Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2017

Sumarsyrpu Breiđabliks frestađ

Sumarsyrpu Breiđabliks sem átti ađ hefjast í dag hefur veriđ frestađ vegna ónćgrar ţátttöku. 


Wesley So efstur í Leuven - heimsmeistarinn hrokkinn í gang

wesley-bw

Wesley So (2789) er efstur međ 10 stig (5 vinninga) ađ loknum 6 umferđum á Grand Chess Tour-hrađskákmótinu sem er í gangi í Leuven í Belgíu. Heimsmeistarinn Magnus Carlsen (2851) hrökk í gang í gćr og hlaut 2˝ vinning og er í 2.-3. sćti áamt MVL (2783) međ 8 stig (4 vinninga. Carlsen beitti Bird-byrjun í gćr og lagđi ţannig Kramnik (2789) ađ velli.

f4-middlegame

Baadur Jobava (2703) hefur teflt fjörlega en ađ sami skapi alls ekki á árangursríkan hátt. Hann er ekki kominn á blađ. Hann međal annars mćtti ţremur mínútum of sent í skákina á móti MVL.

Atskákinni lýkur í dag međ umferđum 7-9. Hrađskákin verđur svo tefld um helgina.

Stađan

stnadings-after-day-2

Nánar um gang gćrdagsins má lesa um á Chess24.

Myndir: Lennart Ootes(af Chess24).


Kjartan áfram formađur TR

Ađalfundur Taflfélags Reykjavíkur var haldinn í gćrkvöldi í salarkynnum félagsins. Kjartan Maack var endurkjörinn formađur og verđur ađalstjórn félagsins óbreytt nćsta starfsár. Nokkrar breytingar urđu á varastjórninni ţví Dađi Ómarsson, Jon Olav Fivelstad og Björgvin Víglundsson koma nýir inn í stađ ţeirra Veroniku Steinunnar Magnúsdóttur, Ţorvarđs Fannars Ólafssonar og Birkis Bárđarsonar.

Ađalstjórn Taflfélags Reykjavíkur starfsáriđ 2017-2018 skipa Kjartan Maack, Ţórir Benediktsson, Magnús Kristinsson, Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir, Eiríkur K. Björnsson, Ríkharđur Sveinsson og Gauti Páll Jónsson.

Varastjórn félagsins nćsta starfsár skipa Dađi Ómarsson, Jon Olav Fivelstad, Torfi Leósson og Björgvin Víglundsson.


Jóhann gerđi jafntefli viđ Grandelius - efstur ásamt ţremur öđrum

jóhann-hjartarson

Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson (2541) er efstur međ 5 vinninga ađ loknum 6 umferđum á Norđurlandamótinu í skák. Í seinni umferđ dagsins gerđi hann jafntefli viđ langstigahćsta keppenda mótsins, Svíann Nils Grandelius (2655). Jóhann er efstur ásamt Nils, landa hans Jonathan Westerberg (2468) og danska stórmeistaranum Allan Stig Rasmussen (2540). 

Guđmundur Kjartansson(2464) átti slćman dag og tapađi báđum sínum skákum. Íslandsmeistarinn hefur 3,5 vinninga.

5982

Lenka Ptácníková (2207) tapađi og vann og er í 4.-6. sćti međ 2 vinninga eftir 3 umferđir á Norđurlandamóti kvenna.

Áskell Örn Kárason (2271) tapađi sinni skák afar slysalega í dag og er í 3.-5. sćti međ 3,5 vinninga eftir 5 umferđir.

Mótinu verđur framhaldiđ í öllum flokkum á morgun. Taflmennskan hefst kl. 13. Jóhann teflir ţá viđ Allan Stig.

G. Sverrir Ţór skrifar reglulega um gang mála á heimasíđu sćnska skáksambandsins

 


Jóhann vann - efstur ásamt tveimur öđrum

 

jóhann-hjartarson

 

Jóhann Hjartarson (2541) vann sćnska skákmanninn Stefan Schneider (2360) í fimmtu umferđ Norđurlandamótsins í skák sem fram fór í morgun. Jóhann hefur 4˝ vinning og er efstur ásamt stórmeisturunum Allan Stig Rasmussen (2540), Danmörku, og Nils Grandelius (2655), Svíţjóđ. Guđmundur Kjartansson (2464) hefur 3˝ vinning eftir tap gegn Allan Stig. 

Sjötta umferđ hefst núna kl. 15. Ţá teflir Jóhann viđ Grandlius og Guđmundur viđ sćnska FIDE-meistarann Drazen Dragicevic (2306). 

Lenka Ptácníková (2207) tapađi í morgun og teflir eins og strákarnir tvćr skákir í dag.

Áskell Örn Kárason (2271), sem teflir í flokki 50 ára og eldri, teflir bara eina skák í dag og situr nú ađ tafli.

G. Sverrir Ţór skrifar reglulega um gang mála á heimasíđu sćnska skáksambandsins

 


Wesley So efstur í Leuven - vann heimsmeistarann

Clipboard02

Your Next Move-mótiđ sem er hluti af Grand Chess Tour hófst í gćr í Leuven í Belgíu međ ţremur umferđum Tefld var atskák. Wesley So (2789) byrjađi best allra og hlaut 2˝ vinning. Međal annars lagđi hann heimsmeistarann Magnus Carlsen (2851) ađ velli eftir ađ sá norski hafđi teygt sig of langt til sigurs. MVL (2783) og Ian Nepomniachtchi (2766) eru í 2.-3. sćti međ 2 vinninga.

Clipboard01

Skákmennirnir 2 stig fyrir hvernig vinning í atskákinni ţar sem ţeir tefla einfalda umferđ. Umferđir 4.-6 fara fram í dag og hefst taflmennskan kl. 12. 

Stađan:

Clipboard03

Nánar um gang gćrdagsins má lesa um á Chess.com.

Myndir: Maria Emelianova (af Chess.com).


Mjóddarmót Hugins fer fram á laugardaginn

IMG_2836 (1)

Mjóddarmótiđ fer fram laugardaginn 1. júlí í göngugötunni í Mjódd.  Mótiđ hefst kl. 14 og er mótiđ öllum opiđ. Góđ verđlaun í bođi.  Á síđasta ári sigrađi Subway í Mjódd en fyrir ţá tefldi Dagur Ragnarsson.  Tefldar verđa sjö umferđir međ umhugsunartímanum 5 mínútur + 2 sekúndur á hvern leik.  Skráning fer fram í síma 866-0116 og hér á Skák.is (guli kassinn efst). Ţátttaka er ókeypis!

Mjóddarmótiđ var fyrst haldiđ 1999 og hét ţá Kosningamót Hellis og fór fram á kjördegi. Á fyrsta mótinu sigrađi Hannes Hlífar Stefánsson sem tefldi fyrir Símvirkjann. Mótiđ fékk fljótlega nafniđ Mjóddarmótiđ enda ekki hćgt ađ halda kosningamót á hverju ári og ekki var mögulegt ađ halda mótiđ á kjördegi eftir ađ félagiđ flutti í núverandi húsnćđi.

Verđlaun eru sem hér segir:

  • 1. 20.000
  • 2. 15.000
  • 3. 10.000

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.


Jóhann og Guđmundur gerđu jafntefli - Íslendingar alls stađar á toppnum

áskell-örn

Jóhann Hjartarson (2541) og Guđmundur Kjartansson (2464) gerđu jafntefli í innbyrđis skák í fjórđu umferđ Norđurlandamótsins í skák sem fram fór í dag. Jóhann sótti fast en Íslandsmeistarinn varđist vel í erfiđri skák og var jafntefli samiđ eftir eftir 53 leiki. Ţeir félagnir eru efstir međ 3˝ ásamt fimm öđrum skákmönnum.

Fimmta umferđ fer fram á morgun. Ţá teflir viđ Jóhann viđ Svíann Stefan Schneider (2360) og Guđmundur viđ danska stórmeistarann Allan Stig Rasmussen (2540).

Áskell Örn Kárason (2271) er efstur í flokki 50 ára og eldri međ 3˝ vinning. Í dag vann hann sćnska FIDE-meistarann Conny Holst (2150).

Í dag hófst Norđurlandamót kvenna. Lenka Ptácníková (2207) vann ţar hina sćnsku Susanna Berg Laachiri (1911).

Á morgun verđa tefldar tvćr umferđir í opnum flokki og kvennaflokki. Umferđirnar fara fram kl. 8 og 15. Í flokki 50 ára og eldri verđur bara tefld ein umferđ og hefst hún kl. 13. 

 

G. Sverrir Ţór skrifar pistil um gang mála á heimasíđu sćnska skáksambandsins

 


Ofuratskákmót hefst í Belgíu í dag

Clipboard01

Grand Chess Tour-mótasyrpan heldur áfram í dag. Í Leuven í Belgíu nćstu fimm daga tefla margir af bestu skákmönnum heims at- og hrađskák. Teflt verđur eftir sama fyrirkomulagi og í París fyrir skemmstu. Ţrír fyrstu dagarnir atskák (9 umferđir) og ţeir tveir síđustu hrađskák (18 umferđir). 

Keppendur í Leuven eru: Magnus Carlsen, Maxime Vachier-Lagrave, Wesley So, Viswanathan Anand, Ian Nepomniachtchi, Levon Aronian, Vladimir Kramnik, Anish Giri, Vassily Ivanchuk og Baadur Jobava. Ţeir hittust í gćr og drógu um töfluröđ. 

Í dag tefla ţeir ţrjár atskákir og hefst taflmennskan kl. 12. 

Nánar um mótiđ í Belgíu má lesa um á Chess.com.

Mynd: Maria Emelianova (af Chess.com).


Ađalfundur TR fer fram í kvöld

Stjórn Taflfélags Reykjavíkur bođar til ađalfundar í samrćmi viđ 10.gr laga félagsins. Fundurinn verđur haldinn miđvikudaginn 28.júní og hefst kl.20:00 í húsnćđi félagsins ađ Faxafeni 12.

Dagskrá: Venjuleg ađalfundarstörf.

Virđingarfyllst, Stjórn Taflfélags Reykjavíkur


Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 44
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 358
  • Frá upphafi: 8763748

Annađ

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 186
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband