Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2018

GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ hefst á ţriđjudaginn

reyop-2017_banner (2)

GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ 2018 fer fram í Hörpu dagana 6.-14. mars nk. Mótiđ ađ ţessu sinni er einnig minningarmót um Bobby Fischer en 9. mars nk. verđa 75 ár liđin frá fćđingu ellefta heimsmeistarans í skák.

Adalheadermynd

Í tilefni ţess verđur mótiđ einkar veglegt í ár. Ber ţar hćst ađ ţann 9. mars verđur frídagur á sjálfu mótinu og verđur ţá teflt Fischer-slembi skákmót sem verđur jafnframt fyrsta slíka Evrópumótiđ. Flestir sterkustu skákmenn sjálfs Reykjavíkurmótsins ćtla einnig ađ taka ţátt í ţví. Manngangurinn er sá sami en mögulegar upphafsstöđur eru 960. Jafnframt verđur sýning til heiđurs Fischer í Hörpu, hádegisfyrirlestrar tileinkađir meistaranum og bođiđ upp á ferđir ţar sem slóđir honum tengdar sýndar. Upplýsingar um sérviđburđi má finna hér.

eljanov

Um 230 keppendur eru skráđir til leiks á mótiđ og ţar af um 30 stórmeistarar. Ţeirra stigahćstur er úkraínski ofurstórmeistarinn Pavel Eljavov sem hefur 2711 skákstig. Nćststigahćstur kepepnda eru Richard Rapport. 

mamerapport1

 

Međal annarra keppenda má nefna Gata Kamsky fyrrum áskorenda Karpovs um heimsmeistaratitilinn, Indverjann sterka Baskaran Adhiban. Fyrrum sigurvegarar láta sig ekki vanta má ţar nefna Indverjann Abhijeet Gupta og Hollendinginn Erwin L´Ami.  

Unuk_Laura_(30795499911)

Kvennahersveitin svipa međal annars Sabina-Francesca Foisor, sem var bandarískur meistari í hitteđfyrra og löndu hennar Tatev Abrahamyan og Alinu L´Ami eiginkonu Erwins. Laura Unuk, frá Slóvakíu, heimsmeistari stúlkna undir 18 er međal keppenda.

68877 (1)

Ávallt hefur veriđ lögđ á undrabörn og er ţar engin undantekning núna.  Yngsti stórmeistari heims, Nodirbek Abdusattorv frá Úsbekistan teflir í fyrsta sinn. Hann er nćstyngsti stórmeistari skáksögunnar. Ađeins Sergei Karjakin, síđasti áskorendi Magnúsar Carlsen, hefur orđiđ stórmeistari yngri. Indversku undradrengirnir Pragganandhaa og Nihal Sarin, sem slógu eftirminnilega í gegn í fyrra, eru međal keppenda aftur í ár.  Sá fyrrnefndi hefur möguleika á ađ verđa yngsti stórmeistari skáksögunnar.

nihal-pragg

 

HannesThrosturTh-96 

Heimavarnarliđ íslenskra stórmeistara skipa sem stendur Hannes Hlífar Stefánsson og Ţröstur Ţórhallsson. Án efa á eftir fjölga í ţeim hópi enda taka iđulega nánast allir sterkustu virku skákmenn landsins ţátt í Reykjavíkurskákmótinu.

1964-Reykjavíkurmótiđ-1024x695

Mótiđ er afar mikilvćgt fyrir íslenskt skáklíf og hefur veriđ flaggskip ţess síđan framsýnir menn héldu fyrsta Reykjavíkurskákmótiđ í Lídó áriđ 1964. Mótiđ er afar vinsćlt og hátt skrifađ út í hinum stóra heimi og hefur síđustu ár lent í 2.-4. sćti yfir besta opna skákmót heims í vali atvinnuskákmanna.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst). Upplýsingar um ţátttökugjöld má finna hér. Athugiđ ađ Íslendingar fá evruna á 100 kr., ţ.e. hćgt er ađ margfalda evruţátttökugjöldin međ 100 kr. og leggja inn á 101-26-12763, kt. 580269-5409. Hćgt er ađ senda fyrirspurnir um ţátttökugjöld í netfangiđ gunnar@skaksamband.is

Heimasíđa mótsins

 


Undanrásir Barna-Blitz

Undanrásir fyrir Reykjavik Open Barna-Blitz eru tefldar ţessar vikurnar.

Taflfélag Reykjavíkur, Huginn og Víkingaklúbburinn hafa haldiđ undanrásir sínar.

Áfram eru komnir: Óskar Víkingur Davíđsson, Ryan Sharifa, Benedikt Ţórisson, Róbert Luu, Stefán Orri Davíđsson, Benedikt Briem, Baltasar Máni Wedholm, Gunnar Erik Guđmundsson og Ísak Orri Karlsson. 

Undanrásir hjá Breiđablik fara fram sunnudaginn 4. mars klukkan 13:00 í Skákstúkunni viđ Breiđabliksvöll. Tveir efstu öđlast sćti í úrslitum.

Undanrásir hjá Fjölni fara fram miđvikudaginn 7. mars klukkan 16:30 í Rimaskóla. Ţrír efstu öđlast sćti í úrslitum.

Auk ţessara undanrása stendur Skákskóli Íslands fyrir sérstökum undanrásum einungis ćtluđum ţátttakendum á suđurlandsnámskeiđi skólans sem fer fram á í Fischer-safni ţetta misseriđ. Tvö sćti verđa í bođi í ţeim undanrásum.

Öllum fyrirspurnum má beina til Stefáns Bergssonar í síma 863-7562.

 

 


Helgi Áss Grétarsson hrađskákmeistari Reykjavíkur

 

received_10215337024928708

Ţađ var fjörlega teflt síđastliđiđ miđvikudagskvöld er Hrađskákmót Reykjavíkur var haldiđ í salarkynnum Taflfélags Reykjavíkur. Margir keppendur gengu vasklega fram, enginn ţó meira en stórmeistarinn brosmildi Helgi Áss Grétarsson.

Helgi Áss lék á alls oddi og vó mann og annan langt fram eftir kvöldi, og voru sumir andstćđingarnir klofnir í herđar niđur. Helgi sem hefur brýnt skákkuta sína af kostgćfni ađ undanförnu vann átta fyrstu skákir sínar og hafđi ţá ţegar tryggt sér sigur í mótinu. Margt benti til ţess ađ Helgi myndi leika eftir afrek Guđmundar Gíslasonar sem áriđ áđur vann mótiđ međ fullu húsi. Ţađ átti ţó ekki fyrir Helga ađ liggja ađ ná fullu húsi ađ ţessu sinni ţví í lokaumferđinni kom andstćđingur loks á hann höggi og var ţar á ferđ kotrurefurinn Róbert Lagerman sem međ sigrinum hýfđi sig upp í 4.sćti međ 6 vinninga.

Bronsverđlaunin komu í hlut FIDE-meistarans Sigurbjörns Björnssonar sem nokkrum dögum áđur missti međ naumindum af bronsverđlaunum á Skákţingi Reykjavíkur eftir stigaútreikning. Sigurbjörn hlaut 6,5 vinning og tryggđi 3.sćtiđ međ sigri í síđustu umferđ á FM-kollega sínum Vigni Vatnari Stefánssyni.

Í 2.sćti varđ CM Bárđur Örn Birkisson međ 7,5 vinning. Bárđur Örn tapađi ađeins einni skák, gegn Helga Áss, auk ţess sem hann gerđi eitt jafntefli, viđ Sigurbjörn í nćst-síđustu umferđ. Bárđur nćldi sér í mestu stigahćkkun allra keppenda á mótinu en hann hćkkar um 61 hrađskákstig.

Helgi Áss Grétarsson er Hrađskákmeistari Reykjavíkur áriđ 2018. Ţetta er í annađ sinn sem Helgi Áss hreppir titilinn en síđast gerđist ţađ áriđ 1994, fyrir hvorki meira né minna en 24 árum síđan. Helgi Áss hefur sést meira viđ taflborđin ađ undanförnu og er ţađ afar ánćgjulegt fyrir íslenskt skáklíf, bćđi vegna ţess ađ ungir skákmenn geta lćrt mikiđ af Helga en ekki síđur vegna ţess ađ Helgi hefur ennţá heilmikiđ fram ađ fćra á sjálfu taflborđinu.

Upplýsingar um lokastöđu og einstök úrslit má finna á Chess-Results.


Árangurinn á Kragaeyju

28383390_10211151163950452_1977882847_n

Eins og fram hefur komiđ áđur á Skák.is náđi Bragi Ţorfinnsson sér í lokaáfangann ađ stórmeistaratitli á alţjóđlega mótinu á Kragaeyja sem lauk í gćr. Skák.is hefur ekki sinnt heildarúrslitum mótsins ekki sem skyldi og er nú úr ţví bćtt!

Bragi Ţorfinnsson (2426) varđ annar á mótinu. Hlaut 7 vinninga og og hćkkar um 24 skákstig á mótinu. Frammistađa hans samsvarađi 2619 skákstigum!

Stefán Bergsson (2093), skákmeistari Reykjavíkur, átti einnig gott mót og hlaut 5 vinninga. Hann hćkkar um 32 stig. Hann gćti náđ ţví ađ verđa CM. 

28450134_10211151166230509_739828896_n

Hrannar Baldursson (2153) átti ekki gott mót en endađi á tveimur sigrum og hlaut 4 vinninga.

Sigurđur Daníelsson (1780) varđ efstur íslensku kappanna í b-flokki. Hann hlaut 6 vinninga, Hermann Ađalsteinsson (1589) og Erlingur Jensson hlutu 4,5 vinninga og Ţórđur Guđmundsson (1565) hlaut 4 vinninga.

Íslensku félagarnir létu vel af ađstćđum og án efa mun Íslendingar fjölmenna í Kragaeyju ađ ári. A.m.k. ţeim líkar viđ "Túrbó-mót" en tefldar voru 9 umferđir á 5 dögum.

Úrslitin má finna á hinu norska Chess-Results.

 

 


Sćmundur unglingameistari og Freyja stúlknameistari Reykjavíkur

20180225_170011-1-300x294 (1)

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur fór fram í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur sunnudaginn 25. febrúar í hinu besta vetrarveđri.

Ţátttaka var međ ágćtum, en samtals tóku 49 krakkar ţátt, 34 í opnum flokki og 15 í stúlknaflokki. Setti ţađ og góđan brag á mótiđ ađ 12 norsk ungmenni tóku ţátt. Mótshaldiđ gekk vel, keppendur sýndu fyrirmyndar framkomu og hart var barist í báđum flokkum.

20180225_165532-1-1024x786

Verđlaunahafar í stúlknaflokki. F.v.: Freyja Birkisdóttir, Batel Goitom Haile, Ásthildur Helgadóttir, Katrín María Jónsdóttir, Guđrún Fanney Briem.

Stúlknameistarmót Reykjavíkur snerist fljótlega upp í kapphlaup milli Batel Goitom Haile og Freyju Birkisdóttur. Batel hafđi sigur í innbyrđisviđureign ţeirra leiksystra í 3. umferđ og ţađ stefndi í ađ henni tćkist ađ verja titil sinn frá í fyrra ţar til í nćstsíđustu umferđ, en ţá tapađi hún fyrir Guđrúnu Fanneyju Briem. Viđ ţađ náđi Freyja ađ jafna Batel ađ vinningum og hafđi svo sigur á stigum. Í 3. sćti lenti svo Ásthildur Helgadóttir. Hún tapađi einungis fyrir efstu tveimur en gaf engum öđrum griđ.

Aldursflokkasigurvegarar í stúlknaflokki:

  • f. 2006-2007: Freyja Birkisdóttir
  • f. 2008-2009: Katrín María Jónsdóttir
  • f. 2010 og síđar: Guđrún Fanney Briem

Keppendur skiptust um ađ hafa forystu í opna flokknum og fyrir lokaumferđina gátu hvorki fleiri né fćrri en 6 hrósađ sigri. Ţađ var hinsvegar Sćmundur Árnason sem sýndi stáltaugar í síđustu umferđ og tryggđi sér titilinn Unglingameistari Reykjavíkur. Sćmundur hlaut 6 vinninga og varđ hálfum vinningi á undan Benedikt Briem og Óskari Víkingi Davíđssyni, sem nćstir komu.

20180225_165808_012-1-1024x894

Verđlaunahafar í opnum flokki. F.v.: Óskar Víkingur Davíđsson, Sćmundur Árnason, Benedikt Briem, Einar Tryggvi Petersen, Jósef Omarsson.

Aldursflokkasigurvegarar í opnum flokki:

  • f. 2002-2003: Sćmundur Árnason
  • f. 2004-2005: Óskar Víkingur Davíđsson
  • f. 2006-2007: Benedikt Briem
  • f.2008-2009: Einar Tryggvi Petersen
  • f.2010 og síđar: Josef Omarsson

Nánari úrslit eru á Chess-Results.

Nánar á heimasíđu TR.


Róbert Luu, Benedikt Briem og Stefán Orri Davíđsson komust í úrslit Barna-Blitz

20180224_141633

Fjölmennt og ćsispennandi laugardagsmót barna var haldiđ ţann 25. febrúar. 32 börn tóku ţátt en ţađ sem var merkilegt viđ ţetta mót var ađ ţrír efstu í mótinu gátu tryggt sér ţátttöku í Reykjavík Barna-Blitz sem verđur í Hörpunni samhliđa Reykjavíkurskákmótinu. Einnig dró til tíđinda er hópur norskra krakka mćtti á svćđiđ og stóđu ţau sig međ prýđi. Íslensku krakkarnir tefldu samt hraustlega til vinnings gegn Norđmönnunum, vitandi ađ Gamli sáttmáli er löngu fallinn úr gildi.

Eftir jafnt og spennandi mót komu efstir í mark međ 5,5 vinning ţeir Róbert Luu og Benedikt Briem en í humátt á eftir ţeim komu fimm skákmenn međ fimm vinninga. Ekki nema ţađ ţó! Efstur ţeirra sem hlutu fimm vinninga var Stephan Briem en ţar sem hann er of gamall fyrir barnablitziđ (Undirritađur leggur til ađ „Barna-Blitz“ verđi umsvifalaust breytt í „Hrađtefli ungdómsins“) var leitađ neđar í töfluna og ţar var Stefán Orri Davíđsson. Eldri bróđir hans, Óskar Víkingur, hafđi einmitt tryggt sér sćti í hrađskákinni nokkru áđur í undankeppni hjá Víkingaklúbbnum. Mótiđ gekk hratt og vel fyrir sig, enda flestir keppendur vanir stórum skákmótum. Ađ sjálfsögđu var heitt á könnunni fyrir kaffiţyrsta foreldra og norska kennara sem fylgdust međ af kostgćfni. Athygli er vakin á ţví ađ nćsta laugardagsmót verđur ţarnćsta laugardag, ţann 10. mars, ţví nćstkomandi laugardag verđa allir skákkennarar TR (og ađ vísu flestir ađrir skákmenn) sitjandi međ sveittan skallann yfir skákum sínum í hinu ćsispennandi Íslandsmóti skákfélaga. Meira um ţađ síđar!

Nánar á heimasíđu TR.


Barnablitz 2018 á Selfossi

Verđlaunahafar

Martin Patryk Srichakham frá Hellu sigrađi á miđsvetrarmóti barna og unglinga í Fischersetri á Selfossi en mótiđ fór fram ţann 25. febrúar sl. var hluti af námskeiđi sem Skákskóli Íslands hefur veriđ međ börn og unglinga á Suđurlandi undanfarin ár í  samvinnu viđ Fischersetriđ og félaga í SSON. Keppendur á miđsvetrarmótinu voru 12 talsins en keppt var keppnisrétt, tvö sćti í barna-blitzi Reykjavíkurskákmótsins, ţann 11. mars nk.   

Martin Patryk hlaut 10 vinninga af 11 mögulegum en 2. sćtiđ og keppnisréttur  barna-blitzinu kom í hlut á Fannars Jóhannssonar sem hlaut 9 vinninga. Í 3. sćti varđ Patrekur Jónsson  međ 8 ˝ vinning og í 4. – 5. sćti komu Ţrándur Ingvarsson og Anton međ 8 vinninga hvor. Guđbergur Ágústsson varđ svo í 6. sćti međ 6 ˝ vinning.

Myndatexti:

Ţrír efstu á miđsvetrarmótinu í Fischersetri: Fannar Jóhannsson sem varđ í 2. sćti ţá sigurvegarinn Martin Partryk Srichakham og Patrekur Jónsson sem hlaut bronsiđ.

 


Atkvöld hjá Hugin í kvöld

Mánudaginn 26. febrúar nk. verđur atkvöld hjá Huginn í Mjóddinni og hefst mótiđ kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hrađskákir ţar sem hvor keppandi hefur 3 mínútur + 2 sekúndur á hvern leik. Síđan verđa ţrjár atskákir međ umhugsunartímanum tíu mínútur + 5 sekúndur á hvern leik.. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Mótiđ verđur reiknađ til hrađskák- og atskákstiga.

Sigurvegarinn á atkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.
Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Undanrásir Barna-Blitz hjá Huginn í dag kl. 17.15

Undankeppni Skákfélagsins Hugins fyrir Reykjavík Open Barna-Blitz verđur haldin mánudaginn 26.febrúar kl.17.15-19. Undankeppnin verđur hluti af hefđbundinni mánudagsćfingu Hugins. Ţrjú efstu börnin fćdd 2005 eđa síđar fá sćti í úrslitum sem tefld verđa í Hörpu 11.mars.

Tefldar verđa 6 umferđir međ umhugsunartímanum 5+3 (5 mínútur auk 3 sekúndna viđbótartíma eftir hvern leik).


Bragi Ţorfinnsson fjórtándi stórmeistari Íslands í skák!

Bragi Ţorfinnsson

Bragi Ţorfinnsson náđi lokaáfanga ađ alţjóđlegum stórmeistarameistaratitli í dag eins á Kragerö-mótinu eins og áđur hefur komiđ fram á Skák.is. Í umferđum dagsins dagsins gerđi Bragi annars vegar jafntefli viđ litháíska stórmeistarann Aloyzas Kveinys (2550). Ţar međ var ljóst ađ Bragi hefđi 6 vinninga fyrir níundu og síđustu umferđ. Andstćđingurinn í lokaumferđinni varđ enska landsliđskonan Jovanka Houska (2408) og ađ sigur Braga myndi tryggja honum ţriđja og síđasta áfangann ađ stórmeistaratitli.

Skák Braga byrjađi ekki vel og var hann  kominn međ illteflanlega úr byrjun skákarinnar og tveimur peđum undir. Jovönku, sem hafđi teflt byrjunina mjög vel varđ ţá á smá ónákvćmni. Eftir ţađ sýndi Bragi engin griđ, tefldi frábćrlega, og hirti af henni hvert peđiđ á fćtur öđru og vann sigur í 57 leikjum. Frábćr skák hjá Braga eftir ef undanskilin er ónákvćm taflmennska í byrjun skákarinnar.

Sigurinn ţýddi ţriđja stórmeistaraáfanga Braga. Áđur hafđi hann náđ áföngum á Íslandsmóti skákfélaga sem og í breskri keppni taflfélaga. Bragi hefur einnig uppfyllt ţađ skilyrđi ađ hafa náđ 2500 skákstigum svo öllum formsatriđum fyrir stórmeistaratitli er uppfyllt. 

Í viđtali viđ Skák.is sagđi Bragi:

Hef stefnt ađ ţessu síđan ég heimaskítmátađi Bjössa bróđur minn i sveitinni a Löngumýri, draumur frá barnćsku ađ rćtast. Ég náđi mér vel á strik allt mótiđ i ţessum fallega norska firđi. Ţađ er allt hćgt ţegar mađur hefur trú a sjalfum sér og heldur alltaf áfram. Ţetta er bara byrjunin.

Bragi verđur ađ öllum líkindum útnefndur stórmeistari í FIDE-fundi sem haldinn verđur í apríl nk. í Hvíta-Rússlandi. 


Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 20
  • Sl. sólarhring: 59
  • Sl. viku: 334
  • Frá upphafi: 8763724

Annađ

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband