Leita í fréttum mbl.is

Páskaeggjafjöriđ er hafiđ hjá TR

TRBanner2017_simple

Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur hófst síđastliđinn sunnudag og er óhćtt ađ segja ađ kátt hafi veriđ í skákhöllinni. Hátt í 60 börn voru samankomin til ţess ađ iđka skáklistina í von um ađ nćla sér í nokkra vinninga og jafnvel eitt páskaegg ađ auki. Eins og gefur ađ skilja geta ekki allir hlotiđ verđlaun, en allir geta notiđ ţess ađ glíma viđ skákgyđjuna í góđra vina hópi, ef hugurinn er ţannig innstilltur. Mótshaldarar eru ţví fegnir ađ hafa ekki ţurft ađ veita verđlaun fyrir afburđa kátínu, brandarasmíđar, framúrskarandi söng eđa snerpu í eltingaleik. Ţví erfitt hefđi veriđ ađ skera úr um sigurvegara í ţeim flokkum. Leikreglur skákmóta eru á hinn bóginn ţeim kostum gćddar ađ auđvelt er ađ skera úr um sigurvegara; fjöldi vinninga er ţćgilegur mćlikvarđi ađ ţví leyti.

Í yngri flokki var mikil spenna á toppnum og margar stórskemmtilegar skákir tefldar. Líkt og gjarnan vill verđa hjá yngstu iđkendunum ţá skiptu skákirnar alloft um eigendur og stundum réđust úrslitin jafnvel á ólöglegum leik. Einn var sá skákmađur sem stóđst allar raunir og leysti öll verkefni sem fyrir hann voru lögđ í skákunum sjö. Einar Tryggvi Petersen gerđi sér lítiđ fyrir og vann allar sínar skákir í mótinu. Einar Tryggvi hefur veriđ iđinn viđ kolann ađ undanförnu og hafa skákţjálfarar TR tekiđ eftir stórstígum framförum hjá pilti. Í 2.sćti varđ hinn reynslumikli Bjartur Ţórisson međ 5,5 vinning. Líkt og Einar Tryggvi ţá hefur Bjartur veriđ sérlega duglegur ađ mćta á skákćfingar hjá TR undanfarin misseri. Ţessir ungu og efnilegu piltar eru góđur vitnisburđur um ađ ástundun og framfarir haldast í hendur.

received_274458886327523

Fjórir upprennandi skákmeistarar röđuđu sér í ţriđja sćti međ 5 vinninga; Mikael Bjarki Hreiđarsson, Anna Katarina Thoroddsen, Jóhann Helgi Hreinsson og Soffía Berndsen. Í slíkum tilfellum er ţađ tölvuforritiđ sem reiknar út hvađa skákmađur hafi orđiđ hlutskarpastur, byggt á andstćđingum hvers og eins. Mikael Bjarki hreppti 3.sćtiđ ađ ţessu sinni. Anna Katarina og Soffía Berndsen urđu efstar stúlkna í yngri flokki en Anna Katarina varđ hćrri á stigum.

received_274458879660857

Í eldri flokki var hörkukeppni um efstu sćtin. Miklar sviptingar voru í skákum toppbaráttunnar er spennustigiđ náđi hámarki undir lok mótsins. Í efstu sćtin rađađi sér mikiđ keppnisfólk sem hefur sýnt stáltaugar í gegnum tíđina á mótum sem ţessum. Svo fór ađ ađeins hálfur vinningur skildi ađ efstu tvö sćtin. Hlutskarpastur varđ Ísak Orri Karlsson međ 6,5 vinning. Hann vann fyrstu fjórar skákir sínar en gerđi svo jafntefli í 5.umferđ gegn hinum síkáta Kristjáni Degi Jónssyni. Ísak Orri tryggđi sér svo sigurinn í mótinu međ ţví ađ vinna síđustu tvćr skákir sínar. Í 2.sćti međ 6 vinninga varđ Batel Goitom Haile og vann hún alla andstćđinga sína ađ undanskyldum sigurvegaranum sem hún varđ ađ játa sig sigrađa gegn í 3.umferđ. Í 3.-4.sćti urđu Gunnar Erik Guđmundsson og Karl Andersson Claesson, báđir međ 5 vinninga. Gunnar Erik reyndist eilítiđ hćrri á stigum og hreppti ţví 3.sćtiđ. Batel varđ efst stúlkna í eldri flokki, en nćstar henni komu Freyja Birkisdóttir og Ásthildur Helgadóttir međ 4,5 vinning.

Ađ loknu móti fór fram verđlaunaafhending og ađ henni lokinni var dregiđ í happdrćtti. Ţađ var mikil eftirvćnting í salnum ţví happdrćttisvinningurinn var bústiđ páskaegg númer sex frá Nóa Síríus. Sá heppni ađ ţessu sinni var Arnar Páll Halldórsson. Sá lukkunnar pamfíll mun ekki ţjást af súkkulađiskorti um Páskana.

Nánari upplýsingar um úrslit og lokastöđu mótsins má nálgast á chess-results: Yngri flokkurEldri flokkur.

Mót númer tvö í Páskaeggjasyrpunni verđur haldiđ nćstkomandi sunnudag og fer skráning fram í skráningarformi sem nálgast má hér fyrir neđan. Einnig er hćgt ađ finna skráningarblađiđ í gula kassanum á skak.is. Mótiđ á sunnudag hefst klukkan 13.

Taflfélag Reykjavíkur ţakkar öllum ţeim börnum sem lögđu leiđ sína í Faxafeniđ og gerđu Páskaeggjaspyrpuna ađ ţeirri skákveislu sem raunin varđ. Sjáumst nćsta sunnudag!

Myndskreytta frásögn má finna á heimasíđu TR.

Skráningarform


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 174
  • Frá upphafi: 8764617

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 138
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband