Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2014

Símon efstur á Arionbankamótinu - Haustmóti SA

SímonNú er í gangi Haustmót SA, Aríonbankamótiđ. Níu keppendur eru skráđir til leiks og tefla allir viđ alla. Fyrstu fjórar umferđirnar eru međ atskáksfyrirkomulagi og síđan verđa fimm umferđir af kappskák. Í kvöld lauk fjórđu og síđustu atskáksumferđinni og er Símon Ţórhallsson efstur međ fjóra vinninga af fjórum mögulegum.  

Fast á hćla honum koma Sigurđur Arnarson međ ţrjá af ţremur og Jón Kristinn Ţorgeirsson međ ţrjá af fjórum. Í fjórđa sćti er Haraldur Haraldsson međ 2,5 vinninga.

 

Stađan er nú ţessi:

 1. Símon 4 af fjórum
 2. Sigurđur A. 3 af ţremur
 3. Jón Kr. 3 af fjórum
 4. Haraldur 2,5 af fjórum
 5. Sigurđur E 1,5 af fjórum
 6. Karl 1 af ţremur
 7. Andri 1 af ţremur
 8. Kristján 1 af fjórum
 9. Ulker 0 af ţremur

Á morgun hefjast kappskákirnar og ţá eigast viđ tveir af efstu keppendunum ţegar Símon teflir viđ Sigurđ Arnarson . Ţá eigast einnig viđ Jón og Andri, Ulker og Sigurđur Eiríksson og ađ lokum Karl og Kristján. Haraldur situr yfir.

Heimasíđa SA


Frábćr Flugfélagssyrpa Hróksins: Fullt hús hjá Ţresti á fjórđa mótinu - Héđinn efstur í heildarkeppninni

Helgi Áss og Ţröstur

Stórmeistarinn Ţröstur Ţórhallsson (2432) var í banastuđi á 3. mótinu í Flugfélagssyrpunni, sem fram fór í hádeginu á föstudag í Pakkhúsi Hróksins. Ţröstur sigrađi í öllum skákum sínum, hlaut 5 vinninga, en međ 4 vinninga komu Helgi Áss Grétarsson (2488), Dagur Arngrímsson(2400), Héđinn Steingrímsson (2543) ogIngvar Ţór Jóhannesson (2349).

Héđinn hefur forystu í heildarkeppninni, ţegar ţremur mótum af fimm er lokiđ, en allt getur ennţá gerst. Sigurvegari er sá sem nćr bestum heildarárangri í ţremur mótum. Héđinn er kominn međ 13,5 vinning en Helgi Ólafsson,Hjörvar Steinn Grétarsson og sigurvegari dagsins eiga allir möguleika á ađ skáka Héđni á endasprettinum. Til mikils er ađ vinna: Ferđ fyrir 2 til Grćnlands međ Flugfélagi Íslands.

Keppendur voru 27 og var mótiđ bráđskemmtilegt og spennandi. Greinilegt er ađ skákmenn kunna vel ađ meta ađ geta tekiđ ţátt í skemmtilegum og snaggaralegum hrađskákmótum í hádeginu.

Nćsta mót í Flugfélagssyrpunni fer fram föstudaginn 3. október.

Nánar á heimasíđu Hróksins (fjöldi mynda) 


Kennsla hafin í Fischer-setrinu

Skákskóli Íslands, Fischer-setriđ á Selfossi og Skákfélag Selfoss á nágrenni hafa síđustu misserin stađiđ fyrir skáknámskeiđum í Fischer-setrinu fyrir börn og unglinga. Nýtt námskeiđ hófst síđasta laugardagsmorgun. Kennt er frá 11:00 - 12:30 og telur námskeiđiđ alls tíu skipti. Ađalkennari er Helgi Ólafsson og honum til ađstođar Björgvin S. Guđmundsson. Stefán Bergsson leysti Helga af í fyrsta tímanum síđasta laugardag ţar sem Helgi fylgir Vigni Vatnari á HM barna og unglinga og mun leysa Helga af í einhver fleiri skipti.

                Í tímann mćttu tólf krakkar sem var skipt í tvo hópa. Átta nemendur sem voru lengra komnir hlustuđu á fyrirlestur Stefáns og fjórir byrjendur voru hjá Björgvini. Ađstađa til kennslu í Fischer-setrinu er til fyrirmyndar en ţar má bćđi finna gamalt og gott sýningarborđ sem og skjái sem tengja má viđ tölvu og nýta í hópkennslu. Allur annar kostur er einnig til fyrirmyndar.


Huginn og TR mćtast í úrslitum á sunnudaginn

Úrslitaviđureign Hrađskákkeppni taflfélaga fer fram á sunnudagskvöldiđ. Ţađ eru Skákfélagiđ Huginn og Taflfélag Reykjavíkur sem mćtast í úrslitum. Búast má viđ harđri og spennandi viđureign en flestir telja ađ einmitt ţessi tvö félög berjist um Íslandsmeistaratitil skákfélaga.

Viđureignin fer fram í húsnćđi SÍ og hefst kl. 20. Gestir og gangandi ađ sjálfsögđu velkomnir en auk ţess verđa úrslitin uppfćrđ reglulega á Chess-Results.

 


Skemmtikvöld hjá TR í kvöld

 

skemmtikvold3_tr_banner.jpg

Ţá er komiđ ađ öđru skemmtikvöldi Taflfélags Reykjavíkur í vetur! Föstudagskvöldiđ 26. september fer fram ţemamót ţar sem tefldar verđa stöđur úr skákum Alexanders Morozevich.  Ţćr eru oft á tíđum alls ekki fyrir hjartveika, og íslenskir pósameistarar gćtu ţurft ađ endurskođa plön sín.

 

Fyrirkomulagiđ verđur eftirfarandi:

 1. Tímamörk eru 3 mínútur auk 2 sekúndna viđbótartíma á hvern leik.
 2. Tefldar verđa stöđur úr skákum Morozevich.  
 3. Tefldar verđa 12 skákir.
 4. Accelerated Swiss pairing.  Keppendur tefla innbyrđis eina skák međ hvítt og eina skák međ svart. (2. skáka viđureign milli keppenda)
 5. Tvćr stöđur úr skákum Moro verđa í bođi í hverri viđureign.  Sá sem stýrir svörtu mönnunum í hvorri skák velur hvor stađan er tefld!  Hvítur á alltaf fyrsta leik í stöđunum.
 6. Önnur af stöđunum sem hćgt er ađ velja úr í hverri umferđ verđur gerđ opinber á morgun, og keppendur geta ţví undirbúiđ sig og valiđ ţá stöđu ţegar ţeir fá svart, ..eđa ekki.
 7. Stöđurnar geta bćđi veriđ úr ţekktum byrjunum eđa úr einhverju epísku Móra sulli.
 8. Gerđ verđa tvö hlé til Billjardbarsferđa međan á mótinu stendur.
 9. Verđlaun:
  1.sćti 8000 króna úttekt á billjardbarnum í formi veitinga.
  2.sćti 5000 króna úttekt á Billjardbarnum í formi veitinga.
  3.sćti 2000 króna úttekt á Billiardbarnum í formi veitinga.
 10. Ţátttökugjald er 500 krónur
 11. Aldurstakmark er 20 ár og rétt er ađ geta ţess ađ áfengisbann ríkir í húsakynnum Taflfélagsins.
 12. Sigurvegarinn hlítur nafnbótina Mórinn 2014
 13. Er óhappatala.  Tómt*

Skemmtikvöld Taflfélags Reykjavíkur hafa notiđ mikilla vinsćlda og eru frábćr skemmtun! Tilvalin upphitun fyrir úrslitin í hrađskákkeppni taflfélaga!

Veriđ velkomin.


Vignir vann í sjöundu umferđ

Vignir Vatnar Stefánsson (1963) vann suđur-afríska FIDE-meistarann Paul Gluckman (1702) í sjöundu umferđ HM ungmenna sem fram fór í dag í Durban. Vignir hefur 4,5 vinning og er í 21.-28. sćti. Í áttundu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir hann viđ Búlgarann Matey Petkov (1912).

Vignir Vatnar er nr. 30 í stigaröđ 105 keppenda. Taflfélag Reykjavíkur, Skáksamband Íslands, Skákskóli Íslands, Skákdeild KR, Gallerý Skák, Skákstyrktarsjóđur Kópavogs, Rótarýklúbbur Kópavogs og Jói Útherji styđja viđ ţátttöku Vignis á mótinu.

Davíđ efstur á Haustmóti TR

Fjórđa umferđ Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur fór fram í gćr. Davíđ Kjartansson (2331) sem vann Ţorvarđ F. Ólafsson (2213) er efstur á mótinu međ 3,5 vinning. Oliver Aron Jóhannesson (2165) er annar međ 3 vinninga og Ţorsteinn Ţorsteinsson (2242) og Ţorvarđur eru í 3.-4. sćti međ 2,5 vinning.

Úrslit 4. umferđar

Round 4 on 2014/09/24 at 19.30
Bo.No.Rtg
NameResult
NameRtgNo.
1102092
Hardarson Jon Trausti0 - 1IMBjarnason Saevar20957
282121
Thorhallsson Gylfi1 - 0
Halldorsson Jon Arni21706
392131
Maack Kjartan˝ - ˝
Johannesson Oliver21655
412331FMKjartansson David1 - 0
Olafsson Thorvardur22134
522154
Ragnarsson Dagur˝ - ˝FMThorsteinsson Thorsteinn22423

Stöđuna má nálgast á Chess-Results.


B-flokkur

Stađan í b-flokki er jöfn og spennandi. Björn Hólm Birkisson (1655) er efstur međ 3 vinninga. í 2.-4 sćti, međ 2,5 vinning, eru Damia Benet Morant (2058), Ólafur Kjartansson (1997) og Christopher Vogel (2100).

Stöđu mótsins má nálgast á Chess-Results.


C-flokkur

Bárđur Örn Birkisson (1636), bróđir Björns Hólms, er efstur međ fullt hús. Felix Steinţórsson (1549) er annar međ 3,5 og Hörđur Jónasson (1570) er ţriđji međ 3 vinninga.

Stöđu mótsins má finna Chess-Results.

D-flokkur:

Stađan í d-flokki er nokkuđ óljós vegna ólokinna skáka.

Alex Cambrey Orrason (1580) er efstur međ fullt hús. Ólafur Evert Úlfsson (1430), Tryggvi K. Ţrastarson (1130) og Aron Ţór Mai (1274) eru í 2.-4. sćti međ 3 vinninga. Ólafur á til góđa frestađa skák.

Stöđuna má finna á Chess-Results.


Friđrik mćtir til leiks í Flugfélagssyrpunni: Ţriđja mótiđ í hádeginu á föstudag

Gođsögnin Friđrik Ólafsson mćtir til leiks á 3. Flugfélagsmóti Hróksins sem fram fer í hádeginu á föstudag í Pakkhúsi Hróksins viđ Geirsgötu 11. Alls eru mótin 5 og fćr sigurvegari heildarkeppninnar ferđ fyrir 2 til Grćnlands. Ađrir keppendur geta einnig unniđ slíkan vinning í happdrćtti Flugfélagssyrpunnar.

Héđinn Steingrímsson stórmeistari er efstur í heildarkeppninni međ 9,5 vinning, eftir ađ hafa sigrađ á báđum fyrstu mótunum. Međal annarra meistara sem taka ţátt í Flugfélagssyrpunni eru stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Hannes H. Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Helgi Áss Grétarsson.

Mótin eru opin öllum skákáhugamönnum og er ţátttaka ókeypis.

Pakkhús Hróksins er í vöruskemmu Brims hf. viđ Reykjavíkurhöfn. Ţađ stendur viđ Geirsgötu 11, gegnt DV. Nóg er af bílastćđum kringum bygginguna. Mótiđ hefst kl. 12:10 og eru tefldar 5 umferđir međ 5 mínútna umhugsunartíma. Ef keppendur eru seinir fyrir, geta ţeir komiđ inn í mótiđ í 2. eđa 3. umferđ.

Skráiđ ykkur hér!


Arionbankamótiđ - Haustmót SA hefst í dag

Haustmót Skákfélags Akureyrar - hiđ árlega meistaramót félagsins hefst í nćstu viku. Mótiđ er ađ ţessu sinni haldiđ í samvinnu viđ Arion banka og ber ţví nafniđ Arionbankamótiđ

Dagskrá:

 • Fimmtudagur 25. september kl. 20.30         1-2. umferđ
 • Föstudagur 25. september kl. 18.00             3. umferđ
 • Laugardagur 25. september kl. 13.00           4.umferđ
 • Sunnudagur 25. september kl. 13.00            5. umferđ

(Hlé vegna Íslandsmóts skákfélaga)

 • Laugardagur 11. október kl. 13.00                6. umferđ
 • Sunnudagur 12. október kl. 13.00                 7. umferđ


Fyrirkomulag
 mótsins er áformađ ţannig, ađ fyrst verđa tefldar tvćr atskákir, en síđan fimm skákir međ umhugsunartímanum 90 mínútur á skákina, auk ţess sem 30 sekúndur bćtast viđ fyrir hvern leik.

Athygli ţáttakenda er vakin á ţví ađ fjöldi umferđa gćti tekiđ breytingum ţegar endanleg ţátttaka liggur fyrir. Ákveđiđ er ađ umferđir međ kappskákfyrirkomulagi verđa ekki fćrri fimm, en hugsanlegt ađ atskákum fjölgi.    

Skráning er hjá varaformanni félagsins í sigarn@akmennt.is, eđa á skákstađ, í síđasta lagi 15. mínútum fyrir upphaf fyrstu umferđar. 

Ţátttökugjald á mótiđ er kr. 3.000 fyrir félagsmenn, kr. 4.000 fyrir ađra. Eins og áđur eru ţeir unglingar sem greiđa ćfingagjald undanţegnir ţátttökugjaldi.

Verđlaunafé alls kr. 42.000 og skiptist sem hér segir:

 • 1.      sćti     18.000
 • 2.      sćti     12.000
 • 3.      sćti       6.000
 • Stigaverđlaun (1799 stig og minna) 6.000

Núverandi Skáksmeistari SA er Sigurđur Arnarson


Björgvin međ fullt hús hjá Ásum í gćr

Björgvin Víglundsson leyfđi engin frávik í Ásgarđi í gćr ţar sem tuttugu og átta eldri skákmenn skemmtu sér viđ skákborđin. Hann vann alla sína tíu andstćđinga eins og hann hefur stundum gert áđur.

Annars má segja eins og einu sinni var sagt einhversstađar.

" Í góđmennsku ţeir vega ţar hvern annan"

Auđvitađ eru menn misjafnlega tapsárir eins og gengur.

Í öđru til ţriđja sćti urđu tveir jafnir međ átta vinninga, ţeir Jóhann Örn Sigurjónsson og Guđfinnur R Kjartansson, Jóhann örlítiđ hćrri á stigum.

Garđar Guđmundsson sat viđ stjórnvölinn í gćr.

Sjá nánari úrslit á međf. töflu:

 

_sir_2014-09-23.jpg

 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (6.7.): 3
 • Sl. sólarhring: 33
 • Sl. viku: 240
 • Frá upphafi: 8705060

Annađ

 • Innlit í dag: 3
 • Innlit sl. viku: 167
 • Gestir í dag: 3
 • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband