Leita í fréttum mbl.is

Ól. í skák: Góð úrslit í áttundu umferð

Báðar íslensku sveitirinar á Ólympíuskákmótinu náðu góðum árangri i áttundu umferð mótsins.

Í opnum flokki mættu Íslendingar Perú og sigruðu þeir Hannes Hlífar Stefánsson, Héðinn Steingrímsson og Hjörvar Steinn Grétarsson  andstæðinga sína, en Björn Þorfinnsson gerði jafntefli og úrslitin urðu því 3½-½ Íslendingum í vil. Þetta er mjög góður árangur miðað við styrkleika andstæðinganna.

Kvennasveitin vann ekki síðra afrek þegar hún gerði jafntefli við Ítali. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir vann sína skák, þær Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Lenka Ptacnikova gerðu jafntefli, en Sigurlaug Friðþjófsdóttir tapaði. Lokaúrslitin urðu því 2-2.

Sveitin í opna flokknum er í 37. sæti en stelpurnar eru í 38. sæti.

Í níundu umferð verður teflt við Chile í opnum flokki, en í kvennaflokki verða andstæðingarnir Mongólía, en sveit þeirra er mun sterkari en sú íslenska.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (26.1.): 32
 • Sl. sólarhring: 35
 • Sl. viku: 316
 • Frá upphafi: 8714565

Annað

 • Innlit í dag: 23
 • Innlit sl. viku: 228
 • Gestir í dag: 20
 • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband