Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: "Ţú getur enn teflt vel"

Ţađ var vel viđeigandi ađ forseti ECU, Evrópska skáksambandsins, hinn umdeildi Georgíumađur Zurab Azmaparashvili, skyldi í setningarrćđu sinni kalla Laugardalshöllina, mótsstađ Evrópukeppni landsliđa, „Mekka skákarinnar“. Enginn gerđi ágreining um ţessa skýringu. Svo hófst tafliđ og menn voru hóflega bjartsýnir á frammistöđu íslensku liđanna í opna flokknum og kvennaflokknum. Ţar hefur Guđlaug Ţorsteindóttir hins vegar fariđ á kostum. Margir komu til ađ fylgjast međ Magnúsi Carlsen en nokkur biđ varđ á ţví ađ hann settist ađ tafli. Ţađ gerđist svo í 3. umferđ. Hann tapađi ţá óvćnt fyrir Levon Aronjan, ţví nćst kom jafntefli og í 5. umferđ tefldu Norđmenn viđ Svisslendinga. Eftir 45 leiki kom ţessi stađa upp á 1. borđi:

Magnús Carlsen – Yannick Pelletier

Ţađ blasir viđ ađ Magnús ţarf ađ forđa hróknum á b8 en stađan er í jafnvćgi eftir 46. Hh8 eđa 46. Hb5. En menn trúđu vart sínum eigin augum ţegar Magnús lék...

G5AUUA2Q46. Hg8??

Svariđ kom um hćl:

46. ... Re7

... og hvítur tapar manni eftir...

47. Hxg7 Hxd3+ 48. Kc2 Hd7.

Heimsmeistarinn barđist áfram um stund en gaf skákina eftir 59 leiki.

Ţegar ţetta er ritađ hefur íslensku liđunum gengiđ upp og ofan. Hiđ svonefnda „gullaldarliđ“ hefur átt góđa spretti en tímamörkin reyna mikiđ á, 90 30 á fyrstu 40 leikina er kannski sanngjarnt en síđan taka viđ tímamörkin 30 30 til enda skákarinnar og ţađ er meira í ćtt viđ atskák en kappskák; lok margra skáka kalla á óđagot í tímahraki sem stundum hefur reynst dýrkeypt, sbr. viđureign undirritađs gegn Austurríki á ţriđjudaginn:

Helgi Ólafsson – Markus Ragger

Ţessi stađa er jafntefli en óvissan sem fylgdi ţví ađ eiga örfáar sekúndur eftir til ađ reikna út hvort réttara sé ađ fara međ kónginn til a1 eđa b1 hleypti af hörmulegum afleik:

G5AUUA2U60. a3+?? Kc4

– og svartur vann nokkrum leikum síđar. Jafntefli er ađ hafa međ 60. Kb1!

En góđu tíđindin voru ţau ađ Jón L. Árnason og Jóhann Hjartarson unnu og Margeir Pétursson náđi jafntefli eftir erfiđa vörn og sigur vannst á Austurríki, 2 ˝:1 ˝. „Ţú getur enn teflt vel,“ sagđi liđsstjóri Austurríksmanna, Zoltan Ribli, viđ Jóhann eftir skákina sem hér fylgir á eftir:

David Shegelia – Jóhann Hjartarson

Enskur leikur

1. Rf3 Rf6 2. c4 b6 3. g3 Bb7 4. Bg2 c5 5. O-O g6 6. d4 cxd4 7. Dxd4 Bg7 8. Rc3 d6 9. Hd1 Rbd7 10. Be3 Hc8 11. Hac1 a6 12. b3 O-O 13. Dh4 He8 14. Bh3 Hb8!

Ekkert er nýtt undir sólinni. Jóhann hefur nokkra reynslu í ţessu afbrigđi en var samt lengi ađ rifja upp helstu leiđir. Ţetta er án efa besti leikurinn í stöđunni.

15. g4 h5 16. g5 Rh7 17. Rd5 e6 18. Rc3 Dc7 19. Dg3 Re5 20. Rxe5 Bxe5 21. f4 Bg7 22. Df2 f6!?

Hirđir ekki um ađ verja b6-peđiđ heldur leitar gagnfćra á kóngsvćng. Samvćmt „Houdini“ átti hvítur best 23. gxf6 Rxf6 24. Bxb6 Dc6 25. Kf1!

23. Bxb6 Dc6 24. e4 fxg5 25. Bd4 Bxd4 26. Dxd4 gxf4 27. Dxd6 Dxd6 28. Hxd6 Rg5 29. Bg2 Rf7 30. Hb6 g5 31. Hd1 Re5

Ţarna stendur riddarinn vel og peđin á kóngsvćng eru ekki árennileg.

32. Hdd6 Kf7 33. c5 a5 34. a3?

Tapleikurinn. Hvítur gat haldiđ í horfinu međ 34. Hb5.

G5AUUA3234. ... Bc6! 35. Ra4 Bxa4 36. bxa4 Hxb6 37. Hxb6 Hd8 38. Hb1 Ke7 39. Hc1 g4 40. Hc2 h4 41. Bf1 g3 42. hxg3 hxg3 43. c6 Rf3+!

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 14. nóvember

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (4.7.): 6
 • Sl. sólarhring: 23
 • Sl. viku: 233
 • Frá upphafi: 8704985

Annađ

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 157
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband