Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Hćpiđ ađ Hannes Hlífar vinni í tólfta sinn

DSC 0832Hannes Hlífar Stefánsson varđ Íslandsmeistari í fyrsta sinn áriđ 1998 og ţótti dálítiđ „seinn"; hann hafđi tekiđ ţátt í keppni landsliđsflokks nćr óslitiđ frá 1986 en hafa ber í huga ađ kynslóđin sem kom á undan var erfiđ viđureignar eins og dćmin sanna. Eftir ađ Hannes Hlífar „braut ísinn" héldu honum engin bönd: ellefu Íslandsmeistaratitlar í ellefu tilraunum segja sína sögu. Hann hefur veriđ í dálitlum öldudal undanfariđ og er nú svo komiđ ađ eftir fimm umferđir getur ađeins frábćr endasprettur gefiđ honum möguleika á sigri. Hannes er međ 2 ˝ vinning og er í 4. - 8. sćti ásamt Degi Arngrímssyni, Guđmundi Gíslasyni, Sigurbirni Björnssyni og Stefáni Kristjánssyni. Henrik Danielssen leiđir međ 4 vinninga en Ţröstur Ţórhallsson kemur nćstur međ 3 ˝ vinning, síđan Bragi Ţorfinnsson međ 3 vinninga.

Keppnin í ár hefur ţróast međ óvenjulegum hćtti, ýmsir sem byrjuđu vel hafa gefiđ eftir og ađrir sem byrjuđu illa hafa sótt í sig veđriđ. Má ţar nefna Dag Arngrímsson og Guđmund Gíslason. Úrslitin munu vitaskuld ráđast í lokaumferđunum ţegar margar stórar viđureignir fara fram.

Ţröstur Ţórhallsson hefur teflt frísklegast keppenda og er til alls líklegur. Ţröstur tefldi fyrst á Ţröstur ŢórhallssonÍslandsţingi áriđ 1985 og varđ ţá í 2. sćti á eftir Karli Ţorsteins. Hann lagđi Hannes í 2. umferđ og Stefán Kristjánsson í ţeirri fjórđu, sigur hans yfir Hannesi má hiklaust telja bestu skák Íslandsmótsins hingađ til:

Hannes Hlífar Stefánsson - Ţröstur Ţórhallsson

Drottningarpeđsbyrjun

1. d4 e6 2. Rf3 c5 3. g3 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Bg2 Db6 6. Rb3 d5 7. O-O Rf6 8. Rc3 Be7 9. e4 d4 10. Re2 e5 11. c3 dxc3 12. Be3 Da6 13. Rxc3 Bg4 14. Db1 O-O 15. Hc1 Rd8!?

Andspćnis hótuninni 16. Bf1 varđ riddarinn ađ hörfa. Eftir skákina taldi Hannes ađ hér hefđi veriđ best ađ leika 16. Rc5. Eftir nćsta leik eykst Ţresti rými til athafna.

16. Rd5? Rxd5 17. exd5 f5 18. Hc7

Mislukkuđ atlaga.

18. ... f4 19. gxf4

Eftir 19. Hxe7 fxe3 20. fxe3 Dd6! fellur hrókurinn á e7.

19. ... Bd6! 20. Bf1 Da4 21. Hc4 De8!

Drottningin haslar sér nú völl á kóngsvćngnum. Nú er best ađ leika 22. Bd3 međ hugmyndinni 22. ... Dh5 23. Bxh7+! Kh8 24. Bg6 Dh3 25. Df1! o.s.frv. En betra ađ mati „Houdini" er 22. ... exf4 23. Bxh7+ Kh8 24. Bc5 Rf7 25. Bg6 međ jafnri stöđu.

22. De4? Dh5! 23. fxe5 Bxe5 24. f4 Bxb2 25. He1 Rf7

Traustur leikur en 25. ... Bf3 var einnig gott.

26. Dc2 Bf6 27. Rd4 Rd6 28. Hc7 Hfe8 29. Re6 Dxd5 30. Rg5 Bf5 31. Bg2?

Hér missir Hannesi af besta leiknum, eftir 31. Hd1! er stađan í jafnvćgi.

31. ... Da5 32. Db3+ Be6! 33. Bd2

Betra var 33. Rxe6 Dxe1+ 34. Bf1 Kh8 35. Rc7 og enn er von. Nú er allt í hers höndum og keppendur áttu lítinn tíma aflögu. Engu ađ síđur finnur Ţröstur besta framhaldiđ.

g7hovb73.jpg- Sjá stöđumynd -

33. ... Dxd2! 34. Hxe6 Hxe6 35. Dxe6+ Kh8 36. h4 Dxf4!

Eftir hinn nćrtćka leik 37. Dxd6 kemur 37. ... Bd4+ 38. Kh1 Dxh4+ 39. Rh3 (39. Bh3 De1+ leiđir til máts) De1+ 40. Kh2 Be5+! og drottningin fellur.

37. Rf7+ Rxf7

og Hannes gafst upp. Framhaldiđ gćti orđiđ 38. Hxf7 Hd8! og vinnur.

Mótiđ fer fram í Stúkunni á Kópavogsvelli og eru ađstćđur ţar međ besta móti. Beinar útsendingar frá hverri umferđ eru af vef Skáksambandsins, skak.is

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 22. apríl 2012

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (12.7.): 25
 • Sl. sólarhring: 31
 • Sl. viku: 174
 • Frá upphafi: 8705231

Annađ

 • Innlit í dag: 19
 • Innlit sl. viku: 146
 • Gestir í dag: 17
 • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband