Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2017

Ný alþjóðleg skákstig

Ný alþjóðleg skákstig eru komin út og taka þau gildi á morgun, 1. júní. Héðinn Steingrímsson (2576) endurheimti toppsætið eftir mjög góða frammistöðu á Skákþingi Íslands eftir nokkra fjarveru á toppnum. Hjörvar Steinn Grétarsson (2567) er annar og Hannes Hlífar Stefánsson (2548) þriðji. Almar Máni Þorsteinsson (1155) er stigahæstur nýliða og Gunnar Erik Guðmundsson (103) hækkar mest frá maí-listanum eftir frábæra frammistöðu á Meistaramóti Skákskóla Íslands.

Topp 20

No.NameTitJUN17GmsDiff
1Steingrimsson, HedinnGM25761414
2Gretarsson, Hjorvar SteinnGM256700
3Stefansson, HannesGM25489-18
4Hjartarson, JohannGM254100
5Petursson, MargeirGM251600
6Olafsson, HelgiGM251200
7Danielsen, HenrikGM249000
8Kjartansson, GudmundurIM2464927
9Thorfinnsson, BragiIM246100
10Gunnarsson, Jon ViktorIM246000
11Arnason, Jon LGM245800
12Gretarsson, Helgi AssGM244800
13Kristjansson, StefanGM244700
14Thorsteins, KarlIM243200
15Gunnarsson, ArnarIM242800
16Thorhallsson, ThrosturGM242000
17Thorfinnsson, BjornIM23989-9
18Kjartansson, DavidFM23869-3
19Arngrimsson, DagurIM237600
20Ulfarsson, Magnus OrnFM237500

 

Heildarlistinn

 

Nýliðar


Tveir nýliðar eru á listanum nú. Annars vegar er það Almar Máni Þorsteinsson (155) eftir flotta frammistöðu á Landsmótinu í skólaskák og hins vegar er það Bjartur Þórisson (1022).

 

No.NameTitJUN17GmsDiff
1Thorsteinsson, Almar Mani 115561155
2Thorisson, Bjartur 1022131022

 

Mestu hækkanir

 

Gunnar Erik Guðmundson (103) hækkaði mest frá maí-listanum eftir frábæra frammistöðu á Meistaramóti Skákskóla Íslands. Í næstu sætum eru Magnús Hjaltason (93) og Hilmir Freyr Heimisson sem báðir stóðu sig frammúrskarandi vel á Meistaramótinu.

 

No.NameTitJUN17GmsDiff
1Gudmundsson, Gunnar Erik 13509103
2Hjaltason, Magnus 1262793
3Heimisson, Hilmir Freyr 2215871
4Thorsteinsdottir, Svava 1423748
5Jonsson, Kristjan Dagur 1271346
6Haile, Batel Goitom 1270844
7Ragnarsson, DagurFM2355935
8Mai, Aron Thor 1973529
9Arnason, Saemundur 1285229
10Kjartansson, GudmundurIM2464927
11Alexandersson, Orn 1371724
12Sigurdarson, Tomas Veigar 1985419
13Briem, Stephan 1905319
14Davidsdottir, Nansy 1954818
15Karason, Fannar Breki 1413118
16Akason, Aevar 1538417
17Moller, Tomas 1137517
18Steingrimsson, HedinnGM25761414
19Viglundsson, Bjorgvin 2137914
20Asmundsson, Sigurbjorn 1417310

 

Stigahæstu ungmenni (u20)

Dagur Ragnarsson (2355) endurheimti toppsætið sem stigahæsta ungmenni landsins (u20) eftir frábæra frammistöðu á Skákþingi Íslands. Annar er Vignir Vatnar Stefánsson (2312) og þriðji er Oliver Aron Jóhannesson (2272).

No.NameTitJUN17GmsB-dayDiff
1Ragnarsson, DagurFM23559199735
2Stefansson, Vignir VatnarFM2312122003-22
3Johannesson, OliverFM2272019980
4Thorgeirsson, Jon Kristinn 2232019990
5Heimisson, Hilmir Freyr 22158200171
6Birkisson, Bardur Orn 21641420002
7Hardarson, Jon Trausti 214631997-11
8Thorhallsson, Simon 2074019990
9Birkisson, Bjorn Holm 202352000-54
10Jonsson, Gauti Pall 201151999-17

 

Reiknuð skákmót

  • Íslandsmótið í skák (landsliðsflokkur)
  • Meistaramót Skákskóla Íslands (y1600 og u1600)
  • Meistaramót Hugins (norður)
  • Landsmótið í skólaskák (eldri og yngri flokkar - bæði kapp- og atskák)
  • Hraðkvöld Hugins (tvö talsins)

 

Heimslistinn

Magnus Carlsen (2832) er sem fyrr stigahæsti skákmaður heims. Í næstu sætum eru Wesley So (2812) og Vladimir Kramnik (2808). Athygli vekur að Skakhriyar Mamedyarov (2800) er nú kominn í fimmta sæti stigalistans. 

Topp 100 má finna hér.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Vetrarstarfi Ása lokið - pistill um starfið í vetur

Vetrarhrókar 1.2.3

Þá er þessari skákvertíð okkar eldri skákmanna lokið að þessu sinni. Vetrar dagskránni lauk með vorhraðskákmóti þann 30 maí. Það er óhætt að segja að þetta hefur verið skemmtilegur skákvetur og mjög vel mætt á öllum skákdögum okkar, meðalmæting var 27. Teflt var alla þriðjudaga frá september byrjun til maí loka.

Áttatíu skákmenn komu til tafls á vetrinum, sumir koma alla daga aðrir oftast og enn aðrir sjaldnar eins og gengur.

Venjulegur þriðjudagur er bara þannig að tefldar eru 10 umferðir með 10 mín. umhugsun, engin verðlaun eru veitt en þegar vertíð líkur þá eru þeir þrír sem hafa fengið flesta vinninga samtals á skákdögum vetrarins verðlaunaðir og fá nafnbótina Vetrarhrókar.

Vetrarhrókar eftir þennan vetur eru þeir Guðfinnur R Kjartansson sem fékk 186,5 vinninga úr 270 skákum eða 69% vinningshlutfall.

Vetrarhrókur 2017Guðfinnur mætti á alla skákviðburði félagsins á þessum vetri, það hefur hann reyndar gert áður. Þór Valtýsson varð annar með 178,5 vinninga úr 260 skákum 69%. Sæbjörn G Larsen varð þriðji með 151,5 v. úr 220 skákum 69%.

Við héldum ellefu skákmót á vetrinum þar sem verðlaun voru í boði.

Haustmótið var 18 október 35 þátttakendur. Bragi Halldórsson vann það með 7,5 vinninga af 10 mögulegum. Jafnir í 2.-3. sæti urðu þeir Eyjólfur Bergþórsson og Ólafur Bjarnason báðir með 7,5 vinninga.

Minningarmót um Birgir Sigurðsson 31 þáttak. var haldið 22 nóv. Bragi Halldórsson vann það með 8 vinninga af 10 mögulegum. Þór Valtýsson varð annar með 8 v og Sæbjörn G Larsen þriðji með 7.

Jólahraðskákmótið fór fram 13 des. 31 þátt. 12 umf. með 7 mín. umh. Björgvin Víglundsson vann það með 11 vinningum af 12 mögulegum. Sæbjörn G Larsen annar með 8,5 v Stefán Þormar þriðji með 7 vinninga.

Friðriksmótið var haldið 24 jan. 25 þáttt. til heiðurs Friðrik Ólafssyni. Þór Valtýsson vann það með 9 vinningum af 10 mögulegum. Friðgeir K Hólm varð annar með 7,5 vinninga og þriðji varð Ari Stefánsson með 7 vinninga.

Toyotaskákmótið var haldið í höfuðstöðvum Toyota þann 3 febr. 30 skákmenn tóku þátt í því. Bragi Halldórsson vann það með 7 vinningum af 9 mögulegum. Gunnar Gunnarsson varð annar með 7 vinninga. Gylfi Þórhallsson þriðji með 6,5 vinninga. 

Eðalskákmót Magga P var haldið 14 febr. 33 tóku þátt í því. Jóhann Örn Sigurjónsson fékk gullið með 8,5 v af 10 mögulegum. Gunnar Örn Haraldsson fékk silfrið með 7 vinninga. Kristinn Bjarnason fékk bronsið með 6 vinninga.

Meistaramótið fór fram þann 14 mars. Ögmundur Kristinsson vann það með 8,5 v af 1o mögulegum. Friðgeir K Hólm varð annar með 8 vinninga. Guðfinnur R Kjartansson þriðji með 7 vinninga.

Páskaeggjamót var haldið 11 apríl. Guðfinnur R Kjartansson vann það með 8 v  af 10 mögulegum. Þór Valtýsson varð annar með 8 vinninga. Björgvin Víglundsson þriðji með 8 v.

Minningarmót um Þorstein Guðlaugsson fór fram 25 apríl 20 þáttt. Þorsteinn Þorsteinsson sigraði með 9 vinningum af 10 mögulegum. Guðfinnur og Kristinn Bjarnason í 2. til 3. með 8 vinninga báðir.

2 maí var haldið hraðskákmót 5 mín. + 3 sek. á leik. Kristinn Bjarnason vann það með 12 vinningum af 13 mögulegum. Guðfinnur R Kjartansson í 2 sæti með 10,5 v. Þór Valtýsson í 3 með 9,5 vinninga.

Vorhraðskákmótið 2017 1.2.3

Vorhraðskákmótið fór fram 30 maí sem var síðasti skákviðburðurinn á þessari vertíð. Tefldar voru 13 umferðir með 7 mín. umhugsun. Þrjátíu og einn skáköðlingur mætti til leiks. Guðfinnur vann þetta örugglega eins og hann hefur oft gert áður fékk 11,5 vinning en hann gerði þrjú jafntefli, við þá Gunnar Gunnarsson,Sigurð E Kristjánsson og Friðgeir Hólm. Jafnir í öðru til þriðja sæti urðu þeir Þór Valtýsson og Gunnar Gunnarsson með 9,5 vinninga, Þór var aðeins hærri á stigum og fékk silfrið og Gunnar bronsið.

Að lokum má geta þess að tveir skákmenn komu á alla skákviðburði vetrarins hjá Ásum. Það voru þeir Guðfinnur R Kjartansson og Ásgeir Sigurðsson og þökkum við þeim kærlega fyrir það og öllum þeim sem heimsóttu okkur á þessum síðasta vetri.

Nú verður gert smá hlé til 5 september þá byrjar næsta vertíð af fullum krafti.

Finnur Kr Finnsson

Myndaalbúm

 


EM einstaklinga hófst í gær - Guðmundur tapaði í fyrstu umferð

Rosa-Gummi

Evrópumót einstaklinga hófst í gær í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Íslandsmeistarinn Guðmundur Kjartansson (2437) tapaði fyrir úkraínska stórmeistaranum Alexander Moiseenko (2677). 

Sá misskilningur komst á kreik í gær að Guðmundur hafi gert jafntefli en síðar kom í ljós að Hvít-Rússarnir rugluðu saman skákum í beinum útsendingum. 

Mótinu er framhaldið í dag. Guðmundur teflir þá við heimamanninn Valiantsin Yezhel (2156). 

Mótið er gríðarlega sterkt. Þátt taka 397 skákmenn frá 38 löndum og þar af er 171 stórmeistari. Það segir ýmislegt um styrkleika mótsins að Guðmundur er aðeins nr. 220 í stigaröð keppenda. 


Skákþáttur Morgunblaðsins: Skákmeistari sem talar rússnesku og spænsku reiprennandi

GTS11A07AGuðmundur Kjartansson er Skákmeistari Íslands árið 2017 eftir sigur í spennandi úrslitaskák við Héðin Steingrímsson. Fyrir lokaumferðina sem fram fór í Hafnarfirði á laugardaginn var Héðinn með hálfs vinnings forskot á Guðmund og dugði jafntefli til að vinna mótið. Fyrir tveim árum var hann í sömu aðstöðu þegar hann tefldi við helsta keppinaut sinn Hjörvar Stein Grétarsson og hafði betur. Margir áttu von á því að þessi reynslan nýttist Héðni vel en Guðmundur, sem hafði hvítt, fylgdi svipaðri hernaðaráætlun og Garrí Kasparov gerði í einni frægustu úrslitaskák skáksögunnar þegar hann varð að vinna 24 einvígisskákina gegn Anatolí Karpov í fjórða heimsmeistaraeinvígi þeirra í Sevilla á Spáni haustið 1987; í stað þess að sækja strax að andstæðingi sínum byggði Guðmundur upp stöðu sína hægt og rólega og skapaði mikla spennu í flóknu miðtafli. Héðinn varðist vel en tókst þó aldrei að jafna taflið alveg. Í kringum 40. leik náði Guðmundur að vinna peð í kjölfar mikilla uppskipta og þar sem riddari Héðins var afvegaleiddur tókst honum ekki að skipuleggja varnir sínar. Náði Guðmundur að knýja fram sigur með snarpri atlögu og tefldi jafnframt bestu skák sína á Íslandsmótinu.

Hinn 19 ára gamli Dagur Ragnarsson varð í 3. sæti þrátt fyrir tap í áttundu umferð. Hann stóð vel að vígi í lokaskákinni gegn Birni Þorfinnssyni en sættist á skiptan hlut og náði með því fyrsta áfanga sínum að alþjóðlegum meistaratitli.

Lokaniðurstaðan varð þessi:

1. Guðmundur Kjartansson 8 v. (af 9) 2. Héðinn Steingrímsson 7½ v. 3. Dagur Ragnarsson 5½ v. 4. Hannes Hlífar Stefánsson 5 v. 5. Davíð Kjartansson 4½ v. 6.–7. Sigurbjörn Björnsson og Björn Þorfinnsson 4 v. 8. Guðmundur Gíslason 2½ v. 9. – 10. Bárður Örn Birkisson og Vignir Vatnar Stefánsson 2 v.

Íslandsmeistarinn í ár er 29 ára gamall Reykvíkingur og hann vann Íslandsmeistaratitilinn einnig árið 2014. Hann hefur undanfarin ár einbeitt sér að skákinni og hefur teflt víða um lönd, einkum í Rómönsku Ameríku og í Rússlandi, talar spænsku og rússnesku reiprennandi. Hann hefur uppfyllt flest skilyrði til að verða útnefndur stórmeistari en þarf þó að ná 2500 Elo-stigum til þess að svo geti orðið. Hið háa vinningshlutfall, 8 vinningar af níu mögulegum, hækkar hann um rösklega 27 Elo-stig, en frammistaða hans reiknast upp á 2.723 Elo stig. Eftir mótið stendur stigatala hans í 2.464.

Leikir úrslitaskákarinnar á laugardaginn féllu þannig:

Skákþing Íslands 2017; 9. umferð:

Guðmundur Kjartansson – Héðinn Steingrímsson

Reti-byrjun

1. Rf3 d5 2. g3 Rf6 3. Bg2 c6 4. O-O Bg4 5. h3 Bh5 6. d3 Rbd7 7. De1 e5 8. e4 dxe4 9. dxe4 a5 10. a4 Bc5 11. Ra3 Bg6 12. Rc4 Dc7 13. Rh4 O-O 14. Bd2 b6 15. Kh2 Hfe8 16. De2 Had8 17. c3 Bf8 18. b4 axb4 19. cxb4 Bh5 20. g4 Bg6 21. Hfc1 Be7 22. Kg1 Ha8 23. a5 bxa5 24. bxa5

Einnig kom til greina að leika 24. Rxa5 en frípeðið lofar góðu.

24. ... Rc5 25. Rxg6 hxg6 26. Hcb1 Re6 27. a6 Rd4 28. Dd1 Rb5 29. Be3 Rd7 30. Dc1!

Fer sér að engu óðslega. Guðmundur teflt þennan þátt skákarinnar afar vel. 30. ... Hec8 31. Bf1 Bc5 32. Bxc5 Rxc5 33. De3 Rd7 34. Ra3 Rd6 35. Hd1 Hd8 36. Hac1 Rb8 37. Dc5 Rxa6 38. Dxe5 

GTS11A07E38. ... Rb5

Drottningaruppskipti voru kannski ekki það sem Héðinn þurfti á að halda í þessari stöðu, en betra var að fá þau fram með 38. ... Rb7.

39. Dxc7 Raxc7 40. Hxd8+ Hxd8 41. Hxc6 Rxa3 42. Hxc7 f6 43. g5! fxg5 44. e5 He8 45. Bd3!

Valdar „hálfhring“ riddarans. Freistandi er nú að taka peðið á e5 en eftir 45. ... Hxe5 kemur 46. Bxg6 Kf8 47. Hf7+! Kg8 48. Ha7 og vinur mann.

46. Bxg6 Rb5 47. Hb7 Rd4

Loksins kemst riddarinn í spilið en of seint... 

G1Q11A09N48. e6!

Þar sem svartur á enga vörn við hótuninni 49. e7 verður hann að láta riddarann. En baráttan eftir það er vonlaus.

48. ... Rxe6 49. Bf7+ Kh7 50. Bxe6 Hd6 51. Bf5+ Kh6 52. Kg2 g6 53. Be4 He6 54. Bd5 Hd6 55. Bg8

– og svartur gafst upp.

------------------

Skákþættir Morgunblaðsins eftir Helga Ólafsson birtast u.þ.b. viku síðar á Skák.is.

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 22. maí

Skákþættir Morgunblaðsins


Minningarmót um Sveinbjörn hefst á föstudaginn

Sveinbjörn Óskar Sigurðsson

Föstudaginn 2. júní hefst marglofað MINNINGARMÓT UM SVEINBJÖRN SIGURÐSSON. Um það má þetta segja:

Fyrirkomulag: 8 umferðir eftir svissnesku kerfi, umhugsunartími á skák 45 mínútur +15 sekúndur fyrir hvern leik.  Reiknað til alþjóðlegra atskákstiga

Dagskrá: 

 

  • 1. umferð, föstudag 2. júní kl. 18.00
  • 2. umferð, föstudag 2. júní kl. 20:30
  • 3. umferð, laugardag 3. júní kl. 11:00
  • 4. umferð, laugardag 3. júní kl. 13:30
  • 5. umferð, laugardag 3. júní kl. 18:00
  • 6. umferð, sunnudag 4. júní kl. 11:00
  • 7. umferð, sunnudag 4. júní kl. 13:30
  • 8. umferð, sunnudag 4. júní kl. 18:00

 

Þátttökugjald: 3000 kr. fyrir 16 ára og eldri, 1000 fyrir þá yngri.

Verðlaun (að lágmarki):

 

  • 1. verðlaun kr. 40.000
  • 2. verðlaun kr. 30.000
  • 3. verðlaun kr. 20.000
  • stigaverðlaun 1800-1999 stig (og stigalausir) 15.000
  • stigaverðlaun 1799 stig eða minna 15.000

 

Hver keppandi getur aðeins unnið til einnra verðlauna. Miðað verður við 1)alþjóðleg atskákstig, ef þau verða ekki fyrir hendi verður miðað við 2)alþjóðleg kappskákstig og að lokum við 3)íslensk kappskákstig ef hin stigin eru ekki fyrir hendi. Aðeins þeir sem ekki finnast á eftirtöldum stigalistum teljast stigalausir. 

Skráning inn á skak.is, eða með beinu sambandi við formann félagsins. 

Teflt verður í þróttahöllinni á Akureyri.


Hilmir Freyr meistari Skákskóla Íslands 2017 – Gunnar Erik hlutskarpastur í flokki keppenda undir 1600 elo-stigum

2017-05-28 18.38.51

Hilmir Freyr Heimisson vann glæsilegan sigur á Meistaramóti Skákskóla Íslands sem lauk rétt fyrir kl. 19 á sunnudaginn. Hilmir  vann allar fimm skákir sínar og er fyrsti sigurvegari meistaramótsins sem vinnur það með fullu húsi. Hann tefldi af mikilli hörku, lenti aldrei í taphættu  og var sigur hans afar sannfærandi.

2017-05-28 18.37.48

 

 

Bárður Örn Birkisson varð í 2. sæti með 3½ vinning og síðan komu Aron Thor Mai, Alexander Oliver Mai og Jón Trausti Harðarson með 2½ vinning hver.

Meistaramót Skákskólans er sterkasta unglingamótið sem haldið er hér á landi ár hvert og voru keppendur að þessu sinni 27 talsins en teflt var í flokki skákmanna sem voru yfir 1600 alþjóðlegum elo-stigum og flokki keppenda sem voru undir 1600 elo eða stigalausir.

Lokastöðuna á flokki 1600+ má finna á Chess-Results.

2017-05-28 18.37.14

Mikið var að gerast hjá ungmennum landsins þessa helgi, knattspyrnumót, próflestur og fleira. Mótið fór vel fram og var afar spennandi. Í stigalægri flokknum urðu þrír keppendur, Gunnar Erik Guðmundsson, Örn Alexandersson og Þorsteinn Magnússon jafnir að vinningum hlutu allir 6 vinninga af átta en Örn var með vinning forskot fyrir lokaumferðina en tapaði þá fyrir Þorsteini. Stig voru látin úrskurða um sigurvegarann og við útreikning kom í ljós að Gunnar Erik hafði fengið hálfu stigum meira en Örn og Þorsteinn. Við mótslit afhenti Agnar Tómas Möller verðlaun en fyrirtæki hans GAMMA var aðalstyrktaraðili mótsins.

2017-05-28 18.35.26

 

Verðlaunahafar í báðum flokkum voru:

Flokkur keppenda með 1600 elo stig og meira:  

1. Hilmir Freyr Heimisson 5 v. ( af 5 )
2. Bárður Örn Birkisson 3½ v.
3.-5. Aron Thor Mai, Alexander Oliver Mai og Jón Trausti Harðarson 2½ v.

Flokkur keppenda undir 1600 elo:

2017-05-28 18.34.05

 

1.-3. Gunnar Erik Guðmundsson, Örn Alexandersson og Þorsteinn Magnússon 6 v. ( af 8 ).

Verðlaun í flokki keppenda sem voru undir 1200 elo stigum:

2017-05-28 18.32.20 

  1. Magnús Hjaltason
  2. Tómas Möller
  3. Benedikt Þórisson

2017-05-28 18.31.10

Stúlknaverðlaun: Anna Katarina Thoroddsen og Soffía Berndsen. 

Lokastöðuna í flokki með minna en 1600 skákstig má finna á Chess-Results.

Um mótsstjórn sáu Helgi Ólafsson, Lenka Ptacnikova, Hjörvar Steinn Grétarsson og Páll Sigurðsson var skákdómari. 

Meistaramót - 1


Hraðkvöld Hugins fer fram í kvöld

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 29. maí nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7-10 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 3 sekúndur eða 5 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Hraðkvöldið verður reiknað til hraðskákstiga. Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í verðlaun máltíð fyrir einn á Saffran eða pizzu frá Dominos Einnig verður dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fær sama val. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Þátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).

Gunnar endurkjörinn forseti SÍ

Gunnar Björnsson var endurkjörinn forseti Skáksambands Íslands á aðalfundi sambandsins í gær. Gunnar sem var fyrst kjörinn árið 2009 er því að fara inn í sitt níunda tímabil. Með honum í stjórn voru sjálfkjörin.

  • Björn Ívar Karlsson
  • Ingibjörg Edda Birgisdóttir
  • Omar Salama
  • Róbert Lagerman
  • Stefán Bergsson
  • Þorsteinn Stefánsson

Þorsteinn er nýr í stjórn og Omar kemur uppúr varastjórninni. Úr stjórn gekk Kjartan Maack auk þess sem Steinþór Baldursson lést í fyrra.

Í varastjórn voru sjálfkjörin

  1. Óskar Long Einarsson
  2. Hjörvar Steinn Grétarsson
  3. Kristófer Gautason
  4. Hörður Jónasson

Kristófer og Hörður koma nýir inn. Donika Kolica hættir auk þess sem Omar fer uppí aðalstjórn.

Fundurinn gekk vel fyrir sig en tekist var þo um lagabreytingatillögu Gunnars Björnssonar um að breyta efstu deild Íslandsmóts skákfélaga í sex liða úrvalsliða. Tillagan fól meðal annars það í sér að þátttaka b-liða væri ekki heimil í úrvalsdeild.

Tillaga var að mestu leyti endurflutningur á samskonar tillögu Halldórs Grétars Einarssonar frá aðalfundinum 2015. Sú tillaga var unnin í samráði við fulltrúa níu skákfélaga en var engu síður vísað til stjórnar á fundinum þá. 

Tillagan nú fékk sömu meðferð, þ.e. vísað var stjórnar án þess að hún fengi efnislega afreiðslu. Það þýddi meðal annars að ekki er hægt að breyta nafni efstu deildarinnar í úrvalsdeild sem vilji margra er fyrir. Næstu tvö árin hið minnsta verður því til staðar 10 liða fyrsta deild með þátttöku b-liða.

Forseti þakkaði fyrir góðan fund í lok fundarins en tók reyndar fram að hann hamraði það að tillögunni hafi verið vísað frá í stað þess að taka hana til atkvæða. 

Gunnar þakkaði Kjartan Maack fyrir frábært samtarf og óskaði honum góðs gengis í forystustörfum Taflfélags Reykjavíkur. Kjartan ætlar að einbeita sér að sínu félagi þetta starfsárið. Forseti nefndi sérstaklega frábært samstarf við varaforsetann fyrrverandi á meðan EM landsliða stóð 2015. Kjartan hafi þá reynst honum ómetanlegur við mótshaldið. Forseti minntist einnig Steinþórs Baldurssonar og sagði hann sárt saknaðs og til stæði að minnast hans á næsta starfsári með minningarmóti. 


Skákþáttur Morgunblaðsins: Héðinn eða Guðmundur – Úrslitaskák í dag

Slagurinn um efsta sætið í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands stendur milli Héðins Steingrímssonar og Guðmundar Kjartanssonar og nær hámarki með uppgjöri þeirra í síðustu umferð sem fram fer í dag. Hinn 19 ára gamla Dag Ragnarsson mætti þó vel telja mann mótsins en hann virðist nær öruggur um 3. sætið. Það er vitaskuld frábær frammistaða hjá nýliða en Dagur átti í nokkrum erfiðleikum með að tryggja sér sæti í landsliðsflokki og rétt marði 2. sæti á eftir Guðmundi Gíslasyni í keppni áskorendaflokks í síðasta mánuði. Staðan eftir sjöundu umferð sem fram fór á fimmtudaginn var þessi:

1. Héðinn Steingrímsson 6 ½ v. (af 7) 2. Guðmundur Kjartansson 6 v. 3. Dagur Ragnarsson 5 v. 4. - 5. Björn Þorfinnsson og Hannes Hlífar Stefánsson 3 ½ v. 6.-7. Sigurbjörn Björnsson og Davíð Kjartansson 3 v. 8. Vignir Vatnar Stefánsson 2 v. 9. Guðmundur Gíslason 1 ½ v. 10. Bárður Örn Birkisson 1 v.

Héðinn Steingrímsson hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari en hann varð yngsti Ísandsmeistari sögunnar 15 ára gamall þegar hann vann óvæntan sigur í keppni landsliðsflokks á Höfn í Hornafirði árið 1990 og skaust upp fyrir nokkra nafntogaða meistara.

Guðmundur Kjartansson hefur einni sinni orðið Íslandsmeistari en hann vann glæsilegan sigur á Íslandsþinginu 2014.

Hvað varðar frammistöðu annarra vekur athygli slök frammistaða Hannesar Hlífars Stefánssonar. Björn Þorfinnsson var kominn vel á skrið eftir tap í fyrstu umferð en tapaði svo tveim skákum og blandar sér ekki í baráttuna um sigur. Vignir Vatnar og Bárður Örn hafa átt erfitt uppdráttar en öðlast þarna mikilsverða reynslu.

Á fimmtudaginnn beindist athygli að efstu mönnum. Guðmundur Gíslason missti af góðu færi í miðtaflinu og þegar fram í sótti virtist Héðinn eiga sigurinn vísan en gaf Guðmundi annað tækifæri sem Ísfirðingurinn nýtti sér ekki og tapaði að lokum. Guðmundur Kjartansson fékk þrönga og erfiða stöðu eftír að hafa fiskað upp peð, gerði fá mistök í framhaldinu og vann með vel útfærðri gagnsókn:

Skákþing Íslands 2017; 7. umferð:

Sigurbjörn Björnsson – Guðmundur Kjartansson

Frönsk vörn

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Bxc3 6. bxc3 Da5 7. Bd2 Da4

Skorðar a-peðið. Þessi leikaðferð sást oft hjá Botvinnik.

8. Dg4 Kf8 9. Dd1 b6

Þeir hafa báðir fengið þessa stöðu upp áður, Sigurbjörn gegn Hollendingnum Kampen og Guðmundur gegn Einar Hjalta Jenssyni á Íslandsmótinu í fyrra.

10. dxc5 bxc5 11. Rf3 Re7 12. Be2 Ba6 13. O-O Rd7 14. Hb1 Rc6 15. Be3 h6 16. Bxa6 Dxa6 17. Dd3 c4 18. Dd2 Kg8 19. h3 Rdxe5 20. Rxe5 Rxe5 21. f4 Rd7 22. f5 Dxa3 23. Hb7 Dd6 24. fxe6 Dxe6 25. Bxa7 f6 26. Bd4?

Hann gat náð peðinu til baka með 26. Hd1 og a.m.k. jafnri stöðu en vill meira.

26. ... Dc6 27. Hfb1 Kh7 28. Df4 De6 29. Dg3 Hhe8

Eftir að hrókurinn kemst í spilið nær svartur smátt og smátt að bæta stöðu sína.

30. Kh2 Ha7 31. Bb6 He7 32. Bd4 Re5 33. H7b5 Ha2 34. Bc5 Hd7 35. Hb6 Df5 36. H6b2 Hxb2 37. Hxb2 De4 38. Bd4 Rg6 39. Be3 He7 40. Bd4 Rf4 41. Bc5 He5 42. h4

Hindrar 42. ... Hg5 en þá kemur hnykkur úr annarri átt. 

GF0119RTU42. ... Rxg2! 43. Hb7

Eða 43. Dxg2 Dxg4+ 44. Kg1 He1+ og vinnur.

43. ... Dxh4+

– og hvítur gafst upp, 44. Kxg2 er svarað með 44. ... Hg5 o.s.frv..

------------------

Skákþættir Morgunblaðsins eftir Helga Ólafsson birtast u.þ.b. viku síðar á Skák.is.

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 20. maí

Skákþættir Morgunblaðsins


Aðalfundur SÍ fer fram í dag

Skáksamband Íslands

Aðalfundur SÍ fer fram í dag í skákhöll TR og hefst kl. 10. Í meðfylgjandi viðhengjum má finna nokkur gögn fyrir fundinn.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 24
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 338
  • Frá upphafi: 8763728

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 171
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband