Leita í fréttum mbl.is

Vetrarstarfi Ása lokið - pistill um starfið í vetur

Vetrarhrókar 1.2.3

Þá er þessari skákvertíð okkar eldri skákmanna lokið að þessu sinni. Vetrar dagskránni lauk með vorhraðskákmóti þann 30 maí. Það er óhætt að segja að þetta hefur verið skemmtilegur skákvetur og mjög vel mætt á öllum skákdögum okkar, meðalmæting var 27. Teflt var alla þriðjudaga frá september byrjun til maí loka.

Áttatíu skákmenn komu til tafls á vetrinum, sumir koma alla daga aðrir oftast og enn aðrir sjaldnar eins og gengur.

Venjulegur þriðjudagur er bara þannig að tefldar eru 10 umferðir með 10 mín. umhugsun, engin verðlaun eru veitt en þegar vertíð líkur þá eru þeir þrír sem hafa fengið flesta vinninga samtals á skákdögum vetrarins verðlaunaðir og fá nafnbótina Vetrarhrókar.

Vetrarhrókar eftir þennan vetur eru þeir Guðfinnur R Kjartansson sem fékk 186,5 vinninga úr 270 skákum eða 69% vinningshlutfall.

Vetrarhrókur 2017Guðfinnur mætti á alla skákviðburði félagsins á þessum vetri, það hefur hann reyndar gert áður. Þór Valtýsson varð annar með 178,5 vinninga úr 260 skákum 69%. Sæbjörn G Larsen varð þriðji með 151,5 v. úr 220 skákum 69%.

Við héldum ellefu skákmót á vetrinum þar sem verðlaun voru í boði.

Haustmótið var 18 október 35 þátttakendur. Bragi Halldórsson vann það með 7,5 vinninga af 10 mögulegum. Jafnir í 2.-3. sæti urðu þeir Eyjólfur Bergþórsson og Ólafur Bjarnason báðir með 7,5 vinninga.

Minningarmót um Birgir Sigurðsson 31 þáttak. var haldið 22 nóv. Bragi Halldórsson vann það með 8 vinninga af 10 mögulegum. Þór Valtýsson varð annar með 8 v og Sæbjörn G Larsen þriðji með 7.

Jólahraðskákmótið fór fram 13 des. 31 þátt. 12 umf. með 7 mín. umh. Björgvin Víglundsson vann það með 11 vinningum af 12 mögulegum. Sæbjörn G Larsen annar með 8,5 v Stefán Þormar þriðji með 7 vinninga.

Friðriksmótið var haldið 24 jan. 25 þáttt. til heiðurs Friðrik Ólafssyni. Þór Valtýsson vann það með 9 vinningum af 10 mögulegum. Friðgeir K Hólm varð annar með 7,5 vinninga og þriðji varð Ari Stefánsson með 7 vinninga.

Toyotaskákmótið var haldið í höfuðstöðvum Toyota þann 3 febr. 30 skákmenn tóku þátt í því. Bragi Halldórsson vann það með 7 vinningum af 9 mögulegum. Gunnar Gunnarsson varð annar með 7 vinninga. Gylfi Þórhallsson þriðji með 6,5 vinninga. 

Eðalskákmót Magga P var haldið 14 febr. 33 tóku þátt í því. Jóhann Örn Sigurjónsson fékk gullið með 8,5 v af 10 mögulegum. Gunnar Örn Haraldsson fékk silfrið með 7 vinninga. Kristinn Bjarnason fékk bronsið með 6 vinninga.

Meistaramótið fór fram þann 14 mars. Ögmundur Kristinsson vann það með 8,5 v af 1o mögulegum. Friðgeir K Hólm varð annar með 8 vinninga. Guðfinnur R Kjartansson þriðji með 7 vinninga.

Páskaeggjamót var haldið 11 apríl. Guðfinnur R Kjartansson vann það með 8 v  af 10 mögulegum. Þór Valtýsson varð annar með 8 vinninga. Björgvin Víglundsson þriðji með 8 v.

Minningarmót um Þorstein Guðlaugsson fór fram 25 apríl 20 þáttt. Þorsteinn Þorsteinsson sigraði með 9 vinningum af 10 mögulegum. Guðfinnur og Kristinn Bjarnason í 2. til 3. með 8 vinninga báðir.

2 maí var haldið hraðskákmót 5 mín. + 3 sek. á leik. Kristinn Bjarnason vann það með 12 vinningum af 13 mögulegum. Guðfinnur R Kjartansson í 2 sæti með 10,5 v. Þór Valtýsson í 3 með 9,5 vinninga.

Vorhraðskákmótið 2017 1.2.3

Vorhraðskákmótið fór fram 30 maí sem var síðasti skákviðburðurinn á þessari vertíð. Tefldar voru 13 umferðir með 7 mín. umhugsun. Þrjátíu og einn skáköðlingur mætti til leiks. Guðfinnur vann þetta örugglega eins og hann hefur oft gert áður fékk 11,5 vinning en hann gerði þrjú jafntefli, við þá Gunnar Gunnarsson,Sigurð E Kristjánsson og Friðgeir Hólm. Jafnir í öðru til þriðja sæti urðu þeir Þór Valtýsson og Gunnar Gunnarsson með 9,5 vinninga, Þór var aðeins hærri á stigum og fékk silfrið og Gunnar bronsið.

Að lokum má geta þess að tveir skákmenn komu á alla skákviðburði vetrarins hjá Ásum. Það voru þeir Guðfinnur R Kjartansson og Ásgeir Sigurðsson og þökkum við þeim kærlega fyrir það og öllum þeim sem heimsóttu okkur á þessum síðasta vetri.

Nú verður gert smá hlé til 5 september þá byrjar næsta vertíð af fullum krafti.

Finnur Kr Finnsson

Myndaalbúm

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 20
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 187
  • Frá upphafi: 8764032

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 153
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband