Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2016

NM stúlkna: 3. og 4. umferđ

Ţriđja og fjórđa umferđ Norđurlandamóts stúlkna í Noregi fóru fram í dag. Í B-flokki gerđu Nansý Davíđsdóttir og Svava Ţorsteinsdóttir báđar jafntefli í fyrri umferđ dagsins. Nansý gerđi jafntefli viđ helsta keppinaut sinn í flokknum, Ingrid Greibrokk frá Noregi. Svava gerđi jafntefli gegn Elisabeth Johansson frá Svíţjóđ. Í C-flokki vann Freyja Birkisdóttir góđan baráttusigur gegn Elisabet Hollmerus frá Finnlandi. Batel Goitom Haile tapađi gegn Mikala Hoyerup frá Dannmörku.

DSC 0054

4. umferđin fór fram seinni partinn. Nansý vann glćsilegan sigur gegn áđurnefndri Elisabeth Johansson. Skákin vakti athygli skákskýrenda á stađnum og ţeir fengu undirritađan til ţess ađ skýra hana í beinni útsendingu. Svava lenti snemma í vandrćđum gegn Sara Nćss, frá Noregi, og tapađi. Í C-flokki töpuđu bćđi Freyja og Batel í erfiđum skákum.

DSC 0082

Lokaumferđin hefst kl. 8:30 (6:30 ađ íslenskum tíma) á morgun, sunnudag. Nansý og Svava mćtast innbyrđis. Nansý er í 2. sćti fyrir umferđina og ţarf ađ vinna til ađ eiga möguleika á sigri í flokknum. Batel hefur hvítt gegn finnskri stúlku, Aurora Lappi, og Freyja hefur hvítt gegn hinni sćnsku Agnesi Ng.

DSC 0055

DSC 0051

Ađ lokinni umferđ á morgun er skemmtileg dagskrá sem Norđmennirnir bjóđa upp á. Mér skilst ađ viđ séum á leiđinni í einhvers konar ferđalag á vélsleđum međ viđkomu í tjaldi, ţar sem bjóđa á upp á ţjóđarrétt svćđisins.

DSC 0064

Bestu kveđjur frá Alta.

- Björn Ívar Karlsson


Skákţáttur Morgunblađsins: Ţegar athyglin beindist ađ Najdorf gamla

320px-Miguel_Najdorf_1973
Magnús Carlsen hefur af einhverjum ástćđum ekki veriđ sérlega sigursćll á mótum í heimalandi sínu. Heilladísirnar hafa heldur ekki alltaf veriđ á bandi hans á „Norska mótinu“. Í fyrra féll hann á tíma eftir 60 leiki í skákinni viđ Venselin Topalov og taldi ţá ađ allt önnur tímamörk vćru í gildi. Á ţeim norsku meistaramótum sem hann heftur tekiđ ţátt í hefur hann vissulega veriđ međ í toppbaráttunni en samt átt í hinu mesta basli. Á „Norska mótinu“ sem hófst í Stafangri sl. mánudag virđist Magnús stađráđinn í ţví ađ reka af sér slyđruorđiđ hvađ „heimavöllinn“ varđar. Hann er efstur eftir ţrjár umferđir:

1. Carlsen 2 ˝ v. (af 3) 2.-3. Kramnik og Vachier-Lagrave 2 v. 4.-7. Li Chao, Giri, Topalov og Aronjan 1 ˝ v. 8.-9. Eljanov og Harikrishna 1 v. 10. Grandelius ˝ v.

Ţeir Kramnik og Vachier-Lagrave voru ekki međ keppnisrétt í áskorendamótinu í Moskvu og fannst mörgum ţađ miđur, Kramnik er nú í 2. sćti á heimslistanum og Vachier-Lagrave situr í ţví fimmta. Sigurskák Frakkans viđ Anish Giri í 2. umferđ er tekin til međferđar hér. Ţađ er afrek ađ leggja Hollendinginn ađ velli ţegar litiđ er til ţess ađ Giri fór taplaus í gegnum áskorendamótiđ á dögunum. Ţađ segir ađ vísu ekki alla söguna, oft var hann nálćgt ţví ađ draga vinninginn í land en jafntefliskraftarnir tóku ţá í taumana og niđurstađan sú ađ hann gerđi jafntefli í öllum fjórtán skákum sínum sem er einsdćmi í sögu áskorendamótanna.

Strax í fimmta leik reikar hugurinn til Moskvu, september 1984: á stóra sviđi „Hallar verkalýđsins“, sem stendur í grennd viđ Rauđa torgiđ, ţokar áskorandinn, Garrí Kasparov a-peđinu fram um einn reit í fimmtu einvígisskákinni viđ Karpov. Ţar sem ég sit beinist athyglin skyndilega ađ sköllóttum manni sem hefur flogiđ alla leiđ frá Buenos Aires til ađ fylgjast međ einvíginu, Miguel Najdorf. Sá rćđur sér ekki fyrir kćti enda komiđ upp afbrigđi Sikileyjarvarnar sem ber nafn hans. Najdorf hefur svo sem aldrei teflt ţađ framúrskarandi vel á sínum langa ferli og ađrir lagt meira til ţess, t.d. Lev Polgajevskí sem ekki er langt undan ţessa dagsstund og fitjar upp á trýniđ í sal sem er frćgur í mannkynssögunni, ţarna lágu Lenín og Stalín á líkbörunum árin 1924 og 1953. Veröld sem var:

Giri-MVL

Norska skákmótiđ 2016; 2. umferđ:

Anish Giri – Vachier Lagrave

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 h6 8. Bh4 Db6 9. a3!? 9. ... Be7 10. Bf2 Dc7 11. Df3 Rbd7 12. O-O-O b5 13. g4 g5!

Góđ viđbrögđ, svartur vinnur e5-reitinn fyrir riddarann.

14. h4 gxf4 15. Be2 Hg8 16. Hdg1?

Mistök. Hann varđ ađ bregđast hart viđ og leika 16. g5! hxg5 17. hxg5 Hxg5 18. Hh8+ Hg8 19. Hxg8 Rxg8 20. Dg2! međ hugmyndinni 20. ... Rgf6 21. e5! o.s.frv.

16. ... d5! 17. exd5 Re5 18. Dh3 exd5! 19. He1 Kf8 20. Rf5 Bxf5 21. gxf5 Bc5

Allir menn svarts dansa listilega, ţ.m.t. kóngurinn.

22. Df1 d4 23. Rb1 Re4 24. Bf3 Rxf2 25. Bxa8

Engu betra var 25. Dxf2 d3! og vinnur.

GEJVJQNT25. ... Red3+! 26. Kd2

Ekki er ţađ fagurt. Eftir 26. cxd3 kemur 26. ... Bxa3+! 27. Kd2 Bb4+ 28. Ke2 f3+! og mátar.

26. ... Rxe1 27. Dxf2 d3! 28. Dxe1 Be3+

- og Giri gafst upp. Hann er óverjandi mát, t.d. 29. Kxd3 Dc4 mát eđa 29. Dxe3 29. ... Dxc2+ og 30. ... fxe3..

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 23. april 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


Ný alţjóđleg skákstig

Ný alţjóđleg skákstig eru komin út og miđast ţau viđ morgundaginn. Engar breytingar eru á topp 20 og Hannes Hlífar Stefánsson er ţví sem fyrr stigahćsti skákmađur landsins. Halldór Kristjánsson er stigahćstur nýliđa og Stefán Orri Davíđsson er hćkkunarkóngurinn frá apríl-listanum. 

Topp 20

Nr.SkákmađurTitStigFj.Br.
1Stefansson, HannesGM258100
2Gretarsson, Hjorvar SteinnGM258000
3Steingrimsson, HedinnGM257400
4Hjartarson, JohannGM254700
5Olafsson, HelgiGM254300
6Petursson, MargeirGM250900
7Arnason, Jon LGM249000
8Danielsen, HenrikGM248090
9Kristjansson, StefanGM246400
10Kjartansson, GudmundurIM245700
11Gunnarsson, Jon ViktorIM245400
12Gretarsson, Helgi AssGM244800
13Thorsteins, KarlIM243900
14Gunnarsson, ArnarIM243100
15Thorfinnsson, BragiIM242600
16Thorhallsson, ThrosturGM241100
17Thorfinnsson, BjornIM241000
18Ulfarsson, Magnus OrnFM238500
19Arngrimsson, DagurIM237800
20Olafsson, FridrikGM237700


Nýliđar

Fjórir nýliđar eru á listanum nú.  Stigahćstur ţeirra eru Halldór Kristjánsson (1649) og nćstur er Hörđur Ingimarsson (1607). 

 

Nr.SkákmađurTitStigFj.Br.
1Kristjansson, Halldor 164991649
2Ingimarsson, Hordur 160751607
3Sveinsson, Gudmundur Peng 128851288
4Thorisson, Bjartur 102781027


Mestu hćkkanir

Stefán Orri Davíđsson hćkkar mest allra frá apríl-listanum eđa um 47 stig. Í nćstum sćtum eru Kristján Dagur Jónsson (39) og Róbert Luu (37).

 

Nr.SkákmađurTitStigFj.Br.
1Davidsson, Stefan Orri 1298447
2Jonsson, Kristjan Dagur 1228439
3Luu, Robert 1684737
4Arnason, Saemundur 1276430
5Ingvason, Johann 2142827
6Ptacnikova, LenkaWGM2169724
7Johannsson, Birkir Isak 1455824
8Viglundsson, Bjorgvin 2185823
9Danielsson, Sigurdur 1775522
10Mai, Alexander Oliver 1741922
11Karlsson, Sighvatur 1295522


Stigahćstu ungmenni landsins

Dagur Ragnarsson (2255) er sem fyrr stigahćsta ungmenni landsins. Í nćstum sćtum eru Vignir Vatnar Stefánsson (2227) og Oliver Aron Jóhannesson (2223).

Nr.SkákmađurTitStigFj.ÁrBr.
1Ragnarsson, DagurFM225591997-6
2Stefansson, Vignir Vatnar 222792003-21
3Johannesson, OliverFM22238199817
4Thorhallsson, Simon 2169019990
5Thorgeirsson, Jon Kristinn 2151019990
6Hardarson, Jon Trausti 2085819972
7Heimisson, Hilmir Freyr 2079020010
8Jonsson, Gauti Pall 20558199919
9Birkisson, Bardur Orn 2052020000
10Sigurdarson, Emil 1974019960


Reiknuđ mót

  • Skákţing Hugins - norđur
  • Skákţing Íslands (áskorendaflokkur)
  • Hérađsmót HSŢ (hrađskák)
  • Bikarsyrpa TR #5
  • Tvö Elítumót Hugins (hrađskák)
  • Kjördćmismót Reykjanes - eldri og yngri (hrađskák)
  • Hrađskákmót Víkings

Heimslistinn

Magnus Carlsen (2851) er stigahćsti skákmađur heim. Í nćstu sćtum eru Fabiano Caruana (2804) og Vladimir Kramnik (2801).

Sjá nánar hér.


Nakamura sigurvegari hrađskákmótsins í St. Louis - Kasparov međ frábćra takta

Kasparov og NakamuraHikaru Nakamura var bestur í spilinu á hrađskákmóti sem fram fór í St. Louis í gćr og í fyrradag. Ţátt tóku ţrír bestu skákmenn Bandaríkjanna og ţrettándi heimsmeistarinn í skák Garry Kasparov. Mótiđ var óhemju skemmtilegt á ađ horfa og gaman ađ sjá ađ Garry Kasparov virđist vera í fantaformi. Hann vann bćđi Nakamura og Caruana samanlagt en gekk hörmulega á móti Wesley So.

Ítarlega frásögn má finna á Chess.com.

Lokastađan

Clipboard02

 

Skođum nokkur tíst

 


Loksins - loksins: Carlsen sigurvegari Norway Chess-mótsins

Ţađ tók heimsmeistarann Magnus Carlsen (2851) fjórar tilraunir ađ fagna sigri á Norway Chess-mótinu en ţađ tókst loks í fjórđu tilraun. Heimsmeistarann vann Pavel Eljanov (2765) í lokaumferđinni en á sama tíma varđ Aronian (2784), sem var jafn honum fyrir umferđina, ađ sćtta sig viđ jafntefli viđ Harikrishna (2763).

Topalov (2754) og Kramnik (2801) gerđu jafntelfi og urđu í 3.-5. sćti ásamt Vachier-Lagrave (2788).

Mótstaflan (hćgt ađ stćkka međ ađ tvíklikka)

Clipboard01

 

 


Dawid sigrađi á hrađkvöldi Hugins

Dawid Kolka sigrađi á hrađkvöldi Hugins sem, haldiđ var 25. april sl. Dawid fékk 7,5v af 10 mögulegum og nćldi sér í sinn fyrsta sigur á ţessum skákkvöldum. Annar var Vigfús Ó. Vigfússon međ 7v og ţriđji Sigurđur Freyr Jónatansson međ 6v.. Ţađ voru bara sex sem tóku ţátt ađ ţessu sinni og var tefld tvöföld umferđ međ umhugsunartímann 4 minútur + 2 sek. á hvern leik og gekk á ýmsu. Segja má ađ úrslitin hafi ráđist í sjöundu umferđ ţegar Dawid vann Vigfús í spennandi skák.. Ţeir áttu ađ vísu báđir eftir ađ tapa í níundu umferđ, Vigfús fyrir Herđi og Dawid fyrir Hjálmari svo ţađ jafnađist út. Dawid fékk sem sigurvegari ađ spreyta sig á ţví ađ draga í happdrćttinu og upp kom miđi Hjálmars Sigurvaldasonar. Báđir völdu ţeir pizzu frá Dominos í verđlaun.

Nćsta skákkvöld verđur hrađkvöldi mánudaginn 2. mai nk.

Lokastađan á hrađkvöldinu:

  1. Dawid Kolka, 7,5v/10
  2. Vigfús Ó. Vigfússon, 7v
  3. Sigurđur Freyr Jónatansson, 6v
  4. Hjálmar Sigurvaldason, 5,5v
  5. Hörđur Jónasson, 4v
  6. Björgvin Kristbergsson

Góđ úrslit í 2. umferđ á NM stúlkna

Alls fengust ţrír vinningar úr skákunum fjórum í 2. umferđ á NM stúlkna í dag. Nansý Davíđsdóttir vann Sara Nćss (1773) frá Noregi, Svava Ţorsteinsdóttir vann Saida Mammadova (1571) frá Svíţjóđ og Freyja Birkisdóttir vann Sofie Kristine Ratama (549) frá Noregi. Batel Gotiom Haile tapađi gegn Elisabet Hollmerus (1215) frá Finnlandi. Í 1. umferđinni í morgun gekk heldur verr. Einungis Nansý gerđi jafntefli en hinar stúlkurnar töpuđu.

Í ţriđju umferđ, sem fram fer í fyrramáliđ, hefur Nansý hvítt gegn Ingrid Greibrokk (1878) í beinni útsendingu á efsta borđi. Svava hefur svart gegn Elisabeth Johansson (1440). Freyja hefur hvítt gegn Elisabet Hollmerus (1215) og Batel svart á Mikala Hoyerup (1596) frá Danmörku.

Eins og fyrr segir eru allar ađstćđur hér til fyrirmyndar og sennilega ţćr bestu sem sést hafa á mótum af ţessu tagi. Á morgun munu Norđmenn sýna beint frá mótinu í sjónvarpinu og rćđa viđ keppendur um skákirnar eftir ađ ţeim lýkur.

Heimasíđa mótsins

Beinar útsendingar á vef mótsins

Beinar útsendingar á chessbomb.com


Ný fundargerđ stjórnar SÍ

Fundargerđ stjórnar SÍ frá 14. apríl liggur fyrir. Á fundinum var međal annars tekiđ fyrir.

  • Ađalfundur SÍ - haldinn 7. maí
  • Ársreikningar SÍ - hagnađur upp á tćpar 700.000 kr.
  • Tilnefningar í stjórn Launasjóđs stórmeistara og í stjórn Skákskóla Íslands
  • Skákţing Íslands - landsliđsflokkur - fylgiskjal má nálgast sem viđhengi
  • EM ungmenna - ákvörđun um ađ senda ţangađ keppendur.
  • Reykjavíkurskákmótiđ 2017 - ýmsar umrćđur.
  • Íslandsmót skákfélaga 2016-17 - fyrri hlutinn haldinn 29. september - 2.. október
  • Tímarit.is - umrćđur en engin ákvörđun.

Fundargerđina má nálgast hér.

Fylgiskjal um Skákţing Íslands fylgir međ sem viđhengi.

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Nýtt fréttabréf SÍ komiđ út

Nýtt fréttabréf SÍ kom út í gćr. Međal efnis í Fréttabréfinu var:

  • EM landsliđa og GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ í öđru og ţriđja sćti yfir bestu mót ársins 2015
  • Kasparov teflir á hrađskákmóti međ Caruana, Nakamura og So
  • Hörđurvallaskóli Íslandsmeistari grunnskólasveita
  • Hörđuvellingar örugggir Íslandsmeistarar barnaskólasveita
  • Fjórir íslenskar stúlkur tefla á NM stúlkna
  • Hemmamótiđ - keppnin um Vals-hrókinn
  • GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ 2017 - niđurtalning
  • Mót á döfinni

Hćgt er ađ skrá sig fyrir fréttabréfinu á Skák.is (ofarlega til hćgri). 

Fréttabréfiđ er hćgt ađ skođa í heild sinni hér.

Eldri fréttabréf má nálgast hér.


Garry Kasparov í stuđi í St. Louis

kasparov-back-in-chair

Hrađskákmót međ ţátttöku Garry Kasparov, Fabiano Caruana, Hikaru Nakamura og Wesley So hófst í gćr St. Louis. Heimsmeistarinn ţrettándi teflir af miklum krafti en á ţađ til ađ leika illa af sér. Í hálfleik ţegar níu skákir af 18 hafa veriđ tefldar eru Nakamura og So efstir međ 5 vinninga, Kasparov ţriđji međ 4˝ vinning og Caruana rekur lestina međ 3˝ vinning.

Í gćr gerđist ţađ Kasparov sleppti manni gegn Nakamura en tók leikinn upp. Vakti ţađ eđlileg mikla athygli.

Ítarlega grein um hasar gćrdagsins má finna á Chess24.

Hćgt er ađ fylgjast međ hamaganginum í dag frá međ kl. 17:50 á Chess24.


Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 140
  • Frá upphafi: 8771194

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 107
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband