Bloggfærslur mánaðarins, júní 2014
30.6.2014 | 20:00
Fyrirlestur Guðmundar G. um Lewis-taflmennina í Fischersetri
Föstudaginn 11. júlí n.k. verður Guðmundur G. Þórarinsson með fyrirlestur um Lewis taflmennina í Fischersetri kl. 16.00. En Lewis taflmennirnir eru taldir elsta fyrirmynd nútíma taflmanna. Þeir fundust á Lewis eyju við strönd Skotlands og taldir vera rúmlega 800 ára gamlir. Og álíta Bretar þá eina af sínum merkustu fornmunum. Margar kenningar eru uppi um uppruna þeirra, en Guðmundur G. Þórarinsson hefur aflað þeirra gagna er renna styrkum stoðum undir þá kenningu að þeir séu upprunalega frá Íslandi.
Þá má geta þess að þessi dagur 11. júlí er jafnframt afmælisdagur Fischerseturs, en þá var það opnað fyrir ári síðan. Af þessu tilefni verður frítt inn í Fischersetrið þennan dag og á fyrirlesturinn.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2014 | 16:07
Ný alþjóðleg skákstig
Ný alþjóðleg skákstig eru komin út og taka þau gildi á morgun, 1. júlí. Jóhann Hjartarson er sem fyrr stigahæsti skákmaður landsins. Erlingur Atli Pálmarsson er stigahæstur tveggja nýliða og Heimir Páll Ragnarsson hækkar mest frá maí-listanum. Magnus Carlsen er stigahæsti skákmaður heims.
Alþjóðleg skákstig
307 skákmenn eru á listanum fyrir virka íslenska skákmenn. Jóhann Hjartarson (2571) er stigahæstur. Næstur er Helgi Ólafsson (2555) en svo koma þrír skákmenn í einum hnapp en það eru Hannes Hlífar Stefánsson (2536), Héðinn Steingrímsson (2536) og Hjörvar Steinn Grétarsson (2535).
Topp 20
No. | Name | Tit | JUL14 | Gms | Ch. |
1 | Hjartarson, Johann | GM | 2571 | 0 | 0 |
2 | Olafsson, Helgi | GM | 2555 | 0 | 0 |
3 | Stefansson, Hannes | GM | 2536 | 18 | -4 |
4 | Steingrimsson, Hedinn | GM | 2536 | 9 | -1 |
5 | Gretarsson, Hjorvar Steinn | GM | 2535 | 9 | -10 |
6 | Arnason, Jon L | GM | 2502 | 0 | 0 |
7 | Kristjansson, Stefan | GM | 2490 | 0 | 0 |
8 | Danielsen, Henrik | GM | 2488 | 9 | 2 |
9 | Gretarsson, Helgi Ass | GM | 2456 | 9 | -6 |
10 | Thorsteins, Karl | IM | 2456 | 0 | 0 |
11 | Kjartansson, Gudmundur | IM | 2456 | 9 | 22 |
12 | Thorfinnsson, Bragi | IM | 2437 | 9 | -10 |
13 | Gunnarsson, Arnar | IM | 2435 | 0 | 0 |
14 | Gunnarsson, Jon Viktor | IM | 2426 | 0 | 0 |
15 | Thorhallsson, Throstur | GM | 2426 | 17 | 1 |
16 | Olafsson, Fridrik | GM | 2397 | 0 | 0 |
17 | Thorfinnsson, Bjorn | IM | 2389 | 0 | 0 |
18 | Ulfarsson, Magnus Orn | FM | 2380 | 0 | 0 |
19 | Johannesson, Ingvar Thor | FM | 2371 | 0 | 0 |
20 | Arngrimsson, Dagur | IM | 2366 | 17 | -24 |
Heildarlistinn fylgir með sem PDF-viðhengi.
Nýliðar
Tveir nýliðar eru á listanum. Annars vegar Erlingur Atli Pálmarsson (1509) og Aron Þór Mai (1274). Báðir eftir góða frammistöðu á Íslandsmótinu í skák.
No. | Name | Tit | JUL14 | Gms | Ch. |
1 | Palmarsson, Erlingur Atli | 1509 | 16 | 1509 | |
2 | Mai, Aron Thor | 1274 | 9 | 1274 |
Mestu hækkanir
Heimir Páll Ragnarsson (50) hækkar mest á stigum frá júní-listanum eftir frábæra frammistöðu í Sardiníu. Í næstum sætum eru Lenka Ptácníková (46) sem stóð sig frábærlega á alþjóðlegu móti í Teplice og Bárður Örn Birksson (32) eftir mjög góða frammistöðu á Íslandsmótinu í skák.
No. | Name | Tit | JUL14 | Gms | Ch. |
1 | Ragnarsson, Heimir Pall | 1473 | 13 | 50 | |
2 | Ptacnikova, Lenka | WGM | 2310 | 18 | 46 |
3 | Birkisson, Bardur Orn | 1542 | 10 | 32 | |
4 | Kjartansson, Gudmundur | IM | 2456 | 9 | 22 |
5 | Bergsson, Stefan | 2098 | 9 | 21 | |
6 | Sigfusson, Sigurdur | FM | 2307 | 9 | 17 |
7 | Stefansson, Vignir Vatnar | 1963 | 13 | 15 | |
8 | Birkisson, Bjorn Holm | 1607 | 11 | 14 | |
9 | Hauksson, Hordur Aron | 1792 | 8 | 13 | |
10 | Magnusson, Thorsteinn | 1241 | 3 | 13 |
Stigahæstu skákkonur landsins
Lenka Ptácníková (2310) er sem fyrr stigahæsta skákkona landsins. Í næstum sætum eru Guðlaug Þorsteinsdóttir (2006) og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (1982).
No. | Name | Tit | JUL14 | Gms | Ch. |
1 | Ptacnikova, Lenka | WGM | 2310 | 18 | 46 |
2 | Thorsteinsdottir, Gudlaug | WFM | 2006 | 9 | 1 |
3 | Thorsteinsdottir, Hallgerdur | 1982 | 8 | 0 | |
4 | Ingolfsdottir, Harpa | 1965 | 0 | 0 | |
5 | Finnbogadottir, Tinna Kristin | 1915 | 8 | -15 | |
6 | Johannsdottir, Johanna Bjorg | 1862 | 8 | 6 | |
7 | Kristinardottir, Elsa Maria | 1839 | 6 | 9 | |
8 | Fridthjofsdottir, Sigurl. Regina | 1789 | 0 | 0 | |
9 | Birgisdottir, Ingibjorg | 1779 | 0 | 0 | |
10 | Helgadottir, Sigridur Bjorg | 1758 | 0 | 0 |
Stigahæstu ungmenni landsins (1994 og síðar)
Oliver Aron Jóhannesson (2165) og Dagur Ragnarsson (2154) skiptast á forystunni á unglingalistanum. Oliver endurheimti nú efsta sætið. Nökkvi Sverrisson (2082) er svo þriðji.
No. | Name | JUL14 | Gms | B-day | Ch. |
1 | Johannesson, Oliver | 2165 | 13 | 1998 | 9 |
2 | Ragnarsson, Dagur | 2154 | 13 | 1997 | -7 |
3 | Sverrisson, Nokkvi | 2082 | 0 | 1994 | 0 |
4 | Karlsson, Mikael Johann | 2056 | 0 | 1995 | 0 |
5 | Hardarson, Jon Trausti | 2045 | 0 | 1997 | 0 |
6 | Johannsson, Orn Leo | 2038 | 0 | 1994 | 0 |
7 | Thorgeirsson, Jon Kristinn | 1966 | 0 | 1999 | 0 |
8 | Stefansson, Vignir Vatnar | 1963 | 13 | 2003 | 15 |
9 | Sigurdarson, Emil | 1903 | 0 | 1996 | 0 |
10 | Fridgeirsson, Dagur Andri | 1847 | 0 | 1995 | 0 |
Öðlingalisti er ekki tekinn saman þar sem engar breytingar eru þar meðal efstu manna.
Reiknuð skákmót
- Íslandsmótið í skák (landsliðs- og áskorendaflokkur)
- Meistaramót Skákskóla Íslands (4.-7. umferð)
Heimslistinn
Magnus Carlsen (2877) er sem fyrr langstigahæstur. Í næstum sætum eru Levon Aronian (2805) og Alexander Grischuk (2795).
Caruana (2858) er hæstur á atskákstigum. Þar er Carlsen (2855) og Grischuk (2828) þriðji.
Carlsen (2948) er langhæstur á hraðskákstigum. Þar er Hikaru Nakamura (2906) og Rússin með flókna nafnið Ian Nepomniachtchi (2880) þriðji.
Heimslistana má nálgast hér.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2014 | 13:20
FIDE kosningar: Skáksambönd og forsetar hverfa af heimasíðu FIDE
Þann 11. ágúst nk. fara fram forsetakosningar í FIDE (alþjóða skáksambandinu) í Tromsö í Noregi. Tveir berjast um embættið. Kirsan Ilyumzhinov, forseti FIDE síðustu 19 ára, og áskorandi hans, Garry Kasparov. Hart er barist um atkvæðin og á síðustu dögum og vikum hefur það vakið athygli að skipt hefur verið um forystu skákhreyfinganna í Gabon og Afganistan án þess að viðkomandi virðist hafa vitað af því.
Það er vitað að Pútin og hans fólk vill alls ekki Kasparov sem forseta og hafa Rússarnir ekki hikað við að nota sendiráð sín til að freista þess að hafa áhrif á forystumenn skáksambanda. Slíkt hefur þó ekki gerst hérlendis.
Í grein í Chess.com sem rituð er af Peter Doggers (Chessvibes og Chess.com hafa sameinast) er ítarlega fjallað um baráttuna. Dæmin í Afganistan og Gabon hafa vakið mikla athygli. Umfjöllunin hér að neðan byggir að mestu leyti á grein Doggers.
Afganistan
Skáksamband Afganistan undir forystu Mahomod Hanif hafði áður lýst yfir stuðningi við Kasparov. Þann 21. júní sl. birtist svohljóðandi yfirlýsing á heimasíðu Kasparovs.
"Every day brings new reports of abuses of power by FIDE executives to promote Kirsan Ilyumzhinov's reelection, further damaging relations with the federations FIDE is supposed to represent and support. The latest example is the removal of several federation presidents and delegates from the FIDE website, federations that had recently announced their support for the ticket of Garry Kasparov. FIDE Executive Director (and Treasurer, another conflict of interest) Nigel Freeman has further damaged his reputation and the credibility of FIDE by abusing FIDE powers to remove valid and long-standing federations for political reasons."
Vitnað er í Mahomod Hanif sem hefur verið forseti og FIDE-fulltrúi Skáksambands Afganistan um árabil og í Fahim Hashimy forseta Ólympíusambands Afganistan.
Hanif var skyndilega ekki lengur á heimasíðu FIDE hvorki sem forseti né FIDE-fulltrúi.
Hanif segir í tölvupósti til FIDE:
"I'm not understand what's going on here. You removed me from FIDE site as president, delegate for Afghanistan Chess Federation and you say there was some election on May 25 to put in the new person. There was no election this is made up."
Hashimy segir
"I, President of Afghanistan Olympic Committee and General Secretary of Afghanistan Chess Federarion hereby confirm that no changes have been made in this federation and Mr Mahmod Hanif is the president and chess delegate of the Afghanistan Chess Federation."
Nokkrir dagar liðu og þá kom svar á vefsíðu Kirsans og síðar á vefsíðunni Chess News Agency sem rekur mikinn áróður fyrir Kirsan. Þar kemur fram að Hanif hafi verið fjarlægður (removed) sem forseti Skáksambandsins vegna spillingar og sæti nú rannsókn fyrir þjófnað. Þar er sýnt bréf frá menntamálaráðuneyti Afganistan þar sem þessar ásakanir koma fram. Þar er einnig haldið fram að málið sé ekki á forræði Ólympíusambands landsins en athygli vekur reyndar að það er stimplað þeim sömu samtökum!
Ritstjóri Skák.is hefur auðvitað engar forsendur til að meta sannleiksgildi spillingarásakanna á hendur Hanif en það er útaf fyrir sig umhugsunarefni að það skuli gerast skömmu eftir að hann lýsir yfir stuðningi við Kasparov.
Gabon
Dæmið í Gabon er eiginlega enn verra því þar hefur beinlínis verið skipt um skáksamband! Þar hafði Skáksamband Gabon (ADGE) lýst yfir stuðningi við Kasparov.
Einhvern tíma í júní virðist sem nýtt skáksamband í Gabon (AGE) tekið við sem fulltrúi Gabon. Vart þarf að taka fram að hið nýja" skáksamband styður Kirsan á meðan hið gamla" studdi Kasparov.
Ekki hafa góð rök verið færð fyrir þessum breytingum og ef marka má Chessdrum sem fjallar ítarlega um málið virðist hið nýja skáksamband vera stjórnað af mönnum sem urðu undir í kosningum fyrr á árinu.
Mál Afganistan og Gabon eiga án efa eftir að vera áberandi í umræðunni á næstunni og Kasparov og hans fólk á án eftir að beita sér mjög harkalega í aðdraganda kosninganna til að reyna að snúa við þessum dæmum.
Hér eru ekki aðeins tvö atkvæði á ferðinni heldur er hér um ræða fjögurra atkvæða sveiflu sem gæti skipt miklu máli en 180 skáksambönd hafa atkvæðisrétt í FIDE.
Hvernig er staðan?
Stuðningsmenn Kirsans tala fjálglega um sterka stöðu síns frambjóðanda. Þeir hafa Ameríku nánast alla á sínu bandi. Stuðningur Kanada verið Kirsan hefur vakið athygli og gagnrýni heima fyrir.
Staða Kasparovs er talinn sterkari bæði í Evrópu og Asíu. Staðan í Afríku er óljós. Stuðningsmenn Kasparovs tala um baráttan sé jöfn.
Íslendingar hafa þegar lýst yfir stuðningi við Kasparov og það hafa einnig Danir og Norðmenn gert. Friðrik Ólafsson, eini fyrrverandi forseti FIDE sem er á lífi, styður Kasparov eindregið. Færeyingar, Finnar og Svíar hafa engar yfirlýsingar gefið.
Heimildir ritstjóra herma að mögulega gætu borist tíðindi úr herbúðum Kasparovs í þessari eða næstu viku.
Skák.is mun reyna að hafa púlsinn á átökunum sem framundan eru.
Spil og leikir | Breytt 14.7.2014 kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2014 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Skákdrottning vesturstrandarinnar
Hún hafði getið sér gott orð sem einn fremsti tennisleikari kvenna í Bandaríkjunum en þegar keppnisferli þar lauk tók skákin við. Hún gerðist þátttakandi í bréfskákmótum og var stundum í öngum sínum þegar flóknar stöður hrönnuðust upp hjá henni. Hún vann til bronsverðlauna þegar hún tefldi á 2. borði fyrir Bandaríkin á Ólympíumóti kvenna árið 1957 og varð ásamt eiginmanni sínum, sellóleikaranum Gregory Piatigorsky, öflugur stuðningsaðili skákarinnar og saman unnu þau að framsæknum hugmyndum í skólaskák. Auðlegð fylgir samfélagsleg ábyrgð, voru kjörorð hennar. Hún lét til sín taka á sviði lista og menningar og var sjálf frambærilegur höggmyndari. Á sjöunda áratugnum skipulögðu þau hjónin og kostuðu frábæra skákviðburði á vesturströnd Bandaríkjanna. Einvígi Bobby Fischer og Samuel Reshevsky leystist að vísu upp hálfklárað vegna deilna um dagskrá þess, en síðan tók Piatigorsky-mótið 1963 við en þar var Friðrik Ólafsson meðal þátttakenda og varð í 3.-4. sæti. Hið goðsagnakennda Piatigorsky-mót 1966 hófst í ágúst það ár. Boris Spasskí sigraði eftir magnaða baráttu um efsta sætið við Bobby Fischer. Jacqueline skrifaði um Fischer í mótsbókina og kvittaði í leiðinni fyrir þrefið varðandi slit einvígisins við Reshevsky: Bobby Fischer er eldfjall sem skákin ein getur fengið til að bylta sér. Án skákarinnar slokknar á þessu eldfjalli fyrir fullt og fast. Það er eitthvað djúpt í sálu hans sem kvelur hann - en hvað það er gefur hann ekki upp."
Það var einmitt á fyrra Piatigorsky-mótinu sem Friðrik Ólafsson tefldi eina af bestu skákum sínum á ferlinum. Hann var langt fram eftir móti í góðum færum að vinna það en örlagaríkt tap úr vinningsstöðu fyrir Paul Keres á lokasprettinum kom í veg fyrir sigurinn:
Los Angeles 1963:
Friðrik Ólafsson - Samuel Reshevsky
Kóngsindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 0-0 5. Rf3 d6 6. 0-0 Rbd7 7. Dc2 e5 8. Hd1 He8 9. e4 c6 10. Rc3 exd4 11. Rxd4 a5 12. h3 De7 13. Bf4 Hd8 14. Hd2 Rc5 15. Had1 Re8 16. Be3 Bd7 17. He2 Rc7 18. f4 Hac8 19. Bf2 Be8 20. Kh2 Df8 21. Dd2 R7a6 22. Rf3 f5 23. Bd4 fxe4 24. Bxg7 Dxg7 25. Rxe4 Rxe4 26. Hxe4 d5 27. Hd4 Rb4 28. Rg5 Bf7 29. Rxf7 Dxf7 30. a3 c5 31. Hxd5 Rxd5 32. Bxd5 Hxd5 33. cxd5 He8 34. d6 Dd7 35. g4 b6 36. Dd5 Kg7 37. Hd2 He6
- og Reshevsky gafst upp. Eftir 38. ...Dxe6 39. d7 verður þetta peð að drottningu.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.
Grein þessi birtist í Laugardagsmogganum, 21. júní 2014
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2014 | 11:15
Guðmundur endaði með 3,5 vinning
Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2434) endaði með 3,5 vinning í 9 skákum á alþjóðlegu móti sem endaði í morgun í Finnlandi. Gummi endaði í sjöunda sæti af 10 keppendum. Rússneski stórmeistarinn Vasily Yemelin (2556) sigraði á mótinu.
Frammistaða Guðmundar samsvaraði 2374 skákstigum og lækkar hann um 8 stig fyrir hana.
Tíu skákmenn tóku þátt í mótinu og voru meðalstig 2452 skákstig. Þrír stórmeistarar, fimm alþjóðlegir meistarar og tveir FIDE-meistarar tóku þátt. Guðmundur var nr. 6 í stigaröð keppenda.
27.6.2014 | 09:39
Guðmundur með tap og vinning í gær
Guðmundur Kjartansson (2434) fékk einn vinning í gær á alþjóðlegu móti í Finnlandi en þá voru tefldar tvær umferðir. Hann vann finnska FIDE-meistarann Pekka Koykka (2307) en tapaði fyrir rússneska stórmeistaranum Vasily Yemelin (2556). Guðmundur hefur 2,5 vinning að loknum sex umferðum.
Í sjöundu umferð, sem hefst nú kl. 10, teflir hann við lettneska stórmeistarann Arturs Neiksans (2571).
Tíu skákmenn taka þátt í mótinu og eru meðalstig 2452 skákstig. Þrír stórmeistarar, fimm alþjóðlegir meistarar og tveir FIDE-meistarar taka þátt. Guðmundur er nr. 6 í stigaröð keppenda.
26.6.2014 | 08:24
Pistill Braga frá Riga
Pistill frá Braga Þorfinnssyni þar sem hann fjallar um alþjóðlegt mót í Riga í fyrrasumar.
Eftir miklar vangaveltur í sumar ákváðum við bræður að leggja land undir fót og skella okkur á skákmót. Það höfðum við ekki gert tveir saman síðan við lögðum upp í mikla frægðarför til Hastings á því dramatíska og sögulega ári 2001. (Þar tapaði ég 20 stigum og Björn sópaði upp 20 stigum ef minnið svíkur mig ekki). Miðað við árangur okkar að þessu sinni er líklegt að við tökum aftur skákferð saman eftir svona tíu ár. Fyrir valinu varð alþjóðlegt mót í Ríga, Lettlandi. Björn var sérstaklega hlynntur að tefla þarna þar sem að með því bætti hann við öðru landi, í fáránlega kúl landaleikinn sinn (sem gengur einfaldlega út á það að hann heimsæki sem flest lönd). Ég var líka með einhverjar rómantískar Tal sögur í kollinum, beint upp úr bókum Sosonko, þannig að ég var auðveldlega sannfærður. Ríga var málið. Það var allt að því barnsleg tilhlökkun í okkur, þegar við lögðum af stað í þessa reisu. Gleði Björns bróður er jafnan einlæg og smitandi. Það er skemmst frá því að segja, að við náðum ekki að sýna okkar bestu hliðar í þetta skiptið. Þó var ekki um að ræða einhvern harmleik á 64 reitum en við vitum báðir að við eigum að gera betur. En ferðin var ánægjuleg í alla aðra staði og lærdómsrík á marga vegu.
Ég hef aldrei verið sérstaklega mikill aðdáandi morgunumferða og það sýndi sig í þessu móti. Helsti gallinn á því var að tvisvar sinnum voru tefldar tvær umferðir á dag (2. og 3. umferð, sem og 5. og 6. umferð) Þá voru tímamörkin 90 30 á alla skákina, þ.e. enginn viðbótartími eftir 40. leikina. Maður var einfaldlega mættur í gamla góða íslenska deildakeppnisfyrirkomulagið þarna úti. Það hentaði mér e.t.v. illa þar sem ég var frekar æfingalaus eftir sumarið. Ég fór þó ágætlega af stað í mótinu og var kominn með 3 af 4. Hlutirnir fóru að fara úrskeiðis í 5. og 6. umferð. Í þeirri fyrri mátti ég sætta mig við tap í langri skák gegn ungum óbilgjörnum Rússa, en í þeirri síðari missti ég gjörunna stöðu niður í jafntefli gegn lettneskum heimamanni. Ég náði aðeins að laga stöðuna með 1,5 af 2 í næstu umferðum en tap í síðustu (eldhress morgunumferð) lét mann verða fyrir vonbrigðum með mótið í heild. Það er alltaf mikilvægt að tapa ekki í síðustu umferð á skákmótum.
Við bræður nutum þess þó vel að vera í Ríga, það er falleg borg sem hefur upp á margt að bjóða. Við kíktum m.a. minnisvarða um Mikhail Tal, sem var staðsettur í stórum og blómlegum almenningsgarði. Það er einnig vel hægt að mæla með þessu móti, af mörgum ástæðum. Keppnisstaðurinn er vel ásættanlegur og mótið er sterkt. Þá er stutt að ganga í allar áttir og góðir veitingastaðir út um allt. Þá sýndi það sig að það er einnig heppilegt fyrir áfangaveiðara. Til dæmis náði Færeyingurinn og öðlingspilturinn Helgi Ziska sínum fyrsta stórmeistaraáfanga í mótinu og það var ánægjulegt að verða vitni að því.
En að lokum kemur hér skák sem ég tefldi við ísraelskan skákmann í 2. umferð mótsins:
Bragi Þorfinnsson
26.6.2014 | 08:13
Guðmundur tapaði fyrir Tomi Nyback
Íslandsmeistarinn í skák, alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2434), tapaði fyrir finnska stórmeistaranum Tomi Nyback (2594) í fjórðu umferð alþjóðlegs móts í Finnland. Guðmundur hefur nú 1,5 vinning.
Í dag eru tefldar tvær umferðir. Í þeirri fyrri, sem nú er í gangi, teflir hann við finnska FIDE-meistarann Pekka Koykka (2307) og í þeirri síðari sem hefst kl. 13, teflir hann við rússneska stórmeistarann Vasily Yemelin (2556).
Í fyrri skák gærdagsins tapaði hann fyrir lettneska alþjóðlega meistaranum Toms Kantans (2467) og í þeirri síðari gerði hann jafntefli við finnska alþjóðlega meistarann Sampsa Nyysta (2359).
hlaut ½ vinning úr tveimur skákum á alþjóðlegu móti í Finnlandi í gær. Að loknum þremur umferðum hefur Guðmundur hlotið 1½ vinning.
Í fyrri skák gærdagsins tapaði hann fyrir lettneska alþjóðlega meistaranum Toms Kantans (2467) og í þeirri síðari gerði hann jafntefli við finnska alþjóðlega meistarann Sampsa Nyysta (2359).
Í dag teflir hann við sterkasta skákmann Finna, Tomi Nyback (2594). Skákin hefst kl. 10.
Tíu skákmenn taka þátt í mótinu og eru meðalstig 2452 skákstig. Þrír stórmeistarar, fimm alþjóðlegir meistarar og tveir FIDE-meistarar taka þátt. Guðmundur er nr. 6 í stigaröð keppenda.25.6.2014 | 12:21
Pistlar Guðmundar Kjartanssonar
Íslandsmeistarinn Guðmundur Kjartansson er um þessar mundir að tafli á alþjóðlegu móti í Finnlandi Á meðan beðið er frétta af Guðmundi í dag er tilvalið að renna yfir eldri pistla frá honum um mótahald á Spáni, Kosta Ríka og Kolumbíu í fyrra.
Með pistlunum fylgja með 7 skákir/skákbrot frá þessum mótum.
Spánn 2013
Hæ! Nú er ég staddur í Figueres, Spáni þar sem ég er að klára fimmta mótið af sjö sem ég tek þátt í í sumar, sem er aðeins meira heldur en ég er vanur. Ég ákvað að skella mér hingað til Spánar því hér get ég tekið mót eftir mót í Katalóníu mótaröðinni. Fyrsta mótið sem ég tók þátt í var í Montcada sem er nánast í Barcelona, og verður að teljast þrælmorkinn staður! Ef menn eru að hugsa um að taka mót hér á Spáni eða nálægt þá mæli ég frekar með Benasque eða Andorra sem eru virkilega flottir staðir upp í fjöllunum! Eftir Andorra fór ég svo aftur til Barcelona og tók þátt í fjórða mótinu og loksins hingað til Figueres!
Hingað til hefur ekki gengið neitt sérstaklega en samt hefur alltaf verið eitthvað jákvætt í hverju móti og er ég viss um að þetta muni allt saman skila sér fyrr eða síðar!
Figueres er líka nokkuð skemmtilegur staður, teflum í kastala eða kastala virki, sem er ekki hægt að kvarta yfir. Svo er hinn frægi súrrealiski listamaður og einn helsti listamaður Spánar fyrr og síðar, Salvador Dali, héðan. Ég er reyndar enn þá eftir að kíkja á safnið, en geri það líklega í dag eða á morgun. En það sem stendur upp úr í þessu móti er atvik sem átti ser stað í gær í sjöundu umferðinni. Einn keppanda í mótinu mætti með yfirvaraskegg í skákina sem væri ekki frásögu færandi, nema hvað..... að í kringum fimmtánda leik var yfirvaraskeggið horfið!! Mikil ráðgáta sem er óleyst enn þann dag í dag.
Á morgun klárast mótið og fæ ég þá loksins smá hvíld þangað til næsta mót hefst í Barcelona 23.ágúst, Sants Open, sem er líklega sterkasta mótið sem ég tek þátt í í sumar svo ég er nokkuð spenntur fyrir því. Eftir það tek ég þátt í móti í Sabadell sem er ekki langt frá Barcelona.... og svo loksins heim!
Undanfarið hef ég verið að leggja meiri áherslu á endatöfl og var ég nýlega að klára að lesa bók eftir GM Jesús de la Villa sem heitir 100 endatöfl sem er mikilvægt að þekkja" sem ég mæli eindregið með, ætti að vera hægt að fá hana hjá Sigurbirni!
Ég hef teflt mikið af áhugaverðum endatöflum núna í sumar, m.a. 4 hróksendatöfl sem ég ætla að fara yfir. Út af stuttum tímamörkum eru þessi endatöfl reyndar frekar illa tefld. Ég er aðeins með FireBird 1.31 en ekki Houdini svo það er mjög líklegt að það séu einhverjar villur í stúderingunum.
Kosta Ríka og Kólumbía 2013
Eftir EM landsliða í nóvember sl. fórum við Hannes Hlífar til Kosta Ríka til að taka þátt í deildakeppninni þar í landi. Eftir mótið stóð til að hafa nokkuð sterkan lokaðan stórmeistaraflokk en því miður var hætt við það og í staðinn haldið opið mót sem var ekkert sérstakt. Svo fór Hannes til Nicaragua til að taka þátt í öðru móti en ég ákvað að taka þátt í opnu móti í Kólumbíu í staðinn, Hannes vann öruggan sigur í Nicaragua en ég lenti í 4. sæti í mínu móti, hér eru 2 áhugaverðar stöður sem komu upp hjá mér.
Spil og leikir | Breytt 26.6.2014 kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2014 | 09:33
Guðmundur með hálfan vinning í gær
Íslandsmeistarinn í skák, alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2434), hlaut ½ vinning úr tveimur skákum á alþjóðlegu móti í Finnlandi í gær. Að loknum þremur umferðum hefur Guðmundur hlotið 1½ vinning.
Í fyrri skák gærdagsins tapaði hann fyrir lettneska alþjóðlega meistaranum Toms Kantans (2467) og í þeirri síðari gerði hann jafntefli við finnska alþjóðlega meistarann Sampsa Nyysta (2359).
Í dag teflir hann við sterkasta skákmann Finna, Tomi Nyback (2594). Skákin hefst kl. 10.
Tíu skákmenn taka þátt í mótinu og eru meðalstig 2452 skákstig. Þrír stórmeistarar, fimm alþjóðlegir meistarar og tveir FIDE-meistarar taka þátt. Guðmundur er nr. 6 í stigaröð keppenda.Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.12.): 20
- Sl. sólarhring: 64
- Sl. viku: 198
- Frá upphafi: 8771977
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 152
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar