Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2009

Guđmundur tapađi í áttundu umferđ

Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2356) tapađi fyrir tyrkneska alţjóđlega meistarann Mert Erdogdu (2463) í áttundu og nćstsíđustu umferđ Czech Open sem fram fór í Pardubice í Tékklandi í dag.  Guđmundur hefur 5 vinninga og er í 41.-81. sćti.

Árangur Guđmundar samsvarar 2550 skákstigum og er hann nú 31 stig í plús. 

Í níundu og síđustu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Guđmundur viđ rússneska stórmeistarann Alexander Potapov (2461). Skák Guđmundar verđur ekki sýnd beint á netinu. Ekki er gerlegt fyrir Guđmund ađ ná stórmeistaraáfanga ţótt hann vinni á morgun.

Efstir međ 7 vinninga eru stórmeistararnir Anton Korobov (2623) og Martyn Kravtsiv (2527), Úkraínu, og Viktor Laznicka (2617), Tékklandi.   

Alls taka 294 skákmenn ţátt í efsta flokki.  Ţar á međal eru 26 stórmeistarar og 74 alţjóđlegir meistarar.  Guđmundur er nr.  109 í stigaröđinni. 

Maze í TV

Franski stórmeistarinn Sebastien Maze (2546) hefur gengiđ til leiks viđ Taflfélag Vestmannaeyja úr Taflfélagi Reykjavíkur.

 


Vachier-Lagrave sigrađi í Biel

Franski stórmeistarinn, Maxime Vachier-Lagrave (2703) sigrađi á stórmótinu í Biel sem lauk í dag.  Hann hlaut 6 vinninga í 10 skákum.  Í 2.-3. sćti urđu Rússinn Alexander Morozevich (2751) og Úkraíninn Vassily Ivanchuk (2703).

Lokastađan:

  • 1.  Vachier-Lagrave (2703) 6 v.
  • 2.-3. Morozevich (2751) og Ivanchuk (2703) 5˝ v.
  • 4. Alekseev (2714) 5 v.
  • 5.-6. Gelfand (2755) og Caruana (2670) 4 v.
Rétt er ađ benda á fjörlega skák sigurvegara mótsins gegn Morozevich en hana má finna á Skákhorninu.

Heimasíđa mótsins

Guđmundur tapađi fyrir Mamedov

Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2356) tapađi fyrir aserska stórmeistaranum Rauf Mamedov (2645) í sjöundu umferđ Czech Open sem fram fór í Pardubice í Tékklandi í dag.  Guđmundur hefur 5 vinninga og er í 11.-37. sćti. Árangur Guđmundar samsvarar 2612 skákstigum og er hann nú 36 stig í plús.  

Í áttundu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Guđmundur viđ tyrkneska alţjóđlega meistarann Mert Erdogdu (2463).   Ađ ţessu sinni verđur Guđmundur ekki í beinni útsendingu.  

Efstir međ 6 vinninga eru stórmeistararnir Anton Korobov (2623), Dmitry Maxmov (2485) og Martyn Kravtsiv (2527), Úkraínu, Viacheslav Zakhartsvo (2541), Rússlandi, og Viktor Laznicka (2617), Tékklandi.   

Alls taka 294 skákmenn ţátt í efsta flokki.  Ţar á međal eru 26 stórmeistarar og 74 alţjóđlegir meistarar.  Guđmundur er nr.  109 í stigaröđinni. 

Einar í Hauka

Einar ValdimarssonEinar Bjarki Valdimarsson (1830) hefur gengiđ til liđs viđ Skákdeild Hauka úr Kátu biskupunum. 

Guđmundur mćtir stigahćsta keppendanum

Guđmundur KjartanssonAlţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2356) teflir viđ stigahćsta keppenda mótsins, aserska stórmeistaranum Rauf Madedoc (2645) í sjöundu umferđ Czech Open sem fram fer á morgun.  Skák Guđmundar verđur sýnd beint á vefsíđu mótsins og hefst kl. 13.

Guđmundur er í 3.-9. sćti međ 5 vinninga og samsvarar árangur hans 2695 skákstigum og er hann 38 stig í plús eins og er.

Efstir međ 5˝ vinning eru stórmeistararnir Viktor Laznicka (2617), Tékklandi, og Dmitry Maximov (2485), Úkraínu.

Alls taka 294 skákmenn ţátt í efsta flokki.  Ţar á međal eru 26 stórmeistarar og 74 alţjóđlegir meistarar.  Guđmundur er nr.  109 í stigaröđinni. 

Skákkeppni Unglingalandsmóts UMFÍ fer fram á Sauđárkróki á laugardag

Skákkeppni á Unglingalandsmóti UMFÍ fer fram á Sauđárkróki um Verslunarmannahelgina. Keppt verđur í 8 flokkum, ţ.e. 4 stráka og 4 stelpna.

  • Flokki 17-18 ára
  • Flokki 15-16 ára
  • Flokki 13-14 ára
  • Flokki 11-12 ára

Telft verđur laugardaginn 1. ágúst og hefst keppnin kl. 10. Gert er ráđ fyrir 10 mín upphugsunartíma, en fyrirkomulag keppninnar rćđst ađ öđru leiti af ţátttöku.

Skráning fer fram á www.umfi.is.


Guđmundur sigrađi í sjöttu umferđ í Pardubice!

Guđmundur KjartanssonAlţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2356) sigrađi ţýska alţjóđlega meistarann Thorsten Michael Haub (2483) í sjöttu umferđ Czech Open sem fram fór í dag í Pardubice í Tékklandi.  Guđmundur hefur 5 vinninga og er í hópi efstu manna.

Ekki liggur enn fyrir viđ hvern Guđmundur teflir í sjöundu umferđ, sem fram fer á morgun, Skák Guđmundar verđur sýnd beint á vefsíđu mótsins og hefst kl. 13.

Alls taka 294 skákmenn ţátt í efsta flokki.  Ţar á međal eru 26 stórmeistarar og 74 alţjóđlegir meistarar.  Guđmundur er nr.  109 í stigaröđinni. 

Útiskákmót á Lćkjartorgi í dag

Skákakademía ReykjavíkurSkákakademía Reykjavíkur og Vinnuskóli Reykjavíkur standa í dag ađ útiskákmóti viđ útitafliđ á Lćkjartorgi ef veđur leyfir.  Mótiđ hefst kl. 13 og er öllum opiđ.  Ókeypis ađgangur.   Tefldar verđa 5-6 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma og munu bragđgóđ verđlaun (ís) vera í bođi. Ţetta verđur nćstsíđasta mótiđ á útitaflinu sem SR og Vinnuskólinn standa fyrir í sumar.

Guđmundur tapađi í fimmtu umferđ

Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2356) tapađi fyrir ítalska alţjóđlega meistarann Denis Rombaldini (2465) í fimmtu umferđ Czech Open sem fram fór í Pardubice í Tékklandi. Guđmundur hefur 4 vinninga og er í 5.-26. sćti.  Rombaldoni er einn efstur međ fullt hús.  

Í sjöttu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Guđmundur viđ ţýska alţjóđlega meistarann Thorsten Michael Haub (2483).  Skákin er sýnd beint á vefsíđu mótsins og hefst kl. 13.

Rétt er ađ benda á fjörugar umrćđur um árangur og skákir Guđmundar á Skákhorninu.  Einnig er bent á tvćr greinar á netinu ţar sem fjallađ er um óvćntan árangur Guđmundar.  Ţćr má finna á Chessdom og á bloggsíđu Susan Polgar

Alls taka 294 skákmenn ţátt í efsta flokki.  Ţar á međal eru 26 stórmeistarar og 74 alţjóđlegir meistarar.  Guđmundur er nr.  109 í stigaröđinni. 


Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 140
  • Frá upphafi: 8771194

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 107
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband