Bloggfćrslur mánađarins, september 2010
30.9.2010 | 20:42
Ól: 11. pistill
Undirritađur hefur gjörsamlega svikiđ öll loforđ um pistlaskrif síđustu daga og úr ţví skalt bćtt. Í gćr gekk vel en í dag gekk ekki jafnvel. Lenka hefur ţó stoliđ athyglinni en í dag tryggđi hún sér áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli og ţađ er ekki amalegt ţar sem áfangi á ólympíuskákmótinu telur 20 skákir og Lenka ţví búin ađ ná tilskyldum áföngum og ţarf nú ađeins ađ ná 2400 skákstigum til ađ verđa útnefnd. Og í gćr fór fram skrautlegur FIDE-fundur ţar sem gekk á ýmsu og Kirsan er sem fyrr forseti FIDE og Búlgarinn Silvio Danilov var kjörinn forseti ECU, eitthvađ sem fáir áttu von á fyrir nokkrum mánuđum síđan. Ţrátt fyrir slćmt gengi í dag eru allir íslensku skákmennirnir, tíu, í stigaplús.
Byrjum á strákunum. Ţar sem undirritađur var mjög upptekinn í gćr, gat hann ekkert fylgst međ skákunum . Ég samdi viđ Sigurbjörn um ađ senda mér SMS og fékk ţau skilabođ ađ ţađ liti illa út skömmu síđar kom svo skeyti um ađ ţađ stefndi í stórsigur! Fljótt ađ breytast. Héđinn átti góđa skák en mér skilst ađ lukkan hafi fylgt bćđi Hannesi og Hjörvari. Björn gerđi solid jafntefli gegn undrabarninu Jorge Cori. Frábćr úrslit gegn Perú en okkur hefur oft gengiđ vel gegn Suđur-Ameríku en ţađ héldum viđ ţangađ til í dag en ţá töpuđum viđ 1-3 fyrir Chile. Hannes gerđi gott jafntefli međ svörtu en Hjörvar tapađi á fjórđa borđi. Héđinn gerđi svo jafntefli á öđru borđi og Bragi tapađi eftir hetjulega vörn. Semsagt súrt tap. Á morgun tefla strákarnir viđ sveit Lettlands sem er áţekk og íslenska sveitin. Á fyrsta borđi tefli Íslandsvinurinn Miezis og á öđru borđi teflir gođsögnin Svesnikov. Myndavélin mín bilađi í dag eftir ađ ég hafđi tekiđ myndir af stelpunum í dag svo ég á engar myndir af strákunum.
Og svo stelpurnar. Í gćr náđust frábćr úrslit gegn Ítalíu, 2-2. Jóhanna vann en Lenka og Hallgerđur gerđu jafntefli. Sigurlaug tapađi. Í dag var stórt tap, 0,5-3,5, gegn Mongólíu. Lenka gerđi jafntefli á fyrsta borđi en ađrar skákir töpuđust. Undirritađur gaf Lenku frjálst val međ jafntefli ţar sem mér fannst hagsmunir hennar međ međ AM-áfangann ţađ mikilvćgir. Lenka tefldi sig sigurs, ţrátt fyrir ţađ, en náđi ekki ađ beygja andstćđinginn. Tinna tefldi byrjunina ónákvćmt í byrjun og tapađi, Jóhanna lenti í erfiđri vörn og Hallgerđur virtist hafa góđa jafnteflissénsa en tapađi. Ţetta voru önnur slćmu úrslit kvennasveitarinnar og ţau fyrstu síđan í fyrst umferđ. Stelpurnar tefla á morgun viđ sterka sveit Austurríkis, sem hefur gengiđ fremur illa, miđađ viđ hversu sterkar ţćr eiga vera.
Úkraínumenn eru efstir í opnum flokki međ 16 stig en Rússar og Frakkar koma nćstir međ 15 stig. Í kvennaflokki hafa Rússar nánast tryggt sér sigur en ţćr hafa fullt hús stig, 18 stig! Kínverjar, Úkraínumenn, Georgíumenn, Indverjar og Búlgarar hafa 14 stig.
Og ţá er ţađ Norđurlandakeppnin. Ţar er stađan í báđum flokkum sem hér segir:
Opinn flokkur:
- · 29 (23) Noregur, 11 stig (194 B-stig)
- · 42 (34) Svíţjóđ, 11 stig (167,5)
- · 45 (44) Danmörk, 11 stig (162)
- · 50 (54) Ísland, 10 stig (180)
- · 72 (60) Finnland, 9 stig (133,5)
- · 85 (83) Fćreyjar, 9 stig (112)
Kvennaflokkur:
- · 36 (55) Svíţjóđ, 10 stig (178)
- · 57 (69) Ísland, 9 stig (146,5)
- · 58 (45) Noregur, 9 stig (135)
- · 66 (57) Danmörk, 8 stig (116)
Og ţá um FIDE-fundinn í gćr. Hann var sögulegur í meira lagi. Fín umfjöllun er um hann á ChessBase og bendi ég sérstaklega á myndband sem vísađ er til í fréttinni sem lýsir all svakalegri sennu á fundinum. Vil sérstaklega benda á álkulegan mann, sem situr hćgra megin viđ Kasparov í rifrildissennu Kasparovs og Larry (frá Bermúda) sjá mynd.
Kirsan stjórnađi fundinum harđri hendi og leyfđi mönnum ekki ađ komast upp međ neitt múđur. Strax hófust deilur um umbođ (proxy) og t.d. komu tveir menn sem sögđust vera fulltrúar Perú. Ekki taldi ég mig hafa neinar forsendur til ađ vita hvor vćri réttkjörinn fulltrúi Perú en hvorki Kirsan né stuđningsmenn voru ekki í neinum vafa um ţađ.
Atkvćđagreiđslan var skrautleg. Stuđningsmenn Karpovs fengu ţađ í gegn ađ kosningin var algjörlega leynileg. Tjald var sett ofan á kjörklefann til ađ koma í veg fyrir myndatökur ađ ofan. Allir ţurftu ađ nota sama pennann og bannađ var ađ nota myndavél. Bannađ var ađ gera kross í reitinn heldur ţurfti ađ haka viđ í reitinn. Ef menn krossuđu er atkvćđiđ ólöglegt. Mér skilst ađ ţetta sé af trúarlegum ástćđum. Stuđningsmenn Karpov töldu ţađ auka líkur sínar en engu ađ síđur fékk frambođ hans ađeins 55 atkvćđi gegn 95 atkvćđum Kirsan. Mjög athyglisvert í ljós ţess ađ gera má ráđ fyrir ađ Karpov hafi a.m.k. um 35 atkvćđi frá Evrópu auk atkvćđi Nikaragúa en undirritađur hefur umbođ ţess lands á FIDE-fundinum! Kjörnefndarfulltrúinn var nokkuđ hissa ţegar hann sá mig og sagđi mig ekki líta út fyrir ađ vera frá Nikaragúa!
Og strax eftir fundinn bauđ Kirsan Karpov sćti varaforseta og mćttu ţér félagarnir saman á blađamannafund í dag. Mér skilst reyndar ađ Karpov ćtli ekki ađ ţiggja embćttiđ en talar samt um aukna samvinnu. Mér sýnist á öllu ađ ekki sé hćgt ađ leggja Kirsan og verđur hann forseti FIDE á međan hann vill og e.t.v. er eini kosturinn ađ vinna međ honum hvort sem mönnum líkar betur eđa verr.
Og ţá um Evrópufundinn. Robert von Weizsäcker hafđi rekiđ mjög slaka kosningabaráttu og var mér nokkuđ ljóst fljótlega ađ hann hafđi lítinn séns til ađ vera kjörinn ţrátt fyrir ađ hafa góđa menn međ sér eins og t.d. Jóhann Hjartarson. Til dćmis mćtti hann til leiks ađeins eins degi fyrir kosningar. Eins og komiđ fram fóru fram réttarhöld í Lausanne ţar sem frambođ Karpov freistađi ţess ađ fá frambođ Kirsans ólöglegt. Ţađ gekk ekki eftir og er taliđ ađ kostnađur sem fellur á FIDE sé um ein milljón dollara. Ađ mati manna Karpovs og Kasparovs eiga Kirsans og hans menn ađ borga ţennan kostnađinn en ekki FIDE. Út af formlegheitunum var máliđ háđ fyrir hönd fimm skáksambandanna (Ţýskaland, Spánn, Bandaríkin, Sviss og Úkraína).
Eftir kosningarnar mun Nigel Freeman frá Bermúda, gjaldkeri FIDE, hafa sagt viđ ađ hann og hans skáksamband yrđi lögsótt og krafiđ um greiđslu ţess kostnađar. Í kjölfar ţess leiđ yfir Weizsäcker og ţurfti ađ stumra yfir honum. Mér skilst ađ hann hafi jafnađ sig ţokkalega og sé á leiđinni af landi brott á morgun. Stungiđ var upp á ţví ađ fresta fundinum en frambođsliđ (ticket) Ţjóđverjans ákvađ ađ leggja til ađ fundinum yrđi framhaldiđ ţrátt fyrir ţetta. Sokolov talađi fyrir hönd ţeirra.
Ekki voru sömu formlegheitin í ţessari atkvćđagreiđslu og leyfilegt var t.d. ađ nota eigin penna og krossa í kassann! Skipuđ vor kjörnefnd og var ég svo valinn af frambođi Ţjóđverjans til ađ fylgjast međ atkvćđagreiđslunni og talningunni fyrir ţeirra hönd.
Fulltrúar allra 54 ríkjanna kusu. Danilov fékk 25 atkvćđi, Ali frá 20 atkvćđi og Weizsäcker ađeins níu atkvćđi. Í 2. umferđ fékk Danilov 30 atkvćđi og Ali 24 atkvćđi
Fyrir nokkrum mánuđum síđan töldu fáir ađ Búlgarinn hefđi séns. Ţjóđverjinn rak slaka kosningabaráttu og margir töldu Ali of tengdan Kirsan til ađ geta stutt hann. Danilov rak afar skynsama kosningabaráttu. Tók ekki afstöđu í baráttu Kirsan og Karpov á međan hinir tveir tengdu sig mjög viđ hvorn frambjóđandann. Auk ţess skilst mér ađ Danilov hafi međ sér gott fólk og ţá eru sérstaklega nefndir Pólverjinn sem var varaforsetaefni hans og serbnesk kona sem einnig er yfirdómari á Ólympíuskákmótinu. Ivan Sokolov bauđ sig fram í stjórnina og náđi ekki kjöri, ţví miđur, og var heldur súr yfir ţví kvöld.
Látum ţetta duga í bili en ég enn nóg efni á lager!
Gunnar Björnsson
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
30.9.2010 | 14:26
Tap gegn Chile og Mongólíu - Lenka međ áfanga!
Bćđi íslensku liđin töpuđu í dag. Liđiđ í opnum flokki tapađi 1-3 fyrir Chile ţar sem Hannes Hlífar Stefánsson og Héđinn Steingrímsson gerđu jafntefli. Stelpurnar töpuđu 0,5-3,5 fyrir Mongólíu ţar sem Lenka Ptácníková gerđi jafntefli. Lenka hefur međ árangri sínum tryggt sér áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli en áfangi á ólympíuskákmóti telur 20 skákir! Lenka er ţví komin međ alla áfanga til ţess ađ verđa útnefnd en ţarf ađ ná 2400 skákstigum.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
30.9.2010 | 14:17
Fimmtudagsmót hjá TR fellur niđur í kvöld
er velvirđingar á ţví og í stađinn verđur bođiđ upp á fimmtudagsmót
endurgjaldslaust ađ viku liđinni.
30.9.2010 | 11:04
Danilov kjörinn forseti ECU
Búlgarinn Silvio Danilov var í gćr kjörinn forseti Evrópska skáksambandsins. Alls voru greidd 54 atkvćđi, ţ.e. fyrir hvert einasta skáksamband í Evrópu.
Í fyrstu umferđ hlaut Danilov 25 atkvćđi, Ali 20 atkvćđi og Weicacker ađeins 9 atkvćđi. Í 2. umferđ vann Búlgarinn Tyrkjann 30-24.
Nánar um fundina í pistli síđar í dag.
30.9.2010 | 10:49
Dađi efstur á Haustmóti TR
Dađi Ómarsson (2172) er efstur međ fullt hús ađ lokinni 2. umferđ Haustmóts TR, sem fram fór í gćrkvöldi. Sigurbjörn Björnsson (2300) og Sverrir Ţorgeirsson (2223) koma nćstir međ 1,5 vinning. Stefán Bergsson (2102) er efstur í b-flokki, Jon Olav Fivelstad (1853), Páll Sigurđsson (1884) eru efstir í c-flokki og Páll Andrason (1604) og Snorri Sigurđur Karlsson (1585) eru efstir í d-flokki.
Úrslit 2. umferđar:
Gislason Gudmundur | 0 - 1 | Thorgeirsson Sverrir |
Kjartansson Gudmundur | 1 - 0 | Olafsson Thorvardur |
Halldorsson Jon Arni | ˝ - ˝ | Bjornsson Sigurbjorn |
Thorhallsson Gylfi | ˝ - ˝ | Thorhallsson Throstur |
Omarsson Dadi | 1 - 0 | Bjornsson Sverrir Orn |
Stađan:
Rk. | Name | RtgI | RtgN | Club/City | Pts. | rtg+/- | |
1 | Omarsson Dadi | 2172 | 2180 | TR | 2 | 18,1 | |
2 | FM | Bjornsson Sigurbjorn | 2300 | 2315 | Hellir | 1,5 | 6,9 |
3 | Thorgeirsson Sverrir | 2223 | 2280 | Haukar | 1,5 | 9,6 | |
4 | Halldorsson Jon Arni | 2194 | 2190 | Fjölnir | 1 | 5,7 | |
5 | GM | Thorhallsson Throstur | 2381 | 2410 | Bolungarvík | 1 | -4,8 |
6 | Thorhallsson Gylfi | 2200 | 2130 | SA | 1 | 2,8 | |
7 | IM | Kjartansson Gudmundur | 2373 | 2330 | TR | 1 | -3,2 |
8 | Olafsson Thorvardur | 2205 | 2200 | Haukar | 0,5 | -3,8 | |
9 | Bjornsson Sverrir Orn | 2161 | 2140 | Haukar | 0,5 | -6,4 | |
10 | Gislason Gudmundur | 2346 | 2380 | Bolungarvík | 0 | -21 |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2010 | 10:29
Tómas og Jóhann Óli efstir á Haustmóti SA
Önnur umferđ Haustmóts Skákfélags var tefld í gćrkvöldi. Líkt og búist var viđ kom Jakob Sćvar akandi sem leiđ lá yfir Lágheiđina frá Siglufirđi; líklega var um ađ rćđa síđustu ferđ hans ţessa leiđ ţví Héđinsfjarđargöngin verđa formlega opnuđ um helgina. Tilkoma ganganna kemur til međ ađ stytta leiđina frá Siglufirđi til Akureyrar um einhverja klukkutíma og ţar međ auđvelda ađgengi Siglfirđinga ađ mótum hjá Skákfélagi Akureyrar. Ţar er loks komin skýring á ţví ţjóđhagslega hagrćđi sem af framkvćmdinni hlýst.
Úrslitin:
Round 2 on 2010/09/28 at 19:30 | |||||||||
Bo. | No. |
| Name | Result | Name |
| No. | ||
1 | 10 | Magnusson Jon | 0 - 1 | Thorgeirsson Jon Kristinn | 6 | ||||
2 | 7 | Arnarson Sigurdur | 1 - 0 | Sigurdsson Jakob Saevar | 5 | ||||
3 | 8 | Jonsson Haukur H | 0 - 1 | Sigurdarson Tomas Veigar | 4 | ||||
4 | 9 | Heidarsson Hersteinn | Bjorgvinsson Andri Freyr | 3 | |||||
5 | 1 | Karlsson Mikael Johann | 0 - 1 | Eidsson Johann Oli | 2 |
Úrslit kvöldsins urđu öll eftir bókinni ef frá er talin viđureign Mikaels (1825) og Jóhanns Óla (1630) en Jóhann hafi betur ađ lokum eftir miklar sviptingar.
Nokkuđ er um ađ skákum hafi veriđ frestađ. Af ţeim sökum gefur stađa efstu manna ekki endilega rétta mynd.
Tómas Veigar Sigurđarson 2 vinningar
Jóhann Óli Eiđsson 2 vinningar
Jón Kristinn Ţorgeirsson 1˝
Sigurđur Arnarson 1
Andri Freyr Björgvinsson 1 + frestuđ skák
Jakob Sćvar Sigurđsson ˝
Mikael Jóhann Karlsson 0 + frestuđ skák
Haukur H. Jónsson 0
Hersteinn Heiđarsson 0 + frestuđ skák
Jón Magnússon 0 + frestuđ skák
Ţriđja umferđ fer fram á sunnudaginn.
30.9.2010 | 10:22
Róbert sigrađi á skákmóti vegna geđveikra daga
Róbert Lagerman sigrađi skákmóti vegna Geđveikra daga sem fram fór í Björgunni í Keflavík í fyrrdag. Róbert hlaut fullt 8 vinninga í 8 skákum. Gunnar Freyr Rúnarsson varđ annars međ 7 vinninga og Pálmar Breiđfjörđ varđ ţriđji međ 5,5 vinning.
1 | Róbert Lagerman | 8,0 |
2 | Gunnar Freyr Rúnarsson | 7,0 |
3 | Pálmar Breiđfjörđ | 5,5 |
4 | Ţórir Benediktsson | 5,0 |
5 | Jón Úlfljótsson | 4,5 |
6.-10. | Jón Birgir Einarsson | 4,0 |
Emil Ólafsson | 4,0 | |
Arnar Valgeirsson | 4,0 | |
Haukur Halldórsson | 4,0 | |
Hinrik Páll Friđriksson | 4,0 | |
11 | Guđmundur Ingi Einarsson | 3,5 |
12.-14. | Jón S. Ólafsson | 3,0 |
Ingvar Sigurđsson | 3,0 | |
Berglind Júlía Valsdóttir | 3,0 | |
15 | Björgúlfur Stefánsson | 1,5 |
16 | Elísabet María Ragnarsdóttir | 0,0 |
Myndir vćntanlegar.
30.9.2010 | 09:50
Ól í skák: Níunda umferđ hafin
Níunda umferđ Ólympíuskákmótsins er nýhafin. Íslenska liđiđ í opnum flokki teflir viđ sveit Chile en stelpurnar tefla viđ Mongólíu. Hćgt er ađ fylgjast međ skákunum beint.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2010 | 18:40
Ól. í skák: Góđ úrslit í áttundu umferđ
Báđar íslensku sveitirinar á Ólympíuskákmótinu náđu góđum árangri i áttundu umferđ mótsins.
Í opnum flokki mćttu Íslendingar Perú og sigruđu ţeir Hannes Hlífar Stefánsson, Héđinn Steingrímsson og Hjörvar Steinn Grétarsson andstćđinga sína, en Björn Ţorfinnsson gerđi jafntefli og úrslitin urđu ţví 3˝-˝ Íslendingum í vil. Ţetta er mjög góđur árangur miđađ viđ styrkleika andstćđinganna.
Kvennasveitin vann ekki síđra afrek ţegar hún gerđi jafntefli viđ Ítali. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir vann sína skák, ţćr Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir og Lenka Ptacnikova gerđu jafntefli, en Sigurlaug Friđţjófsdóttir tapađi. Lokaúrslitin urđu ţví 2-2.
Sveitin í opna flokknum er í 37. sćti en stelpurnar eru í 38. sćti.Í níundu umferđ verđur teflt viđ Chile í opnum flokki, en í kvennaflokki verđa andstćđingarnir Mongólía, en sveit ţeirra er mun sterkari en sú íslenska.
29.9.2010 | 12:37
Kirsan 95 - Karpov 55. Kirsan áfram forseti FIDE
Kosningunni á milli ţeirra Kirsan Ilyumzhinov og Anatoly Karpovs, fyrrum heimsmeistara í skák, lauk rétt í ţessu međ sigri ţess fyrrnefnda. Kirsan hlaut 95 atkvćđi gegn 55 atkvćđum Karpovs.
Kirsan Ilyumzhinov verđur ţví áfram forseti FIDE, alţjóđlega skáksambandsins.
Ól 2010 | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.5.): 25
- Sl. sólarhring: 43
- Sl. viku: 241
- Frá upphafi: 8753250
Annađ
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 176
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar