Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2011
31.7.2011 | 22:00
Politiken Cup: Henrik međ fullt hús eftir 3 umferđir
Henrik Danielsen (2535) er einn 24 skákmanna sem hafa fullt hús ađ loknum ţremur umferđum á Politiken Cup. Í ţriđju umferđ, sem fram fór í dag, vann hann norska skákmanninn Even Thingstad (2223). í 4. umferđ, sem fram fer á morgun mćtir Henrik kínverska stórmeistaranum, og nćststigahćsta keppenda mótsins, Xiangzhi Bu (2675). Umferđin hefst kl.11 og verđur skák Henriks sýnd beint. Gunnar Finnlaugsson (2072) er međ 2 vinninga.
311 skákmenn taka ţátt í ţessu móti og ţar af eru 26 stórmeistarar. Henrik er nr. 19 í styrkleikaröđ keppenda en Gunnar er nr. 126.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 11 nema síđasta umferđin kl. 8)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2011 | 21:00
Jón Kristinn sigrađi á unglingalandsmóti
Jón Kristinn Ţorgeirsson (1609) sigrađi í skákkeppni Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór í dag á Egilsstöđum. Jón Kristinn vann alla sjö andstćđinga sína. Í öđru sćti varđ heimamađurinn Ásmundur Hrafn Magnússon en hann hlaut 5,5 vinning. Ţriđji varđ Ađalsteinn Leifsson (1198). Daníel Fannar Einarsson vann svo sigur í opnum flokki, einnig međ fullu húsi.
Röđ efstu manna í ađalmótinu:
Rk. | Name | Typ | RtgN | Club/City | Pts. |
1 | Ţorgeirsson Jón Kristinn | U14 | 1609 | SA - UFA | 7 |
2 | Magnússon Ásmundur Hrafn | U18 | 0 | UÍA | 5,5 |
3 | Leifsson Ađalsteinn | U14 | 1198 | SA - UFA | 5 |
4 | Sverrisson Atli Geir | U14 | 1000 | UÍA | 4,5 |
5 | Hallgrímsson Jónas Bragi | U14 | 0 | UÍA | 4,5 |
6 | Hallgrímsson Snorri | U14 | 1332 | Gođinn - HSŢ | 4,5 |
7 | Pálsdóttir Sóley Lind | U14 | 1194 | TG - UMSK | 4 |
8 | Freysson Mikael Máni | U14 | 0 | UÍA | 4 |
9 | Mobee Tara Sóley | U14 | 1209 | Hellir - Ađrir Keppendur | 4 |
10 | Sigurbjörnsson Ţorgeir Örn | U14 | 0 | UÍ Fjallabyggđar | 4 |
11 | Ágústsson Ágúst Jóhann | U14 | 0 | UÍA | 4 |
12 | Kristjánsson Skúli | U14 | 0 | UMSK | 3,5 |
Röđ efstu manna í opnum flokki:
Rk. | Name | Typ | Club/City | Pts. |
1 | Einarsson Daníel Fannar | U14 | UÍA | 7 |
2 | Vilhjálmsson Jóhann Beck | U14 | UÍA | 5,5 |
3 | Hjarđar María Elísabet | U18 | UÍA | 4,5 |
4 | Vilhjálmsson Jón Margeir | U14 | USAH | 3,5 |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2011 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Annar áfangi Hjörvars
Auk Hjörvars tefldu fjórir ungir íslenskir skákmenn á mótinu í Wales og stóđu sig allir međ mikilli prýđi. Ţannig var árangur Arnar Leós Jóhannssonar eftirtektarverđur, en hann hlaut 6 vinninga og hafnađi í 8.-9. sćti af 69 keppendum. Eyjamađurinn Nökkvi Sverrisson hlaut 5 vinninga og varđ í 21.-25. sćti, Guđmundur Kristinn Lee fékk 4 vinninga og varđ í 37.-49. sćti. Óskar Long Einarsson og Birkir Karl Sigurđsson hlutu 3˝ vinning og urđu í 50.-57. sćti.
Hjörvar tefldi margar skemmtilegar skákir á mótinu en stysta sigurskákin kom í fimmtu umferđ:
Opna Suđur-Wales-mótiđ 2011:
Hjörvar Steinn Grétarsson - Jack Rudd
Benony - byrjun
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. Rf3 g6 7. Da4+!?
Athyglisverđur leikur sem getur reynst erfđur viđfangs ef menn eru ekki međ á nótunum. Algengara er 7. Bf4, 7. Rd2, 7. e4 eđa 7. g3.
7. ... Rbd7
7. ... Bd7 er vel svarađ međ 8. Db3.
8. Bf4 a6 9. e4 Rh5 10. Bg5 Dc7?
Betra var 10. ... Be7.
11. g4! h6
Riddarinn stendur hörmulega á g7 en ekki gengur 11. ... Rgf6 vegna 12. Bxf6 og riddarinn á d7 er leppur.
12. gxh5 hxg5 13. hxg6 f6
Ađ leika peđi beint ofan í ţrćlvaldađan reit kom margoft fyrir í skákum Kasparovs. Hugmyndin í ţessu tilviki er ađ rýma e4-reitinn fyrir riddarann. Hér kemur til greina ađ leika 14. ... g4 sem Hjörvar hugđist svara međ 15. exf6! gxf3 16. g7 o.s. frv.
14. ... dxe5 15. Re4 b5 16. Bxb5 axb5 17. Dxa8 g4 18. Rfd2 Db7
Eđa 18. ... Rb6 19. Da5.
19. Dxb7 Bxb7 20. g7!
- og svartur gafst upp.
Magnús efstur í Biel
Magnús Carlsen hefur forystu ţegar tefldar hafa veriđ ţrjár umferđir í stórmeistaraflokki skákhátíđarinnar í Biel í Sviss. Sex skákmenn tefla tvöfalda umferđ og hefur Magnús hlotiđ 2˝ v. eđa 7 stig, en á ţessu móti hefur ţriggja stiga kerfiđ fyrir sigur veriđ tekiđ upp. Morozevich kemur nćstur međ 2 vinninga og 5 stig og síđan Alexei Shirov sem er međ 1˝ v. og 4 stig. Magnús hóf mótiđ međ ţví ađ vinna heimamanninn Pelletier og síđan lagđi hann Shirov ađ velli í ađeins 33 leikjum og var ekki langt frá ţví ađ leggja Morozevich í 3. umferđ en skákinni lauk međ jafntefli.Í heimsmeistarakeppni landsliđa sem fram fer ţessa dagana í Ningbo í Kína hafa Armenar međ Lev Aronjan á 1. borđi náđ öruggri forystu eftir fimm umferđir međ 8 stig og 13˝ vinning af 20 mögulegum. Rússar koma nćstir međ 7 stig og 12 vinninga og í 3. sćti eru Ungverjar međ 7 stig og 11˝ vinning.
Alls taka tíu liđ ţátt í ţessari keppni, ţátttökuréttur miđast viđ fimm efstu liđ frá síđasta Ólympíumóti og fimm heimsálfuliđ". Íslendingar komust í ţessa keppni ţegar hún var haldin í Luzern áriđ 1993.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 24. júlí 2011.
Spil og leikir | Breytt 27.7.2011 kl. 16:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2011 | 16:56
Kramnik öruggur sigurvegari í Dortmund ţrátt fyrir tap í lokaumferđinni
Heimsmeistarinn fyrrverandi, Vladimir Kramnik (2781), vann öruggan sigur á Dortmund Sparkassen-mótsins sem lauk í dag. Kramnik hlaut 7 vinninga. Víetnaminn Le Quang (2715) varđ annar međ 5,5 vinning en Giri (2701) og Ponomariov (2764) urđu í 3.-4. sćti međ 5 vinninga.
Teflt var tvöföld umferđ.
Stađan:- 1. Kramnik (2781) 7 v.
- 2. Le Quang (2715) 5,5 v.
- 3.-4. Giri (2701) og Ponomariov (2764) 5 v.
- 5. Nakamura (2770) 4,5 v.
- 6. Meier (2656) 3 v.
Heimasíđa mótsins
31.7.2011 | 13:00
Viđ erum ein fjölskylda: Söfnun fyrir börnin í Afríku
Kjörorđ Skákhreyfingarinnar er Viđ erum ein fjölskylda" og međ skákmaraţoninu í Ráđhúsinu vilja ungir liđsmenn skákgyđjunnar á Íslandi sýna börnum í Sómalíu stuđning í verki.
Rauđi krossinn dreifir matvćlum daglega til ţúsunda fjölskyldna í Miđ- og Suđur Sómalíu, ţvert á átakalínur međan stríđ geisar ţar. Ţá njóta um 5.500 börn umönnunar í 40 nćringarmiđstöđvum Rauđa krossins og Rauđa hálfmánans víđsvegar um landiđ. Rauđi krossinn rekur einnig um 20 heilsugćslustöđvar um allt land og vinnur ađ vatnsveituverkefnum á ţurrkasvćđunum.Taflmaraţoniđ í Ráđhúsinu hefst klukkan 10 laugardaginn 6. ágúst og stendur til klukkan 18. Ţađ heldur áfram á sunnudag, á sama tíma, og er ţađ einlćg von íslensku skákkrakkanna ađ sem allra flestir leggi leiđ sína á maraţoniđ. Margt smátt gerir eitt stórt - og ţađ ţarf ekki mikla peninga til ađ bjarga einu mannslífi.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2011 | 08:36
Fjallađ um fornleifafund á taflmanni í Sjónvarpi
Í fyrradag var fjallađ um fornleifafund á taflmanni á Siglanesi hér í frétt á Skák.is og um málţing um Lewis-taflmennina í ágúst á Skálholti.
Fjallađ var um taflmannafundinn í sjónvarpsfréttum RÚV í gćr auk ţess Einar S. Einarsson hefur sent fleiri myndir í myndaalbúmiđ um fornleifafundinn.
Nánari upplýsingar um Lewis-taflmennina og málţingiđ má finna á: www.leit.is/lewis og www.skalholt.is
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2011 | 08:29
Pistill frá Róbert um Harkany
Hér kemur pistill Róberts Lagerman sem og skákskýring um mótiđ í Harkany sem hann reyndar tók ţátt í fyrra.
Harkany
Harkany er lítill krúttlegur heilsubćr, sem er um fjöggura tíma akstursferđ frá höfuđborg Ungverja, Búdapest. Í ţessum heilsubć, hafa skákmót veriđ haldin til fjölda ára, svo ákveđin hefđ er fyrir skákmótum í Harkany, enda tilvaliđ ađ einbeita sér ađ taflmennsku og stunda heilsuböđ eftir skák og endurnćra líkama og sál fyrir átök nćstu skákar, í ţessum litla bć.
Ég ákvađ ađ skella mér Harkany, eftir ađ hafa ráđfćrt mig viđ IM Braga Ţorfinnson, en hann fór ţangađ einmitt áriđ 2009 ásamt Jóni Viktori og Degi Arngrímssyni, sem náđi sínum fyrsta áfanga ađ stórmeistaratitli ţar.
Taflmennskan mín var nokkuđ heilsteypt, ég náđi aldrei almennilega ađ blanda mér í toppbaráttuna, en tefldi nćr allt mótiđ á borđunum fyrir neđan forystusauđina.
Stigagróđinn ágćtur eđa um tólf Elo-stig í plús.
Ég mćli hiklaust međ ţessu móti, fyrir okkur Íslendinga, frábćr stađur til ađ einbeita sér ađ taflmennsku, og frábćr heilsuböđ fyrir sál og líkama.
Eftirfarandi skák er tefld í umferđ.....
Róbert Lagerman
Spil og leikir | Breytt 1.8.2011 kl. 12:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2011 | 08:26
Pistill frá Dađa um First Saturday
Styrktarhafar SÍ hafa veriđ duglegir viđ senda skákskýringar. Hér kemur pistill og skákskýring frá Dađa Ómarssyni sem styrktur var á First Saturday.
Pistillinn:
Fyrst Saturday mótin í Búdapest voru í fyrsta skiptiđ í ár haldin á nýjum stađ en ţau hafa veriđ haldin í Ungverska skáksambandinu á Jókai street í nćrri tvo áratugi alla mánuđi ársins ađ frátöldum janúar og desember. Ţetta var í annađ skiptiđ sem ég tók ţátt í mótinu og hafđi ég ekki gert mér miklar vonir um ađ ađstađan myndi skána mikiđ frá fyrri stađnum sem ţó hafđi ákveđinn sjarma yfir sér en er löngu kominn til ára sinna.
Nýi keppnisstađurinn var 3 stjörnu Hóteliđ Medosz sem var virkilega morkiđ svo vćgt sé til orđa tekiđ og seinna frétti ég ađ ţar höfđu einhverjir íslendingar gist og ekki gefiđ ţví háa einkunn. Ţađ eina sem ég sá jákvćtt viđ nýja stađinn er ađ hann er meira miđsvćđis heldur en sá gamli og tók ţađ ađeins um 4-5 mínútur fyrir mig ađ komast á stađinn. Gallarnir eru hins vegar fleiri en kostirnir og var gatan til ađ mynda ekki eins róleg og á gamla stađnum og var oft mikill hávađi frá götunni og ţegar leiđ á skákina varđ loftiđ inni í salnum virkilega ţungt vegna ţess hversu lágt var til lofts. Mótiđ var ađ ţessu sinni haldiđ í ţremur flokkum Gm, IM og FM og voru ţeir nokkuđ sterkari heldur en vanalega og ţá sérstaklega Gm grúbban ađ mati ţeirra sem sćkja mótin reglulega.
Ég byrjađi mótiđ mjög hćgt og brösulega en náđi ađ komast upp í 50% ţegar mótiđ var hálfnađ. Eftir ţađ gekk ekkert upp og tapađi ég stöđum ţar sem ég var annađ hvort međ unniđ eđa betra. Í nćrri öllum skákunum fékk ég mun betra úr byrjunum eins og venjulega en úrvinnslan var ekki ađ gera sig.
Dađi Ómarsson
30.7.2011 | 18:13
Hannes tapađi í lokaumferđinni - endar í 2.-5. sćti - tryggir sér keppnisrétt á EM einstaklinga 2012
Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2546) tapađi fyrir úkraínska stórmeistarann Dmitry Kononenko (2593) í níundu og síđustu umferđ Czech Open sem fram fór í dag. Hannes hlaut 7 vinninga og endar í 2.-5. sćti. Ofangreindur Kononenko sigrađi á mótinu en hann hlaut 7,5 vinning. Árangur Hannesar samsvarađi 2689 skákstigum og hćkkar um 16 stig fyrir frammistöđu sína. Samkvćmt styrkjareglum SÍ tryggir slíkur árangur (2670+) Hannesi keppnisrétt fyrir Íslands hönd á EM einstaklinga ađ ári ásamt Íslandsmeistaranum Héđni Steingrímssyni.
Guđmundur Kjartansson (2310) gerđi jafntefli viđ tékkneska FIDE-meistaranum Jan Bartos (2215) í lokaumferđinni en nafni hans Gíslason (2323) tapađi fyrir Ţjóđverjanum Dennes Abel á (2418). Ţeir hlutu báđir 4,5 vinning. Árangur Kjartanssonar samsvarađi 2331 skákstigi og hćkkar hann um 4 stig en árangur nafna hans samsvarađi 2282 skákstigum og lćkkar hann um 6 stig.
Sigurđur Eiríksson (1951) og Jakob Sćvar Sigurđsson (1789) töpuđu báđir. Sigurđur hlaut 4 vinninga en Jakob Sćvar hlaut 1,5 vinning.Í a-flokki tefla 279 skákmenn. Ţar af eru 50 stórmeistarar og 58 alţjóđlegir meistarar. Hannes er nr. 17 í stigaröđ keppenda, Gíslason nr. 132 og Kjartansson nr. 140.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2011 | 17:57
Politiken Cup: Henrik og Gunnar unnu í fyrstu umferđ
Í dag hófst Politiken Cup í Helsingör í Danmörk. Tveir íslenskir skákmenn taka ţátt, stórmeistarinn Henrik Danielsen (2535) og Gunnar Finnlaugsson (2079). Báđir unnu ţeir í fyrstu umferđ, mun stigalćgri andstćđinga. Á morgun eru tefldar tvćr umferđir, sú fyrri kl. 7 í fyrramáliđ en áhugasamir geta fylgst beint međ skák Henriks á morgun.
311 skákmenn taka ţátt í ţessu móti og ţar af eru 26 stórmeistarar. Henrik er nr. 19 í styrkleikaröđ keppenda en Gunnar er nr. 126.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.12.): 20
- Sl. sólarhring: 55
- Sl. viku: 198
- Frá upphafi: 8771977
Annađ
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 152
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar