Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Skákţćttir Morgunblađsins

Skákţáttur Morgunblađsins: Fyrsti sigur Vignis á stórmeistara

Guđmundur Kjartansson stóđ sig best ţeirra ellefu íslensku skákmanna sem tóku ţátt í opna mótinu í Rúnavík í Fćreyjum sem lauk um síđustu helgi. Mótiđ var hluti af skákhátíđ sem hófst međ landskeppni Fćreyinga og Íslendinga. Guđmundur, sem vann mótiđ í fyrra, átti góđa möguleika á ţví ađ endurtaka afrek sitt eftir sigra á stórmeisturunum Vadim Malakhatko og Vladimir Hamitevici í fimmtu og sjöttu umferđ en slćmur kafli kostađi sitt, töp í sjöundu og áttundu umferđ og ađ lokum hlaut hann sex vinninga og varđ í 7.-10. sćti af 59 keppendum. Sigurvegari varđ Hvítrússinn Nikita Maiorov međ 7˝ vinning en á eftir komu fimm skákmenn međ 6˝ vinning.

Af öđrum ţátttakendum okkar stóđ hinn 14 ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson sig vel, hlaut 5˝ vinning og varđ í 11.-19. sćti. Á hćla hans kom Einar Hjalti Jensson međ 5 vinninga í 20.-25. sćti. Jón Kristinn Ţorgeirsson, Gauti Páll Jónsson, Símon Ţórhallsson, Áskell Örn Kárason og Haraldur Haraldsson hlutu allir 4˝ vinning og enduđu í 26.-34. sćti.

Vignir Vatnar Stefánsson mćtti rússneska stórmeistaranum Mikhai Ulibyn í áttundu umferđ og er óhćtt ađ segja ađ fáar viđureignir vöktu meiri athygli í Rúnavík. Vignir tefldi sannfćrandi og vann í ađeins 32 leikjum og var ţetta fyrsti sigur hans yfir stórmeistara í kappskák. Hannes Hlífar Stefánsson var einnig 14 ára gamall er hann vann Jón L. Árnason á Íslandsmótinu í Grundarfirđi haustiđ 1986 og var nokkrum mánuđum yngri en Vignir. Í svipinn man greinarhöfundur ekki eftir ţví ađ yngri skákmenn hafi náđ ţessum áfanga:

Rúnavík 2017; 8. umferđ:

Vignir Vatnar Stefánsson – Mikhail Ulibyn

Hollensk vörn

1. d4 e6 2. c4 f5 3. g3 Rf6 4. Bg2 d5 5. Rh3

Ţađ er engin skylda ađ fara međ ţennan riddara til f3! Stađsetning hans á h3 býđur upp á ýmsa möguleika.

5.... c6 6. Rd2 Bd6 7. 0-0 0-0 8. Rf3 Re4 9. Rf4 De7 10. c5!?

Vignir hafđi fengiđ svipađa stöđu á HM ungmenna í Porto Carras í Grikklandi fyrir tveim árum og ţessi framrás c-peđsins reyndist honum erfiđ. Hann hyggst nýta sér fengna reynslu.

10.... Bc7 11. Rd3 b6 12. b4 Ba6 13. Rfe5?!

Gengur beint til verks en meiri ađgćslu var ţörf. 13. a4 var nákvćmara.

13.... Hc8?

Missir af tćkifćri til hagfelldra uppskipta, 13.... bxc5 14. Bxc5 Bxe5! Og nú er 15. Rxe5 svarađ međ 15. ... Rc3 og e2-peđiđ fellur. Eftir 15. Dxe5 Rd7 stendur c5-peđiđ tćpt og svarta stađan er síst lakari.

14. Dc2 Rd7 15. Bf4 Rxe5 16. Rxe5 Bxe5 17. Bxe5 Bc4 18. Hfe1!

Undirbýr framrás e4-peđsins sem gćti hafist međ f2-f3 o.s.frv.

18. ... Rg5 19. Bf4 Rf7 20. e4!

GFO124B1JStađsetning biskupsins á c4 gerir ţessa framrás mögulega. Svarta stađan er afar erfiđ ţar sem opnun e-línunnar blasir viđ.

20.... Df6 21. exf5 exf5 22. Be5 Rxe5 23. Hxe5 f4 24. Hae1 Hf8 25. He6 Dg5?

Skárra var 25.... Df7, ţar sem drottningin hrekst nú á enn verri reit.

26. H1e5! Dd8

Vitaskuld ekki 26.... Dgh4 27. f3 og drottningin fellur.

27. Hh5!

Beinir skeytum sínum ađ kóngsvćngnum. Svartur er varnarlaus.

GFO124B1N27.... Hf6

27.... h6 er svarađ međ 28. Hexh6! og 27.... g6 strandar á 28. Hxg6+! o. s.frv.

28. Dxh7+ Kf8 29. Hxf6+ gxf6 30. Dh8+ Kf7 31. Hh7+ Kg6 32. Dg7+

– og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson (helol@simne

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 2. desember 2017.

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Hannes Hlífar bestur Íslendinga á Norđurljósamóti

Hannes Hlífar Stefánsson stóđ sig best íslensku skákmannanna á Norđurljósamótinu sem lauk í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur á miđvikudagskvöldiđ. Hannes sem hlaut 6 vinninga af níu mögulegum varđ í 2.-4. sćti ásamt enska stórmeistaranum Simon Williams og indverska undrabarninu Nihal Sarin. Kínverjinn Yu Yinglun sigrađi á mótinu, hlaut 6 ˝ vinning. Hann var hćtt kominn í síđustu skák sinni viđ Sarin en slapp međ jafntefli eftir erfiđa vörn. Sarin, sem er 13 ára gamall, gat međ sigri náđ öđrum áfanga sínum ađ stórmeistaratitli. Hann byrjađi rólega en sótti í sig veđriđ eftir ţví sem á leiđ og vann t.d. góđan sigur yfir enska stórmeistaranum Mark Hebden í 8. umferđ.

Hjörvar Steinn Grétarsson varđ í 5.-7. sćti, hlaut 5 ˝ vinning. Hann tapađi fremur slysalega í 1. umferđ og tefldi kvefađur allt mótiđ ţannig ađ frammistöđu hans má telja viđunandi.

Bandaríkjamđurinn ungi Nihil Kumar hćtti keppni eftir tap í 5. umferđ og slćmt gengi almennt. Ţótti mörgum lítiđ leggjast fyrir kappann. Hann varđ heimsmeistari unglinga í flokki 12 ára og yngri í fyrra.

Ýmsir íslenskir skákmenn náđu góđum stigahćkkunum, enginn ţó meira en Björn Hólm sem hćkkađi um 50 elo-stig. Vignir Vatnar Stefánsson og Björn Ţorfinnsson hćkkuđu nokkuđ á stigum og frammistađa Björns hefđi getađ orđiđ enn betri, en viđureignin viđ sigurvegara mótsins í 6. umferđ setti strik í reikninginn en Björn endurtók bókstaflega frćga tapskák Mikhael Tal gegn Lev Polugajevskí frá sovéska meistaramótinu 1969!

Norđurljósamótiđ er nýtt verkefni hjá SÍ og heppnađist vel. Tímasetningu ţess og of há ţátttökugjöld mćtti ţó endurskođa. 

Skák ársins var tefld í kínversku deildakeppninni

Liren Ding komst fyrstur kínverskra skákmanna í áskorendakeppnina sem fram fer í Berlín á nćsta ári en ţar tefla átta skákmenn um réttinn til ađ skora á heimsmeistarann Magnús Carlsen. Ding tapađi lokaeinvígi heimsbikarmótsins fyrir Levon Aronjan en 2. sćtiđ gaf engu ađ síđur ţátttökurétt í áskorendakeppninni. Í upphafi ţessa mánađar tók Ding ţátt í kínversku deildakeppninni sem er ţó varla í frásögur fćrandi nema fyrir ţá stađreynd ađ ţar tefldi hann skák sem vakiđ hefur mikla athygli og má međ sanni kalla skák ársins. Ţađ koma fyrir margar fallegar myndir í ţessari mögnuđu viđureign: 

Jinzhi Bai – Liren Ding

Nimzo-indversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Rf3 O-O 5. Bg5 c5 6. e3 cxd4 7. Dxd4 Rc6 8. Dd3 h6 9. Bh4 d5 10. Hd1 g5 11. Bg3 Re4 12. Rd2 Rc5 13. Dc2 d4 14. Rf3 e5 15. Rxe5 dxc3 16. Hxd8 cxb2+ 17. Ke2?!

Fćra má fyrir ţví rök ađ ţetta sé eini afleikur hvíts í skákinni. Best var 17. Hd2 og eftir 17. ... Hd8 18. Rf3 Bg4 19. Dxb2 er hvíta stađan ekki lakari.

17. ... Hxd8 18. Dxb2 Ra4! 19. Dc2 Rc3+ 20. Kf3 Hd4!!

GM812273FKynngimagnađur leikur, svartur hótar 21. ... g4+ og mátar.

 

 

 

 

 

 

 

21. h3 h5 22. Bh2 g4+ 23. Kg3 Hd2!

GM812273BAftur og nýbúinn, hvítur má ekki taka drottninguna, 24. Dxd2 Re4+ og vinnur.

24. Db3 Re4+ 25. Kh4 Be7+ 26. Kxh5 Kg7!

Rýmir h8-reitinn fyrir hrókinn á a8.

27. Bf4 Bf5 28. Bh6+ Kh7 29. Dxb7 Hxf2!

GM812273JHótar 30. ... Rg3 mát.

30. Bg5 Hh8 31. Rxf7 Bg6+ 32. Kxg4 Re5+!

 

Glćsilegur lokahnykkur. Framhaldiđ gćti orđiđ 33. Rxe5 Bf5+ 34. Kh5 Kg7+ og mátar.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 18. nóvember 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Hannes Hlífar og Björn Ţorfinnsson međal efstu manna

GUP121G1DHannes Hlífar Stefánsson og Björn Ţorfinnsson voru í hópi fimm efstu manna á Norđurljósamótinu, „Reykjavik Northern lights open 2017“ sem Skáksambands Íslands stendur fyrir í samvinnu viđ Taflfélag Reykjavikur en mótiđ fer fram í húsakynnum ţessa elsta starfandi skákfélags landsins. Tengingin viđ Norđurljósin er viđ hćfi ţar sem mađurinn sem „seldi“ norđurljósin, skáldiđ Einar Benediktsson, var einn af stofnendum TR aldamótaáriđ 1900. Tefldar verđa níu umferđir og dagskrá ţess er stíf ţar sem tefld var tvöföld umferđ um helgina en úrslit fimmtu umferđar sem lauk seint í gćrkvöldi lágu ekki fyrir ţegar ţetta var ritađ. Ţá mćttust m.a. Hannes og Björn. Stađa efstu manna eftir fjórar umferđir var ţessi.: 1. – 5. Xi Yingu (Kína), Aloyzas Kveinys (Litháen), Xu Yi (Kína),Hannes Hlífar Stefánsson og Björn Ţorfinnsson 3 v. ( af 4) 6.-10. Nihal Sarin (Indland), Mark Hebden (England), Torbjörn Ringdal (Danmörk), Hjörvar Steinn Grétarsson og Vignir Vatnar Stefánsson 2˝ v.

Keppendur eru 22. talsins en SÍ réđst í framkvćmdina til ađ mćta óskum margra af bestu skákmönnum ţjóđarinnar sem hafa bent á ađ hiđ mikla styrkleika/elo-stigabil sem er á keppendum hins árlega Reykjavíkurskákmóts, geri sókn ađ titiláföngum torsótta. Ekki verđur betur séđ en ađ Björn og Vignir Vatnar ćtli sér ađ nýta tćkifćriđ vel.

Hjörvar Steinn Grétarsson er stigahćsti keppandinn en hann tapađi í fyrstu umferđ fyrir Einar Hjalta Jenssyni. Mesta athygli allra keppenda vekur hinn 13 ára Indverji, Nihal Sarin, sem hefur teflt víđa um heim á undanförnum mánuđum og er talinn eitt mesta efni sem Indverjar eiga í dag. Sarin hefur lent í basli í nokkrum skákum og var međ tapađ tafl gegn Hjörvari Steini í 2. umferđ en slapp međ jafntefli.

Hannes Hlífar og Hjörvar Steinn eru ţrátt fyrir allt líklegastir okkar manna til ađ keppa um efsta sćtiđ og sá fyrrnefndi virđist í góđu formi ef marka má sigur hans yfir Englendingnum Hebden á laugardaginn:

Norđurljósamótiđ 2018; 3. umferđ:

Hannes Hlífar Stefánsson – Mark Hebden

Ítalskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4

Ítalski leikurinn er sennilega vinsćlli í dag međal toppskákmanna en spćnski leikurinn sem kemur upp eftir 3. Bb5.

3....Rf6 4. d3 Be7 5. 0-0 0-0 6. He1 d6 7. a4 Be6 8. Bxe6 fxe6 9. c3 Dd7 10. Db3 b6 11. d4 Rh5 12. Be3 exd4 13. cxd4 d5 14. Rc3 Had8 15. Hac1

Hótar 16. exd5 exd5 17. Rxd5 međ peđsvinningi. Stöđuuppbygging svarts er ekki góđ og riddarinn á c6 verđur ađ skreppa frá en ţá lendir h5-riddarinn í vanda.

15....Ra5 16. Dd1 c6 17. Re5 De8 18. Dg4 Bd6 19. Rf3 Dg6 20. Dxg6 hxg6 21. Rg5 Hde8 22. e5 Bb4 23. g3! 

GUP121FQFAfhjúpar mislukkađa byrjun, riddarinn á h5 á engan reit! Í nćstu leikjum reynir svartur ađ leysa um hann.

23....c5 24. He2 Rb3 25. Hd1 cxd4 26. Bxd4 Hf5 27. h4 Rf4?!

Hebden mat ţađ svo ađ besta tćkifćriđ til a losa um riddarann vćri ađ fórna honum akkúrat núna. Mannsfórnin gefur viss fćri en Hannes er vandanum vaxinn.

28. gxf4 Hxf4 29. Be3 Hxh4 30. Rb5 Bc5 31. Rc7! d4 32. Rxe8 dxe3 33. Hd8 Hg4+ 34. Kf1 Hxg5

 

35. Rd6+!

Snjall lokaleikur sem gerir út um allar vonir svarts, 35....Kh7 er svarađ međ 36. Rf7! sem hótar hróknum og máti á h8. Hebden gafst ţví upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 13. nóvember 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Sveit Asera sigrađi á Evrópumótinu

Aserbaídsjan bar sigur úr býtum á Evrópumóti landsliđa sem lauk á Krít um síđustu helgi. Fyrir lokaumferđina höfđu Aserar eins stigs forystu á Rússa og gerđu gamaldags „pakkajafntefli“ viđ Úkraínu í lokaumferđinni en líkur stóđu ţá til ţess ađ ţeir myndu sigra á betri mótsstigum jafnvel ţó svo Rússar nćđu ţeim ađ stigum. „Pakkajafntefli“ Sovétmanna voru frćg á Ólympíumótum í gamla daga en tildrögin voru oft ţau ađ ef hallađi verulega á einhvern liđsmann var stundum gengiđ til jafnteflissamninga á öllum fjórum borđum. Eftir Evrópumótiđ á Krít var lögmćti ţessa samnings dregiđ í efa og hafa stađiđ nokkrar deilur um ţessi lok mótsins.

Lokaniđurstađan hvađ varđađi efstu sćtin varđ ţessi: 1. Aserbaídsjan 14 stig (25 v.) 2. Rússar 14 stig (22 v.) 3. Úkraína 13 stig 4. Króatía 13 stig 5. Ungverjaland 12 stig.

Gott íslenskt liđ skipađ Héđni Steingrímssyni, Hjörvari Steini Grétarssyni, Hannesi Hlífari Stefánssyni og Guđmundi Kjartanssyni náđi sér aldrei almennilega á strik og hafnađi í 27. sćti af 40 ţjóđum. Liđiđ tapađi fimm viđureignum fyrir ţjóđum sem á pappírnum voru stigahćrri og engin skák vannst gegn stigahćrri andstćđingi. [Aths. ritstj. Skák.is: Hjörvar Steinn (2567) vann reyndar svissneska stórmeistarann Sebastian Bogner (2599) í áttundu umferđ]. Liđiđ vann fjórar viđureignir gegn stigalćgri ţjóđum en í síđustu umferđ mćttum viđ Fćreyingum og unnum 4:0. Ţeir stilltu upp án stórmeistarans Helga Dam Ziska.

Greinarhöfundur er sannfćrđur um ađ gengiđ hefđi veriđ betra međ teflandi varamann sem stjórn SÍ ákvađ ađ senda ekki til leiks. Í eina tíđ var landsliđ Íslands flaggskip skákhreyfingarinnar. Eru önnur viđhorf ríkjandi í dag? Í svona keppnum geta alls kyns smáatriđi skipt miklu máli. Andstćđingarnir vissu t.d. alltaf hvernig íslensku sveitinni yrđi stillt upp, löngu áđur en íslenska liđiđ fékk slíkar upplýsingar. Og ţetta snýst líka um úthald. Í sjöundu og áttundu umferđ réđst endanlegt gengi liđsins en ţá töpuđum viđ slysalega međ minnsta mun fyrir Tékkum og Svisslendingum. Ýmis góđ fćri buđust sem ekki nýttust en ein innihaldsríkasta viđureignin fór fram á 1. borđi í keppninni viđ Tékka:

David Navara – Héđinn Steingrímsson

Enskur leikur

1. c4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 Rf6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 e6 6. Bg5 Da5 7. Bxf6 gxf6 8. Rb3 De5 9. g3 h5 10. Bg2 h4 11. Dd2 Bb4 12. f4 Bxc3 13. bxc3 Dc7 14. g4 Hb8 15. Rc5 Ke7 16. Re4 b6 17. Hd1 Bb7 18. g5 fxg5

Um ţessa byrjun mćtti skrifa langt mál og svartur er í „köđlunum“ eftir 19. Rd6! En ţetta er líka eina tćkifćriđ sem Navara fékk til ađ vinna skákina.

GD61217JG19. f5? f6 20. fxe6 dxe6 21. Rxf6!? Kxf6 22. O-O Kg6 23. Dd3 Kg7 24. Dd7 Dxd7 25. Hxd7+

Hvor er nú betri Brúnn eđa Rauđur?

 

 

 

 

GD61217JC

 

25. ... Kh6?

25. ... Kg6 er betra og vinnur m.a. vegna ţess ađ hvítur verđur ađ eyđa tíma í biskupsleik: 26. Be4+ Kh5 27. Hf6 h3! og kóngurinn á gott skjól á h-línunni, t.d. 28. Hxe6 Ra5! og liđsmunurinn segir til sín.

26. Hf6+ Kh5 27. Hg7! Re5! 28. Bxb7 Hh6 29. Hf1 g4 30. Be4 Hc8 31. Bd3 Hd8 32. Hb1 Rxd3

Eftir ţetta kemur upp jafnteflislegt hróksendatafl. Svarta stađan er ađeins betri eftir 32. .... Hd7!

33. exd3 Hg6 34. Hh7+ Hh6 35. Hb5+ Kg6 36. Hxa7 Hxd3 37. Hxb6 Kf5 38. Hf7 Hf6 39. Hxf6 Kxf6 40. Hb1 Hxc3 41. Ha1 Ha3 42. c5 Ke7 43. c6 Kd8 44. Hd1 Kc7 45. Hd4 g3 46. Hxh4 gxh2 47. Hxh2 Kxc6 48. Hd2

Jafntefli. 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 11. nóvember 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Myndi sóma sér vel í hvađa kennslubók sem er

Íslenska liđiđ, Héđinn Steingrímsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Guđmundur Kjartansson, sem tekur ţátt í Evrópumóti landsliđa á Krít, hefur átt erfitt međ ađ finna taktinn í fyrstu fimm umferđum mótsins og situr í 28 sćti af 40 ţátttökuţjóđum međ 4 stig og 8˝ vinning af 20 mögulegum. Króatar eru óvćnt efstir međ 9 stig eftir sigur á Ţjóđverjum en á hćla ţeirra koma sveitir sem telja verđur líklegri til sigurs á mótinu, Ungverjar, Rússar, Armenar og Pólverjar međ átta stig.

Tefldar verđa níu umferđir en sjötta umferđin fór fram í gćr og mćttu Íslendingar ţá Makedóníu og voru međ stigahćrri menn á öllum borđum. Í reynd mćtir íslenska sveitin til leiks án varamanns ţó ađ liđsstjórinn Ingvar Ţ. Jóhannesson sé skráđur sem slíkur, en gefiđ hefur veriđ út ađ hann muni ekki tefla nema veikindi komi upp. Ţađ er gagnrýnisverđ ákvörđun hjá stjórn SÍ ađ búa svona um hnútana ţví ađ Evrópumótiđ er alltaf geysilega krefjandi keppni og viđ marga öfluga skákmenn ađ etja. Ţarna eru mćttir til leiks Levon Aronjan, Anish Giri, Shakriyar Mamedyarov, Alexander Grischuk, Jan Nepomniachtchi, David Navara og Peter Leko svo nokkrir séu nefndir.

Ţó ađ sveitin hafi veriđ á miklu lágflugi mun endanleg niđurstađa auđvitađ ráđast í lokaumferđunum og ein virkilega góđ úrslit geta breytt miklu. Athugun á viđureignunum tuttugu leiđir í ljós ađ ţađ vantar öryggi í taflmennskuna; níu töp er allt of mikiđ.

Hannes Hlífar Stefánsson er sá eini í sveitinni sem hefur bćtt ćtlađan árangur sinn. Skákin sem hann vann í viđureign Íslands og Albaníu myndi sóma sér vel í í hvađa kennslubók sem er ţar sem fjallađ vćri um skjóta og árangursríka liđsskipan:

EM 207; 2. umferđ:

Hannes Hlífar Stefánsson – Franc Ashiku

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 d6 5. O-O Bd7 6. d4 b5 7. Bb3 Rxd4 8. Rxd4 exd4

Ţekkt gildra, 9. Dxd4?? er svarađ međ 9. .... c5 10. Dd5 c4 og biskupinn fellur. En Hannes kann til verka og missir ekki af besta leiknum.

9. c3! dxc3 10. Dh5 g6?

Albaninn virđist tefla ţessa sjaldséđu byrjun án ţess ađ kunna hana, 10. ... De7 eđa 10. ... Df6 er betra.

11. Dd5 Be6 12. Dc6+ Bd7 13. Dxc3 f6 14. f4 Bg7 15. e5! 

Opnar stöđuna upp á gátt. Kóngurinn á hvergi skjól gott.

15. ... dxe5 16. fxe5 f5 17. Hd1 Re7 18. Bg5 c5 19. Dxc5

Einfaldast, 19. Bf6 vinnur einnig.

19. ... Hc8 20. Df2 Dc7 21. Rc3 Dc5 22. Be3 Db4 23. Hd4 Da5 24. Had1 Bc6 25. Hd6 b4 

GOG1205I226. Bb6!

Lokahnykkurinn.

26. ... Dxe5 27. Hd8+

– og svartur gaf. Ţađ er mát í nćsta leik. 

Óvćnt úrslit

Óvćntustu úrslit Evrópumótsins urđu strax í fyrstu umferđ ţegar Aserbaídsjan tapađi fyrir Ítalíu 1˝:2˝ og í 4. umferđ töpuđu Rússar fyrir Ungverjum og hefđi ţađ einhvern tímann ţótt saga til nćsta bćjar. Nigel Short byrjađi vel en í viđureigninni viđ Grikki missté hann sig í ţessari stöđu í 5. umferđ:GNG1205HU 

Kelieres – Short

Hvítur lék síđast 30. Df3 og nú er best 30. .. Rxd7 31. Hxd7 Dxf2+ 32. Dxf2 Hxf2 33. Kxf2 fxg5 og svarta stađan er ađeins betri. En Short vildi meira og lék ...

30. ... H2e5?? 31. H1d6! Hf5 32. Hxb6 Hxf3

og ţá kom banvćn sending...

 

 

 

GOG1205I6

 

 

33. He7!

– og svartur gafst upp ţví ađ mát eđa hrókstap blasir viđ.

 
 
Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 4. nóvember 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Lombardy, ađstođarmađur Fischers í einvígi aldarinnar, fallinn frá

GKI11U6JH"Ţú hellir ekki steypu í helgan brunn." Í kvikmyndinni Pawn Sacrifice eru ţessi orđ lögđ í munn kaţólska prestinum William Lombardy ţegar einhver stingur upp á ţví ađ ađalsöguhetjan, Bobby Fischer, sé settur á lyf. Ţarna er brugđiđ upp mynd af geđţekkum og skilningsríkum manni sem er vakinn og sofinn yfir velferđ skjólstćđings síns. Og ţađ verđur ekki tekiđ frá „séra Lombardy“, eins og hann var gjarnan nefndur hér á landi, ađ hann reyndist Bobby Fischer vel viđ ýmis tćkifćri og milli ţeirra var einhvers konar brćđrasamband sem hélst allt frá ţeirra fyrstu kynnum á heimili Jack Collins og í helstu skákklúbbunum á Manhattan snemma á sjötta áratug síđustu aldar.

Lombardy sem lést 13. október sl. var sex árum eldri, fćddur 4. desember áriđ 1937. Hann varđ heimsmeistari unglinga í Toronto í Kanada međ fullu húsi vinninga í áriđ 1957 en ţađ afrek féll í skugga ţeirra tíđinda er Bobby Fischer varđ Bandaríkjameistari nokkrum mánuđum síđar ađeins 14 ára gamall. Upp frá ţví beindist athyglin ađ Fischer sem hafđi til ađ bera eindreginn ásetning til ađ verđa heimsmeistari. Lombardy vann ýmis góđ afrek á nćstu árum, stóđ sig vel á ólympíumótum og tefldi á 1. borđi fyrir Bandaríkin sem sigruđu á heimsmeistaramóti stúdenta áriđ 1960. Mótiđ fór fram í Leníngrad og í úrslitaviđureigninni viđ sveit Sovétríkjanna lagđi Lombardy Spasskí ađ velli. Hann hafđi unniđ sér ţátttökurétt á millisvćđamótinu í Stokkhólmi áriđ 1962 en gaf sćtiđ frá sér og helgađi kaţólsku kirkjunni starfskrafta sína nćstu árin; tók vígslu sem prestur áriđ 1967. Ţegar hann kom hingađ til lands sem ađstođarmađur Fischers í heimsmeistaraeinvíginu 1972 skartađi hann yfirleitt prestkraganum, yfirgaf ţó kirkjuna nokkrum árum síđar og sonur hans, Raymond Lombardy, taldi í viđtali á dögunum ađ helsta ástćđa ţess hefđi veriđ óánćgja Lombardys međ auđsöfnun kirkjunnar. Lombardy kom hingađ í fyrsta sinn á heimsmeistaramót stúdenta áriđ 1957 og nćst 15 árum síđar; hlutverk hans hans sem ađstođarmađur Fischers í „einvígi aldarinnar“ var ekki alltaf auđvelt en hann átti sinn ţátt í ţví ađ áskorandinn yfirgaf ekki landiđ eins og útlit var fyrir ţegar í miklu stappi stóđ vegna ađbúnađar á sviđi Laugardalshallar.

GM811U8PBAftur var Lombardy mćttur til leiks sem ađaldómari á svćđamóti á Hótel Esju áriđ 1975 og tefldi á Reykjavíkurmótinu áriđ 1978 og fjölmörgum mótum tímaritsins Skákar á landsbyggđinni um miđjan níunda áratuginn. Hann hafđi uppi áform um ađ setjast hér ađ en ekkert varđ úr. Sá var kannski helsti ljóđur á ráđi hans hversu ósveigjanlegur hann var ţegar upp kom jafnvel lítilfjörlegur ágreiningur. Margir minnast hans međ ţakklćti, t.d. ţegar hann starfađi fyrir „Collins-börnin“ sem áttu í afar vel heppnuđum samskiptum viđ Taflfélag Reykjavíkur fyrir u.ţ.b. 40 árum. Lombardy ól allan sinn aldur í New York en kjör hans ţar hin síđari ár voru bágborin og heilsufariđ ekki gott. Stórblađiđ „The New York Times“ birti grein í fyrra um ađstćđur hans ţegar nýr eigandi snarhćkkađi leigu á húsnćđi ţví sem hafđi veriđ heimili hans í 40 ár. Lyktir urđu ţćr ađ Lombardy var borinn út en vinur hans frá Martinez, litlum bć í grennd viđ San Francisco, skaut yfir hann skjólhúsi og ţar bjó hann undir ţađ síđasta.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 21. október 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Fjölnir og Víkingaklúbburinn á EM skákfélaga

Skákdeild Fjölnis og Víkingaklúbburinn taka ţátt í Evrópumóti taflfélaga sem lýkur um helgina í Antalya í Tyrklandi. Eins og vćnta mátti fengu báđar sveitirnar geysisterka andstćđinga í fyrstu umferđ. Fjölnismenn, sem taka ţátt í ţessari keppni í fyrsta sinn, töpuđu fyrir sannkallađri ofursveit frá Rússlandi, Globus, en hana skipuđu Mamedyarov, Karjakin, Giri, Nepomniachtchi, Korobov og Khismatullin. Ţađ kom fáum á óvart ađ viđureignin endađi 6:0. Víkingaklúbburinn mćtti viđráđanlegri andstćđinga og voru međ nýjan liđsmann, Björn Ţorfinnsson, en ţeir töpuđu einnig stórt. Fyrir lokasprettinn var Fjölnir í 23. sćti af 36 sveitum en Víkingaklúbburinn sat í 32. sćti.

Á ţessu móti mćta gjarnan til leiks öflugar sveitir međ atvinnumenn á hverju borđi en ţarna eru líka skemmtilegar sveitir međ hreinrćktađa áhugamenn og falla íslensku sveitirnar báđar í ţann flokk. En ţađ er vel til fundiđ hjá Helga Árnasyni, skólastjóra og formanni skákdeildar Fjölnis, ađ gefa gömlum nemendum Rimaskóla, Jóni Trausta Harđarsyni og Oliver Aroni Jóhannessyni, tćkifćri til ađ spreyta sig á ţessum vettvangi.

Ţađ hafa ţó oft sést meiri tilţrif hjá íslensku liđunum í ţessari keppni. Páll Agnar tapađi tveim fyrstu skákum sínum en reif sig upp úr ládeyđunni og vann ţrjár skákir í röđ.

EM skákfélaga 2017; 5. umferđ:

Páll Agnar Ţórarinsson – Peparim Makolli

Enskur leikur

1. c4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e6 6. Rdb5 d6 7. Bf4 e5 8. Bg5 a6 9. Bxf6 gxf6 10. Ra3 Be6

10. ... f5 strax er beittara.

11. g3 Db6 12. Dd2 h5 13. Bg2 f5 14. Rd5!

Ţađ er ekki eftir neinu ađ bíđa.

14. ... Bxd5 15. cxd5! Rb8 16. Bh3 h4 17. Hc1 Rd7 18. Rc4 Da7 19. Bxf5

En hér var 19. Dg5! enn betri leikur.

19. ... b5 20. Bxd7+ Kxd7 21. Re3 hxg3 22. fxg3 Bh6 23. Hc3 f5

G3C11T7BU24. Dc2!

Leppunin var svolítiđ óţćgileg en kóngsstađa svarts ađ sama skapi slćm. 24. ... Bxe3 25. Dxf5+ Ke7 26. De6+ Kf8 27. Hf1+ Kg7 28. Hxe3!

- og svartur gafst upp.

 

Tvöfaldur sigur Hjörvars – Jón Kristinn vann fyrir norđan

Mikill kraftur hefur veriđ í skákiđkun landsmanna í haust en fjölmörgum mótum er lokiđ og önnur ađ hefjast. Á meistaramóti Hugins sigrađi Hjörvar Steinn Grétarsson og hlaut ţar 6 vinninga af sjö mögulegum en Björn Ţorfinnsson kom nćstur međ 5 ˝ vinning. Hjörvar varđ einnig hlutskarpastur á haustmóti TR međ 8 vinninga af níu en í 2 sćti varđ Magnús Pálmi Örnólfsson međ 7 vinninga.

 

Norđan heiđa vann Jón Kristinn Ţorgeirsson öruggan sigur á haustmóti Skákfélags Akureyrar međ 6 ˝ vinning af sjö mögulegum.

Á Íslandsmóti ungmenna sem fram fór í Rimaskóla voru krýndir níu Íslandsmeistarar í hinum ýmsu aldursflokkum: Birkir Ísak Jóhannsson vann flokk pilta 15-16 ára, Arnar Heiđarsson varđ hlutskarpastur í flokki 13-14 ára, Róbert Luu í flokki 11-12 ára, Gunnar Erik Guđmundsson í flokki 9-10 ára og í flokki 8 ára og yngri sigrađi Bjartur Ţórisson.

Međal stúlkna sigrađi Rakel Tinna Gunnarsdóttir í flokki 13-14 ára, Freyja Birkisdóttir í 11-12 ára flokknum, Batel Goitom Haile í 9-10 ára flokknum og Guđrún Fanney Briem vann flokk stúlkna 8 ára og yngri.

Í vikunni hófust svo tvö vel skipuđ og fjölmenn skákmót: Skákţing Garđabćjar og U-2000 mót Taflfélags Reykjavíkur.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 7. október 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Úrslitasigur á eyjunni Mön

GM811S67SNokkrum mínútum áđur en úrslitarimman um efsta sćtiđ á opna mótinu á Mön milli Fabiano Caruana og Magnúsar Carlsen hófst sást til ţess fyrrnefnda á gangi ásamt félaga sínum og hjálparkokki, Úsbekanum Rustam Kazimdzhanov. Framhjá ţeim tölti vingjarnlegur hestur og dró á eftir sér vagn eftir fyrirfram markađri braut. Frá hafinu umhverfis eyjuna barst alveg dásamleg lykt af ţangi. Ţó ađ Caruana gćti á göngu sinni ekki veriđ viss um hvađa vopn heimsmeistarinn kynni ađ velja gegn kóngspeđinu hafđi hann lagt hart ađ sér viđ undirbúning og ţegar ţeir settust ađ tafli kom upp afbrigđi spćnska leiksins sem áđur hefur sést í skákum Magnúsar og Caruana var ekki seinn á sér ađ skjóta fram afrakstri undirbúningsvinnu sinnar; í 15. leik lék hann g-peđi sínu fram um tvo reiti. Árás peđa á kóngsvćng lá í loftinu. Ólíkt höfđust ţeir ađ; í tvo klukkutíma kvöldiđ áđur undirbjó Magnús sig međ ţví ađ stunda innanhússfótbolta m.a. viđ nokkra íslensku piltanna sem tóku ţátt í mótinu. Ţađ reyndist betri undirbúningur. Hann mćtti til ţessarar mikilvćgu viđureignar ferskur og frjáls:

Mön 2017; 8. umferđ:

Fabiano Caruana – Magnús Carlsen

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O b5 6. Bb3 Bc5 7. c3 d6 8. a4 Hb8 9. d4 Bb6 10. a5 Ba7 11. h3 O-O 12. Be3 Ha8 13. He1 h6 14. Rbd2 He8

Í 7. umferđ fékk Caruana ţessa stöđu upp gegn Gawain Jones sem lék 14. ... exd4 15. cxd4 Rb4 og eftir 16. e5! Rfd5 17. Re4 Rxe3 18. Hxe3 Bb7 19. e6! Rd5 20. Exf7+ Kh8 21. He1 Hxf7 22. Hc1 Hc8 kom óţćgilegur hnykkur, 23. Rfg5! Caruana vann í 32 leikjum.

GL811S7NG15. g4!? 

Og hvernig skyldi nú vera best ađ svara ţessari „stríđsyfirlýsingu“. Magnús kýs ađ halda uppi vörnum ađ baki víglínunnar.

15. ... De7 16. Rf1 Rd8 17. Rg3 c5 18. Dd2?!

Beinir spjótum sínum ađ h6-peđinu en betra var 18. Bd5 eđa 18. Rh4.

18. ... c4 19. Bc2 Rh7 20. b4 cxb3 21. Bxb3 Be6 22. Bc2?

Missir ţráđinn, 22. Bd5! var prýđilegur leikur.

22. ... Hc8 23. Bd3 Rb7 24. Hec1 Dd8!

Nú fellur a-peđiđ og allar góđar fyrirćtlanir Caruana.

25. Db2 Rxa5 26. Rd2 d5 27. He1 Bb8 28. exd5 Bxd5 29. Bf5 Hc6!

Valdar a6-peđiđ. Ţađ örlar ekki á mótspili.

30. Da3 Rb7 31. Had1 exd4 32. Bxd4 Rg5 33. c4 Hxe1 34. Hxe1 Be6 35. De3 Bf4! 

GL811S7NKLokahnykkurinn. 36. Dxf4 strandar á 36. ... Rxh3+ og vinnur drottninguna. Caruana gafst upp.

Nakamura reyndi ekki ađ vinna heimsmeistarann í lokaskákinni. Jafntefli dugđi fyrir góđu sćti. Lokaniđurstađa efstu manna:

1. Magnús Carlsen 7 ˝ v. (af 9) 2. – 3. Anand og Nakamura 7 v. 4. Kramnik, Caruana, Adams, Eljanov, Vidit, Sutovsky, Rapport, Shirov og Swapnil 6 ˝ v.

Ţrír íslenskir skákmenn unnu til verđlauna, Gauti Páll Jónsson náđi bstum árangri keppenda á stigabilinu 2000-2100 elo í efsta flokki. Alexander Mai varđ í 2. sćti í keppnisflokki (major) undir 1900 elo-stigum međ 5 ˝ vinning af sjö mögulegum og Freyja Birkisdóttir varđ í 7. sćti í keppnisflokki (minor) undir 1800 elo-stigum. Hún hćkkađi mest allra íslensku ţátttakendanna eđa um 129 elo-stig. Greinarhöfundur, sem var fararstjóri, náđi besta árangri íslensku skákmannanna í efsta flokki međ 5 v. af 9 mögulegum og 59. sćti af 160 keppendum en Dagur Ragnarsson endađi í 68. sćti međ sömu vinningatölu. 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 7. október 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen efstur á sterkasta opna móti ársins

G5I11RCDBÁ Mön fer fram ţess dagana fram sterkasta opna mót ársins og ţar sem efsti flokkurinn er opinn skákmönnum sem eru međ 2.100-elo stig og meira fannst mér alveg tilvaliđ ađ Skákskóli Íslands byđi nokkrum nemendum sínum upp á ferđ á ţetta mót ţar sem ţátt taka margir af snjöllustu skákmönnum heims međ heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar.

Svo skemmtilega vildi til ađ Bárđur Örn Birkisson dróst á móti heimsmeistaranum í fyrstu umferđ en í ţeirri umferđ var sú undantekning gerđ frá viđurkenndri „pörn“ ađ parađ var óháđ elo-stigum samkvćmt slembireglu og ţannig vildi til ađ Kramnik og Caruana mćttust og lauk viđureigninni međ sigri ţess síđarnefnda og Kramnik tapađi svo aftur í 3. umferđ fyrir 65 gömlum Bandaríkjamanni, James Tarjan. Í höfuđstađnum Douglas ţar sem mótiđ fer fram er teflt í gömlu leikhúsi og ţar eru ađstćđur međ besta móti, hátt til lofts og vítt til veggja. Íslensku skákmennirnir eru ellefu talsins, átta í efsta flokki og ţrír í neđri flokkunum. Ađ tefla í slíku móti er mikil reynsla og mörg góđ úrslit geta fengist.

Heimsmeistarinn Magnús Carlsen er vitanlega miđpunktur athyglinnar en framganga og taflmennska ljómar bókstaflega af sjálfstrausti og sigurvilja. Hann gerir sér fara um ađ sneiđa hjá ţekktum byrjunarleiđum, í skákum hans á Mön sjást byrjunarleikir međ svörtu eins 1. e4 g6 , 1. e4 Rc6 eđa 1. Rf3 b6. Nú er ţađ ekkert nýtt ađ skákmenn vilji koma andstćđingnum „út út teóríunni,“ eins og ţađ er stundum orđađ en Magnús fćrir ţessa stefnu upp á allt annađ plan. Pavel Eljanov er einn sterkasti skákmađur heims, 1. borđsmađur Úkraínu á stundum og hann tapar yfirleitt ekki oft međ hvítu. Hann virtist sleginn út af laginu ţegar Magnús dró upp úr hattinum byrjun sem sjaldan sést tefld. Eftir 29 leiki var hann búinn ađ fá nóg og gafst upp. Viđ ţađ komst norski heimsmeistarinn einn í efsta sćtiđ og teflir nćst viđ lítt ţekktan en geysiöflugan indverskan skákmann, Vidit:

Pavel Eljanov – Magnús Carlsen

Owens-byrjun

1. Rf3 b6 2. e4 Bb7 3. Rc3

Ţađ er taliđ heppilegra fyrir hvítan ađ hafa riddarann á d2 í ţessu afbrigđi en ţađ var ekki svo auđvelt ađ koma ţví viđ.

3.... e6 4. d4 Bb4 5. Bd3 Rf6 6. De2 d5 7. exd5 Dxd5 8. 0-0 Bxc3 9. bxc3 Rbd7 10. c4 Dh5 11. Bf4 Hc8 12. a4 a5 13. Hab1 0-0 14. Hb5 c5 15. dxc5?

Ţessi uppskipti veikja stöđu hvíts. Eftir 15. c3 er stađan í jafnvćgi en sennilega hefur Eljanov ekki viljađ sćtta sig viđ ađ tefla stöđuna peđi undir eftir 15.... Bc6 16. Hb1 Bxa4 o.s.frv. )

15.... Hxc5 16. Bd6 Hxb5 17. cxb5 Hc8 18. c4 Rc5 19. Bc2 Rce4!

Eins og hendi séđ veifađ hefur Eljanov ratađ í nćr óyfirstíganlega erfiđleika.

20. Bf4 Rc3 21. Dd3 Dg4!

Hótar biskupinum og hefur c4-peđiđ í skotmáli, 22. Dxc3 hefđi veriđ svarađ međ 22.... Rd5 o.s.frv.

G5I11RAP1( STÖĐUMYND )

22. Be5 Dxc4 23. Dxc4 Hxc4 24. Bd3 Hc8 25. Ha1 Rfd5 26. Rd2 f6 27. Bd6 Rb4 28. Bc4 Bd5 29. Bf1 Rba2

– og Eljanov gafst upp. Hann tapar a-peđinu til viđbótar og eftir ţađ er frekari barátta vonlaus.

Stađan efstu mann ţegar ţrjár umferđir eru eftir: 1. Magnús Carlsen 5˝ v. (af 6) 2. Vidit 5 v.

Síđan kom 15 skákmenn međ 4˝ vinning ţar af nokkur kunnugleg nöfn Anand, Caruana, og Nakamura. Mótinu lýkur á morgun sunnudag.

 
 
Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 30. september 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Hótunin er sterkari en leikurinn

Ţó ađ Hjörvar Steinn Grétarsson sé stigahćsti keppandinn á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur og meistaramóti Hugins er hann langt í frá öruggur međ sigur en ţátttaka hans í báđum mótunum er ánćgjuleg og nokkrir ađrir hafa fariđ ađ dćmi hans og tefla bćđi í Faxafeninu og í Mjóddinni ţar sem Meistaramót Hugins fer fram. Á Haustmóti TR eru keppendur í efsta flokki 30 talsins og stađa efstu manna ţegar tefldar hafa veriđ sjö umferđir af níu er ţessi: 1. Hjörvar Steinn Grétarsson 6 v. (af 7) 2. Magnús Örn Úlfarsson 5 ˝ v. 3.-5. Einar Hjalti Jensson, Ţorvarđur Ólafsson og Björgvin Víglundsson 5 v.

Varđandi stöđuna á Meistaramóti Hugins er vert ađ hafa í huga ađ keppendur geta tekiđ tvćr yfirsetur en reikna má međ ađ úrslit fáist í uppgjöri efstu manna í lokaumferđunum. Efstu menn eru ţessir: 1.-3. Vignir Vatnar Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Björn Ţorfinnsson 4 v. (af 5).

Á Akureyri stendur yfir haustmót Skákfélags Akureyrar og ţar er Jón Kristinn Ţorgeirsson efstur međ 3 ˝ v. eftir fjórar umferđir en međ ˝ vinningi minna eru ţeir Sigurđur Arnarson og Smári Ólafsson.

Taflfélag Reykjavíkur hefur látiđ slá inn allar viđureignir mótsins og birt á netinu, ţar vakti athygli mína skák Hjörvars Steins og Einars Hjalta Jenssonar úr sjöttu umferđ. Eftir átakalitla byrjun fór spennan ađ magnast og eftir 28. leik hvíts kom ţessi stađa upp:

Haustmót TR 2017:

Hjörvar Steinn – Einar Hjalti

GOR11QCUK28. ... Dxa4?!

Teflt á tćpasta vađ. Öruggara var ađ valda f5-reitinn og leika 28. ... g6.

29. Dc4+ Kf8 30. b5!

Einar hafđi búist viđ ţessu, hann má ekki fara í drottningakaup en treysti á ...

30. ... Da3! 31. Df1!

Valdar hrókinn og hótar 32. Rc4.

31. ... Ra5 32. Ha1 Dxc3 33. Hc1 Dd3 34. Dh3!

Eftir allar ţessar vendingar búast menn hvíts til innrásar, svartur er í raun varnarlaus.

34. ... Dd7 35. Hc8+?! Ke7 36. Rf5+ Ke6

Setningin ađ hótunin sé sterkari en leikurinn er talin ein mesta spekin úr herfrćđi skákarinnar og á vel viđ stöđuna sem kom upp eftir 34. leik svarts og einnig ţessa. „Vélarnar“ stađhćfa ađ 35. Dxh7 hefđi veriđ betra en 35. Hcc8+ og ađ nú sé 37. Dg4! leikurinn, t.d. 37. ... g6 38. Rh6+ f5 39. Rxf5 gxf5 40. Dg8+ og vinnur.

GOR11QCUO37. He8+? Kd5

Nú sleppur kóngurinn yfir á drottningarvćnginn og sókn hvíts er runnin út í sandinn. Í framhaldinu gat Einar leikiđ 44. ... a5 međ vinningsstöđu. Hjörvar var laginn viđ skapa sér gagnfćri og vann ađ lokum.

38. He7 Dxb5 39. Re3 Kc5 40. Dc8 Kb4 41. Dg4 Ka3 42. Df3 Ka2 43. Hxg7 Rc6 44. Dxf6 Db1 45. Kg2 De4 46. Kh3 Hb2 47. Rd1 Hb3 48. Hxb7 Dg6 49. Dxg6 hxg6 50. Hc7 Hb6 51. Rc3 Kb3 52. Rd5 Hb5 53. Hxc6 Hxd5 54. Ha6 Hd7 55. Kg4 Kc4 56. h4 Kb5 57. Hxg6 Hf7 58. He6 Hxf2 59. Hxe5 Kb4 60. h5 a5 61. h6 Hf8 62. h7 a4 63. Kg5 a3 64. g4 a2 65. He1 Ha8 66. Ha1

- og svartur gafst upp. 

Aronjan og Ding tefla til úrslita

Armeninn Levon Aronjan og Kínverjinn Liren Ding tefla til úrslita á heimsbikarmótinu í Tiblisi í Georgíu. Aronjan vann Frakkann Vachier-Lagrave í armageddon-skák sl. fimmtudag og samtals 5:4. Áđur hafđi Liren Ding unniđ Wesley So 3 ˝ : 2 ˝. Einvígi Aronjan og Ding hefst í dag og tefla ţeir fjórar skákir. Ţeir hafa báđir unniđ rétt til ţátttöku í nćsta áskorendamóti.
 
 
Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 23. september 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.12.): 7
 • Sl. sólarhring: 992
 • Sl. viku: 6254
 • Frá upphafi: 8413642

Annađ

 • Innlit í dag: 3
 • Innlit sl. viku: 3614
 • Gestir í dag: 3
 • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband