Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2012

Landsmótiđ í skólaskákmót 2012 í Stórutjarnaskóla í Ţingeyjarsveit

Landsmótiđ í skólaskák 2012 verđur haldiđ í Stórutjarnaskóla í Ţingeyjarsveit 3-6 maí nk. Keppendalistinn í eldri og yngri flokki er farinn ađ skýrast og eru nöfn ţeirra sem hafa tryggt sér keppnisrétt á mótinu birt hér fyrir neđan. (verđur uppfćrt reglulega)

Eldri flokkur:

Andri Freyr Björgvinsson   Norđurland - Eystra
Snorri Hallgrímsson           ------------------------
Hlynur Snćr Viđarsson      ------------------------
Gísli Geir Gíslason               Norđurland - Vestra
Birkir Karl Sigurđsson         Reykjaneskjördćmi
Oliver Aron Jóhannesson   Reykjavík
Dagur Ragnarsson             ------------------------
Jón Trausti Harđarson        ------------------------

Yngri flokkur

Jón Kristinn Ţorgeirsson    Norđurland - Eystra
Símon Ţórhallssson           ------------------------
Tinna Ósk Rúnarsdóttir      -----------------------
Hilmar Logi Óskarsson       Norđurland - Vestra
Vignir Vatnar Stefánsson   Reykjaneskjördćmi
Gauti Páll Jónsson              Reykjavík
Nansý Davíđsdóttir             ------------------------
Hilmir Hrafnsson                ------------------------


Kjördćmismót Suđurlands verđur haldiđ 1. maí nk. og ţá skýrist hverjir keppa fyrir ţeirra hönd.Enginn keppandi mćtir úr Vestfjarđakjördćmi samkvćmt árćđanlegum heimildum.  Ekki er vitađ hverjir verđa fulltrúar Austurlands á mótinu. Vanti fulltrúa úr einhverju kjördćmi verđa ađrir valdir í ţeirra stađ samkvćmt reglum SÍ.

Sjá nánar á heimasíđu Gođans 


Skákţrautasafn Smára Rafns

Skákţrautasafn Smára Rafns Teitssonar er nú í fyrsta skipti komiđ í almenna dreifingu. Ţetta eru ţrautir sem Smári hefur notađ međ góđum árangri til ađ kenna hundruđum barna skák. Safniđ telur alls 600 ţrautir sem skiptast í fimm stig (Stig 1 er ćtlađ ungum byrjendum).

Hvert stig hefur sinn einkennislit, ţannig getur mađur ýmist veriđ staddur á grćna stiginu, bláa, rauđa, fjólubláa eđa ţví svarta. Međ hverju stigshefti fylgja svör og útskýringar, en einnig er fáanleg kennarahandbók međ öllum svörunum á einum handhćgum stađ. Ţetta efni er kjöriđ fyrir grunnskóla ţar sem viđkomandi kennarar ţurfa ekki ađ kunna mikiđ í skák ef ţeir hafa kennarahandbókina. Nú er tćkifćri fyrir almenna skákvakningu í skólum! Foreldrar sem vilja hjálpa börnum sínum á skákbrautinni fá hér einnig gott verkfćri í hendurnar.

Höfundur ţrautasafnsins er grunn- og framhaldsskólakennari ađ mennt og hefur kennt um árabil, ekki síst skák. Í mars 2012 sigrađi liđ hans úr Álfhólsskóla á Íslandsmóti barnaskólasveita.

Hćgt er ađ kaupa ţrautirnar í Skákbúđinni (http://www.skakbudin.is/), en einnig má senda höfundi pantanir beint, fyrir frekari upplýsingar hafiđ samband viđ skak(hjá)skakbudin.is.


Hrađkvöld hjá Helli í kvöld

Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 30. apríl nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma.  Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun pizzu frá Dominos Pizzum. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi, sem einnig fćr pizzu hjá Dominos Pizzum. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Skákţáttur Morgunblađsins: Hćpiđ ađ Hannes Hlífar vinni í tólfta sinn

DSC 0832Hannes Hlífar Stefánsson varđ Íslandsmeistari í fyrsta sinn áriđ 1998 og ţótti dálítiđ „seinn"; hann hafđi tekiđ ţátt í keppni landsliđsflokks nćr óslitiđ frá 1986 en hafa ber í huga ađ kynslóđin sem kom á undan var erfiđ viđureignar eins og dćmin sanna. Eftir ađ Hannes Hlífar „braut ísinn" héldu honum engin bönd: ellefu Íslandsmeistaratitlar í ellefu tilraunum segja sína sögu. Hann hefur veriđ í dálitlum öldudal undanfariđ og er nú svo komiđ ađ eftir fimm umferđir getur ađeins frábćr endasprettur gefiđ honum möguleika á sigri. Hannes er međ 2 ˝ vinning og er í 4. - 8. sćti ásamt Degi Arngrímssyni, Guđmundi Gíslasyni, Sigurbirni Björnssyni og Stefáni Kristjánssyni. Henrik Danielssen leiđir međ 4 vinninga en Ţröstur Ţórhallsson kemur nćstur međ 3 ˝ vinning, síđan Bragi Ţorfinnsson međ 3 vinninga.

Keppnin í ár hefur ţróast međ óvenjulegum hćtti, ýmsir sem byrjuđu vel hafa gefiđ eftir og ađrir sem byrjuđu illa hafa sótt í sig veđriđ. Má ţar nefna Dag Arngrímsson og Guđmund Gíslason. Úrslitin munu vitaskuld ráđast í lokaumferđunum ţegar margar stórar viđureignir fara fram.

Ţröstur Ţórhallsson hefur teflt frísklegast keppenda og er til alls líklegur. Ţröstur tefldi fyrst á Ţröstur ŢórhallssonÍslandsţingi áriđ 1985 og varđ ţá í 2. sćti á eftir Karli Ţorsteins. Hann lagđi Hannes í 2. umferđ og Stefán Kristjánsson í ţeirri fjórđu, sigur hans yfir Hannesi má hiklaust telja bestu skák Íslandsmótsins hingađ til:

Hannes Hlífar Stefánsson - Ţröstur Ţórhallsson

Drottningarpeđsbyrjun

1. d4 e6 2. Rf3 c5 3. g3 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Bg2 Db6 6. Rb3 d5 7. O-O Rf6 8. Rc3 Be7 9. e4 d4 10. Re2 e5 11. c3 dxc3 12. Be3 Da6 13. Rxc3 Bg4 14. Db1 O-O 15. Hc1 Rd8!?

Andspćnis hótuninni 16. Bf1 varđ riddarinn ađ hörfa. Eftir skákina taldi Hannes ađ hér hefđi veriđ best ađ leika 16. Rc5. Eftir nćsta leik eykst Ţresti rými til athafna.

16. Rd5? Rxd5 17. exd5 f5 18. Hc7

Mislukkuđ atlaga.

18. ... f4 19. gxf4

Eftir 19. Hxe7 fxe3 20. fxe3 Dd6! fellur hrókurinn á e7.

19. ... Bd6! 20. Bf1 Da4 21. Hc4 De8!

Drottningin haslar sér nú völl á kóngsvćngnum. Nú er best ađ leika 22. Bd3 međ hugmyndinni 22. ... Dh5 23. Bxh7+! Kh8 24. Bg6 Dh3 25. Df1! o.s.frv. En betra ađ mati „Houdini" er 22. ... exf4 23. Bxh7+ Kh8 24. Bc5 Rf7 25. Bg6 međ jafnri stöđu.

22. De4? Dh5! 23. fxe5 Bxe5 24. f4 Bxb2 25. He1 Rf7

Traustur leikur en 25. ... Bf3 var einnig gott.

26. Dc2 Bf6 27. Rd4 Rd6 28. Hc7 Hfe8 29. Re6 Dxd5 30. Rg5 Bf5 31. Bg2?

Hér missir Hannesi af besta leiknum, eftir 31. Hd1! er stađan í jafnvćgi.

31. ... Da5 32. Db3+ Be6! 33. Bd2

Betra var 33. Rxe6 Dxe1+ 34. Bf1 Kh8 35. Rc7 og enn er von. Nú er allt í hers höndum og keppendur áttu lítinn tíma aflögu. Engu ađ síđur finnur Ţröstur besta framhaldiđ.

g7hovb73.jpg- Sjá stöđumynd -

33. ... Dxd2! 34. Hxe6 Hxe6 35. Dxe6+ Kh8 36. h4 Dxf4!

Eftir hinn nćrtćka leik 37. Dxd6 kemur 37. ... Bd4+ 38. Kh1 Dxh4+ 39. Rh3 (39. Bh3 De1+ leiđir til máts) De1+ 40. Kh2 Be5+! og drottningin fellur.

37. Rf7+ Rxf7

og Hannes gafst upp. Framhaldiđ gćti orđiđ 38. Hxf7 Hd8! og vinnur.

Mótiđ fer fram í Stúkunni á Kópavogsvelli og eru ađstćđur ţar međ besta móti. Beinar útsendingar frá hverri umferđ eru af vef Skáksambandsins, skak.is

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 22. apríl 2012

Skákţćttir Morgunblađsins


Sumarskákmót Fjölnis fer fram 1. maí

img_7434_1148713.jpgSumarskákmót Fjölnis fer fram í Rimaskóla ţriđjudaginn 1. maí. Skákdeild Fjölnis lýkur vetrarstarfi sínu međ veglegu sumarskákmóti í Rimaskóla ţriđjudaginn 1. maí frá kl. 11:00 - 13:00.  Ţátttakendur eru beđnir um ađ mćta tímanlega til skráningar. Rótarýklúbbur Grafarvogs veitir sigurvegurum mótsins veglega eignarbikara; í eldri flokki 1996 - 2000, yngri flokki 2001 - 2005 og stúlknaflokki. Fjöldi vinninga í bođi, m.a. í formi pítsugjafabréfa og bíómiđa.

Tefldar verđa sex umferđir og umhugsunartíminn eru 7 mínútur á hverja skák.

Í skákhléi verđur hćgt ađ kaupa pítsu og gosdrykk á 200 kr.

Skákdeildin mun útnefna afreksmann og ćfingameistara deildarinnar 2011 - 2012 á skákmótinu ogimg_7441_1148715.jpg heiđra nýjustu afreksmenn skákdeildar Fjölnis, ţau Hrund Hauksdóttur Norđurlandameistara stúlkna og Oliver Aron Jóhannesson, hinn 14 ára gamla bronsverđlaunahafa frá heimsmeistaramóti áhugamanna 2012.

Skákdeild Fjölnis hvetur alla grunnskólakrakka til ađ fjölmenna á ţetta síđasta skákmót vetrarins.

Ţátttakan er ókeypis.


Birkir Karl og Vignir Vatnar kjördćmismeistarar Reykjaness

Kjördćmismót Reykjaness 2012 022Kjördćmismót Reykjaness í skólaskák fór fram í gćr ţegar keppt var um laust sćti á Landsmóti í skólaskák í bćđi eldri og yngri flokk. Keppendur komu úr 3 bćjarfélögum, Hafnarfirđi, Kópavogi og Garđabć eftir kaupstađamót á ţeim stöđum. Einungis 2 keppendur úr hverju móti komust.

Tiltölulega öruggur sigurvegari í eldri flokk var Birkir Karl Sigurđsson Salaskóla en hann lék reyndar illa af sér í lokin gegn Ţormari Leví Magnússyni Salaskóla ţar sem Ţormar átti tiltölulega auđveldan vinning en ákvađ ađ taka jafntefliđ. Međ sigri hefđi hann fariđ í einvígi gegn Birki um efsta sćtiđ. Í ţriđja til fjórđa sćti urđu svo Jón Hákon Richter Öldutúnsskóla og Gabríel Orri Duret Hvaleyrarskóla ţar sem Gabríel vann innbyrđis skákina og fékk međ ţví 3 sćtiđ.

Meiri spenna var í yngri flokki og fleiri keppendur. Bjarni Ţór Guđmundsson Víđistađaskóla kom á Kjördćmismót Reykjaness 2012 025óvart međ ágćtri taflmennsku sem ţví miđur dugđi bara í 4 sćti, en hann vann t.d. Sóley Lind Pálsdóttur, Hvaleyrarskóla í góđri skák. Sóley varđ í 3 sćti en henni voru nokkuđ mislagđar hendur í mótinu. Felldi ţó Dawid Kolka á tíma ţar sem Dawid var ađ máta, sem skilađi henni í úrslitaskák í síđustu gegn Vigni Vatnari Stefánssyni Hörđuvallaskóla í síđustu umferđ. Vignir Vatnar vann ţó ţá skák mjög örugglega og tryggđi sér 1. sćtiđ og ţar međ sćti á Landsmóti. Dawid Kolka Álfhólsskóla varđ í 2 sćti ţegar hann nýtti sér ţađ ađ Sóley tapađi og fór hálfum yfir. Garđbćingarnir Kári Georgsson og Bjarki Arnaldarson sem báđir eru í Hofsstađaskóla urđu svo í 5. og 6. sćti.

Međ ţví tryggđu Kópavogsbúar sér öll efstu sćtin í mótinu og er greinilegt ađ skáklíf í Kópavogi er međ miklum blóma.

Vignir Vatnar Stefánsson Hörđuvallaskóla og Birkir Karl Sigurđsson Salaskóla verđa ţví fulltrúar Reykjaneskjördćmis hins forna á Landsmóti í skólaskák sem verđur haldiđ dagana 3.-6. maí nćstkomandi í Stórutjarnarskóla í Ţingeyjarsýslu.


Andri Freyr og Jón Kristinn kjördćmismeistarar Norđurlands eystra

Andri Freyr Björgvinsson og Jón Kristinn Ţorgeirsson urđu kjördćmismeistarar Norđurlands-Eystra í skák en kjördćmismótiđ fór farm á Akureyri í gćr.  Andri Freyr fékk 5 vinninga af 6 mögulegum í eldri flokki. Snorri Hallgrímsson varđ í öđru sćti međ 4,5 vinninga, Hlynur Snćr Viđarsson varđ í 3. sćti međ 2,5 vinninga og Magnús Valjöts varđ í 4. sćti án vinninga. 

Andri, Snorri og Hlynur verđa ţví fulltrúar Norđurlands-Eystra í eldri flokki á Landsmótinu í skólaskák sem verđur haldiđ í Stórutjarnaskóla 3.-6. maí nk. 

apríl 2012 008
 
                               Magnús, Andri, Hlynur og Snorri.

 

Jón Kristinn Ţorgeirsson vann öruggan sigur í yngri flokki međ fullu húsi vinninga, eđa 5 talsins. Símon Ţórhallsson varđ í öđru sćti međ 4 vinninga og Tinna Ósk Rúnarsdóttir varđ ţriđja međ 3 vinninga. Ţau verđa ţví fulltrúar Norđurlands-Eystra í yngri flokki á landsmótinu. 

Bjarni Jón Kristjánsson varđ í 4. sćti međ 2 vinninga, Hermann H Rúnarsson varđ í 5. sćti međ 1. vinninga og Jakub Pitor Stakkiewicz varđ í 6. sćti án vinninga. 

apríl 2012 005
 
                        Tinna, Jón Kristinn og Símon.

 

Landsmótiđ í skólaskák hefst kl 16:00 fimmtudaginn 3. maí í Stórutjarnaskóla í Ţingeyjarsveit.


Barna-og unglingameistaramót Reykjavíkur sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 29. apríl  í félagsheimili T.R. Faxafeni 12.

Tafliđ hefst kl.14 og stendur til ca. kl. 18. Tefldar verđa 7 umferđir eftir Monrad-kerfi međ umhugsunartímanum 15 mín. á skák. Teflt verđur í einum flokki.
Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu og ţar fyrir utan hlýtur sigurvegarinn titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2012, sé hann búsettur í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélagi.

Einnig verđa veitt verđlaun fyrir ţrjár efstu stúlkurnar og ţar fyrir utan hlýtur efsta stúlkan titilinn Stúlknameistari Reykjavíkur 2012, sé hún búsett í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélag. Til viđbótar verđa veitt verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í aldursflokknum 12 ára og yngri (fćdd 1999 og síđar).

Mótiđ er opiđ öllum krökkum 15 ára og yngri (fćdd 1996 og síđar).

Skráning fer fram á taflfelag@taflfelag.is (vinsamlegast gefiđ upp nafn, fćđingarár, símanúmer, skóla og taflfélag (ef viđ á)) og einnig er hćgt ađ skrá sig á mótsstađ sunnudaginn 29. apríl. frá kl. 13.30- 13.45. Skákmótiđ hefst kl. 14.

Ađgangur á mótiđ er ókeypis.


Skólaskákmót Reykjavíkur: Mögnuđ stemmning í Sjóminjasafninu

DSC 1090Allir sterkustu skákmenn höfuđborgarinnar mćttu til leiks á Skólaskákmót Reykjavíkur, sem fram fór í Sjóminjasafninu á laugardag. Ţar var mikiđ í húfi: Sćti á sjálfu landsmótinu í skólaskák sem fram fer í Stóru-Tjarnarskóla í Ţingeyjarsýslu í nćstu viku.
 
Sex vaskir skákmenn tryggđu sér keppnisrétt á landsmótinu, sem verđur án efa mjög spennandi.
 
Ţátttakendur í Sjóminjasafninu voru alls 41 úr 23 skólum og stemmningin var rafmögnuđ ţegar leiđ á mótiđ, sérstaklega í eldri flokki. Ţrír efstu í hvorum aldursflokki komust áfram á landsmótiđ og ţurfti aukakeppni í eldri flokki til ađ skera úr um niđurstöđuna.
1
 
Össur Skarphéđinsson utanríkisráđherra lék fyrsta leikinn á mótinu fyrir Sigurđ Kjartansson, einn besta skákmann Melaskóla.
 
Glćsilegur sigur Gauta Páls í yngri flokki
 
Gauti Páll Jónsson úr Grandaskóla gaf engin griđ í yngri flokki og sigrađi í öllum skákum sínum, 8 ađ tölu. Gauti Páll, sem er í Taflfélagi Reykjavíkur, hefur veriđ mjög virkur á námskeiđum Skákskóla Íslands og Skákakademíu Reykjavíkur og nýtur leiđsagnar hjá Ingvari Ţór Jóhannessyni einum fćrasta einkakennara landsins.
DSC 1076
 
Nansý Davíđsdóttir, Íslandsmeistari barna 2012, kom önnur í mark. Hún tefldi af öryggi og tapađi ađeins fyrir Gauta Páli, auk ţess ađ gera jafntefli viđ vinkonu sína úr Rimaskóla, Svandísi Rós sem rétt missti af sćti á landsmóti. Svandís tapađi í síđustu umferđ fyrir Hilmi Hrafnssyni nemanda Borgaskóla. Hilmir tefldi vel á mótinu og á sćti á landsmóti sannarlega skiliđ, einn enn fulltrúi Grafarvogs í fremstu röđ.
 
Oliver sigurvegari í eldri flokki - ćsispennandi aukakeppni
 
Eldri flokkurinn var verulega vel mannađur, sem sést best á ţví ađ meira en helmingur keppenda hefur keppt međ ungmennalandsliđum Íslands.
 
Oliver Aron Jóhannesson sýndi og sannađi ađ árangur hans á dögunum á Heimsmeistaramóti áhugamanna var engin tilviljun.  Hann fékk 8 vinninga af 9, og tapađi ekki skák. Oliver kemur úr Rimaskóla, rétt einsog keppendurnir í 2.-4. sćti, ţau Hrund Hauksdóttur, Dagur Ragnarsson og Jón Trausti Harđarson.
 
Ţví ţurfti ađ grípa til aukakeppni sem var ćsispennandi. Dagur og Jón Trausti gerđu jafntefli innbyrđis og lögđu báđir Hrund ţar sem lukkudísirnar voru sannarlega ekki međ henni. Unnu piltarnir ţví sér inn sćti á landsmótinu ásamt Oliver. Í úrslitaskák ţeirra um silfriđ sigrađi Jón Trausti eftir ćsilegt tímahrak.
 
Sjóminjasafniđ viđ gömlu höfnina í Reykjavík er ađ festa sig í sessi sem einn helsti skákstađur höfuđborgarinnar. Foreldrar og ćttingjar fjölmenntu og var mikil og almenn ánćgja međ góđa ađstöđu og skemmtilegt mót.
 
Skákakademía Reykjavíkur sá um undirbúning og skipulagningu mótsins.
 
Úrslit í yngri flokki:
 
1. Gauti Páll Jónsson Grandaskóla 8 vinningar af 8
2. Nansý Davíđsdóttir Rimaskóla 6,5
3. Hilmir Hrafnsson Borgaskóla 6
4. Svandís Rós Ríkharđsdóttir Rimaskóla 5,5
5. Mykael Kravchuk Ölduselsskóla 5
6. Jakob Alexander Petersen Árbćjarskóla 5
7. Jóhann Arnar Finnsson Rimaskóla 5
8. Heimir Páll Ragnarsson Hólabrekkuskóla 5
9. Alec Elías Sigurđarson Ölduselsskóla 5
10. Joshua Davíđsson Rimaskóla 5
11. Sigurđur Kjartansson Melaskóla 4,5
12. Andri Már Hannesson Árbćjarskóla 4,5
13. Sigurđur Bjarki Blomenstein Víkurskóla 4,5
14. Alísa Helga Svansdóttir Sćmundarskóla 4
15. Óskar Víkingur Davíđsson Ölduselsskóla 4
16. Haraldur Dađi Ţorvaldsson Háteigsskóla 4
17. Ólafur Örn Olavsson Fossvogsskóla 4
18. Magnús Geir Kjartansson Vesturbćjarskóla 4
19. Neó Halek Vesturbćjarskóla 4
20. Ţorsteinn Magnússon Sćmundarskóla 3,5
21. Ýmir Hugi Ágústsson Breiđagerđisskóla 3,5
22. Tristan Ari Bang Margeirsson Landakotsskóla 3,5
23. Benedikt Ernir Magnússon Fossvogsskóla 3
24. Jóhann Bjarkar Ţórsson Hlíđaskóla 3
25. Sćvar Halldórsson Ingunnarskóla 3
26. Sólvin Tómasson Barnaskóla Hjallastefnunnar 3
27. Friđrik Leó Curtis Vogaskóla 3
28. Sćmundur Árnason Foldaskóla 3
29. Marinó Tómasson Barnaskóla Hjallastefnunnar 3
30. Júlía Heiđur Guđmundsdóttir Hamraskóla 2
31. Kristján Örn Vatnes Dalskóli 1
 
Úrslit í eldri flokki:
 
1. Oliver Aron Jóhannesson Rimaskóla 8 vinningar af 9
2.-4. Dagur Ragnarsson, Jón Trausti Harđarson og Hrund Hauksdóttir öll úr Rimaskóla 6,5v.
5. Dagur Kjartansson Hólabrekkuskóla 6
6. Donika Kolica Hólabrekkuskóla 4
7. Rafnar Friđriksson Laugalćkjarskóla 3
8. Leifur Ţorsteinsson Hagaskóla 2,5
9. Veronika Steinunn Magnúsdóttir 2
10. Ingimar Aron Hlíđaskóla
 

Kramnik og Aronian jafnir í Zurich

Vladimir KramnikAronian og Kramnik skildu jafnir í sjöttu og síđustu einvígisskákinni í Zurich og lokatölur ţví 3-3. Einvígiđ var haldiđ hinum fornfrćga skákklúbbi í Zurich ća Hotel Savoy, sem veriđ hefur vettvangur margra merkra skákviđburđa.

Aronian og Kramnik eru nú númer 2 og 3 á heimslistanum, og hafa báđir ađ undanförnu unniđ góđa sigra á stórmótum. Kramnik sigrađi sannfćrandi á London Chess Classic í desember og Aronian vann glćstan sigur í Wijk aan Zee í janúar.

Levon AronianEinvígi Kramniks og Aronians var einkar spennandi og skemmtilegt, og verđur örugglega boriđ saman viđ viđureign heimsmeistarans Anands og áskorandans Gelfands, sem háđ verđur í Moskvu í maí. Anand er spáđ öruggum sigri en fćstir búast viđ líflegri taflmennsku.

Heimasíđa einvígis Kramniks og Aronians.


Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 198
  • Frá upphafi: 8771977

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 152
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband