Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Guðmundur með jafntefli í fjórðu umferð

FIDE-meistarinn Guðmundur Kjartansson (2388) gerði jafntefli við enska FIDE-meistarann Robert Eames (2312) í fjórðu umferð Big Slick-mótsins, sem fram fór í dag, í London.  Guðmundur hefur hálfan vinning.  Í fimmtu umferð, sem fram fer á morgun, teflir Guðmundur við Rússann Alexei Slavin (2308). 

Efstir með 3 vinninga eru enski stórmeistarinn Keith Arkell (2517), rússneski stórmeistarinn Alexmder Cherniav (2423) og andstæðingur Guðmundur á morgun, áðurnefndur Slavin. 

Úrslit 4. umferðar:

Cherniaev 1/2 Arkell
Eames 1/2 Kjartansson
Slavin 1-0 Rudd
Gormally 1/2 Poobalasingam
Ansell 1/2 Galego

Alls taka 10 skákmenn þátt í efsta flokki og tefla þeir allir við alla.  Til að ná áfanga að stórmeistaraáfanga þarf 7 vinninga en til að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli þarf 5,5 vinning.

Heimasíða mótsins


Guðmundur tapaði í þriðju umferð í London

Guðmundur KjartanssonFIDE-meistarinn Guðmundur Kjartansson (2388) tapaði fyrir enska stórmeistaranum Keith Arkell (2517), sem jafnframt er stigahæsti keppandi mótsins, í þriðju umferð Big Slick-skákmótsins sem fram fór í London í gær.  Guðmundur er enn ekki kominn á blað.  

Efstir með 2,5 eru Arkell og rússneski stórmeistarinn, Alexander Cherniav (2423).

Úrslit 3. umferðar:

Ansell 0-1 Cherniaev
Galego 1/2 Gormally
Poobalasingam 1/2 Slavin
Rudd 1-0 Eames
Kjartansson 0-1 Arkell

Alls taka 10 skákmenn þátt í efsta flokki og tefla þeir allir við alla.  Til að ná áfanga að stórmeistaraáfanga þarf 7 vinninga en til að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli þarf 5,5 vinning.

Heimasíða mótsins


Bók um Svein Johannessen

Svein JohannessenÚt er komin bók um norska alþjóðlega meistarann Svein Johannessen (1937-2007) sem er mörgum af eldri kynslóðum skákmanna vel kunnugur. Bókin er skrifuð af Øystein Brekke sem hefur m.a. skrifað bækurnar "Sjakkens Holmenkollen, Gausdalsjakk 1970-1996" og "Nordisk sjakk i 100 år" en sú síðasta er fróðleg og skemmtileg yfirlestrar að mati ritstjóra.  Bragi Kristjánsson aðstoðaði höfund við efnisöflun frá Íslandi.

Nánar kynning og hvernig á að panta bókina má finna í neðangreindum texta frá höfundi.

 I just want to inform you that in this week I have published the book
"Sjakkmesteren Svein Johannessen", in Norwegian language and written by
myself.

This is a book on the Norwegian chess master Svein Johannessen
(17.10.1937 - 27.112007) who was the strongest chess player of his country
before Simen Agdestein and Magnus Carlsen.

Johannessen was the first Norwegian player who faced most of the top players
of his time, including exciting games with the world champions Smyslov, Tal,
Petrosjan, Spassky and Fischer. In his first tournament abroad, the World
Junior championship of 1955, he was awarded a brilliancy prize for his game
against Schweber of Argentine. Old Tartakower called this possibly the most
beautiful game of recent years.
In the Moscow olympiad of 1956 Johannessen's game against IM Muhring
(NL) was given high praise from Petrosian and Flohr, who annotated it in
Sovjetskij Sport and the tournament book respectively.
The book also contains the game Johannessen - Tal from the friendly match
played in Oslo of April 1956 between the Soviets Kotov, Tal and Korchnoi and
six Norwegian players to prepare for the Moscow olympiad.
This game is given in none of the databases I know, and not in the
collections of Tal's games. The game was a draw after 67 moves, when
Johannessen missed the win a couple of times.
In 1959 Johannessen was the first Norwegian to become the Nordic champion,
when he won the championship held in Örebro, ahead of Ståhlberg. Neither
this tournament nor the Stockholm new year tournament 1959-60 (1-2 Kotov and
Martin Johansson 7, Keres 6 1/2, Johannessen 6, Ståhlberg 4 1/2 etc) are
covered by the wellknown databases.
Later Johannessen played first board for Norway in the six consecutive chess
olympiads 1960 - 70. He was in IM in 1961 after the zonal tournament of
Marianske Lazne (1 Olafsson, 2 Filip, 3 Uhlmann, 4 Johannessen), and both on
this occasion and in Beverwijk 1965 he missed some chances to become a
Grandmaster.
He never really became the world star as was expected from his early play
and results. His ambitions were probably not high enough, and during the 50s
and 60s chess opportunities in Norway were very modest.
Svein Johannessen was important for the development of a higher chess level
in Norway during the next decades, and he was admired for his always
exemplary sportmanship at the chess board.

The book is bound, with 264 pages, and it is probably the most complete
Nordic chess biography published. It contains 162 all annotated games of
which 70 are not given in the main databases, and 8-10 of them are published
for the first time. Also some cross tables and lists of results are fresh
new.

The front page picture is from the Stockholm tournament 1959-60:
Johannessen playing the King's gambit 3 Nc3 against Bengt Hörberg, with
Kotov and Keres as spectators. The variation was probably played as a
tribute to his great hero Keres, who played this variation himself in a few
early correspondance games. The game and the story... in the book.

Sjakkmesteren Svein Johannessen
Norsk Sjakkforlag 2009
Øystein Brekke
ISBN 978-82-90779-05-9
NOK 240,00 (27 Euro)

In the same format and series of chess historic books I earlier published
"Sjakkens Holmenkollen, Gausdalsjakk 1970-1996" (1997) and "Nordisk sjakk i
100 år" (1999).

Best regards
Øystein Brekke

Norsk Sjakkforlag Sjakkbutikken
www.sjakkbutikken.no
tel (47) 32 82 10 64


Guðmundur tapaði í 2. umferð í London

Guðmundur KjartanssonFIDE-meistarinn Guðmundur Kjartansson (2388) tapaði fyrir rússneska alþjóðlega meistaranum Alexander Cherniev (2423) í 2. umferð Blig Slick Chess-mótsins, sem fram fór í London í gær.  Guðmundur er enn ekki kominn á blað.   

Í þriðju umferð, sem fram fer í dag, teflir Guðmundur við enska stórmeistarann Keith Arkell (2517), sem er stigahæstur keppenda.

Efstir með 1,5 vinning eru Cherniev, landi hans Alexei Slavin (2308), Arkell og portúgalski stórmeistarinn Luis Galego (2454)

 

Úrslit 1. umferðar:

Gormally 1/2 Cherniaev
Ansell 0 -1 Slavin
Galego 1 – 0 Eames
Poobalasingam 1/2 Arkell
Rudd 1-0 Kjartansson

Úrslit 2. umferðar:

Cherniaev 1-0 Kjartansson
Arkell 1-0 Rudd
Eames 1/2 Poobalasingam
Slavin 1/2 Galego
Gormally 0-1 Ansell

Alls taka 10 skákmenn þátt í efsta flokki og tefla þeir allir við alla.  Til að ná áfanga að stórmeistaraáfanga þarf 7 vinninga en til að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli þarf 5,5 vinning.

Heimasíða mótsins


Skákir frá helgarskákmótinu á Ísafirði og Bolungarvík

Eyjólfur Ármannsson hefur slegið inn skákirnar frá helgarskákmóti Tímaritsins Skákar sem fram fer á Ísafirði og Bolungarvík árið 1980.  Meðal keppenda voru Friðrik Ólafsson, Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason, Margeir Pétursson, Jóhann Hjartarson og Karl Þorsteins.

Skákir mótsins


Frændur okkar, Færeyingar, Evrópumeistarar smáþjóða!

GULL manningin: IM Helgi Dam Ziska, FM Heini Olsen, IM John Rødgaard, Rógvi Egilstoft Nielsen og Hjalti Toftum Jógvansson

Frændur okkar,Færeyingar, urðu í dag smáþjóðameistarar í skák eftir harða baráttu við gestgjafana í Andorra.  3,5-0,5 sigur gegn Guernsey tryggði endanlega sigurinn í dag en Andorramenn fengu einum vinningi minna.  Lúxemborgarar urðu í þriðja sæti.  Það sem gerir árangur Færeyinga enn betri að þeir gáfu tveimur ungum og efnilegum skákmenn tækifæri. 

Á heimasíðu Færeyinga segir um mótið:

Føroyar er fremsta talvtjóðin í Evropiskum smátjóða høpi. Hetta varð staðfest, tá seinasti leikur varð fluttur í Andorra, har 10 smátjóðir hava verið í orrustu seinastu vikuna.

Kappingin gjørdist sera spennandi. Føroyar vóru í oddinum eftir fáum umførum, men toganin gjørdist øgilig ímillum vertslandið Andorra og Føroyar. Ta eina stigið skilti partarnar nærum alla kappingina og tá innanhýsis uppgerðin endaði við javnleiki, var líkasum upp til hvønn partin sær, at fáa sum mest burturúr restina av kappingini.  

Seinasta umfarid hilnadist soleidis, at Føroyar vann stórsigur uppá 3½-½ á Gurensey, sum var júst tað úrslitið, sum var kravt til tess, ikki at vera heftir av úrslitinum hjá Andorra og soleiðis at hesir ikki kom ájavnt okkum. Og Andorra legði nógv fyri, tá teir somuleiðis vunnu 3½-½ á Malta.   

Harvid vann Føroyar søguligt GULL !   Lidid vard mannad vid: IM Helgi Dam Ziska, FM Heini Olsen, IM John Rødgaard, Rógvi Egilstoft Nielsen og Hjalti Toftum Jógvansson. Finnbørn Vang var lidleidari.  

Føroyar telvdi 36 talv, uttan tap, sum - í talvhøpi - er heilt ekseptionelt og einastandandi væl klárað.  

Meðan elitan: Helgi, Heini og John mannaðu fremstu borðini, valdi Talvsambandið, sum lið í framhaldandi ungdómsmenningini og talentmenningini, at gagnnýta stóra framburðin innan ungdómstelvingina seinnu árini. Tískil vórðu 16 ára gomlu Rógvi Egilstoft Nielsen, úr Sandavági og Ársins Stjørnuskot 2008/09, Hjalti Toftum Jógvansson, úr Tórshavn, úttiknir at umboða Føroyar á 4. borði. Og sera væl hilnadist. Álitið Talvsambandið gav ungu talentunum varð latið aftur við framúrskarandi góðari úrtøku. Uttan tap í 9 umfør.  

Føroyar hava mong søgulig úrslit at vísa á í OL høpi innan telvingina, har luttikið er síðani 1970. Í OL høpi eru Føroyar í miðjuni av øllum heimsins londum. Í dag varð staðfest, at Føroyar er besta smátjóðin í Evropiskum høpi ! 

Ritstjóri óskar frændum okkur og vinaþjóð hjartanlega til hamingju með sigurinn!


Guðmundur tapaði í fyrstu umferð á stóra sleipa skákmótinu

Guðmundur KjartanssonFIDE-meistarinn Guðmundur Kjartansson (2388) tapaði fyrir enska alþjóðlega meistaranum Jack Rudd (2357) í fyrstu umferð stóra sleipa skákmótsins (Big Slick Chess) sem fram fór í dag í London en teflt mun vera í spilavíti.  Í 2. umferð, sem fram fer á morgun, teflir Guðmundur við rússneska alþjóðlega meistarann Alexander Cherniev (2423).

Alls taka 10 skákmenn þátt í efsta flokki og tefla þeir allir við alla.  Til að ná áfanga að stórmeistaraáfanga þarf 7 vinninga en til að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli þarf 5,5 vinning.

Heimasíða mótsins

 

 


Sr. Gunnþór “skákprestur” sleginn til riddara

Einar S. Einarsson og Gunnþór IngasonStjórn Riddarans, skákklúbbs eldri borgara, Strandbergi, Hafnarfjarðarkirkju,  ákvað nýlega, með fulltingi allra innvígðra og innmúraðra klúbbfélaga sinna,

að heiðra Sr. Gunnþór Þ. Ingason, með því að sæma hann heiðursriddaranafnbót í þakklætis- og kveðjuskyni,

nú þegar hann lætur af störfum sóknarprests við Hafnarfjarðarkirkju eftir 32 ára þrotlaust og gróskumikið starf og hverfur til annarra mikilvægra kennimanns- og fræðastarfa á vegum Þjóðkirkjunnar á Biskupsstofu, þar sem hann mun m.a. sinna rannsóknum á keltneskri kristni

og menningu og áhrifum hennar á íslenskt kristnihald.   

Sr. Gunnþór hefur verið verndari Skákklúbbsins Riddarans, allt  frá því hann var stofnaður fyrir 10 árum og stutt starfsemi hans ötullega og beitt sér fyrir  ýmsum nýjungum, þar sem Skákmótið Æskan og Ellin ber hæst. Þá hefur hann borið ríka umhyggju fyrir  klúbbnum, efnt til sérstakra skákmessa, blessað meðlimi hans og allt skáklíf á Íslandi og mært taflið í dýrum kveðskap.   

Á skákfundi klúbbsins í dag, sló Einar S. Einarsson, formaður, Sr. Gunnþór til heiðursriddara með pomp og pragt. Þessu til staðfestu var honum síðan afhent silfurslegin riddarastytta með áletruðu nafni hans, klúbbsins og ártali, ásamt viðurkenningar-skjali um leið og honum var óskað velfarnaðar í störfum á nýjum vettvangi.


Bjarni Jens sigraði á útiskákmóti

Bjarni JensÚtiskákmót var haldið á Egilsstöðum laugardaginn 20. júní.  Þátttakendur voru 10, þeir Hjálmar Jóelsson, Jón Björnsson, Magnús Ingólfsson, Guðmundur Ingvi Jóhannsson, Hákon Sófusson, Ernst Bachmann, Albert Geirsson, Jóhann Þorsteinsson, Bjarni Kristinsson og Sölvi Aðalbjarnarson.
Tefld var einföld umferð 5 mín. hraðskák. 

Sigurvegari varð Bjarni Kristinsson með 9 vinninga. Í öðru sæti Hjálmar Jóelsson með 7 vinninga.  Í þriðja sæti Magnús Ingólfsson með 5½ vinning og í 4.- 5. sæti urðu Guðmundur Ingvi Jóhannsson og Jóhann Þorsteinsson með 5 vinninga.


Myndasafn Skáksambands Íslands

Andri Áss Grétarsson, Gunnar Björnsson og Davíð ÓlafssonGlæsilegt myndasafn Skáksambandsins er tilbúið. Í myndasafninu er að finna margar óborganlegar myndir úr skáklífi Íslands. Skönnun mynda og uppsetning var í höndum Braga Þórs Valssonar.

Ritstjóri hefur skoðað þessar myndir og skemmt sér konunglega.  Sérstaklega er skemmtilegt að skoða Eigtís-myndirnar!

Myndasafnið má nálgast í gegnum heimasíðu SÍ.


Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 319
  • Frá upphafi: 8763709

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 153
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband