Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2018

Andri og Rúnar efstir og jafnir á Skákţingi Akureyrar

p1020166

Ţađ var mikiđ undir í sjöundu og síđustu umferđ 81. Skákţings Akureyrar í dag. Rúnar Sigurpálsson, sem síđast varđ Akureyrarmeistari áriđ 2010, hafđi hálfs vinnings forskot á Andra Frey Björgvinsson, tvítugan pilt sem ennţá eftir ađ vinna stóran titil hjá Skákfélaginu. Rúnars beiđ hinsvegar ţađ erfiđa hlutskipti ađ verjast međ svörtu mönnunum gegn Jóni Kristni Ţorgeirssyni, stigahćsta manni mótsins og meistara síđustu tveggja ára.  Rúnari voru mjög mislagđar hendur í skákinni og mátti leggja niđur vopnin eftir fremur stutta baráttu.   Andri stóđ ţá međ pálmann í höndunum, hann myndi hreppa titilinn eftirsótta međ sigri í sinni skák, en Andri atti kappi viđ Símon Ţórhallsson, sem sannarlega var sýnd veiđi en ekki gefin, enda búinn ađ velgja forustusauđum rćkilega undir uggum fyrr á mótinu. Andri virtist um hríđ eiga allskostar viđ Símon, en eftir snjallan leik hjá hinum síđarnefndra hallađi á Andra og var stađa hans töpuđ um tíma. Símon brenndi ţó af í dauđafćri og gaf andstćđingi sínum kost á ţví ađ sigla taflinu í jafnteflishöfn. Í ţriđju skák dagsins varđ Haraldur Haraldsson sigur á  Benedikt Stefánssyni. Lokastađan er ţví sem hér segir:

1-2. FM Rúnar Sigurpálsson og Andri Freyr Björgvinsson 4,5

  1. FM Jón Kristinn Ţorgeirsson 4

4-5. Símon Ţórhallsson og Sigurđur Eiríksson                     3

  1. Haraldur Haraldsson 2
  2. Benedikt Stefánsson 0

Ţeir Rúnar og Andri ţurfa ţví ađ heyja aukakeppni um meistaratitilinn. Sú keppni bíđur ţess ađ Íslandsmóti skákafélaga ljúki, en ţađ verđur háđ í Reykjavík um nćstu helgi. Ţađ á Skákfélagiđ tvćr sveitir í fyrstu deild og stendur í harđri baráttu.

Lokastöđuna má sjá hér


Undanrásir Barna-Blitz hjá Huginn mánudaginn 26. febrúar kl. 17.15

Undankeppni Skákfélagsins Hugins fyrir Reykjavík Open Barna-Blitz verđur haldin mánudaginn 26.febrúar kl.17.15-19. Undankeppnin verđur hluti af hefđbundinni mánudagsćfingu Hugins. Ţrjú efstu börnin fćdd 2005 eđa síđar fá sćti í úrslitum sem tefld verđa í Hörpu 11.mars.

Tefldar verđa 6 umferđir međ umhugsunartímanum 5+3 (5 mínútur auk 3 sekúndna viđbótartíma eftir hvern leik).


Bragi Ţorfinnsson međ lokaáfangann ađ stórmeistaratitli!

Rd10_bragi

Bragi Ţorfinnsson (2426) var rétt í ţessu ađ tryggja sér sinn lokaáfanga ađ stórmeistaratitli. Hann var ađ leggja ađ velli ensku skákkonuna Jovanka Houska (2408) og hlaut 7 vinninga í 9 skákum á alţjóđlega mótinu í Kragaeyju á Noregi.

Bragi verđur vćntanlega útnefndur stórmeistari á FIDE-fundi í apríl nk.

Nánari fréttir í kvöld.

 


Bragi í öđru sćti fyrir lokaátökin í Kragaeyju

Alţjóđlegi meistarinn Bragi Ţorfinnsson (2426) er í öđru sćti á alţjóđlega mótinu í Kragaeyju í Noregi fyrir lokaátökin sem fram fara í dag. Í fyrri skák gćrdagsins réđ hann ekki viđ öflug högg Jon Ludvig Hammer (2601). Í seinni skákinni vann hans afar mikilvćgan og góđan sigur á norska alţjóđlega meistaranum Benjamin Arvola Notkevicch (2446). Bragi hefur 5,5 vinninga - hálfum vinningi á eftir Hammer.

Stefán Bergsson (2093) vann og tapađi í gćr og hefur 4 vinninga. Hann er í góđum stigaplús og nálgast ţađ ađ geta orđiđ CM. Hrannar Baldursson (2153) átti ekki góđan gćrdag og hefur 2 vinninga.

Tvćr skákir eru tefldar í dag. 

Stađan í b-flokki er ekki ađgengileg sem stendur. 

Mótiđ í Kragaeyju er alvöru. Ţar eru tefldar níu skákir á fimm dögum. Á morgun verđa ţví tefldar tvćr umferđir.


Skákliđ 4. bekkjar Rimaskóla vann jafnaldra sína frá Osló í Noregi

IMG_3595

Slegiđ var upp landskeppni í Rimaskóla ţegar átta nemendur frá Rödtvet í Noregi heimsóttu jafnmarga jafnaldra sína úr 4. bekk Rimaskóla. Tefldar voru sex umferđir og keppnin jöfn og spennandi allan tímann.

IMG_3593

Svo fór ađ Rimaskólakrakkar hlutu 28 vinninga gegn 21 vinningi gestanna frá Osló. Teflt var um einstök sćti og veitt sex verđlaun. Efstir og jafnir á mótinu međ 5 vinninga urđu ţeir Daníel Tal Mikaelsson og Arnar Gauti Helgason. Í 3. sćti varđ Brynjar Dagur Árnason og efst stúlkna Sóley Kría Helgadóttir. Efstir Norđmanna urđu ţeir Aleksander Ölnes og Ludvig Taraldsen međ 4 vinninga af 6. Mótiđ gekk mjög vel fyrir sig enda góđir og áhugasamir skákmenn á öllum borđum. Skákstjóri var Helgi skólastjóri og hafđi hann sér til ađstođar öflugan foreldrahóp. (HÁ)


Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur fer fram í dag

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem jafnframt er Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 25. febrúar í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Tafliđ hefst kl.13 og stendur til ca. kl. 17. Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissnesku kerfi međ umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk ţess sem 5 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik (10+5).

Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra atskákstiga.

Mótiđ er opiđ öllum börnum og unglingum, óháđ taflfélagi eđa búsetu, sem eru fćdd áriđ 2002 eđa síđar. Teflt verđur í tveimur flokkum: opnum flokki og stúlknaflokki.

Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu. Nafnbótina Unglingameistari Reykjavíkur 2018 hlýtur sá keppandi sem verđur hlutskarpastur ţeirra sem hafa lögheimili í Reykjavík eđa eru međlimir í reykvísku taflfélagi. Einnig verđa veitt verđlaun fyrir ţrjár efstu stúlkurnar. Nafnbótina Stúlknameistari Reykjavíkur 2018 hlýtur sú stúlka sem verđur hlutskörpust ţeirra stúlkna sem hafa lögheimili í Reykjavík eđa eru međlimir í reykvísku taflfélagi.

Til viđbótar verđa veitt verđlaun fyrir efsta sćtiđ í árgöngum 2002-2003, 2004-2005, 2006-2007, 2008-2009 sem og 2010 og yngri í báđum flokkum (opna flokknum og stúlknaflokknum).

Núverandi Reykjavíkurmeistarar eru Vignir Vatnar Stefánsson og Batel Goitom.

Skákmótiđ hefst kl. 13 og er ađgangur ókeypis. Skráning í mótiđ fer fram rafrćnt og má nálgast skráningarformiđ hér. Einnig má finna skráningarformiđ í gula kassanum á skak.is. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér


Skákţáttur Morgunblađsins: Tvenn gullverđlaun Íslendinga á Norđurlandamótinu

GUD12F7FMAđ vinna tvö gull í keppni fimm aldursflokka á Norđurlandamóti einstaklinga 20 ára og yngri er alltaf góđ niđurstađa. Í Vierumaki í Finnlandi um síđustu helgi tókst Oliver Aron Jóhannessyni og Hilmi Frey Heimissyni ađ ná sigri í sínum aldursflokkum og Jón Kristinn Ţorgeirsson nćldi sér í bronsverđlaun.

Ţessi frammistađa er einkar ánćgjuleg og má geta ţess ađ Alexander Oliver Mai var einnig í fćrum ađ vinna miđflokkinn en lenti ţar í 5. sćti. Hann vanmat möguleika sína í nćstsíđustu umferđ mótsins er hann samdi jafntefli međ hartnćr unniđ tafl.

Oliver Aron, sem er rólyndismađur, tefldi af mikilli keppnishörku og skákir Hilmis Freys Heimissonar voru afar viđburđaríkar. Hann missti af tćkifćri á bráđsnjöllum biskupsleik til c7 í skák sinni viđ Einar Hjalta Jensson á Skákţingi Reykjavíkur og birtist hér í blađinu á dögunum en tćkifćriđ kom aftur til hans í Finnlandi! Ţar var hiđ vinsćla Lundúna-afbrigđi tekiđ til međferđar:

NM 2018; 2. umferđ:

Hilmir Freyr Heimisson – Milton Pantzar

Drottningarpeđsbyrjun

1. d4 Rf6 2. Bf4 d5 3. e3 c5 4. dxc5 Da5+ 5. Rc3 e6 6. a3 Dxc5 7. Rb5 Ra6 8. Rf3 Bd7 9. a4 Be7 10. Be2 0-0 11. 0-0 Hfc8 12. c3 Db6 13. Rfd4 Rc5?

Hann hefđi betur valdađ c7-reitinn međ 13.... Re8.

GUD12F5NT14. Bc7!

Fangar drottninguna, 14.... Hxc7 er svarađ međ 15. a5 o.s.frv.

14.... Da6 15. a5!

Hann gat unniđ drottninguna fyrir tvo létta međ 15. Rd6 en ţetta er enn betra.

15.... b6 16. axb6 Db7 17. Hxa7 Hxa7 18. bxa7 Re8 19. Bb8 Ra6 20. Da1 Hd8 21. Da5 Hxb8

 

GUD12F5O122. axb8=D?

Mun sterkara var 22. Dxa6! sem vinnur strax.

22.... Rxb8 23. f4 f6 24. Ha1 Bc5 25. b4 Bb6 26. Da8 Dc8 27. Ha3 Kh8 28. f5 e5 29. Dxd5 exd4 30. Bc4? Rc7 31. Rxc7 Bxc7

Í tímahrakinu sást báđum keppendum yfir snjallan millileik, 31.... dxe3! sem heldur jafnvćgi.

32. cxd4 Bxf5 33. b5 Bg6 34. Ha7 Bb6 35. Hb7 Ba5 36. Dd6!

– og svartur gafst upp.

Óopinber keppni milli Norđurlandaríkjanna fer einnig fram en ţar er samanlagđur vinningafjöldi keppenda frá hverju landi lagđur til grundvallar. Skákbylgjan í Noregi talar ţar sínu máli:

1. Noregur 38˝ v. 2. Ísland 33˝ v. 3.-4. Svíţjóđ og Finnland 32˝ v. Finnland 5. Danmörk 27 v. 6. Fćreyjar 16 v. 

Jóhann og Helgi Áss efstir í A-flokki skákhátíđar MótX

Jóhann Hjartarson og Helgi Áss Grétarsson voru efstir í A-flokki skákhátíđar MótX fyrir lokaumferđina sem er á dagskrá nćstkomandi ţriđjudag. Ţeir höfđu báđir hlotiđ 4˝ vinning af sex mögulegum og ákváđu raunar ađ flýta viđureign sinni vegna utanferđar Jóhanns á skákmót í Austurríki sem hefst í dag. Úrslitaviđureignin fór fram sl. miđvikudag en úrslitunum er haldiđ leyndum fram á ţriđjudag. Fyrir lokaumferđina eru Jón L. Árnason, Hannes Hlífar Stefánsson, Björgvin Jónsson, Ţröstur Ţórhallsson og Jón Viktor Gunnarson í 3.-7. sćti međ 4 vinninga. 

Í b-flokki er Siguringi Sigurjónsson efstur međ 5 vinninga af sex mögulegum. Í 2.-3. Sćti eru Gauti Páll Jónsson og Hilmir Freyr Heimsson međ 4˝ v. Međal „hvítra hrafna“ dró til tíđinda í 4. umferđ ţegar forsprakki ţessa móts, Jón Ţorvaldsson, lagđi Braga Halldórsson ađ velli og komst í efsta sćtiđ ásamt Braga og Júlíusi Friđjónssyni. Ţeir eru allir međ 2˝ vinning af fjórum mögulegum.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 17. febrúar 2018

Skákţćttir Morgunblađsins


Puffins etja kappi viđ liđ međ Nakamura og Caruana!

Tile_Reykjavik_Puffins

Óhćtt er ađ segja ađ verkefni dagsins sé ansi erfitt hjá Reykjavik Puffins. Í dag klukkan 15:00 fer fram hinn svokallađi Super Saturday en ţá mun liđ Puffins etja kappi á fjórum borđum viđ 8 liđum úr öđrum deildum í PRO Chess League.

Liđin sem Puffins fá ađ ţessu sinni skarta algjörum heimsklassaskákmönnum á borđ viđ Hikaru Nakamura, Fabiano Caruana og Yu Yangyi svo einhverjir séu nefndir.

Mun ţađ koma í hlut Jóhanns Hjartarsonar ađ ţessu sinni ađ kljást viđ ţessi skrímsli!

Uppstilling Puffins ađ ţessu sinni er: 1. borđ Jóhann Hjartarson, 2. borđ Helgi Ólafsson, 3. borđ Hannes Hlífar Stefánsson og á 4. borđi í sinni fyrstu viđureign međ Puffins er Davíđ Kjartansson.

Fyrirkomulagiđ er ţannig ađ ţessi 16 liđ sem kljást keppast viđ ađ safna vinningum. Sex efstu liđin fá svo 1 vinning í töfluna, nćstu fjögur liđ fá 1/2 vinning á töfluna en neđstu sex fá ekkert stig. Síđast ţegar ţetta fyrirkomulag var voru Puffins hálfum vinningi frá ţví ađ fá stig á töfluna en enginn náđi sér á strik ţá.

Mjög mikilvćgt er fyrir Puffins ađ komast á blađ í dag enda liđiđ í hörku baráttu um ađ komast í úrslitakeppnina. Ađ loknum Super Saturday eru eftir eftir tvćr viđureignir gegn lakari liđum (allavega samkvćmt töflunni) sem verđa ađ vinnast!

Hćgt verđur ađ fylgjast međ útsendingu á:

http://www.twitch.tv/reykjavikpuffins

Útsending Chess.com má nálgast einnig á Twitch

Upplýsingar um deildina má nálgast á prochessleague.com

 

Viđ mćlum ađ sjálfsögđu međ Puffins útsendingunni ţar sem FM Ingvar Jóhannesson mun fylgjast međ gangi mála!


Barna Blitz: Undankeppni Víkingaklúbbsins

vikingur1

Undanrásir Víkingaklúbbsins fyrir Reykjavík barnablitz fóru fram miđvikudaginn 21. febrúar hjá Víking. 22. keppendur tóku ţátt. Efstur varđ Óskar Víkingur Davíđsson međ 6 af 6 mögulegum. Annar varđ Benedikt Ţórisson međ 5 vinninga og í 3-7 sćti urđu Rayan Sharifa,Gunnar Erik Guđmundsson. Stefán Orri Davíđsson og Soffía Arndís Berndsen međ 4. vinninga. Ryan varđ efstur á stigum og náđi ţví ţriđja sćtinu, en ţrír keppendur komast áfram í úrslitakeppnina í Hörpu.  Efstur Víkinga varđ Einar Dagur Brynjarsson, Bergţóra Helga varđ í öđru sćti og Gunnar Jóhannsson í ţriđja sćti.  Tefldar voru 6. umferđir međ 7. mínútna umhugsunartíma.  Skákstjórar á mótinu voru Sigurđur Ingason og Gunnar Fr. Rúnarsson.

Úrslit:

1. Óskar Víkingur Davíđsson 6.0 vinninga 
2. Benedikt Ţórisson 5.0
3. Ryan Sharifa 4.0
4. Gunnar Erik Guđmundsson 4.0
5. Stefán Orri Davíđsson 4.0
6. Soffía Arndís Berndsen 4.0 
7. Óttar Örn Bergmann 4.0
8. Ánna Katarína Thoroddsen 3.5
9. Bjartur Ţórisson 3.5
10. Adam Omarson 3
11. Ísak Orri Karlsson 3
12. Einar Dagur Brynjarsson 3
13. Birgir Logi Stefánsson 3
14. Josep Omarsson 3
15. Andri Sigurbergsson 2.5
16. Gunnar Jóhannsson 2
17. Bergţóra Helga Gunnarsdóttir 2
18. Rigon 2
19. Róbert K 2
20. Sigurđur Gunnarsson 1
21. Dagur Arason 1
22. Gabríela V 0.5

Nánar á heimasíđu Víkingaklúbbsins

 


Dađi Ómarsson fór hamförum á Hrađskákmótaröđ TR

Dađi Ómarsson gaf engin griđ á Hrađskákmótaröđ TR ţegar Mót 2 var teflt í kvöld. Dađi nćldi sér í 10,5 vinning í 11 skákum og var 1,5 vinning fyrir ofan sigurvegara fyrsta mótsins, Vigni Vatnar Stefánsson, sem varđ annar međ 9 vinninga. Hilmir Freyr Heimisson varđ ţriđji međ 8 vinninga. Tefldar voru 11 umferđir, allir viđ alla, međ tímamörkunum 3+2.

Lokastađa mótsins:

HMRTR-Mót-2


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 40
  • Sl. sólarhring: 112
  • Sl. viku: 272
  • Frá upphafi: 8764729

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 148
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband