Bloggfćrslur mánađarins, mars 2017
31.3.2017 | 10:30
Fjórđungur Dalskóla međ á skólamótinu
Öflug skákkennsla hefur veriđ í Dalskóla í Úlfarsárdal ţennan vetur sem Bjarni Jóhannsson íţróttakennari skólans sinnir. Bjarni var á sínum tímum nemandi í Rimaskóla og var međal fyrstu nemanda ţar sem fengu skákkennslu fyrir tilstuđlan Helga Árnasonar skólastjóra um miđjan tíunda áratuginn. Skólinn tekur ţátt í verkefni Skáksambandsins Skák eflir skóla - Kennari verđur skákkennari og er Bjarni fulltrúi skólans.
Skólaskákmót skólans fór fram á dögunum. Mikil ţátttaka var en fjórđungur skólans settist ađ tafli og voru nemendur á öllum skólastigum međal ţátttakenda. Sigurvegari varđ ungur skákmađur ađ nafni Mikael Trausti sem hefur teflt í nokkur ár. Eins og áđur segir var ţátttaka afar góđ en í kringum 50 nemendur tóku ţátt.
31.3.2017 | 09:02
Páskamót Vinaskákfélagsins fer fram á mánudaginn
Páskaskákmót Vinaskákfélagsins verđur haldiđ mánudaginn 3. apríl kl: 13 í Vin ađ Hverfisgötu 47. Tefldar verđa 6 umferđir međ 7 mínútur á skák. Mótiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga.
Í hléi verđur bođiđ upp á hiđ frábćra og ógleymanlega kaffi og veitingar. Góđ verđlaun verđa í bođi. (Kannski verđa einhver páskaegg í verđlaun).
Ţiđ getiđ skráđ ykkur á mótiđ á gula kassanum efst á síđunni á skak.is
Allir velkomnir!!
31.3.2017 | 08:58
Páskaeggjamót Hugins fer fram 10. apríl
Páskaeggjamót Hugins verđur haldiđ í 25. sinn mánudaginn 10. apríl 2017, og hefst tafliđ kl. 17, ţ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsćfingar. Páskaeggjamótiđ kemur í stađ mánudagsćfingar. Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Mótiđ er opiđ öllum krökkum á grunnskólaaldri. Skráningarform er er á skak.is og eru vćntanlegir ţátttakendur beđnir um ađ skrá sig til ađ auđvelda undirbúning mótsins. Mótiđ verđur reiknđ til alţjóđlegra hrađskákstiga.
Allir ţátttakendur keppa í einum flokki en verđlaun verđa veitt í tveimur ađskildum flokkum. Páskaegg verđa í verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, bćđi í eldri flokki (fćddir 2001 2004) og yngri flokki (fćddir 2005 og síđar). Sá sem er efstur í hverjum árgangi fćr einnig páskaegg sem og efstu ţrjár stúlkurnar á mótinu. Ađ auki verđa tvö páskaegg dregin út. Enginn fćr ţó fleiri en eitt páskaegg. Lítiđ páskaegg verđur svo fyrir ţá sem ekki vinna til verđlauna.
Páskaeggjamótiđ verđur haldiđ í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Inngangur er milli Subway og Fröken Júlíu en salur félagsins er á ţriđju hćđ hússins.
Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2017 | 12:11
Páskaeggjafjöriđ er hafiđ hjá TR
Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur hófst síđastliđinn sunnudag og er óhćtt ađ segja ađ kátt hafi veriđ í skákhöllinni. Hátt í 60 börn voru samankomin til ţess ađ iđka skáklistina í von um ađ nćla sér í nokkra vinninga og jafnvel eitt páskaegg ađ auki. Eins og gefur ađ skilja geta ekki allir hlotiđ verđlaun, en allir geta notiđ ţess ađ glíma viđ skákgyđjuna í góđra vina hópi, ef hugurinn er ţannig innstilltur. Mótshaldarar eru ţví fegnir ađ hafa ekki ţurft ađ veita verđlaun fyrir afburđa kátínu, brandarasmíđar, framúrskarandi söng eđa snerpu í eltingaleik. Ţví erfitt hefđi veriđ ađ skera úr um sigurvegara í ţeim flokkum. Leikreglur skákmóta eru á hinn bóginn ţeim kostum gćddar ađ auđvelt er ađ skera úr um sigurvegara; fjöldi vinninga er ţćgilegur mćlikvarđi ađ ţví leyti.
Fjórir upprennandi skákmeistarar röđuđu sér í ţriđja sćti međ 5 vinninga; Mikael Bjarki Hreiđarsson, Anna Katarina Thoroddsen, Jóhann Helgi Hreinsson og Soffía Berndsen. Í slíkum tilfellum er ţađ tölvuforritiđ sem reiknar út hvađa skákmađur hafi orđiđ hlutskarpastur, byggt á andstćđingum hvers og eins. Mikael Bjarki hreppti 3.sćtiđ ađ ţessu sinni. Anna Katarina og Soffía Berndsen urđu efstar stúlkna í yngri flokki en Anna Katarina varđ hćrri á stigum.
Nánari upplýsingar um úrslit og lokastöđu mótsins má nálgast á chess-results: Yngri flokkur Eldri flokkur.
Mót númer tvö í Páskaeggjasyrpunni verđur haldiđ nćstkomandi sunnudag og fer skráning fram í skráningarformi sem nálgast má hér fyrir neđan. Einnig er hćgt ađ finna skráningarblađiđ í gula kassanum á skak.is. Mótiđ á sunnudag hefst klukkan 13.
Taflfélag Reykjavíkur ţakkar öllum ţeim börnum sem lögđu leiđ sína í Faxafeniđ og gerđu Páskaeggjaspyrpuna ađ ţeirri skákveislu sem raunin varđ. Sjáumst nćsta sunnudag!
Myndskreytta frásögn má finna á heimasíđu TR.
30.3.2017 | 10:06
Undanrásir Reykjavík Open Barna-Blitz ađ hefjast
Eins og frá árinu 2009 stendur Skákakademía Reykjavíkur í samstarfi viđ taflfélög borgarinnar fyrir Reykjavík Open Barna-Blitz sem er hrađskákmót fyrir krakka í sjöunda bekk og yngri, ţađ er fćdd 2004 og síđar.
Taflfélag Reykjavíkur, Huginn, Skákdeild Fjölnis og Víkingaklúbburinn eru öll međ undanrásir ţar sem tvö sćti eru í bođi í úrslitunum sem tefld verđa sunnudaginn 23. apríl.
Tímasetningar undanrásanna liggja fyrir og eru eftirtaldar:
Huginn: Mánudaginn 3. apríl í Mjóddinni, hefst 17:15.
Víkingaklúbburinn: Miđvikudaginn 5. apríl í Víkinni, 17:15.
Skákdeild Fjölnis: Miđvikudaginn 5. apríl í Rimaskóla, hefst 16:30.
Taflfélag Reykjavíkur: Laugardaginn 8. apríl í Taflfélagi Reykjavíkur ađ Faxafeni 12, hefst 14:00.
Ţađ stefnir í ćsispennandi lokaumferđ í Skákmóti öđlinga en sjötta og nćstsíđasta umferđ fór fram í gćrkveld. Ţađ var hart barist og ţrátt fyrir ađ helming tefldra skáka hafi lokiđ međ jafntefli voru ţađ síđur en svo baráttulausar viđureignir. Ein af orrustunum sem lauk međ skiptum hlut var bardagi Björgvins Víglundssonar (2185) og Ţorvarđs F. Ólafssonar (2188) á efsta borđi eftir mikla baráttu ţar sem Ţorvađur var orđinn knappur á tíma og stađan virtist frekar vera Björgvini í hag. Á sama tíma lagđi Fide-meistarinn Ingvar Ţór Jóhannesson (2377) Óskar Long Einarsson (1671) eftir mikinn svíđing í endatafli hvar hinn fyrrnefndi hafđi yfir gríđarlega öflugu biskupapari ađ ráđa gegn biskupi og riddara ţess síđarnefnda. Peđsvinningur og útilokun hins hvíta riddara tryggđi Ingvari sigur eftir laglega úrvinnslu.
Björgvin og Ingvar eru ţví efstir og jafnir međ 5 vinninga og ljóst ađ úrslit ráđast ekki fyrr en í lokaumferđinni sem fer fram nćstkomandi föstudagskvöld. Ţorvarđur er í 3.-4. sćti međ 4,5 vinning ásamt Siguringa Sigurjónssyni (2021) sem lagđi Gunnar K. Gunnarsson (2115) í fjörugri skák. Ţrír keppendur koma nćstir međ 4 vinninga. Björgvin er enn efstur skákmanna 50 ára og eldri og stefnir allt í ađ hann tryggi sér Íslandsmeistaratitil ţess aldurshóps. Í ţeim hópi er Ţór Valtýsson (1962) sá eini sem getur náđ Björgvini ađ vinningum en ţeir mćtast einmitt í lokaumferđinni.
Rétt er ađ ítreka ađ lokaumferđin fer fram nćstkomandi föstudagskvöld og hefst kl. 19.30. Búast má viđ rafmögnuđu andrúmslofti í Skákhöllinni enda sjálfur Öđlingameistaratitillinn í húfi ásamt Íslandsmeistaratitli 50 ára og eldri. Á efstu borđum mćtast Siguringi og Ingvar, Ţorvarđur og Óskar, sem og Ţór og Björgvin eins og áđur kom fram.
30.3.2017 | 07:00
Áskorendaflokkur hefst á laugardaginn í Stúkunni
Áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák fer 1.-9. apríl nk. Teflt er í Breiđabliks-stúkunni í Kópavogi. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissneska kerfinu.
Verđlaun í áskorendaflokki eru sem hér segir:
- 75.000 kr.
- 45.000 kr.
- 30.000 kr.
Verđlaun skiptast eftir Hort-kerfi séu menn efstir í verđlaunasćtum í áskorendaflokki. Tvö efstu sćtin gefa keppnisrétt í landsliđsflokki í ár sem fram fer á Hafnarfirđi, 9.-20. maí nk.
Séu menn jafnir rćđur stigaútreikningur.
Skráning
Ţátttökugjöld eru 5.000 kr. Unglingar 15 ára og yngri (2000 og síđar) fá 50% afslátt. F3-félagar fá frítt í mótiđ.
Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst). Ţátttökugjöld greiđist inn á reikning 101-26-12763, kt. 580269-5409 fyrir mót.
Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.
Tímamörk
Áskorendaflokkur: 90 mínútur + 15 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúnda viđbótartími eftir hvern leik.
Dagskrá:
- umferđ, laugardagurinn, 1. apríl, kl. 13:00
- umferđ, sunnudagurinn, 2. apríl, kl. 13:00
- umferđ, mánudagurinn, 3. apríl, kl. 18:30
- umferđ, ţriđjudagurinn, 4. apríl, kl. 18:30
- umferđ, miđvikudagurinn, 5. apríl, kl. 18:30
- umferđ, fimmtudagurinn, 6. apríl, kl. 18:30
- umferđ, föstudagurinn, 7. apríl, kl. 18:30
- umferđ, laugardagurinn, 8. apríl, kl. 13:00
- umferđ, sunnudagurinn, 9. apríl, kl. 13:00
Jafnteflisreglur
Takmarkanir eru settar á jafnteflisbođ. Hún gengur út á ţađ ađ ekki er heimilt ađ bjóđa jafntefli fyrr en báđir keppendur hafa leikiđ 30 leiki. Á ţví má gera undantekningar sé ţráteflt en ţá verđur ađ stöđva klukku, kalla á skákstjóra og koma međ jafntefliskröfu.
Yfirseta
Hćgt er ađ taka tvćr yfirsetur í umferđum 1-6 og fá fyrir hana hálfan vinning. Óska ţarf eftir yfirsetunni međ góđum fyrirvara og fylla út eyđublađ ţess efnis hjá skákstjóra.
Spil og leikir | Breytt 18.3.2017 kl. 12:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2017 | 15:14
Varaforseti FIDE skrifar Kirsan - fram kemur ađ upptökur séu til af fundinum frćga
Á heimasíđu FIDE í dag er birt bréf Girogos Makropoulos, varaforseta FIDE og nú starfandi foreta (acting) til Kirsan Ilyumzhinov. Athygli vekur ađ svo virđist sem andstćđingar Kirsans stjórni alveg heimasíđu FIDE og einnig er áhugavert ađ Kirsan er ekki ávarpađur sem forseti FIDE.
Í bréfi Makropoulos kemur fram stađan nú sé sök Ilyumzhinovs sjálfs. Hann hafi aldrei veriđ hvattur til ađ segja af sér á stjórnarfundinum 26. mars sl. heldur hafi margoft sjálfur bođist til ađ hćtta og hafi í lokin lýst ţví yfir ađ hann segđi af sér og hafi svo endurtekiđ ţađ tvisvar.
Einnig bendir Makro á ađ forsetinn hafi margoft á fundinum veriđ varađur viđ ađ nota stjórnarfundi FIDE til ađ leysa persónuleg mál.
Ađ lokum bendir Makro ađ til séu upptökur af fundinum sem sanni ađ ásakanir Kirsan um valdarán eđa kallađ eftir afsögn sinni eiga sér enga stođ í raunveruleikanum.
Bréfiđ í heild sinni má finna hér ađ neđan:
29.3.2017 | 07:00
Páskaeggjamót Víkingaklúbbsins fer fram í dag
Páskaeggjamót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verđur haldiđ í Víkinni Víkingsheimilinu miđvikudaginn 29. mars. Tefldar verđa 6. umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma á mann og hefst mótiđ kl. 17.15. Allir krakkar eru velkomnir og keppt verđur í einum flokki, en aukaverđlaun verđa fyrir besta árangur í hverjum aldursflokki.
Allir fá páskaegg fyrir framistöđu sína og ţátttaka í mótinu er ókeypis. Barna og unglingaćfingar Víkingaklúbbsins verđa vikulega á miđvikudögum fram á sumar.
ATH: Nauđsynlegt er ađ skrá sig (nafn og fćđingarár) til ađ tryggja ţátttöku. Skráning á mótiđ fer fram á ntefangiđ vikingaklubburinn(hjá)gmail.com og á Skák.is (guli kassinn efst).
Skráđir keppendur
Spil og leikir | Breytt 27.3.2017 kl. 21:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2017 | 23:34
Hörđuvallaskóli Íslandsmeistari grunnskólasveita
Íslandsmót grunnskólasveita fór fram síđustu helgina í Rimaskóla. Mótiđ var ćsispennandi frá fyrstu umferđar til ţeirrar síđustu. Fljótlega var ljóst ađ Hörđuvallaskóli og Laugalćkjarskóli myndu berjast um titilinn. Fyrir lokaumferđina hafđi Hörđuvallaskóli eins vinnings forskot á Laugalćkjarskóla og mćtust sveitirnar í lokaumferđinni. Ţar höfđu kapparnir úr póstnúmeri 104 sigur 2˝-1˝ og ţar međ komu sveitirnar jafnar í mark.
Sveitirnar tefldu til úrslita í gćr. Tefld var tvöföld umferđ og höfđu Hörđuvellingar betur í fyrri umferđinni 2˝-1˝. Strákarnir úr Laugadalnum svöruđu í sömu mynd og ţví ţurfti ađ framlengja. Ţar höfđu strákarnir úr Kópavogi betur 3-1 og Íslandsmeistaratitillinn ţví ţeirra. Ţeir vörđu ţví titilinn frá í fyrra.
Báđar sveitirnar tefla fyrir Íslands hönd á Norđurlandamóti grunnskólasveita sem fram fer í haust á Íslandi.
Sveit Hörđuvallaskóla skipuđu:
- Vignir Vatnar Stefánsson
- Stephan Briem
- Sverrir Hákonarson
- Arnar Milutin Heiđarsson
- Benedikt Briem
Liđsstjóri var Gunnar Finnsson
Liđ Laugalćkjarskóla skipuđu:
- Aron Ţór Mai
- Alexander Oliver Mai
- Jón Ţór Lemery
- Daníel Ernir Njarđarson
- Jason Andri Gíslason
Liđsstjóri var Dađi Ómarsson.
Rimaskóli varđ í ţriđja sćti.
B-sveit Álfhólssóla varđ efst b-sveita og c-sveit Rimaskóla varđ efst c-sveita.
Úrslitin á sjálfu mótinu má finna á Chess-Results.
Borđaverđlaunahafar urđu:
- Vignir Vatnar Stefánsson (Hörđuvallaskóla) 9 af 9
- Alexander Oliver Maí (Laugalćkjarskóla) 9 af 9
- Sverrir Hákonarson (Hörđuvallaskóla) 8,5 af 9
- Arnór Gunnlaugsson (Rimaskóla) 7,5 af 9
Spil og leikir | Breytt 29.3.2017 kl. 14:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.11.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 138
- Frá upphafi: 8771192
Annađ
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 106
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar