Leita í fréttum mbl.is

Háteigsskóli, Rimaskóli og Ölduselsskóli Reykjavíkurmeistarar grunnskóla

20180212_175948-1024x576

Reykjavíkurmót grunnskólasveita fór fram mánudagana 12. febrúar og 19. febrúar í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur sem heldur mótiđ í samstarfi viđ Skóla- og frístundasviđ Reykjavíkurborgar. Mótiđ var nú međ nýju fyrirkomulagi ţar sem skipt var í ţrjá flokka; 1.-3. bekk, 4.-7. bekk og 8.-10. bekk. Sigurvegarar í flokki 1.-3. bekkja var Háteigsskóli, í flokki 4.-7. bekkja sigrađi Rimaskóli og í flokki 8.-10. bekkja hreppti Ölduselsskóli gulliđ.

Ţađ var fríđur flokkur barna sem reiđ á vađiđ í yngsta aldurhópnum fyrri keppnisdaginn en alls mćttu 15 sveitir til leiks. Flestar voru sveitirnar frá Ingunnarskóla eđa fimm talsins en Landakotsskóli mćtti međ fjórar sveitir. Keppnin var jöfn og spennandi en Háteigsskóli náđi snemma forystunni og hélt henni allt mótiđ ţó svo ađ sveit Rimaskóla hafi aldrei veriđ langt undan. Töluverđ spenna var síđan um ţriđja sćtiđ og réđust úrslit ekki fyrr en á lokametrunum.

20180212_192857-1024x576

Ađ loknum umferđunum sjö höfđu liđsmenn Háteigsskóla halađ inn flestum vinningunum eđa 22 alls, ţremur meira en sveit Rimaskóla sem hlaut annađ sćtiđ međ 19 vinninga. Ţriđja sćtiđ féll svo í skaut Árbćjarskóla sem nćldi í 17 vinninga. Ađeins munađi 1 vinningi á ţriđja sćtinu og áttunda sćtinu. Efst stúlknasveita var sveit Rimaskóla sem lauk keppni í 5. sćti međ 16,5 vinning.

Viku síđar var svo komiđ ađ nćstu tveimur aldursflokkum og hóf sá fyrri leikinn nánast á slaginu 16.30 eins og auglýst hafđi veriđ. Munađi ţar miklu um stundvíslega mćtingu liđsstjóra og keppenda. Ađ ţessu sinni voru 16 sveitir mćttar til leiks og ţví ljóst ađ skottu gömlu yrđi sparkađ úr mótinu sem er alltaf ánćgjulegt. Tvćr stúlknasveitir voru skráđar en Rimaskóli sendi flestar sveitirnar til leiks, eđa fimm, ţar af eina stúlknasveit.

20180219_191204-1024x576

Rimaskóli hafđi allnokkra yfirburđi í mótinu enda firnasterk sveit ţar á ferđ međ hinn reynslumikla Joshua Davíđsson á efsta borđi. Fór svo ađ Rimaskóli varđ langefstur međ 25 vinninga af 28. Baráttan um nćstu sćti var harđari en ţegar yfir lauk kom sveit Háteigsskóla önnur í mark međ 19,5 vinning, hálfum vinningi meira en B-sveit Rimaskóla sem varđ ţriđja međ 19 vinninga. Efsta stúlknasveitin kom einnig úr Rimaskóla en hún hlaut 13 vinninga og hafnađi í 10. sćti. Sérstaklega góđ frammistađa hjá Rimaskóla í ţessum aldursflokki.

20180219_211647-1024x768

Eins og áćtlađ var lauk mótinu kl. 19 og eftir verđlaunaafhendingu hófst strax á eftir keppni í elsta aldursflokknum ţar sem fimm sveitir mćttu til leiks, ţar af ein stúlknasveit sem kom úr hinum mikla skákskóla, Rimaskóla. Ákveđiđ var ađ tefla fimm umferđir allir viđ alla ţar sem ein sveit sat yfir í hverri umferđ. Fljótlega kom í ljós ađ sveit Ölduselsskóla hafđi nokkra yfirburđi og ađ sveit Laugalćkjarskóla vćri líklegust til ađ veita henni keppni. 3-1 sigur reynslumikilla liđsmanna Ölduselsskóla á Laugalćkjarskóla strax í annarri umferđ lagđi línurnar fyrir framhaldiđ og svo fór ađ hinir fyrrnefndu stóđu uppi sem sigurvegarar međ 14 vinninga af 16 en ţeir síđarnefndu höfnuđu í öđru sćti međ 11 vinninga. Breiđholtsskóli nćldi svo í ţriđja sćtiđ međ 5,5 vinning og sem eina stúlknasveitin í mótinu hlaut sveit Rimaskóla stúlknaverđlaunin.

Vel heppnuđu Reykjavíkurmóti grunnskólasveita er ţví lokiđ ţetta áriđ og ljóst má vera ađ allar líkur eru á ţví ađ sama fyrirkomulag verđi haft ađ ári. Viđ óskum sigurvegurunum til hamingju og hlökkum til mótsins 2019!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 191
  • Frá upphafi: 8764593

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 154
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband