Leita í fréttum mbl.is

Skólaskákmót Reykjavíkur: Mögnuđ stemmning í Sjóminjasafninu

DSC 1090Allir sterkustu skákmenn höfuđborgarinnar mćttu til leiks á Skólaskákmót Reykjavíkur, sem fram fór í Sjóminjasafninu á laugardag. Ţar var mikiđ í húfi: Sćti á sjálfu landsmótinu í skólaskák sem fram fer í Stóru-Tjarnarskóla í Ţingeyjarsýslu í nćstu viku.
 
Sex vaskir skákmenn tryggđu sér keppnisrétt á landsmótinu, sem verđur án efa mjög spennandi.
 
Ţátttakendur í Sjóminjasafninu voru alls 41 úr 23 skólum og stemmningin var rafmögnuđ ţegar leiđ á mótiđ, sérstaklega í eldri flokki. Ţrír efstu í hvorum aldursflokki komust áfram á landsmótiđ og ţurfti aukakeppni í eldri flokki til ađ skera úr um niđurstöđuna.
1
 
Össur Skarphéđinsson utanríkisráđherra lék fyrsta leikinn á mótinu fyrir Sigurđ Kjartansson, einn besta skákmann Melaskóla.
 
Glćsilegur sigur Gauta Páls í yngri flokki
 
Gauti Páll Jónsson úr Grandaskóla gaf engin griđ í yngri flokki og sigrađi í öllum skákum sínum, 8 ađ tölu. Gauti Páll, sem er í Taflfélagi Reykjavíkur, hefur veriđ mjög virkur á námskeiđum Skákskóla Íslands og Skákakademíu Reykjavíkur og nýtur leiđsagnar hjá Ingvari Ţór Jóhannessyni einum fćrasta einkakennara landsins.
DSC 1076
 
Nansý Davíđsdóttir, Íslandsmeistari barna 2012, kom önnur í mark. Hún tefldi af öryggi og tapađi ađeins fyrir Gauta Páli, auk ţess ađ gera jafntefli viđ vinkonu sína úr Rimaskóla, Svandísi Rós sem rétt missti af sćti á landsmóti. Svandís tapađi í síđustu umferđ fyrir Hilmi Hrafnssyni nemanda Borgaskóla. Hilmir tefldi vel á mótinu og á sćti á landsmóti sannarlega skiliđ, einn enn fulltrúi Grafarvogs í fremstu röđ.
 
Oliver sigurvegari í eldri flokki - ćsispennandi aukakeppni
 
Eldri flokkurinn var verulega vel mannađur, sem sést best á ţví ađ meira en helmingur keppenda hefur keppt međ ungmennalandsliđum Íslands.
 
Oliver Aron Jóhannesson sýndi og sannađi ađ árangur hans á dögunum á Heimsmeistaramóti áhugamanna var engin tilviljun.  Hann fékk 8 vinninga af 9, og tapađi ekki skák. Oliver kemur úr Rimaskóla, rétt einsog keppendurnir í 2.-4. sćti, ţau Hrund Hauksdóttur, Dagur Ragnarsson og Jón Trausti Harđarson.
 
Ţví ţurfti ađ grípa til aukakeppni sem var ćsispennandi. Dagur og Jón Trausti gerđu jafntefli innbyrđis og lögđu báđir Hrund ţar sem lukkudísirnar voru sannarlega ekki međ henni. Unnu piltarnir ţví sér inn sćti á landsmótinu ásamt Oliver. Í úrslitaskák ţeirra um silfriđ sigrađi Jón Trausti eftir ćsilegt tímahrak.
 
Sjóminjasafniđ viđ gömlu höfnina í Reykjavík er ađ festa sig í sessi sem einn helsti skákstađur höfuđborgarinnar. Foreldrar og ćttingjar fjölmenntu og var mikil og almenn ánćgja međ góđa ađstöđu og skemmtilegt mót.
 
Skákakademía Reykjavíkur sá um undirbúning og skipulagningu mótsins.
 
Úrslit í yngri flokki:
 
1. Gauti Páll Jónsson Grandaskóla 8 vinningar af 8
2. Nansý Davíđsdóttir Rimaskóla 6,5
3. Hilmir Hrafnsson Borgaskóla 6
4. Svandís Rós Ríkharđsdóttir Rimaskóla 5,5
5. Mykael Kravchuk Ölduselsskóla 5
6. Jakob Alexander Petersen Árbćjarskóla 5
7. Jóhann Arnar Finnsson Rimaskóla 5
8. Heimir Páll Ragnarsson Hólabrekkuskóla 5
9. Alec Elías Sigurđarson Ölduselsskóla 5
10. Joshua Davíđsson Rimaskóla 5
11. Sigurđur Kjartansson Melaskóla 4,5
12. Andri Már Hannesson Árbćjarskóla 4,5
13. Sigurđur Bjarki Blomenstein Víkurskóla 4,5
14. Alísa Helga Svansdóttir Sćmundarskóla 4
15. Óskar Víkingur Davíđsson Ölduselsskóla 4
16. Haraldur Dađi Ţorvaldsson Háteigsskóla 4
17. Ólafur Örn Olavsson Fossvogsskóla 4
18. Magnús Geir Kjartansson Vesturbćjarskóla 4
19. Neó Halek Vesturbćjarskóla 4
20. Ţorsteinn Magnússon Sćmundarskóla 3,5
21. Ýmir Hugi Ágústsson Breiđagerđisskóla 3,5
22. Tristan Ari Bang Margeirsson Landakotsskóla 3,5
23. Benedikt Ernir Magnússon Fossvogsskóla 3
24. Jóhann Bjarkar Ţórsson Hlíđaskóla 3
25. Sćvar Halldórsson Ingunnarskóla 3
26. Sólvin Tómasson Barnaskóla Hjallastefnunnar 3
27. Friđrik Leó Curtis Vogaskóla 3
28. Sćmundur Árnason Foldaskóla 3
29. Marinó Tómasson Barnaskóla Hjallastefnunnar 3
30. Júlía Heiđur Guđmundsdóttir Hamraskóla 2
31. Kristján Örn Vatnes Dalskóli 1
 
Úrslit í eldri flokki:
 
1. Oliver Aron Jóhannesson Rimaskóla 8 vinningar af 9
2.-4. Dagur Ragnarsson, Jón Trausti Harđarson og Hrund Hauksdóttir öll úr Rimaskóla 6,5v.
5. Dagur Kjartansson Hólabrekkuskóla 6
6. Donika Kolica Hólabrekkuskóla 4
7. Rafnar Friđriksson Laugalćkjarskóla 3
8. Leifur Ţorsteinsson Hagaskóla 2,5
9. Veronika Steinunn Magnúsdóttir 2
10. Ingimar Aron Hlíđaskóla
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.8.): 2
 • Sl. sólarhring: 63
 • Sl. viku: 253
 • Frá upphafi: 8706505

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 162
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband