Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2014
31.1.2014 | 15:56
Carlsen teflir í Zurich - vann Gelfand í fyrstu umferđ
Magnus Carlsen (2872) tekur ţessa dagana ţátt í sínu fyrsta skákmóti síđan hann vann heimsmeistaratitilinn af Anand í Chennai í nóvember. Nú fer fram mót í Zurich ţar sem međalstigin eru 2801 skákstig (!!) sem er heimsmet. Anand (2773) er stigalćgstur sex keppenda.
Í fyrstu umferđ vann Carlsen Gelfand (2777) og Aronian (2812) nćststigahćsti keppandi heims hafđi betur gegn Anand (2773). Nakamura (2789), sem lítur á sig sem helstu ógnina viđ Carlsen, og Caruana (2782) gerđu jafntefli.
Nú er í gangi önnur umferđ og ţá mćtast m.a. Carlsen og Aronian.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 14)
Gunnar Gunnarsson og Björgvin Víglundsson urđu aftur efstir og jafnir en nú međ 9.5 vinning en voru međ 8 síđast af ellefu. Gerđur innbyrđis jafntefli. Ţrjú bestu mót hvers keppanda af fjórum telja svo allt getur gerst ennţá, ţó gamli mađurinn eigi góđa sigurmöguleika međ ţví ađ vinna eitt mót í viđbót eđa verđa öđru sćti.
Ađ öđru leyti var ţetta býsna fjörugt mót og nokkuđ um óvćnt úrslit en eins og ćvinlega geta allir unniđ alla á góđum degi eđa ef heppnin er međ. Hinn ungi og efnilegi Gauti Páll velgdi ýmsum gamlingum undir uggum og var öllum skeinuhćttur.
Nćsta mót er ađ viku liđinni en hér ađ neđan má úrslit mótsins í dag og skortöflu kvöldsins ásamt stigastöđunni ef vel er ađ gáđ.
31.1.2014 | 11:49
Hannes međ 3˝ vinning eftir 5 umferđir í Kosta Ríka
Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2560) situr ţessa dagana ađ tafli á alţjóđlegu móti í Kosta Ríka. Eftir 5 umferđir hefur Hannes 3˝ vinning og er í 3.-4. sćti.
Úrslit Hannesar má nálgast á Chess-Results.
Efstur međ fullt hús er hollenski stórmeistarinn Sipke Ernst (2573).
Tíu skákmenn taka ţátt í mótinu og er Hannes nćststigahćstur keppenda. Međalstig í flokknum eru 2381 skákstig.
31.1.2014 | 09:36
Íslensk fegđin tefla í Gíbraltar
Feđginin Magnús Kristinsson (1741) og Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1561) eru međal keppenda á opna mótinu í Gíbraltar sem fram 28. janúar - 6. febrúar. Nú ţegar ţremur umferđum er lokiđ hafa ţau bćđi 1 vinning en ţau unnu bćđi í ţriđju umferđ töluvert stigahćrri andstćđinga (1995-1999). Ţeim eru rađađ nr. 244 og 248 af 255 keppendum svo búast má viđ róđurinn kunni ađ vera erfiđur hjá ţeim.
Úrslit í skákum feđgina má nálgast á Chess-Results.
Tíu skákmenn eru efstir međ fullt hús. Ţeirra á međal er kínverski stórmeistarinn Chao B Li (2680) sem verđur međal keppenda á N1 Reykjavíkurskákmótinu.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 14)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2014 | 08:25
Toyota skákmót eldri borgara hefst kl. 13
Íslenska skákvikan er hafin, ţá teflum viđ öll til heiđurs okkar fyrsta stórmeistara Friđriki Ólafssyni. Eldri borgarar ćtla ađ tefla mikiđ ţessa viku eins og ţeir gera yfirleitt. Föstudaginn 31. janúar býđur Toyota á Íslandi eldri borgurum til skákmóts í höfuđstöđvun sínum í Kauptúni 6 Garđabć ţ.e. viđ hliđina á IKEA. Toyota gefur öll verđlaun sem eru vegleg, ţetta er sjöunda Toyotaskákmótiđ sem haldiđ er.
Sigurvegari á síđasta Toyotamóti var Bragi Halldórsson. Ćsir skákfélag F E B í Reykjavík og Riddarar úr Hafnarfirđi hjálpast ađ viđ framkvćmd mótsins. Skákmótiđ hefst stundvíslega kl. 13.00
Ţátttakendur eru vinsamlega beđnir ađ mćta vel tímanlega fyrir kl. 13.00
Ţađ er best ađ forskrá sig hjá Garđari Guđmundssyni í síma 8984805 og í netfangiđ rokk@internet.is.og hjá Finni Kr. Finnssyni í síma 8931238 og netfangiđ finnur.kr@internet.is
Ţađ verđa tefldar níu umferđir međ 10 mínútna umhugsun. Allir skákmenn 60+ og ţeir sem verđa 60 ára á árinu velkomnir.
30.1.2014 | 09:00
Tálknafjarđarskóli Suđurfjarđameistari í skák!
Á sunnanverđum vestfjörđum var í morgun haldiđ skákmót um Suđurfjarđameistara í skák 2014. Mótiđ var haldiđ á Fosshóteli á Patreksfirđi og voru ţađ nemendur í Patreksskóla og Tálknafjarđarskóla sem tefldu um titilinn. Mótiđ var haldiđ í tilefni Skákdags Íslands sem er tileinkađur okkar fyrsta stórmeistara í skák en GM Friđrik Ólafsson fagnađi sínu 79. aldursári 26. janúar sl.
Međ ţessu móti varđ draumur ađ veruleika en 48 nemendur mćttu til tafls, 24 úr hvorum skóla. Jú ţví skák er skemmtileg og eflir námsgetu. Svona mót eru svo sannarlega ekki haldin á ţátttöku samfélagsins en margir lögđu hönd á plóg og var teflt á frábćrum stađ Fosshóteli á Patreksfirđi, einnig gáfu fyrirtćki á svćđinu vinninga en ţađ voru Verslunin Fjölval, Landsbankinn, útgerđin Oddi, Hópiđ veitingastađur á Tálknafirđi og Verslunin Albína.
Einnig hafa Hérađssambandiđ Hrafna -Flóki, Vesturbyggđ, Tálknafjarđarhreppur og Skáksamband Íslands lagt til skáklukkur til ađ efla skáklíf á Suđurfjörđunum. Mótiđ tókst einstaklega vel og mćttu Ásthildur Sturludóttir bćjarstjóri Vesturbyggđar og Lilja Sigurđardóttir formađur Hrafna-Flóka og léku fyrsta leik á tveimur borđum međ nýju klukkunum. Indriđi Indriđason sveitarstjóri Tálknafjarđarhrepps afhenti farandbikar Suđurfjarđameistara. Séra Leifur Ragnarsson sá svo um ađ draga út vinningsnúmer ţeirra sem duttu í lukkupottinn. Mótstjóri var GM Henrik Danielsen sem einnig sá um skipulagningu ásamt Áróru H Skúladóttur, skólastjórum grunnskólanna og hótelstjóra Fosshótels Jimmy Wallster.
Myndaalbúm (ÁHS)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2014 | 23:59
Jón Viktor og Einar Hjalti efstir fyrir lokaumferđ Skákţings Reykjavíkur
Jón Viktor Gunnarsson (2412) og Einar Hjalti Jensson (2347) eru efstir međ 7 vinninga ađ lokinni áttundu og nćstsíđustu umferđ Skákţings Reykjavíkur sem fram fór í kvöld. Einar gerđi jafntefli viđ Davíđ Kjartansson (2336) sem er núverandi Reykjavíkurmeistari en Jón Viktor viđ Harald Baldursson (2013). Ţeir kumpánar hafa vinnings forskot á nćstu menn og ţví langlíklegast ađ annar hvor ţeirra verđi skákmeistari Reykjavíkur 2014.
Fimm skákmenn hafa 6 vinninga og hafa ţví tölfrćđilegan möguleika á titlinum. Ţađ eru auk Davíđs ţeir Ţorvarđur F. Ólafsson (2256), Lenka Ptácníková (2245), Jón Trausti Harđarson (2003) og Oliver Aron Jóhannesson (2104). Jón Trausti heldur áfram ađ ná góđum úrslitum en hann vann Júlíus Friđjónsson (2175) í kvöld.
Níunda og síđasta umferđ fer fram á sunnudag og hefst kl. 14. Pörun er vćntanleg í fyrramáliđ.
29.1.2014 | 22:53
Reykjavíkurmót grunnskólasveita í skák fer fram 10. febrúar
Reykjavíkurmót grunnskólasveita í skák 2014 fer fram mánudaginn 10. febrúar n.k. og hefst kl.17.
Tefldar verđa 7 umferđir međ 10 mín. umhugsunartíma á skák. Allar sveitirnar keppa í einum opnum flokki, og veitt verđa verđlaun fyrir ţrjár efstu sveitirnar sem og ţrjár efstu stúlknasveitirnar. Hver sveit skal skipuđ fjórum nemendum frá hverjum skóla auk 1-4 varamanna.
Hverjum skóla er heimilt ađ senda fleiri en eina sveit til ţátttöku og skal ţá sterkasta sveitin nefnd A, sú nćststerkasta B, o.s.frv. Sigursveitin verđur Reykjavíkurmeistari grunnskólasveita 2014 og hlýtur farandbikar til vörslu í eitt ár. Mótiđ hefst, sem áđur segir, kl. 17 og lýkur um kl. 20. Verđlaunaafhending verđur strax ađ móti loknu.
Sveitakeppni grunnskóla í Reykjavík er haldin í samvinnu Taflfélags Reykjavíkur og Skóla-og frístundasviđs Reykjavíkur og fer keppnin fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, Reykjavík.
Mikilvćgt er ađ skólarnir sendi fylgdarmann međ sínu liđi, keppendum til halds og trausts.
Ţátttaka tilkynnist til skrifstofu Skóla og frístundasviđs eđa á netfang: soffia.palsdottir@reykjavik.is Einnig er hćgt ađ senda skráningu á taflfelag@taflfelag.is eigi síđar en föstudaginn 7. febrúar.
Ekki verđur hćgt ađ skrá liđ á mótsstađ.
Ţátttökurétt hafa eingöngu nemendur í grunnskólum Reykjavíkur.
29.1.2014 | 17:16
Skákfréttir frá skákbćnum Bolungarvík!
Ţađ var gaman í Grunnskóla Bolungarvíkur í morgun. Guđmundur Gíslason skákmađur var svo elskulegur ađ koma og taka fjöltefli viđ nemendur skólans allt frá 1. - 10. bekk. Ţađ var Björgvin Bjarnason kennari sem hafđi frumkvćđi ađ fjölteflinu og tilefniđ var íslenski skákdagurinn 26. janúar sem er afmćlisdagur fyrsta íslenska stórmeistarans, Friđriks Ólafssonar. Skemmst er frá ţví ađ segja ađ ţađ hefđi mátt heyra saumnál detta í allan morgun á efstu hćđ í gamla skólanum ţar sem mótiđ fór fram. 43 nemendur á öllum aldri öttu kappi viđ Guđmund og var mjög gaman ađ sjá hversu langt margir komust. Guđmundur hafđi ţó alla og vann 43-0!
En ţađ er líka von á fleiri góđum gestum á nćstunni í tilefni dagsins, en mikill skákáhugi er í skólanum og hefur Björgvin gefiđ nemendum á unglingastigi kost á ađ tefla af og til í haust auk ţess sem unglingarnir hafa líka veriđ ađ kenna nemendum í 1. bekk mannganginn og ţjálfa ţá í skákíţróttinni.
Skólinn á nokkur töfl en nú erum viđ ađ fjárfesta í öđru fallegu skákborđi til ađ hafa á ganginum en viđ eigum eitt veglegt borđ fyrir sem keppst er um ađ ná í öllum frímínútum. Borđin eru keypt fyrir fjármuni sem skólanum voru gefnir, en eins og flestir vita eiga Bolvíkingar marga frábćra skákmenn sem hugsa hlýlega til síns gamla skóla.
29.1.2014 | 11:00
Meistaramót Skákfélags Sauđárkróks hófst í gćr
Fyrsta umferđ meistaramóts Skákfélags Sauđárkróks fór fram í gćrkvöldi. Alls eru 9 skákmenn skráđir til leiks, ţar af 2 fulltrúar Siglfirđinga, ţeir Sigurđur Ćgisson og Jakob Sćvar Sigurđsson, sem fer mikinn í skákmótum Norđanlands nú um stundir.
Ţađ hefur lengi háđ skákmönnum á landsbyggđinni hversu fáar kappskákir ţeir tefla á ári. Algengasta talan er 7, ţ.e. ţćr skákir sem tefldar eru á Íslandsmóti Skákfélaga. Meistaramót Skákfélags Sauđárkróks í kappskákum hefur ekki veriđ haldiđ um áratuga skeiđ. Eins og gefur ađ skilja ţá er lítiđ ađ marka skákstig manna sem tefla svo lítiđ, og úrslitin úr fyrstu umferđinni bera međ sér ađ mótiđ verđi mjög jafnt. Hart var barist í fyrstu umferđinni og komiđ vel framyfir miđnćtti ţegar flestir stóđu upp frá tafli.
Í fyrstu umferđ sigrađi Hörđur Ingimarsson, Jón Arnljótsson. Guđmundur Gunnarsson sigrađi Unnar Ingvarsson. Jakob Sćvar Sigurđsson sigrađi Ţór Hjaltalín og Sigurđur Ćgisson sigrađi Birki Má Magnússon. Einar Örn Hreinsson sat hjá í fyrstu umferđ.
Önnur umferđ verđur tefld ađ viku liđinni
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.12.): 19
- Sl. sólarhring: 66
- Sl. viku: 197
- Frá upphafi: 8771976
Annađ
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 151
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar