Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2014

Fundargerđ ađalfundar SÍ

Fundargerđ ađalfundar SÍ frá 10. maí sl. rituđ af Róberti Lagerman er nú tilbúin.

Hana má nálgast hér.


Pistill: Ţröstur efstur Íslendinga í Sardiníu - Heimir Páll efstur í sínum flokki

 

Heimir međ gripinn

Dagana 7.-14. júní fór fram alţjóđlegt mót kennt viđ Bjarnarhöfđa viđ Portu Mannu í Sardiníu. Ţangađ fór níu manna hópur frá Íslandi og ţar af fjórir keppendur á alţjóđlega mótinu sjálfu. Almennt gekk ţokkalega hjá íslensku skákmönnunum og ţá sérstaklega hjá Heimi Páli Ragnarssyni sem stóđ sig best allra keppenda međ 1500 skákstig eđa minna.

 

Frammistađan

Ţröstur

Ţröstur Ţórhallsson (2425) varđ efstur Íslendinganna en hann hlaut 6 vinninga og endađi í 7.-12. sćti (8. sćti á stigum). Hann var ađeins einu sćti frá verđlaunasćti.

Gunnar Björnsson (2063) hlaut 5,5 vinning og endađi í 13.-32. sćti (30. sćti). Stefán Bergsson (2077) fékk 5 vinninga og endađi í 33.-44. sćti (34. sćti).

Heimir Páll Ragnarsson (1423) hlaut 4,5 vinning og endađi í 45.-66. sćti (64. sćti).

Heimir Páll vann sigur í flokki skákmanna undir 1500 skákstigum. Í verđlaun fékk hann flottan verđlaunagrip auk €150 í verđlaun. Heimir var einnig nálćgt ţví ađ fá verđlaun í unglingaflokki. Hann varđ ţar fjórđi en veitt eru ţrenn verđlaun í hverjum flokki.

Heimir hćkkađi um heil 50 stig (!!) fyrir frammistöđu sína en međ réttu miđađ viđ skákstig hefđi hann átt ađ fá 1,17 vinning en fékk 4,5 vinning!

Stefán fer međ bćnirStefán átti einnig gott mót en hann hćkkađi um 21 skákstig. Hann var auk ţess óheppinn ađ tapa í lokaumferđinni en jafntefli ţar hefđi vćntanlega tryggt honum sigur í flokki skákmanna undir 2100 skákstigum.

Gunnar og Ţröstur voru nánast á pari. Gunnar (0) og Ţröstur (-4).  Samtals komu ţví 67 skákstig inn í íslenskt skákstigahagkerfi á mótinu.

Ţröstur byrjađi illa en náđi sér vel á strik í lok mótsins. Sömu sögu má ađ einhverju leyti segja um undirritađan. Stefán tefldi frískast allra og má ţar sérstaklega nefna jafnteflisskákina gegn rússneska stórmeistaranum Sergei Besjukov. Ţar fórnađi hann hrók ađ ţví virtist fyrir óljósar bćtur en viđ stúderingar (međ hjálp tölvu) kom í ljós ađ ţađ var andstćđingurinn sem mátti fremur ţakka fyrir jafntefliđ.

Heimir Páll tefldi vel og átti margar góđar skákir. Ţađ er mikill lćrdómur ađ tefla viđ upp fyrir sig í hverri umferđ og ekki síđur ađ tefla viđ nýja andstćđinga - en ekki ţá sömu aftur og aftur eins og vill gjarnan gerast á innlendum mótum. Heimir nýtti ţađ tćkifćri vel og tefldi af miklum krafti.

GunnarSjálfur tefldi ég skrykkjótt og missti stundum ţráđinn. Sérstaklega í pósanum ţar sem styrkleiki minn liggur ekki. Taflmennskan fór ţá batnandi ţegar leiđ á mótiđ. Í lokaumferđinni mćtti ég ungum ítölskum alţjóđlegum meistara (2390). Hann mćtti ríflega 20 mínútum of seint og virtist fremur áhugalaus. Hann tefldi Dragendorf og valdi ég fremur rólegt framhald (7. Be2 í stađ 7. f3). Eftir átta leiki átti ég leik og skyndilega heyrast gríđarlegir skruđningar sem virđast engan endi ćtla ađ taka. Var nánast eins og ţakiđ vćri ađ hrynja. Ţegar ég er ađ hugsa um níunda leikinn býđur andstćđingurinn mér jafntefli sem ég ţáđi enda sáttur viđ jafntefli viđ upphaf skákarinnar.

Ţegar ég kom svo út í lok skákarinnar kom í ljós hvernig stóđ á Bílinn á ţakinuhávađanum. Mannlaus bíll hafđi losnađ úr handbremsu í brekku og nánast lent oná ţakinu. Var mildi ađ ekki fór verr ţví hefđi bíllinn komist upp á allt ţakiđ hefđi ţađ getađ fariđ mun verr. Sömu sögu má segja ef hann fariđ beint niđur brekkuna. Ţá hefđi hann veriđ á mikilli ferđ og lent á húsum ţarna.

Fyrirtaks ađstćđur

Ađstćđur á skákstađ voru til fyrirmyndar. Góđ trésett, grćnir dúkar, góđ borđastćrđ og góđ loftrćsting til stađar. Yuri Garrett heitir sá sem hélt mótiđ ásamt félaga sínum Stefano Lupini sem rekur hóteliđ á skákstađnum.

Stefano Lupini og Yuri GarrettNokkuđ var um hliđarviđburđi. Eitt kvöldiđ var hrađskákmót en enginn Íslendinganna tók ţar ţátt. Lokakvöldiđ var tefld tvískák. Í hádeginu voru svo sterkustu keppendur mótsins međ fyrirlestra. Má ţar nefna Ni Hua, Mikhail Marin, Lars Schandorff og Sabino Brunello.

Getraun var í hverri umferđ ţar sem hćgt var ađ spá um úrslitin á 12 efstu borđunum (1x2). Var sú keppni kölluđ TotuMannu. Viđ Stefán blönduđum okkur báđir í toppbaráttuna - sérstaklega ţó Stefán sem var efstur um tíma. Verđlaun voru góđ - eđa bođ á nćsta mót (ţátttökugjöld, gisting og fćđi). Ţví miđur enduđu ţau verđlaun í ítölskum höndum L.

Hápunktur hliđarviđburđa (a.m.k. ađ mati Íslendinga) var svo Reykjavik Open Pub Quiz sem var í Sigurvegarar og mótshaldarar Reykjavik Open Pub Quizumsjón mín og Stefáns. Sem grunn notuđum viđ spurningar frá Sigurbirni Björnssyni frá árunum 2010 og 2011 og svo vorum viđ nokkrar sérhannađar spurningar fyrir Ítalanna. Spurningarnar voru ţó heldur léttari en á Reykjavik Open.  Sigurvegar voru Brunello og Íslandsvinurinn Luca Barillaro. Sá mćtti kátur í bol merktum Taflfélaginu Helli en hann tefldi međ félaginu á Íslandsmóti skákfélaga í fyrra og stóđ sig vel.

Keppendur búa í húsum sem flestu leyti voru góđ. Snyrtilegt var í húsinu og ţau ţrifin daglega. Verđiđ fyrir gistingu og fullt fćđi, sem var gott og fjölbreytt, var €60. 

Roberta og Fransiska á barnumŢćr Roberta og Fransisca voru svo ákaflegar almennilega og ţćgilegar á hótel/sundlaugarbarnum.

Misjafnar áherslur

Keppendalistinn var heldur öđruvísi en viđ Íslendingar erum vanir. Konur voru í miklum minnihluta og mun minna var um unga skákmenn en viđ erum vanir. Nóg var hins vegar um miđaldra ítalska karlmenn af öllum getustigum en alls komu keppendur frá 16 löndum.

Misjafnar áherslur voru međal keppenda. Sumir komu auđvitađ til ađ vinna verđlaun og međan ađrir höfđu ađrar vćntingar.

Ţrír Írar tóku ţátt í mótinu. Ákaflega skemmtilegar karlar en ţetta er í fjórđa skiptiđ sem ţeir tókuÍrarnir ţátt.  Ţeir höfđu sína daglegu rútínu. Ţeir gengu upp á hćđina fyrir ofan húsin og komu ţar viđ á bar. Ţar fengu ţeir sér aldrei meira en tvo bjóra. Svo gengu ţeir niđur hćđina til ađ koma í matinn. Ţar fengu ţeir sé aldrei meira en einn bjór! Svo var tekinn 20 mínútna „siesta" fyrir skák!

Ađ lokum

Óhćtt er ađ mćla međ ţessu móti fyrir íslenska skákmenn. Ekki síst fyrir fjölskyldur en bćđi og ég Ţröstur tókum međ okkur fjölskyldumeđlimi sem ekki tóku ţátt í mótinu. Langt er ţó í búđir en gott getur veriđ ađ taka bílaleigubíla og keyra til nćsta bćjar, Palau, (um 5-10 mínútna akstur). Nóg var fyrir okkur ađ hafa einn slíkan bíl fyrir okkur níu.

Mótiđ er vel áfangahćft fyrir ţá sem eru ađ sćkja sér AM-áfanga en mótiđ er töluvert síđur áfangahćfara fyrir stórmeistaraáfanga. Enginn áfangi kom ţó í hús en tveir keppendur sem ţurftu ađ fá jafntefli í lokaumferđinni töpuđu sínum skákum.

Ströndin er svo stutt undan og ákaflega góđ stúderingaađstćđa íStúderingaađstađa húsunum međ frábćru útsýni eins og sjá má á međfylgjandi mynd.

Ef menn hafa áhuga á ţátttöku má benda á mótiđ 2015 fer fram 6.-13. júní! Ég mćli eindregiđ međ mótinu. Ekki ţá síst fyrir unga og efnilega skákmenn. Svo má benda á ađ mótiđ er sérstaklega fjölskylduvćnt fyrir ţá sem vilja sameina skák- og fjölskylduferđ og eru jafnvel á höttunum eftir AM-áfanga.

Myndaalbúm (GB og fleiri)

Gunnar Björnsson


Guđmundur vann í fyrstu umferđ

IMG 0387Í dag hófst lokađ alţjóđlegt mót í Sastamala í Finnlandi. Fulltrúi Íslands á mótinu er Íslandsmeistarinn og alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2434). Gummi hóf mótiđ vel eđa međ sigri á finnska alţjóđlega meistaranum Mikael Agapov (2431).

Á morgun eru tefldar tvćr umferđir. Sú fyrri hefst kl. 7 og sú síđari kl. 13. Í ţeirri fyrri teflir Gummi viđ lettneska alţjóđlega meistarann Toms Kantans (2467) og í ţeirri síđari viđ finnska alţjóđlega meistarann Sampsa Nyysta (2359).

Tíu skákmenn taka ţátt í mótinu og eru međalstig 2452 skákstig. Ţrír stórmeistarar, fimm alţjóđlegir meistarar og tveir FIDE-meistarar taka ţátt. Guđmundur er nr. 6 í stigaröđ keppenda.


Björn Ţorfinnsson: Pistill frá Riga

Brćđur Bragi og BjörnHér birtist pistill frá Birni Ţorfinnssyni frá Riga í fyrra í ágúst.

Pistill Björns

Í byrjun ágúst héldum viđ brćđurnir til Ríga-borgar í Lettlandi til ađ taka ţátt í ţriđja Riga Open mótinu. Ríga er náttúrulega afar ţekktur stađur í skáksögunni ţökk sé töframanninum sem ţar fćddist og bjó en ţrátt fyrir ţađ hefur veriđ skortur af alţjóđlegum mótum ţar fyrir almennan skákmann. Nú hefur orđiđ breyting ţar á međ móthaldi Egons Lavendelis og félaga og metnađurinn er mikill - mótiđ á ađ verđa eitt sterkasta opna mót heims.

Ţađ er óhćtt ađ segja ţađ ađ Lavendelis sé ađ gera margt gott. Sjálft mótiđ er sérstaklega ţétt (ţökk sé flokkaskiptingu ţar sem A-flokkur er yfir 2150), verđlaunin er nokkuđ góđ ţó ađ ţeir ćtli ađ gera betur ţar á nćstu árum og öll skipulagning var međ miklum ágćtum. Stađsetning mótsins var svo algjörlega frábćr - í hjarta gamla bćjarins í Ríga sem er einstaklega fallegur og iđandi mannlíf hvert sem augu litu.

Hinsvegar er náttúrulega ýmislegt sem ađ mátti bćta og helst voru ţađ sjálfar ađstćđur á skákstađ ţví ađ teflt var í Riga Technical University sem er hreint ekkert svo tćknilegur, amk ekki sjálf byggingin. Engin loftrćsting var á skákstađ og ţar sem mikill hiti var í Riga í ágústmánuđi ţá var oft ansi loftlaust og agalegt á skákstađ. Skipuleggjendur brugđu á ţađ ráđ ađ hafa alla glugga opna, sem gerđi í raun lítiđ gagn, en ţá bárust inn iđandi tónar frá einhverju ţéttasta brassbandi sem ég hef heyrt í. Ţetta ágćta brassband spilađi á torginu fyrir framan skákstađinn frá morgni til kvölds, stanslaust allan daginn. Ég var fullur ađdáunnar yfir vinnuseminni til ađ byrja međ en til lengri tíma var ţetta orđiđ ansi ţreytandi.

Eitt sérstaklega skemmtilegt móment tengt sveitinni átti sér stađ í fyrstu umferđ hjá mér ţegar ég skrúfađi niđur sterkum leik sem var síđasti naglinn í líkkistu andstćđingsins. Uppgjöf hans var eini raunhćfi kosturinn en á međan hann hugsađi sinn gang ţá byrjađi sveitin ađ spila frábćra útgáfu af "We are the champions" međ Queen!

Annađ stórkostlegt atriđi átti sér stađ um miđbik mótsins, á afar heitum degi ţegar ađ tvöföld umferđ fór fram. Ég var ađ rölta um salinn ţegar mér verđur litiđ til skákmanns (sem síđar kom í ljós ađ var Lithái) sem fer allt í einu ađ vagga skringilega. Ég hélt fyrst ađ mađurinn vćri drukkinn en svo allt í einu sé ég hvernig ţađ hreinlega slokknar á honum og hann hrynur í gólfiđ eins og kartöflupoki. Ég verđ ađ viđurkenna ađ ég fraus á ţessu augnabliki, enda sannfćrđur um ađ mađurinn vćri dauđur, en sem betur fer voru ađrir ađilar fljótir á vettvang og veittu manninum ađhlynningu. Hann náđi fljótlega međvitund og steig á fćtur en var augljóslega frekar ringlađur. Hringt var á sjúkrabíl ađ sjálfsögđu og skákstjórar lögđu hart ađ manninum ađ koma fram og reyna ađ jafna sig. Ţá kom ţađ í ljós ađ mađurinn sat enn ađ tafli og ţađ gegn enskum vini mínum Ed Player. Playerinn hafđi fylgst međ ţví sem gekk á og seinna á veitingarstađ sem viđ sóttum gjarnan sagđi hann mér: "I wasnt hoping he was dead or anything, I was just hoping he would have to resign the game!". Ţess má ţó geta ađ ţrátt fyrir ţetta tćkifćrissinnađa svar Players ţá er drengurinn einstakt heiđursmenni eins og síđur kemur í ljós. En aftur ađ Litháanum. Á ţessu augnabliki ruddist hann ađ borđi ţeirra Players, ţar sem hann átti leik, og fór ađ hugsa nćsta leik. Player bauđ honum ţá jafntefli sem var fallega gert ţví hann var mun stigahćrri en Litháinn. Litháinn leit ţá upp, og ég mun seint gleyma ţví hvađ hann var gjörsamlega vankađur á ađ líta, og neitađi ţessu jafnteflisbođi samstundis! Einstakt karlmenni ţar á ferđinni! Niđurstađan varđ ţó sú ađ ţegar ađ sjúkraflutningsmennirnir komu ađ ná í manngarminn ţá sćttust ţeir félagarnir á skiptan hlut.

En ađ mótinu sjálfu. Bragi bróđir mun fjalla um sinn árangur í öđrum pistli og ţví verđur ţetta eingöngu egósentrískur pistill af eigin óförum.

Mótiđ byrjađi vel hjá mér gegn sigrum gegn tveimur ungum skákmönnum frá Litháen og Eistlandi. Sá fyrsti, Tavrijonas frá Litháen, féll í gömlu góđu gildruna mína í Cozio-afbrigđinu í Spanjólanum. Ţar tapađi hann peđi og ég klárađi ţađ mjög sannfćrandi. Ég var afar sáttur viđ ţađ enda sá ég drenginn tefla hrađskákir fyrir umferđina og var frekar smeykur ađ mćta honum. Hann var líka bara skráđur međ 2117 stig en endađi međ ţví ađ taka grjótharđan IM-norm í mótinu og grćđa 57 stig! Eins og áđur segir ţá var nćsta skák gegn Havame frá Eistlandi sem ađ fékk ađ vera međ í A-flokki á undanágu enda ađeins međ 1985 (grćddi svo yfir 30 stig í mótinu). Ég var eiginlega miđur mín yfir ţessari pörun í ţví ađ skv. öllum líkindum hefđi ég átt ađ vera í neđri hluta ţeirra sem höfđu 1 vinning og mćta ţá sterkum stórmeistara og ţađ međ hvítt. Vegna ótrúlegs fjölda af óvćntum úrslitum í fyrstu umferđ ţá var ég allt í einu kominn í efri hópinn og fékk ţar af leiđandi stigalćgsta manninn međ 1 vinning. Ţetta ţýddi ađ međalstigin mín voru farin til fjandans og Björninn var orđinn neikvćđur og fúll strax í byrjun móts. En skákin sjálf var góđ ţar sem ađ ég sá einum leik lengra en andstćđingurinn í langri ţvingađri atburđarás og vann liđ og stuttu seinna skákina.

Skákin í ţriđju umferđ var gegn vini mínum og allra Íslendinga, Aloyzas Kveinys. Einhverja hluta vegna ţá gengur mér ömurlega gegn kallinum og ţví bölvađi ég ţessari pörun í hástert ţegar hún var birt. Ţá erum viđ komnir ađ kjarnanum í málinu og ađ mínu mati helstu ástćđunni fyrir ömurlegu móti - en ţađ voru neikvćđar hugsanir. Strax í fyrstu umferđ fannst mér ég óheppinn međ andstćđinga og ţađ var gegnum gangandi allt mótiđ og ţađ leiddi af sér enn fleiri slíkar hugsanir og ađ endingu, um miđbik mótsins, ţeirri niđurstöđu ađ ţetta vćri hreinlega ekki "mitt mót". Ţađ leiddi svo eiginlega til andlegrar uppgjafar og kćruleysis. Ég er búinn ađ hugsa mikiđ um ţetta síđan ég kom heim og held ađ ég hafi lćrt gífurlega á ţessari reynslu, amk vona ég ţađ. Mađur verđur einfaldlega ađ temja sér jákvćđar hugsanir og halda fullri einbeitingu í erfiđum mótum.

En ég fór samviskusamlega niđur eins og spangólandi hundur gegn Aloyzas og skil ekki enn hvađ gerđist. Fannst ég vera međ fína stöđu eftir byrjunina en allt í einu var erfitt ađ finna góđa leiki og svo var ég bara kominn í djúpan skít :)

Nćsta skák gegn Lettanum Mustaps var eiginlega vendipunkturinn. Ég var hćgt og rólega ađ kreista úr honum drulluna í Benköbragđi ţegar ég lék af mér peđi og ţar međ vinningsstöđu í fáránlegri fljótfćrni. Ég titrađi af taugaveiklun eftir ţessi mistök og var nćstum ţví búinn ađ leika samstundis leik sem hefđi veriđ svarađ nánast međ sama trikkinu og ţađ ţýtt ađ ég hefđi getađ gefist upp. Sem betur fer náđi ég ađ hemja mig, anda rólega og finna leiđ sem gerđi mér kleift ađ halda jafntefli međ herkjum.

Nćstu skákir voru gegn 2200-mönnum sem voru í fínum áfangamöguleikum og ţrátt fyrir harđar baráttur og miklar sviptingar ţá tókst mér ekki ađ vinna ţćr. Skákin gegn Kretainis var t.d. helsjúk og sveiflađist á alla kanta í brjáluđu tímahraki. Kretainis fékk svo frábćran IM-norm.

Síđasti ţriđjungur mótsins var svo algjör harmsaga ţar sem ađ ég fékk ađeins 1 af 3 og sá vinningur var algjör tröllagrís gegn ungum Letta sem bugađist algjörlega eftir ađ ég slapp međ skrekkinn. Á ţessum tímapunkti var ég farinn ađ tefla afar kćruleysislega og ţó ađ ţađ virki stundum hjá mér ţá toppađi ég ţađ međ ţví ađ tefla líka ömurlega illa í ţokkabót. Ég var feginn ţegar mótiđ var búiđ og niđurstađan 4,5 af 9 og 18 stig í mínus er árangur sem ađ ég verđ í smátíma ađ jafna mig af.

Hvađ sem harmsögu minni í mótinu líđur ţá var mót ţetta frábćr upplifun í alla stađi. Ég get ekki mćlt nógsamlega međ Rígaborg og ţar sem ađ metnađur mótshaldara er mikill ţá held ég ađ ţađ sé óhćtt ađ mćla međ ţví ađ menn skođi ţađ ađ herja á Rígaborg ađ ári.

Virđingarfyllst,

Björn Ţorfinnsson,
International master of disaster.


Skákţáttur Morgunblađsins: Simen Agdestein snýr aftur

P1010779Í vikunni var tilkynnt ađ heimsmeistaraeinvígi Magnúsar Carlsen og Viswanathan Anand fćri fram í Sotsjí viđ Svartahaf og hćfist sögufrćgan dag í sögu Rússlands, 7. nóvember nćstkomandi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, var viđ hliđ Kirsan Iljumsjinov, forseta FIDE, ţegar tilkynnt var um vettvang einvígisins og tók ţannig af öll tvímćli um beinan stuđning Rússlandsstjórnar viđ Kirsan í kosningunum til forseta FIDE í ágúst nćstkomandi, en andstćđingur hans ţar er Garrí Kasparov.

Noregur er eitt helsta vígi Kasparovs í ţeirri baráttu og ţegar tilkynningin barst var Norska stórmótiđ, sem fram fer í Stavanger og Sandnes, rúmlega hálfnađ. Mótiđ er kostađ af norsku veđmálafyrirtćki en ţar sem norsk löggjöf er slíkum fyrirtćkjum andsnúin má ekki nota nafn ţess viđ kynningu. Fyrir síđustu umferđ var stađan ţessi: 1. Karjakin 5 v. 2.-3. Carlsen, Caruana 4˝ v. 4.-6. Topalov, Grisjúk og Kramnik 4 v. 7.-10. Agdestein, Svidler, Aronjan og Giri 3˝ v.

Frammistađa fyrsta stórmeistara Norđmanna, Simen Agdestein, sem er 47 ára gamall, hefur vakiđ athygli. Hann gerđi jafntefli í sjö fyrstu skákum sínum en teygđi sig of langt og tapađi fyrir Topalov međ hvítu í áttundu umferđ. Hann átti ađ mćta Magnúsi Carlsen í lokaumferđinni. Simen hefur átt góđa vinningsmöguleika í skákum sem hafa teflst upp úr franskri vörn. Samanburđur viđ ađra ţátttakendur hvađ Elo-stig varđar er honum ekki hagstćđur og er ástćđan helst sú ađ hann hefur lítiđ teflt undanfariđ. Í umrćđunni um frammistöđu hans virtust margir gleyma ţví ađ Simen, sem auk skákafreka er fyrrverandi landsliđsmađur í knattspyrnu, er fćddur sigurvegari! Sú kynslóđ sem ber uppi ţetta mót er stórlega ofmetin ţó ađ hún skreyti sig međ hćstu skákstigum sem um getur í skáksögunni. Vil ég leyfa mér ađ fullyrđa ađ enginn ţessara meistara komist međ tćrnar ţar sem Kasparov hafđi hćlana - ađ Magnúsi Carlsen ţó undanskildum. Ef Anand, sem er af allt annarri kynslóđ, er tekinn sem dćmi er hćgt ađ rifja upp ţá tíđ ţegar ţađ ţýddi varla fyrir Anand ađ stilla upp á móti Kasparov og ţađ var á tíma ţegar skákstyrkur Indverjans var mestur. Hćg en örugg afturför síđustu ára kom ţó ekki í veg fyrir öruggan sigur hans í áskorendamótinu í Khanty-Mansiysk á dögunum.

Ađ Karjakin sé efstur fyrir lokaumferđina er međ ólíkindum. Hann hafđi heppnina međ sér í 8. umferđ ţegar hann vann Hollendinginn Giri eftir 131 leik. Skákin ţróađist snemma í einhvers konar umsátursástand ţar sem Karjakin gat vart hreyft legg né liđ. Eftir 75 leik varđ hann ađ láta skiptamun af hendi. Áfram hélt umsátriđ en í 115 leik. fannst Giri nóg komiđ nóg og reyndi ađ brjótast í gegn. Í 120. leik missti hann af vinningsleik. Jafntefli međ ţráskák blasti loks viđ eftir 130 leiki en ţá gerđist ţetta:

Giri - Karjakin

Hér gat Giri leikiđ 131. Ka2 og eftir 131. ... Dg2+ er ekkert meira en jafntefli ađ hafa. Ţannig dugar ekki ađ leika 131. ... d3 vegna 132. De8! og hvítur vinnur. En í stađ ţess ađ fćra kónginn til a2 valdi Giri einn lélegasta leik mótsins:

g6nsi0l3.jpg131. Hc4??

og nú kom ...

131. .... Bc3!

og ţađ er alveg sama hvađ hvítur reynir í ţessari stöđu. Ţađ er engin vörn viđ hótununum 132. ... Dh1+ eđa 132. ... De4+ og mát verđur ekki umflúiđ. Giri gafst ţví upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 14. júní 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Afar góđ frammistađa Lenku í Teplice

Hannes og LenkaLenka Ptácníková (2264) stóđ sig afar vel á opna skákmótinu í Teplice í Tékklandi sem lauk í dag. Lenka tapađi reyndar tveimur síđustu skákunum - í lokaumferđinni fyrir Hannesi Hlífari Stefánssyni (2540) í uppgjöri fyrsta borđs manna Íslands. Lenka hlaut 5,5 vinning, endađi í 25.-47. sćti (25. sćti á stigum) og hlaut önnur verđlaun í kvennaflokki. 

Hannes Hlífar Stefánsson hlaut 6,5 vinning og endađi í 6.-14. sćti (13. sćti á stigum). Guđlaug Ţorsteinsdóttir hlaut 4,5 vinning og endađi í 64.-90. sćti (88. sćti á stigum).

Frammistađa Lenku samsvarađi 2455 skákstigum og hćkkar hún um heil 35 skákstig fyrir frammistöđu sína! Hún er ţví aftur komin yfir 2300 skákstigin. Litlar stigabreytingar eru hjá Hannesi (-2) og Guđlaugu (+1).

Alls tóku 160 keppendur ţátt frá 23 löndum. Ţar af voru 16 stórmeistarar og 15 alţjóđlegir meistarar. Hannes var nr. 10 í stigaröđ keppenda og Lenka var nr. 39.

Ný íslensk skákstig

Ný íslensk skákstig er komin út og tóku gildi 1. júní sl. Íslandsmótiđ í skák er ekki reiknađ međ ţar sem ţví móti lauk ţann 1. júní. Jóhann Hjartarson er sem fyrr stigahćsti íslenski skákmađurinn. Dagbjartur Ágúst Taylor Eđvarđsson er stigahćstur 10 nýliđa. Gauti Páll Jónsson hćkkar mest frá mars-listanum.

Topp 20

Jóhann Hjartarson (2603) er stigahćstur. Jafnir í 2.-3. sćti eru Hannes Hlífar Stefánsson og Margeir Pétursson (2589).

 

No.NameRtgCDiffCatClub
1Jóhann Hjartarson2603-13-TB
2Hannes H Stefánsson2589-6-TR
3Margeir Pétursson25890-TR
4Helgi Ólafsson25489-TV
5Héđinn Steingrímsson25450-Fjölnir
6Hjörvar Grétarsson253558-Víkingaklúbburinn
7Jón Loftur Árnason25141-TB
8Henrik Danielsen2503-6-TV
9Helgi Áss Grétarsson24986-Huginn
10Stefán Kristjánsson2480-15-Huginn
11Friđrik Ólafsson2459-15SENTR
12Karl Ţorsteins2457-1-TR
13Bragi Ţorfinnsson2434-5-TB
14Ţröstur Ţórhallsson2428-3-Huginn
15Jón Viktor Gunnarsson24251-TB
16Arnar Gunnarsson24004-TR
17Dagur Arngrímsson2400-2-TB
18Guđmundur Kjartansson239614-TR
19Björn Ţorfinnsson2390-4-Víkingaklúbburinn
20Magnús Örn Úlfarsson2366-11-Víkingaklúbburinn


Nýliđar

Dagbjartur Ágúst Taylor Eđvarđsson (1524) er stigahćstur nýliđa. Nćsthćstur er félagi hans Héđinn Sveinn Baldursson Briem (1410) og ţriđji er Árni Jóhannesson (1341).

 

No.NameRtgCCatClub
1Dagbjartur Ágúst Taylor Eđvarđsson1524-Víkingaklúbburinn
2Héđinn Sveinn Baldursson Briem1410-Víkingaklúbburinn
3Árni Jóhannesson1341-Mosfellsbćr
4Arnar Erlingsson1335-SSON
5Hans Adolf Linnet1191U18Haukar
6Jakub Piotr Statkiewicz1139U14Huginn
7Björn Ólafur Haraldsson1070U12 
8Adam Omarsson1000U08Huginn
9Gabríel Ingi Jónsson1000U12 
10Jón Ađalsteinn Hermannsson1000U16Huginn


Mestu hćkkanir

Gauti Páll Jónsson hćkkađi mest frá mars-listanum eđa um heil 205 skákstig. Vignir Vatnar Stefánsson (174) og Símon Ţórhallsson (171) koma nćstir.

 

No.NameRtgCDiffCatClub
1Gauti Páll Jónsson1845205U16TR
2Vignir Vatnar Stefánsson2058174U12TR
3Símon Ţórhallsson1832171U16SA
4Kristinn J Sigurţórsson1652140- 
5Jakob Alexander Petersen1441118U16TR
6John Ontiveros1730117-UMSB
7Jón Kristinn Ţorgeirsson2033113U16SA
8Baldur Teodor Petersson1545107U14TG
9Jón Ţór Helgason1503105-Haukar
10Hörđur Jónasson1439104-Vinaskákfélagiđ


Unglingar (U20)

Dagur Ragnarsson (2218) er stigahćstur ungmenna. Í öđru sćti er Oliver Aron Jóhannesson (2213) og ţriđji er Nökkvi Sverrisson (2085).

 

No.NameRtgCDiffCatClub
1Dagur Ragnarsson221861U18Fjölnir
2Oliver Aron Jóhannesson221382U16Fjölnir
3Nökkvi Sverrisson208532U20TV
4Jón Trausti Harđarson2078-20U18Fjölnir
5Örn Leó Jóhannsson206635U20SR
6Vignir Vatnar Stefánsson2058174U12TR
7Mikael Jóhann Karlsson2056-13U20SA
8Patrekur Maron Magnússon20460U20SFÍ
9Jón Kristinn Ţorgeirsson2033113U16SA
10Emil Sigurđarson193846U18SFÍ


Stigahćstu skákkonur landsins

Lenka Ptácníková (2225) er stigahćsta skákkona landsins. Í nćstum sćtum eru Guđlaug Ţorsteinsdóttir (1995) og Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1962).

 

No.NameRtgCDiffCatClub
1Lenka Ptácníková222517-Huginn
2Guđlaug U Ţorsteinsdóttir1995-50-TG
3Hallgerđur H Ţorsteinsdóttir196211-Huginn
4Tinna Kristín Finnbogadóttir188215-UMSB
5Jóhanna Björg Jóhannsdóttir1835-15-Huginn
6Guđfríđur L Grétarsdóttir18170-Huginn
7Elsa María Krístinardóttir179712-Huginn
8Harpa Ingólfsdóttir17890-TR
9Sigurlaug R Friđţjófsdóttir173160-TR
10Sigríđur Björg Helgadóttir17250-Fjölnir

 
Öđlingar (60+)

Friđrik Ólafsson (2459) er langstigahćstur öđlinga. Í nćstum sćtum eru Kristján Guđmundsson (2273) og Jón Kristinsson (2241).

 

No.NameRtgCDiffClub
1Friđrik Ólafsson2459-15TR
2Kristján Guđmundsson2273-2Huginn
3Jón Kristinsson2241-31SA
4Áskell Örn Kárason2198-10SA
5Jón Hálfdánarson21870TG
6Björn Ţorsteinsson21810Huginn
7Magnús Sólmundarson21780SSON
8Jón Torfason21750KR
9Arnţór S Einarsson21483KR
10Bragi Halldórsson2128-13Huginn

 

Reiknuđ mót

  • Íslandsmót skákfélaga, 1.-4. deild
  • Landsmótiđ í skólaskák, eldri og yngri flokkur
  • N1 Reykjavíkurskákmótiđ
  • NM stúlkna (a-, b- og c-flokkur)
  • Skákmót öđlinga
  • Skákţing Norđlendinga (5.-7. umferđ)
  • Wow air Vormót TR (a- og b-flokkur)

 

 


Áskell Landsmótsmeistari 50+ í skák

landsmot_50.jpgÁskell Örn Kárason UFA vann öruggan sigur í skák á Landsmóti 50+ sem fram fór á Húsavík í gćr. Áskell vann allar sínar skákir ţrjár ađ tölu. Jón Arnljótsson UMSS varđ annar međ 1,5 vinninga, Ólafur Ásgrímsson ÍBR ţriđji međ 1 vinning og Ámann Olgeirsson HSŢ fjórđi međ 0,5 vinninga.

Tefldar voru atskákir međ 25 mín. umhugsunartíma á mann. Mótiđ fór fram í Borgarhólsskóla á Húsavík og var Hermann Ađalsteinsson skákstjóri.

Lenka og Hannes međ góđ úrslit í gćr

Lenka í TepliceLenka Ptácníková (2264) gerđi í gćr jafntefli viđ hollenska stórmeistarann Dimitry Reinderman (2617) á opna skákmótinu í Teplice í Tékklandi. Lenka hefur nú 5,5 vinning og er í 4.-8. sćti. Hannes Hlífar Stefánsson hefur 5 vinninga eftir sigur á ţýskum FIDE-meistara (2299).

Guđlaug Ţorsteinsdóttir (2005) heldur áfram ađ tapa og vinna til skiptist og hefur 3 vinninga.

Bćđi Lenka og Hannes verđa í beinni í dag kl. 14. Lenka teflir viđ ţýska stórmeistarann Henrik Teske (2508) og Hannes viđ pólska alţjóđlegan meistarann Lukasz Butkiewich (2436).--

Alls taka 160 keppendur ţátt frá 23 löndum. Ţar af eru 16 stórmeistarar og 15 alţjóđlegir meistarar. Hannes er nr. 10 í stigaröđ keppenda og Lenka er nr. 39.



Magnus Carlsen heimsmeistari í hrađskák

Magnus Carlsen varđ í gćr heimsmeistari í hrađskák ţegar mótinu lauk í Dubai. Magnús er ţar međ ţrefaldur heimsmeistari en fyrr í vikunni varđ hann heimsmeistari í atskák. Magnús er fyrsti skákmađur sögunnar til ađ hampa öllum ţessum titlum. 

Magnús hlaut 17 vinninga í 21 skák. Í 2.-3. sćti urđu Ian Nepomniachtchi og Hikaru Nakamura međ 16 vinninga. 

Lokastöđuna má nálgast á Chess-Results.

Heimasíđa mótanna


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 187
  • Frá upphafi: 8764058

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 154
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband