Færsluflokkur: EM landsliða 2007
7.11.2007 | 12:12
EM landsliða: 11. pistill liðsstjóra
Ísland og Slóvenía voru þær þjóðir sem stóðu sig best miðað við stig en bæði liðin enduðu 11 sætum ofar en meðalstig fyrir mót gáfu til kynna.
Það sem gerir árangurinn enn betri var liðið tefldi allt mótið uppfyrir sig nema gegn Finnunum. Fjöllum til að byrja lauslega um skákir gærdagsins.
Héðinn samdi örjafntefli" á fyrsta borði og þar með var helsta vopn Finna Tomi Nyback úr leik.
Henrik gerði einnig öruggt jafntefli á 2. borði með svörtu.
Stefán tefldi á þriðja borði og þar var staðan flókin að mati liðsstjóra og allt stemmdi í bullandi tímahrak. Skákin leystist upp og Stefán hafði smá frumkvæði en náði ekki að kreista.
Þröstur tefldi og fékk fljótlega eitthvað betra. Hann snéri smásaman á andstæðinginn og vann góðan sigur. Eftir skákina kom gullkorn dagsins frá Þresti. Nú er ég kominn í stuð"
Með sigrunum náðum við öðru sæti norðurlandaþjóðanna, rétt mörðum Norðmenn. Magnus Carlsen tapaði loks fyrir serbneskum andstæðingi sínum. Norðmennirnir voru reyndar heppnir því að ná 2-2 jafntefli þar sem andstæðingur Ketils reyndi að vinna stöðu í stað þess að gera jafntefli og tryggja þar með Serbum 2,5-1,5. Ótrúleg ákvörðun útfrá hagsmunum liðsins. Svíarnir lágu fyrir Svartfellingum. Við fengum reyndar jafnmarga vinninga og Danir, sem unnu Litháa, en færri stig. Danirnir voru hressir í gærkveldi og sögðust hafa lent í sjöunda sæti. Hmmmmm, minnir mig á eitthvað.
Lokastaða norðurlandanna er sem hér segir:
Þjóð | Sæti | Stigaröð | Stig | Vinn |
Danmörk | 12. | 20. | 10 | 19 |
Ísland | 20. | 31. | 9 (169,5) | 19 |
Noregur | 22. | 27. | 9 (160,5) | 19 |
Svíþjóð | 27. | 21. | 8 | 18,5 |
Finnland | 31. | 34. | 7 | 16,5 |
Rússarnir unnu Búlgara á fyrsta borði og rúllaði Svidler þvílíkt yfir andstæðing sinn á fyrsta borði en hann fékk 7 vinninga í 8 skákum sem verður að teljast ótrúlegt gegn jafnsterkum andstæðingum. Rússarnir fengu 17 stig af 18 mögulegum sem verður einnig að teljast ótrúlegt.
Armenar urðu aðrir með 14 stig og nágrannar Aserar urðu þriðju með 13 stig.
Ivan Sokolov tapaði nú og var sjón að sjá hann þegar hann strunsaði úr skáksalnum. Mátti ég rétt sleppa frá því að verða á vegi hans en hann var eins og naut í flagi. Ég held að enginn skákmaður í heimi eigi jafn erfitt með að tapa og hann nema þá helst Kasparov.
Um kvöldið borðuðum við með Sokolov og fór hann á kostum. Hann kom okkur mikið á óvart með þekkingu sinni á Íslandi og íslenskri sögu.
Einnig rifjaði hann upp skákina sem hann tapaði fyrir Stefáni Kristjánssyni á EM taflfélaga í Kemer og átti ekki orð yfir eigin frammistöðu. Hann kenndi Fischer um tapið því hefði ekki verið Fischer-tímamörkin hefði Stefán tapað að hans mati! Gullkornið dagsins var þó. After I lost to Kristjánsson I decided to quit professional chess".
Eitt sérkennilegasta atvik sem ég hef séð á skákmóti og undaskil ég ekki Jólapakkamót Hellis þar sem ýmislegt gerist í yngri flokkunum. Umrætt atvik gerðist í skák Tiviakov, Hollandi, og Almasi, Ungverjalandi.
Tiviakov hafði 2 hróka gegn hróki og biskupi Ungverjans. Þeim síðarnefnda virtist reyndar vera misboðið að sá hollenski skyldi tefla áfram og sýndi það með svipbrigðum sínum Ungverjinn virðist reyndar vera eitthvað hrokafullur því honum virtist einnig vera ferlega misboðið að gera jafntefli við Hannes.
Jæja nóg af útúrdúrum. Almasi lék gegn Tiviakov og svo leið smá tími og svo lék Almasi aftur! Tivikov varð auðvitað mjög undrandi á svip en fór svo bara að hlæja og sagði. He played 2 moves in a row". Þetta var svo lagað af skákstjóra en ótrúlegt að sjá svona gerast hjá skákmanni með um 2700 skákstig.
Förum yfir árangur íslensku skákmannanna:
Hannes fékk 3 vinninga af 7 og stóð sig í samræmi við stig. Hann átti það til að blöndera í þessu móti sem er óvenjulegt á þeim bæ. Góður leiðtogi í liðinu en það veitir alltaf eitthvað vissa öryggistilfinningu að vita af honum á fyrsta borði.
Að öðrum ólöstuðum voru það Héðinn og Henrik sem drógu vagninn. Héðinn náði sínum fjórða stórmeistaraáfanga í röð þ.e. þetta var fjórða mótið í röð sem hann náði árangri yfir 2600 skákstig sem bendir til þess að hann eigi miklar hækkanir inni. Héðinn fékk 5,5 vinning í 9 skákum og var sá eini í liðinu sem tefldi allar skákirnar og hækkar um 14 stig fyrir frammistöðu sína sem samsvaraði 2662 skákstigum. Héðinn er nú kominn með 2550 skákstig og ljóst að hann gæti sótt að fyrsta borðinu á komandi mótinu haldi hann þessu flugi.
Henrik stóð sig einnig afar vel. Frammistaða hans var einnig vel yfir 2600 skákstig eða upp á 2654 skákstig en hann fékk 5 vinning í 8 skákum þrátt fyrir að hafa haft fimm sinnum svart. Henrik hækkar um 16 stig og er nú kominn aftur yfir 2500 skákstig. Mjög vel lesinn skákmaður sem undirbjó sig afar vel og átti það til að koma andstæðingum sínum á óvart jafnvel strax í fyrsta leik og það með góðum árangri!.
Stefán fékk 3,5 í 7 skákum. Fyrir liðsstjóra er martröð að hafa hann í liði en ávallt var mikið á og brjálað tímahrak á ferðinni. Stefán hækkar um 7 stig fyrir frammistöðuna og nálgast því enn 2500 skákstigin sem hann þarf að ná til að verða útnefndur stórmeistari. Ég verð að viðurkenna, þrátt fyrir að mér sé það þvert um geð, að Stefán er betri en ég í borðtennis.
Varamaður ferðarinnar Þröstur Þórhallsson kom sterkur inn á endasprettinum eins og svo oft áður. Hann fékk 2 vinninga af 5 mögulegum eftir að hafa byrjað brösuglega. Því miður var bara mótið of stutt fyrir Þröst! Hann lækkar um 8 stig fyrir frammistöðuna sína.
Samtals hækkar liðið um 30 stig sem þýðir að liðið fékk um 3 vinningum meira en stigin gefa til kynna.
Sjálfur þakka ég liðinu kærlega fyrir samveruna hér á Krít. Þetta var gaman þótt það skiptust auðvitað á skin og skúrir. Gott lið sem náði bara býsna vel saman. Mikil stemming og góður andi þegar farið var yfir skákirnar saman á kvöldin.
Héðinn og Henrik voru auðvitað þeir sem drógu og vagninn en Stefán og Hannes stóðu sig einnig fyrir sínu. Þröstur kom flottur inn á endasprettinum eins og svo oft áður en hann er liðinu ákaflega mikilvægur liðsmaður enda mikill baráttumaður sem smitar út frá sér.
Að vera liðsstjóri er full vinna því auk þess að fylgjast með liðinu, tilkynna liðið o.þ.h. tel ég hafa skyldur við ykkur úti þarna að koma upplýsingum um gang mála á skákstað.
Skákáhugamönnum þakka ég hvatningarnar og liðinu fyrir skemmtilega samveru. Björn Þorfinnsson fær sérstakar þakkir fyrir upplýsingaöflun þegar mig vanhagaði um eitthvað slíkt með skömmum fyrirvara.
Mótshaldarar og skipuleggjendur fá plús í kladdann fyrir frábæra skipulagningu og aðbúnað. Allt til fyrirmyndar auk þess sem Grikkir eru einkar vinalegir og þægilegir í allra umgengi.
Sérstakt show" var svo í gær að horfa á leik Real Madrid og Olympikos í hótellobbýinu í gær. Einn Grikkinn var orðinn svo æstur að þegar boltinn var sendur fram markið Spánverjann á lokamínútunum í gær, stökk hann upp eins og ætlaði að skalla hann í markið!
Heimleiðin er löng og ströng þ.e.: Krít-Aþena-London-Keflavík. Þessi pistill var að mestu skrifaður í gær en er kláraður í flugvél á milli Aþenu og London og póstaður á netið á Heathrow flugvelli.
Takk fyrir mig!
Nóg í bili, ekki meir!
Krítarkveðja,
Gunnar
- Heimasíða mótsins
- Skákirnar í beinni
- Chess-Results
- Færslur Skák.is um EM
- Myndaalbúm Skák.is
- Skákhornið (reglulegar skákmolar frá skákstað)
EM landsliða 2007 | Breytt 8.11.2007 kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.11.2007 | 07:20
EM landsliða: Liðsstjórapistill nr. 10

Fyrst að viðureign dagsins.
Henrik og Lars gerðu stutt jafntefli. Greinilegt að þeim danska (þ.e. Lars!) langaði ekki of mikið að vinna skákina og skipti upp á öllu með hvítu og stutt jafntefli samið.
Á fyrsti borði virtist Hannes hafa a.m.k. jafnað taflið en hann lék illa af sér og tapaði skákinni.
Á öðru borði fékk Héðinn heldur vænlegra tafl og síðar lék Sune af sér og fékk Héðinn unnið tafl. Héðinn gerði svo mistök þegar drap peð á b7 og Sune náði að knýja fram jafntefli. Héðinn hefur annars teflt glimrandi vel á mótinu þrátt fyrir þetta slys.
Á fjórða borði hafði Þröstur hvítt og virtist um tíma hafa vænlegt tafl. Í lokastöðunni er hins ljóst að þar er ekkert fyrir hann að hafa og var því jafntefli samið. Ljóst er að svartur getur einfaldlega sett hrók á c7 og riddara og f6 og allt í lás og engin leið fyrir hvítan að kreista fram vinning. Þröstur mat stöðuna þannig að það væri einfaldlega enginn möguleiki á sigri og treysti ég því mati enda fáfundnari meiri baráttuhundar en einmitt Þröstur eins og íslensku skákheimur veit.
Loks kom að því Rússarnir ynnu ekki. Kenning mín um fjögur jafntefli var reyndar kolröng því hart var barist í viðureign þeirra og Spánverja þótt hún endaði með skiptum hlut. Rússarnir hafa engu að síður tryggt sér sigur á mótinu, hafa 15 stig. Ísraelar og Armenar koma næstir með 12 stig.
Hlutirnir í norðurlandamótinu" eru fljótir að breytast því með tapinu hrukku Íslendingar niður í fjórða sæti og eru í 25. sæti með 7 stig og 16,5 vinning. Danir eru efstir, Norðmenn aðrir eftir 2-2 jafntefli gegn Svartfellingum og Svíar gerðu gott jafntefli gegn Hollendingum þar sem TG-ingurinn Cicak batt enda á sigurgöngu Ivans. Vonandi að náum að rétta okkar hlut okkar eitthvað á morgun með góðum úrslitum gegn Finnum.
Staða norðurlandanna er sem hér segir:
Þjóð | Sæti | Stigaröð | Stig | Vinn |
Danmörk | 16. | 20. | 8 | 16,5 |
Noregur | 21. | 27. | 8 | 17 |
Svíþjóð | 23. | 21. | 7 | 15,5 |
Ísland | 25. | 31. | 7 | 16,5 |
Finnland | 28. | 34. | 7 | 15 |
Þrátt fyrir hól úr óvæntri átt á horninu í gær hef ég lítið af spennandi insight information" núna. Hannes hvílir eins og áður hefur komið fram. Westerinen hvílir hjá Finnunum en honum hafa verið mislagðar hendur á mótinu.
Skákin byrjar kl. 9 og sjálfsagt mun ég láta reglulega í mér heyra með SMS-sendingum til Björns. Ég treysti áfram á góðu strauma að heima eins og hingað til. Ég veit ekki hvenær ég næ að birta lokapistilinn. Á morgun er langt ferðalag til Íslands með þremur flugum fyrst til Aþenu, kl. 7 í fyrramálið, svo London og að lokum Reykjavíkur.
Nóg í bili, meira............seinna!
Krítarkveðja,
Gunnar
- Heimasíða mótsins
- Skákirnar í beinni
- Chess-Results
- Færslur Skák.is um EM
- Myndaalbúm Skák.is
- Skákhornið (reglulegar skákmolar frá skákstað)
5.11.2007 | 22:46
EM landsliða: Finnar í lokaumferðinni
Íslendingar mæta Finnum í lokaumferð Evrópumóts landsliða sem fram fer í fyrramálið á Krít í Grikklandi. Hannes Hlífar hvílir í liði Íslands en Westerinen hvílir hjá Finnlandi.
Viðureign morgundagsins:
Bo. | 31 | ICELAND (ISL) | Rtg | - | 34 | FINLAND (FIN) | Rtg | 0 : 0 |
14.1 | IM | Steingrimsson Hedinn | 2533 | - | GM | Nyback Tomi | 2565 | |
14.2 | GM | Danielsen Henrik | 2491 | - | IM | Agopov Mikael | 2440 | |
14.3 | IM | Kristjansson Stefan | 2458 | - | IM | Karttunen Mika | 2427 | |
14.4 | GM | Thorhallsson Throstur | 2448 | - | FM | Keskinen Sauli | 2298 |
- Heimasíða mótsins
- Skákirnar í beinni
- Chess-Results
- Færslur Skák.is um EM
- Myndaalbúm Skák.is
- Skákhornið (reglulegar skákmolar frá skákstað)
5.11.2007 | 21:00
EM landsliða: Danmörk - Ísland 2½-1½
Íslendingar mættu Dönum í áttundu og næstsíðustu umferð EM-landsliða. Fyrstu skákinni lauk með stuttu jafntefli. Það var Henrik Danielsen sem gerði jafntefli við fyrrum landa sinn Lars Schandorff. Það er ekki hægt að segja að næstu tíðindi úr viðureigninni hafi glatt landann, því Hannes lék illa af sér strax í 18. leik, fékk tapað tafl og varð að gefast upp skömmu síðar. Það leit hins vegar út fyrir að Héðinn Steingímsson mundi bæta fyrir fingurbrjót Hannesar með sigri gegn Sune Berg Hansen á öðru borði. Þrátt fyrir vænlega stöðu gekk það þó ekki eftir og niðurstaðan var jafntefli eftir 38 leiki. Þá var einungis skák Þrastar á fjórða borði eftir og henni lauk einnig með jafntefli eftir nokkrar sviptingar. Niðurstaðan varð því naumt tap gegn danska liðinu.
SM | Peter Heine Nielsen | 2626 | - | SM | Stefansson Hannes | 2574 | 1-0 | |
SM | Sune Berg Hansen | 2564 | - | AM | Steingrimsson Hedinn | 2533 | 1/2 | |
SM | Lars Schandorff | 2520 | - | SM | Danielsen Henrik | 2491 | 1/2 | |
AM | Karsten Rasmussen | 2495 | - | SM | Thorhallsson Throstur | 2448 | 1/2 |
- Heimasíða mótsins
- Skákirnar í beinni
- Chess-Results
- Færslur Skák.is um EM
- Myndaalbúm Skák.is
- Skákhornið (reglulegar skákmolar frá skákstað)
5.11.2007 | 11:50
EM taflfélaga: Liðsstjórapistill nr. 9

Viðureign dagsins er því:
20 | DENMARK (DEN) | Rtg | 31 | ICELAND (ISL) | Rtg |
GM | Nielsen Peter Heine | 2626 | GM | Stefansson Hannes | 2574 |
GM | Hansen Sune Berg | 2564 | IM | Steingrimsson Hedinn | 2533 |
GM | Schandorff Lars | 2520 | GM | Danielsen Henrik | 2491 |
IM | Rasmussen Karsten | 2495 | GM | Thorhallsson Throstur | 2448 |
Varðandi umferðina í gær hef ég í raun og veru litlu við bæta þær skýringar sem þegar hafa verið birtar á Horninu.
Hannes hafði hvítt og fékk e.t.v. örlítið frumkvæði. Staðan var þó flókin og en leystist upp í jafntefli.
Héðinn tefldi flókið og leist mér ekkert á stöðuna. Héðinn var seigur að vanda og varðist vel. Eins og fram kemur á Horninu átti andstæðingur hans algjöra sleggju, 28. He4!! sem hvorugur sá og ekki einu sinni við stúderingar eftir á enda leikur sem gífurlega erfitt er að finna yfir borðinu. Héðinn er nú með fimmta besta skor allra á öðru borði.
Henrik náði ágætis stöðu á þriðja borði en aldrei neinu áþreifanlegu. Þessum þremur skákum lauk nánast samtímis.
Á fjórða borði átti Stefán í vök að berjast og í miklu tímahraki. Honum tókst ekki að verjast og tap því með minnsta mun staðreynd.
Rússarnir héldu áfram sigurgöngu sinni, hafa fullt hús stiga, 14 samtals, og unnu Frakka 2,5-1,5 og eru svo gott sem búnir að tryggja sér sigur á mótinu. Aðrir eru Armenar með 11 stig og í næstu sætum eru Slóvenar, Ísraelar og Aserar. Rússar mæta Spánverjum í dag og kæmi mér ekki á óvart þótt búið væri að semja á öllum borðum eftir u.þ.b. hálftíma, þ.e. Rússarnir geri jafntefli í öllum skákum sem eftir eru. Þeir hvíla Svidler sem hefur farið stórum með 5 af 6 en Moro hefur þó staðið sig enn betur hefur 6 af 7..
Ísland er nú efst norðurlandanna, er í 19. sæti með 7 stig og 15 vinninga. Öll hin löndin nema Finnland hafa einnig 7 stig og það er mikil spennan hlaupin í norðurlandamótið". Finnarnir koma skammt undan með 6 stig.
Í gær unnu Danirnir Króatana og eru þeir króatísku víst ekkert afskaplega ánægðir með norðurlandaþjóðirnar núna eftir 2 töp í röð! Norðmenn tóku 1 vinning á Ísrael þar sem Magnús gerði jafntefli við Sutovsky. Þröstur og Henrik voru algjörlega gáttaðir að því að hann skyldi geta haldið jafntefli þar sem hann hafi haft koltapað endatafl. Næst gæti hann labbað á vatni!" sagði Henrik. Það er greinilega mikið spunnið í þennan dreng. Svíarnir gerðu 2-2 jafntefli við Litháa og Finnarnir unnu Skotana 3-1.
Staða norðurlandanna er sem hér segir:
Þjóð | Sæti | Stigaröð | Stig | Vinn |
Ísland | 19. | 31. | 7 | 15 |
Noregur | 20. | 27. | 7 | 15 |
Danmörk | 22. | 20. | 7 | 14 |
Svíþjóð | 24. | 21. | 7 | 13,5 |
Finnland | 28. | 34. | 6 | 13 |
Þegar við skoðuðum stöðuna í gær var okkur ljóst að fengjum sennilega Dani eða Litháa eða jafnvel Svía þótt það síðarnefnda væri ólíklegast.
Ég spurði Henrik hreint út hvort honum þótt það óþægilegt að tefla við fyrrum landa sína en Henrik sagði svo alls ekki vera og sagði svo gullkorn dagsins: Let´s beat those f...... Danish!" Niðurstaðan var því sú að Stefán hvíldi.
Skömmu síðar komu Sune og Karsten til okkar. Sune byrjaði strax að fiska í gruggugu vatni. Henrik cannot play, he is Danish" Svo horfði hann á okkur til skiptist að reynda fiska svipinn á okkur en mætti bara glottandi andlitum.
Er ég talaði við Henrik síðar um kvöldið og sagði honum að ég teldi að hann myndi sennilega tefla við Sune var hann alls ekki viss. Málið er að Henrik hefur gengið afskaplega með Sune í gegnum tíðina sem e.t.v. skýrir þann leik Dananna að hvíla Lars þannig að Sune færist upp.
Og ekki má sleppa því að segja frá Ivan vini mínu. Hann er hér alltaf með nokkur gullkorn. Í fyrradag kom hann til mín mjög alvarlegur á svip og sagði Throstur have to play tomorrow, he can´t be here in vacation" Og aftur í gær fékk í sömu ræðuna og loks fær Ivan ósk ósk sína uppfyllta. Eina umferðina var hann algjörlega hneykslaður á andstæðingi sínu, sagði hann lélegan, tefldi bara upp á trikk og það meira að segja léleg, og einnig hneykslaður á því hversu lengi hann tefldi með koltapað. I am totally disgusted how longed he playd". Hann kom seint en hefur farið á kostum á skákborðinu og unnið allar þrjár sínar skákir og teflir við Svíann Cicak í dag.
Topalov virðist vera farinn og virðist aðeins hafa teflt fjórar fyrstu skákirnar.
Rétt er að vekja athygli á góðri frammistöðu Pólverja sem eru skyndilega komnir í hóp efstu liða með 9 stig eftir að hafa tapað fyrir Íslandi og Svartfjallalandi í tveimur fyrstu umferðunum og mæta Úkraínumönnum í dag.
Framkoma Ivanchuk hefur og vakið athygli hér. Í gær var hann tefla við Mamedyarov. Er ég leit á skákina var hann að venju samkvæmt að horfa eitthvað út í loftið. Svo lék sá aserski og Ivanchuk svaraði um hæl eins og væri í tímahraki. Er ég kíkti á klukkuna stóð þar 1:43 svo það virtist stemma en ég skoðaði hana betur átti hann eftir eina klukkustund og 43 mínútur eftir rúmlega 40 leiki! Kann ekki góðri lukku að stýra enda tapaði hann. Á kvöldin gengur hann um og skoðar stöðurnar á þeim borðum þar sem það er verið stúdera og leitar af athyglisverðum stöðum. Nýlega t.d. settist hann niður hjá Finnunum þegar hann staðan var greinilega verið þess virði að kíkja betur á og stúderaði með þeim góða stund. Kannski réttara að segja að Finnarnir hafi horft á hann fara með heilu leikjaraðirnar!
Ég geri ráð fyrir fjörlegum skýringum á horninu í dag og hvet menn til að fylgjast með en umferðin hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma.
Lokaumferðin, sem fram fer á morgun, hefst hins vegar kl. 9 að íslenskum tíma og á liðsskipan allra liða að vera tilbúinn kl. 22:30 í kvöld.
Að veðrinu hér er það að frétti að hér rigndi áðan! Annars er hlýtt að vanda og enn hef ég ekki haft not fyrir síðerma bol.
Nóg í bili, meira á morgun.
Krítarkveðja,
Gunnar
- Heimasíða mótsins
- Skákirnar í beinni
- Chess-Results
- Færslur Skák.is um EM
- Myndaalbúm Skák.is
- Skákhornið (reglulegar skákmolar frá skákstað)
EM landsliða 2007 | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2007 | 08:54
EM: Danskerne i runde otte
Íslenska liðið mætir liði Danmerkur í áttundu og næstíðstu umferð Evrópumóts landsliða sem fram fer í dag á Krít. Hjá Íslandi hvílir Stefán Kristjánsson og hjá Dönunum hvílir annað borðs maðurinn Lars Bo Hansen. Henrik teflir fyrir Íslands hönd gegn sínum félögum.
Rétt er að benda á skákirnar verað væntanlega sýndar beint á vefsíðu mótsins og má búast við fjörlegum umræðum á Skákhorninu á meðan þær eru í gangi..
Viðureignin:
Bo. | 20 | DENMARK (DEN) | Rtg | - | 31 | ICELAND (ISL) | Rtg | 0 : 0 |
10.1 | GM | Nielsen Peter Heine | 2626 | - | GM | Stefansson Hannes | 2574 | |
10.2 | GM | Hansen Sune Berg | 2564 | - | IM | Steingrimsson Hedinn | 2533 | |
10.3 | GM | Schandorff Lars | 2520 | - | GM | Danielsen Henrik | 2491 | |
10.4 | IM | Rasmussen Karsten | 2495 | - | GM | Thorhallsson Throstur | 2448 |
- Heimasíða mótsins
- Skákirnar í beinni
- Chess-Results
- Færslur Skák.is um EM
- Myndaalbúm Skák.is
- Skákhornið (reglulegar skákmolar frá skákstað)
4.11.2007 | 17:57
EM landsliða: Tap með minnsta mun gegn Ungverjum
Íslendingar mættu enn einu stórmeistaraliðinu í sjöundu umferð Evrópumóts landsliða. Að þessu sinni voru andstæðingarnir Ungverjar, sem eru með 12. stigahæstu sveitina á mótinu og voru mun stigahærri á öllum borðum. Minnsti munurinn var á þriðja borði, eða "einungis" 70 stig. Ýmsir óttuðust 0-4 ósigur, en eftir jafntefli á efstu tveimur borðunum eftir spennandi viðureignir létti mönnum nokkuð. Henrik Danielsen bætti svo við þriðja jafnteflinu og þá má segja að úrslitin væru orðin ásættanleg gegn þessum sterku andstæðingum óháð því hvernig skák Stefáns á fjórða borði færi. Stefán stóð lengi í andstæðingnum, en varð að lokum að játa sig sigraðan og heildarúrslitin urðu því 1½-2½ Ungverjum í vil.
Íslenska sveitin tefldi á áttunda borði og því voru skákirnar í fyrsta skipti í beinni útsendingu á netinu. Það var náið fylgst með þeim á Skákhorninu þar sem leikirnir voru ræddir jafnóðum og teflt var.
SM | Hannes H. Stefánsson | 2574 | - | SM | Zoltan Almasi | 2691 | 1/2 | |
AM | Héðinn Steingrímsson | 2533 | - | SM | Zoltan Gyimesi | 2610 | 1/2 | |
SM | Henrik Danielsen | 2491 | - | SM | Csaba Balogh | 2561 | 1/2 | |
AM | Stefán Kristjánsson | 2458 | - | SM | Robert Ruck | 2561 | 0 |
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Færslur Skák.is um EM
- Myndaalbúm Skák.is
- Skákhornið (reglulegar skákmolar frá skákstað)
4.11.2007 | 11:34
EM taflfélaga: Liðsstjórapistill nr. 8

Þröstur hvílir í dag enda allir hinir að standa sig afar vel.
Viðureign dagsins er því:
Bo. | 31 | ICELAND (ISL) | Rtg | - | 12 | HUNGARY (HUN) | Rtg | 0 : 0 |
8.1 | GM | Stefansson Hannes | 2574 | - | GM | Almasi Zoltan | 2691 |
|
8.2 | IM | Steingrimsson Hedinn | 2533 | - | GM | Gyimesi Zoltan | 2610 |
|
8.3 | GM | Danielsen Henrik | 2491 | - | GM | Balogh Csaba | 2561 |
|
8.4 | IM | Kristjansson Stefan | 2458 | - | GM | Ruck Robert | 2561 |
|
Ljóst er að töluvert hallar á okkar menn en Ungverjarnir er mun stigahærri á hverju borði. Minnstur er munurinn á Henrik og Balough eða aðeins" 70 stig.
Í gær var Hannes fyrstur að klára. Hann hafði svart og náði að jafna taflið. Á krítísku augnabliki bauð hann jafntefli sem andstæðingur hans tók eftir töluverða umhugsun en það hefði verið áhætta fyrir hann að reyna að vinna stöðuna.
Henrik var næstfyrstur að klára. Hann kom andstæðingi sínum þegar á óvart í fyrsta leik er er hann svaraði 1. e4 með 1. - e5 en slíkt er nánast óþekkt hjá Henrik. Henrik hafði séð í gagnagrunnum að andstæðingi sínum hafi gengið illa með Berlínarvörnina. Þegar Henrik lék svo 3. -Rf6 sagðist hann hafa skynjað vonbrigðin hjá andstæðingi sínum. Henrik ýtti svo peðunum upp á kóngsvæng og hreinlega rúllaði yfir hann. Glæsileg skák. Þriðji sigur hans í röð!
Skákin hjá Stefáni var sú mest spennandi. Stefán fékk opna og skemmtilega stöðu, fórnaði hrók og flest virtist stefna í mátsókn en báðir voru komnir í bullandi tímahrak. Andstæðingur hans nánast þræddi einstigi og náði að halda taflinu en Stefán átti þó vinning um tíma sem sást með hjálp Fritz. Á einu augnabliki lék þó Stefán af sér en andstæðingur náði ekki að notfæra sér stað. Í lokastöðunni má Stefán jafnvel halda áfram taflinu þótt hann væri manni undir og en hann tók þá ákvörðun að semja enda nokkuð ljóst að Héðinn myndi ekki tapa og því sigur í viðureigninni í húsi og ekki skynsamlegt að taka of mikla áhættu.
Héðinn var síðastur að klára eins og venjulega! Hann fékk biskupaparið gegn riddarapari andstæðings og saumaði smá saman að honum og vann góðan sigur. Mjög góð skák hjá Héðni og hans annar sigur í röð.
Rússarnir eru sem fyrr efstir eftir sigur á Ísrael 3-1. Það lið skipa reyndar að mestu einnig Rússar. Rússarnir hafa fullt hús en aðrir mjög óvænt eru Slóvenar með 10 stig en þeir eru aðeins 19. stigahæsta sveitin. Úkraínar, Frakkar og Armenar hafa 9 stig.
Ísland er í 15. sæti með 7 stig og 13,5 vinning sem verður að teljast afar gott í ljósi þess að liðið hefur ávallt teflt upp fyrir sig. Norðmenn eru sem fyrr efstir norðurlandaþjóðanna en þeir hafa hálfum vinningi meira en við. Seigt lið sem nær greinilega mjög vel saman og náði 2-2 jafntefli við Holland í gær þar sem Magnus og Espen unnu. Jon Hammer féll af tíma í erfiðri stöðu. Magnus er búinn að standa sig frábærlega og hefur 5 vinninga á fyrsta borði. Norðmenn fá erfiða andstæðinga í dag en þeir mæta Ísraelunum.
Svíar gerðu 2-2 gegn Goggunum (Georgíu) þar sem Pontus Carlsson vann á fjórða borði.Eftir góða byrjun hefur heldur betur fjarað undir Dönunum sem töpuðu fyrir Svisslendingum 1,5-2,5. Finnarnir gerðu 2-2 jafntefli við Ítali.
Staða norðurlandanna er sem hér segir:
Þjóð | Sæti | Stigaröð | Stig | Vinn |
Noregur | 13. | 27. | 7 | 14 |
Ísland | 15. | 31. | 7 | 13,5 |
Svíþjóð | 25. | 21. | 6 | 11,5 |
Danmörk | 26. | 20. | 5 | 11,5 |
Finnland | 32. | 34. | 4 | 10 |
Og enn að Ivan Sokoov . Hann er hérna á kostum. Fyrir viðureignina í gær hafði hann ætlað að veðja á Króatíu í einhverri króatískri lengju en hafði svo frétt að Kozul myndi hvíla og hætti því að veðja. Er hann sagði mér og Þresti frá sagði ég honum að ætti þá að betta á Ísland. Honum fannst það nú ekki merkilegt og taldi mögulega okkar greinilega ekki mikla. Ég hitti hann svo í gær og sagði: You should have bet on Iceland like I told you" en Ivan hafði reyndar lítinn húmor fyrir því.
Lítið verður um SMS í dag til Björns nema að ég þurfi að koma einhverju á framfæri sem ekki sést í beinni. Hvet menn til að fylgjast með í beinni og með horninu þar sem skákirnar verða væntanlega skýrðar beint af vitringunum sem þar eru.
Af öðru héðan er að frétta að hér er ljómandi veður! Kalt á Íslandi?
Nóg í bili, meira á morgun.
Krítarkveðja,
Gunnar
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Færslur Skák.is um EM
- Myndaalbúm Skák.is
- Skákhornið (reglulegar skákmolar frá skákstað)
3.11.2007 | 14:23
EM landsliða: Liðsstjórapistill nr. 7

Viðureignin er því:
Bo. | 18 | CROATIA (CRO) | Rtg | - | 31 | ICELAND (ISL) | Rtg | 0 : 0 |
11.1 | GM | Palac Mladen | 2567 | - | GM | Stefansson Hannes | 2574 |
|
11.2 | GM | Zelcic Robert | 2578 | - | IM | Steingrimsson Hedinn | 2533 |
|
11.3 | GM | Brkic Ante | 2577 | - | GM | Danielsen Henrik | 2491 |
|
11.4 | GM | Jankovic Alojzije | 2548 | - | IM | Kristjansson Stefan | 2458 |
|
Heldur hallar á okkar menn en á góðum degi getum við gert þeim skráveifu auk þess okkar menn hafa teflt vel á mótinu og halda því vonandi áfram.
Ég og Þröstur kíktum á sitjum nú í lobbýinu og horfum á Arsenal og ManU.
Þegar ég labbaði úr skáksalnum voru u.þ.b. 10 mínútur búnar. Andstæðingar Hannesar var ekki mættur, Héðinn fékk á sig Nimzo-indverska vörn, Henrik svaraði e4 með e5 sem er ekki algengt á þeim bænum og beitti Berlínarvörn og Stefán lék 2. c3 gegn Sikileyjarvörn.
Í gær var lítið gert enda menn dálítið þreyttir og hvíldinni fegnir. Sjálfur fór ég snemma upp í rúm og hafði allar rifur lokaður til að losna við þennan moskítóófögnuð og vaknaði því illa morkinn í morgun í þungu lofti en vel úthvíldur. Vaknaði í morgun um kl. 6 við að einhver væri að banka en þegar að gáð var enginn frammi. Hvort þetta var misheyrn eða draumur veit ég ekki. Kannski moskítóflugurnar að að hefna sín fyrir blóðleysið. J
Á viðureigninni á móti Sviss um daginn gekk hefðbundinn rúnt um skákirnar og mér til mikillar undrunar litu stöðurnar allt í einu allt öðru vísi út. Það var ekki fyrr en ég fattaði að ég var skoða skákirnar hjá Finnunum, sem ég tefldu á næsta borði, en ekki Íslendingum að ég fattaði af hverju.
Í gær hitti ég Ivan og spurði hann við hvern hann ætti að tefla. Hann á að tefla við Kjetil A. Lie og svaraði aðspurður hvort ekki að vinna: Of course" eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Einnig spjallaði ég dálítið við Lúxemborgarann, sem teflir fyrir þá fyrsta borði, Fred Berend við sundlaugina í dag. Hann er endurskoðandi og vinnur hjá PriceWaterhouse. Hans skrifstofa endurskoðar Landsbankans og í næsta húsi við hans skrifstofu er Glitnir. Einnig þekkir hann Fons vel. Hann sagði mér einnig að hann teldi að Kaupþing Open færi fram í Lúxemborg í júní nk.
Fullt af myndum má finna undir myndaalbúm m.a. frá umferðinni í dag.
Hvet skákáhugamenn að fylgja með Horninu. Ég mun sem fyrr senda reglulega fréttir í gegnum SMS til Björns Þorfinnssar.
Nóg í bili, meira á morgun.
Krítarkveðja,
Gunnar
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Færslur Skák.is um EM
- Myndaalbúm Skák.is
- Skákhornið (reglulegar skákmolar frá skákstað)
2.11.2007 | 17:46
EM landsliða: Liðsstjórapistill nr. 6
Við vorum glaðbeittir Íslendingarnir eftir stórsigur á Svartfellingum í gær. Svartfellingar byrjuðu glimrandi vel á sínu fyrsta skákmóti sem sérstök þjóð en var kippt af harkalega niður af íslenskum víkingum. Í dag er frídagur en á morgun mætum við Króötum sem er 18. stigahæsta þjóðin svo enn teflum við upp fyrir okkur.
Þröstur gerði stutt jafntefli á fjórða borði svo hann Ivan vinur okkar hafði rétt fyrir. Í öllum hinum skákunum var áberandi hversu miklu betri tíma okkar menn höfðu. Vantaði greinilega Stefán í liðið sem er alltaf í tímahraki. Strax miklu afslappaðra að vera liðsstjóri þegar hann hvílir!
Hannes sem hafði svart fékk verra tafl en trikkaði andstæðinginn í tímahraki hans eftir að hafa þurft að feta einstigi til að tapa ekki. Hannes hefur unnið báðar skákirnar með svart en tapað báðum með hvítum. Við erum því í góðum málum á morgun enda Hannes með svart!
Henrik kom með nýjung í byrjuninni en tefld var slavnesk vörn. Andstæðingur hans lagði of mikið á stöðina og Henrik vann góða sigur.
Héðinn var síðastur að klára. Hann fékk fljótlega betra og ýtti svo andstæðing sínum smásaman af borðinu sem tefldi nánast.fram í mát
Í gær fór svo liðið út að borða saman og er þessi mynd af tekin af þeirri skemmtun. Menn undu glaðir við sitt og máttu líka vera það eftir góðan sigur. Um kvöldið var svo farið á diskótek og eitthvað tjúttað fram eftir kvöldi.
Í dag eru menn svo að hvíla sig og safna kröftum. Sjálfur er ég velta því fyrir mér að taka þátt í atskákmóti sem fram fer á morgun og hinn en á reyndar síður von á því að láti til leiðast. Er bara svo spennandi að horfa á skákirnar.
Á morgun er það svo Króatía. Í þriðja skipti teflum við á 11. borði en aðeins viðureignirnar á 10 fyrstu borðunum eru sýndar beint. Býsna sterk sveit. Skákmennirnir eru á litlu stigabili en aðeins munar 61 stigi á þeim stigahæsta og stigalægsta.
Bo. |
| Name | Rtg | FED | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | Pts. | Rp | rtg+/- |
1 | GM | Kozul Zdenko | 2609 | CRO | 1 | 0 | 1 | 0 | 0 | 2,0 | 2539 | -4,5 |
2 | GM | Palac Mladen | 2567 | CRO | 1 | ½ | ½ | 0 | 1 | 3,0 | 2623 | 4,6 |
3 | GM | Zelcic Robert | 2578 | CRO | 1 | 0 | ½ | 0 |
| 1,5 | 2423 | -7,4 |
4 | GM | Brkic Ante | 2577 | CRO | 1 | 0 |
|
| ½ | 1,5 | 2432 | -4,6 |
5 | GM | Jankovic Alojzije | 2548 | CRO |
|
| 1 | ½ | ½ | 2,0 | 2660 | 4,5 |
Við erum þegar búnir að ákveða liðið þótt ég ætli ekki að gefa það upp fyrr en í fyrramálið. Erfitt er með spá í það hver hvíli á Króötunum en ég spái að það verði annaðhvort fyrstaborðsmaðurinn Kozul, sem hefur tapað tveimur skákum í röð eða fjórða borðsmaðurinn Brikc. Zelcic kemur væntanlega inn eftir kælingu en það er svo sem ekki víst enda hafa Króatarnir haft það verklag að hvíla menn 2 skákir í röð hingað til.
Rússar unnu Asera og eru nú efstir með fullt hús stiga. Slóvenar, Ísraelar og Aserar koma næstir með 8 stig. Sigur Bacrot á Ivanchuk vakti athygli en sá síðarnefndi rúllað fyrir Úkraínumanninn með svörtu sem var enn áttavilltri á svipinn en vanalega eftir skákina. .
Dönum var kippt harkalega á jörðina í gær þegar liðið steinlá 0,5-3,5 fyrir Ungverjum, Norðmenn unnu góðan 3-1 sigur á Eistum, Svíar töpuðu fyrir Slóvenum og Finnar töpuðu fyrir Þjóðverjum. Við erum nú næst efstir norðurlandanna. Norðmenn eru hæstir en þar hafa bæði Magnús og Jón Lúðvík 4 vinninga í 5 skákum.
Staða Norðurlandanna:
Þjóð | Sæti | Stigaröð | Stig | Vinn |
Noregur | 14. | 27. | 6 | 12 |
Ísland | 19. | 31. | 5 | 10,5 |
Danmörk | 23. | 20. | 5 | 10 |
Svíþjóð | 25. | 21. | 5 | 9,5 |
Finnland | 31. | 34. | 3 | 8 |
Ég og Þröstur komum okkur makindalega fyrir fram sundlaugina í dag og létum þreytuna renna af okkur. Loks kom sól og gekk minn inn í búðina og keypti sólaráburð. Skömmu síðar dró ský fyrir sólu þannig að flest stefnir nú í snjóhvítan Gunnar Björnsson.
Sjálfur hef ég verið nokkuð stunginn af moskító. Hannes hefur verið líka bitinn en aðrir hafa sloppið að ég best veit. Ákvörðun hefur nú verið tekin um algjört loftleysi á nóttunni.
Á morgun ætla ég og sá sem hvílir að veita okkur þann munað að hverfa af skákstað í svolitla stund og taka seinni hálfleikinn í mikilvægum leik um silfrið á milli Arsenal og ManU.
Pistillinn á morgun verður væntanlegra í styttra og seinna lagi en áfram verða sendar reglulegar SMS-sendingar á mafíuósann Björn Þorfinnsson svo ég hvet menn til að fylgjast með horninu.
Nóg í bili, meira á morgun.
Krítarkveðja,
Gunnar
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Færslur Skák.is um EM
- Skákhornið (reglulegar skákmolar frá skákstað)
EM landsliða 2007 | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.5.): 26
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 242
- Frá upphafi: 8753251
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 177
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar