Bloggfćrslur mánađarins, desember 2016
31.12.2016 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Jólaskákţrautir
Eins og stundum áđur um jólin leggur skákpistlahöfundur blađsins nokkrar skákţrautir fyrir lesendur sína, en lausnir munu birtast í blađinu á gamlársdag. Ţrautirnar eru fengnar úr efniviđ sem enski stórmeistarinn og stćrđfrćđingurinn John Nunn hefur tekiđ saman og birt opinberlega. Varla hefur nokkur núlifandi skákmeistari ritađ jafn mikiđ um skákţrautir og Nunn. Hann var um langt skeiđ einn fremsti skákmađur Englendinga og hefur ţrisvar sigrađ á heimsmeistaramótinu í skákdćmalausnum. Í ţeim keppnum fá ţátttakendur sex klukkustundir til ađ leysa geysilega erfiđ dćmi af margvíslegum toga. Ţótt Íslendingar hafi eignast nokkra skákdćmahöfunda hefur enginn Íslendingur tekiđ ţátt í alţjóđlegum mótum á ţessum vettvangi.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2016 | 10:53
Karjakin heimsmeistari - í hrađskák - Anna Muzychuk heimsmeistari kvenna
Sergei Karjakin varđ í gćr heimsmeistari í hrađskák eftir hörkukeppni viđ Magnus Carlsen. Ţeir félagarnir komu jafnir í mark međ 16,5 vinninga í 21 skák. Karjakin fékk heimsmeistaratitilinn eftir stigaútreikning. Sćt hefnd fyrir áskorandann sem lét ljós sitt skína á Twitter eftir mótiđ.
Not this time, Mr.CarlsenđŸ˜Ž! pic.twitter.com/YTKpba3HRt
Sergey Karjakin (@SergeyKaryakin) December 30, 2016
Carlsen var efstur fyrir lokaumferđina en ţađ var enginn annar en Peter Leko sem gerđi jafntefli viđ heimsmeistarann. Karjakin vann á sama tíma Baadur Jobava og náđi ţar sem Carlsen ađ vinningum og ţar međ titilinn.
Daniil Budov, Nakamura og Grischuk urđu í 3.-5. sćti međ 14,5 vinninga. Valentina Gunina varđ önnur og Kateryna Lagno ţriđja.
Anna Muzychuk (2645) átti sviđiđ í kvennaflokknum en hann varđ bćti heimsmeistari kvenna í at- og hrađskák. Hrađskákina vann hún međ 13 vinningum í 17 skákum.
Ítarlega umfjöllun um mótiđ má finna á Chess.com.
31.12.2016 | 08:33
Páll Agnar sigurvegari á Jólahrađskákmóti TR
Í sannkölluđu hátíđarskapi lögđu tćplega 50 manns leiđ sína í Faxafeniđ í fyrrakvöld til ađ leiđa saman hesta sína í Jólahrađskákmóti TR og ađ öllum líkindum er um ađ rćđa fjölmennasta jólamótiđ í árarađir. Tefldar voru níu umferđir međ tímamörkunum 4 +2 en nokkur umrćđa hefur veriđ í gangi um hvađa tímamörk skuli almennt stuđst viđ í hrađskákmótum félaganna. Ţykir mörgum hin opinberu Fide-tímamörk 3 +2 nokkuđ knöpp ţó öđrum finnist ţau reyndar ósköp notaleg og vilja ţá jafnvel hinn alrćmda Fischer viđbótartíma burt. Líkast til er ţó meirihluti skákmanna á ţví ađ viđbótartíminn sé af hinu góđa og ađ gćđi skákanna aukist. Útlit er fyrir ađ 4 +2 verđi ađ mestu leyti ofan á í almennu mótahaldi hérlendis en ţó má hafa í huga ađ lengri tímamörk ţýđa almennt fćrri umferđir.
En víkjum ţá ađ gangi mála. Eftir örlitla tćknihnökra ţar sem viđstaddir fengu aukiđ ráđrúm til ađ gćđa sér á jólakrćsingum (malt og appelsín er greinilega afar vinsćll drykkur hjá landanum) var parađ í fyrstu umferđ og balliđ hófst. Töluvert var um óvćnt úrslit fyrst um sinn og strax í fyrstu umferđ sigrađi Aron Ţór Mai (1686) Fide-meistarann Davíđ Kjartansson (2329) á fyrsta borđi. Á öđru borđi gerđi Kristófer Ómarsson (1659) slíkt hiđ sama gegn Fide-meistaranum Don Roberto Lagerman (2250) og ţađ međ svörtu! Harla óvenjulegt ađ sjá slík úrslit á tveimur efstu borđunum í móti sem ţessu.
Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga og eins og gengur hćkka sumir meira en ađrir á međan ađrir lćkka meira en hinir. Vert er ađ benda á góđan árangur hins unga Stephan Briem (1479) sem lauk keppni í 5. sćti međ 6,5 vinning og stigahćkkun upp á 82 Elo-stig. Sannarlega áhugasamur og eljusamur Kópavogspiltur ţar á ferđ.
Viđ í Taflfélagi Reykjavíkur ţökkum öllum fyrir ţátttökuna og óskum skákiđkendum nćr og fjćr gleđilegs nýs skákárs. Hlökkum til ađ hitta ykkur á nýju ári!
Myndskreytta frásögn má finna á heimasíđu TR.
31.12.2016 | 08:26
Guđmundur vann í ţriđju umferđ - efstur međ fullt hús
Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2468) vann enska FIDE-meistarann Ravi Haria (2382) í ţriđju umferđ alţjóđlega mótsins í Hastings í gćr. Guđmundur er einn efstur međ fullt hús. Fjórđa umferđ fer fram í dag og ţá teflir Gummi viđ danska stórmeistarann Allan Stig Rasmussen(2502).
Umferđ dagsins hefst kl. 14:15.
Alls taka 97 skákmenn ţátt í efsta flokknum og ţar af eru 11 stórmeistarar.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar - hefjast kl. 14:15.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2016 | 13:00
Jólamót Riddarans - óvćntir jólagestir sigruđu
Ţađ ríkti sannur Jóla- og keppnisandi ţegar Riddarar reitađa borđsins elduđu sitt gráa silfur á Jólamótinu í Vonarhöfn í gćr. Velskipađ mót ţar sem ţađ gustađi vel af og um menn jafnt úti sem inni enda stormasamt veđur í lofti og skákir á borđi.
Hinn hugumprúđi piltur ađ norđan HARALDUR HARALDSSON kom eins og hvítur stormsveipur inn úr hríđinni og vann orrahríđina á skákborđinu eftir dágóđan barning bćđi viđ menn og klukkur. Var einkar vel ađ sigri sínum kominn enda gamalreyndur kappskákmađur úr TR nú SA. Sama má segja um hinn tiginmannlega forystumann Hugins JÓN ŢORVALDSSON sem varđ ađ láta sér linda annađ sćtiđ. Góđir gestir ţar á ferđ.
Heimamennirnir FRIĐGEIR K. HÓLM og hinn aldni höfđingi GUNNAR KR. GUNNARSSON báđir haldnir sterkum og einbeittum sigurvilja urđu ađ sćtta sig viđ 3.- 4. sćtiđ ađ ţessu sinni. Annars var mótiđ nokkuđ jafnt og allir höfđu eitthvađ upp úr krafsinu og engin fór tómhentur heim ţví allir voru leystir út međ smá jólaglađningi handa sér og sínum, sumir sem sigurlaun en ađrir sem sárabót.
Sigurvegari varpađi fram ţessum kviđlingi ađ móti loknu út af samlíkingu viđ hvíta stormsveipinn um leiđ ađ hann kvađst vera orđinn Riddari inn viđ beiniđ en ekki Hrókur.
"Norđan harđan gerđi garđ
- gamni ţarf ađ sinna.
Hart ég barđist - víst ég varđ
Vini mína ađ vinna."
HH.
Gleđilegt nýtt skákár!
ESE erkiriddari
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2016 | 12:00
Vignir vann alţjóđlegan meistara í Stokkhólmi
FIDE-meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2404) vann ţýska alţjóđlega meistarann Dietmar Kolbus (2299) í 3. umferđ Rilton-mótsins í gćr. Vignir hefur 2 vinninga eftir ţessa góđu byrjun á mótinu.
Í fjórđu umferđ sem fram fer í dag teflir Vignir viđ eistneska stórmeistarann Kaido Kulaots (2556). Umferđin hefst kl. 14.
Alls taka 105 skákmenn ţátt í efsta flokknum og ţar af eru 24 stórmeistarar. Mótiđ er teflt 27. desember - 5. janúar.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (Chess24) hefjast kl. 14
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2016 | 11:00
Guđmundur vann Thybo í Hastings
Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2468) vann danska FIDE-meistarann Jesper Sondergaard Thybo (2352) í 2. umferđ alţjóđlega mótsins í Hastings sem fram fór í gćr. Guđmundur er einn níu keppenda sem hefur fullt hús.
Í ţriđju umferđ sem fram fer í dag teflir Gummi viđ enska FIDE-meistarann Ravi Haria (2382). Umferđin hefst kl. 14:15.
Alls taka 97 skákmenn ţátt í efsta flokknum og ţar af eru 11 stórmeistarar.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar - hefjast kl. 14:15.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2016 | 10:00
Karjakin og Carlsen efstir á HM í hrađskák
Heimsmeistaramótiđ í hrađskák hófst í gćr í Doha í Katar. Ţegar tólf umferđum af 21 er lokiđ eru engir ađrir en Sergei Karjakin (2800) og Magnus Carlsen (2873) efstir međ 10 vinninga . Ţeir kumpánar hafa 1,5 vinninga á nćstu menn. Í innbyrđisskák félaganna frá New York-einvíginu vann Karjakin sigur ađ ţessu sinni. Karjakin er taplaus á mótinu en hefur gert fjögur jafntefli.
Mótinu er framhaldiđ kl. 12 í dag međ níu síđustu umferđunum.
Nánar um gang mála í gćr má lesa á Chess.com.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2016 | 09:00
Óvćntur sigur brekkusnigla
Í gćrkvöldi fór fram hin árlega hverfakeppni Skákfélags Akureyrar. Tvö 10 manna liđ mćttu til keppni. Í öđru voru brekkusniglar og nágrannar en í hinu voru ţorparar og eyrarpúkar. Keppendur voru á öllum aldri og báđum kynjum.
Fyrst var keppt í 15 mín skákum og eins og vćnta mátti lögđu ţorparar brekkusnigla nokkuđ örugglega međ 5,5 vinningi gegn 4,5 vinningum, enda eru ţeir betri í atskákunum.
Síđan fór fram bćndaglíma í hrađskák. Allir keppendur í hvoru liđi öttu kappi viđ alla keppendur hins liđsins. Eins og vćnta mátti var hart barist og flestar umferđirnar voru nokkuđ jafnar. Svo fór ađ lokuđ ađ brekkusniglarnir unnu nauman og óvćntan sigur. Ţeir hlutu samtals 60 vinninga gegn 40.
Bestum árangri brekkusnigla náđi Jón Kristinn Ţorgeirsson. Sýndi hann af sér mikla ósvífni og lagđi alla andstćđinga sína og hlaut 10 vinninga. Litlu ósvífnari voru ţeir Rúnar Sigurpálsson og Andri Freyr Björgvinsson. Ţeir fengu 9,5 vinninga.
Bestum árangri ţorpara náđi Smári Ólafsson. Hann hlaut 7 vinninga.
Nánar á vefsíđu SA.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2016 | 08:00
Jón Kristinn jólaskákmeistari SA
Ungir sem aldnir fjölmenntu á Jólahrađskákmót Skákfélags Akureyrar sem fór fram 22. desember. Alls voru ţađ 16 sem létu sjá sig ađ ţessu sinni og er ţađ međ betra móti. Sigurvegari mótsins ađ ţessu sinni var Jón Kristinn og ţarf ţađ ekki ađ koma mörgum á óvart. Baráttan var hinsvegar harđari um nćstu sćti á eftir honum. Ţađ fór svo ađ Elsa lauk keppni í 2. sćti og Sigurđur Arnarson í ţví ţriđja.
- 1. Jón Krsitinn Ţorgeirsson 14/15
- 2. Elsa María Kristínardóttir 12,5
- 3. Sigurđur Arnarson 11,5
- 4-5. Andri Freyr Björgvinsson 10,5
- 4-5. Tómas Veigar Sigurđarson 10,5
- 6. Ingimar Jónsson 10
- 7-8. Haraldur Haraldsson 9,5
- 7-8. Sigurđur Eiríksson 9,5
- 9-10. Smári Ólafsson 8
- 9-10. Karl Steingrímsson 8
- 11. Haki Jóhannesson 5
- 12.Heiđar Ólafsson 4,5
- 13. Ágúst Ívar Árnason 3
- 14. Alexander Arnar Ţórisson 2
- 15. Hilmir Vilhjálmsson 1
- 16. Alexía 0,5
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 07:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.12.): 15
- Sl. sólarhring: 62
- Sl. viku: 193
- Frá upphafi: 8771972
Annađ
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 150
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar