Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2013
31.1.2013 | 22:51
Sérviđburđartal N1 Reykjavíkurskákmótsins
Margir viđburđir verđa haldnir samhliđa N1 Reykjavíkurskákmótinu 2013 og eitthvađ um ađ vera alla daga. Viđburđirnir verđa auglýstir vel á mótinu sjálfu en helstu upplýsingar má nálgast hér ađ neđan. Góđa skemmtun!
Fimmtudagur 21. febrúar
Fyrirlestur í hádeginu
Fyrirlestur erlends stórmeistara um skákferil sinn. Nánar auglýst síđar.
Föstudagur 22. febrúar
Gullni hringurinn
Skođunarferđ um suđurland međ leiđsögumanni. Fariđ međ rútu ađ skođa Gullfoss, Geysi og gröf Bobby Fischer. Skráningarform vćntanlegt á heimasíđu mótsins.
Pub-Quiz föstudagskvöldiđ klukkan 22:00
Hin árlega og afar vinsćla skák-spurningakeppni. Ţrjátíu fjölbreyttar spurningar úr skáksögunni og frá nýlegum viđburđum. Tveir og tveir para sig saman í liđ. Spyrill eins og áđur FM Sigurbjörn Björnsson. Ekki ţarf ađ skrá sig fyrirfram heldur bara mćta á veitingastađinn í Hörpu rétt fyrir 22:00 ţar sem keppnin fer fram.
Laugardagur 23. febrúar
Reykjavik Barna-Blitz
Hrađskákkeppni bestu barna í Reykjavík og nágrenni 13 ára og yngri. Undanrásir verđa á skákćfingum taflfélaganna í Reykjavík vikurnar á undan. Tveir keppendur frá hverri ćfingu komast í úrslitin í Hörpu ţar sem teflt er eftir útsláttarfyrirkomulagi. Úrslitin fara fram um laugardagsmorguninn og ljúka rétt fyrir upphaf fimmtu umferđar.
Even Steven - forgjafarmót klukkan 20:00
Níu umferđa hrađskákmót međ tímaforgjöf. Keppendur skipta milli sín 10 mínútum en fá viđbótarsekúndu viđ hvern leik. Jafn stigaháir keppendur fá 5 mínútur en hver 100 stiga munur ţýđir tvćr mínútur í mismun á umhugsunartíma. 2200ELO gegn 2500ELO fćr ţannig átta mínútur gegn tveimur. Tímamismunurinn verđur aldrei meiri en níu mínútur gegn einni sama ţó stigabiliđ sé langt yfir 400 stig. Ţátttökugjöld 10 evrur eđa 1500 kr. Öll ţátttökugjöld renna í verđlaunapott sem sigurvegarinn einn tekur. Ţátttökugjald greiđist fyrir 1. umferđ hrađskákmótsins.
Dćmi um tímamörk: 1800ELO gegn 2000ELO= 3min gegn 7min,
2300ELO gegn 2600ELO= 2min gegn 8.
Aldurstakmark 18ár.
Sunnudagur 24. febrúar
Fótbolti - Ísland gegn Heimsliđinu
Árlegur fótboltaleikur milli úrvalsliđs íslenskra keppenda og erlendra gesta. Leikurinn fer fram eftir umferđ á sunnudaginn í knattspyrnuhöll og lýkur skráningu á laugardaginn.
Mánudagur 25. febrúar
VIN OPEN- Hrađskákmót í VIN ađ Hverfisgötu 47 klukkan 13:00
Skemmtilegt hrađskákmót sem haldiđ er árlega í kringum Reykjavíkurskákmótiđ. Notalegt andrúmsloft og frábćrar veitingar. Tefldar verđa sex umferđir međ fimm mínútna umhugsunartíma. Skráning á stađnum fyrir mót.
Miđvikudagur 27. febrúar lokaathöfn í Ráđhúsinu
Lokaathöfn í Ráđhúsi Reykjavíkur. Hefst 18:00. Allir keppendur velkomnir.
31.1.2013 | 21:54
Guđmundur tapađi í lokaumferđinni
Alţjóđlegi meistarinn, Guđmundur Kjartansson (2408) tapađi fyrir búlgörsku skákdrottninginni og fyrrverandi heimsmeistara kvenna Antoaneta Stefanova (2516). Guđmundur hlaut 6 vinninga og endađi í 49.-77. sćti (57. sćti á stigum).
Fjórir keppendur urđu efstir og jafnir. Ţađ voru Nikita Vitiugov (2694), Maxime Vachier-Lagrave (2711), Chanda Sandipan (2590) og Nigel Short (2690). Eftir aukakeppni hafđi Vitiugov sigur.
Frammistađan Guđmundar samsvarađi 2482 skákstigum og hćkkar hann enn á stigum, nú um 11 stig.
246 skákmenn tóku ţátt í mótinu og ţar af 48 stórmeistarar. Guđmundur var nr. 66 í stigaröđ keppenda.31.1.2013 | 14:44
Nýjungar á laugardagsćfingum TR
Taflfélag Reykjavíkur kynnir til leiks breytingar á fyrirkomulagi hinna rótgrónu laugardagsćfinga sem ćtlađar eru börnum og unglingum. Međ breytingunum er stuđlađ ađ aukinni framţróun skákćfinganna og ţćr gerđar enn betri og markvissari en áđur hefur ţekkst. Međal nýjunga er veglegt nýútgefiđ námsefni sem stuđst verđur viđ í ţjálfun og kennslu og ţá fá međlimir T.R. aukiđ vćgi á ćfingunum.
Ítarlegri upplýsingar má lesa í međfylgjandi PDF-viđhengi.
31.1.2013 | 14:42
Páll Leó efstur á sterku móti á Selfossi
Tíu kappar settust ađ skákborđi í gćrkveldi og tefldu 10 mínútna hrađskákir, tefld var einföld umferđ allir viđ alla, í allt 9 skákir á haus.
Barist af hörku, venju samkvćmt, enda ađeins gerđ 5 jafntefli. Ingimundur, Páll Leó, Erlingur Jensson og Ingvar Örn fóru nokkuđ mikinn en höfđu mismikiđ uppúr erfiđi sínu en ţó meira en flestir ađrir.
Ingimundur leiddi mótiđ ađ loknum 7 umferđum međ fullu húsi en Páll Leó hafđi ţá leyft jafntefli gegn Úlfhéđni sem vel ađ merkja kom á dráttarvél á skákstađ og tefldi á stundum í samrćmi viđ ţađ tempó.
Í síđustu umferđ mćttust tveir efstu menn ţeir Ingimundur og Páll Leó, fór ţađ svo, í allra viđstaddra viđurvist ađ Palli mátađi Munda međ eina sekúndu á klukkunni, sem var sami tími og Ingimundur hafđi en sú sekúnda skiptir ekki máli hér eftir í heimssögunni.
Lokastađan:
1. Páll Leó 8,5
2. Ingimundur 7
3. Erlingur J. 6,5
4. Ingvar Örn 6,5
5. Úlfhéđinn 4,5
6. Magnús 4
7. Grantas 3,5
8. Ţorvaldur 3
9. Erlingur Atli 1,5
10. Arnar E 0
31.1.2013 | 13:00
Vignir Vatnar vann hrađkvöld Hellis
Vignir Vatnar Stefánsson sigrađi á hrađkvöldi Hellis sem fram fór 28. janúar sl. Vignir Vatnar fékk 5v í sex skákum og notađfćrđi sér ţađ velţegar Vigfúsi fatađist flugiđ í tveimur síđustu umferđunum eftir góđa byrjun. Nćstir komu Vigfús Ó. Vigfússon, Jón Úlfljótsson og Gunnar Nikulásson međ 4v. Vignir Vatnar sem var ţarna ađ vinna sitt fyrst hrađkvöld hjá Helli fékk ađ draga í happdrćttinu og dró ţá Vigfús út sem fékk eins og hann gjafabréf á Saffran.
Nćsta skákkvöld í Hellisheimilinu verđur nćstkomandi mánudag 4. febrúar kl. 20. Ţá verđur einnig hrađkvöld.
Röđ Nafn Vinningar M-Buch. Buch. Progr. 1 Vignir Vatnar Stefánsson, 6 19.5 26.5 22.0 2-4 Vigfús Ó. Vigfússon, 5 22.0 31.0 25.0 Jón Úlfljótsson, 5 19.5 26.0 21.0 Gunnar Nikulásson, 5 17.5 24.0 19.0 5 Elsa María Kristínardóttir, 4.5 17.0 24.5 16.5 6-7 Bjarni Jens Kristinsson, 4 23.0 32.0 20.0 Bárđur Örn Birkisson, 4 16.0 22.5 15.0 8-9 Björn Hólm Birkisson, 3.5 20.5 27.0 14.5 Kristófer Ómarsson, 3.5 15.5 21.0 11.5 10 Mikael Máni Freysson, 3 18.5 25.0 11.0 11 Finnur Kr. Finnsson, 2.5 17.0 23.5 7.5 12 Björgvin Kristbergsson, 2 17.5 23.0 6.0 13 Sindri Snćr Kristófersson 1 14.5 21.0 7.0
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2013 | 11:00
Skákkeppni vinnustađa fer fram á morgun
Taflfélag Reykjavíkur býđur öllum vinnustöđum ađ taka ţátt í Skákkeppni vinnustađa 2013 sem fram fer í félagsheimili T.R, Skákhöllinni Faxafeni 12, föstudaginn 1. febrúar 2013 og hefst kl. 19.30
Upplýsingar og keppnisfyrirkomulag:
Dagsetning: Föstudagur 1. febrúar kl. 19.30
Stađur: Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12 (Skeifunni)
Sveitakeppni: Ţetta er liđakeppni/sveitakeppni og tefla 3 í hverju liđi. Vinnustađirnir geta sent fleira ein eitt liđ til keppni. Liđin verđa ţá auđkennd sem A-liđ, B-liđ o.s.frv. Hvert liđ getur haft 1-2 varamenn.
Umferđir: Fjöldi umferđa fer eftir ţátttöku (7-11 umferđir). Umhugsunartími er 10 mínútur á mann.
Keppnisfyrirkomulag: svissneskt kerfi og flestir vinningar gilda.
Verđlaun:
1. verđlaun: Eignabikar fyrir vinnustađinn og farandbikar til vörslu í 1 ár auk verđlaunapeninga (medalíur) fyrir keppendur
2. verđlaun: Eignabikar fyrir vinnustađinn auk verđlaunapeninga (medalíur) fyrir keppendur
3. verđlaun: Eignabikar fyrir vinnustađinn auk verđlaunapeninga (medalíur) fyrir keppendur
Ţátttökugjald er kr. 15.000 á hverja sveit.
Upplýsingar veitir Ríkharđur Sveinsson, stjórnarmađur í Taflfélagi Reykjavíkur. Netfang: rz@itn.is gsm: 772 2990.
Skráning og stađfesting ţátttöku: skráning fer fram á heimasíđu Taflfélags Reykjavíkur, www.taflfelag.is á sérstöku skráningarformi eđa međ ţví ađ senda skráningu á taflfelag@taflfelag.is
Ţátttökugjaldiđ greiđist inn á reikning Taflfélags Reykjavíkur. Reikningsnúmer: 0101-26-640269. Kennitala: 640269-7669. Vinsamlegast setjiđ í skýringu: VINNUST
Veriđ velkomin ađ taka ţátt í Skákkeppni vinnustađa 2013 - hlökkum til ađ sjá ykkur!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2013 | 10:00
Stúlknamót fara fram um helgina í Rimaskóla
Íslandsmót grunnskólasveita 2013 - stúlknaflokkur
Íslandsmót grunnskólasveita 2013 - stúlknaflokkur fer fram laugardaginn 2. febrúar nk. í Rimaskóla, Reykjavík.
Hver skóli má senda fleiri en eina sveit. Hver sveit er skipuđ fjórum keppendum (auk varamanna). Mótiđ hefst kl. 12 og tefldar verđa 7 umferđir, 2 x 15 mín. eftir Monrad-kerfi. Skráning fer fram á skrifstofu S.Í. sími 568 9141 kl. 10-13 virka daga og í tölvupósti: skaksamband@skaksamband.is.
Íslandsmót stúlkna 2013 - einstaklingskeppni
Íslandsmót stúlkna 2013 - einstaklingskeppni fyrir stúlkur á grunnskólaaldri fer fram sunnudaginn 3. febrúar nk. í Rimaskóla, Reykjavík og hefst kl. 11.
Teflt verđur í tveimur flokkum:
Fćddar 1997-1999
Fćddar 2000 og síđar.
Tefldar verđa 15 mín. skákir - umferđafjöldi fer eftir fjölda ţátttakenda.
Skráning fer fram á skrifstofu S.Í. sími 568 9141 kl. 10-13 virka daga og í tölvupósti: skaksamband@skaksamband.is
Sett hefur veriđ upp ný heimasíđa fyrir N1 Reykjavíkurskákmótsins. www.reykjavikopen.com sem er í umsjón Ingvars Ţór Jóhannessonar. Ţađ stefnir í ţátttökumet enn eitt áriđ en nú ţegar ţrjár vikur eru fram ađ móti hafa rúmlega 200 keppendur skráđ sig til leiks en í fyrra tóku ţátt 198 skákmenn. Af hinum ríflega 200 keppendum eru um 75% erlendir frá ríflega 40 löndum.
Aldrei hafa fleiri stórmeistarar verđir skráđir til leiks á Reykjavíkurskákmótiđ en ţeir eru alls 36. Ţar af eru fjórir međ meira en 2700 skákstig og tuttugu međ meira en 2600 skákstig. Og hver veit nema ađ mjög spennandi keppendur bćtist viđ í mótiđ nú á lokametrunum.
Á morgun verđa sérviđburđadagatal mótsins kynnt til leiks en nánast alla keppnisdaga mótsins verđur eitthvađ í bođi.
Enn er ađ sjálfsögđu opiđ fyrir skráningu í mótiđ. Hún fer fram hér.
30.1.2013 | 22:34
Gíbraltar: Guđmundur vann í nćstsíđustu umferđ
Alţjóđlegi meistarinn, Guđmundur Kjartansson (2408) vann stórmeistarann Saleh Salem (2538) frá Úsbekistan. Guđmundur hefur hlotiđ 6 vinninga og er í 23.-49. sćti.
Í tíundu og síđustu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Guđmundur viđ búlgörsku skákdrottninguna og fyrrverandi heimsmeistara kvenna, Antoaneta Stefanova (2516).
Efstir međ 7,5 vinning stórmeistarnir Nikita Vitiugov (2694), Rússlandi, Maxime Vachier-Lagrave (2711), Frakklandi, og Nigel Short (2690). Tveir hinir síđarnefndu er báđir skráđir til leiks á N1 Reykjavíkurskákmótinu.
246 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af 48 stórmeistarar. Guđmundur er nr. 66 í stigaröđ keppenda.Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2013 | 17:55
Rúnar Íslandsmeistari í ofurhrađskák
Ţađ voru 27 keppendur og höfđu sumir áđur tekiđ ţátt í einum eđa fleiri viđburđum yfir daginn!
Röđ efstu manna:
1. Rúnar Sigurpálsson 14.5 123.0
2. Halldór Brynjar Halldórsson 11.5 126.0
3. Róbert Lagerman 11.0 129.0
4. Gunnar Freyr Rúnarsson 10.5 127.0
5. Jón Kristinn Ţorgeirsson 9.0 129.0
6. Mesharef, 9.0 121.5
7. Lenka Ptacnikova 8.5 129.5
8. Tómas Veigar Sigurđsson 8.0 120.5
9. Birgir Berndsen 8.0 119.5
10. Arnar Ţorsteinsson 8.0 88.0
11. Sverri Unnarsson 7.5 123.5
12. Sigurđur Ćgisson 7.5 120.0
13. Páll Andrason 7.5 110.5
14. Ingvar Örn Birgisson 7.5 99.5
15. Ellert Berndsen 7.0 113.5
16. Oliver Aron Jóhannesson 7.0 109.5
17. Guđmundur Gíslason 7.0 109,0
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.12.): 20
- Sl. sólarhring: 65
- Sl. viku: 198
- Frá upphafi: 8771977
Annađ
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 152
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar