Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Mikiđ um óvćnt úrslit í fyrstu umferđum Reykjavíkurskákmótsins

GED12HU3A33. Reykjavíkurskákmótiđ tekur nafn frá ađalstyrktarađila sínum, GAMMA, og er ađ ţessu sinni helgađ minningu Bobbys Fischers sem hefđi orđiđ 75 ára á morgun, 9. mars. Bobby lést 17. janúar 2008, 64 ára ađ aldri. Á ţessum rösku tíu árum sem liđin eru síđan hann lést er lífshlaup hans látlaust rifjađ upp í blađa- og tímaritsgreinum, heimildarmyndum og kvikmyndum og er óhćtt ađ fullyrđa ađ arfleifđ hans sé orđin svo stór í sniđum ađ hún geti eiginlega séđ um sig sjálf, eins og Ronald Reagan sagđi víst um fjárlagahallann í Bandaríkjunum. Guđmundur G. Ţórarinsson, forseti SÍ einvígisáriđ 1972, mun halda fyrirlestur um „einvígi aldarinnar“ á Bryggjunni Brugghúsi nk. sunnudag, 11. mars, og hefst hann kl. 11.30. Ţá mun greinarhöfundur lesa úr bók sinni „Bobby Fischer comes home“ á sama stađ og sama tíma ţriđjudaginn 13. mars.

Eitt meginţema Reykjavíkurskákmótsins er iđkun skákafbrigđisins Fischer random, einnig kallađ Chess 960 eđa slembiskák. Indverjinn Nihal Sarin reiđ á vađiđ á mánudaginn međ Fischer-random-fjöltefli í höfuđstöđvum GAMMA viđ Garđastrćti og á morgun, 9. mars, verđur haldiđ í Hörpu Fischer-random-hrađskákmót og má búast viđ ađ margir hinna 248 keppenda verđi međ.

Reykjavíkurskákmótiđ hefur undanfarin ár tekiđ á sig form skákhátíđar og fjölmargir hliđarviđburđir á borđ viđ barna-blitz, stúlknafjöltefli Susan Polgar, pub-quiz og margt fleira viđhalda vinsćldum mótsins og gera ţađ ađ verkum ađ Reykjavík er vinsćll áfangastađur fjölmargra skákáhugamanna sem koma hingađ ár eftir ár. Einn ţeirra er fađir heimsmeistarans, Henriks Carlsens, sem ađeins teflir á einu móti á ári – Reykjavíkurskákmótinu!

Eftir fyrstu tvćr umferđirnar var 22 skákmenn búnir ađ vinna báđar skákir sínar. Í ţeim hópi voru Jóhann Ragnarsson, Gunnar Freyr Rúnarsson og hinn 15 ára gamli Kópavogsbúi Birkir Ísak Jóhannsson. Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stefánsson, Guđmundur Kjartansson, Björn Ţorfinnsson og Vignir Vatnar Stefánsson voru međal ţeirra sem höfđu 1˝ vinning.

Talsvert var um óvćnt úrslit og í gćr komust nokkrir af ţeim stigahćstu í hann krappan:

GED12HU36L'Ami – Ravi Haria

Hollendingurinn Erwin L'ami, sem vann Reykjavíkurskákmótiđ 2015, fékk ţćgilega stöđu eftir byrjunina en gáđi ekki ađ sér. Síđasti leikur svarts var 36.... g5. Nú kom:

37. Hg4?? Rc3!

Hótar hróknum og sennilega hefur L'Ami ćtlađ ađ leika 38. He1 en séđ ađ eftir 38.... Re2+! missir hann drottninguna eđa verđur mát. Hann varđ ađ gefa skiptamun og tapađi eftir 45 leiki.

Úkraínumađurinn Pavel Eljanov hefur átt mikilli velgengni ađ fagna undanfarin ár ţótt hann hafi eitthvađ lćkkađ á heimlistanum, ţar sem hann situr í 37. sćti. Hann missti af upplögđu tćkifćri í gćr gegn einum fulltrúa Indverja á mótinu:

 

GED12HU32Eljanov – Sundararajan

Hvítur getur unniđ međ 25. e7! Hf2 26. Be6! Ţar sem fórnin á g2 gengur ekki upp, 26.... hxg2 27. Kxg2 Rxe3+ 28. Kg1 Dg5+ 29. Kf2 og allir reitir sem skipta máli eru valdađir. Hann valdi hins vegar ađ leika 25. Bd5? og eftir 25.... Rf2 26. De5+ Hf6 27. Dh2 Dg5! var svartur sloppinn og ţeir sömdu um jafntefli í 33. leik.

Ţriđju umferđ lauk seint í gćrkvöldi en í nćstu umferđum munu línur fara ađ skýrast. Alls verđa tefldar tíu umferđir.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 8. mars 2018

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.7.): 7
 • Sl. sólarhring: 28
 • Sl. viku: 184
 • Frá upphafi: 8705288

Annađ

 • Innlit í dag: 6
 • Innlit sl. viku: 152
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband