Leita í fréttum mbl.is

Jóhann, Helgi, Hannes Hlífar og Jón Viktor hlutskarpastir á Skákhátíđ MótX 2018

IMG_0002

Sjöunda og síđasta umferđ hinnar geysisterku og vel skipuđu Skákhátíđar MótX fór fram ţriđjudagskvöldiđ 20. febrúar. Frísklega var teflt á báđum hćđum skákmusterisins í Kópavogi og margar bráđskemmtilegar skákir glöddu augađ.

A flokkur

Loftiđ í jörtum sal glerstúkunnar var ţrungiđ dćmigerđri spennu lokaumferđar en ađstćđur jafnframt óvenjulegar ađ ţví leyti ađ skák Jóhanns Hjartarsonar og Helga Grétarssonar var ekki tefld af fingrum fram heldur sýnd á skjá ađ keppendum fjarstöddum. Ástćđan var sú ađ Jóhann ţurfti af landi brott í síđustu viku og skákin ţví tefld fyrir fram og úrslitum haldiđ leyndum. Voru leikir stórmeistaranna fćrđir inn jafnóđum í réttri tímaröđ til ađ tryggja ađ úrslitin hefđu ekki óeđlileg áhrif á ákvarđanatöku annarra keppenda í toppbaráttunni.

Reyndin varđ líka sú ađ ekki var síđur spennandi ađ fylgjast međ skák ţeirra Jóhanns og Helga en ţó ađ ţeir hefđu veriđ á stađnum í eigin persónu. Ţeir Jóhann og Helgi, sem voru efstir og jafnir fyrir lokaumferđina, sćttust loks á skiptan hlut eftir langa og stranga vörn Helga. Hann lét reyndar svo um mćlt eftir skákina ađ sér liđi yfirleitt best í afleitum stöđum og hann hefđi ţví vísvitandi komiđ sér í vandrćđi til ţess ađ fá eitthvađ út úr skákinni!

Á öđru borđi kom Hannes Hlífar Björgvini á óvart í byrjun og eftir ađ kóngssókn Suđurnesjamannsins geigađi náđi Hannes smám saman frumkvćđinu og knésetti Björgvin í vel útfćrđri skák. Á ţriđja borđi tókust Ţröstur og Jón Viktor á í hörkuskák ţar sem lengi var óljóst hvor stćđi betur. Úr varđ tímahrak ţar sem Ţröstur tefldi til vinnings en misreiknađi sig ađeins í endataflinu og varđ ađ leggja niđur vopnin.

Hjörvar Steinn atti kappi viđ Jóni L sem lét af hendi svartreita biskupinn á g7 og veikti ţar međ varnir sínar. Hjörvar náđi snemma frumkvćđinu og fylgdi ţví eftir međ kröftugri taflmennsku ţar til stađa Jóns lét loks undan eftir góđa varnartilburđi.

Örn Leó lagđi til Kristjáns undir merkjum hvítliđa en svartur varđist af kćnsku og náđi ađ veikja peđastöđu hvíts nćgilega í miđtaflinu til ađ landa vinningnum nokkuđ örugglega. Kristján átti mjög gott mót, vann ţrjár síđustu skákirnar og hćkkađi manna mest á stigum í A-flokki. Ingvar Ţór atti kappi viđ Baldur Kristinsson sem tefldi ţétt ađ vanda og virtist jafna tafliđ eftir byrjunina. Ţegar síst skyldi lék Baldur ţó ónákvćmt og Ingvar nýtti sér ţađ til hins ýtrasta og vann skákina.Guđmundur Halldórsson tefldi međ hvítu gegn Ţorsteini Ţorsteinssyni sem í ţetta skiptiđ bauđ upp á afar hvassa byrjun. Guđmundur stóđ alla sóknartilburđi Ţorsteins af sér og náđi sterkum tökum á miđborđinu. Ţegar skákin skiptist upp í jafnt endatafl sömdu keppendur um skiptan hlut enda eftir litlu ađ slćgjast.

Halldór Grétar virtist mćta vel undirbúinn gegn Dađa Ómarssyni sem tók sér langan umhugsunartíma í byrjuninni. Tafliđ flćktist og erfitt var ađ meta hvor stćđi betur. Skákin endađi síđan međ jafntefli eftir ţó nokkur átök ţar sem Dađi var fundvís á bestu varnarleikina. Sigurđur Dađi fékk snemma frumkvćđi gegni Ásgeir Ásbjörnssyni og fylgdi ţví vel eftir međ góđum sigri. Bárđur Örn náđi ađ leggja ađ velli félaga sinn úr TR, Benedikt Jónasson, sem stóđ sig afar vel á sama móti í fyrra en nú var ţessi sterki og skemmtilegi skákmađur heillum horfinn. Ţessi er vćnst ađ hann snúi aftur fílefldur til leiks á Skákhátíđ MótX 2019!

Úrslitin í A flokki Skákhátíđar MótX 2018 urđu ţau ađ ţeir Jóhann Hjartarson, Helgi Grétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Jón Viktor Gunnarsson komu jafnir í mark međ 5 vinninga af 7 möguleikum, en Jóhann varđ efstur á stigum. Sjónarmun ţar á eftir varđ svo Hjörvar Steinn Grétarsson međ 41/2 vinning.

Hvítir hrafnar

Keppni í flokki Hvítra hrafna var afar jöfn allt frá fyrstu umferđ. Í lokaumferđinni sömdu ţeir Jón Ţorvaldsson og Jónas Ţorvaldsson fljótlega um skiptan hlut en Júlíus Friđjónsson sigrađi Braga Halldórsson eftir nokkrar sviptingar. Bragi stóđ lengst af betur í skákinni en lék af sér drottningunni í tímahraki og ţví fór sem fór. Friđrik Ólafsson, sem átti ađ tefla viđ Björn Halldórsson, forfallađist og varđ ţví miđur ađ gefa síđustu skák sína í mótinu. Friđrik sett afar sterkan og skemmtilegan svip á Skákhátíđina og er ţessum heiđursmanni og stafnbúa íslenskrar skáksögu ţökkuđ ţátttakan sérstaklega.

Hlutskarpastur í flokki Hvítra hrafna 2018 varđ Júlíus Friđjónsson međ 31/2 vinning af 5 mögulegum, annar varđ Jón Ţorvaldsson međ 3 vinninga en ţeir Júlíus voru taplausir á mótinu. Í ţriđja sćti varđ Bragi Halldórsson.

B-flokkurinn

Hart var barist í lokaumferđinni í B-flokknum. Hlutfall jafntefla var eins og á ofurskákmótunum. Ţađ voru ţó engir Berlínarveggir notađir, heldur teflt til ţrautar.

Arnar Milutin og Agnar Tómas Möller tefldu sína skák fyrir fram og úr varđ mjög vel tefld skák hjá Arnari. En ţegar öll sund virtust lokuđ hjá Agnari ţá kom einn slakur leikur hjá Arnari og skákin endađi loks međ jafntefli. Á ţriđja borđi tefldu Birkir Karl og Birkir Ísak. Skákin var merkileg fyrir ţćr sakir ađ ţarna var á ferđinni ţjálfari á móti iđkanda. Skyldi ţjálfunin hafa skilađ árangri ? Ţjálfarinn lék strax í byrjun leik sem hann var víst búinn ađ segja lćrisveinum sínum ađ mađur ćtti ekki ađ leika. Var ţađ lćvís innrćting til ađ eiga seinna meir möguleika á ađ koma á óvart? Stađa hvíts (ţjálfarans) virtist vera meinlaus, en svo átti hann sniđugan leik sem fćrđi honum góđ stöđuleg fćri. Ţegar svo hvítur virtist vera ađ sigla vinningnum heim, sýndi lćrisveinninn ađ hann hafđi nú lćrt ýmislegt. Snjöll taktísk leiđ sneri taflinu og í lokin mátti ţjálfarinn ţakka fyrir ađ halda jafntefli !

Hilmir Freyr vann Gauta Pál örugglega á öđru borđi og heldur sigurganga hans áfram á árinu 2018. Hann er til alls líklegur á Reykjavíkurskákmótinu.

Skákin á fyrsta borđi á milli Arons Ţórs Mai og Siguringa lauk međ jafntefli. Siguringi tefldi mjög vel í mótinu og endađi í efsta sćti ţar sem hann var hćrri á stigum en Hilmir Freyr sem var jafn honum ađ vinningum. Ţeir tveir unnu sér rétt á taflmennsku í A-flokknum á nćsta ári.

Aron Ţór tók 3ja sćtiđ. Ţeir brćđur eru orđnir feikilega sterkir og megum viđ eiga von á miklu frá ţeim á nćstunni.
Baráttan um nafnbótina Unglingameistari Breiđabliks var spennandi. Hefđi Arnar Milutin náđ ađ sigra Agnar Tómas ţá hefđi hann nafnbótin orđiđ hans en ţar sem niđurstađan varđ jafntefli stóđ Birkir Ísak uppi sem sigurvegari eftir stigaútreikning. Hann endurheimti ţannig titilinn eftir ađ hafa unniđ hann 2015 og 2016. Núverandi meistari, Stephan Briem, lenti í öđru sćti og Arnar Milutin varđ ţriđji. Verđskuldađur sigur hjá Birki Ísak sem er í stöđugri framför og tefldi mjög vel í mótinu.
Keppni í B-flokki heppnađist mjög vel. Ţéttur hópur af sterkum skákmönnum tók á öllum aldri tók ţar ţátt og margar flottar skákir sáu dagsins ljós.

 

Nánar á heimasíđu Hugins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 206
  • Frá upphafi: 8764980

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 153
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband