Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Ól 2012

Skákţáttur Morgunblađsins: Gulliđ gekk Kínverjum úr greipum

Úkraína - KínaFyrir síđustu umferđ ólympíumótsins í Istanbúl á dögunum áttu kínversku sveitirnar í opna- og kvennaflokknum góđa möguleika á gullverđlaunum. Karlasveitin var jöfn Rússum og Armenum en međ sigri í lokaumferđinni hefđi sveitin stađiđ langbest ađ vígi ţar sem allar niđurstöđur hnigu í sömu átt; ef grípa ţyrfti til stigaútreiknings myndi kínverska vinna. Reyndin varđ sú ađ stigaútreikning ţurfti til en ţá ţurfti međ afar flóknu kerfi ađ gera upp á milli armensku sveitarinnar og ţeirrar rússnesku. Kína tapađi nefnilega fyrir Úkraínu og endađi í fjórđa sćti. Í kvennaflokknum fór einnig allt á versta veg, kínversku stúlkurnar, međ heimsmeistarann Hou Yifan á 1. borđi, unnu sína viđureign en viđ stigaútreikning reyndust keppinautar ţeirra Rússar hafa betur. Ţar er ţó bćttur skađinn ţví kínverska kennaliđiđ hefur margsinnis unniđ gull á ólympíumótum.

Vandinn liggur nefnilega hjá körlunum. Bíđi mađur nógu lengi viđ bakka Gula fljótsins er aldrei ađ vita nema lík óvinanna fljóti ţar framhjá, segir kínverskt máltćki fornt. Einn góđan veđurdag munu fremstu skákmenn ţeirra uppfylla vćntingar alţýđulýđveldisins um fullnađarsigur á vettvangi ólympíumótanna. Til ţess hafa ţeir a.m.k. nćgan mannskap. Hljómfögur nöfn stórmeistara á borđ viđ Liren Ding, Ni Hua og Xiangzi Bu kalla fram minningar um skćran bjölluhljóm sem ónefndur íslenskur skákmađur ţóttist heyra ţegar yfir menn dundu hinar frćgu „kínversku drottningarfórnir" sem voru ađalsmerki frumherjanna sem tefldu í Buenos Aires 1978. Í dag er leiktćkni sumra kínversku skákmannanna svo góđ ađ minnir á vel ţjálfađa borđtennisleikara. Og ţađ var ekki hátt á ţeim risiđ, andstćđingunum í lokaumferđinni, Úkraínumönnum. Ivantsjúk hafđi orđiđ fyrir ýmsum skakkaföllum í Istanbúl og sumir ađrir langt frá sínu besta. Sigurstund Kínverja virtist ćtla ađ renna upp - en ţeir töpuđu 1:3! Ég hef dálítiđ veriđ ađ velta ástćđunni fyrir ţessari kínversku „tregđu gagnvart gullinu". Niđurstađan er ekki alveg komin. Ţegar Mikhael Tal kom til Íslands áriđ til 1964 kjaftađi á honum hver tuska. Ţó kom hann úr lokuđu samfélagi. Kínversku skákmennina er ekki hćgt ađ nálgast á sama hátt:

ÓL 2012; 11. umferđ:

Vasilí Ivantsjúk - Wang Hao

Nimzoindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 5. Bd3 d5 6. Rf3 b6 7. a3 Bxc3+ 8. bxc3 c6?!

Sérkennilegur leikur. Sjálfsagt er 8.... dxc4 9. Bxc4 c5 ásamar - Dc7 o.s.frv.

9. cxd5 cxd5 10. Be2 Rc6 11. O-O Ra5 12. a4 He8 13. Re5 Re4 14. f3 Rd6

Vitaskuld ekki 14.... Rxc3 15. Dc2 og vinnur.

15. Ba3 Bb7 16. Bxd6 Dxd6 17. f4 g6 18. Dg4

Hvítur er búinn ađ byggja upp vćnlega sóknarstöđu.

18.... Rc4 19. Dg3 Dc7 20. Bxc4 dxc4 21. f5 f6

Nú er afar freistandi ađ fórna manni. Til ţess ađ dćmiđ gangi upp ţarf ađ finna 26. leikinn.

22. fxg6! fxe5 23. Hf7 Dc6 24. gxh7+ Kxf7 25. Hf1+ Ke7

Ivantsjúk var búinn ađ sjá ađ valdiđ á e7-reitnum skiptir hér sköpum.

g00pmcqd.jpg26. h8(D)! Hxh8 27. Dg7+ Kd6 28. dxe5+!

- og Wang Hao gafst upp. Framhaldiđ gćti orđiđ 28.... Kc5 29. De7+ Kd5 30. Hd1+ Ke4 31. Hd4+ Kxe3 32. Dg5+ Ke2 33. Dd2 mát.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 30. september 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Bestar á Norđurlöndum

Ólympíuliđ kvennaÁ Ólympíuskákmótunum snýst keppnin ekki ađeins um gull, silfur og brons. Ţađ er meira undir, t.d. náđu Hollendingar sjötta sćti í opna flokknum og tryggđu sér áframhaldandi stuđning styrktarađila. Međal öflugustu ţjóđanna er litiđ á verđlaunasćti sem ígildi verđlauna á Ólympíuleikum. Ţađ reyndu Armenar er ţeir sneru heim ţjóđhetjur eftir ađ hafa unniđ ţriđju gullverđlaunin á fjórum Ólympíumótum.

Íslendingar voru góđu vanir á níunda og tíunda áratug síđustu aldar svo ţađ vakti ekki neina sérstaka athygli í Bled áriđ 2002 ţegar karlasveitin vann ţar sérstök verđlaun í svonefndum B-stigaflokki.

Önnur keppni fer fram á vettvangi Ólympíumótanna: viđ fylgjumst alltaf grannt međ frammistöđu hinna Norđurlandaţjóđanna og í kvennaflokki var íslenska sveitin best, hlaut 12 stig og varđ í 53. sćti en var fyrirfram rađađ í 62. sćti.

Lenka Ptacnikova hlaut 7 vinninga af 10 mögulegum en Elsa María Kristínardóttir stóđ sig einnig vel, hlaut 5 vinninga af sjö mögulegum og einnig Tinna Kristín Finnbogadóttir sem hlaut 4˝ v. af átta mögulegum. Ţćr hćkka báđar umtalsvert í stigum. Hallgerđur Helga og Jóhanna Björg voru nokkuđ frá sínu besta. Ţessi sveit er „ţéttari" en sú sem tefldi á Ol í Khanty Manyisk en betur má ef duga skal. Međ meiri vinnu og hćrri markmiđum gćtu ţessar stúlkur att kappi viđ bestu skákkonur heims.

Í kvennaflokknum réđust úrslitin á óverulegum stigamun. Rússar og Kínverjar hlutu 19 stig en Rússar fengu gulliđ.

Í lokaumferđinni vann Ísland Albaníu 3:1. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir vann mikilvćgan sigur en skákir hennar eru oft ćđi viđburđaríkar eins og dćmin sanna:

Bruna Tuzi - Jóhanna Björg Jóhannsdóttir

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 g6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Bg7 6. Rb3 Rf6 7. Be2 O-O 8. O-O b6 9. f4 d6 10. Bf3 Bb7 11. Rd5 Hc8 12. c3 Rd7 13. Kh1 Rc5 14. He1 Ba8 15. Dc2 Re6 16. Dd1 Rc5 17. h3 e6 18. Re3 Re7 19. Rc2 e5 20. Rb4 a5 21. Rd5 Bxd5 22. exd5 Rf5 23. fxe5 Bxe5 24. Kg1 Dh4 25. Rxc5 bxc5 26. Bg4 Kh8 27. Bxf5 gxf5 28. He3 Hg8 29. De1 Df4 30. g3 Hxg3+?

Jóhanna var búin ađ byggja upp yfirburđastöđu. Í stađ ţess ađ auka pressuna međ 30. ... Hce8 eđa 30. ... Dh4, kaus hún hagstćtt endatafl.

31. Hxg3 Dxg3 32. Dxg3 Bxg3 33. Kg2 Be5 34. Bd2 Hg8+ 35. Kf2 Hg3 36. Ke2 Hxh3?

36. ... Hg2+ vinnur. Eftir 37. Kd3 c4+! 38. Kc2 Bf4 39. Hd1 a4! getur hvítur sig hvergi hrćrt.

37. Hf1 Hh5?

Svartur ćtti ađ vinna eftir 37. ... h5! 38. Hxf5 Kg7 o.s.frv.

38. b3 Kg7 39. c4 Hh2+ 40. Hf2 Hxf2+ 41. Kxf2 h5 42. Bxa5 h4 43. Kg2 f4 44. Be1!

Taflmennska svarts í endataflinu einkennist af efnishyggju sem er ekki góđ leiđsögn. Ósigur og ţar međ jafntefli viđ Albani virtist ćtla ađ verđa niđurstađan.

44. ... Bf6 45. Kh3 Bd8 46. Bxh4 f6 47. Kg4 f5 48. Kh3 Bxh4 49. Kxh4 Kf6 50. Kh3 Ke5 51. Kg2 Ke4 52. a4 Ke3

gufplbv9.jpg-Sjá stöđumynd-

Sú hryggilega stađreynd blasti viđ ađ léki hvítur 53. Kf1 gćti svartur gefist upp. Kannski var ţreyta farin ađ segja til sín ţví ađ hvítur lék.... )

53. a5?? Ke2!

Skyndilega er svartur kominn međ unniđ tafl!

54. a6 f3 55. Kh2 f2 56. a7 f1=D 57. a8=D Df4+ 58. Kh1 Df3+ 59. Kh2 f4 60. Da2 Ke3 61. b4 Dg3+ 62. Kh1 De1+ 63. Kh2 Dxb4 64. Da1 Dxc4 65. Dg1 Kd2 66. Dg5 De2+

- og hvítur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 23. september 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Armenar og Rússar hrepptu gulliđ

013Armenar eru ólympíumeistarar í opnum flokki og Rússar í kvennaflokki. Ţetta eru helstu niđurstöđur 40. ólympíumótsins sem lauk í Istanbul í Tyrklandi um síđustu helgi. Báđar sigursveitirnar unnu gulliđ á stigamun. Í opna flokknum hlutu Rússar jafn mörg stig og Armenar og í kvennaflokki fengu kínversku stúlkurnar jafn mörg stig og Rússar. Ţetta er í ţriđja sinn á sex árum sem Armenar verđa ólympíumeistarar.

Keppnin ár var geysispennandi en fyrir lokaumferđina stóđu Kínverjar best ađ vígi, en töpuđu fyrir Úkraínumönnum sem náđu í bronsiđ. Rússar urđu ađ láta sér lynda 2. sćtiđ en höfđu um tíma tveggja stiga forskot eđa ţar til ţeir mćttu Bandaríkjamönnum og töpuđu 1 ˝ : 2 ˝.

Íslenska liđiđ bćtti örlítiđ ćtlađan árangur, varđ í 47. sćti af 150 ţátttökuţjóđum en var í upphafi rađađ í 51. sćti. Menn höfđu gert sér vonir um talsvert betri árangur. Jákvćđur ţáttur var góđ frammistađa Ţrastar Ţórhallsson sem hlaut 7 ˝ vinning af 10 mögulegum. Hjörvar Steinn stóđ fyrir sínu en Hannes Hlífar og Henrik Danielsen virkuđu á köflum óöruggir. Dagur Arngrímsson kom inn í liđiđ međ litlum fyrirvara og hefđi ţurft meiri tíma til undirbúnings. Íslenska sveitin var sein í gang en undir lokin var eins og menn vćru ađ nálgast eđlilegan styrk. Hvađ keppnisfyrirkomulagiđ á ólympíumótum áhrćrir ţá hefur umferđum veriđ fćkkađ úr ţrettán í ellefu og stigakerfi tekiđ upp. Ţađ er ađ margra áliti skref aftur á bak. Miklar tilviljanir réđu röđun fyrir hverja umferđ. Ţokkalegar sveitir, eins og sú danska, tefldu viđ mun lakari sveitir mestallt mótiđ og ţó sumir sveitarmeđlimir nćđu háu vinningshlutfalli lćkkuđu ţeir flestir á stigum. Gamla vinningakerfiđ skipti yfirleitt mótinu betur upp og lokaniđurstađan var meira í takt viđ skákgetu.

Margir glćstir sigrar unnust í Tyrklandi og fylgir hér besta skák Hannesar Hlífars:

Hannes Hlífar Stefánsson - Maghami Ghaem (Íran)

Spćnskur leikur e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 O-O 9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. Rf1 Bf8 14. Rg3 g6 15. b3 c6 16. Bg5

Breyer-afbrigđiđ á alltaf sína fylgismenn. Fischer beitti 16. leiknum í fyrstu skákinni í endurkomueinvíginu viđ Spasskí áriđ 1992.

16. ... Bg7 17. Dd2 De7 18. Bh6 Bxh6 19. Dxh6 c5 20. Had1 Hac8 21. Bb1 Rf8?

Íraninn viđist hafa vanmetiđ nćsta leik Hannesar. Öruggara var 21. .. Df8.

22. Rh4! R6d7 23. Rhf5!

Ţessi leikur lá í loftinu. Hvítur gefur tvo létta fyrir hrók og tvö peđ.

23. ... gxf5 24. Rxf5 Df6 25. Dxf6 Rxf6 26. Rxd6 cxd4 27. cxd4 Hb8 28. Rxe8 Hxe8 29. dxe5 Hxe5 30. f4 He7 31. e5 Rd5 32. f5!

Ţađ er afar mikilvćgt ađ svartur nái ekki ađ skorđa peđin. Hannes hafđi séđ fyrir 34. leikinn.

32. ... Rc3 33. Hd8! Rxb1

g3mpk2rd.jpg- sjá stöđumynd -

34. He3!

Hér er kominn kjarni fléttunnar. Hvítur skilur riddarann eftir en hótar 35. Hg3+ og mátar.

34. .... f6 35. e6! Kg7 36. Hg3+ Rg6 37. fxg6 hxg6 38. Hd7! Kf8 39. Hxg6 Be4

Skárra var 39. ... Bc6 en eftir 40. Hxf6+ Kg7 eđa 40. .. Ke8 41. Hd6 o.s.frv. 41. Hf7+ Hxf7 42. Hxf7 Kg6 43. Hf8! og 44. e7 vinnur hvítur.

40. Hd8+ He8 41. Hg8+! Kxg8 42. Hxe8+ Kg7 43. Hc8

- og svartur gafst upp.

Um frammistöđu kvennasveitarinnar verđur fjallađ í nćsta pistli.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 16. september 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Drottningarfórnin

ŢrösturDrottningin er öflugasti taflmađurinn á borđinu og viđ hliđ hennar virđist kóngurinn fremur vesćldarlegur og samband ţeirra hjóna virkar stirt; ţađ eru peđin sem skýla kónginum ţar sem hann leitar skjóls úti í horni en drottningin oft upptekin viđ landvinninga annars stađar á borđinu. Ţetta hefur ekki alltaf veriđ svona; í arabískri skák fyrir meira en ţúsund árum var viđ hliđ kóngsins atkvćđalítill ráđgjafi sem gat fćrt sig einn reit á ská líkt og biskup. Ţá breytingu sem varđ á vćgi taflmannanna má rekja til landafundanna miklu í lok 15. aldar og fyrirmyndin ađ drottningu skákborđsins í öllu sínu veldi er engin önnur en Ísabella drottning Spánar, sem hafđi ekki lítil áhrif á kóng sinn Ferdinand ţegar Kristófer Kólumbus leitađi eftir fjárstuđningi vegna ferđar sinnar til „Nýja heimsins" áriđ 1492.

Ţegar viđ nokkrir félagar fórum í svolitla „pílagrímsferđ" til Portoroz í vor gaukađi Friđrik Ólafsson ađ mér 300 bls. bók, um ţetta efni „Fćđing drottningar" eftir Marilyn Yalom. Höfundur er ţjóđfélagsrýnir sem tekst á viđ ţá spurningu hvernig svo sterk kvenímynd gat náđ fótfestu á miđöldum, í leik sem var ákaft stundađur af körlum, en Spánverjar státuđu af fremstu meisturum ţess tíma ţ. á m. prestinum Ruy Lopez sem spćnski leikurinn er kenndur viđ.

Ţađ er kannski vegna ţessarar sterku nćrveru drottningarinnar ađ stundum sćkir ađ okkur strákunum ţörf til ađ fórna henni. Ţröstur Ţórhallsson stóđ frammi fyrir ţessu vali í skák sinni viđ Tyrkjann Dastan á Ólympíumótinu í Istanbul sem lýkur um helgina. Um byrjun ţessar skákar er ekki mikiđ ađ segja, sikileyjarvörn ţróast yfir í „spćnskan leik". Međ 36. Bd4 hrekst svarta drottning til c7 og hin eiginlega sviđsetning hefst. Leikfléttan inniheldur ekki ađeins drottningarfórn heldur einnig línurof, hróksfórn og svikamylluţema:

Ol 2012; 4. umferđ:

Ţröstur Ţórhallsson- Muhammed Dastan

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5 Rc6 4. c3 Bd7 5. O-O Rf6 6. He1 a6 7. Ba4 b5 8. Bb3 e5 9. d4 Be7 10. Rbd2 O-O 11. h3 Dc7 12. Rf1 cxd4 13. cxd4 Ra5 14. Bc2 Hac8 15. Bd3 Db8 16. b3 Hfe8 17. Bb2 Bf8 18. Dd2Rc6 19. Had1 Hcd8 20. Bb1 Bc8 21. a3 Bb7 22. Rg3 h6 23. b4 Da8 24. d5 Re7 25. Rh4 Rd7 26. Hf1 g6 27. f4 Da7 28. Kh1 Bg7 29. Rf3 Rc8 30. h4 He7 31. h5 Kh7 32. Rh4 Bf6 33. Rf3 Db6 34. Rh2 Bh4 35. Re2 exf4 36. Bd4 Dc7 37. Dxf4 Bg5

gs2pj9ce.jpg38. Dxf7+!

Ţađ er ekki hćgt ađ sleppa svona tćkifćri, hugsađi Ţröstur. Ef allt bregst á hvítur ţráskák í hendi sér.

38. ... Hxf7 39. Hxf7+ Kg8 40. Hg7+ Kf8 41. Hf1+ Ke8 42. e5!

Línurof! Hótar 42. Bxg6 mát.

42. ... Re7 43. Hg8+! Rxg8 44. Bxg6+ Ke7 45. Hf7+ Ke8 46. Hh7+! Kf8 47. exd6!gs2pj9ci.jpg

( sjá stöđumynd )

Mögnuđ tilţrif. Eftir 47. ... Dxd6 kemur 48. Bg7+! Ke7 49. Be5+! og 50. Bxd6+.

47. ... Dc1+

Betri leikur finnst ekki.

48. Rxc1 Rgf6 49. Hh8+ Rg8 50. Re2?

Hvíta stađan er léttunnin en 50. Bg7+! Leiđir til máts, 50. ... Kxg7 51. Hh7+ Kf6 52. Rg4 mát eđa 51. ... Kf8 52. Hf7+ Ke8 53. Hf1 mát.

50. ... Bxd5 51. Rc3 Be6 52. Re4 Bf4 53. Hh7 Re5 54. Rf3 Rxg6 55. hxg6 Bc1 56. Hc7 Hc8 57. d7!

og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 9. september 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Sviptingar í keppni viđ Argentínu

HannesÓlympíuskákmótiđ sem nú fer fram í Istanbul í Tyrklandi, hiđ fertugasta í röđinni, dregur til sín liđ frá 166 ţjóđum sem er ţátttökumet. Teflt er í opnum flokki og kvennaflokki. Í opna flokknum eiga bćđi kynin ţátttökurétt. Nokkrar ţeirra sitja ţar ađ tafli og vekur Judit Polgar mesta athygli en hún teflir á 3. borđi fyrir Ungverja. Ísland er međ sveitir í báđum flokkum. Sú breyting var gerđ í opna flokknum ađ Dagur Arngrímsson tók sćti Héđins Steingrímssonar.

Frá og međ Haifa í Ísrael ´76 hefur Ólympíumótiđ veriđ teflt í opnum flokkum međ svissneska kerfinu en umferđunum hefur ţó fćkkađ úr fjórtán í ellefu. Önnur breyting er sú ađ vinningatalan skiptir ekki höfuđmáli, heldur stigin.

Báđar sveitir Íslands unnu 4:0 í fyrstu umferđ og töpuđu síđan í annarri umferđ, karlarnir 1:3 fyrir Argentínu og konurnar ˝ : 3 ˝ fyrir Ísrael. Í ţriđju umferđ gekk betur en mótherjar beggja sveita voru frá Wales, karlasveitin vann 3 ˝ : ˝ og er međ 8 ˝ vinning og 4 stig. Kvennasveitin vann 3:1 og er međ 7 ˝ vinning og 4 stig. Verđur frammistađa beggja liđa ađ teljast viđunandi.

Viđureign karlasveitarinnar gegn Argentínu hefđi fengiđ farsćlli endi ef Hannes Hlífar hefđi klárađ dćmiđ međ gjörunna stöđu. Skákin var afar spennandi á ađ horfa og fer hér á eftir. Sem fyrr eru miklar vonir bundnar viđ Hannes Hlífar sem sjaldan bregst á Ólympíumótum og hlaut borđaverđlaunum á sínu fyrsta Ólympíumóti í Manila á Filippseyjum sumariđ 1992:

Hannes Hlífar Stefánsson - Diego Flores

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Bc5 6. Rb3 Be7 7. Dg4 g6 8. De2 d6 9. O-O Rd7 10. Ra3

Hannes var vel undirbúinn fyrir ţessa viđureign og fylgdi hér nýlegri uppástungu Khalifmans.

10. ... Re5 11. Rc4 Rxc4 12. Bxc4 Dc7 13. Bd2 Bd7 14. a4 Hc8 15. a5 Rf6 16. Rd2 Bc6 17. b3 O-O 18. Bb2 d5 19. e5 Rh5 20. De2 Bb5 21. c4 dxc4 22. bxc4?!

Međ ţessum leik setti Hannes af stađ áćtlun sem stenst sennilega ekki alveg. Öruggara var 22. Rc4 og hvíta stađan er örlítiđ betri og hćgt er ađ tefla til sigurs án ţess ađ taka mikla áhćttu. Á tveim nćrliggjandi borđum voru tvćr fremur óásjálegar stöđur Hjörvars og Henriks og ţess vegna er ákvörđun Hannesar skiljanleg.

22. ... Bc5 23. Df3 Bc6 24. Re4 Hcd8 25. g4 f5! 26. exf6 Df4!

Tveir frábćrir leikir í röđ sem Hannes hafđi ţó séđ fyrr. Honum sást ţó yfir leyndur möguleiki í 29. leik.

27. De2 Hxd3 28. Rxc5 Hh3??

Best var 28. ... Hd2! og svarta stađan er unnin! Ţess vegna var áćtlun Hannesar sem hófst međ 22. bxc4 röng en Flores var ađ komast í mikla tímapressu.

29. f3! Hxf3 30. Hxf3! Bxf3 31. Dxe6+ Kh8

g26pi9oh.jpg(Sjá stöđumynd)

Hannes átti nćgan tíma og nú lék hann of hratt. Einfaldast er 32. f7+ Rg7 33. Rd7 og svartur getur gefist upp, t.d. 33. ... Dd2 34. Bxg7+ Kxg7 35. Df6+ Kh6 36. g5+ eđa 36. Dxf3.

32. Rd7?? Dd2!

Hótar 33. ... Dg2 mát og 33. ... Dxb2. Og sá veruleiki sem blasti viđ ţegar ţessi leikur kom var mönnum ekki ađ skapi.

33. f7+ Dxb2 34. De5+ Dxe5 35. Rxe5 Bxg4 36. Rxg4 Hxf7 37. Hb1 Rf4 38. Rf2 Hc7 39. Re4 Rd3 40. Hb3 Hxc4 41. Rd6 Rc5 42. He3 Hd4

- og Hannes gafst upp. Hann gat leikiđ 43. Rxb7 en hróksendatafliđ sem kemur upp eftir 43. ... Rxb7 44. He8+ Kg7 45. He7+ Kh6 46. Hxb7 Hd5 er vonlaust.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 2. september 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


Góđir sigrar í lokaumferđinni - íslenska kvennaliđiđ Norđurlandameistari - Armenar og Rússar ólympíumeistarar

Kvennaliđiđ í upphafi umferđar

Bćđi íslensku liđin unnu í lokaumferđ ólympíuskákmótsins.  Liđiđ í opnum flokki vann, 2,5-1,5, sigur á sveit Úrúgvć.  Kvennaliđiđ vann góđan, 3-1, sigur á Albaníu og urđu efstir Norđurlandaţjóđanna.  Armenar urđu ólympíumeistarar í opnum flokki en Rússar urđu ólympíumeistarar í kvennaflokki.

Í opnum flokki unnu Henrik Danielsen og Ţröstur Ţórhallsson, Hjörvar Steinn Grétarsson gerđi jafntefli en Hannes Hlífar Stefánsson tapađi.   

Í kvennaflokki Lenka Ptácníková, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Tinna Kristín Finnbogadóttir en Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir tapađi.  

Lokahóf mótsins hefst kl. 18.

Íslenska liđiđ í opnum flokki endađi í 47. sćti (rađađ fyrirfram í 51. sćti) og í 4. sćti Norđurlandaţjóđanna.  Íslenska kvennaliđiđ endađi í 51. sćti (rađađ fyrirfram í 62. sćti) og varđ efst Norđurlanda í kvennaflokki og er ţar međ óopinber Norđurlandmeistari.

Nánar um mótiđ síđar.

156 liđ tóku ţátt í opnum flokki og var íslenska liđiđ (Ř-2490) taliđ ţađ 51. sterkasta miđađ viđ međalstig.  Í kvennaflokki voru ţátttökuţjóđirnar 125 og var Ísland (Ř-1989) taliđ ţađ 62. sterkasta.



Ól-pistill nr. 13 - Mikil spenna og Bakú 2016

Albanía - ÍslandŢá er lokaumferđ ólympíuskákmótsins í fullum gangi.  Strákarnir tefla viđ Úrúgvć en stelpurnar viđ Albaníu.  Bćđi íslensku liđin teljast sigurtranglegri og ljóst ađ góđ úrslit í dag geta ţýtt mjög ásćttanlegt sćti í báđum flokkum eftir skrykkjótta byrjun.  Toppbaráttan er mögnuđ, ein sú magnađasta sem ég minnist.   FIDE-ţingiđ klárast í dag en stćrstu tíđindin hljóta ađ teljast ađ ólympíuskákmótiđ 2016 verđur í Bakú í Aserbaídsjan.

Gćrdagurinn

Sjálfur sat ég FIDE-ţingiđ í gćr en flestir hinna fóru í bćjarferđ og kíktu á markađi hér.  Svolítiđ skrýtiđ ađ hafa frídag fyrir lokaumferđina (5-5-1).   Mér ţćtti 4-4-3 eđa jafnvel 5-3-2 vera eđlilegra.

Umferđ dagsins

Úrúgvćar eru andstćđingar dagsins.  Ţeir hafa ţrjá nokkuđ sterka skákmenn, stórmeistara á fyrstaHenrik borđi, 2 alţjóđlega meistarara, en eru veikir á fjórđa borđi.  Viđ höfum mćtt ţeim fjórum sinnum áđur.  Höfum unniđ ţá ţrisvar.  Fyrst á ţví frćga móti 1939 í Buenos Aires ţegar viđ unnum Copa America bikarinn, en ţá tefldu Baldur Möller, Ásmundur Ásgeirsson, Jón Guđmundsson og Guđmundur Arnlaugsson fyrir Íslands hönd gegn Úrúgvć.  Einnig árin 1962 og 1990, en í síđari skiptiđ voru ţađ Helgi liđsstjóri, Jón L. , Jóhann og Héđinn sem unnu 4-0.  Viđ töpuđum svo fyrir ţeim 1964 međ minnsta mun.  Stađan er samtals 12-4.

Kvennaliđiđ mćtir liđi Albaníu.  Viđ mćttum ţeim einnig áriđ 2010.  Ţá vannst góđur 3-1 sigur.

FIDE-málefni

Síđustu daga hef ég sótt FIDE-ţingiđ og var ţađ klárast fyrir skemmstu. Sérstök samkunda og athyglisverđar umrćđur á köflum. 

Ţađ náđist samkomulag um ný grundvallarlög FIDE eftir miklar samningaviđrćđur á milli Kasparovs og hans fólk og FIDE-fólks.   Kasparov var bođađur sigri hrósandi í rćđustól eftir ţćr ţar sem hann tók í hönd Kirsans og talađi um einingu í skákheiminum. 

Makro stjórnar fundiTilfinningin, sem ég fékk og fleiri, er sú ađ Kasparov sé byrjađur ađ huga ađ forsetaframbođ 2014.  Georgios Makropoulos (yfirleitt kallađur Makro), stađgengill forseta (deputy president) stjórnar fundinum eins og herforingi og er afar klókur sem slíkur en getur veriđ afar ófyrirlitinn ţegar hann vill ná sínu fram. 

Kirsan situr hliđina á honum eins og brúđa og segir ekki kirsan-kasparov.jpgorđ.  Hann á reyndar einstaka innákomur sem geta veriđ magnađar.

Alls konar umrćđur hafa átt sér stađ á fundinum.  Mikiđ var rćtt um franska svindliđ í Khanty, ţar sem klappađ var vel og lengi fyrir hvernig Frakkar og FIDE tóku á málinu, mikiđ var einnig rćtt um stutt jafntefli, en fram kom tillaga um ađ banna jafntefli sem vísađ var til nefndar.  Alls konar útfćrslur voru rćddar ţar međ taliđ 60 leikja regla.  Í dag var svo mest rćđa um kostnađinn, 1 milljón evra, sem lenti á FIDE vegna málaferla fimm skáksambanda.  

Stćrsta mál gćrdagsins var kosning um vettvang ólympíuskákmótsins 2016.  Fram höfđu komiđ 3 umsóknir, frá Bakú í Aserbaídsjan, frá Tallinn í Eistlandi og Albena í Búlgaríu.

Eistar drógu umsókn sína til baka.  Í gćr svo í samrćmi viđ reglur FIDE umsókn Asera tekin framyfir umsókn Búlgara ţar sem Heimsbikarmótiđ (World Cup) er einnig inn í ţeim pakka.

Hófst ţá mikil gagnrýni Armena, sem leidd var af Lputian, ţar sem hann lýsti yfir mikilli ónćgju ţeirra međ ađ mótiđ var haldiđ í Aserbaídsjan og taldi Armena ţar ekki örugga og sagđi ţá ekki mundu taka ţátt.  Menntamálaráđherra Asera, sem fór fyrir umsókn ţeirra, lofađi ađ ekkert vandamál yrđu međ vegabréfsáritanir og lofađi fullu öryggi Armena á međan mótinu stćđi.  Armenar hafa einnig lýst ţví yfir ţeir sćkist eftir heimsmeistaramóti landsliđa (10 liđ) 2015 og er ţađ sennilega mótleikur ţeirra.

Ţá kom Kirsan međ sína innkomu.  Og ţvílík innkoma, hann hélt snilldarrćđu um ađ blanda ćtti ekki saman og pólitík og skák og landslagiđ á milli ţjóđanna gćti veriđ allt annađ áriđ 2016.  Međal annars stakk hann upp á ţví ađ Armenía fengi mann í mótsnefnd og einnig ađ Kasparov, sem sé fćddur í Bakú, verđi einnig í mótsnefnd. 

Mikiđ var klappađ fyrir rćđu hans, líka međal ţeirra sem seint teljast stuđningsmenn hans og umsókn Asera samţykkt í kjölfariđ međ lófaklappi mótatkvćđalaust. 

Ađ lokum

Komnar eru inn myndir frá 10. og 11. umferđ, teknar af Davíđ Ólafssyni.

Lćt ţetta duga í bili.  Lokapistill á morgun eđa hinn. 

Gunnar Björnsson


Beinar útsendingar hefjast kl. 8: Úrúgvć og Albanía

Lúxemborg - ÍslandEllefta og síđasta umferđ ólympíuskákmótsins hefst nú kl. 8.  Strákarnir tefla viđ Úrúgvć en stelpurnar tefla viđ Albaníu.  

Spennan í opnum flokki er gífurleg en ţar eru Kínverjar, Armenar og Rússar efstir.  Kínverjar tefla viđ Úkraínumenn, Armenar viđ Ungverja og Rússar viđ Evrópumeistara Ţjóđverja.Ísland - Egyptaland

Í kvennaflokki berjast Kínverjar og Rússar um sigurinn.

156 liđ taka ţátt í opnum flokki er í íslenska liđiđ (Ř-2490) taliđ ţađ 51. sterkasta miđađ viđ međalstig.  Í kvennaflokki eru ţátttökuţjóđirnar 125 og er Ísland (Ř-1989) taliđ ţađ 62. sterkasta.

Ól-pistill - Lokaátökin nálgast

Ţađ unnust góđir sigrar á 10. og nćstsíđustu umferđ ólympíuskákmótsins sem fram fór í gćr.  Liđiđ í opnum flokki vann öruggan 4-0 á Lúxemborgurum og kvennaliđiđ vann sannfćrandi sigur á Egyptum 3-1.   FIDE-ţingiđ hófst í gćr og framhaldiđ í dag.  Ţetta ţetta er skrifađ er hádegishlé en kl. 16 (kl. 13 á Íslandi) verđur kostiđ um keppnisstađ ólympíuskákmótsins 2016. 

Gćrdagurinn

Ég hef eđlileg málsins lítiđ um segja um skákirnar í gćr ţar sem ég fylgdist ekki međ ţeim.  Mér skilst ađ Ţröstur og Henrik hafi unniđ góđa sigra en Hannes og sérstaklega Hjörvar hafi ţurft meira fyrir hlutunum ađ hafa.   En ţađ gekk.   Á fyrsta borđi fyrir Lúxemborg, teflir sćnskur alţjóđlegur meistari, sem vinnur ţarna niđurfrá og vann í Kaupţingi Lúxemborg um tíma.

Stelpurnar unnu einnig sannfćrandi 3-1 á Egyptum.  Lenka og Jóhanna unnu en Hallgerđur og Elsa gerđu jafntefli.

Toppbaráttan

Toppbaráttan er svakalega spennandi.  Kínverjar, Armenar og Rússar eru efstir međ 17 stig.  Kínverjar eru hćstir á stigum og ćttu ađ standa best ađ vígi......og ţó... ţví ţeir mćta ólympíumeisturum Úkraína, sem eru sterkari en ţeir á pappírunum á morgun. Armenar mćta Ungverjum, sem rassskelltu Dani 4-0, en Rússar mćta Evrópumeisturum Ţjóđverjum.

Stigaútreikningur hérna er flókin.  Í reglum FIDE segir:

....the sum of Sonneborn-Berger points, which are calculated as follows: 
match points of each opponent, excluding the opponent who scored the lowest number of match points, multiplied by the number of game points achieved against this opponent.....

Semsagt á mannamáli.  Kerfiđ virkar ţannig ef liđ viđureignir ţá fá stigafjölda andstćđingsins margfaldađan međ vinningum í viđureigninni.  Ţađ getur ţví skipt öllu á morgun ađ vinna frekar 3-1 frekar en 2,5-1,5 vegna ţessarar margföldunar.  Flókiđ og mjög erfitt ađ reikna í höndunum.  Ég sé fyrir mér mjög taugaveiklađa liđsstjóra á morgun.  Ef allar sveitirnar vinna 2,5-1,5 eru Kínverjar líklegastir

Kínverjar og Rússar eru efstir í kvennaflokki međ 17 stig og ţar eru Úkraínar í ţriđja sćti međ 16 stig.  Rússar mćta Kasökum en Kínverjar mćta Búlgörum.   Kínverjar eru hćrri einnig á stigum í kvennaflokki.

 Umferđ morgundagsins.

Taflmennskan hefst fyrr á morgun en venjulega ađ kl. 11 (kl. 8 á Íslandi).  Liđsstjórar ţurfa ađ gefa upp liđin kl. 20 í kvöld og pörun ćtti ađ liggja fyrir í framhaldinu.

Liđiđ í opnum flokki mćtir sveit Úrúgvć sem er töluvert stigalćgri en viđ.   Međ stórmeistara á fyrsta borđi og tvo alţjóđlega meistara.  Góđ úrslit á morgun geta fleytt okkur langt upp stigatöfluna.

Liđiđ í kvennaflokki mćtir sveit Albaníu sem er svipuđ íslenska liđinu ađ styrkleika.  Viđ erum mun sterkari á fyrsta borđi en áţekk á hinum borđunum.

Norđurlandamótiđ:

Eftir tvo sigra í röđ erum viđ komnir í 3. sćtiđ međ 11 stig.  Svíar og Danir eru efstir međ 13, Norđmenn og Finnar hafa einnig 11 stig en eru lćgri á stigum en viđ Fćreyingar reka lestina međ 10 stig.   Ţađ er athyglisvert ađ viđ erum hćrri en Danir í stigaútreikningi ţrátt fyrir ađ hafa 2 stigum minna, sem mikiđ um hversu slaka andstćđinga Danir hafa fengiđ á mótinu:

Viđ erum einnig í 3. sćti í kvennaflokki međ 10 stig.  Norđmenn eru efstir međ 11 stig, Danir hafa einnig 10 stig en eru lćgri en viđ á stigum en Svíar og Finnar hafa 9 stig.

Stađan í opnum flokki:

Rk.

SNo

Team

TB1

TB2

TB3

TB4

28

34

Sweden

13

234

25

101

32

39

Denmark

13

200,5

24

96

55

51

Iceland

11

202

23,5

101

58

54

Norway

11

195,5

22,5

102

59

52

Finland

11

194,5

22,5

97

81

74

Faroe Islands

10

152

22

86

 

Stađan í kvennaflokki:

Rk.

SNo

Team

Team

TB1

TB2

TB3

TB4

47

40

Norway

NOR

11

185

22

93

61

51

Denmark

DEN

10

165

20,5

101

63

62

Iceland

ISL

10

152,5

20,5

91

72

46

Sweden

SWE

9

157

20

104

88

77

Finland

FIN

9

114,5

16,5

92

 

Ađ lokum

Enn vantar myndir frá 10. umferđ en ţćr eru í myndavél Davíđs sem er nú ferđ um Istanbul ásamt hópnum ađ ég best veit.  Ţćr eru vćntanlegar í kvöld. 

Nú ţarf ég halda af stađ í rútu á FIDE-ţingiđ.  Núna klukkan fjögur hefst kosning hvar ólympíuskákmótiđ 2016 verđur haldiđ en tveir ađilar sćkjast eftir ţví.  Bakú og Albena.

Ég eftir ađ segja betur frá FIDE-ţinginu.

Gunnar Björnsson


Stórsigrar gegn Lúxemborg og Egyptalandi

Ţađ unnust tveir stórsigrar í 10. og nćstsíđustu umferđ ólympíuskákmótsins sem fram fór í dag.  Liđiđ í opnum flokki vann 4-0 sigur á Lúxemborg.  Hannes Hlífar Stefánsson, Henrik Danielsen, Hjörvar Steinn Grétarsson og Ţröstur Ţórhallsson unnu.  Kvennaliđiđ vann sveit Úrugvć 3-1.  Lenka Ptácníkóva og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir unnu en Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir og Tinna Kristín Finnbogadóttir gerđu jafntefli.

Liđiđ í opnum flokki er opnum flokki er í 55. sćti međ 11 stig.  Kínverjar, Armenar og Rússar eru efstir međ 17 stig.  

Kvennaliđiđ er í 63. sćti međ 10 stig.  Kínverjar og Rússar eru efstir međ 17 stig.

Nánar verđur fjallađ um stöđu mála á morgun.

156 liđ taka ţátt í opnum flokki er í íslenska liđiđ (Ř-2490) taliđ ţađ 51. sterkasta miđađ viđ međalstig.  Í kvennaflokki eru ţátttökuţjóđirnar 125 og er Ísland (Ř-1989) taliđ ţađ 62. sterkasta.


Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 138
  • Frá upphafi: 8771192

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 106
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband