Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Bestar á Norđurlöndum

Ólympíuliđ kvennaÁ Ólympíuskákmótunum snýst keppnin ekki ađeins um gull, silfur og brons. Ţađ er meira undir, t.d. náđu Hollendingar sjötta sćti í opna flokknum og tryggđu sér áframhaldandi stuđning styrktarađila. Međal öflugustu ţjóđanna er litiđ á verđlaunasćti sem ígildi verđlauna á Ólympíuleikum. Ţađ reyndu Armenar er ţeir sneru heim ţjóđhetjur eftir ađ hafa unniđ ţriđju gullverđlaunin á fjórum Ólympíumótum.

Íslendingar voru góđu vanir á níunda og tíunda áratug síđustu aldar svo ţađ vakti ekki neina sérstaka athygli í Bled áriđ 2002 ţegar karlasveitin vann ţar sérstök verđlaun í svonefndum B-stigaflokki.

Önnur keppni fer fram á vettvangi Ólympíumótanna: viđ fylgjumst alltaf grannt međ frammistöđu hinna Norđurlandaţjóđanna og í kvennaflokki var íslenska sveitin best, hlaut 12 stig og varđ í 53. sćti en var fyrirfram rađađ í 62. sćti.

Lenka Ptacnikova hlaut 7 vinninga af 10 mögulegum en Elsa María Kristínardóttir stóđ sig einnig vel, hlaut 5 vinninga af sjö mögulegum og einnig Tinna Kristín Finnbogadóttir sem hlaut 4˝ v. af átta mögulegum. Ţćr hćkka báđar umtalsvert í stigum. Hallgerđur Helga og Jóhanna Björg voru nokkuđ frá sínu besta. Ţessi sveit er „ţéttari" en sú sem tefldi á Ol í Khanty Manyisk en betur má ef duga skal. Međ meiri vinnu og hćrri markmiđum gćtu ţessar stúlkur att kappi viđ bestu skákkonur heims.

Í kvennaflokknum réđust úrslitin á óverulegum stigamun. Rússar og Kínverjar hlutu 19 stig en Rússar fengu gulliđ.

Í lokaumferđinni vann Ísland Albaníu 3:1. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir vann mikilvćgan sigur en skákir hennar eru oft ćđi viđburđaríkar eins og dćmin sanna:

Bruna Tuzi - Jóhanna Björg Jóhannsdóttir

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 g6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Bg7 6. Rb3 Rf6 7. Be2 O-O 8. O-O b6 9. f4 d6 10. Bf3 Bb7 11. Rd5 Hc8 12. c3 Rd7 13. Kh1 Rc5 14. He1 Ba8 15. Dc2 Re6 16. Dd1 Rc5 17. h3 e6 18. Re3 Re7 19. Rc2 e5 20. Rb4 a5 21. Rd5 Bxd5 22. exd5 Rf5 23. fxe5 Bxe5 24. Kg1 Dh4 25. Rxc5 bxc5 26. Bg4 Kh8 27. Bxf5 gxf5 28. He3 Hg8 29. De1 Df4 30. g3 Hxg3+?

Jóhanna var búin ađ byggja upp yfirburđastöđu. Í stađ ţess ađ auka pressuna međ 30. ... Hce8 eđa 30. ... Dh4, kaus hún hagstćtt endatafl.

31. Hxg3 Dxg3 32. Dxg3 Bxg3 33. Kg2 Be5 34. Bd2 Hg8+ 35. Kf2 Hg3 36. Ke2 Hxh3?

36. ... Hg2+ vinnur. Eftir 37. Kd3 c4+! 38. Kc2 Bf4 39. Hd1 a4! getur hvítur sig hvergi hrćrt.

37. Hf1 Hh5?

Svartur ćtti ađ vinna eftir 37. ... h5! 38. Hxf5 Kg7 o.s.frv.

38. b3 Kg7 39. c4 Hh2+ 40. Hf2 Hxf2+ 41. Kxf2 h5 42. Bxa5 h4 43. Kg2 f4 44. Be1!

Taflmennska svarts í endataflinu einkennist af efnishyggju sem er ekki góđ leiđsögn. Ósigur og ţar međ jafntefli viđ Albani virtist ćtla ađ verđa niđurstađan.

44. ... Bf6 45. Kh3 Bd8 46. Bxh4 f6 47. Kg4 f5 48. Kh3 Bxh4 49. Kxh4 Kf6 50. Kh3 Ke5 51. Kg2 Ke4 52. a4 Ke3

gufplbv9.jpg-Sjá stöđumynd-

Sú hryggilega stađreynd blasti viđ ađ léki hvítur 53. Kf1 gćti svartur gefist upp. Kannski var ţreyta farin ađ segja til sín ţví ađ hvítur lék.... )

53. a5?? Ke2!

Skyndilega er svartur kominn međ unniđ tafl!

54. a6 f3 55. Kh2 f2 56. a7 f1=D 57. a8=D Df4+ 58. Kh1 Df3+ 59. Kh2 f4 60. Da2 Ke3 61. b4 Dg3+ 62. Kh1 De1+ 63. Kh2 Dxb4 64. Da1 Dxc4 65. Dg1 Kd2 66. Dg5 De2+

- og hvítur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 23. september 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (28.2.): 30
 • Sl. sólarhring: 37
 • Sl. viku: 297
 • Frá upphafi: 8716072

Annađ

 • Innlit í dag: 23
 • Innlit sl. viku: 213
 • Gestir í dag: 19
 • IP-tölur í dag: 19

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband