Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen nálgast stigamet Kasparovs

Skákáhugamönnum víđa um heim kom ekki á óvart ađ „norska undriđ" Magnús Carlsen skyldi bera sigur úr býtum á ţví sem kallađ var „Mót kónganna" sem fram fór í smábćnum Medias og heilsulindinni Bazna í Rúmeníu á dögunum.Yfirburđir hans voru međ ólíkindum eins og lokaniđurstađan gefur til kynna:


1. Magnús Carlsen 7 ˝ v. af 10.
2. - 3. Teimour Radjabov og Boris Gelfand 5 ˝ v. 4. Ruslan Ponomariov 4 ˝ v. 5. Liviu Nisipeanu 4 v. 6. Yue Wang 3 v.

Samanburđur viđ Fischer og Kasparov kemur strax upp í hugann og ekki skrýtiđ ţví enn er Magnús ađ bćta sig og ógnar jafnvel stigameti Kasparovs sem stóđ í 2851 elo-stigi á júlí-lista FIDE áriđ 1999. Eftir mótiđ í Rúmeníu er Magnús međ 2826 elo-stig, nćstur er Venselin Topalov međ 2803 stig. Heimsmeistarinn Anand kemur svo í 3. sćti međ 2800 stig. Skylt er ţó ađ benda á mikla verđbólgu í stigunum, 2700 er nú ţađ sem 2600 stigin voru fyrir 20-25 árum, hvorki fleiri né fćrri en 37 skákmenn eru í dag komnir yfir 2700 stiga markiđ ţ.á m. danski stórmeistari Peter Heine Nielsen. Í gamla daga sat ađeins einn fugl á ţessari grein, Bobby Fischer og kannski 100 stig í nćsta mann.

Menn bíđa međ óţreyju eftir áskorendakeppninni sem leiđir til heimsmeistaraeinvígis sem er á dagskrá FIDE áriđ 2012. Ţegar hafa sjö skákmenn unniđ sér rétt til ţessarar keppni sem verđur međ einvígisfyrirkomulagi en ţeir eru auk Magnúsar: Kramnik, Aronjan, Gelfand, Topalov, Kamsky og Radjabov.

Um Kasparov var sagt ţegar hann kom fram ađ hann vćri hvassari en Fischer - öruggari en Tal. Magnús Carlsen er ítrekađ borinn saman viđ Fischer, stíllinn virđist áreynslulaus og hann hefur mikiđ baráttuţrek. Í Rúmeníu byrjađi hann međ ţrem jafnteflum, leiddist ţófiđ og leitađi ţá til 19. aldar meistaranna; í fyrsta sinn á ferlinum beitti hann kóngsbragđi og ţađ gegn Kínverjanum Yue Wang, vann ţá skák og síđan nćstu ţrjár. Ţá var sýnt ađ enginn myndi ógna honum í fyrsta sćti:

Medias 2010; 4. umferđ:

Magnús Carlsen - Yue Wang

Kóngsbragđ

1. e4 e5 2. f4 d5

Falkbeer-afbrigđiđ, krítíska leiđin hefur alltaf veriđ 2. ... exf4 3. Rf3 d6 eđa 3. ... g5.

3. exd5 exf4 4. Rf3 Rf6 5. Bc4 Rxd5 6. 0-0 Be7 7. Bxd5!?

Merkileg ákvörđun sem gerir hvíti kleift ađ hrađa liđsskipan sinni.

7. ... Dxd5 8. Rc3 Dd8 9. d4 0-0 10. Bxf4 Bf5 11. De2 Bd6. 12. Bxd6 Dxd6 13. Rb5 Dd8 14. c4 a6 15. Rc3 Rd7 16. Had1 Bg6 17. Df2 He8 18. h3 Hc8 19. Hfe1 Hxe1+ 20. Hxe1 c6 21. d5!

Ţetta peđ á eftir reynast Wang ţungt í skauti.

21. ... Rf6 22. Dd4 cxd5 23. Rxd5 Rxd5 24. cxd5 Dd6 25. Re5 He8 26. He3 Hd8 27. Rc4 Df6 28. He5 h6 29. d6 Bf5 30. Rb6 Be6

Ekki 30. ... Dxd6 vegna 31. He8+! og vinnur, eđa 30. ... Hxd6 31. Rd5! o.s.frv. 31. d7 Kh8 32. a4 g6 33. Dc3 Kg7 34. a5!

Bćtir stöđu sína hćgt og bítandi, 34. ... Bxd7 er alltaf svarađ međ 35. Hd5! sem vinnur mann.

34. ... h5 35. h4 Hxd7 36. Rxd7 Bxd7 37. Dd4 Bc6 38. b4 Bb5 39. Kh2 Ba4 40. Hd5 Bc6 41. Dxf6+ Kxf6 42. Hc5 Ke6 43. Kg3 f6 44. Kf2 Bd5 45. g3 g5

Ađ öđrum kosti ryđst kóngurinn til b6. En Magnús var međ svar á reiđum höndum.

10-07-04.jpg( STÖĐUMYND )

46. g4! hxg4 47. h5 Be4 48. Hc7 f5 49. h6 f4 50. h7 g3+ 51. Ke1 f3 52. h8D f2+ 53. Ke2 Bd3+ 54. Ke3

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 4. júlí 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.7.): 7
 • Sl. sólarhring: 33
 • Sl. viku: 184
 • Frá upphafi: 8705288

Annađ

 • Innlit í dag: 6
 • Innlit sl. viku: 152
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband