökugjöld: kr. 1.000.- (hámark kr. 1.500.- fyrir fjölskyldu)

Verđlaun: Verđlaunabikarar fyrir ţrjú efstu sćtin – auk bikara fyrir Drengjameistara Íslands og Telpnameistara Íslands.

Skákstađur: Faxafen 12, Reykjavík

Skráning í síma 568 9141 virka daga kl. 10-13 og međ tölvupósti: siks@simnet.is.

Skráningu lýkur 2. nóvember.


EM landsliđa: Ísland - Noregur 1˝-2˝

Íslendingar mćttu Norđmönnum í ţriđju umferđ Evrópumóts landsliđa á Krít. Viđureigninni lauk međ sigri Norđmanna 2˝-1˝. Ţađ var Stefán Kristjánsson sem átti einu sigurskák Íslands, en hann sigrađi alţjóđlega meistarann Espen Lie (2.421). Langsterkasti skákmađur Norđmanna og jafnframt einn sterkasti skákmađur heims, Magnus Carlsen (2.714), náđi hins vegar ađ leggja Hannes Hlífar á fyrsta borđi. Ţađ var svo Jon Ludvig Hammer sem innsiglađi sigur Norđmanna á fjórđa borđi međ sigri gegn Ţresti Ţórhallssyni. Samkvćmt fréttum af mótsstađ hafđi Ţröstur átt góđa jafnteflismöguleika í skákinni, en sá norski náđi ađ snúa á hann.

 SM Hannes H. Stefánsson2574-SM Magnus Carlsen27140-1
 AM Héđinn Steingrimsson2533-SM Kjetil A Lie2563 1/2
 AM Stefán Kristjánsson2458-AM Espen Lie2421 1-0
 SMŢröstur Ţórhallsson2448-AM Jon Ludvig Hammer24020-1 

 

 

 


EM landsliđa: Ţriđji pistill liđsstjóra

Ţađ gekk ljómandi vel gegn Pólverjum í gćr ţegar góđur og óvćntur 3-1 sigur vannst á ţessari sterku sveit.  Í ţriđju umferđ sem nú fer fram teflum viđ enn upp fyrir okkar ađ ţessu sinni viđ Norđmenn sem eru heldur sterkari en viđ á pappírnum.  Sveitin er kornung og međalaldur um tvítugt.  Undradrengurinn Magnus Carlsen á fyrsta borđi og teflir nú viđ Hannes.

Ţađ leit snemma vel út í gćr.  Stefán hreinlega rúllađi yfir andstćđing sinn á fjórđa borđi ţar sem riddararnir dönsuđu á svörtu reitunum. 

Andstćđingur Hannes hafđi örlita yfirburđi en hafnađi jafntefli í krítísku augnabliki og örlitlu seinna var Hannes kominn međ betra og hafđi sigur í hróksendatafli.  Vel tefld skák af hálfu Hannesar.  

Henrik hafđi vćnlega stöđu en ofmat sína möguleika á krítísku augnabliki, valdi ranga leiđ, fékk verra og tapađi..

Héđinn tefldi ćsilega og flókna skák.  Eftir mikla baráttu og mjög vel teflda skák ađ hálfu Héđins hafđi hann góđan sigur.

Mjög góđur 3-1 sigur í höfn og ljóst ađ Pólverjar hafa ekki fengiđ ţá byrjun sem ţeir hafa vćnst og sennilega ein bestu úrslit sem íslenskt landsliđ hefur náđ í langan tíma í einni viđureign.  Sune Berg Hansen sagđi mér og Ţresti ţađ í gćr ađ Pólverjar hefđu ákveđiđ kynslóđarskipti og skipt um ţeim eldri og ákveđiđ ađ treysta ungu strákunum.  E.t.v. tekiđ of stórt skref í ţá átt.

Danirnir hafa veriđ ađ slá í gegn.  Unnu Georgíumenn og tefla nú á öđru borđi gegn Aserum.  

Í dag eru ţađ Norđmenn.  Eitt yngsta liđ keppninnar en elsti mađur ţeirra er yngri en sá yngsti hjá okkur.  Ţeir eru bara fjórir og ţví ljóst strax í gćr hverjir myndu tefla.  Henrik hvílir og kemur ţví Ţröstur aftur inn í liđiđ.

Enn á ný verđ ég hćla Grikkjunum fyrir flotta skipulagningu.  Allt óađfinnanlegt og afslappađ.  Ađ sögn Hannesar sem er ţrautreyndur er ţetta međal bestu ađstćđna sem hann hefur séđ.

Fyrir liđsstjórann er ţetta mikil rútína.  Vaknađ á morgna og liđiđ tilkynnt, ţarf reyndar ekki ţegar a-liđiđ keppir.  Morgumatur.  Upp úr 10:15 er fariđ á vaktina og beđiđ eftir upplýsingum hverjir tefla fyrir andstćđingana, ţađ ţyrfti ţó ekki í morgun ţar sem Norsararnir eru fjórir.  Upplýsingum um andstćđinga komiđ til okkar manna. 

Svo hefur mađur frjálsan tíma fram til hádegis og međan skákmennirnir stúdera. 

Tafliđ hefst kl. 15:30, pistill skrifađur á međan ţeir tefla, kvöldmatur, stúderađ og liđ morgundagsins ákveđiđ og svo hefst ferillinn upp á nýtt.

Ađ lokum ein saga af tveimur Íslandsvinum.  Í morgun hitti ég Stuart Conquest niđur í morgunmat og var hann kátasti.  Eftir hefđbundiđ „góđan daginn" spurđi ég viđ hann tefldi í dag.  Hann svarađi um hćl.  „Finnland, ég tefla viđ Heikki, Heikki er vinur minn" og skellihló svo!

Jćja, best ađ kíkja upp, sýndist stefna í svakalegan hasar hjá Héđni. 

Nú kom ég međ myndavélasnúruna en ţví miđur virđist vera vandamál međ ađ koma ţeim inn á vefinn.  Reyni aftur síđar í dag. 

Nóg í bili, meira á morgun.

Krítarkveđja,
Gunnar


EM landsliđa: Norđmenn í ţriđju umferđ

Íslenska liđa mćtir norsku sveitinni í 3. umferđ EM landsliđa sem fram fer í dag.  Norska sveitin er heldur sterkari á pappírnum en sú íslenska.  Góđ stemming er í íslenska hópnum eftir góđan sigur á mjög sterkri pólskri sveit í gćr ţar sem öruggur 3-1 sigur vannst.  Henrik hvílir og kemur Ţröstur inn í liđiđ fyrir hann.  Norska liđiđ er mjög ungt en Kjetil A. Lie sem teflir á öđru borđi er aldursforseti liđsins 27. ára.  Magnus Carlsen, 16. stigahćsti skákmađur heims og Jon Ludwig Hammer eru ađeins 17 ára.

Viđureign dagsins:

 

Bo.31ICELAND (ISL)Rtg-27NORWAY (NOR)Rtg0 : 0
14.1GMStefansson Hannes 2574-GMCarlsen Magnus 2714     
14.2IMSteingrimsson Hedinn 2533-GMLie Kjetil A 2563     
14.3IMKristjansson Stefan 2458-IMLie Espen 2421     
14.4GMThorhallsson Throstur 2448-IMHammer Jon Ludvig 2402     

Nánari verđur fjallađ um gang mótsins í pistli liđsstjóra sem birtist hér síđar í dag ásamt fjölda mynda.

 


Íslandsmót unglingasveita í skák 2007

Mótiđ er opiđ öllum liđum skipuđum leikmönnum 15 ára og yngri (1992 til 2007). Teflt verđur laugardaginn 10. nóvember n.k. og hefst tafliđ kl. 14.

Teflt verđur í Garđalundi, félagsmiđstöđ í Garđaskóla í Garđabć.

Teflt verđur í fjögurra manna sveitum frá hverju taflfélagi, en félögin geta stillt upp fleiri en einni sveit.

Ţátttökugjöld eru 1000 kr. á fyrir hverja sveit.

Tefldar verđa 7 umferđir međ Monrad-kerfi og umhugsunartími verđur 15 mínútur á skák.

Reglugerđ mótsins má finna á heimasíđu Skáksambands Íslands,  http://www.skaksamband.is/index.php?option=content&task=view&id=73&Itemid=39

Keppt er um veglegan farandbikar gefinn af Taflfélagi Garđabćjar.

Mótiđ hefst kl. 14 og mćting er kl. 13.45 og má ţví reikna međ ađ mótiđ standi til ca. 18.

Íslandsmeistarar frá upphafi.

2006. Taflfélag Reykjavíkur A
2005. Taflfélagiđ Hellir A
2004. Taflfélagiđ Hellir A
2003. Taflfélagiđ Hellir A

Ţátttökutilkynningar sendist til tg@tgchessclub.com eđa í síma 860 3120 fyrir kl. 18. ţann 9. nóvember nćstkomandi.

 


EM landsliđa: Góđur sigur gegn öflugri sveit Póllands

Stefán einbeittur í byrjun skákarÍslenska sveitin mćtti afar öflugri stórmeistarasveit Pólverja í annarri umferđ á Evrópumóti landsliđa. Ţrátt fyrir ofurefliđ náđu okkar menn ađ sigra örugglega, hlutu ţrjá vinninga gegn einum vinningi Pólverja. Sannarlega óvćnt úrslit ţegar litiđ er til ţess hversu stigaháir Pólverjarnir eru, en ţeir eru međ tíundu stigahćstu sveitina á mótinu.

 

11.1SMSocko Bartosz2646-SMHannes Hlífar Stefánsson25740-1
11.2SMMiton Kamil2628-AMHéđinn Steingrímsson 25330-1 
11.3SMGajewski Grzegorz2573-SMHenrik Danielsen 24911-0
11.4SMWojtaszek Radoslaw2635-AMStefán Kristjánsson 24580-1

 Ţađ var Stefán Kristjánsson sem sló tóninn međ ţví ađ sigra Radoslaw Wojtaszek (2.635) mjög örugglega. Hannes Hlífar sneri á Bartosz Socko (2.646) ţegar hann reyndi ađ knýja fram vinning í jafnteflislegri stöđu, og Héđinn bćtti svo viđ ţriđja vinningnum.

Eftir ţennan góđa árangur verđur fróđlegt ađ sjá hvort Íslendingar mćta enn einni stórmeistarasveitinni í ţriđju umferđ.


EM landsliđa í skák: Pistill liđsstjóra nr. 2

Ekki gekk vel hjá okkar mönnum gegn Georgíumönnum í gćr.  Stórt tap stađreynd 0,5-3,5 en ţađ var Henrik sem hélt upp heiđri landans.  Í dag mćtum viđ sterkri sveit Pólverja og er sú viđureign nýhafin ţegar ţetta er ritađ.

Héđinn tefldi sína fyrstu landsliđsskák fyrir Íslands hönd í gćr í býsna langan tíma ţegar hann mćtti Baadur Jobava.  Tefld var Sikileyjarvörn.  Satt ađ segja tefldi Jobava snilldarskák fórnađi manni gegn Héđni og vann öruggan sigur.  Fall er fararheill. 

Henrik tefld 1. e4 í gćr sem er ekki algengt á ţeim bć.  Henrik segist afar sjaldan leika ţeim leik en minntist sigur sem hann unniđ á Bent Larsen fyrir löngu síđan.  Tefld var Philidor-vörn.  Henrik fórnađi manni og ţráskákađi en full vafasamt virtist vera ađ tefla til vinnings í lokastöđunni.

Stefán tefldi ófhefđbundiđ á ţriđja borđi, svarađi 1. Rf3 međ Rc6.  Um tíma hélt ég ađ hann hefđi ágćtis jafnteflismöguleika en um kvöldiđ ţegar skákin var skođuđ kom í ljós ađ hann hafđi í raun og veru aldrei haft neitt í hendi.

Ţröstur misreiknađi sig á fjórđa borđi er hann fórnađi manni, sá ekki millileik andstćđingsins og átti ekki möguleika eftir ţađ.

Tap 0,3-3,5 stađreynd. 

Eftir skákina fórum viđ niđur í hótel og hugsuđum okkur gott til glóđarinnar ađ komast í sjónvarp og sjá lokamínúturnar í leik Liverpool og Arsenal ţar sem hinir síđarnefndu náđu víst ađ hanga á jafntefli međ marki skoruđu á lokamínútunum.  Viđ sáum sjónvarp  og fótbolta og fullt af fólki vera ađ horfa en viti menn, voru Grikkirnir ekki ađ horfa á einhvern grískan leik!  Ég meina...............

Viđ urđum létt hissa í gćrkveldi ţegar viđ sáum pörunina gegn Pólverjum sem er 10. sterkasta ţjóđin.  Í ljós kom ađ ţeir hefđu steinlegiđ fyrir Svartfellingum ţrátt fyrir ađ vera mun stigahćrri.  Nú er bara vona ađ ţeir hafi lemstrađ sjálfstraust eftir ţá međferđ.  Full bjartsýnn eđa...............?

Hannes kemur inn á fyrsta borđ og Ţröstur hvílir og var búinn ađ koma sér vel fyrir út viđ sundlaug í morgun. 

Grikkjunum verđ ég hćla fyrir góđa skipulagningu og hversu „easy going" ţeir eru.  Afslappađir og ţćgilegir og ekki jafn stífir og Spánverjarnir voru á Mallorca áriđ 2004.  Reyndar kannski stundum of „easy" ţví ekki eru enn skákirnar komnar á netiđ né mótsblađ fyrstu umferđar komiđ.  

Í gćr mćttu ekki Bosníumennirnir og fengu Úkraínumenn 4-0 fyrir sigurinn á ţeim.  Ekki veit ég hvađ gerđist en svo virđist sem ţeir hafi hćtt viđ ađ vera međ án ekki látiđ vita fyrr en of seint.  Sérstök yfirlýsing er á heimasíđunni frá ECU og mótshöldurum vegna málsins enda ţurfti greinilega sérstakan úrskurđ til ađ dćma ţeim 4-0 sigur.  Nú er skotta búinn ađ taka sćti Bosníumannanna.

Í gćr spjallađi viđ Wales-arana.  Ţeir ţurfa ađ borga allt sjálfir flug og gistingu.  Á ólympíumótunum borgar hins sambandiđ fyrir ţá uppihaldiđ til viđbótar.  Sérstakt ţegar menn tefla fyrir hönd síns eigin lands og ljóst ađ Skáksamband Wales er ekki ţađ öflugasta í Evrópu.  Athygli vekur hversu slök skoska sveitin er en ţar vantar alla stórmeistaranna, Rowson, Shaw og McNab.  Ekki veit ég skýringuna á ţví en mig grunar ađ ţar geti veriđ kjaramál á ferđinni.  Í enska liđiđ vantar svo bćđi Short og McShane ţannig ađ ţeir hafa veriđ sterkari.  Alltaf gaman ađ mćta hinum brosmilda Stuart Conquest sem alltaf segir „góđan daginn" ţegar sér okkur!

Í gćr spjölluđu ég og Ţröstur viđ Íslandsvininn Heikki Westerinen í gćr og hann vill óđur og uppvćgur koma til landsins til ađ tefla og „kvartađi" yfir ţví ađ langt vćri síđan honum hafi veriđ bođiđ á mót.   Ljóst er ađ íslenskir mótshaldarar verđa ađ muna eftir ţessum eđalfinna ţegar íslensk mót eru skipulögđ.  

Ţví miđur gleymdi ég myndavélasnúrunni svo engar nýjar myndir núna en ég set inn í kvöld eđa í fyrramáliđ

Jćja, ćtla ađ fara upp ađ kíkja á strákana. 

Nóg í bili, meira á morgun.

Krítarkveđja,
Gunnar


EM landsliđa: Pólland í 2. umferđ

HenrikŢrátt fyrir stórt tap fyrir Georgíu í 1. umferđ EM landsliđa sem hófst í gćr á Krít fćr íslenska liđiđ sterka stórmeistaraasveit Póllands í 2. umferđ sem er sú 10. stigahćsta.  Sveitin tapađi mjög óvćnt fyrir Svartfjallalandi í 1. umferđ 3,5-0,5.  Bćđi liđin stilla upp sínum ađalliđum.   Hannes Hlífar kemur ţví inn á en Ţröstur hvílir.

 

Bo.10POLAND (POL)Rtg-31ICELAND (ISL)Rtg0 : 0
11.1GMSocko Bartosz 2646-GMStefansson Hannes 2574     
11.2GMMiton Kamil 2628-IMSteingrimsson Hedinn 2533     
11.3GMGajewski Grzegorz 2573-GMDanielsen Henrik 2491     
11.4GMWojtaszek Radoslaw 2635-IMKristjansson Stefan 2458     

 

Síđar í dag kemur pistill dagsins.   

 


Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 319
  • Frá upphafi: 8763709

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 153
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband