Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2014

Skákdeild Fjölnis bauđ tíu ungmennum á Västerĺs Open

 

Efri röđ f.v. Jóhann Arnar Finnsson, Hörđur Aron Hauksson, Jón Trausti Harđarson, Hrund Hauksdóttir og Sigríđur Björg Helgadóttir. Neđri röđ f.v.: Dagur Ragnarsson, Dagur Andri Friđgeirsson, Oliver Aron Jóhannesson, Nansý Davíđsdóttir og Heiđrún Anna Hauk

Skákdeild Fjölnis fagnar á ţessu ári 10 ára afmćli sínu. Skákdeildin sem stofnuđ var í maí 2004 hefur ţrátt fyrir ungan aldur unniđ til margra verđlauna og náđ settum markmiđum sem tengjast afreksstarfi barna og unglinga. Skýrasta dćmi ţess er ađ helmingur skáksveitar Fjölnis í 1. deild 2013 - 2014 voru 15 - 18 ára strákar sem ţökkuđu traustiđ, höluđu inn vinningum og tryggđu öruggt sćti í 1. deild. 

 

Í tilefni af 10 ára afmćli skákdeildarinnar var ákveđiđ ađ bjóđa 10 ungmennum í glćsilega skákferđ á fjölmennasta skákmót Norđurlanda, Västerĺs Open, sem haldiđ er ár hvert í samnefndum bć í Svíţjóđ síđustu helgina í september.

Strax í 1. umferđ tefldu ţau saman Hrund Hauksdóttir og “skáksendiherra” okkar í Svíţjóđ Sverrir ŢórÍ hópnum voru ţeir krakkar og unglingar 12 - 22. ára sem í gegnum áratuginn hafa veriđ hryggjarstykkiđ í árangursríku starfi skákdeildarinnar. Ţau Sigríđur Björg Helgadóttir, Hörđur Aron Hauksson, Dagur Andri Friđgeirsson, Hrund Hauksdóttir, Dagur Ragnarsson, Jón Trausti Harđarson, Oliver Aron Jóhannesson, Jóhann Arnar Finnsson, Heiđrún Anna Hauksdóttir og Nansý Davíđsdóttir flugu til Svíđţjóđar međ flugvél Icelandair ađ morgni föstudagsins 26. sept. og voru komin á áfangastađ kl. 16:00 síđar um daginn. Gist var á Best Western Hotel Esplanade í ţessum 140.000 manna bć sem er í 200 km fjarlćgđ frá Stokkhólmi.

Alţjóđlega skákmótiđ Västerĺs Open hefur veriđ haldiđ frá árinu 2009 og ţátttakan aukist ár frá ári. Mikiđ er lagt upp úr góđu skipulagi sem hćfir skákmönnum á öllum aldri og af öllum styrkleika. Á föstudagskvöld voru tefldar fjórar umferđir međ atskáksniđi en á laugardegi og sunnudegi ađrar fjórar umferđir í formi kappskáka.

Frammistađa Fjölnisfélaga var í heildina mjög góđ og náđu ţeir 50% vinningshlutfalli og rúmlega ţađHörđur Aron Hauksson hćkkađi mest á stigum. Ánćgjulegt ađ ţessi fyrrum Norđurlandameistari međ Rimaskóla skuli vera farinn ađ sinna skákgyđjunni ađ nýju í kappskákunum. Ţeir félagar Jón Trausti, Dagur R. og Oliver Aron sem boriđ hafa hróđur Rimaskóla mest og best á NM barna-og grunnskólasveita, urđu efstir međ 5 vinninga af 8 mögulegum. Jón Trausti hćkkađi mest ţeirra á stigum. Hörđur Aron sem varđ Norđurlandameistari međ Rimaskóla 2004 og 2008 og farinn ađ tefla ađ nýju hlaut 4 vinninga. Hann vann flokkaverđlaun og varđ 79 sćtum ofar en stigaskor keppenda sagđi til um. Sama má segja um Sigríđi Björgu. Eftir algjört vinningsleysi í atskákunum setti hún í gírinn og hlaut 3,5 af 4 vinningum í kappskákunum og hćkkađi eins og Hörđur Aron um mörg skákstig. Í flokki undir 1600 stigum tefldu Nansý sem skráđi sig rćkilega á söguspjöld mótsins međ sigri fyrir tveimur árum, Jóhann Arnar og Heiđrún Anna systir ţeirra Harđar og Hrundar. Ţrátt fyrir ađ Nansý gengi ekki eins vel og á mótinu 2012 ţá var hún allan tímann í baráttunni um efstu sćtin og endađi međ 5 vinninga. Jóhann Arnar hlaut 4 vinninga og Heiđrún Anna 2,5 vinninga.

Eins og stefnt var ađ ţá hćkkuđu Fjölniskrakkarnir nánast allir á stigum og voru ánćgđir međ Nansý Davíđsdóttir var í baráttunni um efstu sćtin í stigalćgri flokknum líkt og fyrir tveimur árum ţegar hún sigrađi eftirminnilegaframmistöđu sína. Ferđin var ekki síđur ćtluđ til ađ efla og ţétta ţennan glćsilega hóp ungra afreksmanna sem viđ í stjórn Skákdeildar Fjölnis viljum sjá áfram virk í skákstarfi deildarinnar sem fyrirmyndir yngri skákmanna. Västerĺsfararnir hafa flestir starfađ viđ ţjálfun á skákćfingum Fjölnis eđa veriđ liđstjórar skáksveita Rimaskóla. Ferđin til Västerĺs var einstaklega velheppnuđ og krökkunum tíu til mikillar fyrirmyndar. Hún var ţeim nánast ađ kostnađarlausu og ber ađ ţakka ţađ frábćrum styrktarađilum ferđarinnar; Sćnsk, íslenska samstarfssjóđnum, Íslandsbanka og Skáksambandi Íslands.

Fararstjórar til Västerĺs voru Helgi Árnason formađur skákdeildarinnar og Davíđ Hallsson fađir Nansýjar. 

 


Davíđ efstur á Haustmótinu - hlé fram yfir Íslandsmót skákfélaga.

Fimmta umferđ Haustmóts TR fór fram í gćr. Töluvert var um frestanir vegna Vasteras-mótsins og fóru t.d. ađeins tvćr af fimm skákum a-flokksins fram í gćr. 

A-flokkur

Sćvar Bjarnason (2095) vann Gylfa Ţórhallsson (2121) en skák Jóns Árna Halldórssonar (21709 og Kjartans Maack (2131) lauk međ jafntefli. Öđrum skákum var frestađ.

Davíđ Kjartansson (2331) er efstur međ 3˝ vinning en Oliver Aron Jóhannesson (2165) og Sćvar koma nćstir međ 3 vinninga. Davíđ og Oliver eiga einmitt eftir ađ mćtast í frestađri skák.

Stöđuna má nálgast á Chess-Results.


B-flokkur

Björn Hólm Birkisson (1655) og Ólafur Kjartansson (19979 eru efstir međ 3˝ vinning. Ţrír skákmenn hafa 2˝ vinning en ţađ eru Jón Úlfljótsson (1798), Damia Benet Morant (2058) og Christopher Vogel (2100). Hinir tveir síđarnefndu eiga báđir inni frestađa skák.

Stöđu mótsins má nálgast á Chess-Results.


C-flokkur

Bárđur Örn Birkisson (1636) er efstur međ fullt hús. Felix Steinţórsson (1549) er annar međ 3˝ vinning og Hörđur Jónasson (1570) er ţriđji međ 3 vinninga. Felix á inni frestađa skák.

Stöđu mótsins má finna Chess-Results.

D-flokkur:

Ólafur Evert Úlfsson (1430) er efstur međ fullt hús. Aron Ţór Maí (1274), Alex Cambrey Orrason (1580) og Arnţór Hreinsson (1295) koma nćstir međ 4 vinninga.

Stöđuna má finna á Chess-Results.


Vignir endađi međ sigri

HM ungmenna lauk í morgun í Durban í Suđur-Afríku međ elleftu umferđ mótsins. Vignir vann Sultan Al-Zaabi (1624) frá Sameinuđu arabísku furstadćmunum í lokaumferđinni en ekki gekk vel í umferđum 8.-10. Vignir hlaut 6 vinninga og endađi í 33.-44. sćti (36. sćti á stigum).

Einstök úrslit í skákum Vignis má nálgast á Chess-Results.

Sigurvegari mótsins var Anh Khoi Nguyen (2208) frá Víetnam.

Vignir Vatnar var nr. 30 í stigaröđ 105 keppenda. Taflfélag Reykjavíkur, Skáksamband Íslands, Skákskóli Íslands, Skákdeild KR, Gallerý Skák, Skákstyrktarsjóđur Kópavogs, Rótarýklúbbur Kópavogs og Jói Útherji studdu viđ ţátttöku Vignis á mótinu.

Óbreytt stađa á Arionbankamótinu - Haustmóti SA

Ţrjár skákir voru tefldar í sjöttu umferđ Arionbankamótsins í gćr. Karl Egill beitti fáséđu afbrigđi franskrar varnar gegn Sigurđi Eiríkssyni og lenti snemma í ţrengingum. Slíkt getur endađ illa og svo fór einnig nú - Sigurđur fékk liđuga kóngssókn sem leiddi til Sigur(đ)s. Í hinum skákunum tveimur var lengst af allt í járnum. Haraldur freistađi ţess ađ skipta upp í endatafl međ frípeđi gegn Jóni Kristni, en komst svo ađ ţví ađ tafliđ var síst betra. Jokko náđi undirtökum og reyndi allt hvađ af tók ađ leggja stýrimanninn, en reynslan kom Haraldi til góđa og hann stýrđi fleyi sínu í jafnteflishöfn.   Forystusauđurinn Símon barđist ákaflega til sigurs gegn Andra Frey, en drottningarkaup á óheppilegum tíma leiddu til peđsendatafls sem var Andra í hag. Mikiđ tímahrak hrjáđi ţá félaga og Andri kaus ađ ţráleika frekar en ađ freista vinnings í óljósri stöđu. Vísindaleg athugun ađ skákinni lokinni benti ţó til ţess ađ honum hefđi veriđ óhćtt ađ taka sénsinn.

Nú verđur gert hlé á mótinu vegna Íslandsmóts skákfélaga um nćstu helgi. Enn er stađan sú ađ Símon er efstur međ 4,5 vinninga í fimm skákum, en Jón Kristinn hefur sama vinningafjölda, en úr sex skákum. Fráfarandi meistari, Sigurđur Arnarson á enn góđa möguleika á ađ verja titil sinn, en hann er skráđur međ 3 vinninga í fjórum skákum. Ţetta kann ađ ţykja ögn ruglingslegt, en allt mun ţađ ţó skýrast í lokin. Í 7. umferđ sem tefld verđur föstudagskvöldiđ 9. október, munu ţessir leiđa saman hesta sína (og biskupa):

Símon-Haraldur

Karl-S.Arnarson

S.Eiríksson-Kristjan


Taflfélag Reykjavíkur hrađskákmeistari taflfélaga

 

Sigurliđ TR

Taflfélag Reykjavíkur sigrađi á Hrađskákkeppni taflfélaga sem lauk í gćrkveldi. TR vann Skákfélagiđ Huginn 38-34. Ţrátt fyrir ađ lokatölur vćru tiltölulega jafnar var sigur TR öruggur. Félagiđ náđi forystunni strax í annarri umferđ og hélt henni til loka.

 

Björn Ţorfinnsson var bestur í jöfnu liđi TR en hann hlaut 9 vinninga. Hannes Hlífar Stefánsson hlaut 8˝ vinning og Arnar Gunnarsson 7 vinninga.

Hjörvar Steinn Grétarsson var bestur Huginsmanna međ 8˝ vinning, Stefán Kristjánsson hlaut 7˝ vinning og Ţröstur Ţórhallsson 7 vinninga.

Nánari úrslit má nálgast á Chess-Results.

Ţetta er í 20. skipti sem ţessi keppni fer fram en Huginn hélt mótiđ nú og Hellir í 19 skipti ţar á undan. Ţetta er áttundi sigur TR en félagiđ hefur ekki unniđ keppnina síđan fyrir hrun eđa áriđ 2008.  Hellir vann keppnina 7 vinniningum og Bolvíkingar hafa hampađ dollunni tvisvar. Skákfélag Hafnarfjarđar, Skákfélagiđ Hrókurinn, Víkingaklúbburinn og Gođinn-Mátar hafa unniđ einu sinni hvert félag.

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Shirov orđinn leiđur á landanum

STP82282Í 2. umferđ Evrópumóts taflfélaga í Bilbao á Spáni ţar sem skákfélagiđ Huginn sendir býsna sterka sveit til leiks gerđist ţađ sem lettneski stórmeistarinn Alexei Shirov gat ađeins hafa séđ fyrir í sínum verstu martröđum - hann tapađi fyrir íslenskum skákmanni í annađ sinn á stuttum tíma. Haustiđ 2011 tókst Hjörvari Steini Grétarssyni ađ leggja kappann á 2. borđi í viđureign Íslands og Spánar á Evrópumóti landsliđa í Porto Carras í Grikklandi. Einar Hjalti Jensson sem teflir á 4. borđi fyrir Hugin er ekki neins hátt skrifađur og Hjörvar á sínum tíma en hefur engu ađ síđur náđ góđum árangri viđ skákborđiđ undanfarin ár. Hann er sterkur frćđilega og hefur getiđ sér gott orđ fyrir ađ ađstođa menn viđ krefjandi verkefni. Ţröstur Ţórhallsson sem teflir á 3. borđi fyrir Hugin ţakkađi Einari alveg sérstaklega fyrir hjálpina viđ Íslandsmótiđ 2012.

Og Shirov er enginn aukvisi á skáksviđinu ţó ađ hann tefli á 4. borđi fyrir rússnesku sveitina Malakhite sem hefur innan sinna rađa kappa á borđ viđ Grischuk, Karjakin og Leko. Shirov sá aldrei til sólar í viđureigninni sem hér fylgir. Hann hefur kannski reiknađ međ ađ Einar Hjalti yrđi auđveld bráđ, hirti ekki um varnir sínar á drottningarvćng, en eftir ađ Einar náđi frumkvćđinu sleppti hann aldrei takinu og vann sannfćrandi sigur:

EM 2014; 2. umferđ:

Einar Hjalti Jensson - Alexei Shirov

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+

Afbrigđi sem kennt er viđ Rossolimo. Einar Hjalti hefur ekki hug á ađ ţrćđa refilstigu opnu Sikileyjarvarnarinnar međ 3. d4.

3. ... Rc6 4. Rc3

Annar sjaldséđur leikur, 4. O-O eđa 4. c3 er mun algengari.

4. ... e5 5. d3 Rf6 6. h3 Be7 7. O-O O-O 8. Bc4 Be6 9. Bg5 Rd7 10. Bxe7 Dxe7 11. Rd5 Bxd5 12. Bxd5 Rb6 13. c3 Rxd5 14. exd5 Rb8 15. Db3 b6

Ţessi leikur er ekki slćmur einn sér en sennilega hefur Shirov óskađ sér ţess síđar ađ geta tekiđ hann aftur. Veikleikinn sem myndast á c6-reitnum á eftir ađ reynast afdrifaríkur. Hann gat leikiđ 15. ... Rd7 en verđur ţá sennilega ađ sćtta sig viđ jafntefli međ ţráleik: 16. Dxb7 Hab8 17. Dxa7 Ha8 18. Db7 Hfb8 19. Dc6 Hc8 20. Db7 Hcb8 o.s.frv.

16. Hae1 Rd7 17. Rd2 f5 18. f4 Df6?

Svartur virđist ekki hafa miklar áhyggjur af áđurnefndum veikleika á c6 ella hefđi hann leikiđ Hac8 og haft hrókinn á c7.

19. Da4 Hf7 20. Rc4!

Skyndilega er svarta stađan allt ađ ţví óverjandi vegna hótunarinnar 21. Dc6.

20. ... Hd8 21. Dc6 exf4

Shirov hefur áreiđanlega vonast eftir 22 Rxd6?? sem hćgt er ađ svara međ 22. ... Rb8! t.d. 23. He8+ Hf8 24. Hxf8+ Kxf8 og vinnur mann. En Einar finnur öflugan leik.

g1isv7gv.jpg22. He6! Dg5 23. Rxd6 Hff8 24. Rc4

Víkur fyrir d-peđinu. Einar gefur engin fćri á sér.

24. ... Dg3 25. Hf3 Dh4 26. d6 Rf6 27. He7 Hc8 28. Db7 Hb8 29. Dxa7 b5 30. Re5 Ha8 31. Db7 Hxa2 32. Hxg7+

Ţađ er ekki fyrr en nú sem hvítur hirđir g7-peđiđ. Takiđ eftir ađ hrókurinn á g7 valdar g2- peđiđ og ţ.a.l. kóngsstöđuna.

32. ... Kh8 33. Hf1 Dh5 34. De7 Haa8 35. Hf7 Hxf7 36. Rxf7+ Kg8 37. Dxf6 Dxf7 38. Dg5+ Dg6 39. De7 He8 40. Dc7 He2

Svartur virđist vera ađ fá eitthvert mótspil en Einar er fljótur ađ bćgja hćttunni frá.

41. Dc8+ Kg7 42. Db7+ Kh6 43. Df3! Hd2 44. d7 Dg5 45. Dd5 f3 46. Dxf3 b4 47. h4!

- Góđur lokahnykkur. Ef nú 47. ... Dxh4 ţá kemur 48. De3+ o.s.frv.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 20. september 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Jón Trausti, Dagur og Oliver fengu 5 vinninga í Västerĺs

Västerĺs-mótinu lauk í dag í Svíţjóđ. Tólf Íslendingar tóku ţátt í mótinu. Ţeir Jón Trausti Harđarson, Dagur Ragnarsson og Oliver Aron Jóhannesson hlutu flesta vinninga íslensku keppendanna eđa 5 vinninga í 8 skákum.

Lokaröđ íslensku keppendanna var sem hér segir - í sviga er röđ keppenda á stigum fyrir mót. 

 • 52. (83) Jón Trausti Harđarson 5 v.
 • 57. (62) Dagur Ragnarsson 5 v.
 • 62. (55) Oliver Aron Jóhannesson 5 v.
 • 123. (202) Hörđur Aron Hauksson 4 v.
 • 159. (107) G. Sverrir Ţór 3,5 v.
 • 185. (211) Sigríđur Björg Helgadóttir 3,5 v.
 • 193. (181) Dagur Andri Friđgeirsson 3 v.
 • 230. (237) Hrund Hauksdóttir 2,5 v.
 • 248. (251) Felix Steinţórsson 2 v.

Alls tóku 259 skákmenn ţátt í flokknum.

B-flokkurinn (Lilla)

 • 14. (7) Nansý Davíđsdóttir 5 v.
 • 38. (51) Jóhann Arnar Finnsson 4 v.
 • 74. (72) Heiđrún Anna Hauksdóttir 2,5 v.

Alls tóku 84 skákmenn ţátt í flokknum.Huginn og TR mćtast í úrslitum í kvöld

Úrslitaviđureign Hrađskákkeppni taflfélaga fer fram í kvöld í húsnćđi SÍ. Ţađ eru Skákfélagiđ Huginn og Taflfélag Reykjavíkur sem tefla til úrslita. 

Búast má viđ jafnri og spennandi viđureign félaganna enda flestir telja ađ ţessi tvö félög muni berjast um Íslandsmeistaratitilinn á Íslandsmóti skákfélaga.

Viđureignin hefst kl. 20 og eru áhorfendur velkomnir á skákstađ.

 


Tólf Íslendingar tefla í Västerĺs

Felix og Sigríđur BjörgTólf Íslendingar tefla á Västerĺs-mótinu í Svíţjóđ sem fram fer um helgina. Ţrettándi Íslendingaruinn, Steinţór Baldursson er svo međal skákstjóra. Mótiđ er gríđarlega fjölmennt en 259 skákmenn taka ţátt í efri flokknum en 84 í ţeim "Lilla"-flokknum sem er ćtlađur ţeim sem hafa minna en 1600 skákstiga.

Stađa íslensku skákmannanna ţegar 6 umferđum af 8 er lokiđ.

 • 66. Oliver Aron Jóhannesson 4 v.
 • 74. Dagur Ragnarsson 3,5 v.
 • 78. Jón Trausti Harđarson 3,5 v.
 • 95. G. Sverrir Ţór 3,5 v.
 • 129. Hörđur Aron Hauksson 3 v.
 • 132. Dagur Andri Friđgeirsson 3 v.
 • 227. Sigríđur Björg Helgadóttir 2 v.
 • 238. Hrund Hauksdóttir 1,5 v.
 • 256. Felix Steinţórsson 0,5 v.

Lilla-flokkurinn

 • 14. Nansý Davíđsdóttir 4,5 v.
 • 30. Jóhann Arnar Finnsson 4 v.
 • 67. Heiđrún Anna Hauksdóttir 2,5 v.

Tvćr síđustu umferđirnar eru tefldar í dag.


Símon vann uppgjör efstu manna á Arionbankamótinu - Haustmóti SA

Símon Ţórhallsson heldur áfram sigurgöngu sinni á Arionbankamótinu - Haustmóti SA. Nú vann hann öruggan sigur á meistara síđasta árs, Sigurđi Arnarsyni, í 5. umferđ mótsins sem lauk í gćr. Ţá vann Jón Kristinn sigur á Andra Frey og loks vann Karl Egill skák sína viđ Kristjan Hallberg. Haraldur sat hjá, svo og Sigurđur Eríksson, sem átti ađ tefla viđ Ulker Gasanova. Ulker hefur ţví miđur dregiđ sig úr mótinu og reiknast skákir hennar ţví ekki.

Vegna ţess ađ nú eru tvćr yfirsetur getur stađan veriđ nokkuđ flókin, ţessir eru efstir (fjöldi skáka á sviga):

Símon           4 (4)

Jón Kristinn   4 (5)

Sigurđur A     3 (4) 

Sjá annars nánar á Chess-Results


Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (29.5.): 26
 • Sl. sólarhring: 42
 • Sl. viku: 242
 • Frá upphafi: 8753251

Annađ

 • Innlit í dag: 21
 • Innlit sl. viku: 177
 • Gestir í dag: 16
 • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband