Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Félagaskipti

Jón L. Árnason fer í Víking

Jón Loftur Árnason er genginn í Víkingaklúbbinn.  Hann var áđur í Taflfélagi Bolungarvíkur.  Jón á glćstan feril á skáksviđinu.  Hann varđ heimsmeistari unglinga áriđ 1977, alţjóđlegur meistari áriđ 1979 og stórmeistari áriđ 1986.  Jón hefur mjög skemmtilega skákstíl og var ásamt Jóhanni Hjartarsyni, Margeiri Pétursyni og Helga Ólafssyni einn af fjórmenningaklíkunni svokölluđu sem urđu allir stórmeistarar í skák á níunda áratug síđustu aldar. 

Jón L. Árnason, chessgames.com hér:
Jón L. Árnason wikipedia hér:


Tveir FIDE skákmeistarar til liđs viđ Fjölnismenn

Davíđ KjartanssonNú í ágústmánuđi hafa tveir öflugir skákmenn gengiđ til liđs viđ Skákdeild Fjölnis. Ţetta eru FIDE meistararnir Davíđ Kjartansson og Sigurbjörn Björnsson. Ađ sögn Helga Árnasonar formanns Skákdeildar Fjölnis er međ komu ţessara heiđursmanna mótađ sterkt liđ íslenskra skákmanna í kringum hina ungu og efnilegu skákmenn sem deildin hefur aliđ upp og tryggt fast sćti í deild hinna bestu. Davíđ tefldi međ Skákdeild Fjölnis í 1. deild á árunum 2007 - 2012 og tefldi m.a. á 1. borđi sveitarinnar sem nokkuđ óvćnt sigrađi á sterku Landsmóti UMFÍ áriđ 2007. Davíđ sem tefldi síđustu árin međ Víkingasveitinni ţekkir vel til skákdeildar Fjölnis og ţeirra efnilegu skákkrakka sem fyrir deildina tefla. Hann liđstýrđi skáksveitum Rimaskóla 2008 og 2012 sem báđar unnu til gullverđlauna á NM grunnskóla.

Sigurbjörn Björnsson sem gengur í rađir Fjölnismanna frá Taflfélagi Vestmannaeyja er Sigurbjörn Björnssonvel kynntur innan skákhreyfingarinnar sem öflugur skákmađur og framtakssamur skákbókasali. Hann átti einstaklega gott ár međ TV á síđasta keppnistímabili og engin vafi leikur á ađ hann muni falla vel inn í hina áhugaverđu skáksveit Fjölnis í 1. deild á komandi keppnistímabili. Ţar mun  Íslandsmeistarinn 2015, stórmeistarinn Héđinn Steingrímsson, leiđa sveitina međ ţví ađ tefla ţar á 1. borđi. Skákdeild Fjölnis var stofnuđ áriđ 2004 og hefur međ hverju ári eflst jafnt og ţétt í ţađ ađ verđa ein sú öflugasta á landinu. 


Ţorsteinn Ţorsteinsson á vit Hugins

StoneStoneFidemeistarinn öflugi, viđskiptafrćđingurinn og hvalfangarinn, Ţorsteinn Ţorsteinsson, er genginn í skákfélagiđ Hugin. Ţorsteinn er sannkallađur hvalreki fyrir félagiđ enda bćđi snjall skákmađur og ötull félagsmálamađur. Ţannig mun Ţorsteinn jöfnum höndum tefla fyrir hönd Hugins, annast liđsstjórn og taka sćti í öldungaráđi félagsins.

Ţorsteinn  hóf feril sinn í TR á Grensáveginum áriđ 1971, ţá 11 ára. Hann tilheyrir ţeirri kynslóđ ungra skákmanna sem stigu sín fyrstu skref í TR eftir heimsmeistareinvígi Fischersog Spassky. Ţar má m.a. nefna Margeir Pétursson, Jón L. Árnason, Jóhann Hjartarson,Karl Ţorsteins, Sćvar Bjarnason, Ómar Jónsson, Elvar Guđmundsson, Benedikt Jónasson, Gísla Hjaltason, Ásgeir Ţ. Árnason, Ögmund Kristinsson, Kristján Guđmundsson, Róbert LagermannGuđna Sigurbjarnarson, Jón. S. Halldórsson og Ţröst Bergmann en ţrír hinir síđastnefndu eru látnir.

Ţorsteinn ólst upp í Safamýrinni eins og Jóhann Hjartarson og fleiri sterkir skákmenn enda hrifsađi Álftamýrarskóli til sín svo til alla skólatitla á ţessum árum. Mikil skákmenning blómstrađi í hverfinu og nánast var teflt í hverju hús, enda nálćgđin viđ TR á gullaldarárum félagsins til ţess fallin. Áriđ 1977 varđ Ţorsteinn unglingameistari Íslands undir 20 ára en Jóhann Hjartarson og Karl Ţorsteins höfnuđu í 2. 3 sćti. Ţorsteinn tefldi lítiđ nćstu árin ţar á eftir en 10 árum síđar var Jóhann hins vegar orđinn einn af allra bestu skákmönnum heims.

Ţorsteinn stundađi háskólanám í Svíţjóđ á árunum 1991-1996 og lauk ţar meistaragráđu í rekstrahagfrćđi. Ţorsteinn tefldi mikiđ á ţessu tímabili, bćđi í sćnsku deildarkeppninni, sćnska meistaramótinu og á fjölmörgum mótum eins og Rilton Cup. Hann vann nokkur mót á ţessum árum og var oftar en ekki í toppbaráttunni í öđrum.

Áriđ 1997 fluttist Ţorsteinn aftur heim til Íslands. Hann tók ţátt í landsliđsflokknum á Akureyri sama ár og hafnađi í miđjum hópi en Ţorsteinn hefur alls teflt 5 sinnum í landsliđsflokki. Hann var í sigursveit TR í deildarkeppninni 1998-1999. Áriđ 2009 gekk Ţorsteinn í rađir Taflfélags Vestmannaeyja (TV) ţar sem hann tefldi međ liđinu og var liđsstjóri. Sama ár vann félagiđ sig upp í efstu deild og síđan ţá hefur félagiđ orđiđ í 2. eđa 3. sćti ár hvert. Segja má ađ Ţorsteinn hafđi átt hvađ mestan heiđur af ţví ađ byggja upp ţađ sterka liđ sem TV varđ á ţessum árum.

Ţorsteinn tefldi síđast á alţjóđlegu móti í Ortisei á Ítalíu áriđ 2012 og var ţar hársbreidd frá ţví ađ ná áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli. Hann hefur síđan ţá snúiđ sér í auknum mćli ađ bréfskák og er í dag međ stigahćstu bréfskákmönnum landsins.

Hernámsminjar á Hvítanesi: „Ţađ kostar“ útskýrir Ţorsteinn – „menn vađa ekkert í vélarnar“

Ţorsteinn segist kveđja TV međ vissum trega en ađ allt hafi sitt upphaf og endi, minningarnar séu margar og góđar sem skipti mestu. Hann vill ţakka öllum liđsmönnum félagsins fyrir skemmtilegan tíma ţau ár sem hann stýrđi liđinu. Ţorsteinn segist hlakka til ađ byrja í Hugin. Ţađ félag hafi orđiđ fyrir valinu ţar sem skipulagiđ sé gott, liđsandinn til fyrirmyndar og glađvćrđ í öndvegi. Einnig hafi skipt máli ađ ákveđin virđing sé borin fyrir skákmönnum sem komnir eru til vits og ára.

Ţorsteinn er ţekktur fyrir smíđar á kostulegum orđatiltćkjum sem tengjast skákinni. Hér má m.a. nefna; „skákin er harđur skóli“, „menn vađa ekkert í vélarnar“, „stigin tefla ekki“, „ţađ kostar“, „pósaţjappa“og síđast en ekki síst „smé“ en öll ţessi orđatiltćki hafa náđ ákveđinni fótfestu í tungutaki íslenskra skákmanna.

Stjórn Hugins býđur Ţorstein hjartanlega velkomin til félagsins og vćntir mikils af atfylgi hans og skemmtilegum uppátćkjum.

Heimasíđa Hugins


Helgi Ólafsson til liđs viđ Hugin!

Helgi ÓlafssonHinn kunni stórmeistari og skákfrćđimađur, Helgi Ólafsson, er genginn til liđs viđ Skákfélagiđ Hugin. Ljóst er ađ félaginu er gríđarlegur styrkur ađ komu Helga enda um ađ rćđa einn allra öflugasta og reyndasta skákmann ţjóđarinnar.

Ferill Helga er einkar glćsilegur. Áriđ 1970 varđ hann unglingameistari Íslands međ 100% árangri. Nćstu ár varđ Helgi tvívegis skákmeistari Vestmannaeyja  og leiktíđina 1973 -´74 vann hann flest skákmót sem hann tók ţátt í. Á alţjóđavettvangi tefldi hann fyrst 1973 ţegar sveit Menntaskólans viđ Hamarhlíđ varđ fyrst íslenskra skólasveita til ađ verđa Norđurlandameistari.

Helgi varđ alţjóđlegur meistari eftir góđa frammistöđu á alţjóđlegu móti í New York sumariđ 1976 og Lone Pine 1978. Í ársbyrjun 1984 gerđist hann atvinnumađur í skák og varđ fljótlega stórmeistari eftir sigur á alţjóđalega  Reykjavíkurmótinu 1984 og sigur á alţjóđega  mótinu í Neskaupsstađ sama ár en lokaáfanginn kom í Kaupmannahöfn 1985 ţegar hann varđ í 2. – 4. sćti ásamt Bent Larsen og Curt Hansen á afmćlismóti Bronshoj skákkúbbsins. Helgi varđ efstur ásamt Simen Agdestein og Jóhanni Hjartarsyni á Skákţingi Norđurlanda 1985.

Helgi tefldi á árunum 1975 – 1996 12 sinnum í landsliđsfokki á Skákţingi  Íslands. Hann varđ á ţessum tíma skákmeistari Íslands sex sinnum og í 2. sćti fimm sinnum. Helgi hefur orđiđ Íslandsmeistari í atskák oftar en nokkur annar eđa fjórum sinnum og hrađskákmeistari Íslands sex sinnum. Helgi sigrađi á 23 helgarmótum tímaritsins Skákar á árunum 1980  – 1997. Auk ţess hefur hann unniđ aragrúa annarra innlendra móta.

Eins og áđur sagđi varđ Helgi hlutskarpastur á Reykjavíkurmótinu 1984, ásamt Jóhanni Hjartarsyni og Samuel Reshevsky, og varđ efstur međ níu öđrum á Reykjavíkumótinu 1990. Hann tefldi síđast á Reykjavíkurskákmótinu 2014 og varđ í 2. – 5. sćti, hlaut 8 vinninga af 10 mögulegum. Hann varđ í 2. sćti međ öđrum á einu sterkasta opna móti ársins í New York 1986 og náđi sama árangri aftur í sama móti 1989 og 1990. Um ţetta leyti var Helgi í kringum 30. sćti á heimslista FIDE. Helgi sigrađi á alţjóđlegu móti tímaritins Skákar viđ Djúp sumariđ 1988 og nokkrum vikum síđar fór hann hann taplaus í gegnum 13 umferđa minningarmót um Tschigorin í Sochi viđ Svartahaf.  Ekki er ţekkt dćmi um annan Vesturlandabúa sem komist hefur taplaus í gegnum slíkt mót í gömlu Sovétríkjunum.

Helgi hefur teflt 16 sinnum fyrir hönd ţjóđar sinnar á Ólympíumótum, oftar en nokkur annar Íslendingur. Hann tefldi  á 1. borđi í Saloniki 1984, Dubai 1986 og Novi Sad 1990 og flestar skákirnar á Möltu 1980. Helgi var ţjálfari og liđsstjóri íslenska Ólymíuliđsins 2010 og 2012 og einnig liđsstjóri og ţjálfari íslenska liđsins á Evrópumótum landsliđa 2011, og 2013. Í  fyrra skipti í Porto Carras tók hann sćti í liđinu vegna forfalla, hlaut 4 ˝ vinning af 5 mögulegum og fékk silfurverđlaun fyrir frammistöđu sína. Helgi hyggur á ţátttöku í gullaldarliđi Íslands sem teflir á EM í Reykjavík í haust.

Helgi hefur veriđ atkvćđamikill skákpistlahöfndur og blađamađur á ýmsum miđlum og hefur ritađ reglulega skákpistla í Morgunblađiđ frá árinu 2006. Helgi hefur einnig skrifađ ótal greinar í blöđ og tímarit hér á landi og erlendis. Hann hefur ritađ og ţýtt nokkrar bćkur ţ. á m. bókina Benóný međ Braga Halldórssyni og Jóni Torfasyni, bókina „Bobby Fischer comes home“ sem kom út í Hollandi voriđ 2012 og skrifađ fyrra bindiđ af tveimur um Reykjavíkurskákmót í 50 ár. Ţá hefur hann m.a. snarađ kennslubókinni Skák og mát sem Hrókurinn dreifđi í grunnskóla landsins í um 25 ţús. eintökum og einnig ţýtt FIDE-kennslubókina Skákţjálfun sem FIDE gaf út. Helgi gerđist skólastjóri  Skákskóla Íslands áriđ 1996 og dró ţá mjög úr taflmennsku en hefur ţó alltaf haldiđ sér viđ međ ţátttöku í kappskákmótum eftir ţví sem tími hefur unnist til.

Helgi Ólafsson, stórmeistari:   

Ég hef notiđ ţess ađ keppa fyrir hönd Taflfélags Vestmannaeyja um árabil og ţakka félögum mínum ţar góđ kynni. Nú geng ég til liđs viđ annađ skemmtilegt og vel mannađ félag. Sérstaklega líst mér vel á áherslu Huginsmanna á skákmenningu og metnađ ţeirra til ţess ađ félagsmenn eflist ađ styrk samhliđa vexti og viđgangi félagsins. Ţar er auđvitađ lykilatriđi ađ líta svo á ađ allir skákmenn geti bćtt sig fram eftir öllum aldri.

Hermann Ađalsteinsson, formađur Hugins:

Ţetta eru stór tíđindi. Viđ Huginsmenn erum auđvitađ stoltir af ţví ađ ţessi öflugi stórmeistari lađist ađ okkar félagi. Ljóst er ađ međ Helga er nýrri og sterkri stođ rennt undir framtíđ Hugins međal fremstu skákfélaga landsins. Viđ hlökkum til ađ njóta visku hans og atfylgis og gerumst nú enn upplitsfjarfi fyrir komandi leiktíđ. Ţar er eitt af markmiđum okkar ađ verja Íslandsmeistaratilil félagsins.

Heimasíđa Hugins


Henrik Danielsen genginn í T.R.

henrik_danielsen1_reykjavikopen15Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2510) er genginn í Taflfélag Reykjavíkur. Henrik ţarf vart ađ kynna, en hann hefur veriđ einn sterkasti og virkasti meistari landsins í mörg ár. Áriđ 1991 varđ hann alţjóđlegur meistari og stórmeistari fimm árum síđar 1996.

Henrik hefur í fjölmörg skipti keppt fyrir Íslands hönd síđan hann varđ íslenskur ríkisborgari áriđ 2005 og áriđ 2009 varđ hann íslandsmeistari í skák, en mótiđ var ţá haldiđ í Bolungarvík. Henrik keppti einnig ţrisvar sinnum á ólympíumótum fyrir hönd Danmerkur, eđa árin 1992, 1994 og 1996.

Henrik hefur ritađ mikiđ um skák, og er ţar ţekktastur fyrir “Ísbjarnar-kerfiđ” í Birds byrjuninni sem hann hefur oft beitt međ góđum árangri.

Henrik mun styrkja starf Taflfélags Reykjavíkur mikiđ og bjóđum viđ hann hjartanlega velkominn í félagiđ!

Heimasíđa TR


Ingvar Ţór Jóhannesson til liđs viđ Hugin

Ingvar Ţór JóhannessonHinn geđţekki skákmađur Ingvar Ţór Jóhannsesson er gengin til liđ viđ Hugin úr Taflfélagi Vestmannaeyja (TV). Ingvar Ţór er FIDE-meistari međ 2371 Fideskákstig og er auk ţess međ 2 IM norm og stefnir á ađ ná ţriđja norminu.

Ingvar hefur átt góđu gegni ađ fagna í skákinni. Hann hefur margoft stađiđ uppi sem sigurvegari međ liđi sínu á Íslandsmóti skákfélaga. Hann hefur einnig á góđu gegni ađ fagna í hinum ýmsu mótu innanlands í gegnum tíđina. Hér má skođa árangur Ingvars

Ingvar var liđsstjóri kvennaliđs Íslands á OL í Noregi í fyrra og Ingvar verđur liđsstjóri karlalandsliđs Íslands á EM-landsliđa sem fram fer í Laugardalshöllinni í nóvember nk.

Ingvar Ţór tekur ţátt í Minningarmótinu um Najdorf sem hefst í Warsjá í Póllandi núna 10. Júlí og mun Skákhuginn.is fylgjast međ gengi hans á mótinu

Ingvar Ţór heldur úti skemmtilegu skákbloggi ZIBBIT CHESS en ţar er margt fróđlegt ađ finna.

Stjórn Hugins fagnar komu Ingvars í félagiđ.

Skákhuginn


Björn Ţorfinnsson í Taflfélag Reykjavíkur

Alţjóđlegi meistarinn Björn Ţorfinnsson er genginn til liđs viđ Taflfélag Reykjavíkur frá Víkingaklúbbnum. Björn hóf skákferilinn međ TR á unga aldri og snýr ţví nú aftur á ćskuslóđirnar. Björn hefur í rúmlega tvo áratugi veriđ einn virkasti mótaskákmađur landsins og í seinni tíđ einn sá sigursćlasti.

 

Helstu afrek:

-          Margfaldur Norđurlandameistari í skólaskák međ liđum Ćfingaskóla KHÍ og MR

-          Ólympíumeistari međ U16 ára landsliđi Íslands 1995

-          Skákmeistari Reykjavíkur í ţrígang (2003, 2011-2012)

-          Íslandsmeistari í atskák 2008

-          Stórmeistaraáfangi á SŢÍ 2013

-          Margfaldur sigurvegari á helstu innanlandsmótum landsins

Helstu súrsćtu augnablikin sem enginn man nema Björn sjálfur:

-          Tvisvar í öđru sćti Landsliđsflokks SŢÍ (2010, 2013 (tap í aukakeppni))

-          Ţrisvar í öđru sćti Hrađskáksmóts Íslands, ţar af tvö töp í aukakeppnum

-          Ađ tapa GM-norma skákum í röđ á alţjóđlegu móti í Rúmeníu 2010 (skjálftinn sko)

Minnistćđustu tragedíur Björns:

-         Ađ komast stoltur inn á skákstigalistann í fyrsta sinn á síđustu öld og detta útaf honum svo aftur eftir afkáralega frammistöđu í opnum flokki HTR (2,5 af 11 samkvćmt skeikulu minni)  Litli bróđir Björns vann hinsvegar flokkinn međ 8,5 af 11 (samkvćmt skeikulu minni) sem gerđi upplifunina talsvert erfiđari fyrir kappann. Ekki er vitađ um marga sem hafa dottiđ útaf íslenska stigalistanum útaf getuleysi

-          Björn á óstađfest heimsmet međ ţví ađ tapa 43 FIDE-stigum í ađeins ţremur skákum á Meistaramóti Hellis 2004 (tölfrćđilegt hámark er 45 stig)

Taflfélag Reykjavíkur er gríđarlega stolt og ánćgt međ ađ hafa endurheimt ţennan litríka, og skemmtilega sóknarskákmann í félagiđ og óskum honum til hamingju međ yfirvegađ og fagmannlegt val fyrir framtíđ sína viđ skákborđiđ.  Hann verđur vćntanlega prufukeyrđur í úrslitum Hrađskákkeppni taflfélaga  og svo komiđ fyrir á viđeigandi stađ í deildarkeppninni sem er framundan.


Jón Viktor genginn í rađir TR

Jón ViktorAlţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson er genginn til liđs viđ Taflfélag Reykjavíkur. Hann hefur undanfarin ár veriđ liđsmađur Taflfélags Bolungarvíkur en snýr nú á heimaslóđir í Faxafeniđ.

Jón Viktor sem hefur einn áfanga ađ stórmeistaratitli hefur unniđ marga glćsta sigra viđ skákborđiđ. Hann varđ Íslandsmeistari í skák áriđ 2000 og var í sigurliđi Íslands á Ólympíumóti undir 16 ára á Kanaríeyjum áriđ 1995. Fimm sinnum varđ hann Norđurlandameistari í skólaskák en einnig hefur hann unniđ titilinn Skákmeistari Reykjavíkur fimm sinnum og jafnoft orđiđ hrađskákmeistari Íslands. Jón Viktor varđ alţjóđlegur meistari áriđ 1997 ţá 17 ára gamall.

Taflfélag Reykjavíkur býđur Jón Viktor hjartanlega velkominn og hlakkar til ađ sjá hann tefla fyrir félagiđ á komandi misserum.


Hjörvar Steinn gengur í rađir Huginsmanna

Hjörvar og HermannStórmeistarinn sterki, Hjörvar Steinn Grétarsson, er genginn til liđs viđ skákfélagiđ Hugin. Segja má ađ ţar međ snúi Hjörvar aftur á heimaslóđir, ţví ađ hann var félagi í Helli, einum af forverum Hugins, ţar til hann setti upp Víkingahjálminn eina leiktíđ.

Frami Hjörvars á skáksviđinu hefur veriđ skjótur og hann hefur áorkađ miklu ţrátt fyrir ungan aldur. Međal helstu afreka hans má nefna margfaldan Íslandsmeistartitil u-20 ára. Ţá sćtti ţađ tíđindum ţegar Hjörvar keppti í landsliđsflokki Íslandsmótsins ađeins 14 ára ađ aldri, yngstur íslenskra skákmanna til ađ takast á viđ ţá erfiđu áskorun. Jafnframt var hann nćst yngstur allra til ađ tefla í fylkingarbrjósti fyrir Íslands hönd í  fjölţjóđlegri keppni landsliđa, en hann tefldi nokkrar skákir á 1. borđi í Evrópukeppni landsliđa áriđ 2011. Hjörvar var útnefndur stórmeistari í skák í lok síđast árs.

Hermann Ađalsteinsson, formađur Hugins:  

Viđ fögnum inngöngu Hjörvars í okkar rađir og hlökkum til ađ njóta atfylgis hans, bćđi sem öflugs skákmanns og ekki síđur sem góđs og skemmtilegs félaga. Ljóst er ađ međ komu Hjörvars er sterkri stođ rennt undir framtíđ Hugins međal fremstu skákfélaga á landinu.

Stjórn og liđsmenn Hugins bjóđa Hjörvar Stein Grétarsson velkominn í félagiđ.


Magnús Örn til liđs viđ Hugin

Magnús Örn ÚlfarssonFIDE-meistarinn Magnús Örn Úlfarsson (2380) er genginn til liđs viđ Skákfélagiđ Hugin.  Ţessi geđţekki keppnismađur hefur lengi veriđ í fremstu röđ íslenskra skákmanna ţó ađ hann teljist enn ungur ađ árum.

Međal afreka Magnúsar Arnar á skáksviđinu má nefna sćmdarheitiđ Unglingameistari Íslands 20 ára og yngri, sem hann ávann sér áriđ 1994, og titilinn Hrađskákmeistari Íslands áriđ 2003.

Magnús er ekki síđur farsćll í starfi en rimmunni á hvítum reitum og svörtum, ţví hann er nýskipađur prófessor í rafmagns- og tölvuverkfrćđi viđ Háskóla Íslands.

Viđ bjóđum Magnús Örn velkominn í rađir okkar Huginsmanna og vonumst til ađ njóta atfylgis hans vel og lengi.


Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (29.5.): 26
 • Sl. sólarhring: 42
 • Sl. viku: 242
 • Frá upphafi: 8753251

Annađ

 • Innlit í dag: 21
 • Innlit sl. viku: 177
 • Gestir í dag: 16
 • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband