Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íslendingar erlendis

Skákţáttur Morgunblađsins: Mátsókn í endatafli

Ţađ gleymist stundum ţegar mikil uppskipti verđa og drottningar fljúga í kassann, ađ í endataflinu leynast oft möguleikar á snarpri kóngssókn og jafnvel peđin geta reynst öflugir sóknarmenn. Ţegar viđ bćtist sá algengi misskilningur ađ mislitir biskupar gefi stöđunni alveg sérstaklega jafnteflislegt yfirbragđ er ekki von á góđu. Á Norđurlandamótinu í skólaskák sem fram fór í Osló um síđustu helgi fór Hjörvar Steinn Grétarsson mikinn, laus viđ gamlan erkifjanda Svíann Nils Grandelius, og vann allar skákir sínar í A-flokki, hlaut 6 vinninga af 6 mögulegum. Hann tefldi eina skák ţar sem allir ţessir ţćttir komu viđ sögu.

Í skákinni hefđi hvítur betur hugađ ađ ţróun peđastöđunnar en hefst ţess í stađ ţegar handa viđ ađ tefla međ ţungu mönnunum og svartur á tiltölulega auđvelt međ ađ hrinda atlögu hans:

NM 2011:

Kristofer Madland - Hjörvar Steinn Grétarsson

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Db6 8. Dd2 Rc6 9. 0-0-0 Rxd4 10. Dxd4 Dxd4 11. Hxd4 Be7 12. Be2 Bd7 13. Hhd1 Bc6 14. Bf3 0-0-0 15. Bxf6 gxf6 16. g4 Kc7 17. H4d3 b5 18. a3 Bb7 19. Re2 Kd7 20. Hb3 Hb8 21. Rd4 Ba8 22. Hdd3 Hhc8 23. Hdc3 Hc5

Eftir ţennan einfalda leik nćr svartur frumkvćđinu. Peđ hvíts á f4 á eftir ađ reynast alvarlegur veikleiki.

24. Kd2 Bf8 25. h4 Bh6 26. g5 Bg7 27. Hd3 fxg5 28. hxg5 Hbc8 29. c3 h6 30. gxh6 Bxh6 31. Ke3 f5

Peđin bćtast nú í sóknina. Mun sterkari leikur var ţó 31.... He5! sem hótar 32.... f5, 32.... d5 eđa jafnvel 32.... Bxe4.

32. exf5 e5 33. Bxa8 exd4 34. cxd4 He8 35. Kf3 Hxf5 36. Bb7 Bxf4 37. Kg4 Hf6

Hvíti kóngurinn er skyndilega kominn á bersvćđi og má hafa sig allan viđ ađ verjast alögum svarts. Hér gat hann varist međ 38. Hh3 og hvergi er rakinn vinning ađ finna en uggir ekki ađ sér og efnishyggjan nćr tökum á honum. 

g77n49st.jpg38. Bxa6?? Hg8+ 39. Kf3 Bd2+! 40. Ke2 Hg2+ 41. Kd1 Hf1+ 42. Kc2 Hc1 mát.

Framan af virtist íslenski hópurinn ćtla ađ veita Dönum harđa keppni um ţađ hver Norđurlandaţjóđanna sex hlytu flesta vinninga samanlagt en piltarnir gáfu eftir á lokasprettinum.

Íslendingar náđ bestum árangri í elstu aldursflokkunum. Sverrir Ţorgeirsson var nćstur á stigum á eftir Hjörvari í A-flokki, 18-20 ára, hlaut 3 ˝ v. og varđ í 4. sćti sem er viđunandi frammistađa.

Í B-flokki, 16-18 ára, varđ Nökkvi S. Sverrisson úr Vestmannaeyjum í 2.-4. sćti en var úthlutađ bronsinu eftir stigaútreikning. Hann lagđi ađ velli sigurvegara B-flokksins og geta Eyjamenn veriđ stoltir af frammistöđu hans. Örn Leó Jóhannsson fékk 50% vinningshlutfall í ţessum flokki.

Í C-flokki, 14-16 ára, var Emil Sigurđsson međ 50% vinningshlutfall og í D-flokki, 12-14 ára, varđ Oliver Jóhannesson međ 50% vinningshlutfall.

Í E-flokki, 10-12 ára fékk Vignir Vatnar Stefánsson einnig 3 vinninga af 6 mögulegum. Vignir Vatnar, sem er átta ára, hefur vakiđ mikla athygli undanfariđ. Hann vann fyrstu ţrjár skákir sinar en skorti keppnisreynslu til ađ fylgja ţví eftir.

Meiri breidd er í ţessum Norđurlandamótum nú en var á árum áđur og má geta ţess ađ í ţeim flokkum sem reiknuđ voru til alţjóđlegra stiga hćkkuđu flestir íslensku piltarnir.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 27. febrúar 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


Hjörvar efstur međ fullt hús fyrir lokaumferđina

P1000278

Hjörvar Steinn Grétarsson (a-flokki) er efstur međ fullt hús en ásamt honum unnu Nökkvi Sverrisson og Örn Leó Jóhannsson (b-flokki) sínar skákr en ađrar töpuđust.  Nökkvi er í 2.-3. sćti.  Lokaumferđin hefst nú kl. 15.

A-flokkur (18-20 ára):

  • 1. Hjörvar Steinn Grétarsson (2460) 5 v.
  • 5.-8. Sverrir Ţorgeirsson (2330) 2˝ v.

B-flokkur (16-17 ára):

  • 2.-3, Nökkvi Sverrisson (1805)  3˝ v.
  • 4.-6. Örn Leó Jóhannsson (1940) 3 v.

C-flokkur (14-15 ára):

  • 6.-7. Emil Sigurđarson (1720) 2˝ v.
  • 12. Dagur Kjartansson (1660) ˝ v.

D-flokkur (12-13 ára):

  • 8.-10. Oliver Aron Jóhannesson (1545) 2 v.
  • 11. Jón Kristinn Ţorgeirsson (1645) 1˝ v.

E-flokkur (11 ára og yngri):

  • 4.-6. Vignir Vatnar Stefánsson (1225) 3 v.
  • 8.-9. Heimir Páll Ragnarsson (1200) 2 v.

Fararstjórar eru Stefán Bergsson og Björn Ţorfinnsson.

Heimasíđa mótsins


NM: Pistill í upphafi lokadags

P1000255Ţá er 5. umferđin á NM nýhafin. Ţetta er mikilvćgur dagur enda tvćr síđustu umferđir mótsins tefldar í dag. Stađan í liđakeppninni er ţannig ađ Danir eru enn efstir. Danirnir hafa 25.5 vinning en viđ erum međ 22.5 vinning. Hinar ţjóđirnar fylgja svo í humátt á eftir en Fćreyingarnir eru langneđstir. Ţessi umferđ sem er í gangi núna er gríđarlega mikilvćg ţar sem viđ teflum fjórar skákir viđ Dani! Hjörvar og Sverrir stýra báđir hvítu mönnunum gegn Dönunum í a-flokknum. Ţeir eru báđir međ tćp 2200 stig. Einn og hálfur til tveir vinningar eiga ađ koma í hús í a-flokknum. Í b-flokknum teflir Örn Leó viđ Dana og Nökkvi viđ efsta mann mótsins. Góđ úrslit hjá ţeim ćttu ađ koma ţeim í góđa verđlaunasćtis sénsa fyrir síđustu umferđina. Í c-flokknum er Emil í góđum sénsum ef hann vinnur sína skák sem hann var stađráđinn í fyrir umferđ. Vonandi snýst svo lukkan í liđ međ Degi og hann vinni sína skák og helst báđar. Ţađ er ekki gaman ađ fá hálfan vinning á Norđurlandamóti, undirritađur hefur af ţví bitra reynslu! Í d-flokknum teflir Jón Kristinn viđ enn einn Danann og er mikilvćgt ađ hann tapi ekki ţeirri skák og hann á alveg ađ geta unniđ. Oliver teflir viđ hinn sterka Tómanóv frá Finnlandi sem ţrátt fyrir 12 ára aldur lítur út fyrir  ađ vera sirka 16 ára. Spurning međ ađ krefjast fćđingarvottorđs frá kauđa. Í e-flokknum teflir Vignir Vatnar viđ sterkan heimamann, Johannes Haug, sem hefur teflt afar vel í mótinu. Heimir er mjög einbeittur í sinni skák og hefur ţróađ međ sér nýja tćkni ţegar hann er ađ skođa stöđurnar sínar. Ţannig býr hann til einhvers konar skilrúm úr höndum sínum ţannig ađ augu hans líti ađeins á ákveđinn hluta borđsins. Virkilega athyglisverđ tćkni hjá kauđa og ţađ má búast viđ ţví ađ skákmenn á Reykjavik Open ţrói tćknina enn frekar.

Sumsé okkar flestir skákmenn í  sénsum á verđlaunum og vonandi fáum viđ fleiri verđlaun en gulliđ hans Hjörvars en allt annađ en 18 vinningar af 18 mögulegum í A-flokki NM á ţessu og nćstu 2 árum hlýtur ađ teljast óásćttanlegt fyrir Hjörvar. Pressa?

Af morgundeginum er ýmislegt ađ segja. Beinar lýsingar á skákunum voru á facebook-síđunni NM skolaskak. Ţađ er bein lýsing ţar í gangi núna.

Viđ borđuđum á fínum hamborgarastađ í gćr og var hamborgarinn virkilega karlmannlegur í ţeirri nálgun sinni ađ leysa ţađ verkefni ađ sefa hungur ţess sem át hamborgarann. Steig fast til jarđar og leysti verkefniđ af mikilli festu. Virkilega massífur borgari. Annars er ţetta bara rútína og menn pass ađ hvíla sig vel og nćrast, virkilega góđur hópur og ekkert komiđ upp á.

Í gćr ég tefldi nokkrar hrađskákir viđ vinalegan Letta sem gistir á vandrćđaheimilinu. Hann var víst međ 2150 stig en er í Osló til ađ reyna ađ finna sér vinnu. Stór fjölskylda sagđi blessađur mađurinn á sinni bjöguđu ensku, vona ađ hann finni sér vinnu.

Nóg í bili, farinn ađ kaffa mig upp,

Stefán.


Henrik vann í lokaumferđinni og endađi í 7.-9. sćti.

henrikdanielsen01Henrik Danielsen (2519) vann indverska alţjóđlega meistarann Sundar Shyam (2443) í 11. og síđustu umferđ alţjóđlega mótsins í Chennai sem fram fór síđustu nótt.  Henrik hlaut 8˝ vinning og varđ í 7.-9. sćti.   Hannes Hlífar Stefánsson (2580) tapađi fyrir Indverjanum Khosla Shiven (2358) en Guđmundur Kjartansson (2379) gerđi sitt sjötta jafntefli í röđ ađ ţessu sinni gegn T R Shanmuganathan (2095).    Hannes hlaut 6˝ vinning og endađi í 65.-101. sćti en Guđmundur hlaut 6 vinninga og endađi í 102.-143. sćti.

Sigurvegari mótsins varđ úkraínski stórmeistarinn Martyn Kravtsiv (2566) en hann hlaut 9˝ vinning. 

Frammistađa Henriks samsvarađi 2546 skákstigum og hćkkar hann um 8 stig fyrir hana, frammistađa Hannesar samsvarađi 2424 og lćkkar hann um 20 stig og frammistađa Guđmundar samsvarađi 2138 skákstigum og lćkkar hann um 28 stig.   Henrik hćkkar samtals um 17 stig fyrir mótin tvö í Indlandi, Hannes lćkkar um 23 og Guđmundur lćkkar um 52 stig.  

Á mótinu tóku 329 skákmenn ţátt og ţar af 23 stórmeistarar.   Hannes var nr. 7 í stigaröđ keppenda, Henrik nr. 16 og Guđmundur nr. 49.  


Henrik vann í nćstsíđustu umferđ

chennai 1Henrik Danielsen (2519) vann alţjóđlega meistarann Das Debashis (2406) í 10. og nćstsíđustu umferđar alţjóđlega mótsins í Chennai í Indlandi sem fram fór síđustu nótt.   Guđmundur Kjartansson gerđi jafntefli viđ Indverjann A K Jagadeesh (2093) en Hannes Hlífar Stefánsson (2580) tapađi fyrir indverska alţjóđlega meistarann Sundar Shyam (2443).    Henrik er í 9.-17. sćti međ 7˝ vinning, Hannes er í 33.-63. sćti međ 6˝ vinning og Guđmundur er í 104.-134. sćti međ 5˝ vinning.

Efstir međ 8˝ vinning eru Ísraelsmennirnir Tamir Nabaty (2565) og Alon Greenfeld (2557) og Úkraínumennirnir Alexander Areschchenko (2671) og Martyn Kravtsiv (2566).

Í 11. og síđustu umferđ, sem fram fer nćstu nótt og hefst kl. 4:30, teflir Henrik viđ áđurnefndan Shyam, Hannes teflir viđ indverska alţjóđlega meistarann Khosla Shiven (2358) og Guđmundur viđ C R G Krishna (2296).  Skák Henriks verđur sýnd beint.   

Á mótinu taka 329 skákmenn ţátt og ţar af 23 stórmeistarar.   Hannes er nr. 7 í stigaröđ keppenda, Henrik nr. 16 og Guđmundur nr. 49.  


Hannes međ sigur í níundu umferđ

chennaiHannes Hlífar Stefánsson vann indverska alţjóđlega meistarann K Rathnakaran (2381) í 9. umferđ alţjóđlega mótsins í Chennai sem fram fór í nótt.   Henrik Danielsen (2519) tapađi hins vegar fyrir úkraínska stórmeistarann Mikhailo Oleksienko (2552).   Guđmundur Kjartansson (2379) gerđi jafntefli viđ Chithambaram Aravindh (2113) sem er ađeins 11 ára en sjöundi stigahćsti unglingur heimsins í ţeim aldursflokki.    Henrik og Hannes eru 16.-31. sćti međ 6˝ vinning en Guđmundur er í 94.-144. sćti međ 5 vinninga.

Efstir međ átta vinninga eru ísraelsku skákmennirnir Tamir Nabaty (2565) og Alon Greenfeld (2557).

Í tíundu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer nćstu nótt og hefst kl. 4:30, teflir Henrik viđ alţjóđlega meistarann Das Debashis (2406), Hannes viđ indverska alţjóđlega meistarann Sundar Shyam (2443) og Guđmundur viđ Indverjann A K Jagadeesh (2093).

Á mótinu taka 329 skákmenn ţátt og ţar af 23 stórmeistarar.   Hannes er nr. 7 í stigaröđ keppenda, Henrik nr. 16 og Guđmundur nr. 49.  


Henrik vann á afmćlisdaginn í Chennai

100 0536Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2519) sigrađi indverska alţjóđlega meistarann P D S Girninath (2362) á afmćlisdaginn sinn í 9. umferđ alţjóđlega mótsins í Chennai í Indlandi.  Móthaldararnir kölluđu saman afmćlisbörnin í upphafi umferđar og buđu upp á köku!  Henrik er í 5.-9. sćti međ 6,5 vinning, hálfum vinningi á eftir efstu mönnum.  

Hannes Hlífar Stefánsson (2580) tapađi fyrir stórmeistaranum Niaz Murshed (2436) frá Bangladess og er í 29.-53. sćti međ 5˝ vinning.   Guđmundur Kjartansson (2379) er í 99.-143. sćti međ 4˝ vinning. 100 0537

Ísraelsmönnum gengur vel á mótinu 3 af 4 efstu mönnum mótsins er efstir međ 7 vinninga.  Ţađ Evgeny Postny (2595), Tabir Nabaty (2565) og Alon greenfedl (2557).   Auk ţeirra hefur Kínverjinn Hua Ni (2645) 7 vinninga.  

Í níundu umferđ, sem fram fer nćstu nótt og hefst kl. 4:30, teflir Henrik viđ úkraínska stórmeistarann Mikhailo Oleksienko (2552), Hannes indverska alţjóđlega meistarann K Rathnakaran (2381) og  Guđmundur viđ Indverjann Chithambaram Aravindh (2113).

Í mótinu taka 329 skákmenn ţátt og ţar af 23 stórmeistarar.   Hannes er nr. 7 í stigaröđ keppenda, Henrik nr. 16 og Guđmundur nr. 49.  


Hannes vann í sjöundu umferđ í Chennai

chennaiStórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2579) vann indverska alţjóđlega meistarann P Karthieyan (2380) í sjöundu umferđ alţjóđlega mótsins sem fram fór í Chennai í dag.   Henrik Danielsen (2519) og Guđmundur Kjartansson (2379) gerđu báđir jafntefli   Henrik viđ Indverjann Shaikh Mohammad Nubairshah (2113) og Guđmundur viđ Indverjann Pratik Patil (2111).  Henrik og Hannes eru í 9.-22. sćti međ 5,5 vinning en Guđmundur er í 88.-142. sćti međ 4 vinninga.

Ísraelski stórmeistarinn Evgeny Postny (2592) er efstur međ 6,5 vinning.

Í áttundu umferđ, sem fram fer nćstu nótt og hefst kl. 4:30, teflir Hannes viđ stórmeistarann Niaz Murshed (2436), Henrik viđ indverska alţjóđlega meistarann P D S Girninath (2362) og Guđmundur viđ Indverjann Mureli Karthikeyan (2096). Skákir Henriks og Hannesar verđa sýndar beint.

Í mótinu taka 329 skákmenn ţátt og ţar af 23 stórmeistarar.   Hannes er nr. 7 í stigaröđ keppenda, Henrik nr. 16 og Guđmundur nr. 49.  


Henrik vann í sjöttu umferđ í Chennai

chennai 1Henrik Danielsen (2519) vann indverska alţjóđlega meistarann Anup Deshmukh (2311) í sjöttu umferđ alţjóđlega mótsins í Chennai sem fram fór í dag.  Hannes Hlífar Stefánsson (2579) gerđi jafntefli viđ kínverska alţjóđlega meistarann Kaizi Yang (2391) og Guđmundur Kjartansson (2379) gerđi jafntefli viđ Indverjann K V Shantharam (2091).   Henrik er í 7.-19. sćti međ 5 vinninga, Hannes hefur 4˝ vinning og er í 20.-41. sćti og Guđmundur hefur 3˝ vinning og er í 92.-133. sćti.

Sex skákmenn eru efstir og jafnir međ 5˝ vinning.

Í sjöundu umferđ, sem fram fer í nótt og hefst kl. 4:30, teflir Henrik viđ Indverjann Shaikh Mohammad Nubairshah (2113), Hannes, viđ indverska alţjóđlega meistarann P Karthieyan (2380) og Guđmundur viđ Indverjann Pratik Patil (2111).   Skákir Henriks og Hannesar verđa sýndar beint.

Í mótinu taka 329 skákmenn ţátt og ţar af 23 stórmeistarar.   Hannes er nr. 7 í stigaröđ keppenda, Henrik nr. 16 og Guđmundur nr. 49.  


Guđmundur međ sigur í fimmtu umferđ

chennai

Guđmundur Kjartansson (2379) sigrađi Indverjann Atharva Godbole (1927) í fimmtu umferđ alţjóđlega mótsins í Chennai sem fram fór í Indlandi í nótt, Hannes Hlífar Stefánsson (2580) gerđi jafntefli viđ Indverjann G A Stany (2395) en Henrik Danielsen (2519) tapađi fyrir úkraínska stórmeistarann Yuriy Kuzubov (2624).  Henrik og Hannes eru í 12.-43. sćti međ 4 vinninga en Guđmundur er í 75.-143. sćti međ 3 vinninga.  Međfylgjandi myndir eru frá Henriki.   Međ ţeim á myndinni er Vasansta Wettasinha frá Sri Lanka.  chennai 1

Efstir međ fullt hús eru ísraelski alţjóđlegi meistarinn Tamir Nabaty (2565) og úkraínski stórmeistarinn Yaroslav Zherebubh (2565). 

Í sjöttu umferđ, sem hófst nú kl. 10:30, teflir Hannes viđ kínverska alţjóđlega meistarann Kaizi Yang (2391), Henrik viđ indverska alţjóđlega meistarann Anup Deshmukh (2311) og Guđmundur viđ Indverjann K V Shantharam (2091).  Skákir Henriks og Hannesar verđa sýndar beint.

Í mótinu taka 329 skákmenn ţátt og ţar af 23 stórmeistarar.   Hannes er nr. 7 í stigaröđ keppenda, Henrik nr. 16 og Guđmundur nr. 49.  


Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 198
  • Frá upphafi: 8771977

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 152
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband