Leita í fréttum mbl.is

EM taflfélaga: Liđsstjórapistill nr. 8

Héđinn og HannesŢađ voru flott úrslit í gćr ţegar sterk sveit Króatíu var lögđ ađ velli 3-1.  Enn á ný eru ţađ Héđinn og Henrik sem fara fram međ góđu fordćmi og unnu sínar skákir.  Stefán var einnig grátlega nćrri ţví ađ vinna sína skák.  Okkur hefur ţví gengiđ vel međ fyrrum lýđveldi Júgóslavíu á mótinu.  Í dag mćtum viđ Ungverjum sem hafa oft reynst okkur erfiđir og er skemmst ađ minnast 4-0 taps gegn ţeim á síđasta ólympíuskákmótinu.  Í dag verđur loks viđureign Íslands í beinni. 

Ţröstur hvílir í dag enda allir hinir ađ standa sig afar vel. 

 

Viđureign dagsins er ţví:

Bo.

31

ICELAND (ISL)

Rtg

-

12

HUNGARY (HUN)

Rtg

0 : 0

8.1

GM

Stefansson Hannes

2574

-

GM

Almasi Zoltan

2691

    

8.2

IM

Steingrimsson Hedinn

2533

-

GM

Gyimesi Zoltan

2610

    

8.3

GM

Danielsen Henrik

2491

-

GM

Balogh Csaba

2561

    

8.4

IM

Kristjansson Stefan

2458

-

GM

Ruck Robert

2561

    

Ljóst er ađ töluvert hallar á okkar menn en Ungverjarnir er mun stigahćrri á hverju borđi.  Minnstur er munurinn á Henrik og Balough eđa „ađeins" 70 stig.

Í gćr var Hannes fyrstur ađ klára.  Hann hafđi svart og náđi ađ jafna tafliđ.  Á krítísku augnabliki bauđ hann jafntefli sem andstćđingur hans tók eftir töluverđa umhugsun en ţađ hefđi veriđ áhćtta fyrir hann ađ reyna ađ vinna stöđuna.  

Henrik var nćstfyrstur ađ klára.  Hann kom andstćđingi sínum ţegar á óvart í fyrsta leik er er hann svarađi 1. e4 međ 1. - e5 en slíkt er nánast óţekkt hjá Henrik.  Henrik hafđi séđ í gagnagrunnum ađ andstćđingi sínum hafi gengiđ illa međ Berlínarvörnina.  Ţegar Henrik lék svo 3. -Rf6 sagđist hann hafa skynjađ vonbrigđin hjá andstćđingi sínum.  Henrik ýtti svo peđunum upp á kóngsvćng og hreinlega rúllađi yfir hann.  Glćsileg skák.  Ţriđji sigur hans í röđ!

Skákin hjá Stefáni var sú mest spennandi.  Stefán fékk opna og skemmtilega stöđu, fórnađi hrók og flest virtist stefna í mátsókn en báđir voru komnir í bullandi tímahrak.  Andstćđingur hans nánast ţrćddi einstigi og náđi ađ halda taflinu en Stefán átti ţó vinning um tíma sem sást međ hjálp Fritz.  Á einu augnabliki lék ţó Stefán af sér en andstćđingur náđi ekki ađ notfćra sér stađ.  Í lokastöđunni má Stefán jafnvel halda áfram taflinu ţótt hann vćri manni undir og en hann tók ţá ákvörđun ađ semja enda nokkuđ ljóst ađ Héđinn myndi ekki tapa og ţví sigur í viđureigninni í húsi og ekki skynsamlegt ađ taka of mikla áhćttu.

Héđinn var síđastur ađ klára eins og venjulega!  Hann fékk biskupapariđ gegn riddarapari andstćđings og saumađi smá saman ađ honum og vann góđan sigur.  Mjög góđ skák hjá Héđni og hans annar sigur í röđ.  

Rússarnir eru sem fyrr efstir eftir sigur á Ísrael 3-1.  Ţađ liđ skipa reyndar ađ mestu einnig Rússar.   Rússarnir hafa fullt hús en ađrir mjög óvćnt eru Slóvenar međ 10 stig en ţeir eru ađeins 19. stigahćsta sveitin.  Úkraínar, Frakkar og Armenar hafa 9 stig. 

Ísland er í 15. sćti međ 7 stig og 13,5 vinning sem verđur ađ teljast afar gott í ljósi ţess ađ liđiđ hefur ávallt teflt upp fyrir sig.  Norđmenn eru sem fyrr efstir norđurlandaţjóđanna en ţeir hafa hálfum vinningi meira en viđ.  Seigt liđ sem nćr greinilega mjög vel saman og náđi 2-2 jafntefli viđ Holland í gćr ţar sem Magnus og Espen unnu.  Jon Hammer féll af tíma í erfiđri stöđu.  Magnus er búinn ađ standa sig frábćrlega og hefur 5 vinninga á fyrsta borđi.  Norđmenn fá erfiđa andstćđinga í dag en ţeir mćta Ísraelunum. 

Svíar gerđu 2-2 gegn Goggunum (Georgíu) ţar sem Pontus Carlsson vann á fjórđa borđi.Eftir góđa byrjun hefur heldur betur fjarađ undir Dönunum sem töpuđu fyrir Svisslendingum 1,5-2,5.  Finnarnir gerđu 2-2 jafntefli viđ Ítali.

Stađa norđurlandanna er sem hér segir:

Ţjóđ

Sćti

Stigaröđ

Stig

Vinn

Noregur

13.

27.

7

14

Ísland

15.

31.

7

13,5

Svíţjóđ

25.

21.

6

11,5

Danmörk

26.

20.

5

11,5

Finnland

32.

34.

4

10

Og enn ađ Ivan Sokoov .  Hann er hérna á kostum.  Fyrir viđureignina í gćr hafđi hann ćtlađ ađ veđja á Króatíu í einhverri króatískri lengju en hafđi svo frétt ađ Kozul myndi hvíla og hćtti ţví ađ veđja.  Er hann sagđi mér og Ţresti frá sagđi ég honum ađ ćtti ţá ađ betta á Ísland.  Honum fannst ţađ nú ekki merkilegt og taldi mögulega okkar greinilega ekki mikla.  Ég hitti hann svo í gćr og sagđi: „You should have bet on Iceland like I told you" en Ivan hafđi reyndar lítinn húmor fyrir ţví.

Lítiđ verđur um SMS í dag til Björns nema ađ ég ţurfi ađ koma einhverju á framfćri sem ekki sést í beinni.  Hvet menn til ađ fylgjast međ í beinni og međ horninu ţar sem skákirnar verđa vćntanlega skýrđar beint af vitringunum sem ţar eru. 

Af öđru héđan er ađ frétta ađ hér er ljómandi veđur!  Kalt á Íslandi?  Wink

Nóg í bili, meira á morgun.

Krítarkveđja,
Gunnar

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 236
  • Frá upphafi: 8764693

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 140
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband