Leita í fréttum mbl.is

Skákćfingar Taflfélags Reykjavíkur – Haustönn 2017

IMG_8942

Haustönn Taflfélags Reykjavíkur hefst formlega laugardaginn 2.september en ţá byrja byrjendaćfingar, stúlknaćfing og almenna ćfingin. Framhaldsćfingar hefjast ţriđjudaginn 29.ágúst. Afreksćfingar eru hins vegar ţegar hafnar. Haustönninni lýkur međ jólahátíđ barna 9.desember.

Ćfingarnar eru fjölbreyttar sem fyrr og sérstaklega hannađar til ţess ađ mćta ţörfum sem flestra áhugasamra skákbarna. Á ćfingum félagsins fá börnin markvissa kennslu og persónulega leiđsögn sem nýtist ţeim sem grunnur ađ framförum í skáklistinni. Ćfingarnar verđa sem fyrr flokkaskiptar eftir getu og aldri.

Ćfingagjöld á haustönninni haldast óbreytt á milli ára. Gjald fyrir ćfingahópa sem hittast einu sinni í viku er 8.000kr. Gjald fyrir ćfingahópa sem hittast tvisvar í viku er 14.000kr. Líkt og áđur er veittur systkinaafsláttur í formi 50% afsláttar fyrir annađ barniđ, en ţriđja barniđ ćfir frítt. Börn geta sem fyrr tekiđ ţátt í opinni laugardagsćfingu (kl.14-16) án endurgjalds.

Mikilvćgt er ađ skrá ţátttakendur á ćfingarnar međ ţví ađ fylla út skráningarform sem finna má á vef félagsins. Öllum er ţó frjálst ađ prófa eina ćfingu án skuldbindingar. Foreldrar geta nýtt sér Frístundakort Reykjavíkurborgar ef börnin/unglingarnar eru međ lögheimili í Reykjavík.

Allar nánari upplýsingar sem og leiđbeiningar um hvađa ćfingar henta hverjum og einum veita skákţjálfarar félagsins.

Á haustönn 2017 er bođiđ upp á sex mismunandi skákćfingar:

Manngangskennsla: Lau kl.10:40-11:00 (frítt) – Hefst 2.september.

Á ţessari ćfingu verđur eingöngu manngangurinn kenndur. Ţessi ćfing er hugsuđ fyrir börn á grunnskólaaldri og elstu börn leikskóla, af báđum kynjum, sem vilja lćra mannganginn frá grunni eđa vilja lćra tiltekna ţćtti manngangsins betur. Börnin munu lćra ađ hreyfa alla mennina auk ţess sem ţau lćra reglur sem gilda um hrókeringu og framhjáhlaup. Ţegar barn hefur náđ góđum tökum á mannganginum ađ mati skákţjálfara ţá er ţađ tilbúiđ ađ taka nćsta skref sem er Byrjendaćfing. Umsjón međ ćfingunum hefur Torfi Leósson (sími: 697 3974). 

Byrjendaćfing: Lau kl.11:15-12:15 (8.000kr) – Hefst 2.september.

Ţessi ćfing er hugsuđ fyrir börn á grunnskólaaldri og elstu börn leikskóla, af báđum kynjum, sem kunna allan mannganginn og ţyrstir í ađ lćra meira og ná betri tökum á skáklistinni. Á ćfingunni tefla börnin hvert viđ annađ í bland viđ létta kennslu. Börnin lćra almennar reglur sem gilda á skákmótum og ţau venjast ţví ađ tefla međ klukku. Auk ţess munu börnin lćra grunnatriđi á borđ viđ liđsskipan og einföld mát. Umsjón međ ćfingunum hefur Torfi Leósson (sími: 697 3974).

Stúlknaćfing: Lau kl.12:30-13:45 (8.000kr) – Hefst 2.september.

Stúlknaćfingin hefur fest sig í sessi sem ein fjölmennasta skákćfing TR. Fyrirkomulag ćfingarinnar er óbreytt frá ţví sem veriđ hefur síđustu misseri og eru allar stúlkur á grunnskólaaldri velkomnar ađ slást í hópinn. Á skákćfingunum er lögđ áhersla á ýmis taktísk atriđi og mátstöđur í miđtafli og endatafli. Lögđ er áhersla á ađ stelpurnar ţrói međ sér skilning á stöđuuppbyggingu, svo sem liđsskipan í byrjun, úrvinnslu í miđtafli og lćri ađ ljúka skákinni međ máti. Tímarnir innihalda sitthvađ af öllu ţessu: innlögn og umrćđur, skákţrautir og taflmennsku, sköpun og gleđi. Umsjón međ ćfingunum hefur Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir (sími: 862 6290). 

Laugardagsćfing: Lau kl.14:00-16:00 (frítt) – Hefst 2.september.

Laugardagsćfingar TR hafa veriđ flaggskip félagsins undanfarna áratugi. Á ţessum ćfingum er sett upp skákmót og tefla börnin allan tímann. Ćfingin er fyrir bćđi stráka og stelpur á grunnskólaaldri, sem og elstu börn leikskóla, og eru börn frá öđrum taflfélögum hjartanlega velkomin á ţessa ćfingu. Á ćfingunni fá börnin leiđsögn og ţjálfun í ţví ađ tefla í skákmóti og lćra ţannig helstu skákreglur auk ţess sem ţau lćra smám saman ţá siđi og venjur sem ríkja í skáksal. Ţessi mót verđa reiknuđ til skákstiga. Ćfingin er án endurgjalds. Umsjón međ ćfingunum hefur Gauti Páll Jónsson (sími: 691 9937). 

Framhaldsćfing:  Ţri kl.17:00-18:30 & Sun kl.10:30-12:00 (14.000kr) – Hefst 29.ágúst.

Framhaldsćfingin verđur međ örlítiđ breyttu sniđi frá ţví sem var síđastliđiđ vor. Á haustönn verđur einn framhaldshópur sem ćfir tvisvar í viku. Ćfingunni er ćtlađ ađ koma til móts viđ ţau skákbörn TR, af báđum kynjum, sem hafa mikinn áhuga á ađ taka framförum í skáklistinni. Ţessar ćfingar eru ţví hugsađar fyrir börn sem hafa ađ lágmarki reynslu af ađ tefla međ klukku og kunna einföld mát líkt og ađ máta međ kóngi og hrók gegn stökum kóngi. Ţessar ćfingar eru einnig ćtlađar ţeim börnum sem eru lengra komin og tefla reglulega í kappskákmótum. Ćfingarnar eru á sunnudögum og ţriđjudögum. Umsjón međ ćfingunum hefur Björn Ívar Karlsson (sími: 692 1655).

Afreksćfing: Lau kl.16:10-17:40 & Fim kl.17:00-18:30 (14.000kr)

Afreksćfingin verđur međ hefđbundnu sniđi frá ţví sem veriđ hefur og er ćfingin hugsuđ fyrir stigahćstu skákbörn og unglinga TR af báđum kynjum. Á ţessum ćfingum er mikil áhersla lögđ á byrjanafrćđi og krefjast ćfingarnar ţess ađ nemendur geti unniđ sjálfstćtt. Ćft er tvisvar í viku, á fimmtudögum og laugardögum. Umsjón međ ćfingunum hefur Dađi Ómarsson (sími: 615 4273).

Nánar á heimasíđu TR.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (2.7.): 9
 • Sl. sólarhring: 47
 • Sl. viku: 230
 • Frá upphafi: 8704926

Annađ

 • Innlit í dag: 6
 • Innlit sl. viku: 165
 • Gestir í dag: 6
 • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband