Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2017

Jón Kristinn vann Startmótiđ

jokko_2017_1312347

Ţau óvćntu úrslit urđu á Startmótinu í kvöld, 31. ágúst, ađ Jón nokkur Kr. Ţorgeirsson kom, sá og sigrađi. Alls mćttu 13 keppendur til leiks á ţessu fyrsta móti nýhafinnar skáktíđar, sem nú fer af stađ áf fullum krafti, eins og sjá má hér neđar á síđunni. Jón gerđi einn jafntefli, viđ Áskel - og var skrefinu á undan honum í mark eftir ađ Áskell beiđ lćgri hlut fyrir Andra Frey. Ađrar skákir unnu ţeir kumpánar. Nafnarnir góđkunnu, ásamt áđurnefndum Andra, urđu svo jafnir í ţriđja sćti.

Heildarúrslit:

Jón Kristinn Ţorgeirsson11˝
Áskell Örn Kárason10˝
Andri Freyr Björgvinsson9
Sigurđur Arnarson9
Sigurđur Eiríksson9
Hjörtur Steinbersson8
Haraldur Haraldsson
Karl Egill Steingrímsson
Heiđar Ólafsson
Gabríel Freyr Björnsson
Fannar Breki Kárason2
Arnar Smári Signýjarson2
Stefán Örn Ingvarsson0

Ađ venju markar Startmótiđ upphaf nýs keppnistímabils, eins og nafniđ ber međ sér. Margt er á döfinni, bćđi innan félags og utan og heyrir ţađ til helstu tíđinda ađ ţeir Jón Kristinn Ţorgeirsson og Símon Ţórhallsson munu taka ţátt í Evrópumóti ungmenna sem hefst í Mamaia í Rúmeníu ţriđjudaginn 5. september. Ţeir félagar eru ţegar orđin nokkuđ sjóađir í mótum af ţessu tagi og viđ munum fylgjast spennt međ árangri ţeirra ţar. 


Nýtt fréttabréf SÍ komiđ út

Nýtt fréttabréf SÍ kom út í dag en fréttabréfiđ kemur ađ jafnađi út einu sinni á mánuđi í rafrćnu formi. Međal efnis í fréttabréfinu nú er:

  • Lenka Íslandsmeistari í níunda sinn
  • Jóhann mćtir David Navara í fyrstu umferđ Heimsbikarmótsins
  • Sex fulltrúar Íslands tefla á EM ungmenna
  • NM barna- og grunnskólasveita haldiđ ađ Laugum í september
  • Kynningarfundir og námskeiđ
  • Íslandsmót grunnskólasveita - stúlknaflokkur
  • Norđurljósamótiđ - hverjir hafa skráđ sig
  • GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ - niđurtalning
  • Mót á döfunni


Fréttabréfiđ má nálgast hér.

Hćgt er ađ skrá sig fyrir fréttabréfinu á Skák.is (ofarlega til vinstri)

Eldri fréttabréf SÍ má nálgast hér.


Ný alţjóđleg skákstig

Ný alţjóđleg skákstig eru komin út og taka ţau gildi á morgun, 1. september. Héđinn Steingrímsson er stigahćstur íslenskra skákmanna. Ingvar We Skarphéđinsson er eini nýliđi listans og Adam Omarsson hćkkar mest frá ágúst-listanum. Á morgun verđur birt hér á Skák.is úttekt um ný alţjóđleg hrađskákstig. 

Topp 20

Héđinn Steingrímsson (2576) er stigahćstur íslenskra skákmanna. Í nćstu sćtum eru Hjörvar Steinn Grétarsson (2567) og Jóhann Hjartarson (2539).

NoNameTitsep.17GmsDiff
1Steingrimsson, HedinnGM257600
2Gretarsson, Hjorvar SteinnGM256700
3Hjartarson, JohannGM253910-17
4Petursson, MargeirGM251600
5Olafsson, HelgiGM251200
6Stefansson, HannesGM25089-13
7Danielsen, HenrikGM249500
8Gunnarsson, Jon ViktorIM246000
9Arnason, Jon LGM245800
10Kjartansson, GudmundurIM245600
11Thorfinnsson, BragiIM24559-6
12Gretarsson, Helgi AssGM244800
13Kristjansson, StefanGM244700
14Thorsteins, KarlIM243200
15Gunnarsson, ArnarIM242800
16Thorhallsson, ThrosturGM242000
17Thorfinnsson, BjornIM239800
18Kjartansson, DavidFM238600
19Arngrimsson, DagurIM237600
20Ulfarsson, Magnus OrnFM237500

 

Listann má finna í heild sinni sem PDF-viđhengi.


Nýliđinn


Einn nýliđi er á listanum nú. Ţađ er Ingvar Wu Skarphéđinsson (1058).


Mestu hćkkanir


Adam Omarsson (88) hćkkar langmest allra frá ágústlistanum. Í nćstu sćtum eru Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (29) og Alexander Már Bjarnţjórsson (20). Stefán Bergsson (17) heldur áfram ađ hćkka sig og nálgast nú 2100 stigamúrinn.

NoNameTitsep.17GmsDiff
1Omarsson, Adam 1149688
2Johannsdottir, Johanna Bjorg 1891529
3Bjarnthorsson, Alexander Mar 1224220
4Bergsson, Stefan 2077817
5Thorisson, Benedikt 1065416
6Ptacnikova, LenkaWGM2224512
7Magnusson, Magnus 2013108
8Birkisdottir, Freyja 133247
9Fridthjofsdottir, Sigurl. Regina 174345
10Hjaltason, Magnus 126543


Stigahćstu skákkonur landsins


Lenka Ptácníková (2224) er sem fyrr langstigahćsta skákkona landsins. Í nćstum sćtum eru Hallgerđur Helga (2041) og Guđlaug Ţorsteinsdćtur (2004).

NoNameTitsep.17GmsDiff
1Ptacnikova, LenkaWGM2224512
2Thorsteinsdottir, HallgerdurWFM204100
3Thorsteinsdottir, GudlaugWFM20045-6
4Davidsdottir, Nansy 195400
5Johannsdottir, Johanna Bjorg 1891529
6Finnbogadottir, Tinna Kristin 188300
7Kristinardottir, Elsa Maria 182200
8Magnusdottir, Veronika Steinunn 17704-15
9Helgadottir, Sigridur Bjorg 176300
10Hauksdottir, Hrund 17564-9


Reiknuđ íslensk skákmót

  • Íslandsmót kvenna
  • Sumarsyrpa Breiđabliks
  • Bikarsyrpa TR nr. 1
  • Baccala bar mótiđ (hrađskák)
  • Stórmót Árbćjarsafns og TR (hrađskák)
  • Borgarskákmótiđ (hrađskák)
  • Hrađkvöld Hugins (hrađskák)
  • Íslandsmót skákmanna í golfi (hrađskák)
  • Kringluskákmótiđ (hrađskák)

Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Fátt óvćnt í annarri umferđ á Meistaramóti Hugins

2017-08-23-21.14.38

Flest úrslit voru eftir bókinni í annarri umferđ í Meistaramóti Hugins sem fram fór síđasta mánudagskvöld. Sá sem var stigahćrri vann ađ jafnađi ţann stiglćgri nema í skák ţeirra Harđar Jónassonar (1508) og Ţórđar Guđmundssonar (1662) ţar sem sćst var á skiptan hlut, sem telst samt varla til stórtíđinda. Ţótt úrslitin vćru eftir bókinni ţá var mikil barátta á öllum borđum og ekki margar stuttar viđureignir. Ţeir stigalćgri börđust um á hćl og hnakka og áttu jafnteflisénsa á einhverjum borđum en enginn ţeirra stigahćrri lenti í verulegri taphćttu nema Björvin Víglundsson, sem talinn var af um tíma í skákinni viđ Björn Óla Hauksson. Björgvin  reis samt upp um síđir eins og fuglinn Fönix og hafđi sigur. Ţađ getur kostađ ađ mćta seint í viđureign á móti góđum skákmanni eins og Björgvin.

Ađ lokinni annarri umferđ eru fjórir skákmenn efstir og jafnir međ 2 vinninga. Tveir ţeirra Sigurđur Dađi Sigfússon og Vignir Vatnar Stefánsson sitja yfir í ţriđju umferđi. Ţađ ţýđir ađ hinir tveir Björn Ţorfinnsson og Hjörvar Steinn Grétarsson mćtast í ţriđju umferđ sem verđur ađ teljast ein af úrslitaviđureignum mótsins. Ţriđja umferđ fer fram á mánudagskvöldiđ 4 september og hefst kl. 19.30. Eftir ţá umferđ hljóta línur ađ fara ađ skýrast nokkuđ. Áhorfendur eru velkomnir. Ţađ er alltaf kaffi á könnunni í Huginsheimilinu og stundum eitthvađ međ ţví.

Úrslit 2. umferđar í chess-results:
Pörun 3. umerđar í chess-results:

Heimasíđa Hugins


Kynningarfundir um nýjar hrađskákreglur og valfrjáls ađildargjöld

Breytingar urđu á hrađskákreglum FIDE 1. júlí. Omar Salama mun halda kynningarfund um nýju reglurnar fimmtudaginn 31. ágúst kl. 17:30. Áćtlađ er ađ kynningarfundinum ljúki um kl. 19:30. Efni um reglurnar verđur dreift til fundargesta. 

Allir skákstjórar eru hvattir til ađ sćkja ţennan fund. Ađ sjálfsögđu er allir áhugasamir skákmenn einnig velkomnir. 

-----------------

Stjórn SÍ stefnir ađ ţví ađ taka upp valfrjáls ađildargjöld ađ Skáksambandinu frá og međ starfsárinu 2017-18.

Kynningarfundur um ţau verđur haldinn í húsnćđi SÍ, fimmtudaginn, 31. ágúst kl. 20:00.Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á ţví ađ sćkja hann. 

Nokkrir punktar um valfrjálsu ađildargjöldin: 

Gjaldiđ yrđi 5.000 kr. á ári. Helmingsafsláttur yrđi fyrir börn (u18), eldri borgara (67+) og öryrkja auk ţess sem fjölskylduafsláttur yrđi veittur (ekki útfćrđur enn). 

Innifaliđ í ađildargjöldunum yrđi: 

  • Tímaritiđ Skák – sem kćmi út 1-2 sinnum á ári – sent heim til félaga
  • Námskeiđ/skemmtikvöld sem verđi haldin ađ lágmarki tvisvar sinnum á ári fyrir félaga
  • Afsláttur af skákbókum í gegnum Skákbókasöluna.
  • Útreikningur skákstiga 

Eins og áđur hefur komiđ fram verđa gjöldin valfrjáls. Ţeir sem kjósa ađ vera utan ţessa kerfis munu ţurfa greiđa hógvćrt stigagjald fyrir ţátttöku á kappskákmótum frá og međ nćstu áramótum. 

Allir eru velkomnir á kynningarfundinn!

-------------------

Á milli funda verđur verđlaunaafhending vegna Íslandsmóts kvenna. 


Skákmót í Gerđasafni

21167226_1423193347788395_275424189217882424_o

Laugardaginn 2, september kl. 13 verđur hrađskákmót í Gerđarsafni í Kópavogi, í tilefni af CYCLE-listahátíđinni, sem Kópavogur stendur ađ í samvinnu viđ Berlín og Hong Kong. Yfirskrift skákmótsins er í anda hátíđarinnar og kjörorđa skákhreyfingarinnar: Gens una sumus / Viđ erum ein fjölskylda. Tefldar verđa sex umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Bókaverđlaun og gjafabréf í vinninga. 

Ţiđ getiđ skráđ ykkur á Gula kassann hér fyrir ofan og einnig taka Vinaskákfélagarnir Hörđur Jónasson og Ingi Tandri glađlega viđ skráningum á stađnum! Allir hjartanlega velkomnir.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.


Haustmót TR hefst 6. september

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2017 hefst miđvikudaginn 6. september kl. 19.30. Mótiđ, sem er hiđ 84. í röđinni, er eitt af ađalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót T.R. Mótiđ er flokkaskipt, öllum opiđ og verđur reiknađ til alţjóđlegra skákstiga.

Haustmótiđ fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa ţrjár umferđir á viku og eru alls níu umferđir í hverjum flokki. Lokuđu flokkarnir eru skipađir tíu keppendum hver ţar sem allir tefla viđ alla, en í opna flokknum er teflt eftir svissnesku kerfi. Í lokuđu flokkunum er keppendum rađađ eftir Elo-skákstigum (september listi).

Skráningu í alla lokađa flokka lýkur ţriđjudaginn 5. september kl. 22.

Lokaumferđ fer fram sunnudaginn 24. september en mótinu lýkur formlega međ verđlaunaafhendingu miđvikudaginn 27. september ţegar Hrađskákmót TR fer fram.

Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Vignir Vatnar Stefánsson.

Dagskrá:

1. umferđ: Miđvikudag 6. september kl. 19.30
2. umferđ: Föstudag 8. september kl. 19.30
3. umferđ: Sunnudag 10. september kl. 13:00
4. umferđ: Miđvikudag 13. september kl.19.30
5. umferđ: Föstudag 15. september kl. 19.30
6. umferđ: Sunnudag 17. september kl. 13.00
7. umferđ: Miđvikudag 20. september kl. 19.30
8. umferđ: Föstudag 22. september kl. 19.30
9. umferđ: Sunnudag 24. september kl. 13.00

Í opna flokknum eru leyfđar tvćr yfirsetur (bye) í umferđum 1-6 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.

Sjálfkrafa tap dćmist á keppanda sem mćtir á skákstađ meira en 30 mínútum eftir upphaf umferđar.

Verđlaun í A-flokki:
1. sćti kr. 100.000
2. sćti kr. 50.000
3. sćti kr. 25.000
4. og 5. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2018

Verđlaun í B-flokki:
1. sćti kr. 20.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2018

Verđlaun í C-flokki:
1. sćti kr. 15.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2018

Verđlaun í opnum flokki:
1. sćti kr. 10.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2018
Stigaverđlaun 5.000kr skákbókainneign: stigalausir, U1200, U1400

Ef lokuđum flokkum fjölgar ţá verđa verđlaun í ţeim ţau sömu og í C-flokki. Ađ auki ávinnur sigurvegari hvers flokks sér ţátttökurétt í nćsta styrkleikaflokki ađ ári liđnu.

Verđi keppendur í A-flokki jafnir ađ vinningum í efstu sćtum verđur verđlaunafé skipt eftir Hort-kerfi. Lokaröđ keppenda í öllum flokkum ákvarđast af mótsstigum (tiebreaks).

Röđ mótsstiga (tiebreaks):

Lokađir flokkar: 1. Innbyrđis viđureign 2. Sonneborn-Berger 3. Fjöldi sigra
Opinn flokkur: 1. Innbyrđis viđureign 2. Buchholz (-1) 3. Buchholz

Tímamörk í lokuđum flokkum:
1 klst og 30 mín á fyrstu 40 leikina. Ađ loknum 40 leikjum bćtast viđ 15 mínútur. 30 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik alla skákina.

Tímamörk í opnum flokki:
60 mín auk ţess sem 30 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik alla skákina (60+30). Enginn viđbótartími eftir 40 leiki.

Ţátttökugjöld (greiđist međ reiđufé viđ upphaf móts):
3.500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 18 ára og eldri (5.000 kr. fyrir ađra).
1.500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 17 ára og yngri (2.500 kr. fyrir ađra).

Vinsamlegast mćtiđ tímanlega á skákstađ til ađ stađfesta skráningu og greiđa ţátttökugjald. Skráningu í opinn flokk lýkur 15 mínútum fyrir auglýst upphaf móts, ţ.e. 6. september kl. 19.15. Skráningu í alla lokađa flokka lýkur ţriđjudaginn 5. september kl. 22.

Skráningarform

Skráđir keppendur


Skákćfingar Taflfélags Reykjavíkur – Haustönn 2017

IMG_8942

Haustönn Taflfélags Reykjavíkur hefst formlega laugardaginn 2.september en ţá byrja byrjendaćfingar, stúlknaćfing og almenna ćfingin. Framhaldsćfingar hefjast ţriđjudaginn 29.ágúst. Afreksćfingar eru hins vegar ţegar hafnar. Haustönninni lýkur međ jólahátíđ barna 9.desember.

Ćfingarnar eru fjölbreyttar sem fyrr og sérstaklega hannađar til ţess ađ mćta ţörfum sem flestra áhugasamra skákbarna. Á ćfingum félagsins fá börnin markvissa kennslu og persónulega leiđsögn sem nýtist ţeim sem grunnur ađ framförum í skáklistinni. Ćfingarnar verđa sem fyrr flokkaskiptar eftir getu og aldri.

Ćfingagjöld á haustönninni haldast óbreytt á milli ára. Gjald fyrir ćfingahópa sem hittast einu sinni í viku er 8.000kr. Gjald fyrir ćfingahópa sem hittast tvisvar í viku er 14.000kr. Líkt og áđur er veittur systkinaafsláttur í formi 50% afsláttar fyrir annađ barniđ, en ţriđja barniđ ćfir frítt. Börn geta sem fyrr tekiđ ţátt í opinni laugardagsćfingu (kl.14-16) án endurgjalds.

Mikilvćgt er ađ skrá ţátttakendur á ćfingarnar međ ţví ađ fylla út skráningarform sem finna má á vef félagsins. Öllum er ţó frjálst ađ prófa eina ćfingu án skuldbindingar. Foreldrar geta nýtt sér Frístundakort Reykjavíkurborgar ef börnin/unglingarnar eru međ lögheimili í Reykjavík.

Allar nánari upplýsingar sem og leiđbeiningar um hvađa ćfingar henta hverjum og einum veita skákţjálfarar félagsins.

Á haustönn 2017 er bođiđ upp á sex mismunandi skákćfingar:

Manngangskennsla: Lau kl.10:40-11:00 (frítt) – Hefst 2.september.

Á ţessari ćfingu verđur eingöngu manngangurinn kenndur. Ţessi ćfing er hugsuđ fyrir börn á grunnskólaaldri og elstu börn leikskóla, af báđum kynjum, sem vilja lćra mannganginn frá grunni eđa vilja lćra tiltekna ţćtti manngangsins betur. Börnin munu lćra ađ hreyfa alla mennina auk ţess sem ţau lćra reglur sem gilda um hrókeringu og framhjáhlaup. Ţegar barn hefur náđ góđum tökum á mannganginum ađ mati skákţjálfara ţá er ţađ tilbúiđ ađ taka nćsta skref sem er Byrjendaćfing. Umsjón međ ćfingunum hefur Torfi Leósson (sími: 697 3974). 

Byrjendaćfing: Lau kl.11:15-12:15 (8.000kr) – Hefst 2.september.

Ţessi ćfing er hugsuđ fyrir börn á grunnskólaaldri og elstu börn leikskóla, af báđum kynjum, sem kunna allan mannganginn og ţyrstir í ađ lćra meira og ná betri tökum á skáklistinni. Á ćfingunni tefla börnin hvert viđ annađ í bland viđ létta kennslu. Börnin lćra almennar reglur sem gilda á skákmótum og ţau venjast ţví ađ tefla međ klukku. Auk ţess munu börnin lćra grunnatriđi á borđ viđ liđsskipan og einföld mát. Umsjón međ ćfingunum hefur Torfi Leósson (sími: 697 3974).

Stúlknaćfing: Lau kl.12:30-13:45 (8.000kr) – Hefst 2.september.

Stúlknaćfingin hefur fest sig í sessi sem ein fjölmennasta skákćfing TR. Fyrirkomulag ćfingarinnar er óbreytt frá ţví sem veriđ hefur síđustu misseri og eru allar stúlkur á grunnskólaaldri velkomnar ađ slást í hópinn. Á skákćfingunum er lögđ áhersla á ýmis taktísk atriđi og mátstöđur í miđtafli og endatafli. Lögđ er áhersla á ađ stelpurnar ţrói međ sér skilning á stöđuuppbyggingu, svo sem liđsskipan í byrjun, úrvinnslu í miđtafli og lćri ađ ljúka skákinni međ máti. Tímarnir innihalda sitthvađ af öllu ţessu: innlögn og umrćđur, skákţrautir og taflmennsku, sköpun og gleđi. Umsjón međ ćfingunum hefur Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir (sími: 862 6290). 

Laugardagsćfing: Lau kl.14:00-16:00 (frítt) – Hefst 2.september.

Laugardagsćfingar TR hafa veriđ flaggskip félagsins undanfarna áratugi. Á ţessum ćfingum er sett upp skákmót og tefla börnin allan tímann. Ćfingin er fyrir bćđi stráka og stelpur á grunnskólaaldri, sem og elstu börn leikskóla, og eru börn frá öđrum taflfélögum hjartanlega velkomin á ţessa ćfingu. Á ćfingunni fá börnin leiđsögn og ţjálfun í ţví ađ tefla í skákmóti og lćra ţannig helstu skákreglur auk ţess sem ţau lćra smám saman ţá siđi og venjur sem ríkja í skáksal. Ţessi mót verđa reiknuđ til skákstiga. Ćfingin er án endurgjalds. Umsjón međ ćfingunum hefur Gauti Páll Jónsson (sími: 691 9937). 

Framhaldsćfing:  Ţri kl.17:00-18:30 & Sun kl.10:30-12:00 (14.000kr) – Hefst 29.ágúst.

Framhaldsćfingin verđur međ örlítiđ breyttu sniđi frá ţví sem var síđastliđiđ vor. Á haustönn verđur einn framhaldshópur sem ćfir tvisvar í viku. Ćfingunni er ćtlađ ađ koma til móts viđ ţau skákbörn TR, af báđum kynjum, sem hafa mikinn áhuga á ađ taka framförum í skáklistinni. Ţessar ćfingar eru ţví hugsađar fyrir börn sem hafa ađ lágmarki reynslu af ađ tefla međ klukku og kunna einföld mát líkt og ađ máta međ kóngi og hrók gegn stökum kóngi. Ţessar ćfingar eru einnig ćtlađar ţeim börnum sem eru lengra komin og tefla reglulega í kappskákmótum. Ćfingarnar eru á sunnudögum og ţriđjudögum. Umsjón međ ćfingunum hefur Björn Ívar Karlsson (sími: 692 1655).

Afreksćfing: Lau kl.16:10-17:40 & Fim kl.17:00-18:30 (14.000kr)

Afreksćfingin verđur međ hefđbundnu sniđi frá ţví sem veriđ hefur og er ćfingin hugsuđ fyrir stigahćstu skákbörn og unglinga TR af báđum kynjum. Á ţessum ćfingum er mikil áhersla lögđ á byrjanafrćđi og krefjast ćfingarnar ţess ađ nemendur geti unniđ sjálfstćtt. Ćft er tvisvar í viku, á fimmtudögum og laugardögum. Umsjón međ ćfingunum hefur Dađi Ómarsson (sími: 615 4273).

Nánar á heimasíđu TR.


Nýjar hrađskákreglur FIDE: Kynningarfundur á fimmtudaginn

Breytingar urđu á hrađskákreglum FIDE 1. júlí. Omar Salama mun halda kynningarfund um nýju reglurnar fimmtudaginn 31. ágúst kl. 17:30. Áćtlađ er ađ kynningarfundinum ljúki um kl. 19:30. Efni um reglurnar verđur dreift til fundargesta. 

Allir skákstjórar eru hvattir til ađ sćkja ţennan fund. Ađ sjálfsögđu er allir áhugasamir skákmenn einnig velkomnir. 

Síđar um kvöldiđ, kl. 20, verđur svo kynningarfundur um ný valfrjáls ađildargjöld SÍ. Allir velkomnir.


Valfrjáls ađildargjöld SÍ: Tímaritiđ Skák kemur aftur út - kynningarfundur á fimmtudag

Stjórn SÍ stefnir ađ ţví ađ taka upp valfrjáls ađildargjöld ađ Skáksambandinu frá og međ starfsárinu 2017-18.

Kynningarfundur um ţau verđur haldinn í húsnćđi SÍ, fimmtudaginn, 31. ágúst kl. 20:00.Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á ţví ađ sćkja hann. 

Nokkrir punktar um valfrjálsu ađildargjöldin: 

Gjaldiđ yrđi 5.000 kr. á ári. Helmingsafsláttur yrđi fyrir börn (u18), eldri borgara (67+) og öryrkja auk ţess sem fjölskylduafsláttur yrđi veittur (ekki útfćrđur enn). 

Innifaliđ í ađildargjöldunum yrđi: 

  • Tímaritiđ Skák – sem kćmi út 1-2 sinnum á ári – sent heim til félaga
  • Námskeiđ/skemmtikvöld sem verđi haldin ađ lágmarki tvisvar sinnum á ári fyrir félaga
  • Afsláttur af skákbókum í gegnum Skákbókasöluna.
  • Útreikningur skákstiga 

Eins og áđur hefur komiđ fram verđa gjöldin valfrjáls. Ţeir sem kjósa ađ vera utan ţessa kerfis munu ţurfa greiđa hógvćrt stigagjald fyrir ţátttöku á kappskákmótum frá og međ nćstu áramótum. 

Allir eru velkomnir á kynningarfundinn!


Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.12.): 15
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 193
  • Frá upphafi: 8771972

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband