Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2018

Undanrásir Barna-Blitz hjá TR 24. febrúar kl.14-16

Undankeppni fyrir Reykjavík Open Barna-Blitz verđur haldin hjá Taflfélagi Reykjavíkur laugardaginn 24.febrúar kl.14-16. Undankeppnin verđur hluti af hefđbundnu Laugardagsmóti TR sem haldin eru flesta laugardaga á vorönn. Ţrjú efstu börnin fćdd 2005 eđa síđar fá sćti í úrslitum sem tefld verđa í Hörpu 11.mars.

Tefldar verđa 7 umferđir međ umhugsunartímanum 5+3 (5 mínútur auk 3 sekúndna viđbótartíma eftir hvern leik).


Bragi efstur á Kragaeyju

Alţjóđlegi meistarinn Bragi Ţorfinnsson (2426) hefur fariđ mikinn á alţjóđlega mótinu í Kragaeyju viđ Noregsstrendur. Bragi hefur hlotiđ 4˝ vinning í 5 skákum. Í dag vann hann sćnska stórmeistarann Tiger Hillarp Persson (2543) og heimamanninn og alţjóđlega meistarann Espen Lie (2473). Á morgun, í fyrri skák dagsins, verđur andstćđingurinn, stigahćsti keppandi mótsins, Norđmađurinn Jon Ludvig Hammer (2622). 

Reykjavíkurmeistarinn, Stefán Bergsson (2093), teflir ekki af sama stöđugleikanum og á Skákţingi Reykjavíkur en vann engu ađ síđur báđar skákir dagsins. Hann hefur 3 vinninga. Hrannar Baldursson (2153) hefur 2 vinninga.

Í b-flokki tefla 4 íslenskir skákmenn. Sigurđur Daníelsson (1780) og Erlingur Jensson hafa 3 vinninga, Hermann Ađalsteinsson (1589) hefur 2˝ vinning og Ţórđur Guđmundsson (1565) hefur 1 vinning.

Mótiđ í Kragaeyju er alvöru. Ţar eru tefldar níu skákir á fimm dögum. Á morgun verđa ţví tefldar tvćr umferđir.


Jóhann hlaut 5 vinninga í Graz

Stórmeistaranum Jóhanni Hjartarsyni (2536) gekk ekki vel á alţjóđlega mótinu í Graz í Austurríki sem lauk í dag. Jóhann hlaut 5 vinninga í 9 skákum og var langt frá sínu besta. 

Frammistađa Hóhanns samsvarađi 2261 skákstigi og tapar hann 27 skákstigum.

Ţátt tóku 135 skákmenn frá 22 löndum og ţar af voru níu stórmeistarar. Jóhann var nr. 7 í stigaröđ keppenda. 

 

 


Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur fer fram á sunnudaginn

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem jafnframt er Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 25. febrúar í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Tafliđ hefst kl.13 og stendur til ca. kl. 17. Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissnesku kerfi međ umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk ţess sem 5 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik (10+5).

Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra atskákstiga.

Mótiđ er opiđ öllum börnum og unglingum, óháđ taflfélagi eđa búsetu, sem eru fćdd áriđ 2002 eđa síđar. Teflt verđur í tveimur flokkum: opnum flokki og stúlknaflokki.

Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu. Nafnbótina Unglingameistari Reykjavíkur 2018 hlýtur sá keppandi sem verđur hlutskarpastur ţeirra sem hafa lögheimili í Reykjavík eđa eru međlimir í reykvísku taflfélagi. Einnig verđa veitt verđlaun fyrir ţrjár efstu stúlkurnar. Nafnbótina Stúlknameistari Reykjavíkur 2018 hlýtur sú stúlka sem verđur hlutskörpust ţeirra stúlkna sem hafa lögheimili í Reykjavík eđa eru međlimir í reykvísku taflfélagi.

Til viđbótar verđa veitt verđlaun fyrir efsta sćtiđ í árgöngum 2002-2003, 2004-2005, 2006-2007, 2008-2009 sem og 2010 og yngri í báđum flokkum (opna flokknum og stúlknaflokknum).

Núverandi Reykjavíkurmeistarar eru Vignir Vatnar Stefánsson og Batel Goitom.

Skákmótiđ hefst kl. 13 og er ađgangur ókeypis. Skráning í mótiđ fer fram rafrćnt og má nálgast skráningarformiđ hér. Einnig má finna skráningarformiđ í gula kassanum á skak.is. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér


Jóhann, Helgi, Hannes Hlífar og Jón Viktor hlutskarpastir á Skákhátíđ MótX 2018

IMG_0002

Sjöunda og síđasta umferđ hinnar geysisterku og vel skipuđu Skákhátíđar MótX fór fram ţriđjudagskvöldiđ 20. febrúar. Frísklega var teflt á báđum hćđum skákmusterisins í Kópavogi og margar bráđskemmtilegar skákir glöddu augađ.

A flokkur

Loftiđ í jörtum sal glerstúkunnar var ţrungiđ dćmigerđri spennu lokaumferđar en ađstćđur jafnframt óvenjulegar ađ ţví leyti ađ skák Jóhanns Hjartarsonar og Helga Grétarssonar var ekki tefld af fingrum fram heldur sýnd á skjá ađ keppendum fjarstöddum. Ástćđan var sú ađ Jóhann ţurfti af landi brott í síđustu viku og skákin ţví tefld fyrir fram og úrslitum haldiđ leyndum. Voru leikir stórmeistaranna fćrđir inn jafnóđum í réttri tímaröđ til ađ tryggja ađ úrslitin hefđu ekki óeđlileg áhrif á ákvarđanatöku annarra keppenda í toppbaráttunni.

Reyndin varđ líka sú ađ ekki var síđur spennandi ađ fylgjast međ skák ţeirra Jóhanns og Helga en ţó ađ ţeir hefđu veriđ á stađnum í eigin persónu. Ţeir Jóhann og Helgi, sem voru efstir og jafnir fyrir lokaumferđina, sćttust loks á skiptan hlut eftir langa og stranga vörn Helga. Hann lét reyndar svo um mćlt eftir skákina ađ sér liđi yfirleitt best í afleitum stöđum og hann hefđi ţví vísvitandi komiđ sér í vandrćđi til ţess ađ fá eitthvađ út úr skákinni!

Á öđru borđi kom Hannes Hlífar Björgvini á óvart í byrjun og eftir ađ kóngssókn Suđurnesjamannsins geigađi náđi Hannes smám saman frumkvćđinu og knésetti Björgvin í vel útfćrđri skák. Á ţriđja borđi tókust Ţröstur og Jón Viktor á í hörkuskák ţar sem lengi var óljóst hvor stćđi betur. Úr varđ tímahrak ţar sem Ţröstur tefldi til vinnings en misreiknađi sig ađeins í endataflinu og varđ ađ leggja niđur vopnin.

Hjörvar Steinn atti kappi viđ Jóni L sem lét af hendi svartreita biskupinn á g7 og veikti ţar međ varnir sínar. Hjörvar náđi snemma frumkvćđinu og fylgdi ţví eftir međ kröftugri taflmennsku ţar til stađa Jóns lét loks undan eftir góđa varnartilburđi.

Örn Leó lagđi til Kristjáns undir merkjum hvítliđa en svartur varđist af kćnsku og náđi ađ veikja peđastöđu hvíts nćgilega í miđtaflinu til ađ landa vinningnum nokkuđ örugglega. Kristján átti mjög gott mót, vann ţrjár síđustu skákirnar og hćkkađi manna mest á stigum í A-flokki. Ingvar Ţór atti kappi viđ Baldur Kristinsson sem tefldi ţétt ađ vanda og virtist jafna tafliđ eftir byrjunina. Ţegar síst skyldi lék Baldur ţó ónákvćmt og Ingvar nýtti sér ţađ til hins ýtrasta og vann skákina.Guđmundur Halldórsson tefldi međ hvítu gegn Ţorsteini Ţorsteinssyni sem í ţetta skiptiđ bauđ upp á afar hvassa byrjun. Guđmundur stóđ alla sóknartilburđi Ţorsteins af sér og náđi sterkum tökum á miđborđinu. Ţegar skákin skiptist upp í jafnt endatafl sömdu keppendur um skiptan hlut enda eftir litlu ađ slćgjast.

Halldór Grétar virtist mćta vel undirbúinn gegn Dađa Ómarssyni sem tók sér langan umhugsunartíma í byrjuninni. Tafliđ flćktist og erfitt var ađ meta hvor stćđi betur. Skákin endađi síđan međ jafntefli eftir ţó nokkur átök ţar sem Dađi var fundvís á bestu varnarleikina. Sigurđur Dađi fékk snemma frumkvćđi gegni Ásgeir Ásbjörnssyni og fylgdi ţví vel eftir međ góđum sigri. Bárđur Örn náđi ađ leggja ađ velli félaga sinn úr TR, Benedikt Jónasson, sem stóđ sig afar vel á sama móti í fyrra en nú var ţessi sterki og skemmtilegi skákmađur heillum horfinn. Ţessi er vćnst ađ hann snúi aftur fílefldur til leiks á Skákhátíđ MótX 2019!

Úrslitin í A flokki Skákhátíđar MótX 2018 urđu ţau ađ ţeir Jóhann Hjartarson, Helgi Grétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Jón Viktor Gunnarsson komu jafnir í mark međ 5 vinninga af 7 möguleikum, en Jóhann varđ efstur á stigum. Sjónarmun ţar á eftir varđ svo Hjörvar Steinn Grétarsson međ 41/2 vinning.

Hvítir hrafnar

Keppni í flokki Hvítra hrafna var afar jöfn allt frá fyrstu umferđ. Í lokaumferđinni sömdu ţeir Jón Ţorvaldsson og Jónas Ţorvaldsson fljótlega um skiptan hlut en Júlíus Friđjónsson sigrađi Braga Halldórsson eftir nokkrar sviptingar. Bragi stóđ lengst af betur í skákinni en lék af sér drottningunni í tímahraki og ţví fór sem fór. Friđrik Ólafsson, sem átti ađ tefla viđ Björn Halldórsson, forfallađist og varđ ţví miđur ađ gefa síđustu skák sína í mótinu. Friđrik sett afar sterkan og skemmtilegan svip á Skákhátíđina og er ţessum heiđursmanni og stafnbúa íslenskrar skáksögu ţökkuđ ţátttakan sérstaklega.

Hlutskarpastur í flokki Hvítra hrafna 2018 varđ Júlíus Friđjónsson međ 31/2 vinning af 5 mögulegum, annar varđ Jón Ţorvaldsson međ 3 vinninga en ţeir Júlíus voru taplausir á mótinu. Í ţriđja sćti varđ Bragi Halldórsson.

B-flokkurinn

Hart var barist í lokaumferđinni í B-flokknum. Hlutfall jafntefla var eins og á ofurskákmótunum. Ţađ voru ţó engir Berlínarveggir notađir, heldur teflt til ţrautar.

Arnar Milutin og Agnar Tómas Möller tefldu sína skák fyrir fram og úr varđ mjög vel tefld skák hjá Arnari. En ţegar öll sund virtust lokuđ hjá Agnari ţá kom einn slakur leikur hjá Arnari og skákin endađi loks međ jafntefli. Á ţriđja borđi tefldu Birkir Karl og Birkir Ísak. Skákin var merkileg fyrir ţćr sakir ađ ţarna var á ferđinni ţjálfari á móti iđkanda. Skyldi ţjálfunin hafa skilađ árangri ? Ţjálfarinn lék strax í byrjun leik sem hann var víst búinn ađ segja lćrisveinum sínum ađ mađur ćtti ekki ađ leika. Var ţađ lćvís innrćting til ađ eiga seinna meir möguleika á ađ koma á óvart? Stađa hvíts (ţjálfarans) virtist vera meinlaus, en svo átti hann sniđugan leik sem fćrđi honum góđ stöđuleg fćri. Ţegar svo hvítur virtist vera ađ sigla vinningnum heim, sýndi lćrisveinninn ađ hann hafđi nú lćrt ýmislegt. Snjöll taktísk leiđ sneri taflinu og í lokin mátti ţjálfarinn ţakka fyrir ađ halda jafntefli !

Hilmir Freyr vann Gauta Pál örugglega á öđru borđi og heldur sigurganga hans áfram á árinu 2018. Hann er til alls líklegur á Reykjavíkurskákmótinu.

Skákin á fyrsta borđi á milli Arons Ţórs Mai og Siguringa lauk međ jafntefli. Siguringi tefldi mjög vel í mótinu og endađi í efsta sćti ţar sem hann var hćrri á stigum en Hilmir Freyr sem var jafn honum ađ vinningum. Ţeir tveir unnu sér rétt á taflmennsku í A-flokknum á nćsta ári.

Aron Ţór tók 3ja sćtiđ. Ţeir brćđur eru orđnir feikilega sterkir og megum viđ eiga von á miklu frá ţeim á nćstunni.
Baráttan um nafnbótina Unglingameistari Breiđabliks var spennandi. Hefđi Arnar Milutin náđ ađ sigra Agnar Tómas ţá hefđi hann nafnbótin orđiđ hans en ţar sem niđurstađan varđ jafntefli stóđ Birkir Ísak uppi sem sigurvegari eftir stigaútreikning. Hann endurheimti ţannig titilinn eftir ađ hafa unniđ hann 2015 og 2016. Núverandi meistari, Stephan Briem, lenti í öđru sćti og Arnar Milutin varđ ţriđji. Verđskuldađur sigur hjá Birki Ísak sem er í stöđugri framför og tefldi mjög vel í mótinu.
Keppni í B-flokki heppnađist mjög vel. Ţéttur hópur af sterkum skákmönnum tók á öllum aldri tók ţar ţátt og margar flottar skákir sáu dagsins ljós.

 

Nánar á heimasíđu Hugins


Hrađskákmótaröđ TR framhaldiđ í kvöld

Annađ mót Hrađskákmótarađar Taflfélags Reykjavíkur fer fram föstudagskvöldiđ 23.febrúar í skáksal TR ađ Faxafeni 12. Tafliđ hefst stundvíslega klukkan 19:30. Mótiđ er opiđ öllum skákmönnum međ yfir 2000 skákstig, eđa ţeim sem hafa einhverntíman á ferlinum rofiđ 2000 stiga múrinn. Mótsnefnd áskilur sér rétt til ţess ađ bjóđa völdum gestum undir 2000 stigum ađ tefla međ.

Tefldar verđa 11 umferđir međ tímamörkunum 3+2 og verđur mótiđ reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga. Frítt inn!

Dagskrá mótarađarinnar:

  • Mót 1: 26.janúar
  • Mót 2: 23.febrúar
  • Mót 3: 23.mars
  • Mót 4: 27.apríl

Mćlst er til ţess ađ skákmenn skrái sig í gegnum skráningarformiđ til ţess ađ auđvelda skipulagningu mótsins. Einnig verđur hćgt ađ skrá sig til leiks á skákstađ á mótsdegi en skráningu lýkur kl.19:20.

SKRÁNINGARFORM

Skráđir keppendur


Frumvarp til laga um launasjóđ skákmanna - frestur til ađ senda inn umsagnir rennur út á morgun

Á Samráđsgáttinni má finna frumvarp til laga um launasjóđa skákmanna. Drög ađ frumvarpinu fylgir međ viđhengi.

Vakin er athygli á ađ opiđ er fyrir innsendingu umsagna til 23. febrúar nk. Umsagnir eru birtar jafnóđum og ţćr berast. 

Í texta um frumvarpiđ segir: 

Međ ţessu frumvarpi er gert ráđ fyrir ađ gildandi lög um launasjóđ stórmeistara, nr. 58/1990, verđi lögđ af og ađ nýtt fyrirkomulag um laun til afreksskákmanna verđi tekiđ upp. Leitast er viđ ađ koma á fót sjóđi sem styđur stórmeistara og ađra skilgreinda afreksskákmenn í ađ ná hámarksárangri. Verđi frumvarpiđ ađ lögum verđur ţađ kerfi sem núverandi lög kveđa á um lagt niđur, ţ.á.m. störf stórmeistara, og ţess í stađ tekiđ upp nýtt kerfi sem gerir ráđ fyrir ađ afreksskákmenn geti sótt um starfslaun og styrki og fari um ţá líkt og um verktaka eđa sjálfstćtt starfandi einstaklinga. Ţá verđur breikkađur sá hópur sem getur sótt um frá ţví sem er í núgildandi lögum.

Sjá nánar hér.


Íslandsmót barnaskólasveita, 1.-3 bekkur, fer fram á laugardaginn - skráningu lýkur á morgun

Íslandsmót barnaskólasveita 1.-3. bekk 2018 fer fram í Rimaskóla, laugardaginn 24. febrúar nk.  

Tefldar verđa sjö umferđir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími 8+2 á hvern keppenda. Mótiđ hefst kl. 11 og áćtlađ er ađ ţví ljúki međ verđlaunaafhendingu um kl. 14. Stutt hlé verđur tekiđ um 12:30 til ađ keppendur geti fengiđ sér nćringu.  

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit - en hver sveit er skipuđ fjórum nemendum 1.-3. bekkjar (auk allt ađ fjögurra varamanna). 

Ţátttökugjöld kr. 7.500.- á sveit. Ţó ekki hćrri en kr. 15.000.- fyrir hvern skóla. 

Veitt verđa verđlaun fyrir efstu ţrjár sveitirnar og einnig efstu b-e sveitir. Einnig borđaverđlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borđi. 

Núverandi Íslandsmeistari barnaskólasveita (1.-3. bekkur) er Vatnsendaskóli. Nánar um mótiđ í fyrra hér.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst). Skráningu lýkur á hádegi (12:00), föstudaginn 23. febrúar.

Upplýsingar um ţegar skráđar sveitir má finna hér.


Sjö Íslendingar tefla á Kragaeyju

Sjö Íslendingar taka ţátt í alţjóđlegu móti sem hófst á norska eyjunni Kragaeyju í gćr. Ţrír tefla í a-flokki en ađrir fjórir í b-flokki. Bragi Ţorfinnsson vann sína skák í a-flokknum en Reykjavíkurmeistarinn, Stefán Bergsson, og Hrannar Baldursson lutu báđir í skákdúk. Í b-flokki unnu Norđanmennirnir Hermann Ađalsteinsson og Sigurđur G. Daníelsson  sínar skákir. Í b-flokki tefla einnig Selfyssingarnir Erlingur Jensson og Ţórđur Guđmundsson.

Mótiđ í Kragaeyju er alvöru. Ţar eru tefldar níu skákir á fimm dögum. Á morgun verđa ţví tefldar tvćr umferđir.

Ţegar ţessi frétt er rituđ liggur ekki fyrir pörun í ađra umferđ.


Háteigsskóli, Rimaskóli og Ölduselsskóli Reykjavíkurmeistarar grunnskóla

20180212_175948-1024x576

Reykjavíkurmót grunnskólasveita fór fram mánudagana 12. febrúar og 19. febrúar í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur sem heldur mótiđ í samstarfi viđ Skóla- og frístundasviđ Reykjavíkurborgar. Mótiđ var nú međ nýju fyrirkomulagi ţar sem skipt var í ţrjá flokka; 1.-3. bekk, 4.-7. bekk og 8.-10. bekk. Sigurvegarar í flokki 1.-3. bekkja var Háteigsskóli, í flokki 4.-7. bekkja sigrađi Rimaskóli og í flokki 8.-10. bekkja hreppti Ölduselsskóli gulliđ.

Ţađ var fríđur flokkur barna sem reiđ á vađiđ í yngsta aldurhópnum fyrri keppnisdaginn en alls mćttu 15 sveitir til leiks. Flestar voru sveitirnar frá Ingunnarskóla eđa fimm talsins en Landakotsskóli mćtti međ fjórar sveitir. Keppnin var jöfn og spennandi en Háteigsskóli náđi snemma forystunni og hélt henni allt mótiđ ţó svo ađ sveit Rimaskóla hafi aldrei veriđ langt undan. Töluverđ spenna var síđan um ţriđja sćtiđ og réđust úrslit ekki fyrr en á lokametrunum.

20180212_192857-1024x576

Ađ loknum umferđunum sjö höfđu liđsmenn Háteigsskóla halađ inn flestum vinningunum eđa 22 alls, ţremur meira en sveit Rimaskóla sem hlaut annađ sćtiđ međ 19 vinninga. Ţriđja sćtiđ féll svo í skaut Árbćjarskóla sem nćldi í 17 vinninga. Ađeins munađi 1 vinningi á ţriđja sćtinu og áttunda sćtinu. Efst stúlknasveita var sveit Rimaskóla sem lauk keppni í 5. sćti međ 16,5 vinning.

Viku síđar var svo komiđ ađ nćstu tveimur aldursflokkum og hóf sá fyrri leikinn nánast á slaginu 16.30 eins og auglýst hafđi veriđ. Munađi ţar miklu um stundvíslega mćtingu liđsstjóra og keppenda. Ađ ţessu sinni voru 16 sveitir mćttar til leiks og ţví ljóst ađ skottu gömlu yrđi sparkađ úr mótinu sem er alltaf ánćgjulegt. Tvćr stúlknasveitir voru skráđar en Rimaskóli sendi flestar sveitirnar til leiks, eđa fimm, ţar af eina stúlknasveit.

20180219_191204-1024x576

Rimaskóli hafđi allnokkra yfirburđi í mótinu enda firnasterk sveit ţar á ferđ međ hinn reynslumikla Joshua Davíđsson á efsta borđi. Fór svo ađ Rimaskóli varđ langefstur međ 25 vinninga af 28. Baráttan um nćstu sćti var harđari en ţegar yfir lauk kom sveit Háteigsskóla önnur í mark međ 19,5 vinning, hálfum vinningi meira en B-sveit Rimaskóla sem varđ ţriđja međ 19 vinninga. Efsta stúlknasveitin kom einnig úr Rimaskóla en hún hlaut 13 vinninga og hafnađi í 10. sćti. Sérstaklega góđ frammistađa hjá Rimaskóla í ţessum aldursflokki.

20180219_211647-1024x768

Eins og áćtlađ var lauk mótinu kl. 19 og eftir verđlaunaafhendingu hófst strax á eftir keppni í elsta aldursflokknum ţar sem fimm sveitir mćttu til leiks, ţar af ein stúlknasveit sem kom úr hinum mikla skákskóla, Rimaskóla. Ákveđiđ var ađ tefla fimm umferđir allir viđ alla ţar sem ein sveit sat yfir í hverri umferđ. Fljótlega kom í ljós ađ sveit Ölduselsskóla hafđi nokkra yfirburđi og ađ sveit Laugalćkjarskóla vćri líklegust til ađ veita henni keppni. 3-1 sigur reynslumikilla liđsmanna Ölduselsskóla á Laugalćkjarskóla strax í annarri umferđ lagđi línurnar fyrir framhaldiđ og svo fór ađ hinir fyrrnefndu stóđu uppi sem sigurvegarar međ 14 vinninga af 16 en ţeir síđarnefndu höfnuđu í öđru sćti međ 11 vinninga. Breiđholtsskóli nćldi svo í ţriđja sćtiđ međ 5,5 vinning og sem eina stúlknasveitin í mótinu hlaut sveit Rimaskóla stúlknaverđlaunin.

Vel heppnuđu Reykjavíkurmóti grunnskólasveita er ţví lokiđ ţetta áriđ og ljóst má vera ađ allar líkur eru á ţví ađ sama fyrirkomulag verđi haft ađ ári. Viđ óskum sigurvegurunum til hamingju og hlökkum til mótsins 2019!


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 13
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 180
  • Frá upphafi: 8764025

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband