Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Hellir Youth 2008

Larsen látinn

Danski stórmeistarinn Bent Larsen er látinn.  Hann lést í gćr í Buenos Aires í Argentínu ţar sem hann hefur veriđ búsettur um árabil.  Larsen fćddist 4. mars 1935 og varđ ţví 75 ára.  

Larsen var reglulegur gestur hér en kom hingađ síđast 2003 ţegar hann tefldi atskákeinvígi viđ Friđrik Ólafsson.

Umfjöllun um Larsen má finna á heimasíđu danska skáksambandsins.

Sjá einnig frétt Morgunblađsins.


Skákţáttur Morgunblađsins: Kínverjar ađ mala Rússana

Ţegar nćsta Ólympíumót verđur komiđ á góđan rekspöl í Khanty Manyisk í Síberíu í september/október og augu skákunnenda um heim allan munu beinast ađ efstu borđum er ekki ósennilegt ađ ţar sitji sveit frá Kína sem er hiđ nýja stórveldi skákarinnar. Ekki eru ţađ alveg ný tíđindi í kvennaflokki ţar sem Kína hefur margsinnis unniđ gullverđlaun en í karlaflokki, sem nefndur er opni flokkurinn, hefur Kína aldrei boriđ sigur úr býtum. Nú kann ađ verđa breyting á, Armenar sem sigruđu 2006 og 2008 hljóta ađ telja Kínverja sína helstu andstćđinga.


Hverju veldur ţessi mikli uppgangur? Ţegar sá sem ţetta ritar tók ţátt í hrađskákmóti á Grand Rokk, 40 ára afmćlismóti Illuga Jökulssonar áriđ 2000 og langt var liđiđ á viđureign mína í 8. umferđ viđ 14 ára kínverskan pilt, Bu Xiangzhi, varđ mér litiđ á klukkuna og sá ađ Bu átti tćpar 4 mínútur eftir gegn u.ţ.b. 1˝ mínútu. Ég velti ţví fyrir mér hver hefđi hleypt piltinum inn á ţessa hrikalegu knćpu en kom ţá auga á fulltrúa frá kínverska sendiráđinu. Og hvernig var ţjálfun hans háttađ? Mér fannst Bu ţeyta taflmönnunum út um allt borđ eins og hann vćri ađ leika borđtennis. Nú ţurfti ađ hafa hrađar hendur á og rétt ađ halda ţví til haga ađ á síđustu sekúndunum tókst mér ađ vinna tafliđ af hinum unga Bu sem ţessa dagana fer fremstur í flokki kínverskra skákmanna sem eru nánast ađ niđurlćgja Rússa í landskeppni ţjóđanna sem stendur yfir í borginni Ningbo í Kína. Eftir fyrri hluta keppninnar ţar sem tefldar voru kappskákir var stađan ţessi:

Kína 27 (karlar 15˝, konur 11˝) - Rússland 23 (karlar 9˝, konur 13˝). Eftir fyrsta keppnisdag at-skáka höfđu Kínverja aukiđ forskotiđ um ţrjá vinninga.

Stílbrögđin Kínverjanna hafa vitanlega tekiđ miklum breytingum frá ţví er ţeir tefldu á sínu Ólympíumóti áriđ 1978 og ţjálfun mun markvissari; Nigel Short sagđi mér ađ ţegar hann hélt fyrirlestur í smábć einum í Kína hefđu mćtt ţúsund börn til ađ hlýđa á sig. Ţeir hafa bćtt sig gríđarlega á öllum sviđum skákarinnar, ekki síst í byrjunum og í endatöflum hafa margir ţeirra tileinkađ sér afburđa tćkni. Ţađ sem hinsvegar jók mjög á vinsćldir ţeirra er ţeir tóku ađ hasla sér völl á alţjóđavettvangi var mögnuđ nálgun í taktískum stöđum: enn má heyra skćran bjölluhljóm ţegar yfir menn dembast kínverskar drottningarfórnir eđa ađrar leikbrellur.

Í eftirfarandi skák úr landskeppni ţjóđanna hikar svartur ekki viđ ađ láta skiptamun af hendi og knýr fram sigur međ ţróttmikilli taflmennsku:

Vladimir Potkin - Hao Wang

Nimzoindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 5. Bd3 d5 6. Rf3 c5 7. 0-0 Rc6. 8. a3 bxc3 9. bxc3 Dc7 10. Bb2 Ra5 11. cxd5 exd5 12. Re5 He8 13. a4

10-08-15.jpg( Sjá stöđumynd )

13....Hxe5! 14. dxe5 Dxe5 15. h3 c4 16. Bc2 Bf5!

Skiptamunsfórnin var ekki síst stöđulegs eđlis. Biskupinn á b2 er grafinn bak viđ c3-peđiđ.

17. He1 Bxc2 18. Dxc2 Rb3 19. Had1 He8 20. f3 Rc5 21. Hd4 Rd3 22. He2

Hér varđ hvítur ađ reyna 22. Hxd3 ţó svarta stađan sé betri efir 22.... cxd3 23. Dxd3 .

22.... Rh5 23. e4 Rhf4 24. Hd2 f5 25. Ba3 fxe4 26. fxe4 Dg5 27. Kh2 Hxe4 28. Dd1 De5 29. Hxe4 dxe4 30. Dg4 h5

- og hvítur gafst upp. Framhaldiđ gćti orđiđ 31. Dc8+ Kh7 32. g3 e3! og vinnur.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 15. ágúst 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


Fjör á félagaskiptamarkađi

Líf hefur fćrst yfir félagaskiptamarkađ og síđustu daga og vikur átt sér stađ ýmiss félagaskipti.  Hér má sjá upplýsingar um nýleg félagaskipti:

  • Emil Ólafsson - Í SR úr Víkingaklúbbnum
  • Ásgeir P. Ásbjörnsson - Í Gođann úr Haukum
  • Ragnar Fjalar Sćvarsson - Í Gođann úr TR
  • Örn Leó Jóhannsson - úr TR í SFÍ
  • Birgir Berndsen - úr Snćfellsbć í Víkingaklúbbinn
  • Siguringi Sigurjónsson - úr KR í SR
  • Sigurđur Ingason - úr Helli í Víkingaklúbbinn
Hćgt er ađ fylgjast međ félagaskiptum skákmanna "online" hér.  Fara ţarf neđst í skjaliđ.

Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen nálgast stigamet Kasparovs

Skákáhugamönnum víđa um heim kom ekki á óvart ađ „norska undriđ" Magnús Carlsen skyldi bera sigur úr býtum á ţví sem kallađ var „Mót kónganna" sem fram fór í smábćnum Medias og heilsulindinni Bazna í Rúmeníu á dögunum.Yfirburđir hans voru međ ólíkindum eins og lokaniđurstađan gefur til kynna:


1. Magnús Carlsen 7 ˝ v. af 10.
2. - 3. Teimour Radjabov og Boris Gelfand 5 ˝ v. 4. Ruslan Ponomariov 4 ˝ v. 5. Liviu Nisipeanu 4 v. 6. Yue Wang 3 v.

Samanburđur viđ Fischer og Kasparov kemur strax upp í hugann og ekki skrýtiđ ţví enn er Magnús ađ bćta sig og ógnar jafnvel stigameti Kasparovs sem stóđ í 2851 elo-stigi á júlí-lista FIDE áriđ 1999. Eftir mótiđ í Rúmeníu er Magnús međ 2826 elo-stig, nćstur er Venselin Topalov međ 2803 stig. Heimsmeistarinn Anand kemur svo í 3. sćti međ 2800 stig. Skylt er ţó ađ benda á mikla verđbólgu í stigunum, 2700 er nú ţađ sem 2600 stigin voru fyrir 20-25 árum, hvorki fleiri né fćrri en 37 skákmenn eru í dag komnir yfir 2700 stiga markiđ ţ.á m. danski stórmeistari Peter Heine Nielsen. Í gamla daga sat ađeins einn fugl á ţessari grein, Bobby Fischer og kannski 100 stig í nćsta mann.

Menn bíđa međ óţreyju eftir áskorendakeppninni sem leiđir til heimsmeistaraeinvígis sem er á dagskrá FIDE áriđ 2012. Ţegar hafa sjö skákmenn unniđ sér rétt til ţessarar keppni sem verđur međ einvígisfyrirkomulagi en ţeir eru auk Magnúsar: Kramnik, Aronjan, Gelfand, Topalov, Kamsky og Radjabov.

Um Kasparov var sagt ţegar hann kom fram ađ hann vćri hvassari en Fischer - öruggari en Tal. Magnús Carlsen er ítrekađ borinn saman viđ Fischer, stíllinn virđist áreynslulaus og hann hefur mikiđ baráttuţrek. Í Rúmeníu byrjađi hann međ ţrem jafnteflum, leiddist ţófiđ og leitađi ţá til 19. aldar meistaranna; í fyrsta sinn á ferlinum beitti hann kóngsbragđi og ţađ gegn Kínverjanum Yue Wang, vann ţá skák og síđan nćstu ţrjár. Ţá var sýnt ađ enginn myndi ógna honum í fyrsta sćti:

Medias 2010; 4. umferđ:

Magnús Carlsen - Yue Wang

Kóngsbragđ

1. e4 e5 2. f4 d5

Falkbeer-afbrigđiđ, krítíska leiđin hefur alltaf veriđ 2. ... exf4 3. Rf3 d6 eđa 3. ... g5.

3. exd5 exf4 4. Rf3 Rf6 5. Bc4 Rxd5 6. 0-0 Be7 7. Bxd5!?

Merkileg ákvörđun sem gerir hvíti kleift ađ hrađa liđsskipan sinni.

7. ... Dxd5 8. Rc3 Dd8 9. d4 0-0 10. Bxf4 Bf5 11. De2 Bd6. 12. Bxd6 Dxd6 13. Rb5 Dd8 14. c4 a6 15. Rc3 Rd7 16. Had1 Bg6 17. Df2 He8 18. h3 Hc8 19. Hfe1 Hxe1+ 20. Hxe1 c6 21. d5!

Ţetta peđ á eftir reynast Wang ţungt í skauti.

21. ... Rf6 22. Dd4 cxd5 23. Rxd5 Rxd5 24. cxd5 Dd6 25. Re5 He8 26. He3 Hd8 27. Rc4 Df6 28. He5 h6 29. d6 Bf5 30. Rb6 Be6

Ekki 30. ... Dxd6 vegna 31. He8+! og vinnur, eđa 30. ... Hxd6 31. Rd5! o.s.frv. 31. d7 Kh8 32. a4 g6 33. Dc3 Kg7 34. a5!

Bćtir stöđu sína hćgt og bítandi, 34. ... Bxd7 er alltaf svarađ međ 35. Hd5! sem vinnur mann.

34. ... h5 35. h4 Hxd7 36. Rxd7 Bxd7 37. Dd4 Bc6 38. b4 Bb5 39. Kh2 Ba4 40. Hd5 Bc6 41. Dxf6+ Kxf6 42. Hc5 Ke6 43. Kg3 f6 44. Kf2 Bd5 45. g3 g5

Ađ öđrum kosti ryđst kóngurinn til b6. En Magnús var međ svar á reiđum höndum.

10-07-04.jpg( STÖĐUMYND )

46. g4! hxg4 47. h5 Be4 48. Hc7 f5 49. h6 f4 50. h7 g3+ 51. Ke1 f3 52. h8D f2+ 53. Ke2 Bd3+ 54. Ke3

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 4. júlí 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 10
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 324
  • Frá upphafi: 8763714

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 158
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband