Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2014

Íslandsmót skákmanna sem eru 50 ára + og 65 ára + verđur haldiđ í haust

Íslandsmót skákmanna sem eru 50 ára + og 65 ára + verđa haldin í fyrsta skipti nú í haust. Fyrri hluti mótsins verđur haldinn 16.-19. október í Reykjavík og sá síđari á Hótel Selfossi 14.-16. nóvember. 

Fyrirkomulag

Tefldar verđa sjö umferđir eftir svissneska kerfinu. Tímamörk eru 90 mín. + 30. sek. viđbótartími á hvern leik.

Flokkaskipting

Teflt verđur í tveimur flokkum 50 ára + (1964 og fyrr) og 65 ára + (1949 og fyrr). Ţeir sem eru 65+ geta valiđ um í hvorum flokkum ţeir tefla.  

Verđi skráđir keppendur í öđrum hvorum flokknum fćrri en 12 verđi teflt í einum flokki en engu ađ síđur teflt um tvo Íslandsmeistaratitla

Verđi tveir eđa fleiri efstir og jafnir verđur stigaútreikningur látinn ráđa.

Dagskrá mótsins

Fyrstu fjórar umferđir mótsins verđa haldnar í Reykjavík.

  • 1. umf., fimmtudaginn 16. október, kl. 19
    3. umf., laugardaginn, 18. október, kl. 13
    4. umf., sunnudaginn, 19. október, kl. 13
  • 4. umf., fimmtudaginn, 13. nóvember, kl. 19

Síđustu ţrjár umferđir mótsins verđa haldnar á Hótel Selfossi.

  • 5. umf., föstudaginn, 14. nóv., kl. 19
    6. umf., laugardaginn, 15. nóv., kl. 13
    7. umf., sunnudaginn, 16. nóv., kl. 13

Tilbođ frá Hótel Selfossi

 Hótel Selfoss býđur keppendum upp á fćđi og gistingu á eftirfarandi verđi:

  • Tvíréttađur hádegisverđur frá 2.800- kr
  • Ţriggja rétta kvöldverđur pr. skipti. 6.100.- kr
  • Ţriggja rétta hátíđarkvöldverđur. 7.200.- kr.

Gisting á föstudegi     10.500 tveggja manna herbergi
                                      8.500 eins manns herbergi

Gisting á laugardegi   18.000 tveggja manna herbergi
                                   16.000 eins manns herbergi

Nánari upplýsingar og pantanir sendist í info@hotelselfoss.is.

Verđlaun

  • Fyrstu verđlaun í hvorum flokki eru 50.000 kr. styrkur á HM eđa EM öldunga
  • 2.-3. verđlaun - gripir
  • Einnig gripir í flokkum 70+, 75+ og 80+

Ţátttökugjöld:

6.000 kr. fyrir alla. Kaffi innifaliđ í verđi.

Skráning

www.skak.is eđa hér.


Vignir tapađi í sjöttu umferđ

Vignir Vatnar Stefánsson (1963) tapađi fyrir bandaríska FIDE-meistaranum Aravind Kumar í sjöttu umferđ HM ungmenna sem fram fór í Durban í Suđur-Afríku í dag. Vignir hefur 3,5 vinning og er í 31.-42. sćti. 

Frídagur er á morgun en sjöundu umferđ, sem fram fer á fimmtudaginn, teflir Vignir viđ heimamanninn Paul Gluckman (1702) sem ber titil FIDE-meistara eftir ađ hafa orđiđ Afríkumeistari í flokki 10 ára og yngri áriđ 2012.

Vignir Vatnar er nr. 30 í stigaröđ 105 keppenda. Taflfélag Reykjavíkur, Skáksamband Íslands, Skákskóli Íslands, Skákdeild KR, Gallerý Skák, Skákstyrktarsjóđur Kópavogs, Rótarýklúbbur Kópavogs og Jói Útherji styđja viđ ţátttöku Vignis á mótinu.



Vignir Vatnar vann í fimmtu umferđ - mćtir fyrrum Norđur Ameríkumeistara

Vignir Vatnar Stefánsson (1963) vann sína ađra skák í röđ ţegar hann vann Norđmanninn Andre Nielsen (1836) í fimmtu umferđ HM ungmanna sem fram fór í morgun. Vignir hefur 3˝ vinning og er í 16.-23. sćti.

Sjötta umferđ hófst nú kl. 15. Ţá teflir Vignir viđ Bandaríkjamanninn Aravind Kumar sem er FIDE-meistari eftir ađ hafa orđiđ Norđur-Ameríkumeistari í flokki 10 ára og yngri áriđ 2011.

Skákin er ekki beint - er á ellefta borđi - en 10 fyrstu skákir hverrar umferđar eru sýndar beint.

Vignir Vatnar er nr. 30 í stigaröđ 105 keppenda. Taflfélag Reykjavíkur, Skáksamband Íslands, Skákskóli Íslands, Skákdeild KR, Gallerý Skák, Skákstyrktarsjóđur Kópavogs, Rótarýklúbbur Kópavogs og Jói Útherji styđja viđ ţátttöku Vignis á mótinu.



Haustmót TR: Skákir annarrar umferđar

Kjartan Maack hefur slegiđ inn skákir annarrar umferđar Haustmóts TR. Ţćr fylgja međ sem viđhengi.

 


Arionbankamótiđ byrjar á fimmtudaginn

Haustmót Skákfélags Akureyrar - hiđ árlega meistaramót félagsins hefst í nćstu viku. Mótiđ er ađ ţessu sinni haldiđ í samvinnu viđ Arion banka og ber ţví nafniđ Arionbankamótiđ

Dagskrá:

  • Fimmtudagur 25. september kl. 20.30         1-2. umferđ
  • Föstudagur 25. september kl. 18.00             3. umferđ
  • Laugardagur 25. september kl. 13.00           4.umferđ
  • Sunnudagur 25. september kl. 13.00            5. umferđ

(Hlé vegna Íslandsmóts skákfélaga)

  • Laugardagur 11. október kl. 13.00                6. umferđ
  • Sunnudagur 12. október kl. 13.00                 7. umferđ


Fyrirkomulag
 mótsins er áformađ ţannig, ađ fyrst verđa tefldar tvćr atskákir, en síđan fimm skákir međ umhugsunartímanum 90 mínútur á skákina, auk ţess sem 30 sekúndur bćtast viđ fyrir hvern leik.

Athygli ţáttakenda er vakin á ţví ađ fjöldi umferđa gćti tekiđ breytingum ţegar endanleg ţátttaka liggur fyrir. Ákveđiđ er ađ umferđir međ kappskákfyrirkomulagi verđa ekki fćrri fimm, en hugsanlegt ađ atskákum fjölgi.    

Skráning er hjá varaformanni félagsins í sigarn@akmennt.is, eđa á skákstađ, í síđasta lagi 15. mínútum fyrir upphaf fyrstu umferđar. 

Ţátttökugjald á mótiđ er kr. 3.000 fyrir félagsmenn, kr. 4.000 fyrir ađra. Eins og áđur eru ţeir unglingar sem greiđa ćfingagjald undanţegnir ţátttökugjaldi.

Verđlaunafé alls kr. 42.000 og skiptist sem hér segir:

  • 1.      sćti     18.000
  • 2.      sćti     12.000
  • 3.      sćti       6.000
  • Stigaverđlaun (1799 stig og minna) 6.000

Núverandi Skáksmeistari SA er Sigurđur Arnarson


EM taflfélaga: Lokapistill

 

STP82388
Vigfús Ó. Vigfússon, farstjóri Hugins hefur skrifađ pistil um sjöundu og síđustu umferđ EM taflfélaga sem fram fór sl. laugardag. Í honum segir međal annars:

Í lokaumferđinni í Evrópukeppni Taflfélaga var teflt viđ Minsk frá Hvíta Rússlandi. Ţeir voru stigahćrri á öllum borđum nema öđru borđi og höfđu á ađ skipa liđi međ 4 stórmeistara. Ţrátt fyrir ađ međalstig ţeirra vćru nokkru hćrri en okkar var ég nokkuđ bjartsýnn fyrir viđureignina eftir gott gengi á mótinu.

Fyrir viđureignina birtist Shirov á svćđinu og rćddi viđ efstu menn hjá Minsk. Hvort hann var bara ađ rćđa um daginn og veginn eđa vara ţá viđ veit ég ekki en hafi svo veriđ hefur hann örugglega veriđ rétti mađurinn til ţess.

Pistilinn má finna á heild sinni á heimasíđu Hugins.

Vignir Vatnar vann í fjórđu umferđ

Vignir Vatnar í DurbanVignir Vatnar Stefánsson (1963) vann Tékkann Martin Nehyba (1806) í fjórđu umferđ HM ungmenna. Vignir hefur 2,5 vinning og er í 25.-41. sćti.

Skákin var snarplega tefld og má finna skýrđa á heimasíđu TR.Vignir vann í 22 leikjum.

Á morgun eru tefldar tvćr umferđir. Í ţeirri fyrri mćtir hann Norđmanninum Andre Nielsen (1836).

Vignir Vatnar er nr. 30 í stigaröđ 105 keppenda. Taflfélag Reykjavíkur, Skáksamband Íslands, Skákskóli Íslands, Skákdeild KR, Gallerý Skák, Skákstyrktarsjóđur Kópavogs, Rótarýklúbbur Kópavogs og Jói Útherji styđja viđ ţátttöku Vignis á mótinu.



Nýtt Fréttabréf SÍ

Nýtt Fréttabréf SÍ kom út í dag. Međal efnis í fréttabréfinu er:

  • Einar Hjalti Jensson náđi stórmeistaraáfanga
  • Álfhólsskóli međ silfur á Selfossi
  • Rimaskóli međ silfur í Stokkhólmi
  • Íslandsmót 50 ára + og 65 ára + haldiđ í fyrsta skipti í haust
  • Úrslit Hrađskákkeppni taflfélaga
  • Davíđ sigrađi á Meistaramóti Hugins - Dawid skákmeistari Hugins
  • Björn sigrađi á minningarmóti Ragnheiđar Jónu
  • Reykjavíkurskákmótiđ 2015 - Nýjustu skráningar
  • Mót á döfinni

Fréttabréfiđ má nálgast hér.

Hćgt er ađ skrá sig fyrir Fréttabréfinu sem kemur ađ jafnađi út tvisvar á mánuđi yfir vetrarmánuđina ofarlega á vinstri hluta Skák.is.

Eldri fréttabréf má nálgast hér.


Íslandsmót skákfélaga - skráningafrestur rennur út í dag

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2014-2015 fer fram dagana 2.-5. október nk.  Mótiđ fer fram í Rimaskóla í Reykjavík.  1. umferđ (eingöngu í 1.deild) mun hefjast kl. 19.30 fimmtudaginn 2. október. Ađrar deildir munu hefja taflmennsku föstudaginn 3. okt. kl. 20.00 og síđan tefla laugardaginn 4. okt. kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag.  Síđasta umferđin í fyrri hlutanum hefst kl. 11.00 sunnudaginn 5. október.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst) - upplýsingar um ţegar skráđar sveitir má finna hér. Skráningarfrestur er fram til 22. september.

Umhugsunartími er 90 mín. á skákina + 30 sek. viđbótartími bćtist viđ eftir hvern leik.

Ţátttökugjöld:

  • 1. deild                       kr. 55.000.-
  • 2. deild                       kr. 50.000.-
  • 3. deild                       kr. 15.000.-
  • 4. deild                       kr. 15.000.-

Skáksamband Íslands mun greiđa fargjöld utan stór-Reykjavíkursvćđisins samkvćmt reikningum fyrir sveitir í 1. og 2. deild.  Miđa skal viđ einn brottfararstađ á hverju svćđi, t.d. Akureyri, Egilsstađi, Ísafjörđ.  Sami háttur verđur hafđur í 3. og 4. deild og áđur, ţ.e. ţátttökugjöld höfđ lág en sveitirnar verđa sjálfar ađ sjá um ferđakostnađ á skákstađ.

Minnt er á reglugerđ um Íslandsmót skákfélaga og 3. kafla skáklaga Skáksambands Íslands sem varđa Íslandsmót skákfélaga.

Vakin er athygli á viđbót viđ 2. grein reglugerđar um Íslandsmót Skákfélaga:

2. gr.

Framkvćmdanefnd Íslandsmóts skákfélaga, sem skipuđ er af stjórn Skáksambands Íslands, ákveđur töfluröđ og skipar skákstjóra og umsjónarmenn Íslandsmóts skákfélaga.  Öllum taflfélögum, sem eiga sveitir í 1. deild, ber ađ útvega einn skákstjóra. 

Athugiđ ađ tilkynningar v. Keppendaskrár Skáksambands Íslands skulu hafa borist SÍ í síđasta lagi 12. september nk. sbr. 18. gr. skáklaga.

Vakin er athygli á eftirfarandi texta í 19. grein skáklaga:  „Fyrir upphaf 1.umferđar fyrri hluta ÍS skulu félögin skila inn styrkleikaröđuđum lista allra ţeirra keppenda sem ţeir hyggjast nota í keppninni."

Ađ gefnu tilefni er minnt á ađ nauđsynlegt er ađ skrá sveitir í keppnina, ekki síst í 4. deild.

Stjórn SÍ mćlist til - af gefnu tilefni - ađ félögin skrái ekki fleiri sveitir til keppni en ţau treysta sér til ađ manna í báđum hlutum keppninnar. 

Ath.  Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga verđur fćrđur aftur fyrir Reykjavíkurskákmótiđ vegna EM einstaklinga sem mun fara fram 23. febrúar - 7. mars.


Davíđ, Oliver og Ţorvarđur efstir á Haustmóti TR

Oliver Aron skákmeistari RimaskóliŢriđja umferđ Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur fór fram í dag. Ţorvarđur F. Ólafsson (2213), Oliver Aron Jóhannesson (2165) og Jón Árni Halldórsson (2170) unnu. Ţorvarđur og Oliver eru efstir ásamt Davíđ Kjartanssyni (2331) sem gerđi jafntefli viđ Ţorstein Ţorsteinsson (2242). Ţorsteinn er fjórđi međ 2 vinninga.

Úrslit 3. umferđar

Bo.No.Rtg
NameResult
NameRtgNo.
122154
Ragnarsson Dagur˝ - ˝
Hardarson Jon Trausti209210
232242FMThorsteinsson Thorsteinn˝ - ˝FMKjartansson David23311
342213
Olafsson Thorvardur1 - 0
Maack Kjartan21319
452165
Johannesson Oliver1 - 0
Thorhallsson Gylfi21218
562170
Halldorsson Jon Arni1 - 0IMBjarnason Saevar20957


Stöđuna má nálgast á Chess-Results.


B-flokkur

Björn Hólm Birkisson (1655) og Ţjóđverjinn Christopher Vogel (2011) eru efstir međ 2,5 vinning.

Stöđu mótsins má nálgast á Chess-Results.


C-flokkur

Bárđur Örn Birkisson (1636), bróđir Björns Hólms, er efstur međ fullt hús. Felix Steinţórsson (1549) er annar međ 2,5 vinning.

Stöđu mótsins má finna hér.

D-flokkur:

Ţrír skákmenn eru efstir og jafnir međ fullt hús. Ţađ eru Ólafur Evert Úlfsson (1430), Tryggvi K. Ţrastarson (1130) og Alex Cambrey Orrason (1580). 

Stöđuna má finna á Chess-Results.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 176
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 142
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband