Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2016
30.11.2016 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús tapađi og mćtti ekki á blađamannafund
Sigur rússneska áskorandans Sergei Karjakin međ svörtu í áttundu skákinni í heimsmeistaraeinvíginu í New York setur spádóma um úrslitin í uppnám; stađan er nú 4˝:3˝ Karjakin í vil og ađeins fjórar skákir eru eftir af einvíginu. Magnús Carlsen var greinilega sleginn út af laginu og mćtti ekki á blađamannafund eftir á, eins og keppendur verđa ađ gera vilji ţeir hlíta einvígisskilmálum. Fyrir vikiđ á hann yfir höfđi sér sekt, en reglur kveđa á um ađ draga megi 5% verđlaunafjár frá hlut skákmannsins í slíkum tilvikum.
Vandi Magnúsar er í hnotskurn sá ađ hann hefur enga byrjun sem bítur. Ţá vekur taflmennska hans spurningar um ţađ hvernig undirbúningi hans hefur veriđ háttađ. Skynsemi ţess ađ tefla langt hrađskákeinvígi viđ Nakamura rétt fyrir stóra slaginn er hér međ dregin í efa. Auđvitađ er hćgt ađ vera gáfađur eftir á og ekki má gleyma ţví ađ Magnús hrekkur yfirleitt í gang eftir dapurt gengi en hrađskákir og kappskákir eru ólík keppnisform.
Helsta ástćđa ţess ađ Magnús tapađi á mánudag var fífldjörf taflmennska í miđtaflinu. Í tímahraki rétt fyrir 40. leik virtist Karjakin hafa sigurinn í hendi sér en sást ţá yfir glćsilegan riddaraleik Magnúsar. En ţá var eins og orkan vćri farin; Magnús var ekki međ verra en gekk illa ađ fást viđ frípeđ Karjakins á a-línunni og biskupnum var haldiđ úti. Ađ lokum fann Karjakin snjalla leiđ til ađ spinna mátnet, međ takmörkuđum liđsafla ţó:
New York 2016; 8. einvígisskák:
Magnús Carlsen Sergei Karjakin
Drottningarindversk vörn
1. d4 Rf6 2. Rf3 d5 3. e3 e6 4. Bd3 c5 5. b3 Be7 6. O-O O-O 7. Bb2
Drottningarpeđsbyrjun af ţessu tagi kemur ekki á óvart og trúlega hefur Karjakin undirbúiđ sig fyrir ţessa stöđutýpu.
7. ... b6 8. dxc5 Bxc5 9. Rbd2 Bb7 10. De2 Rbd7 11. c4 dxc4 12. Rxc4 De7 13. a3 a5 14. Rd4 Hfd8 15. Hfd1 Hac8 16. Hac1 Rf8 17. De1 Rg6 18. Bf1 Rg4 19. Rb5 Bc6 20. a4 Bd5 21. Bd4 Bxc4 22. Hxc4 Bxd4 23. Hdxd4 23. ... Hxc4 24. bxc4!?
Djörf ákvörđun strategískt séđ.
24. ... Rf6 25. Dd2 Hb8 26. g3 Re5 27. Bg2 h6 28. f4 Red7 29. Ra7 Da3!
Svarta stađan er ekki án gagnfćra og Magnús spennir bogann hátt.
30. Rc6 Hf8 31. h3?!
31. Hxd7 leiđir til jafnteflislegrar stöđu.
31. ... Rc5 32. Kh2 Rxa4 33. Hd8 g6 34. Dd4 Kg7 35. c5?
Skemmtilegur leikur en ekki góđur. Jafnvćgi var náđ međ 35. Hd7! t.d. 35. ... Dc3 36. Hb7! o.s.frv.
35. ... Hxd8 36. Rxd8 Rxc5 37. Dd6 Dd3?!
Betra var 37. ... Da4! međ yfirburđastöđu.
Bráđsnjallt. Hvítur er sloppinn.
38. ... fxe6 39. De7+ Kg8 40. Dxf6 a4 41. e4 Dd7 42. Dxg6+ Dg7 43. De8+ Df8 44. Dc6 Dd8 45. f5! a3 46. fxe6 Kg7 47. e7?
Ţetta peđ átti hann ekki ađ gefa. Hvítur er sennilega međ heldur betra eftir 47. Db5! t.d. 57. ... Rxe6 48. Db4! Df8 49. Dxb6.
47. ... Dxe7 48. Dxb6 Rd3 49. Da5 Dc5 50. Da6 Re5 51. De6?
Tapleikurinn. Hann gat varist međ 51. h4!
51. ... h5!
Fáir efuđust um ađ Karjakin myndi finna ţennan leik, sem vinnur.
52. h4
Hér er hugmyndin komin fram, 53. Dxa2 er svarađ međ 53. ... Rg4+ 54. Kh2 Dg1! 55. Db2+ Kg6! Ţar sem svarta drottningin valdar a7- og b6-reitinn finnst engin vörn. Magnús gafst ţví upp. Níunda skákin verđur tefld í kvöld og hefur Karjakin hvítt.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 23. nóvember 2016
Spil og leikir | Breytt 28.11.2016 kl. 23:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2016 | 15:24
Opiđ hús hefst í SÍ kl. 18:45
Í kvöld ráđast úrslitin í heimsmeistaraeinvígi Carlsen (2853) og Karjakin (2772). Eftir tólf skákir er stađan 6-6 og ráđast ţví úrslitin í bráđabanaeinvígi ţeirra á milli ţar sem fyrst eru tefldar fjórar atskákir og síđan hrađskákir ef enn verđur jafnt.
Taflmennskan hefst kl. 19 á morgun. Hús SÍ, Faxafeni 12, opnar kl. 18:45. Björn Ţorfinnsson og Ingvar Ţór Jóhannesson verđa međ skákskýringar en skákunum verđur varpađ uppá skjá.
Allir velkomnir - enginn ađgangseyrir - heitt kaffi á könnunni til ađ menn geti haldiđ sér vakandi langt fram á nótt - ef svo ber undir!
Fyrirkomulagiđ:
- Fjórar skákir međ umhugsunartímanum 25 mínútur auk 10 sekúnda á hvern leik
- Ef jafnt tefla ţeir allt ađ fimm 2ja skáka einvígunum međ tímamörkunum 5 mínútum auk 3 sekúnda viđbótartíma á hvern leik.
- Ef svo ólíklega vill til ađ öllum ţessum einvígum hafi lokiđ međ jafntefli tefla ţeir Armageddon-skák. Ţar hafur hvítur 5 mínútur en svartur 4 mínútur. Svörtum dugar jafntefli til sigurs.
30.11.2016 | 14:33
Ný alţjóđleg skákstig
Ný alţjóđleg skákstig eru komin út og taka ţau gildi á morgun 1. desember Hannes Hlífar Stefánsson (2570) er sem fyrr stigahćsti skákmađur landsins. Bjarki Freyr Bjarnason (1731) er langstigahćstur fjögurra nýliđa. Vignir Vatnar Stefánsson hćkkar langmest allra á stigum auk ţess ađ vera stigahćsta ungmenni landsins.
Topp 20
Hannes Hlífar Stefánsson (2570) er sem fyrr stigahćsti skákmađur landsins. Í nćstum sćtum eru Héđinn Steingrímsson (2564) og Hjörvar Steinn Grétarsson (2563).
Vert er ađ benda sérstaklega á Guđmund Kjartansson (2468) sem er í níunda sćti. Hann hćkkađi um 30 stig og krćkti sér ţví í mánuđnum nćrri helming ţeirra stiga sem hann vantar uppá til ađ klára stórmeistaratitilinn.
Vert er einnig ađ benda á Vigni Vatnar Stefánsson (2404) sem er kemur inn í 17. sćti eftir 105 skákstigahćkkun!
Heildarlistann má finna sem PDF-viđhengi.
No. | Name | Tit | Stig | Gms | Diff |
1 | Stefansson, Hannes | GM | 2570 | 8 | 0 |
2 | Steingrimsson, Hedinn | GM | 2564 | 0 | 0 |
3 | Gretarsson, Hjorvar Steinn | GM | 2563 | 0 | 0 |
4 | Olafsson, Helgi | GM | 2540 | 0 | 0 |
5 | Hjartarson, Johann | GM | 2540 | 9 | -1 |
6 | Petursson, Margeir | GM | 2513 | 0 | 0 |
7 | Danielsen, Henrik | GM | 2481 | 2 | 4 |
8 | Arnason, Jon L | GM | 2471 | 0 | 0 |
9 | Kjartansson, Gudmundur | IM | 2468 | 18 | 30 |
10 | Kristjansson, Stefan | GM | 2459 | 0 | 0 |
11 | Thorfinnsson, Bragi | IM | 2453 | 0 | 0 |
12 | Gunnarsson, Jon Viktor | IM | 2450 | 0 | 0 |
13 | Gretarsson, Helgi Ass | GM | 2448 | 0 | 0 |
14 | Thorsteins, Karl | IM | 2432 | 0 | 0 |
15 | Gunnarsson, Arnar | IM | 2431 | 0 | 0 |
16 | Thorhallsson, Throstur | GM | 2414 | 9 | -3 |
17 | Stefansson, Vignir Vatnar | FM | 2404 | 18 | 105 |
18 | Thorfinnsson, Bjorn | IM | 2404 | 0 | 0 |
19 | Jensson, Einar Hjalti | IM | 2386 | 9 | 13 |
20 | Johannesson, Ingvar Thor | FM | 2377 | 0 | 0 |
Nýliđar
Fjórir nýliđar eru á listanum. Ţeirra langstigahćstur er Bjarki Freyr Bjarnason (1731).
No. | Name | Tit | Stig | Gms | Diff |
1 | Bjarnason, Bjarki Freyr | 1731 | 7 | 1731 | |
2 | Jonsson, Stefan Daniel | 1477 | 6 | 1477 | |
3 | Bjarnason, Petur | 1294 | 5 | 1294 | |
4 | Fridgeirsson, Pall Ingi | 1050 | 5 | 1050 |
Mestu hćkkanir
Vignir Vatnar Stefánsson (105) hćkkar langmest allra frá nóvember-listanum. Í nćstu sćtum eru Knútur Finnbogason (78) og Benedikt Briem (65).
No. | Name | Tit | Stig | Gms | Diff |
1 | Stefansson, Vignir Vatnar | FM | 2404 | 18 | 105 |
2 | Finnbogason, Knutur | 1586 | 4 | 78 | |
3 | Briem, Benedikt | 1264 | 6 | 65 | |
4 | Lemery, Jon Thor | 1721 | 6 | 62 | |
5 | Thorgeirsson, Jon Kristinn | 2176 | 3 | 52 | |
6 | Birkisson, Bardur Orn | 2175 | 3 | 49 | |
7 | Kristofersson, Sindri Snaer | 1219 | 6 | 47 | |
8 | Vignisson, Ingvar Egill | 1621 | 6 | 42 | |
9 | Alexandersson, Orn | 1199 | 6 | 40 | |
10 | Ragnarsson, Dagur | FM | 2276 | 11 | 32 |
11 | Sigurdsson, Pall | 1986 | 7 | 31 | |
12 | Kjartansson, Gudmundur | IM | 2468 | 18 | 30 |
13 | Heimisson, Hilmir Freyr | 2143 | 1 | 30 | |
14 | Sigurdarson, Alec Elias | 1463 | 7 | 30 | |
15 | Gudmundsson, Gunnar Erik | 1196 | 4 | 29 | |
16 | Omarsson, Adam | 1042 | 4 | 27 | |
17 | Birkisdottir, Freyja | 1232 | 5 | 23 | |
18 | Haile, Batel Goitom | 1275 | 5 | 22 | |
19 | Davidsson, Stefan Orri | 1374 | 6 | 20 | |
20 | Kristinardottir, Elsa Maria | 1829 | 2 | 17 |
Stigahćstu ungmenni landsins
Vignir Vatnar Stefánsson (2404) er langstigahćsti ungmenni landsins (20 ára og yngri). Í nćstu sćtum eru Dagur Ragnarsson (2276) og Oliver Aron Jóhannesson (2224).
No. | Name | Tit | Stig | Gms | B-day | Diff |
1 | Stefansson, Vignir Vatnar | FM | 2404 | 18 | 2003 | 105 |
2 | Ragnarsson, Dagur | FM | 2276 | 11 | 1997 | 32 |
3 | Johannesson, Oliver | FM | 2224 | 9 | 1998 | -11 |
4 | Thorgeirsson, Jon Kristinn | 2176 | 3 | 1999 | 52 | |
5 | Birkisson, Bardur Orn | 2175 | 3 | 2000 | 49 | |
6 | Hardarson, Jon Trausti | 2157 | 0 | 1997 | 0 | |
7 | Heimisson, Hilmir Freyr | 2143 | 1 | 2001 | 30 | |
8 | Thorhallsson, Simon | 2085 | 0 | 1999 | 0 | |
9 | Jonsson, Gauti Pall | 2036 | 12 | 1999 | 0 | |
10 | Birkisson, Bjorn Holm | 1979 | 3 | 2000 | -30 |
Reiknuđ mót
- Skákţing Garđabćjar
- Framsýnarmótiđ (1.-4. umferđ atskák - 5.-7. umferđ kappskák)
- Skákţing Skagafjarđar
- Atskákmót Akureyrar
- Unglingameistaramót Íslands (1.-3. umferđ atskák - 4.-6. umferđ kappskák)
- Bikarsyrpa TR #2
- Hrađkvöld Hugins (hrađskák)
- Hrađskákmót Hugins
- Unglingameistaramót Hugins (atskák)
- Ţrjú Elítumót Hugins (hrađskák)
- Íslandsmót unglingasveita (atskák)
Heimslistinn
Magnus Carlsen (2840) er stigahćsti skákmađur heims. Hann er ţó nú ađeins 17 stigum hćrri en nćsti mađur Fabiano Caruana (2803). Vladmir Kramnik (2809) er ţriđji. Áskorandinn Sergey Karjakin (2785) er í 6.-7. sćti stigalistans međ 2785 skákstig.
Topp 100 má nálgast hér.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2016 | 10:09
TM-mót Skákfélags Reykjanesbćjar fer fram 10.-11. desember
Skákfélag Reykjanesbćjar í samstarfi viđ Tryggingamiđstöđina TM bjóđa unglingum og börnum fćddum 2000 og síđar á glćsilegt sex umferđa kappskákmót međ svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik. Einungis börn sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótinu. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og börnin njóta ţess betur ađ tefla. Tímamörkin eru jafnframt styttri, og henta börnum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á hefđbundnum kappskákmótum fullorđinna. Mótiđ uppfyllir öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga. Ţađ er skylda ađ skrifa niđur leikina.
Teflt verđur í Ásbrú sem áđur var svćđi varnarliđsins í mjög skemmtilegu húsnćđi sem heitir Virkjun í dag. Ţar er afskaplega góđ ađstađa til ţess ađ tefla og einnig góđ ađstađa fyrir foreldra. Hćgt er ađ fara í Billiard á milli umferđa eđa ţegar mađur hefur lokiđ skákinni sinni og er ađ bíđa eftir einhverjum. Mjög flottur billiard salur í sama húsnćđi sem viđ höfum ađgang ađ og mun ekki trufla ađra keppendur ţó einhverjir taki smávegis Pool.
Verđlaunin eru stórglćsileg peningaverđlaun 64.000 kr. sem deilast á efstu 8 sćtin.
- 1.sćti 15.000 kr.
- 2.sćti 10.000 kr.
- 3.sćti 9.000 kr.
- 4.sćti 8.000 kr.
- 5.sćti 7.000 kr.
- 6.sćti 6.000 kr.
- 7.sćti 5.000 kr.
- 8.sćti 4.000 kr.
Tefld verđur laugardaginn 10. desember og sunnudaginn 11. desember.
Laugardaginn:
- 1.umferđ kl: 10:00
- 2.umferđ kl: 13:00
- 3.umferđ kl: 16:00
Sunnudaginn:
- 4.umferđ kl: 10:00
- 5.umferđ kl: 13:00
- 6.umferđ kl: 16:00
Engar yfirsetur leyfđar. Ţátttökugjald í mótiđ er 1.500 kr.
Vinsamlegast skráiđ ţátttakendur sem fyrst, ţađ hjálpar til viđ undirbúning mótsins. Hlökkum til ađ sjá ykkur!
Skráningarform
30.11.2016 | 10:06
Jólaskákmót Vinaskákfélagsins fer fram á mánudaginn
Jólaskákmót Vinaskákfélagsins verđur haldiđ mánudaginn 5. desember kl: 13, í Vin ađ Hverfisgötu 47. Ennfremur er ţetta líka afmćlisskákmót Hauks Halldórssonar sem verđur 50 ára ţann 7 desember.Tefldar verđa 6 umferđir međ 7 mínútur á skák. Í hléi verđur bođiđ upp á kaffi og veitingar.
Allir velkomnir á međan húsrúm leyfir.
29.11.2016 | 16:44
Opiđ hús í SÍ á morgun - fylgst međ heimsmeistaraeinvíginu!
Á morgun ráđast úrslitin í heimsmeistaraeinvígi Carlsen (2853) og Karjakin (2772). Eftir tólf skákir eru stađan 6-6 og ráđast ţví úrslitin í bráđabanaeinvígi ţeirra á milli ţar sem fyrst eru tefldar atskákir og síđan hrađskákir ef enn verđur jafnt.
Taflmennskan hefst kl. 19 á morgun. Húsiđ opnar í SÍ kl. 18:45. Björn Ţorfinnsson og Ingvar Ţór Jóhannesson verđa međ skákskýringar en skákunum verđur varpađ uppá skjá.
Allir velkomnir - enginn ađgangseyrir - heitt kaffi á könnunni til ađ menn geti haldiđ sér vakandi langt fram á nótt - ef svo ber undir!
Fyrirkomulagiđ:
- Fjórar skákir međ umhugsunartímanum 25 mínútur auk 10 sekúnda á hvern leik
- Ef jafnt tefla ţeir allt ađ fimm 2ja skáka einvígunum međ tímamörkunum 5 mínútum auk 3 sekúnda viđbótartíma á hvern leik.
- Ef svo ólíklega vill til ađ öllum ţessum einvígum hafi lokiđ međ jafntefli tefla ţeir Armageddon-skák. Ţar hafur hvítur 5 mínútur en svartur 4 mínútur. Svörtum dugar jafntefli til sigurs.
29.11.2016 | 16:18
Hrađskákmót Garđabćjar fer fram 5. desember
Hrađskákmót Garđabćjar og verđlaunaafhending fyrir Skákţing Garđabćjar fer fram 5. desember kl. 20.00. Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst)
Fyrstu verđlaun 15 ţús. kr. Ađalverđlaunum er skipt eftir Hort-kerfinu.
Aukaverđlaun: Efsti TG-ingur 5.000 (óskipt eftir stigum)
Besti árangur miđađ viđ eigin stig ) 5.000 kr. (performance - eigin stig - stigalausir reiknast međ 1500 stig)
Tímamörk 3 mínútur + 2 sek á leik.
Ţátttökugjöld 2.000 kr. Frítt fyrir félagsmenn Taflfélags Garđabćjar og ţátttakendur í Skákţingi Garđabćjar 2016.
Ef ţátttaka utanfélagsmanna verđur góđ verđur ađalverđlaunum fjölgađ. (Yfir 20 manns greiđa ţátttökugjöld)
Mótsstađur
Garđatorg 1. 2 hćđ. (Gamla Betrunarhúsiđ) Inngangur hćgra megin viđ verslunina Víđi inn á Garđatorgi.
Smelliđ á hlekkinn til ađ sjá ţá sem ţegar eru skráđir.
https://docs.google.com/
/1QQzBVdemWeyMr-dz6DIfHUANzo
/edit
29.11.2016 | 11:28
Kennari verđur skákkennari: Heimsókn til Vestmannaeyja
Verkefni Skáksambandsins og mennta- og menningarmálaráđuneytisins, Skák eflir skóla - kennari verđur skákkennari hefur gengiđ vel í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum. Sćfinna Ásbjörnsdóttir kennari í fjórđa bekk tekur ţátt í verkefninu fyrir hönd Grunnskólans. Sćfinna kennir öllum ţremur bekkjareiningum í fjórđa árgangi skák einu sinni í viku. Á föstudaginn var heimsótti Stefán Bergsson verkefnisstjóri skólann og kenndi ţrjár kennslustundir međ Sćfinnu. Lagđar voru línur í kennslunni nćstu tvo mánuđi. Stefnt er ađ nćstu heimsókn verkefnisstjóra í janúar eđa febrúar. Í ţeirri heimsókn mun Taflfélag Vestmannaeyja efna til helgarnámskeiđs fyrir börn og unglinga og eru bundnar vonir viđ ađ mikla ţátttöku nemenda í fjórđa árgangi sem hafa fengiđ góđa kennslu hjá Sćfinnu í grunnatriđunum.
Á myndinni má sjá Sćfinnu og nokkra af nemendum hennar.
29.11.2016 | 09:28
Litlaust jafntefli í lokaskákinni - teflt til ţrautar annađ kvöld
Ţađ er óhćtt ađ segja ađ lokaskák heimsmeistaraeinvígis ţeirra Carlsen (2853) og Karjakin (2772) hafi valdiđ miklum vonbrigđum. Samiđ var jafntefli eftir 30 leiki og ađeins 35 mínútna taflmennsku. Langlitlausasta skákin hingađ til og ljóst ađ heimsmeistarinn var sáttur viđ stutt jafntefli međ hvítu mönnunum. Sá norski virđist hafa metiđ stöđuna ţannig ađ hann hafi meiri möguleika ađ vinna Karjakin í fjórum atskákum en í einni kappskák.
Ţađ jákvćđa viđ ţessa afar leiđinlegu skák er hins vegar ţađ ađ viđ fáum örugglega frábćra skemmtun á miđvikudaskvöldiđ!
Ekki tekur ţví ađ eyđa púđri í ţađ ađ fara yfir skákina. Ţađ var ljóst frá upphafi hvert stefndi. Heimsmeistarinn ćtlađi sér ekki ađ taka neina áhćttu. Svokallađar Sofíu-reglur gilda og ţví ekki möguleiki fyrir ţá ađ semja jafntefli fyrr en eftir 30 leiki sem ţeir svo gerđu en ţá var ekkert eftir í stöđunni.
Ţađ er ţví ljóst ađ einvíginu lýkur á morgun, miđvikudag, á 26 ára afmćlisdegi Carlsen, ţegar teflt verđur til ţrautar međ styttri umhugsunartíma. Fyrirkomulagiđ er sem hér segir:
- Fjórir skákir međ umhugsunartímanum 25 mínútur auk 10 sekúnda á hvern leik
- Ef jafnt tefla ţeir allt ađ fimm 2ja skáka einvígunum međ tímamörkunum 5 mínútum auk 3 sekúnda viđbótartíma á hvern leik.
- Ef svo ólíklega vill til ađ öllum ţessum einvígum hafi lokiđ međ jafntefli tefla ţeir Armageddon-skák. Ţar hafur hvítur 5 mínútur en svartur 4 mínútur. Svörtum dugar jafntefli til sigurs.
Alls geta ţeir ţví teflt 15 skákir á morgun.
Nánari fréttir af atburđarrás gćrdagsins má finna á Chess.com og Chess24
Ţađ voru ekki bara brúnegg rćdd á Twitter í gćr ţví skákáhugamenn voru langt frá ţví sáttir viđ taflmennsku gćrdagsins.
Expections Vs reality of #carlsenkarjakin today pic.twitter.com/LVNwcdSDfG
Kimiyachess (@Kimiyasajjadi) November 28, 2016
If the 12th game of the World Ch. were a restaurant dish, I would send it back to the chef #CarlsenKarjakin
Nigel Short (@nigelshortchess) November 28, 2016
Such a pity to see this symmetrical positions at highest level! When helping Kramnik with the Berlin I didn't know we were killing the game! pic.twitter.com/Deo9mWibpO
Miguel Illescas (@illescasmiguel) November 28, 2016
#CarlsenKarjakin even if you have your favorite, still is better to see tiebreaks! More fun! More entertaining!
Paco Vallejo (@Chessidharta) November 28, 2016
#CarlsenKarjakin Good to know that they have a day to rest after this epic encounter.
Simon Williams (@ginger_gm) November 28, 2016
Yes, today's game was boring, but as compensation we'll likely see one of the most dramatic finishes to a WC match ever. #CarlsenKarjakin
Tarjei J. Svensen (@TarjeiJS) November 28, 2016
- Heimasíđa mótsins (10% afsláttur međ ţví ađ nota kóđann "ischess")
- Chess24 (frítt en ekki myndskeiđ frá keppendunum)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2016 | 07:00
Ţriđja mót Bikarsyrpunnar ásamt Bikarmóti stúlkna fer fram helgina 2.-4. desember
Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stađ ţriđja áriđ í röđ. Mót syrpunnar í vetur verđa fimm talsins og hefur umferđum hvers móts veriđ fjölgađ í sjö.
Ţriđja mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 2. desember og stendur til sunnudagsins 4. desember. Tefldar eru 7 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo mikilvćgt sé ađ börnin vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.
Viđ endurtökum leikinn og höldum ađ auki međfram Bikarsyrpunni Bikarmót stúlkna sem mćltist vel fyrir á síđastliđnu móti. Međ ţví gefst stelpum sem vilja prófa form Bikarsyrpunnar aukiđ tćkifćri á ađ spreyta sig áđur en ţćr taka ţátt í sjálfri Bikarsyrpunni. Tefldar verđa fimm umferđir í stúlknamótinu, ein á föstudag og tvćr hvorn daginn laugardag og sunnudag, en ađ öđru leyti verđur fyrirkomulag hiđ sama og í Bikarsyrpunni. Nánari dagskrá má sjá hér ađ neđan.
Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák ţá er gott ađ byrja sem fyrst ađ tefla í kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim börnum sem vilja tefla á alvöru mótum einkum stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunur oft mikill og mótin taka langan tíma, auk ţess sem mörgum börnum óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví. Ţessi mótaröđ TR er ekki síđur sniđin ađ ţörfum ţeirra barna sem dreymir um ađ nćla sér í sín fyrstu skákstig.
Einungis börn á grunnskólaaldri (fćdd áriđ 2001 eđa síđar) sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og börnin njóta ţess betur ađ tefla. Tímamörkin eru jafnframt styttri, og henta börnum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á hefđbundnum kappskákmótum fullorđinna. Mótin uppfylla öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og eru reiknuđ til alţjóđlegra skákstiga.
Dagskrá Bikarsyrpu III:
1. umferđ: 2. desember kl. 17.30 (fös)
2. umferđ: 3. desember kl. 10.00 (lau)
3. umferđ: 3. desember kl. 13.00 (lau)
4. umferđ: 3. desember kl. 16.00 (lau)
5. umferđ: 4. desember kl. 10.00 (sun)
6. umferđ: 4. desember kl. 13.00 (sun)
7. umferđ: 4. desember kl. 16.00 (sun)
Dagskrá Bikarmóts stúlkna:
1. umferđ: 2. desember kl. 17.30 (fös)
2. umferđ: 3. desember kl. 10.00 (lau)
3. umferđ: 3. desember kl. 13.00 (lau)
4. umferđ: 4. desember kl. 10.00 (sun)
5. umferđ: 4. desember kl. 13.00 (sun)
Verđlaunaafhending fer fram strax ađ lokinni síđustu umferđ hvors móts fyrir sig.
Tvćr yfirsetur (bye) eru leyfđar í umferđum 1-5 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu (í stúlknamótinu er ein yfirseta leyfđ í umferđum 1-3). Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.
Ţátttökugjald í mótiđ er 1.500kr. Börn sem eru félagar í TR greiđa ekki ţátttökugjald.
Sigurvegari hvors móts hlýtur ađ launum bikar. Verđlaunapeningur eru veittur fyrir 2.sćti og 3.sćti. Sérstök verđlaun verđa veitt nćsta vor fyrir samanlagđan árangur í mótunum fimm, ţar á međal er veglegur farandbikar. Ţá verđa veitt sérstök verđlaun fyrir samanlagđan árangur fyrir börn sem eru félagar í TR, en ţađ eru einkatímar hjá einhverjum af sterkustu skákmönnum félagsins; 1.sćti gefur 5 einkatíma, 2.sćti gefur 3 einkatíma og 3.sćti gefur 2 einkatíma.
Vinsamlegast skráiđ ţátttakendur sem fyrst, ţađ hjálpar til viđ undirbúning mótsins. Hlökkum til ađ sjá ykkur!
Skráningarform
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 07:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.11.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 138
- Frá upphafi: 8771192
Annađ
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 106
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar