Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2018

Skákţáttur Morgunblađsins: Caruana líklegasti áskorandi Magnúsar Carlsen

G6N12K92GAllt útlit er fyrir ćsispennandi lokasprett áskorendamótsins í skák sem nú stendur yfir í Berlín, en Bandaríkjamađurinn Fabiano Caruana heldur hálfs vinnings forystu á Aserann Shakhriyar Mamedyarov ţegar fjórar umferđir eru eftir. Átta skákmenn unnu sér rétt til ţátttöku í áskorendamótinu og tefla ţeir tvöfalda umferđ. Fyrsta sćtiđ skiptir öllu máli, ţví ađ sigurvegarinn vinnur réttinn til ađ skora á heimsmeistarann Magnús Carlsen í einvígi um heimsmeistaratitilinn sem mun hefjast í London 9. nóvember nćstkomandi. Stađan eftir jafnteflisskák efstu manna á fimmtudaginn er ţessi:

1. Caruana 6˝ v. (af 10) 2. Mamedyarov 6 v. 3. Grischuk 5˝ v. 4.-5. Karjakin og Ding 5 v. 6. Kramnik 4˝ v. 7. So 4 v. 8. Aronjan 3˝ v.

Ţar sem Elo-stigamunur á keppendum er sáralítill og varla marktćkur virtust allir keppendur eiga sigurmöguleika viđ upphaf móts. Armenar, sem eignuđust heimsmeistara áriđ 1963 ţegar Tigran Petrosjan vann Mikhael Botvinnik 12˝:9˝ í Moskvu, hafa lengi aliđ ţá von í brjósti ađ Aronjan myndi feta í fótspor níunda heimsmeistarans. Aronjan hefur hins vegar ekki náđ sér á strik; hann situr einn í neđsta sćti og á enga möguleika á sigri.

Vladimir Kramnik fékk 2˝ vinning úr fyrstu ţrem skákunum en hreppti ţá mikinn mótbyr, tapađi fjórum skákum en vann ţó aftur í 10. umferđ. Kínverjinn Ding hefur gert jafntefli í öllum tíu skákum sínum. Sergei Karjakin vann síđasta áskorendamót en er ekki líklegur til ađ ná ţeim frábćra endaspretti sem honum er nauđsynlegur og einungis Alexander Grischuk virđist geta blandađ sér í baráttu Caruana og Mamedyarovs um sigurinn.

Hvađ samsetningu keppendalista mótsins varđar er ţađ ađ segja ađ manni finnst ađ Vachier-Lagrave og Nakamura ćttu ađ vera ţarna. Ţađ er eins og Rússarnir nái alltaf ađ fjölmenna eftir einhverju regluverki sem virđist henta ţeim vel. Ţó hafa ţeir fyrir löngu glatađ forystuhlutverki sínu í skákheiminum. Fjölmargar skemmtilegar skákir hafa séđ dagsins ljós en stórbrotinn sigur Kramniks yfir Aronjan ber af öđrum:

Áskorendamótiđ í Berlín 2018; 2. umferđ:

Levon Aronjan – Vladimir Kramnik

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3 Bc5 5. Bxc6 dxc6 6. 0-0 De7 7. h3 Hg8! 

G6N12K92P„Ţetta er bara eins og Benóný sé ađ tefla,“ sagđi Jón L. Árnason um ţennan frumlega hróksleik. Svartur er ţess albúinn ađ ráđast fram međ g-peđiđ eins og Benóný gerđi oft í spćnska leiknum.

8. Kh1 Rh5 9. c3 g5 10. Rxe5 g4! 

 

 

 

G6N12K92LAnnar bráđsnjall leikur sem byggist á hugmyndinni 12. hxg4 Dh4+ 13. Kg1 Rg3! og mátar á h1.

11. d4 Bd6 12. g3 Bxe5 13. dxe5 Dxe5 14. Dd4 De7 15. h4 c5 16. Dc4 Be6 17. Db5 c6 18. Da4 f5!

Herjar á hvítu reitina, 19. exf5 má svara međ 19.... Rxg3+! t.d. 20. fxg3 Bd5+ 21. Kg1 De2 og mátar.

19. Bg5 Hxg5!

Vitaskuld kýs hann hrađann og frumkvćđiđ.

20. hxg5 f4! 21. Dd1 Hd8 22. Dc1 fxg3 23. Ra3 Hd3 24. Hd1

Reynir ađ spyrna viđ fótum en slagkrafturinn í nćsta leik Kramniks er mikill. 

G5N12K92C24.... Bd5! 25. f3 gxf3 26. exd5 De2!

Leyfir leppun drottningarinnar. Hugmyndin skýrist strax í nćsta leik.

27. He1 g2+!

Glćsilegur lokahnykkur. Nú er 28. Kh2 (28. Kg1 strandar á 28.... f2+) svarađ međ 28.... g1(D)+! 29. Kxg1 f2+ og vinnur. Aronjan gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 24. mars 2018

Skákţćttir Morgunblađsins


Ný alţjóđleg skákstig

Ný alţjóđleg skákstig eru komin út og taka ţau gildi á morgun. Héđinn Steingrímsson er sem fyrr stigahćsti skákmađur landsins. Ţórleifur Karlsson er stigahćstur nýliđa og Arnar Smári Signýjarson hćkkar mest frá mars-listanum. Miklar sviptingar áttu sér stađ á milli lista enda bćđi Reykjavíkurskákmót og Íslandsmót skákfélaga reiknađ til skákstiga nú. 

Stigalistann í heild sinni má nálgast hér sem viđhengi.

Topp 20

Héđinn Steingrímsson (2574) er stigahćsti skákmađur landsins. Hjörvar Steinn Grétarsson (2557) er annar og Hannes Hlífar Stefánsson (2541) ţriđji.

NoNameTitapr.18DiffGms
1Steingrimsson, HedinnGM257400
2Gretarsson, Hjorvar SteinnGM2557-116
3Stefansson, HannesGM2541812
4Hjartarson, JohannGM25231013
5Olafsson, HelgiGM251023
6Danielsen, HenrikGM250021
7Petursson, MargeirGM2486-133
8Gunnarsson, Jon ViktorIM247213
9Gretarsson, Helgi AssGM246092
10Arnason, Jon LGM2449-13
11Thorfinnsson, BragiIM2445-32
12Kjartansson, GudmundurIM2430-213
13Thorsteins, KarlIM2421-51
14Thorhallsson, ThrosturGM2416-313
15Thorfinnsson, BjornIM2408913
16Kjartansson, DavidFM2404-54
17Arngrimsson, DagurIM237004
18Ulfarsson, Magnus OrnFM2361-32
19Olafsson, FridrikGM235500
20Jensson, Einar HjaltiIM2343204

 

Nýliđar

 

Tólf nýliđar eru á listanum nú. Stigahćstur ţeirra er Ţórleifur Karlsson (1986). Í nćstu sćtum eru Magnús Sigurjónsson (1895) og Júlíus Björnsson (1887).

NoNameTitapr.18DiffGms
1Karlsson, Thorleifur 198619867
2Sigurjonsson, Magnus 189518956
3Bjornsson, Julius 188718876
4Hardarson, Petur Palmi 1748174810
5Gardarsson, Magnus 169416945
6Asbjornsson, Magnus Dagur 1585158513
7Haraldsson, Gunnar Orn 158215825
8Valdimarsson, Johann 154615465
9Helgason, Sigurdur 145714576
10Ammendrup, Pall J. 142114215
11Njardarson, Arnar Ingi 139213929
12Helgadottir, Idunn 122912297


Mestu hćkkanir


Eins og svo oft áđur setja ungir og efnilegir skákmenn mestan svip á listann yfir mestu hćkkanir.  Arnar Smári Signýjarson (+133) hćkkar mest allra. Í nćstu sćtum eru Benedikt Briem (+110) og Tómas Möller (+98).

NoNameTitapr.18DiffGms
1Signyjarson, Arnar Smari 148413311
2Briem, Benedikt 167011011
3Moller, Tomas 1169987
4Johannsson, Birkir Isak 1957909
5Haile, Batel Goitom 14468510
6Davidsson, Oskar Vikingur 19628010
7Thorisson, Benedikt 12917710
8Briem, Stephan 1915749
9Gunnarsson, Baltasar Mani Wedhol 13386810
10Karlsson, Isak Orri 13546610
11Stefansson, Benedikt 13606310
12Hjaltason, Magnus 1338577
13Kristjansson, Atli Freyr 21775412
14Fridthofsson, Sigurjon Thor 1599543
15Birkisson, Bjorn Holm 20735112
16Davidsson, Stefan Orri 1414499
17Finnbogason, Knutur 1651483
18Halfdanarson, Jon 2176453
19Jensson, Erlingur 1647443
20Olafsson, Arni 12754410


Stigahćstu skákkonur landsins

Lenka Ptácníková (2198) er sem fyrr langstigahćsta skákkona landsins. Í nćstu sćtum eru Hallgerđur Helga (2040) og Guđlaug Ţorsteinsdćtur (1983). 

NoNameTitapr.18DiffGms
1Ptacnikova, LenkaWGM2198-213
2Thorsteinsdottir, HallgerdurWFM2040-111
3Thorsteinsdottir, GudlaugWFM1983-51
4Davidsdottir, Nansy 1936-398
5Johannsdottir, Johanna Bjorg 190093
6Finnbogadottir, Tinna Kristin 1880-31
7Kristinardottir, Elsa Maria 1856193
8Hauksdottir, Hrund 1781-122
9Helgadottir, Sigridur Bjorg 1759-41
10Magnusdottir, Veronika Steinunn 1732-39


Stigahćstu ungmenni landsins (u20)


Jón Kristinn Ţorgeirsson (2317) hefur endurheimt efsta sćtiđ á ungmennalistanum. Í nćstu sćtum eru Vignir Vatnar Stefánsson (2294) og Oliver Aron Jóhannesson (2284). Óskar Víkingur Davíđsson (1962) kemst í fyrsta skipti á topp 10.

NoNameTitapr.18DiffGmsB-day
1Thorgeirsson, Jon KristinnFM231719121999
2Stefansson, Vignir VatnarFM2294-6122003
3Johannesson, OliverFM2284341998
4Birkisson, Bardur OrnCM2198-14122000
5Heimisson, Hilmir FreyrCM2131-93132001
6Thorhallsson, Simon 209232131999
7Jonsson, Gauti Pall 2074-30121999
8Birkisson, Bjorn Holm 207351122000
9Mai, Aron Thor 199924112001
10Davidsson, Oskar Vikingur 196280102005


Stigahćstu öldungar landsins (y65)

Friđrik Ólafsson (2355) er sem fyrr langstigahćsti skákmađur landsins 65 ára og eldri. Í nćstu sćtum eru Jónas Ţorvaldsson (2239) og Jón Torfason (2238).

NoNameTitapr.18DiffGmsB-day
1Olafsson, FridrikGM2355001935
2Thorvaldsson, Jonas 2239001941
3Torfason, Jon 2238311949
4Einarsson, Arnthor 2233-1971946
5Karason, Askell OFM2228-3641953
6Thorvaldsson, Jon 2184001949
7Halfdanarson, Jon 21764531947
8Fridjonsson, Julius 2156-11101950
9Viglundsson, Bjorgvin 2155831946
10Halldorsson, Bragi 2123-391949


Reiknuđ kappskákmót

 • GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ 
 • Íslandsmót skákfélaga (1.-4. deild)
 • Skákţing Akureyrar (úrslitakeppni)


Stigahćstu skákmenn heims

Magnus Carlsen (2843) er stigahćsti skákmađur heims. Í nćstu sćtum eru Shakhriyar Mamedyarov (2814) og Fabiano Caruana (2804). 

Heimslistann má nálgast hér

 

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Vignir, Stefán, Magnús og Guđmundur tefla á GRENKE - Magnús teflir viđ Fabi í dag

GCC 2017 20170419-Carlsen-Caruana342px

 

FIDE-meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2300) er međal keppenda á GRENKE Chess Open sem er í gagni í Karlsruhe í Ţýskalandi. Vignir hefur ekki byrjađ vel og hefur 1 vinning eftir 3 umferđir í a-flokki. Fađir hans, Stefán Már, og Guđmundur G. Guđmundsson tefla í b-flokki. Stefán hefur 1,5 vinninga en Guđmundur hefur 1 vinning.

Í dag hefst svo GRENKE Chess Classic. Ţar er heimsmeistarinn Magnus Carlsen (2843) međal keppenda. Í fyrstu umferđ teflir hann viđ áskorendann Fabiano Caruana (2784). Umferđ dagsins hefst kl. 13.

 


Páskamót Vinaskákfélagsins 2018

Páskamót Vinaskákfélagsins verđur haldiđ mánudaginn 9 apríl kl: 13, í Vin ađ Hverfisgötu 47. Tefldar verđa 6 umferđir međ 7 mínútur á skák. Skákstjóri verđur Hörđur Jónasson. Mótiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga. 

Í hléi verđur bođiđ upp á kaffi og vöfflur. Góđ verđlaun verđa í bođi. Ţiđ getiđ skráđ ykkur á mótiđ á gula kassanum efst á síđunni á skak.is. Einnig getiđ ţiđ skráđ ykkur á stađnum.

Allir velkomnir!!

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér!

 


Vignir Vatnar sigrađi á páskaeggjamóti Hugins

eldri-fl-1

Páskaeggjamót Hugins í Mjódd fór fram í 26. sinn síđastliđinn mánudag 26. mars. Mótiđ var vel skipađ međ 44 ţátttakendum og í raun ţrćlsterkt. Ađ ţessu sinni var umhugsunartíminn 4 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik og umferđirnar voru eins og ćvinlega sjö. Eins og og oft áđur fengust afgerandi úrslit ţví í ţetta sinn sigrađi Vignir Vatnar Stefánsson á mótinu međ 6,5 af sjö mögulegum. Jafntefliđ kom í lokaumferđinni gegn Stephan Briem í skák sem hefđi alveg mátt vera lengri en hafđi sennilega ekki mikil áhrif á lokastöđuna. Í öđrum viđureignum var ţađ helst Óskar Víkingur sem var međ mótţróa og var ekki langt frá ţví still upp broddgaltarstöđu sem ekki vćri árennileg. Vignir Vatnar náđi ađ plokka nokkra brodda úr stöđunni á drottningarvćng og brjótast ţar í gegn og vinna skákina.

Um nćstu sćti var tekist á í lokaumferđinni. Fyrir síđustu umferđ voru fjórir jafnir međ 5v en ţađ voru Óskar Víkingur Davíđsson, Stephan Briem, Örn Alexandersson og Aleksandr Domalchuk-Jonasson, sem er Íslensk-Úkranískur strákur sem dvelur hér um páskana. Hann er međal sterkustu skákmanna í sínum aldursflokki í Úkraínu og hefur greinilega fengiđ góđa ţjálfun. Í lokaumferđinni tefli Örn viđ Magnús Hjaltason og hafđi Örn sigur. Á međan tefldu Aleksandr og Óskar langa baráttuskák, sem var vel tefld ţótt seinni hlutinn vćri tefldur í stöđugu tímahraki. Aleksandr sem stýrđ hvítu mönnunum virtist vera ađ ná yfirhöndinn í fyrri hluta miđtaflsins en međ taktískri brellu, sem fólst í línurofi, tókst Óskari ađ snúa taflinu sér í vil. Seint í skákinni kom upp endatafl ţar sem Óskar var međ biskup og riddara og tvö stök peđ en Aleksandr međ biskup og ţrjú stök peđ. Ţrátt fyrir liđsmuninn var alls ekki auđvelt ađ vinna ţetta peđ sem hvítur hafđi umfram án ţess ađ svartur tapađi ekki peđi sjálfur og lenti kannski út í endatafli međ biskup og riddar á móti biskup eđa upp kćmi endatafl ţar sem svartur ţyrfti ađ máta međ biskup og riddara, sem er alls ekki auđvelt međ lítinn tíma eftir á klukkunni. Óskari tókst ađ forđast ţetta allt og vinna aukpeđiđ af hvíti eftir nokkrar hringferđir međ mennina um borđiđ. Eftir ţađ var sigurinn fljótlega í höfn.  Óskar Víkingur og Örn voru ţví jafnir međ 6v en óskar var hćrri á stigum og ţvi í öđru sćti og Örn í ţriđja sćti á mótinu.

yngri-fl-2 (1)

Veitt voru verđlaun í ţremur flokkum og af ţeim voru tveir aldursflokkar. Í elsta aldursflokknum ţeirra sem fćddir voru 2002-2004 voru efstir ţeir Vignir Vatnar Stefánsson, Stephan Briem og Elfar Ingi Ţorsteinsson. Vignir Vatnar var svo einnig sigurvegari mótsins. Í flokki ţeirra sem fćddir voru 2005 og síđar voru efstir Óskar Víkingur Davíđsson, Örn Alexandersson og Aleksandr Domalchuk-Jonasson.

yngri-fl-3

Stúlknaverđlaun fengu Batel Goitom Haile, Iđunn Helgadóttir og Elín Lára Jónsdóttir. Ţćr tefldu á efstu borđum allt mótiđ og stóđu sig mjög vel og gáfu strákunum ekkert eftir.

Auk ţess fékk efsti keppandi í hverjum aldursflokki páskaegg í verđlaun. Ef sá efsti hafđi unniđ páskaegg í ađalverđlaun fékk sá nćsti í aldursflokknum páskaeggiđ.

Í lokin voru sjö páskaegg dregin út og duttu ţar í lukkupottinn ţau Daníel Freyr Ófeigsson, Davíđ Már Ađalbjörnsson, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Eythan Már Einarsson, Rayan Sharifa, Andri Hrannar Elvarsson og Katrín María Jónsdóttir. Ţau sem ekki hlutu verđlaun á mótinu voru svo leyst út međ páskaeggi nr. 3 svo enginn fćri tómhentur heim. Mótsstjórar voru Alec Elías Sigurđarson, Erla Hlín Hjálmarsdóttir og Vigfús Ó. Vigfússon.

Eftirtaldir hlutu verđlaun á páskaeggjamótinu:

Flokkur 2002-2004:

 1. Vignir Vatnar Stefánsson, 6,5v
 2. Stephan Briem, 5,5v
 3. Elfar Ingi Ţorsteinsson, 4v

Flokkur 2005 og yngri:

 1. Óskar Víkingur Davíđsson, 6v
 2. Örn Alexandersson, 6v
 3. Aleksandr Domalchuk-Jonasson, 5v

Stúlkur:

 1. Batel Goitom Haile, 5v
 2. Iđunn Helgadóttir, 4v
 3. Elín Lára Jónsdóttir, 3,5v

 

Árgangaverđlaun:

 • Árgangur 2011: Jósef Omarsson
 • Árgangur 2010: Kjartan Halldór Jónsson (Elín Lára Jónsdóttir)
 • Árgangur 2009: Bjartur Ţórisson
 • Árgangur 2008: Tómas Möller
 • Árgangur 2007: Gunnar Erik Guđmundsson (Batel Goitom Haile)
 • Árgangur 2006: Stefán Orri Davíđsson
 • Árgangur 2005: Joshua Davíđsson (Óskar Víkingur Davíđsson)
 • Árgangur 2003: Viktor Már Guđmundsson (Vignir Vatnar Stefánsson)

Lokastađan á páskaeggjamótinu í chess-results

Nánar á heimasíđu Hugins


Arnar Smári og Fannar Breki skólaskákmeistarar Akureyrar - Jökull Máni meistari í barnaflokki!

p1020194

Skólaskákmót Akureyrar fór fram mánudaginn 26. mars. Til mótsins voru mćttir nemendur sex grunnskóla á Akureyri. Teflt var um meistaratitil í tveimur aldursflokkum auk ţess sem ţeir keppendur sem fćddir voru 2007 og síđar tefldu um meistaratitil Akureyrar í barnaflokki.  Keppendur voru 14 og fengu ţessir flesta vinninga:

Óttar Örn Bergmann, Snćlandsskóla         6

Fannar Breki Kárason, Glerárskóla         4,5

Arnar Smári Signýjarson, Giljaskóla       4,5

Jökull Máni Kárason, Glerárskóla          3,5

Ingólfur Bjarki Steinţórsson, Naustaskóla 3,5

Gabríel Freyr Björnsson, Brekkuskóla      3

Ingólfur Árni Benediktsson, Naustakóla    3

Anton Bjarni Bjarkason, Brekkuskóla       3

Sigurđur Máni Guđmundsson, Brekkuskóla    3

Óttar Örn telfdi sem gestur og vann allar sínar skákir ţótt hann lenti oft í kröppum dansi. Í eldri flokki (8-10. bekk) varđ Arnar Smári hlutskarpastur og Gabríel Freyr í öđru sćti. Fannar Breki varđ efstur keppenda í 1-7. bekk; Jökull bróđir hans og Ingólfur Máni komu nćstir og hreppti Jökull barnameistaratitilinn á stigum. Efstu menn úr hvorum aldursflokki á skólaskákmótinu munu tefla á umdćmismóti Norđurlands eystra sem háđ verđur um miđjan apríl.  Efsta sćtiđ í hvorum flokki gefur keppnisrétt á landsmótinu í skólaskák sem ađ venju fer fram snemma í maí.  


Caruana mćtir Carlsen í heimsmeistaraeinvígi

435130.44ba0269.630x354o.651414a3c8db

Lokaumferđin á áskorendamótinu var afar spennandi. Svo fór ađ Caruana (2784) vann Grischuk (2767) og vann ţví mótiđ örugglega - hafđi vinningi meira en nćstu menn Mamedyarov (2809) og Karjakin (2763). Ţađ verđur ţví Caruana sem mćtir Magnúsi Carlseni í heimsmeistaraeinvígi í nóvember nćstkomandi í London. 

Lokastađan:

Clipboard01

 

Sjá nánar á Chess.com.


Lokamót Bikarsyrpu TR fer fram helgina 6.-8. apríl

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stađ fjórđa áriđ í röđ. Líkt og síđastliđinn vetur verđa mót syrpunnar fimm talsins og verđa tefldar sjö umferđir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR ađ Faxafeni 12.

Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák ţá er gott ađ byrja sem fyrst ađ tefla í kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim börnum sem vilja tefla á “alvöru mótum” einkum stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunur oft mikill og mótin taka langan tíma, auk ţess sem mörgum börnum óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví. Ţessi mótaröđ TR er ekki síđur sniđin ađ ţörfum ţeirra barna sem dreymir um ađ nćla sér í sín fyrstu skákstig.

Einungis börn á grunnskólaaldri (fćdd áriđ 2002 eđa síđar) sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og börnin njóta ţess betur ađ tefla. Tímamörkin eru jafnframt styttri, og henta börnum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á hefđbundnum kappskákmótum fullorđinna. Mótin uppfylla öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og eru reiknuđ til alţjóđlegra skákstiga.

Fimmta og síđasta mót Bikarsyrpunnar ţennan veturinn hefst föstudaginn 6. apríl og stendur til sunnudagsins 8. apríl. Tefldar eru 7 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo mikilvćgt sé ađ börnin vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.

Dagskrá:

1. umferđ: 6. apríl kl. 17.30 (fös)
2. umferđ: 7. apríl  kl. 10.00 (lau)
3. umferđ: 7. apríl  kl. 13.00 (lau)
4. umferđ: 7. apríl  kl. 16.00 (lau)
5. umferđ: 8. apríl  kl. 10.00 (sun)
6. umferđ: 8. apríl  kl. 13.00 (sun)
7. umferđ: 8. apríl  kl. 16.00 (sun)

Verđlaunaafhending fer fram strax ađ lokinni 7. umferđ.

Tvćr yfirsetur (bye) eru leyfđar í umferđum 1-5 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan. Merkja skal viđ yfirsetu í 1. umferđ á neđangreindu skráningarformi.

Sjálfkrafa tap dćmist á keppanda sem mćtir á skákstađ meira en 15 mínútum eftir ađ viđkomandi umferđ hefst.

Ţátttökugjald í mótiđ er 1.500kr. Börn sem eru félagar í TR greiđa ekki ţátttökugjald.

Sigurvegari mótsins hlýtur ađ launum bikar og ţá hlýtur einnig efsta stúlkan í hverju móti bikar. Verđlaunapeningur eru veittur fyrir 2. sćti og 3. sćti. Sérstök verđlaun verđa veitt nćsta vor fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda; taflsett, skákklukka, 5.000kr bókainneign ásamt veglegum farandbikar. Ţá verđa veitt sérstök verđlaun fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda, fyrir börn sem eru félagar í TR, en ţađ eru einkatímar hjá einhverjum af sterkustu skákmönnum félagsins; 1. sćti gefur 5 einkatíma, 2. sćti gefur 3 einkatíma og 3. sćti gefur 2 einkatíma.

Skráning fer fram í gegnum skráningarform hér ađ neđan. Hlökkum til ađ sjá ykkur!

Skráningarform

Skráđir keppendur

Skákstjórn: Ţórir Benediktsson, s. 867 3109, thorirbe76@gmail.com


Caruana efstur - Mamedyarov og Karjakin fylgja eins og skugginn

Gríđarlega spennan er fyrir lokaumferđ áskorendamótsins í skák. Fjórir keppendur af átta hafa tölfrćđilega möguleika ađ vinna mótiđ. Caruana (2784) og Mamedyarov (2809) unnu sínar skákir í nćstsíđstu umferđ í gćr. Sá fyrrnefndi vann Aronian (2794) í gríđarlega spennandi og flókinni skák. Mamedyarov snéri á Grischuk (2767) en öđrum skákum lauk međ jafntefli.

Caruana er efstur međ 8 vinninga en Mamedyarov og Karjakin (2763) hafa 7,5 vinning. Ding Liren (2769) hefur 7 vinninga.

Stađan: 

Clipboard01

 

Skođum reglur mótsins

If the top two or more players score the same points, the tie will be decided by the following criteria, in order of priority:
a) The results of the games between the players involved in the tie.
b) The total number of wins in the tournament of every player involved in the tie.
c) Sonneborn-Berger System.

If there is no clear winner with the above three criteria, there will be a playoff.


Stađan er flókin. Caruana hefur hálfan vinning á Mamedyarov og Karjakin. Jafntefli setur hann hins vegar í ţá stöđu ađ ef Aserinn og Rússinn vinna fara ţeir báđir uppfyrir hann vegna innbyrđisúrslita. Sigurlíkur Ding Liren eru afar takmarkađur. Hann ţarf ađ vinna og treysta á hagstćđ úrslit í öđrum skákum.

Umferđin hefst kl. 13 í dag. Ţá mćtast: Grischuk-Caruana, Aronian-So, Karjakin-Ding, Kramnik-Mamedyarov.

 


Líf og fjör á Páskaeggjamóti TR

20180325_142410-1024x576

Hann var fjörugur í fyrradagurinn, sunnudagurinn í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur ţví strax ađ loknum ćfingatíma framhaldshópsins hjá Birni Ívari var flautađ til leiks í Páskaeggjamóti félagsins ţetta áriđ. Tćplega 30 börn úr 1.-3. bekk báru páskaandann í skauti sér er ţau gengu hvert af öđru inn á keppnisvöllinn međ blik eftirvćntingar í augum yfir ţví ađ hefja leik á hinum töfrandi 64-reita borđum. Ein og ein augu sáust jafnvel gjóast í átt ađ ljúffengum súkkulađieggjum sem stóđu eins og hnarreistar styttur á listfengu skrautborđi.

Rétt tćplega rúmlega á slaginu 12.30 var blásiđ í herlúđra, parađ var í fyrstu umferđ og keppendur skutust eins og eldingar í sćti sín, líkt og ţeir hefđu aldrei gert neitt annađ áđur. Eftir góđa yfirferđ ćđsta stjórnanda mótsins, Kjartans Maack, um helstu reglur var sett í gírinn og göldróttir taflmenn hófu för sína um hina ferningslaga vígvelli undir öruggri stjórn lipra fingra barnanna. Úr varđ spennandi og drengileg barátta ţar sem kóngar voru mátađir og menn felldir ţvers og kruss en ţegar hinstu orrustunni lauk í sjöttu og síđustu umferđ var ţađ Einar Dagur Brynjarsson sem tróndi einn á toppnum međ fullt hús vinninga. Egill Breki Pálsson kom nćstur međ 5 vinninga og ţá fylgdu Matthías Björgvin Kjartansson og Guđrún Fanney Briem, bćđi međ 4,5 vinning ţar sem Matthías var hćrri á mótsstigum.

Verđlaun voru veitt fyrir ţrjú efstu sćtin ásamt stúlkna- og árgangaverđlaunum og ađ auki voru tveir heppnir dregnir út í happdrćtti.

Verđlaunahafar í 1.-3. bekk:

1. sćti Einar Dagur Brynjarsson, 2. sćti Egill Breki Pálsson, 3. sćti Matthías Björgvin Kjartansson, efst stúlkna Guđrún Fanney Briem, 2009 Markús Orri Jóhannsson, 2010 Gunnar Ađalsteinn Jóhannsson, 2011 Jón Björn Margrétarson.

Víkur ţá sögunni ađ stćrri páskaungunum, alltsvo ţeim hinum sömu og dvelja viđ nám í 4.-7. bekk, ţví ţegar klukkan nálgađist 15 (páska)hanagöl tóku ţeir ađ streyma inn í salarkynnin verulega hungrađir í taflmennsku og jafnvel enn frekar í listilega sköpuđ egg unnin úr ljúffengu súkkulađi. Einhver hafđi ţađ á orđi ađ ţarna vćru “fallbyssurnar” mćttar til leiks! Öllu má nafn gefa en hvađ sem ţví líđur voru margir af öflugustu skákkrökkum landsins í ţessum aldurshópi komnir til ađ freista gćfunnar viđ skákborđin og nćla sér í eins og eitt súkkulađistykki sem lítur út alveg eins og egg.

Úr varđ hin mesta skemmtun og var spennan nánast óbćrileg á köflum – jafnvel ólögleg á sjálfri páskahátíđinni. Slíkt var rafmagniđ í loftinu ađ oftar en ekki ţurfti sérstakan dómara til ađ fylgjast međ á efstu borđum og skera úr um hádramatísk atriđi en allt fór ţó vel fram og var keppendahópurinn páskaandanum svo sannarlega til sóma.

Ţegar upp var stađiđ hafđi Benedikt Briem sigur eftir miklar baráttuskákir utan ţeirrar síđustu ţegar súkkulađiţörfin var farin ađ segja vel til sín en ţá sömdu hann og félagi hans, norđan Kópavogslćks, Árni Ólafsson svokallađ páskajafntefli. Ţar međ var Benedikt einn efstur međ 5,5 vinning en nćstur honum međ 5 vinninga kom liđsfélagi hans og frćndi, Örn Alexandersson. Jöfn međ 4,5 vinning voru síđan Gunnar Erik Guđmundsson, Árni Ólafsson og Batel Goitom Haile ţar sem sá fyrstnefndi var hćstur á mótsstigum.

 
20180325_164929-1024x576
 
Verđlaunahafar í 4.-7. bekk:

1. sćti Benedikt Briem, 2. sćti Örn Alexandersson, 3. sćti Gunnar Erik Guđmundsson, efst stúlkna Batel Goitom Haile, 2005 Árni Ólafsson, 2006 Benedikt Ţórisson, 2007 Rayan Sharifa, 2008 Katrín María Jónsdóttir.

Sannarlega vasklega framganga hjá börnunum á Páskaeggjamóti TR ţetta áriđ og ljóst ađ efniviđurinn er mikill. Viđ ţökkum fyrir okkur og sjáumst ađ ári. Gleđilega páska!

Sjá nánar á vefsíđu TR


Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (30.5.): 15
 • Sl. sólarhring: 24
 • Sl. viku: 154
 • Frá upphafi: 8765823

Annađ

 • Innlit í dag: 11
 • Innlit sl. viku: 125
 • Gestir í dag: 9
 • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband