"Framkvćmdin hefur gengiđ sérlega vel og allir eru ánćgđir," segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, um Evrópumót landsliđa í skák sem fer fram ţessa dagana í Laugardalshöll og lýkur á morgun.

Eins og fram hefur komiđ er Evrópumótiđ stćrsti skákviđburđurinn á Íslandi síđan Bobby Fischer og Boris Spasskí háđu einvígi um heimsmeistaratitilinn í Laugardalshöll 1972. Nú tefla međal annars 150 stórmeistarar í skáksveitum frá 35 ţjóđum og ţar á međal norski heimsmeistarinn Magnus Carlsen.

Langur ađdragandi

Mótshaldiđ á sér langan ađdraganda. "Viđ Björn Ţorfinnsson fengum hugmyndina um ađ halda mótiđ á Evrópumóti landsliđa í Grikklandi 2011," rifjar Gunnar upp. Hann segir ađ ţeir hafi ekki látiđ ţar viđ sitja heldur rćtt strax viđ mótshaldara og fengiđ ýmsar upplýsingar. Viđ heimkomuna hafi ţeir haldiđ áfram undirbúningsvinnu og međal annars fengiđ vilyrđi hjá ţáverandi ríkisstjórn um töluverđan fjárstuđning. "Viđ sóttum um ađ halda mótiđ 2012, fengum ţađ og markviss undirbúningur hefur stađiđ yfir síđan."

Framkvćmdin er á herđum fjölmargra sjálfbođaliđa og Gunnar nefnir til dćmis ađ í hverri umferđ séu yfir 20 skákstjórar. Ađsóknin hefur líka veriđ meiri en Skáksambandiđ á ađ venjast. "Ţađ hafa veriđ allt upp í 70 til 80 manns í einu í skákskýringarsalnum fyrir utan alla ţá sem eru inn í skáksal eđa í kaffiteríunni ađ horfa á skákirnar á skjá," segir Gunnar. "Ţetta eru tölur sem viđ höfum ekki séđ áđur."

Gert er ráđ fyrir ađ kostnađur viđ mótiđ verđi um 40 milljónir króna. Ríkisstjórnin lagđi fram 25 milljónir í verkefniđ og borgin lét Skáksambandiđ fá Laugardalshöll án leigugjalds. "Áćtlanir miđa viđ ađ ná endum saman og viđ verđum í kringum núlliđ," segir Gunnar.

Opna Reykjavíkurmótiđ hefur lengi veriđ ein helsta skrautfjöđur Skáksambandsins og ţar hafa margir ţekktir skákmenn veriđ á međal keppenda. Gunnar segir ađ keppendahópurinn nú sé öđruvísi, meira um keppendur frá Austur-Evrópu.

Höllin heppileg

salurinnLaugardalshöll er heppilegur stađur fyrir svona mót, ađ sögn Gunnars, og keppendur eru ánćgđir međ hana. Sagan skemmir ekki fyrir og munir frá heimsmeistaraeinvíginu 1972, sem eru til sýnis í Höllinni, vekja athygli. „Keppendur láta almennt mjög vel af öllu,“ segir Gunnar og bćtir viđ ađ Höllin sé einn glćsilegasti skákkeppnisstađur sem hann hafi séđ. „Hér er hátt til lofts, góđ lýsing, gott loft og rúmt. Viđ lögđum áherslu á ađ teppaleggja gólfiđ og ţađ er allt annađ en hörđ íţróttahúsagólf.“

Gunnar segir ađ allt sé samkvćmt áćtlun og engin vandamál. "Einu kvartanirnar sem viđ höfum heyrt eru í sambandi viđ veđriđ, sumir keppendur kvarta yfir kulda, en viđ ráđum ekki viđ hann og ekki er viđ okkur ađ sakast í ţví efni."

Stjórn Skáksambandsins hefur einbeitt sér ađ ţessu móti og ekki hugsađ um önnur mót á međan fyrir utan Reykjavíkurmótiđ. "Ţetta gefur okkur byr í seglin ađ taka ađ okkur önnur stórverkefni í framtíđinni," segir Gunnar.

Frakkar öflugir og endaspretturinn skiptir miklu máli

bivark"Ţađ hefur fátt komiđ á óvart," segir Björn Ívar Karlsson skákkennari um Evrópumótiđ og spáir spennandi lokaumferđum.

Rússar voru sigurstranglegastir fyrir mót og hafa stađiđ undir vćntingum í opnum flokki og kvennaflokki. "Ţađ hefur vakiđ athygli mína hvađ Frakkarnir eru öflugir miđađ viđ ţađ sem hefur veriđ ađ gerast í Frakklandi," segir Björn.Rússar-Frakkar

Heimsmeistarinn Magnus Carlsen vann sína fyrstu skák í fyrradag. Margir hafa velt fyrir sér slöku gengi hans. Björn segir ađ bent hafi veriđ á ađ hugsanlega sé hann orđinn saddur eftir góđan árangur undanfarin ár og vanti nýtt markmiđ. "Hann hefur unniđ allt sem hćgt er ađ vinna og hefur ekki veriđ sannfćrandi núna."

Björn segir ađ Íslendingarnir hafi veriđ á pari. Kvennasveitin hafi byrjađ vel, ţar sem Lenka Ptacnikova og Guđlaug Ţorsteinsdóttir dragi vagninn, og Jóhann Hjartarson hafi stađiđ sig best í gullaldarliđinu en allir í A-liđi Íslands hafi veriđ svipađir.

íslenska liđiđ"Ţeir [skákmennirnir í A-liđinu] hafa veriđ traustir í flestum viđureignum og haldiđ jöfnu í mörgum skákum," segir Björn og bendir á ađ mikilvćgt sé ađ enda mótiđ vel. "Ţađ getur breytt miklu upp á stöđuna ađ standa sig vel í síđustu umferđunum."

Björn segir eđlilegt ađ mennirnir í gullaldarliđinu séu orđnir ţreyttir og ţví megi búast viđ ţví ađ endaspretturinn verđi erfiđari fyrir ţá en A-landsliđsmennina. Sama sé ađ segja um konurnar. „Ţetta snýst svolítiđ um ađ vera heppinn međ andstćđinga,“ segir hann.

Áttunda umferđin hefst klukkan 15 í Laugardalshöll í dag og síđasta umferđ klukkan 11 í fyrramáliđ, en verđlaunaafhending verđur í Hörpu annađ kvöld.

Steinţór Guđbjartsson (steinthor@mbl.is).